Landsleikjatörn loksins lokið og glorhungraðir stuðningsmenn Liverpool geta tekið gleði sína að nýju. Það er óhætt að segja að byrjunin á tímabilinu hafi ekki verið samkvæmt væntingum (allavega hjá mér) og þó svo að menn hafi nú aðeins girt sig í brók, þá er það alveg ljóst að það er ekki nóg að girða sig ef menn eru í víðum buxum og belti vantar. Það þarf að girða sig vel, setja á sig beltið og herða. Við megum ekki við neinum skakkaföllum á heimavelli gegn liðum eins og Burnley, það er algjörlega ljóst. Öll ánægjan og gleðin sem braust út þegar úrslit þeirra gegn Man.Utd og Everton voru orðin ljós, verða að engu ef við klárum ekki dæmið. Það er aðeins eitt sem kemur til greina á morgun, SIGUR.
Þetta Burnley lið svipar á margan hátt til W.B.A á síðasta tímabili að því leiti að þeir reyna að spila fótbolta. Munurinn liggur kannski í því að þeir síðarnefndu voru yfirleitt flengdir þegar þeir reyndu það, en Burnley hafa verið seigir. Það er alltaf vont að mæta svona nýliðum í upphafi tímabils, en væntanlega komu Chelsea þeim verulega niður á jörðina í síðasta leik. Við sýndum það og sönnuðum gegn Stoke að við getum alveg urðað yfir þessi smærri lið ef við mætum rétt stemmdir til leiks. Mark snemma á morgun mun einfaldlega þýða yfirrúllun af bestu gerð, er ekki í vafa með það. Vandamál okkar hefur oft verið að ef hlutirnir ganga ekki fljólega upp, þá grípur um sig örvænting og markvörður andstæðinganna á leik lífs síns. Ekki slíkt á morgun takk.
Ég ætla ekki að fjölyrða mikið um lið Burnley, veit afskaplega lítið um það nema hvað þeir unnu Man.Utd og Everton (jæks hvað er gaman að skrifa um það). Það eru akkúrat engar stjörnur í þeirra liði, Frægastur er Portsmouth reject-ið hann David Nugent og svo eru þar nokkrir “næstumþví” Úrvalsdeildarmenn eins og Bikey og Blake. Jói Kalli spilar með þeim, en hefur ekki verið að fá mikla sénsa. Það er einnig óhætt að segja að mörkin sem Burnley hafa skorað, hafi talið. BÆÐI mörkin þeirra skiluðu 3 stigum í hús, annað þeirra skilaði þeim sigri á Man.Utd og HITT skilaði sigri á Everton. Þeir héldu líka hreinu í sigurleik gegn Man.Utd og Everton. Var ég búinn að koma því að hvar Burnley fengu þessi 6 stig sem þeir hafa fengið í Úrvalsdeildinni? Þeir fengu þau gegn M….OK, OK, ég skal hætta núna.
En að okkar mönnum. Menn hafa verið að skila sér heim alls staðar að úr heiminum eftir þetta landsleikjahlé og verður fróðlegt að sjá hvernig Rafa ætlar að stilla þessu upp. Javier tók þátt í tveimur tapleikjum Argentínu og flaug svo yfir þveran og endilangan hnöttinn, og er víst tæpur á meiðslum í þokkabót. Ég reikna engan veginn með honum í þennan leik. Lucas ferðaðist álíka mikið, en hefur spilað c.a. tveim landsleikjum færra en félagi sinn á miðjunni. Hann mun því væntanlega síga úr flugvélinni og beint inn á miðjuhringinn á Anfield og hefja þar leik. Stóra spurningin verður hver mun spila með honum á miðjunni. Ég reikna ekki með að Aurelio byrji þar, þó svo að það myndi liggja beinast við ef hann væri í einhverri leikæfingu. Þá standa 3 kostir eftir. Jay Spearing, Damien Plessis og Stevie G. Ég hallast helst að því að Stevie hefji þar leik og muni stjórna spilinu á miðjunni og Yossi fari inn í holuna. Riera og Kuyt verði á vængjunum og Fernando frammi. Vörnin mun saman standa af þeim Johnson, Carra, Skrtel og Insúa.
Það gæti reyndar alveg verið að Babel fengi sénsinn, en ég efast um það, sér í lagi þar sem hann er búinn að vera háskælandi í fjölmiðlum undanfarið. Rafa getur eiginlega ekki hent honum inn, því menn eiga ekki að væla sig inn í liðið. Ég myndi þó heldur ekki verða neitt hoppandi hissa þótt Voronin myndi hefja leik í holunni og Yossi á vinstri kanti. En ég held mig við upphaflegu spánna og því yrði liðið þá svona:
Johnson – Skrtel – Carragher – Insúa
Gerrard – Lucas
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres
Bekkurinn yrði þá væntanlega á þessa leið: Cavalieri, Kyrgiakos, Dossena, Plessis, Aurelio, Babel, Voronin.
Leikurinn? Ég ætla að búast við marki fljótlega og það þýðir að mótstöðunni verður rutt strax úr vegi og menn geti spilað sinn bolta og klárað Burnley. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá 5-0 sigri okkar manna. Ef okkur tekst ekki að skora snemma, þá gætum við lent í ströggli, en hvort heldur sem er, þá eigum við að vinna þetta lið, meira að segja þó svo að við eigum ekki okkar góða dag. Eigum við ekki að segja að Stevie endurtaki leikinn frá því í Englands leiknum og setji 2 mörk, Yossi setur eitt, Torres eitt og svo kemur Kuyt og klárar dæmið endanlega. Ekkert vanmat, það má ekki gerast, en bara skora snemma og þá ætti þetta að klárast örugglega. Er þetta ekki bara díll?
Ha sagðir þú Bíbí og Blaka?
Annars held ég að Aurelio sé ekki tilbúinn í byrjunarliðið og af því sem maður les þá er JM það ekki heldur. Ég tippa á að Lucas og Benayoun verði á miðjunni hjá okkur með Riera og Kuyt á könntunum. Gerrard og Torres síðan á sínum stað að vanda.
Ef ekki þá fer fyrirliðinn niður á miðju og úkraínska ofurhetjan upp á topp…rétt fyrir aftan Torres
Eg held ad tetta verdi 4-4-2 kuyt og riera a kontunum, gerrard og lucas a midjuni og torres og voronin frammi. Eg held svo ad hann gefi dossena sens i byrjunarlidid tar sem bakverdernir okkar verda vaentanlega allan leikin a vallarhelmingi burnley manna og hann er med betri sendingar en insua. Samt aetla eg ad spa 4-0 sigri. Gerrard med 2, Torres med 1 og Yossi 1.
Veit nokkur hvaða lið Burnley hefur unnið á þessari leiktíð?
Ég held að SSteinn sé að spá rétt með byrjunarliðið. Ég hefði viljað sjá Spearing fá tækifæri, en bara ef Gerrard er með honum á miðjunni. Treysti ekki alveg Lucas – Spearing saman á miðjunni að svo stöddu. Mér er annars alveg sama hvernig þessi leikur spilast, ég vil bara fá þessu þrjú stig! Við verðum að fara að komast á skrið í deildinni.
Tökum þetta strákar með þessari uppstillingu hjá SSteinn og ekki orð um það meir
Mér finnst líklegra að N’gog verði á bekknum í staðinn fyrir Dossena, en að öðru leiti er ég nokkuð sammála liðinu. Eins og þú kemur inn á þá er mikilvægt að skora snemma, ef við gerum það þá klárum við þetta stórt. Ég ætla því að spá 4-0 eða 0-1.
Veit nokkur hvar ég get horft á leikinn í keflavík? Kemst ekki í borgina!!!
Ásinn á að sýna leiki í Keflavík
Get skrifað undir þessar pælingar allar, held að þetta sé langlíklegasta byrjunarliðið. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef Rafa mundi velja manninn með taglið í byrjunarliðið. Einhverra hluta vegna hef ég það á tilfinningunni, vona þó frekar að liðið verði eins og SSteinn stillir því upp.
Þetta kom mér svolítið á óvart…. http://www.teamtalk.com/football/story/0,16368,2483_5553732,00.html
Er þetta rétti tímapunkturinn til þess að gefast upp ? Þegar það eru 4 leikir búnir af tímabilinu.
‘Eg fæ nú ekki séð að Reina sé neitt að gefast up,heldur segir hann bara það sem við vitum allir, að hópurinn er ekki nógu góður til að vinna deildina . Hann léttir sennilega líka pressuna á liðinu með því að segja þetta sem við allir vitum en getum ekki viðurkennt þegar aðrir heyra.
En leikurinn í dag er must win leikur og ef Gerrard og Torres leika eins og í landsleiknum í vikunni verður þetta létt. Já og mikið voru þetta góðar fréttir með nýja auglýsingadílinn sem tryggir LFC sömu tekjur og UTD næstu fimm árin fyrir treyju auglýsingar.
Við klikkuðum á smærri liðum í fyrra, en Liv ætti ekki að gera það nú og svo er liðið ekkert verra en í fyrra Ég held að Reina sé bara að blekkja aðra.
Ég hugsa að þetta sé fyrst og fremst skot á H & G að koma með pening inn í félagið. Allir hinir eigendurnir eru að gera það þótt það fari kannski ekki hátt innan Scum þá dælir Glazer pening í United líka pottþétt.
Reina gefst aldrei upp og er bara að benda á staðreyndir, ég meina City er á góðri leið með að verða með betra byrjunarlið en Liverpool og endar með því ef ekkert er að gert !!
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2009/09/12/george-gillett-claims-liverpool-fc-s-economic-situation-has-never-been-stronger-100252-24669637/
Maður hefur svosem áður verið tekinn í bólinu trúandi því sem þeir segja, svo ég tek þessu með fyrirvara, en þetta er það nýjasta sem kemur frá þeim.
Einnig er minnst á, í annari frétt á síðunni að við höfum keypt 16 ára gamlan ‘efnilegan’ framherja frá Southend. Sá heitir Michael Ngoo, enskur og er yfir 190cm á hæð. 250.000 pund og áhugi Ngoo hryntu burt samkeppni frá Utd. og er klúbbnum hælt fyrir fagleg vinnubrögð:
Linkurinn: http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2009/09/12/liverpool-fc-s-conduct-praised-as-wonder-kid-michael-ngoo-snubs-manchester-united-for-anfield-100252-24669641/
Fyrir 4 leikjum var viðtal við Reina þar sem hann sagði “ekki afskrifa Liverpool” , ásamt þeim 5+ viðtölum í sumar þar sem talað var um að næsta ár væri ár Liverpool ….
…. 4 leikjum síðar er liði ekki nægilega sterkt, það er eitthvað sem er ekki alveg rétt þarna.
En að leiknum, þetta fer 3-0 fyrir okkar menn. Torres 1, Lucas 1 , Riera 1
Ef að Reina hefur ekki trú á að við vinnum dolluna og ef aðrir leikmenn deila þessari skoðun þá er ljóst að ákveðin uppgjöf innan liðsins er staðreynd og það er ekki gott veganesti í titilbaráttuna! Ég trúi ekki öðru en orð hans séu tekin úr samhengi og/eða endurspegli ekki hans rétta viðhorf. Sammála að við mættum hafa 1-2 fleiri match-winnera en við eigum samt alveg að geta tekið þetta með þennan mannskap miðað við hvernig þetta spilaðist í fyrra og þá staðreynd að líklega muni þurfa færri stig en áður til að ná í dolluna (sbr. ummæli Rafa o.fl.).
Ps. Mig dreymdi í nótt að Burnley kæmist í 0-1 en vaknaði áður en leik lauk! Þetta var vonandi bara slæmur draumur…
Skemmtileg grein sem Sæmund 12 bendir á. Vonandi að fjármálin séu í góðum málum. En það er annað þarna sem vakt athygli mína “He also confirmed that Liverpool will unveil a new shirt sponsor next week.”. Hefur einhver heyrt hvaða sponsor á að vera framan á treyjunum okkar á næsta ári. Hann segir einnig “I think people will be pleased and surprised,”.
Já það er 4 ára díll sem skilar 80 miljónum punda á þeim tíma eða 20 á tímabili sem gerir samninginn að einum stærsta í Englandi, þetta er samningur við enskan banka sem heitir Standard Chartered..
ps 4 miljarðar á ári
Liðið er bara nákvæmlega eins og Ssteinn spáði fyrir um. Yossi í holunni og Gerrard á miðjunni.