Ég ætla að misnota aðeins aðstöðu mína hér á blogginu og vekja athygli á golfmóti sem Liverpoolklúbburinn á Íslandi stendur fyrir þann 30. ágúst nk.:
Þann 30. ágúst nk. mun Liverpool Open golfmótið verða haldið á Setbergsvelli í Hafnarfirði. Mótið er opið öllum stuðningsmönnum Liverpool FC og fara skráningar fram á www.golf.is.
Mótsfyrirkomulagið verður eftirfarandi:
Ræst út á öllum teigum samtímis klukkan 13:00 stundvíslega og er mæting klukkan 12:00 á svæðið.
Punktakeppni með forgjöf
Hámarksforgjöf 24 (karlar) og 28 (konur)
Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin
Nándarverðlaun á 2. og 5. braut
Teiggjöf
Skráning á GSÍ www.golf.is og hjá golfklúbbnum Oddi í síma 565-9092
Þátttökugjald er kr. 2.500 og greiðist fyrirfram með kreditkorti.
Skylda er að klæðast Liverpool treyju, brot á þeirri reglu þýðir frávísun úr mótinu.
Ath. skráning á netinu er eingöngu til að velja sér ráshóp því ræst verður út á öllum teigum klukkan 13:00.
Mótsstjóri: Svavar Geir Svavarsson
Dómari: Hákon Jónsson
Setbergið er svo svaðalega lélegt þessa dagana.. :S Var ekki hægt að hafa betri völl undir þetta?
Algjörlega ósammála með það, er búinn að vera að spila þarna talsvert undanfarið og hann er bara í fínu standi völlurinn, allur annar en hann var í vor t.d.
Fínt að spila á Setberginu.
Nú ok.. þá endurskoða ég málið! 🙂
Verða spilaðar 9 eða 18 holur?
18 holur
Ég er feginn að hafa ekki spilað hann í vor þá, því það er alveg rétt að völlurinn má muna fífil sinn fegurri. En mér líst annars vel á þetta mót og þetta er fínn völlur undir svona opin mót áhugamanna. Góðir Birdie sjénsar og svona. Mun klárlega reyna að taka þátt í þessu.
Þetta er snilldarframtak, nú er bara að spyrja frúnna hvort maður sé laus!
Ég hefði kanski verið með ef það hefði verið spilaðar 11 holur, eða 14.. En mér finnst 18 eitthvað svo asnaleg tala.. !!
C.B
Carl Berg hvað hefur Liverpool unnið titilinn oft ?
Einmitt – 18 er asnaleg tala, vonandi verður það 19 í vor
Hvernig væri að koma á móti á Akureyri fyrir okkur Norðlendingana!!!!!
YNWA
Kemst því miður ekki, tek þátt í Liverpool Invitational laxveiðimótinu á sama tíma. Annars hefði ég líklega rúllað þessu upp.
Djö….. verð í útlöndum, en er sammála sumum hér að Setbergið er ekki í sínu besta !!! Það er reyndar mjög slappt ( miðað við GR vellina og nágrenni og Vestm. og flesta aðra 😉 ) ástand á honum……….
Have Fun !!!
P.S. Komin tími í svona mót !!! Verð pottþétt með að ári !!!!!!!!!!!
haldið ykkur við fótboltann…ekki golfið
Sammála Guðbjörn.
Að setja þessa færslu efst á bloggið þegar 4-0 leikskýrsla er ennþá sjóðandi er heimskulegt.
Vignir : Spurning um að róa sig aðeins. Ef þér er eitthvað illt í skrollputtanum, þá hlýturðu að geta fundið einhvern sem getur skrollað niður á leikskýrsluna fyrir þig…
Liverpoolklúbburinn á Íslandi er frábær félagsskapur, og þetta er ekkert nema frábært framtak hjá þeim. Gefur mönnum ennfremur tækifæri til að hittast aðeins fyrir “utan boltann” og sjá andlitin á bakvið notendanöfnin, svo dæmi séu tekin. Að sjálfsögðu er er ekkert nema frábært að brjóta normið aðeins upp, og gera eitthvað annað og öðruvísi einstaka sinnum.
Liverpoolklúbburinn stígur yfirleitt ekki feilspor og ég er viss um að þetta golfmót verður þar engin undantekning. Ég myndi sjálfur hiklaust renna suður og taka þátt, ef ég kynni eitthvað í golfi, og mér þætti það ekki svona fjandi leiðinlegt 😉 En bara uppá félagsskapinn, þá er það kanski alveg þess virði að mæta á svæðið og reyna að fá að vera Kylfusveinn hjá einhverjum…svo ekki sé talað um “hjá einhverri” ..
Flott framtak drengir, mér finnst þetta sniðugt. Við norðlendingar erum náttúrulega 10 sinnum færri, og því gætum við haldið svona minigolf mót einn daginn 😉
Insjallah…Carl Berg
Nú stendur að þetta mót sé “opið” mót. En þarf mar ekki að vara í einhverjum golfklúbbi á Íslandi til að geta spilað?
Ég hef spilað í Danmörku í nokkur ár og var í klúbbi þar. Var komin í 20 í forgjöf.
Get ég keppt í þessu móti?
Carl Berg
Þú ert velkominn suður og mátt halda á pokanum mínum 🙂
Og þú færð 15% af vinningunum mínum (sem er BTW mun betra heldur enn caddyinn hjá Tiger hann fær bara 10%)
Enn eins og hefur komið fram hér á undan þá er þetta frábært framtak !
YNWA
Bragi : Eru þetta ekki bara einhverjar kerrur sem maður á að ýta á undan sér ? Ef það væri túþásúnd end seven, þá værum við náttúrulega á svona golfbíl !! En er ekki caddýinn alltaf líka að gefa góð ráð og fær að ráða smávegis hvaða kylfur eru notaðar og svona…. Fær að vera heimspekilegur á svipinn, spáir einbeittur í stöðuna og ráðleggur kylfingnum að nota nú níujárn í staðinn fyrir Driver og eitthvað svoleiðis ??
Ég verð allavega að fá að ráða einhverju ef ég tek svona djobb að mér, og tekur þetta ekki bara part úr degi ? Hef enga þolinmæði til að hanga allan daginn á golfvelli sko…nema það sé kaldur bjór í hliðarvösunum á þessum golfpoka.. þá kæmi það kanski til greina 😉
C.B
Hæ takk fyrir góða síðu ég er kannski of fljótfær að tala um þetta þar sem ég veit að þið eigið eftir að fjalla um nýja Grikkjann en ég er bara svo gríðarlega spenntur yfir þessum leikmanni eftir að hafa séð hann á euro 2008. Þetta er algjör mulningsvél og öruggur á boltanum og vona að fá ýtarlega umfjöllun sem fyrst ,kveðja Robbi
Í alvöru er þetta það sem á heima efst á síðunni ?
Þetta er hreint ansi merkilegt allt saman.. Menn að ræða golfmót, um sigurlaun fyrir Caddy-a og hvort bjór verði í hliðartöskunni þegar nýr leikmaður er kominn og 4-0 sigur fyrir örfáuum dögum síðan.
Þetta er kannski það heitasta hjá klúbbnum, ég veit það ekki. Maður alla vega les öllu meira spennandi fréttir á netinu í sambandi við klúbbinn og saknar maður þess að sjá ekki skrifað um þá hluti hér í stað golfins (eða í stað þagnarinnar bara).
stb, Ásmundur og fleiri: Já, heldurðu að það geti verið að við séum að rabba um þetta golfmót, sem nota bene færslan er um, af því að menn eru svo sem ekki mikið að ræða aðra hluti í augnablikinu ..svona í stað þagnarinnar ?
Afhverju ert þú ekki bara að ræða aðra hluti, ef þér finnst vöntun á því ? Ég svara því svo sem ekki, afhverju síðuhaldarar eru ekki búnir að sjóða saman nýja færslu hérna, en ég gæti ýmindað mér að þeir væru uppteknir við annað.. t.d vinnu eða eitthvað slíkt.
Merkilegur væll hérna í mönnum, ef brugðið er aðeins út af vananum. Varðandi þennan 4-0 sigur, þá er svo sem ekki mikið órætt um það mál, og það er færsla um það hérna á síðunni, þar sem menn geta rætt það. Þessi nýji leikmaður hefur ekki verið staðfestur ennþá (mér vitanlega) og þar fram eftir götunum.
Mér finnst menn vera farnir að gera full miklar kröfur til síðuhaldara hérna, og hreinlega bara orðnir heimtufrekir.
” Þetta er hreint ansi merkilegt allt saman.. Menn að ræða golfmót, um sigurlaun fyrir Caddy-a og hvort bjór verði í hliðartöskunni þegar nýr leikmaður er kominn og 4-0 sigur fyrir örfáuum dögum síðan.”
…Þessu er vel hægt að snúa við og segja :
“Þetta er hreint ansi merkilegt allt saman.. Menn að tuða og nöldra yfir því hvernig þessari síðu er ritstýrt þegar nýr leikmaður er kominn og 4-0 sigur fyrir örfáuum dögum síðan, ásamt því að Liverpol Open er á næsta leyti, og þessi færsla fjallar um það !! “
Annars tekur það ekki að svara svona vilteysu…. Mér finnst þetta bara flott framtak, og það er starfandi Liverpool klúbbur á Íslandi, og bara gott mál að kynna starfið sem þar fer fram.
C.B
Mér finnst þetta golfmót líka frábært framtak og flott leið til þess að LFC menn hittist. Ég er ekki að segja neitt annað.
Það sem mér finnst merkilegt er að þetta sé á toppnum á síðunni eftir 4-0 stór sigur.
Að þetta sé á toppnum á síðunni eftir að nýr leikmaður (sem ekki enn hefur verið minnst á) sé að ganga til liðs við félagið.
Og að þetta sé á toppnum þegar mun áhugaverðari fréttir eru í gangi á veraldarvefnum (t.d. Van Der Vaart o.fl. o.fl.)
Og ég er að ræða aðra hluti hér á síðunni. Ég verð að ræða þá við gamla leikskýrslu þar sem umræðan virðist vera um leikinn, grikkjann, RVDV o.fl. o.fl.
Og ef það tekur sig ekki að svara svona “vitleysu” þá er bara betra að sleppa því held ég.
Áfram Liverpool og gleðilegt golfmót
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N165487090819-2245.htm
Hérna er nýjasti leikmaður Liverpool svo gott sem staðfestur.
Hvað finnst mönnum um þessi kaup ?
Hvað er að mönnum hérna??? Það eru 1000 síður að ræða peningavandamál klúbbsins og 4-0 sigurinn á Stoke og þessi reyndar ein af þeim en að menn megi ekki ræða eitthvað annað líka er fáránlegt. Þarf maður ekki líka leyfi til þess að ræða eitthvað annað við konuna en sigurinn á miðvikudaginn??’
Ég er eins og Carl Berg ömurlegur í golfi og skil ekki þá íþrótt þó ég hafi læðst til að horfa á golfmót á stöð2 sport eða hluta af því en ég sjálfur og golf munum aldrei eiga samleið. En virkilega flott framtak hjá klúbbnum og vonandi að fleiri slík verði sett upp, tildæmis að skella sér í fótbolta eða plana tildæmis Rafting fyrir púllara eða eitthvað álíka. Ekkert nema skemmtilegt að njóta félagsskapar púllara.
Mér finnst í engóðu lagi að brjóta um starfemina og bjóða upp á og halda golf eða keilu eða hvað sem er,bara flott mál,en góðu stjórnendur þessara síðu tímabilið var að byrja og maður skildi halda að allir væru spenntir fyrir því,mér finnst að það ætti bara vera frétt fyrir ofan en ekki sem efsta umræðuefnið,en flott að halda svona,gangi ykkur vel í golfinu 🙂
Hvaða röfl er þetta, það er ekki eins og þessi tímamóta leikskýrsla (“,) hafi horfið eitthvað!!
Golf gæti nú ekki tengst fótboltanum mikið meira (enda spila flestir leikmenn golf) og SSteinn er í kjörstöðu hér til að “misnota”aðstöðu sína fyrir LIVERPOOL klúbbinn á Íslandi!! Er ekki nær að hrósa þeim fyrir framtakið heldur en að röfla yfir því að þurfa að sjá þetta auglýst í smá tíma.
Ef þetta fer svona voðalega fyrir brjóstið á ykkur… uuu tough!
Varðandi Guðmávitahvaðopolus vin minn þá hendum við líklega sérgrein um hann þegar hann mætir brosandi á Anfield (og við vitum eitthvað um hann)… sýnist á augnaráðinu að hann sé frændi KAR.
Þetta virðist eitthvað fara fyrir brjóstið á ykkur stjórnedum,sem mér finnst vera miður,en það geta ekki allir verið sammála þannig er það nú bara.
Það þarf greinilega að hringja á vælubílinn…
Væri nú frekar til að þeir Liverpool klúbbs menn myndu eyða tímanum í að redda miðum á völlinn. En það er bara ég
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N165520090821-1750.htm
Kyrgiakos kominn
Ég skil ekki þetta væl…er ekki allt í góðu með að skrifa um þetta golfmót ? Menn geta þá bera ekki lesið færsluna ef menn hafa ekki áhuga, ekkert flóknara en það.
Og mér líst vel á grikkjan. Hann á líka örugglega eftir að spila slatta þar sem Agger er dottinn í meiðslahrinu eins og venjulega….
Þessi umræða er svo fáránleg að ég var að sjá hana fyrst núna og svaraði henni í sér færslu sem er núna efst á síðunni. Fyrir ofan golffærsluna meiraðsegja, hugsið ykkur.
Ég bið menn um að lesa þessa færslu áður en þeir halda áfram að „ræða“ það hvaða færslur við megum og megum ekki hafa efst á síðunni. Vinsamlegast.
SKyrgiakos mætur til Liverpool. Ég spái því að hann og Andriy Voronin verða herbergisfélagar á ferðalögum í vetur 🙂
http://www.gettyimages.com/Search/Search.aspx?EventId=89989055&editorialproduct=2#
Sælir drengir, frábært framtak, eina sem ég get sett út á þetta er að það er allt uppbókað? Við þurfum að taka stærri völl næst,, það eru svo margir Poollarar í golfinu (-: , gangi ykkur vel
Stærri völl?! 🙂 Já, spurning um að nota Korpuna af því það eru 27 holur þar…Eða bara Grafarholtið, hann er lengri í metrum talið… 😉
Sælir,
Hjartanlega sammála – frábært framtak og full þörf á. Er sammála #37, það hefði þurft stærri völl til að fleiri gætu verið meir – það eru enn 9 dagar í mótið og allt orðið fullt og örugglega nóg að poolurum sem hefðu viljað vera með – allavega er ég einn af þeim og hef ekki skráð mig.
Hjalti (#38), hefur þú spilað golf ?, ég átta mig allavega ekki á punktinum. Setbergið er 9 holur og því eru rástímar í tæpa tvo tíma í stað rúma fjóra tíma ef völlurinn væri 18 holur.
SSteinn – er ekki bara hægt að flytja þetta yfir á stærri völlinn, Oddinn, þar sem nú þegar er orðið fullt og greinilega mikill áhugi.
En þó svo að það væri hægt -> frábært framtak og um að gera að halda merki LIVERPOOL á lofti sem víðast.
Þetta golfmót er frábært framtak. En hve mikil snilld yrði rafting fyrir Liverpool menn eða enn betra, paint ball keppni milli Liverpool og Man U stuðningsmanna 🙂 En það bíður seinni tíma og óska ég gólf áhugamönum góðrar skemmtunnar.
Og eitt hrós til Koppara fyrir frábæra síðu. Fyrir vælukjóa bendi ég á ww.manutd.is – það virðist vera allt morandi í þeim þar.
Lifum heil!
Er orðið fullt í golfmótið? Ég var svona að melta þetta með mér og ætlaði eitthvað að kynna mér veðurspánna? Er einhver sjéns á því að stækka mótið?
Tók ekki eftir þessu…
Hver heldur þú að Guðmávitahvaðopolus sé? 🙂 Ég var alveg búinn að minnast á hann.
Ég á ekki orð. Sá sem á síðuna, ræður hvað er á henni. PUNKTUR.
Ef þeir vilja plögga golfmóti, eða Serranó then so be it.
Ég er bara þakklátur að þeir og aðrir nenni þessu, væri alveg til í að hjálpa til svosem með mína þekkingu en nóg um það.
En þar sem ég er golfdellukall (allavega segist konan vera golfekkja) þá vil ég benda á eftirfarandi.
1. Golf er ekki hommaleg íþrótt þó Ian Poulter kunni ekki að klæða sig.
2. Golf er tiltölulega einföld í þrótt (hvað er flókið við að koma þessum bolta oní holuna??)
3. Golf er skemmtileg íþrótt því maður getur lent í ýmsu á leiðinni (frá teig að holu).
4. Þú sérð algjörlega í gegnum alla karaktera á golfvellinum (menn eru jú að spila við sjálfan sig nær allan tímann)
Og síðast en ekki síst:
5. Það er mjög útbreiddur misskilningur að það sé gott að geyma að læra golf þar til í ellinni. Ef þú gerir það þá, verður þú gamall feitur kall sem getur ekki sveiflað kylfu. Menn eiga að byrja að golfa um þrítugt í síðasta lagi og gera mikið af því. Þegar þeir eru orðnir gamlir hafa þeir hvort eð er ekkert annað að gera og þá er eins gott að kunna þetta.
Ég kemst ekki í mótið sjálft og vona að þið skemmtið ykkur vel. Myndi gjarnan mæta.