Eftir kvöldið í kvöld verður hægt að fara tala aftur enska boltann og þetta gífurlega ógeðslega langa fjandans landsleikjahlé verður senn á enda, langt leiddir geta farið að spá í fantasy liðunum sínum og ég get farið að undirbúa upphitun fyrir Sunderland leikinn (sem ég er löngu byrjaður á andlega).
En þar sem það er ekki ennþá komið að þessu og það eru jú fjandans landsleikir í kvöld þá var ég að spá í að setja fyrir ykkur það verkefni að finna út afhverju Rafa Benitez fær formlega aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu fyrir hið gífurlega meiðandi og niðurlægjandi athæfi að taka af sér gleraugun og segja ekki orð þegar hann var spurður út í dómgæsluna í tilteknum leik.
Á meðan dómarasambandið þarf að bregðast sjálft við til að vekja athygli á því að elliær stjóri liðs í nágrenni Liverpool segir dómara sem hleypur meira en flest allir í hans liði sé ekki í nógu góðu formi til að dæma í þessari deild.
Mjög reyndur dómari btw. sem þó gaf andstæðingum United nokkuð ódýrt lokamínútna rautt spjald í leik sem þeir skoruðu í löngum uppbótatíma (again).
Ég er nokkuð viss um að Benitez væri nú þegar kominn í bann hefði hann ropað þessu út úr sér. Þessi fer ágætlega í þetta.
Mér sem fannst Benitez bara fara mjög mjúklega í þessa gagngrýni og tók aðeins af sér gleraugun og skoðaði þau, sem mér fannst btw mjög fínt hjá honum. Ég bíð ennþá eftir banninu sem Mr.Ferguson á vonandi eftir að fá fyrir sín ummmæli.
Sama hvernig fer í þessu máli, þá á ég alltaf eftir að brosa að því að hugsa til hvernig svipurinn á Ferguson var þegar hann heyrði af þessarri statistík að dómarinn hljóp meira en 7 manns í hans liði
Babu…
Ódýrt spjald? common! Við skulum nú ekki vera þessir bitru stuðningsmenn, reynum nú að segja satt og rétt frá… Richardson fékk seinna spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu þegar búið var að flauta aukaspyrnu til þess að tefja, það er bara SPJALD! Og uppbótartíminn eru 4 mínútur og United skora á 93 mín, veit ekki hvað er svona skrýtið við það… Ótrúlegt hvað sumir Liverpool menn elska að fara í vafaatriðinn hjá United og einblína á þau… Vona bara að Rafa (misgáfaði) komi ekki með einhverja sálfræði fyrir leikinn gegn United sem hann ræður einfaldlega ekki við!
Ferguson sagði það sem hann sagði af einungis einni ástæðu.
Hann vildi draga augu fjölmiðla frá liðinu sem spilaði illa og skeit á sig rétt eins og Mourinho gerði svo vel fyrir nokkrum árum. Það er alltaf auðvelt að kenna dómaranum um, það veit hann.
Annars finnst mér það fáránlegt að hann sé ekki búinn að fá kæru fyrir þetta þó svo að hann hafi beðist afsökunar viku seinna. Hann ætti í mesta lagi að fá vægari refsingu fyrir afsökunarbeiðnina.
Þeir sem vilja sjá fræga viðtalið við stjórann okkar geta séð það hér… http://www.youtube.com/watch?v=M939H3AP5Zg
Þetta finnst mér ekki blásaklaust, þarna er verið að gera grín af dómaranum og gefa í skyn að hann sé blindur… Þó Rafa segi ekkert þá er alltaf hægt að segja að “ein mynd sé þúsund orð”
Menn höfðu þó gaman að Rafa þegar hann gerði þetta.
Ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið spjald þegar að Richardson sparkaði boltanum í burtu (var það eflaust) en flestir geta verið sammála um að þetta blessaða lið Man Utd fær oftar en ekki óumbeðna aðstoð frá dómurum leiksins þegar leikið er á Old Trafford. Finnst mér viðureign Man Utd og Man City mjög gott dæmi um það. Meira að segja sumir félagar mínir sem halda með Utd hafa viðurkennt að þeir fá oft meira en aðrir. Hvað ykkur finnst um það er svo annað mál en stundum er þetta aðeins of augljóst að mínu mati.
Forza Liverpool.
Ég er sammála því að þetta nautheimska fyrrum United himpigimpi (orðrétt lýsing á honum þegar ég horfði á þetta í beinni) átti þetta rauða spjald líklega alveg skilið. Þó verður það að teljast nokkuð ódýrt þar sem hann sparkaði boltanum jú á átt að staðnum sem aukaspyrnan átti að eiga sér stað, hann var með gult á sér og þetta var alveg í lokin í leik sem United átti í miklu basli í. Ég skal umorða þetta aðeins, þetta var allavega ákvörðun hjá dómaranum sem United menn ættu ekki að geta vælt yfir.
Varðandi uppbót á Old Trafford þá er hann lágmark 4 mín þegar þeir þurfa mark og eins og dæmin sanna enn meiri þegar það dugar ekki (þetta var létt skot á City leikinn).
Hann vildi draga augu fjölmiðla frá liðinu sem spilaði illa og skeit á sig rétt eins og Mourinho gerði svo vel fyrir nokkrum árum. Það er alltaf auðvelt að kenna dómaranum um, það veit hann
Þetta er enn eitt dæmið um hreint ótrúlegan mun á umfjöllun sem þessir tveir fá á sig!!! Afhverju var Benitez ekki að gera nákvæmlega sama eftir tapleik hjá Liverpool? Hann var a.m.k. ekki með eins beina óvirðingu í garð dómarans og Fergie og leyfði mönnum að túlka það með sjálfum sér hvað hann var að meina.
Þetta var engin sálfræði hjá Fergie, hann var hundfúll með dómarann og lét hann að venju heyra það… og gerði sig að fífli í leiðinni. En FA þorir varla að hósta í kringum hann.
Ég vil bara láta áhugasama vita að demoið fyrir football manager 2010 er kominn út. hægt er að nálgast það hérna http://www.footballmanager.com/index.php?p=demo
Babu: vissulega sparkar hann boltanum í áttina þar sem brotið átti sér stað, en skekkjan var það mikil og hraðinn á boltanum var það mikill að þetta kom ekki nálægt staðnum.
Var það ekki Rooney sem fékk einhverntíman spjald fyrir að sparka boltanum í átt að bæði dómara/leikmönnum og staðnum sem aukaspyrnan var á? Veit einhver hvaða leikur það vaR?
Held að það sé alveg rétt að Sir Alex Ferguson hafi verið með þetta uppistand til þess að draga athyglina frá eigin liði. Rantið sem hann tók út í 4. dómarann fannst mér hinsvegar verra. Þar er hann viljandi að hækka spennustigið á vellinum – kveikja í eigin leikmönnum og gera dómarakvartettin og andstæðingana taugaveiklaða.
Persónulega held ég nú að Sir Alex sé ekki sá geðsturlaði brjálæðingur sem sumir segja hann vera. Hann er hinsvegar tilbúinn til þess að haga sér eins og geðsturlaður brjálæðingur ef það hagnast liðinu hans. Og það versta er að hann kemst upp með það. Dómarar, fjölmiðlar, enska knattspyrnusambandið, leikmenn andstæðingana og knattspyrnustjórar eru skíthræddir við hann og því sem hann gæti tekið upp næst. Þeir kóa með honum. Enda vita þeir líka, að það sem honum dettur í hug kemst hann upp með.
Örfáir knattspyrnustjórar hafa þorað að standa upp í hárinu á honum á seinustu árum, man einungis eftir þremur: Rafa Benitez, Arsene Wenger og Jose Mourinho. Hann ber virðingu fyrir Mourinho, enda veit Sörinn að hann á ekki breik í Mourinho á þessu sviði. Arsene og Rafa hatast hann út í.
Eyþór Smári: ,,Vona bara að Rafa (misgáfaði) komi ekki með einhverja sálfræði fyrir leikinn gegn United sem hann ræður einfaldlega ekki við!”
Hvaða andskotans bull er þetta í þér drengur!!!!????
3 Liverpool keppir við heimamenn á Old Trafford – fær vítaspyrnu og leikmaður Manchester United er rekinn útaf með rautt spjald.
Niðurstaða þín: Rafa Benitez er misgáfaður og ræður ekki við sálfræðileiki. Held ég verði nú hreinlega að hrósa þér fyrir frumleika í þessari nálgun þinni Eyþór…
PS: http://www.youtube.com/watch?v=Xy-ZoxX9oYc
hvað eru menn sem eru ekki poolarar að skrifa athugasemdir hér inná? veit að þetta er besta blogsíða á landinu en common…
Ég er nú að jafnaði bæði kurteis maður og prúður en get hreinlega ekki setið á mér í þetta skiptið að nota bæði orðið “fokking”, og ” helvítis” í þetta skiptið, og vona að síðuhaldarar fyrirgefið mér í það minnsta annað hvort orðið.
Með öðrum orðum er ég sammála síðasta ræðumanni (#11).
” Vona bara að Rafa (misgáfaði) komi ekki með einhverja sálfræði fyrir leikinn gegn United sem hann ræður einfaldlega ekki við! “
Hvurslags fokkíng helvítis bull er þetta ?
Hvað ertu að meina með “misgáfaði” ? Mér finnst þetta bara hrópandi móðgun við knattspyrnustjórann okkar, og bæði heimskulega og illa sagt. Menn geta haft misjafnar skoðanir á stjóranum, en svona ummæli eiga engan rétt á sér að mínu mati.
Og hvaða sálfræði er verið að tala um ?? … sömu sálfræði og gerði það að verkum að við slátruðum þessu liði á þeirra eigin heimavelli í fyrra… eða ?
Carl Berg .. ( og ekkert insjallah neitt.. þeinkjú verí næs… )
http://www.goal.com/en/news/9/england/2009/10/14/1561620/breaking-news-liverpools-sotiris-kyrgiakos-out-for-four
ekki gott ef satt er! en það ætti að duga okkur að fá agger inn sem þriðja miðvörð
Ég verð nú að segja að gleraugna-atvikið hjá Rafa var nú ekki blásaklaust, það sáu allir hvað hann átti við.
En öðru er ég sammála, ég bíð spenntur eftir niðurstöðu F.A vegna Ferguson. Skaut sig all rækilega í fótinn þar, spurning hvort að þessir 7 leikmenn hafi ekki verið sendir í “súsisæd” til að þetta komi ekki aftur fyrir, hlaupa minna en miðaldra dómari með bumbu.
Að öðru , mikið rosalega er ég feginn að þessi landsleikjatörn er búin! Þetta er búið að vera martröð.
Hugleiðing !!!!
Er skrítið að dómari hlaupi meira en leikmenn. Eins og knattspyrna er fyrir mér þá eru 4- 6 leikmenn sem eiga að hlaupa meira en dómarinn. Það eru 4 miðjumenn og hugsanlega 2 bakverðir. Markmaðurinn hleypur ekki, hafsentar eru með svona 3*3 radíus sem þeir hlaupa á og strikerar eiga ekki að fara aftur fyrir miðju. Dómarar þurfa hinsvegar helst að vera hornanna á milli allan leikinn. Þeir eru reyndar með tvo aðstoðarmenn sem eiga að hjálpa en það lítur ekki vel út að dómarinn sé staddur í miðjuhringum og boltinn við hornfána.
Ég held satt að segja að dómarar hlaupi að jafnaði manna mest í þeim leikjum sem þeir dæma, hvort um sé að ræða leik hjá Man Utd, Liverpool eða KR.
Svo finnst mér alltaf ákveðinn biturleiki á þessari síðu, þið talið alltaf eins og það sé traðkað á ykkur alla daga, hvernig væri að setja kassann út og tala eins og maður en ekki eins og sleikjóinum ykkar hafi verið stolið. ATH þetta á ekki við um alla hérna.
Eins að hafa málefnalegar umræður og hafa heimildir það er betra fyrir alla, Eins og maðurinn að Austan sagði: “Man Utd fær oftar en ekki óumbeðna aðstoð frá dómurum leiksins þegar leikið er á Old Trafford. Finnst mér viðureign Man Utd og Man City mjög gott dæmi um það”.
Er annað dæmi sem hann man eftir eða man hann bara því þetta var svo gríðarlega í umræðunni? Mín reynsla að áhorfi enska boltans er sú að þetta jafnast alltaf út. Menn fá ekki víti sem er víti en fá svo víti þegar það er ekki víti o.s.frv.
Manni finnst spjallið hérna ALLTAF sama hver umræðan er beinast á endanum að Man Utd. Er það minnimáttarkennd, afbrýðssemi eða hvað ? Eru menn að fylgjast meira með þeim eða? Maður kemur hérna inn til að skoða og spjalla um LFC en á endanum er maður farinn á lesa um rauða spjaldið sem einhver fékk eða atvik sem tengist ekki LFC á neinn hátt.
Tek það fram að skoðanir mínar endurspegla ekki skoðanir annara lesenda kop.is. Þetta er eingöngu skoðun mín og mín reynsla af lestri þessarar síðu. Ef þetta er gefið út fyrir að vera síða fyrir knattspyrnuáhugamenn og eigi ekki bara að vera síða fyrir LFC þá biðst ég velvirðingar á þessum pósti
Baráttukveðjur
Jónas..
Bjartmar, ég var ekki að mótmæla því að þetta væri rautt maður!!! Sagði bara að þetta væri af ódýrari gerðinni og meiningin er að þeir geta allavega ekki sakað dómarann um neitt þar… þó þeir hefðu eflaust vælt yfir þessu væri dæminu snúið við.
Annars kom ég nú með þessa færslu eftir lestur á erlendum fótboltasíðum, það var nú bara hreinlega furðað sig á þessum mismun á þeirri meðferð sem Benitez fékk og þeirri sem Fergie fékk í OFFICIAL STATEMENT á opinberi heimasíðu Liverpool svo ég sé ekki hvað er rangt við það að koma inn á þetta á bloggsíðu um Liverpool. Meira að segja samtök dómara hafa fengið nóg af röflinu í Fergie!
og þar með er ég kominn að þessu:
Fínt að fá gagnrýni sé hún vel sett fram og á vitiborinn hátt eins og hjá Nr.16 Jónasi. Ég er þó ekki alveg sammála þessu og finnst ósanngjarnt að segja að umræðan snúist alltaf um United, þó eðlilega geri hún það stundum. Er annars sammála því að ummælin hér eru ansi oft á neikvæðari nótum, en það á reyndar við um öll íslensk spjallborð sem ég veit um. Við höfum reynt að stjórna umræðunni aðeins hérna og kannski þurfum við að herða það enn meira!
Já og ég lít nú svo á að þetta er fyrst og fremst íslensk bloggsíða um Liverpool og skrif miðast við það að þau eru fyrir poolara, meðal maður með BS (barnaskóla) próf ætti nú að sjá það mjög fljótlega.
Við skrifum oftast mjög hlutdrægt um Liverpool og LIÐ, HLUTI, ATVIK, eða hvað sem er sem tengist Liverpool. Hingað villast hellingur af stuðningsmönnum annara liða sem er bara gott og blessað ef þeir nenna að lesa það sem hér kemur inn, í þeim skilningi er þetta þá ekki “bara fyrir stuðningsmenn” LFC.
Við allavega reynum oftast að gera okkar besta hérna þó auðvitað sé vonlaust að gera öllum til geðs.
Ég er með annað dæmi. Það var leikur árið 2005 á Old Trafford þar sem Tottenham var í heimsókn. Boltanum var skotið yfir Roy Carroll frá líklega 20-30 metrum og boltinn fór AÐ MINNSTA KOSTI meter inn fyrir marklínuna. Carroll skutlaði sér á eftir boltanum og skóflaði honum út. Ekkert mark dæmt !!!!
Man einhver eftir þessu ????
http://www.youtube.com/watch?v=U-8dOjeVC80
Þarna færðu svarið þitt “Jónas” :0) Mikið svakalega getur maður verið málefnalegur.