Liðið gegn Debrecen

Jæja, Meistaradeildin. Síðast þegar að ég horfði á okkar ástkæra lið spila í Meistaradeildinni þá um það bil trylltist ég yfir leiknum, aðra eins rússíbanaferð hef ég ekki upplifað.

Ég geri ráð fyrir því að leikurinn í kvöld verði eitthvað rólegri. Á heimavelli gegn Debrecen.

Rafa stillir þessu upp sama liði og í síðasta leik. Það kemur svo sannarlega á óvart (en Aggi hafði þá 100% rétt fyrir sér)

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

Á bekknum eru svo: Kyrgiakos, Aurelio, Voronin, Babel, Cavalieri, Spearing, Mascherano

19 Comments

  1. flott að nota sama liðið vonandi virkar það jafn vel og síðast

  2. Gerir hann það ekki bara til að “reset-a” teljarann hjá vitleysingunum á Fleet Street 🙂
    Flott lið og vonandi verður þetta professional frammistaða, þannig að hægt sé að hvíla lykilmenn í seinni hálfleik og hleypa kannski Aurelio, Babel og Spearing inn á.

  3. flott ad sja lidid, vonandi byrjar tessi keppni med storsigri. Eg aetla ad spa 4-1 torres med 2 yossi 1 og Riera 1. Vaeri samt gaman fyrir Stevie ad setja nokkur.

  4. Hvurslags fokk er þetta, ég fékk mér stöð 2 sport svo ég gæti horft á meistaradeildina og þá eru hliðarrásirnar lokaðar svo ég sé ekki leikinn nema í endursýningu seinna í kvöld, ég er ekki sáttur !

  5. TVU playerinn er í fokki (hjá mér allavega) og svo er aðeins ein útsending á sopcast sem ég hef fundið…og er hún hljóðlaus.

    rojadirecta.com eða asiaplatetv.com eru síður sem ég nota og virka fínt.

  6. Getur maður ekki skráð í aðdáendaklúbb 365 á Facebook 🙂

  7. ….og ennþá meira pirrandi lið sem spilar með 10 menn inní eigin teig og einn hlaupara frammi þrátt fyrir að vera 1-0 undir

  8. er eg sa eini sem þolir ekki þegar gerrard lætur reynir að fá víti við litlar snertingar?

  9. Af hverju er Lucas að taka hornin okkar? Og hversu oft hafa Debrecen notað hornin í að senda á mann sem kemur aðhlaupandi og af hverju er það ekki stoppað?

  10. hjalti eg var akkurat ad spa i tessu, johnson aetti frekar ad vera ad taka tetta, vist benitez vill greinilega hafa gerrard vid vitateigin.

Debreceni mæta á Anfield á morgun.

Liverpool 1 – Debrecen 0