MB5

Bara af því að það er svoleiðis ekkert að frétta þá er hér smá útúrdúr.

Ég var spurður að því í boltaspjalli um daginn hvaða leikmannasölu Rafa síðustu fimm árin ég hefði verið ósammála. Ég hafði aldrei hugsað virkilega út í það og svarið var það að þegar ég íhugaði þetta vandlega var ég sammála nær öllum þeim leikmannasölum sem Rafa hefur framkvæmt. Eitt nafn kom þó strax upp í hugann …

Milan Baros. Hann er 27 ára og var að ljúka leiktíð þar sem hann skoraði 20 mörk í 31 leik með Galatasaray. Ég veit við seldum hann á sínum tíma af því að hann vildi vera fastamaður í byrjunarliði og Aston Villa buðu fáránlega upphæð í hann (10+m ef ég man rétt) en mikið afskaplega var ég svekktur þegar hann fór. Ég held að ef Baros hefði haldið haus gæti hann hafa verið lykilmaður hjá Liverpool síðustu árin. Allavega á ég erfitt með að sannfæra sjálfan mig um að hann hefði ekki getað sinnt sömu stöðu og Dirk Kuyt, jafnvel betur ef eitthvað er.

Þetta var annars bara innistæðulaus pæling. Þegar maður horfir á okkar menn láta sig dreyma um að fá Tévez í sumar spyr maður sig: hversu miklir fjármunir hefðu getað sparast með því að halda Baros hjá Liverpool?

Hvað með ykkur? Áttum við aldrei að selja Baros, eða var Kromkamp demantur sem við misstum af? Hvaða leikmannasölu(m) Rafa hafið þið verið ósammála, ef einhverjum?

56 Comments

  1. Ég segi Pongolle. Fannst hann altaf vanmetinn og mega fá meiri tækifæri.

  2. Þetta er kannski kjörið til að æra óstöðuga, en fyrsta nafnið sem mér dettur í hug er írinn litli hann Robbie Keane.

  3. Mér fannst Baros ekkert spes. Ég sé einna mest eftir Peter Crouch, ég fílaði hann alltaf.

  4. Ég var einmitt að horfa á myndbönd af Sissoko hjá Juve. Eins og menn þoldu hann ekki hér áður fyrr, þá er hann rosalegur DM og er ennþá ungur. Ef við mundum missa Mascherano, þá væri ég spenntur fyrir því að fá Momo aftur.

  5. Að dást að einhverjum fyrir að hafa skorað 20mörk í 31 leik með Galatasaray er eins og að óska manni til hamingju með að vera “dwarf among midgets”.

    Eru menn búnir að gleyma því hversu hræðilegt fyrsta touch Milan Baros var með og hversu eigingjarn hann var á boltann og leit aldrei upp eftir sendingum? Góður markaskorari en verulega fyrirsjáanlegur leikmaður sem þoldi ekki hörkuna í Englandi og á bara heima í meginlandsbolta eða úrslitum EM.

    Ég hef verið ansi óánægður með sum kaup Rafa Benitez, sérstaklega þegar hann kaupir fyrirfram vitað miðlungs squad players eins og Jermaine Pennant. Einnig koma Dossena, Degen, Nunez, Gonzalez o.fl. uppí hugann.

    Rafa hefur sitt flókna njósnarakerfi sem á að virka sem sía svo engir meðalmenn slysist til Liverpool. Samt hefur það gerst. Þegar kemur að kaupum á menn í XI-byrjunarliðið þá klikkar Rafa hinsvegar ekki eins og kaupin á Mascherano, Reina og Torres sýna.

    Gúrkutíð.

  6. Mestu vonbrigið mín eru að hafa selt Garcia 🙁 … ég vill gefa Benitez þetta season og ef við vinnum ekki PL þá þarf nýjan stjóra er enginn hérna sammála?

  7. Ég hugsa að það hefði nú ekkert gert út af við bókhaldið þó Rafa hefði *****ast til að bjóða Guð nýjan samning.

  8. Fowler og Owen sölurnar voru ekki góðar, sérstaklega Owen salan sem kom á vondum tímapunkti. Annars er ég nokkuð sáttur við þetta svona síðustu árin. En svo ég svari líka fyrir hönd föður míns þá varð hann alveg brjálaður þegar Keegan fór til HSV 🙂

  9. Ég hef aldrei séð á eftir Milan Baros.

    Í raun og veru finnst mér erfitt að finna einhverja sölu Rafa sem ég var/er algjörlega á móti. Það væri þá kannski einna helst Peter Crouch en samt ekki. Hann væri auðvitað mjög góður til að sitja á bekknum og fylla skarð Torres í vandræðum. En hann vildi spila mun meira, sem er mjög skiljanlegt og því urðum við að losa okkur við hann….

    …recordið hjá Rafa í sölum er bara mjög gott.

  10. Quote: “Allavega á ég erfitt með að sannfæra sjálfan mig um að hann hefði ekki getað sinnt sömu stöðu og Dirk Kuyt, jafnvel betur ef eitthvað er.”

    Eg bara nae ekki tessum rokum um Barros. Ad segja ad hann hefdi geta gert sama eda betur en Kyut er byggt a engu. Hann stod sig ekki hja Liverpool og var seldur a goda upphaed. Hann stod sig ekki hja Aston Villa, og eg held ad hann hafi spilad hja einum odrum enskum klubb, tar sem hann stod sig ekki heldur. Hann for svo til Lyon og floppadi. Nuna er hann hja Galatasary, tad eru 3 midlungslid i Tyrklandi og svo er restin eins og norska deildin. Hann ma skora 50 mork i 10 leikjum og eg efast um ad Sunderland vilji hann.

    Kuyt hins vegar var i topp 6 markahaestu leikmonnum i Ensku deildinni, tratt fyrir ad spila mest a kantinum. Hann var lika i topp 6 med flestar stodsetningar i deildinni. Tad sem meira er ad hann tekur hvorki, viti, aukaspyrnur, ne horn. Menn eins og Lampard og Ronaldo eru ad rada inn morkum og stodsetningum ut af tvi ad teir taka oll fost leikatridi.

    Svo ma baeta tvi vid ad Kyut hleypur um allan voll, er mjog medvirkur i spilinu og skilar dundur varnarvinnu.

    Tetta er hrein vanvirding vid hvad Kyut er buin ad skila lidinu. Allir hafa rett a sinni skodun en tetta segir mer ad sa sem skrifadi tetta hafi takmarkadan skilning a fotbolta.

  11. Það eru nokkrir leikmenn sem ég sé eftir og hefði viljað halda áfram og má þar með nefna. Owen sem vildi fara frá okkur en var alltaf einn af mínum uppáhalds leikmönnum. Peter Crouch vildi líka fara til þess að geta spilað meira en mér fannst hann skemmtilegur leikmaður og hefði verið flott að hafa áfram EF við hefðum átt betri kantmenn eins og T.D núna þegar við höfum Glen Johnson í bakverðinum.
    Pongolle hefði líka getað orðið öflugur hjá okkur ef hann hefði fengið fleiri tækifæri sem sóknarmaður en ekki kantmaður.
    Garcia var skemmtilegur leikmaður sem gert ótrúlega hluti með boltann en á sama skapi gat hann gert mann brjálaðan otf á tíðum þegar hann gjörsamlega týndist heilu leikina.

    En heilt yfir þá er ég svo sem alveg sáttur við þessi kaup hjá honum enda hefur hann þurft að kaupa þessa minni leikmenn til þess að byggja upp liðið hægt og rólega en núna er hann komin með flottan kjarna og því verður auðveldara fyrir hann að kaupa hér eftir færri en betri og dýrari leikmenn.

  12. Tek undir orð Svenna. Kuyt er búinn að vera ómetanlegur og fær alls ekki það hrós sem hann á skilið. Baros er ekki 1/4 af þeim leikmanni sem Dirk Kuyt er!

  13. Ég er á því líka að vera að líkja Baros við því sem að Kuyt skilar til liðsins vera argasta móðgun við Kuyt enda hefur maðurinn gjörsamlega étið alla þessa gagngrýni og bætt leik sinn rosalega mikið og ég get varla beðið eftir því að sjá hann spila með Johnson á hægri vængnum í vetur.

  14. Ég hefði kannski átt að útskýra mál mitt aðeins frekar. Ég meinti þá leikmenn sem Rafa lét fara af sínu frumkvæði. Crouch, Luis García og Pongolle eiga hér ekki við þar sem þeir vildu allir fá að fara (Crouch og Flo-Po til að geta spilað reglulega, García vegna heimþrár). Baros var maður sem vildi spila reglulega fyrir Liverpool en Benítez ákvað að taka í staðinn peninginn fyrir hann og nota í einhvern annan.

    Og Sölvi (#7), tyrkneska deildin er kannski ekki ein af þeim þremur stærstu en hún er langt því frá að vera einhver aumingjadeild. Og fyrir þá sem vilja meina að Baros muni alltaf hafa slæma fyrstu snertingu af því að hann hafði slaka slíka fyrir fimm árum bendi ég mönnum á að horfa á myndbandið hér að ofan aftur og telja slæmu fyrstu snertingarnar. Þær eru ekki margar.

    Svo er náttúrulega fokið í flest skjól þegar ég af öllum mönnum er sakaður um að gefa Kuyt ekki það kredit sem hann á skilið. Ég er stórhrifinn af Deadly Dirk og hef jafnan varið hann á þessari síðu – ég var ekki að segja að Baros ca. 2003-2005 hafi verið jafn góður í þessari stöðu og Kuyt/Tévez hafa verið fyrir Liverpool/MUFC síðustu tvö árin, en ég er að segja að hann hefði að mínu mati getað vaxið í þá stöðu rétt eins og þeir tveir gerðu. Og hana nú.

    Owen-söluna skrifum við varla á Benítez og seinni Fowler-salan var réttlát og báðir aðilar vissu að það var rétt að hætta áður en hann varð opinberlega of gamall til að komast í liðið. Það var hins vegar skandall að taka hann útaf rétt áður en við fengum víti gegn Charlton fyrir framan The Kop í lokaleiknum hans. Fyrir það fær Rafa bágt! 😉

  15. Skoooo hvernig getiði verið að segja að Baros sé með lélegt first-touch ? meðað við Kuyt ? gæjinn missir boltann 5 metra frá sér þegar hann fær hann, hefur engan hraða, og er talinn framherji, samt er hann varnarsinnaðri heldur en soknarlegri. Baros hefur alltaf verið i miklu uppáhaldi hjá mér, með réttu kerfi og réttu mennina (einsog í liðinu í dag) þá hefði hann virkilega blómstrað held ég. Eina sem ég þoldi aldrei við Baros var hvað hann er fyrirsjáanlegur, en með æfingum og reynslu hefði hann getað orðið betri.

  16. Ég var alltaf aðdáandi Baros, en það er engin Liverpool leikmaður í byrjunarliðinu í dag sem ég myndi vilja skipta út fyrir Baros , annað mál hvað varðar bekkinn þó, skipta á sléttu, voronin og Baros 😉

  17. Ég sakna svolítið Baros, jú, ég get viðurkennt það, en … ég hefði persónulega viljað sjá Keane fá fleiri tækifæri, hverjum sem um er að kenna. En Rafa er frábær (ekki gallalaus samt) þjálfari og ég treysti honum til að stýra liðinu til sigurs í deildinni næsta keppnistímabil … svo lengi sem við missum ekki Alonso og Mascherano báða.

  18. Eina salan sem ég var ekki sáttur með var Hamann. Keisarinn er maður sem mér fannst enn geta gefið liðinu meira. Vona að hann (og Hyppia) fari út í þjálfun og komi til okkar aftur sem slíkir.

  19. Robbie Keane. Ég skil bara ekkert í þeirri sölu og mun aldrei skilja. Ég skil ekkert í því að kaupa mann í 20 milljónir punda og gefa honum 4 mánuði til að aðlagast. Ég skil ekkert af hverju hann var kældur allan janúar eftir að hafa átt rosalega góða jólatörn. Ég skil ekkert í því að fara inn í seinni helminginn af tímabilin með bara einn framherja. Ég SKIL BARA EKKERT Í ÞESSU!

  20. Hef alla tíð verið ósáttur með söluna á Milan Baros – drengurinn var og er killer.

  21. “Robbie Keane. Ég skil bara ekkert í þeirri sölu og mun aldrei skilja. Ég skil ekkert í því að kaupa mann í 20 milljónir punda og gefa honum 4 mánuði til að aðlagast. Ég skil ekkert af hverju hann var kældur allan janúar eftir að hafa átt rosalega góða jólatörn. Ég skil ekkert í því að fara inn í seinni helminginn af tímabilin með bara einn framherja. Ég SKIL BARA EKKERT Í ÞESSU!” Ditto

  22. Ég er svo heppinn að geta horft á hverjum degi á Liverpool TV á Fjölvarpinu.
    Nú er verið að sýna “Rafa´s 100 Greatest Games”. Oft detta þarna inn leikir frá því Baros spilaði með Liverpool.

    Ég sé því reglulega núna hvernig Baros fittaði inní leik Liverpool og skil bara mjög vel að Rafa lét hann fara. Góður leikmaður en hentaði alls ekki í enska boltann, hvorki með Liverpool né Aston Villa. Ég er ekki alveg að skilja þessa miklu eftirsjá ykkar af leikmanni sem skoraði bara 27 mörk í 108 leikjum fyrir Liverpool. http://lfchistory.net/player_profile.asp?player_id=263

    Slíkt þykirnú mjög slöpp tölfræði fyrir sóknarleikmann í fremstu röð.

  23. Verð að játa að ég var ósáttur á sínum tíma við að Baros var látinn fara, þar sem mér fannst hann besti kosturinn sem við höfðum á þeim tíma. Ég var nokkuð fljótur að jafna mig á því og ég veit ekki hvað hann hefði mikið fram að bjóða í dag. Eflaust ágætur back up fyrir Torres. Hann fór þó ekki á nema 6,5 milljónir punda til Aston Villa.
    Þá fannst mér salan á Keane jafn vafasöm og mér fannst kaupinn á honum. Það verður ekki tekið af honum að hann lagði sig fram en sjálfstraustið skorti. Vandræðagangurinn í kringum hann var félaginu ekki til sóma og er e.t.v. lýsandi fyrir það ástand sem búið er að ríkja innan klúbbsins.
    Þá fannst mér leiðinlegt að missa Owen á sínum tíma en Benitez hafði lítið um það að segja. Held að Owen sjái nú mest eftir því í dag að hafa farið frá Liverpool. Kaldhæðnislegt að hann hafi gefið það út að hann vildi yfirgefa Liverpool því hann vildi vinna bikara,,,,síðan þá hefur hann ekki lyft svo miklu sem einum eggjabikar.
    Annars held ég að allar sölur Benitez hafi alveg átt rétt á sér. Hann hefur verið fljótur að losa sig við menn sem hann hefur keypt ef honum finnst þeir ekki standa sig og er óhræddur að gera breytingar. Það hefði verið gaman að sjá eitthvað af þessu ungu strákum ná að festa sig í sessi í aðalliðinu eins og Paul Anderson, Pongolle og Gonzalez en því miður höfðu þeir ekki það sem þurfti til að ná alla leið.

  24. Ég verð að segja Luis Garcia, þrátt fyrir þær forsendur sem Kristján Atli gefur okkur. Garcia var frábærlega skemmtilegur leikmaður og átti sannarlega þátt í því að færa okkur frá því sem við vorum í það sem við erum. Hann var að vísu ansi dyntóttur í leik sínum en hann hafði þetta óvænta sem okkur skortir stundum. Með hann á bekknum í dag eða í byrjunarliði gegn rútubílastöðinni hefðum við án efa náð í fleir stig í vetur. Milan Baros var ekki leikmaður sem hreif mig, ekki frekar en Djibril Cissé. Hefði ég þá frekar viljað halda Emile Heskey, sem var reyndar arfaslakur síðustu tvö tímabilin sín. Þá var mjög slæmt að missa Owen og Crouch en þeir hafa báðir verið að berjast um að komast í landsliðið en þar sem Liverpool liðið er miklu betra en enska landsliðið þá eiga landsliðsmennirnir erfitt með að komast í lið hjá LFC.
    Semsagt, Luis Garcia. Hefði viljað gera mun meira til að halda honum hjá félaginu.

  25. Peter Crouch, væri fínt að hafa hann í hópnum sem back up fyrir Torres og/eða jafnvel til að spila með honum frammi af og til. Undir lok ferils síns hjá Liverpool fékk hann allt of fá tækifæri, sennilega af því Benitez var búinn að ákveða að láta hann fara.

  26. Fílaði Baros alltaf og var hundfúll þegar hann fór, væri meira en til í að hafa hann til taks fyrir Torres frekar en Voronin og n Gog…

    En ef hefði og kannski er alltaf eitthvad sem borgar sig ekki að pæla í.. Vonandi fáum við einn framherja i sumar bara eða klassa kantmann á vinstri vænginn og ég er mjög sáttur við sumarið…

  27. Alveg fannst mér óskiljanlegt af hverju Pongolle fékk ekki fleiri tækifæri. Hann stóð sig oft vel þegar hann fékk að spila. Hann er búinn að standa sig mjög vel á Spáni.

  28. Ég hef nú yfirleitt verið afskaplega kátur með sölur RB. Sérstaklega vil ég þakka honum söluna á Riise. Það var stórkostleg sala. Ég var líka í skýjunum með söluna á Keane. Botnaði aldrei í þeim kaupum. Sissoko byrjaði reyndar vel, en maður grét svo sem ekkert brottför hans. Móttaka hans og sóknartilþrif voru orðin nokkuð héraðsmótsleg. Þá er upplagt að fara til Ítalíu.
    Baros var ágætlega frambærilegur leikmaður þegar hann lék með okkar mönnum. Hann fór hins vegar ekkert reglulega á kostum og hefur líkast til ekkert hentað sérlega vel í það leikkerfi og mentalitet sem RB setti upp. En ég hefði ekkert á móti því að hafa hann sem varamann í strikerinn, amk frekar en N’Gog, Kuyt og Voronin. Það er svona twilight zone tilfinning þegar maður sér Voronin klæðast búningi okkar manna.

  29. Steven Gerrard hefði hann farið til Che$ki, Yossi Benayoun hefði hann farið í janúar og Xabi Alonso hefði hann farið síðasta sumar. Bara svona til þess að gefa þessum þræði aðeins smekk af því hvernig næstum var farið en Rafa náði að forða.

    En, meira, að þræðinum. Ég sakna Michael Owen (er ennþá svo tilfinningasamur í hans garð að ég hef ekki í mér að taka niður árituðu myndina af honum sem hann áritaði á HM ’98) en það var Owen sem fór, ekki Rafa sem seldi, í mínum augum og það verður bara að hafa það. Síðan að sjálfsögðu ‘lil Luis Garcia og eina leiðin til þess að sætta mig við það er að líta á þetta svona: LFC með Torres > LFC með Garcia. Garcia var frábær og í miklu uppáhaldi…en Torres er kominn aðeins framar á þeim skala.

  30. Momo Sissoko.

    Í ljósi þess hvað er í gangi í dag, er vont að hafa ekki Momo í því að brjóta upp sóknirnar. Veit það eru ekki allir sammála mér, en mér fannst hann alveg í sama klassa og Mascherano og einhvernveginn var ég á því að hann væri í raun sá sem mest lifði fyrir treyjuna af miðjumönnunum okkar á þeim tíma…

  31. Ég hef eins og Sölvi (26) notið þess að horfa á Liverpool TV í sumar og verið duglegur að horfa á RB Top 100 PL games. Þar hafa verið nokkrir leikir sem Momo Sissoko hefur verið að spila og verð ég að segja að þó að hann hafi verið duglegur að brjóta niður sóknir andstæðinganna þá var hann meira í því að brjóta niður okkar sóknir.

    Á tímabili var orðið vandræðalegt hversu illa hann skilaði bolta frá sér og ég man sérstaklega eftir einu atviki í leik þar sem hann sólaði á sjálfan sig úti á kannti og missti boltann útaf án þess að nokkur varnarmaður væri nálægt.

    Það má vel vera að Momo sé með auknu sjálfstrausti orðinn betri leikmaður í dag með Juve en ég sá ekki eftir honum á sínum tíma.

    Annað. Það hafa svosem verið sölur á leikmönnum sem ég hef verið ósáttur við eins og á Pongolle og Crouch og þá aðallega skort á tækifærum sem þeir fengu með liðinu á sínum tíma. Rafa er sérvitringur og fullkomnunarsinni en ég hef verið ánægður með hvað hann hefur verið fljótur að henda mönnum út sem eru ekki að standa sig.

    In Rafa We Trust segir einhversstaðar og það er krafa okkar Liverpool stuðningsmanna að vinna PL í upphafi hvers einasta seasons. Svo framarlega sem við verðum í toppbaráttunni næsta tímabil, þá væru það gríðarlega mikil mistök að reka Benitez eftir næsta season þó svo að sá stóri komi ekki heim.

  32. Klárlega Peter Crouch. Ég veit vel að Crouch var eitthvað að væla, en Rafa hefði auðveldlega geta sest niður með honum og sagt honum að halda kjafti.

    Plús það að ef einhver myndi bjóða Crouch að koma aftur, þá myndi ég spá því að hann myndi segja já á tveimur sekúndubrotum.

    Ég er til dæmis á að hann hefði geta unnið nokkur stig fyrir okkur á síðasta tímabili. Allavegana fleiri stig en Robbie fokking Keane.

  33. Skemmtileg umræða og ég er nú á því að sagan hafi nú dæmt Milan Baros algjörlega, hann er búinn að vera eitt stórt flop síðan hann fór frá Liverpool. Promising leikmaður sem var bara aldrei með hausinn í almennilegu lagi og undir það síðasta hjá Liverpool þá var hann farinn að mála sig algjörlega út í horn með heimskulegum ummælum sí og æ í fjölmiðlum og seldi sig í rauninni sjálfur. Magnað verð í rauninni sem við fengum fyrir hann. Hann feilaði hjá Villa, hann feilaði hjá Lyon, hann feilaði hjá Portsmouth og komst hreinlega ekki í það lið. Það er núna fyrst í Tyrknesku deildinni sem hann er byrjaður að geta eitthvað. Það fór alltaf í taugarnar á mér þegar hann fékk boltann og setti hausinn undir sig og sá engan samherja, bara brunaði áfram þar til hann missti boltann. Hann var einfaldlega ekki team player og svoleiðis leikmenn vill Rafa hreinlega ekki og þar er ég hjartanlega sammála honum. KAR, Baros getur því alveg samkvæmt þinni “kræteríu” farið í flokk með þeim Crouch og Garcia, hann vildi ólmur fara til að vera stærra númer, en honum tókst það bara ekki og var áfram bara meðal Jón.

    “Rafa hefur sitt flókna njósnarakerfi sem á að virka sem sía svo engir meðalmenn slysist til Liverpool. Samt hefur það gerst. Þegar kemur að kaupum á menn í XI-byrjunarliðið þá klikkar Rafa hinsvegar ekki eins og kaupin á Mascherano, Reina og Torres sýna.”

    Segir þetta ekki einmitt allt sem segja þarf? Til að vera öruggur með kaup, þá þarf háar upphæðir. Rafa hefur haft úr takmörkuðum aur að spila og því þurft að kaupa fleiri á minni pening og það segir sig sjálft að sumt gengur upp og annað ekki og það í meiri mæli en ef þú getur gert eins og sumir og pungað út tugum milljóna í hvern leikmann. Frk Fergie hefur nú keypt ansi dýr flop í gegnum tíðina og ekkert öruggt þar á bæ þrátt fyrir háar upphæðir.

    En ég er eiginlega ekki svekktur með neina sölu hjá Rafa, sé eiginlega ekki eftir neinum sem hefur verið seldur án þess að fara fram á það sjálfur. Crouch er líklega sá leikmaður sem ég væri helst til í að hafa ennþá hjá liðinu af þeim sem hafa farið.

  34. “Segir þetta ekki einmitt allt sem segja þarf? Til að vera öruggur með kaup, þá þarf háar upphæðir.”
    Nei, sbr. Robbie Keane* og Ryan Babel**

    *Um það má deila hvort að Rafa hafi haft frumkvæði að þeim kaupum
    ** Ekki verið sá leikmaður sem vænst hafði verið eftir.

    Öruggari en ella væri kannski réttara en það er aldrei hægt að vera öruggur.

  35. Það er klárlega Keaneruglið sem var hr Benitez og félaginu til skammar illskiljanlegur gjörningur. Annars nokkuð sammála öðrum sölum. Barros fór fyrir fínan pening miðað við getu þannig að ekki er hægt að gráta hann

  36. Barros var ávalt einn af mínum mönnum þegar hann var hjá LFC, auðvitað hefði maður vilja sjá hann skora meira, en hann átti góða spretti hjá okkur. Nú í dag er hann á þeim aldri sem leikmenn eru á topnum á sínum ferli og hann er bara að verða betri og betri, ég væri til í að hafa hann með Rorres, báðir vinnusamir og ég held að þeir gætu náð vel saman… En að vilja fá Sissoko aftur, það er eitthvað sem ég er ekki hrifin af, enda alveg ótrúlega mikill spjaldasafnari og óheppin með boltann….

  37. Sælir félagar.

    40 Ssteinn segir það sem ég hefði vilja segja um Baros og engu við það að bæta.

    “Það fór alltaf í taugarnar á mér þegar hann fékk boltann og setti hausinn undir sig og sá engan samherja, bara brunaði áfram þar til hann missti boltann”.
    Sá maður sem ég sé mest eftir að RB hafi selt er Robbie Keane. Sú sala var mér óskiljanleg hversu svo sem RB hefur verið ósáttur við þau kaup. Hann átti auðvitað að reyna að fá Keane til að fitta inn í liðið og nýta hann sem best og gefa honum amk. tímabilið til að sanna sig. Dæmi um viðhorf RB til Keane var þegar hann tók hann út úr liðinu eftir frábæra jólatörn. Það fannst mér sýna ákveðinn brest hjá rafa en enginn er svo sem fullkominn. Jafnvel ekki RB.

    23 Halli segir það sem ég vildi sagt hafa um Robbie Keane söluna.

    Robbie Keane. “Ég skil bara ekkert í þeirri sölu og mun aldrei skilja. Ég skil ekkert í því að kaupa mann í 20 milljónir punda og gefa honum 4 mánuði til að aðlagast. Ég skil ekkert af hverju hann var kældur allan janúar eftir að hafa átt rosalega góða jólatörn. Ég skil ekkert í því að fara inn í seinni helminginn af tímabilin með bara einn framherja. Ég SKIL BARA EKKERT Í ÞESSU”!

    Það er nú þannig.

    YNWA

  38. Ég segi nú líka fyrir mitt leyti, að ég var orðinn nett pirraður á Baros undir það síðasta. Ég reyndi að sýna eins mikla þolinmæði og ég gat, en ég var að verða geðveikur.
    Mér finnst eins og býsna margir séu fljótir að gleyma.

    En að þeim mönnum sem ég vildi helst hafa hjá liðinu, þá nefni ég Crouch og Garcia, en set crouch þó ofar á þennan tveggja manna lista.

    Insjallah…Carl Berg

  39. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé hann Geta eitthvað með Galatasaray. Finali !!! hannn hefur aldrei verið sérstaklega góður í mínum augum. En loksinns getur hann eitthvað.

  40. uuuuu baros myndi kannski aldrei verða betri en torre en u drengurinn var 22 þegar hann fór? 27 mörk í hundrað og eitthvað leikjum drengurinn hefði kannski orðið stórstjarna

  41. Ég sá mikið eftir Baros, einn af mínum uppáhalds leikmönnum með lpool þegar hann var þar!

  42. Tad er ekki haegt ad neita tvi ad Keane var flop a Anfield en ad losa sig vid hann eftir 5 manudi og tapa bara 3M finnst mer mjog vel gert hja Benitez. Tarna selur hann Keane til lids sem er ad bjoda hatt i hann til ad tryggja sig fra falli. Ef hann hefdi bedid med hann fram a sumar ta hefdi Liverpool sennilega tapad 6-8M. Einnig blomstradi soknin eftir ad hann for.

    Spurningin, af hverju hann var keyptur er sennilega linkad vid planid ad selja Alonso og fa Barry i stadinn. Ta hefdi Gerrard verid a midjunni med Mascherano, Barry a kantinum og Keane in holunni fyrir aftan Torrez.

    En Alonso for ekki og blomstradi a midjunni, tar af leidandi for Gerrard i holuna og blomstradi lika tar. Tetta gerdi tad ad verkum ad tad var ekki plass fyrir Keane.

    Benitez var brjaladur uti Parry af tvi ad kaupin a Keane voru had tvi ad fa Barry og selja Alonso. Parry kludradi Barry dilnum og tvi gat Liverpool ekki selt Alonso. Alonso er of godur til ad vera a bekknum, svo ad Gerrard vard ad fara i stoduna hans Keane.

    Tad goda vid tetta allt saman er Gerrard sem second striker vard ad veruleika. Hann hrottalega godur i teirri stodu, faum hefdi dottid i hug ad hann vaeri betri tar en sem box to box midfielder.

  43. Ég ætla nú ekki að gerast einhver Keane-verjandi, en Svenni (49) talar um að sóknin hafi blómstrað eftir að Keane fór. Mér þætti gaman að sjá tölfræðina á stigum úr leikjum sem Keane spilaði (sem byrjunarliðsmaður eða varamaður) vs. þeir sem hann spilaði ekki þangað til hann fór. Ég man ekki betur en að Liverpool hafi verið í efsta sæti um áramótin og Keane var jú að eiga mjög góða jólatörn … svo var hann tekinn úr liðinu – ég skildi það ekki á þeim tíma.

    En maður verður að treysta þjálfaranum og það geri ég fyrir næsta tímabil. What’s done is done! What’s in the past is in the past. En Rafa er ekki hafinn yfir gagnrýni og Keane ekki heldur. Hann sló ekki í gegn hjá Liverpool, en ég hefði persónulega viljað gefa honum meiri séns.

  44. Fram að áramótum spilaði Robbie Keane 28 leiki fyrir Liverpool. Sem gerir hann einn leikjahæsta leikmann Liverpool fyrir áramót. Gat ekki blautann og RB gerði rétt að selja hann og lámarka tapið. Fyrir utan að það var leiðinlegt að horfa á hann á vellinum. Pirraður og nöldraði stanslaust. Lá í grasinu og baðaði höndunum út í loftið. Góður leikmaður fyrir tottenham, VONLAUS fyrir Liverpool.

    Baros hefði ég viljað gefa eitt ár í viðbót. Hann var enn ungur og var að skora mörk. 27 mörk í 100 leikjum er bara ansi gott fyrir sóknarmann sem oftar en ekki kom inn af bekknum.
    Það er 0.27 mörk í leik. Owen, Fowler og Rush hafa nú verið taldar markamaskínur fyrir liverpool. Fowler var með 0.49 mörk í leik, Owen var með 0.54 mörk í leik og Rush var með 0.48 mörk í leik. ( samkvæmt wiki ). Og þeir þurftu nú ekki mikið að sætta sig við það að koma inn af beknum og fá brot úr leikjum.
    Get ekki séð að Baros hafi verið svona rosalega slappur miðað við það.

    Vissulega hafði hann galla, eins og t.d. að hann sá bara beint fram á við. Reyndar hefði það ekkert þurft að vera ókostur ef hann hefði haft betra fyrsta töts. Ef hann hefði haft það gott þá væri hann oftar en ekki bara stunginn af og það er ekkert að því þá að hann myndi bara sjá markið.

    Basicly, seldur ári of snemma.

  45. Er þessi Baros-umræða enn í gangi? Hann skoraði 27 mörk í 108 leikjum = 0.25 meðaltal í leik. Rétt skal vera rétt.

    Við keyptum hann á 3,2m punda og seldum hann til Aston Villa á í kringum þrefalda þá upphæð. Fínn gróði.

    Hann gat sama og ekkert með Aston Villa og enn minna með Portsmouth. Hvað segir það mönnum? Hann gat líka voða lítið með Lyon. Galatasaray er að spila í svo slappri deild að meiðslahrúgan Harry Kewell er stjarna hjá þeim. Þá er nú mikið sagt.

    Milan Baros var algjör einspilari og gaf boltann ekki nema í neyð. Svoleiðis leikmenn eiga bara ekkert heima í liðum sem Rafa Benitez stjórnar og byggjast á liðsheild. Miðað við karakterinn og að hann er í dag í banni hjá landsliðinu vegna agabrota þá hefði hann pottþétt rústað móralnum í liðinu ef hann hefði fengið æ minna að spila. Nóg endalaust var hann búinn að tuða og væla í fjölmiðlum mánuðina áður en hann var seldur.

    Að vilja 1 ár í viðbót af vælukjóanum Baros er því bara eintómt rugl. Óskiljanleg ást ykkar á leikmanni sem var búinn að toppa á EM og hafði ekki haus til fylgja leiðbeiningum Rafa og var aldrei nokkurn tímann að fara bæta sig sem leikmaður og hentaði ekki í enska boltann. Punktur og Basta.

Spánverjar

Tveir ungir kveðja