King Kenny

Ég vann einu sinni á hóteli í Englandi með gaur frá Liverpool sem heitir Owen. Hann var dópisti og grjótharður Everton aðdáandi. Það er eini Owen sem ég man eftir í augnablikinu………

Kenny

Einbeiti mér frekar að því sem skiptir máli og er jákvætt fyrir Liverpool, King Kenny er kominn formlega í staffið

Það getur ekki annað en talist jákvætt.

17 Comments

  1. Um hvaða Owen eru allir að tala um?

    King Kenny kominn aftur, verðandi eftirmaður Rafa eftir X mörg ár?

  2. Frábært að fá hann aftur til starfa.

    Eruð þið ekki annars örugglega að tala um Owen Wilson? Það er eini Owen sem ég veit um.

  3. Owen ???? Clive Owen, Owen Wilson ??? Hvaða Owen er þetta eiginlega ? Velkominn heim King Kenny :0)

  4. hvað eruð þið að bulla, þetta er michael owen sem er að fara ganga í raðir Man utd. gleymir strákar!!

  5. Vá, erum við að djóka… ég bjóst aldrey við að sjá einhvern sem ég taldi sannan púllara fara til Man udt… shitt hvað þetta er fúlt, en hefði samt ekki vilja fá hann heim. svona er þetta..

  6. Varðandi Owen. Ef menn hefðu verið spurðir í gær hvort þeir vildu fá hann til baka, hefðu líkast til 80% af lesendum kop.is sagt nei, en um 20 já. Nú veðjar Ferguson á að kappinn verði heill heilsu, þá er alveg ljóst að hann á eftir að skora slatta fyrir þá. Púllarar verða eðlilega ekkert sérlega sáttir við það ef svo fer og fara að velta því fyrir sér hvort Ferguson sé að gera kostakaup.
    En hefði RB átt að verða fyrri til og krækja í Owen? Ég held að það hefði ekki verið vitlaust. Hægt að semja við hann á hóflegum nótum og bæta svo bónusum við þannig að kostnaðurinn hefði ekki átt að flækjast fyrir okkar mönnum. Nú er bara að vona að mat RB sé rétt og Owen sé búinn á því og betri kostir í stöðunni. Það yrði einstaklega ógeðfellt að sjá Owen raða inn mörkum fyrir man.utd.

  7. barnaland.is ?? Hvað skiptir það okkur máli þótt Michael Owen sé farinn til Scums?? Rafa gat fengið hann hvenær sem hann vildi en spánverjinn vildi hann ekki. Því ætti hann þá ekki að geta farið til Scums en þetta verða fín kaup hjá þeim í honum EF Owen hættir að eiga í framhjáhaldi við sjúkraborðið.

  8. Plís, hættið að hneykslast á Rafa fyrir að hafa ekki reynt að fá Owen aftur. Hann hlýtur að geta metið hvort Owen passi inn í sitt lið, alveg sjálfur. Persónulega vildi ég ekki fá hann, þó ég kunni að meta allt sem hann gerði fyrir klúbbinn á sínum tíma. Hann er og verður þó aldrei þetta legend sem t.d. Fowler, Carragher og Gerrard eru nú þegar orðnir. Jafnvel Torres er orðinn goðsögn nú þegar, ekki bara út af spilamennskunni, heldur út af hjartanu. Owen er orðinn leikmaður Man Utd. og er því ekki með Liverpool-hjarta. Einfalt. Aðdáendur Liverpool elska þá leikmenn liðsins sem elska Liverpool FC. Líka einfalt.

  9. Frábært að fá King Kenny til baka, mun skipta miklu máli.!!!

    Hættum að tala um Owen. Ég mun ALDREI ræða vel um hann aftur, Liverpool maður með 1% sómakennd gerir ekki svona og það sem hann mun afreka í lífinu verður að vera hataður í Liverpool, hlegið að í Newcastle og aldrei nokkurn tíma ná til Unitedmanna. Sigrar hans með okkur eru mér að fullu gleymdir.

    Lífið heldur svo vel áfram án hans elskurnar…

  10. Ferguson er bara að æsa Liv aðdáenur og fl, owen verður ekki mikið að spila,þetta á að vera eitthvað útspil hjá Ferguson og það á að taka Rafa og co á taugum. Já aldrei átti ég von á þessu, engum er treystandi í dag.

  11. Það mundi særa mig meira ef Lee Cattermole færi í Everton eða KR heldur en þetta move hjá Owen til Man Ure.

  12. Ég er glaður fyrir Owen’s hönd að Ferguson hefur trú á honum.

    Liverpool vill hann ekki, en Liverpool vill heldur ekki að hann fari til Man U? Kannski ætti hann að hætta í fótbolta eða fara í utandeildina til þess að halda Liverpool aðdáendum ánægðum?

    Eru þið að sjá hversu út í hött þetta er?

  13. Það verður ljósara með hverjum deginum að Rafa Benitez SKILUR Liverpool FC

  14. já, það er rétt að hann benítez okkar skilur allt sem skilja þarf um þetta yndislega félag okkar, ég var reindar einn af þeim sem á tímabili vildi losna við benítez en sé eftir því að hafa jafnvel hugsað um að losna við hann, maður sér það á honum að þetta er maður sem þarf sinn tíma til að búa til sama stórveldi sem ríkti hér áratugum fyrr.

Owen til Man Utd? HA?!?

Ó Michael