West Ham á morgun

Á morgun eigum við erfiðan skyldusigur ef svo má segja gegn Hömrunum hans Zola. West Ham vann Wolves í fyrsta leik ársins en hefur síðan gert tvö jafntefli og tapað einum leik.

Á miðvikudaginn stjórnaði Rafa Liverpool í þrjúhundruðasta skipti og við unnum evrópuleik í hundraðasta skipti. Í þeim leik notaði Rafa sama byrjunarlið og rúllaði yfir Burnley í deildinni síðustu helgi og ég er ekki frá því að hann taki upp á því að hafa sama byrjunarliðið þriðja leikinn í röð.

Þ.e.a.s svona:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

Reyndar er Mascherano orðinn klár aftur og Aurelio er einnig klár í slaginn ásamt því að Babel átti sæmilega innkomu í vikunni sem sló allavega leik Riera út. Eins er Agger farinn að æfa aftur en er þó ekki klár í þennan leik.

Ef ég man rétt þá ólst Glen Johnson nú upp hjá West Ham eins og margir aðrir góðir, eins var Mascherano hjá þeim án þess á óskiljanlegan hátt að fá nógu mikinn séns og þriðji leikmaðurinn sem hefur verið á mála hjá West Ham í okkar röðum er síðan auðvitað ísraelinn Yossi Benayoun. Hann hefur verið algjörlega frábær á öllu þessu ári og er orðinn algjör lykilmaður í liði Liverpool, í síðasta leik skoraði hann þrennu og eiginlega rúmlega það. Síðast þegar ísraeli skoraði þrennu fyrir Liverpool þá unnum við titilinn sælla minninga 😉

Eins og áður segir þá verða Hamrarnir erfiðir heim að sækja, Zola hefur náð að byggja upp flott lið fyrir frekar lítið og enska hryggsúlan í liðinu hef reynst þeim vel. Green í markinu er að ég held landsliðsmarkvörður núna (þó það sé ekki svo rosalegt hrós), Upson er traustur í vörninni, Scott Parker er að finna sig á nýjan leik á miðjunni og Carlton Cole hefur af og til verið að spila langt yfir getu undir stjórn Zola.
Þeir eru engu að síður ekki beint með frægustu leikmann í heimi innan sinna raða eins sést á líklegu byrjunarliði: Green, Faubert, Upson, Gabbidon, Tomkins, Noble, Parker, Kovac, Stanislas, Cole, Hines.

Ekki að það rói taugarnar hjá manni nokkurn skapaðan hlut þá höfum við unnið átta af síðustu tíu viðureginum gegn West Ham og tapað aðeins einum. Við unnum þá 0-3 síðast á Upton Park þar sem Ryan nokkur Babel setti síðasta markið.

Ég spái að þetta verði hörku leikur sem við merjum 1-2 sigur úr að lokum með tveimur mörkum frá hinum “pirraða, andlausa o.s.frv.” Fernando Torres.

25 Comments

  1. Tel alveg rétt að nota sama lið og síðast en kanski verður Mascherano með á kostnað Lukas eða Gerrard fari í holuna og Lukas og Mascherano á miðsvæðinu og Yosse B verði á bekknum. EN VIÐ VINNUM ENNAN LEIK þó að mark verði á síðustu mín og ég held að Torres sé búinn að fá tiltal frá Rafa og Kuyt og Gerrard búnir að peppa kallinn upp. 😉

  2. Verður mjög erfiður leikur en ekkert í boði fyrir okkar menn nema 3 stig. Væri fínt ef Torres nokkur kæmi úr sumarfríi fyrir þennan leik og ætti stórleik. Ég spái 1-3 þr sem Torres gerir 2 og Gerrard smellir einu glæsilegu marki.

  3. Mér er alveg sama hvernig þetta spilast, ég vil bara fá þrjú stig. Myndi sætta mig við hundleiðinlegan 0-1 varnarsigur hjá okkar mönnum þar sem Torres sést ekki allan leikinn. Við verðum að komast á skrið í deildinni og vinna marga leiki í röð.

    Svo vil ég benda á það að það er ekki hægt að spila yfir getu.

  4. væri til í að sjá kyrgiakos í byrjunar lið og leyfa babel að spreyta sig og koma sér í gang . En spái þægilegum 2-0 sigri okkar manna þar sem torres skorar 2 og gerrard leggur upp annað og reina hitt

  5. Það er andskotans hundur í mér fyrir þennan leik. Ég er jafnan alltaf bjartsýnn fyrir leiki. En það er djöfuls hundur í mér fyrir þennan.

    Ég er á því að setja Yussi á vinstri kant og Gerrard aftur í holuna. Lucas og Masch taka miðjuna. Það er algerlega nauðsynlegt að eiga miðjuna á morgun.

  6. Sigurjón ,,,væri ekki betra að vera með TÍK í sér. Við tökum þetta . Eins og ég sagði þá er búið að peppa Torres upp

  7. Ég er ótrúlega mikið hlynntur því að nota sama liðið aftur. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því að þetta lið þurfi að spila svolítið saman, og þá verði til þetta þrautseigju-lið, sem erfitt verður að vinna, og vonlaust ef þeir eru í stuði. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það.. ég hef bara trú á því að þeir spili sig í gírinn.. vinni nokkra leiki til viðbótar og átti sig svo á því að þeir séu búnir að vinna fullt af leikjum í röð á sama liðinu (eða svipuðu), og við því orðnir veruleg ógn við liðin fyrir ofan okkur..

    Annars er bara föstudagskvöld hérna fyrir norðan, og allt með kyrrum kjörum..

    Carl Berg

  8. Sammála cal berg, láta þessa menn spila saman. En ekki ofmettnast halda sínu striki

    • Er leikurinn ekki 16:30 ?

    SNILLD, hélt að hann væri 16:00, meiri tími til að koma sér úr partýinu á Selfossvelli 😉

  9. Erfiður leikur, hef ekki nægilega góða tilfinningu fyrir þessum leik….

    Hinsvegar er það bara þannig að ekkert annað en sigur kemur til greina. Tap á morgun og sigur Chelsea gegn Tottenham gæti þýtt að við værum komnir 9 stigum á eftir toppliðinu í SEPTEMBER. Það er einfaldlega eitthvað sem við megum ekki láta gerast.

    Ég tel að liðið verði eins og spáð er hér að ofan, nema að Masch og Babel komi inn á kostnað Riera og Lucas.

    Þetta verður 2-1 sigur, Torres setur bæði eftir að hafa misst af vælubílnum.

  10. Hinsvegar er það bara þannig að ekkert annað en sigur kemur til greina. Tap á morgun og sigur Chelsea gegn Tottenham gæti þýtt ?????Eyþór eru Liv ekki að spila í dag?????Þeir tapa varla á morgun vegna þess að þeir eru ekki að spila. 😉

  11. ég spái fyrsta jafnteflinu í dag,því miður.0-0 eða 1-1 og johnson skorar

  12. nr 13.

    Það er rétt hjá þér, spurning hinsvegar hvort maður telji það sem laugardag þegar maður er vaknaður um 7, væri kanski líklegra að maður væri að fara í háttinn eftir föstudagsskrall 😉

  13. Það er alveg á tæru að Liv má ekki tapa og þeir verða að nýta færin sín,og vinna alla leiki að minsta kosti gegn þessum svokölluðu smærri liðum, Já Eyþór allavegana er LIVERPOOL dagur í dag. 😉

    • Það er rétt hjá þér, spurning hinsvegar hvort maður telji það sem laugardag þegar maður er vaknaður um 7

    Nei vá, laugardagar hefjast í fyrsta lagi klukkan 11:00

  14. Við verðum að vinna þennan leik og þá setjum við fína pressu á hin toppliðin sem spila á morgun. Og ég hef trú á að við klárum þetta.

  15. Nei vá, laugardagar hefjast í fyrsta lagi klukkan 11:00??????BABU á föstudegi =23/00 eða á Laugardag KL 11??????? hvað er í gangi. Hvenær ætli að leikurin byrji???????. 😉

  16. Rafa ætlar að tefla fram sama liðið og undanfarið, er sagt á MBL.IS. Gott mál eða þannig……

  17. Vill benda á að tímasetningin er vitlaus hérna….án þess að setja útá neinn hefur þetta komið dálítið oft uppá og það má segja að ég missi af leiknum útaf tímasetningunni!
    Hafa þetta á hreynu framvegis….Takk og bless

  18. Já, það eru ekki við sem uppfærum þetta. En sá sem sér um þetta les síðuna oft, þannig að hann leiðréttir þetta vonandi. Leikurinn byrjar kl 16.30 á íslenskum tíma.

Þegar ég verð pirraður…

Byrjunarliðið komið