The Tomkins Times

http://tomkinstimes.com/

Ég lofaði um daginn að benda á nýja síðu sem Paul Tomkins einn besti Liverpool penni samtímans er að koma á kopp. Tomkins hefur skrifað í nokkur ár reglulega pistla á Official síðuna (og sína eigin síðu) og eru þeir oftar en ekki fjandi góðir hjá honum blessuðum, þó sumir þoli hans skrif illa. Við hérna á kop.is höfum allavega oft vitnað í hans skrif, notað þau við öflun heimilda og jafnvel þýtt þau.

floatVandamálið hjá honum undanfarið hefur verið að afla sér tekna, hann er með M.E. (er það MS?) sjúkdóminn og á erfitt með vinna eðlilega vinnu. Hann hefur verið duglegur við að skrifa vandaðar bækur en tekjur af þeim eru óreglulegar og erfitt fyrir hann að lifa af þeim. Því ætlar hann að prufa nýja leið sem honum var bent á þegar hann sagði frá þessum pælingum sínum á heimasíðu sinni um daginn, þ.e. hann ætlar að rukka fyrir pistlana sína og fækka pistlum sínum á Official síðunni. Hægt er að fá mánaðar áskrift af a.m.k. vikulegum pistlum á 2 pund (member) og eins þann pakka plús fleiri greinar og afslátt af bókum hans á 3,5 pund (premium). Útskýrt betur svona:

Member – £2 per month

Premium – £3.50 per month

Member gains access to a minimum of one 1,000 word+ piece a week.

Premium gains access to any additional blogs/mini-blogs, plus the serialisation of my books, as well as discounts for purchasing the actual printed copies of my back catalogue and any future football books. Order any books directly from me, and a £1 refund will be made on each copy.

Occasionally, free-to-all pieces will be made available.

Ég veit ekki með ykkur en ég vill hafa aðgang af hans vönduðu og góðu skrifum og skil þessar ástæður hans. Þetta er hörku síða og á eflaust eftir af dafna vel. Ef menn skrá sig í áskrift en eru ekki að fíla þetta þá er minnsta mál að hætta í áskrift.

Endilega kíkið hingað ef þið hafið áhuga á að gerast áskrifendur

7 Comments

  1. Getum við ekki gerst áskrifendur á síðuna hérna og þýtt þessar greinar á Íslensku

  2. Ágætis greinar hjá kallinum en að fara að borga fyrir þær, nei takk ! Nóg af fríum mjög góðum Liverpool bloggurum/greinahöfundum….

    Verði þeim sem vilja að góðu 😉

    Áfram Liverpool !!!

  3. Að mér skilst þá er hann bundinn í hjólastól, þannig að það er um fáar vinnur að ræða fyrir hann annað en það sem hann gerir núna.

Carling Cup

Hull upphitun…