Ég á flug til Bangkok á morgun. Liverpool eru að spila í Bangkok í dag. Fyrir Liverpool aðdáanda, þá hlýtur þetta að vera eitt magnaðasta skipulagsklúður sem ég hef vitað um.
Allavegana, ég er ekki að horfa á leikinn, en þið getið spjallað um hann við þessa færslu.
Byrjunarliðið er svona: Cavalieri, Degen, Agger, Carragher, Insua, Kuyt, Babel, Lucas, Plessis, Ngog, Nemeth.
Á bekknum: Reina, Gulacsi, Johnson, San Jose, El Zhar, Pacheco, Torres, Riera, Dossena, Kelly, Skrtel, Arbeloa, Mascherano, Spearing, Voronin.
Yossi og Alonso eru víst eitthvað hnjaskaðir
Og svo biðst ég afsökunnar á slöppum uppfærslum á síðunni, sem orsakast af því að nokkrir okkar eru í fríi og svo hefur lítið verið til að skrifa um en Gerrard réttarhöldin, sem eru ekki ýkja spennandi að mínu mati.
er einhver með Sopcast link á leikinn ?
Kuyt var algjörlega maður fyrri hálfleiksins. Carra og Agger voru þéttir og Insua fínn. Nemeth virðist vera rosalega stressaður þegar hann fær boltann, augljóst talent en ekki alveg tilbúinn í first team. Degen er augljóslega ekki í leikformi og það er lítið hægt að segja um Cavalieri. Babel var ágætur og virðist hafa tekið framförum, vona að hann haldi áfram á sömu braut. N’gog er lélegur og miðjan er búin að vera mjög slæm.
Nú er bara að sjá hvaða lið kemur inná í seinni hálfleik.
eða bara einhvern link?
http://www.veetle.com/viewChannel.php?cid=4a321c6317469
Rosalega var gaman að sjá Torres svona ferskan. Babel leit líka vel út.
Er Alonso hnjaskaður eða er hann einfaldlega á förum, var að vonast eftir að sjá hann en líst ekki á málið. Vil alls ekki missa hann miðað við formið á honum síðasta season.
En hvernig fór leikurinn?
1-1 fór hann, Babel setti hann fyrir okkur.
Þetta var ágætlega fjörlegur leikur. Fínt mark hjá Babel, gott jöfnunarmark hjá Tælendingunum og gaman að sjá spænsku leikmennina og Mascherano koma snúa aftur. Mér skilst að Alonso hafi misst úr vegna smávægilegra meiðsla og það er enn ekkert frekar að frétta af Real-málum þannig að hann er bara Liverpool-maður áfram þangað til annað kemur í ljós.
Annars myndi ég segja að það hafi verið sérstaklega gaman að sjá Babel og Plessis nokkuð ferska í dag, stóðu upp úr að mínu mati ásamt kannski Agger sem virkaði ferskur þrátt fyrir litlu meiðslin í síðustu viku.
Voronatorinn átti samt að skora úr dauðadauðafærinu í seinni hálfleik. Ekki oft sem menn sleppa svona svakalega einir innfyrir og hann hefði nú mátt hitta markið, blessaður. 🙂
það er ekkert nauðsinlegt en við erum allir sugur á fréttir viljum vita allt
Fínn leikur, ekkert svakalega mikið fyrir augað en úrslitin skipta nákvæmlega engu máli í þessum leikjum. Stakk mig hinsvegar hvað Spearing var slakur á miðjunni, átti slakar sendingar og var alltaf að gefa boltann inn í pakkann þar sem Tælendingarnir voru hvað fjölmennastir. Reynsluleysi væntanlega en fannst mér þá Plessis betri en voðalega var Mascherano ólmur í að tækla menn og það harkalega.
http://www.lfcglobe.com – kíkið á þessa þar eru mörkin frá því í gær
Ekki var verið að spila, kick and run, vona að það verði ekki svona bolti í vetur, annars allt í lagi með þetta mark, heppni.
Þetta er ekki að boða skemmtilegt tímabil í vetur!
Captain Fantastic sýknaður að sjálfsögðu menn voru bara að reyna að neggla hann fyrir ekkert http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/england/merseyside/8167000.stm