Höfum við í lið gegn Lyon?

Sjitt. Samkvæmt Tony Barrett hjá The Times, sennilega best tengda blaðamanninum þegar kemur að fréttum úr herbúðum Liverpool, hefur meiðsla- og veikindalistinn hjá okkar mönnum bara versnað ef eitthvað er eftir leikinn í gær.

Eftirfarandi leikmenn eru frá vegna meiðsla og taldir mjög tæpir fyrir leikinn á miðvikudag:

Steven Gerrard, Albert Riera, Martin Kelly, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Fabio Aurelio, David Ngog.

Þá eru Alberto Aquilani og Diego Cavalieri sagðir vera enn að berjast við flensuna sem við héldum að fleiri hefðu fengið fyrir Fulham-leikinn, en það virðast bara vera þeir tveir og hinir höfðu víst allir meiðst.

Þar að auki er Philipp Degen ekki til taks fyrir Lyon-leikinn þar sem hann var ekki skráður í 25-manna hóp okkar í Meistaradeildinni. Við erum s.s. ekki með Johnson, Degen og Kelly fyrir hægri bakvörðinn.

Ef við skoðum hópinn á UEFA.com eru því eftirfarandi leikmenn löglegir og væntanlega til í slaginn fyrir þennan leik:

Markmenn: Pepe Reina, Martin Hansen.
Varnarmenn: Sotirios Kyrgiakos, Jamie Carragher, Emiliano Insúa, Stephen Darby, Andrea Dossena.
Miðjumenn: Yossi Benayoun, Javier Mascherano, Lucas Leiva, Jay Spearing, Damien Plessis, Nathan Eccleston, Dirk Kuyt.
Sóknarmenn: Fernando Torres, Andriy Voronin, Ryan Babel, David Amoo.

Þetta eru akkúrat átján leikmenn, eða einn leikmannahópur, og ég sé ómögulega hvernig við getum sett saman úr þessu lið sem er nógu sterkt til að vinna Lyon á útivelli. Hvað þá að ætla að eiga einhverja jákvæða valkosti á varamannabekk. Svo er Torres varla heill í heilan leik þessa dagana, sem er ekki á bætandi.

Það er því ljóst að við einfaldlega verðum að fá einhverja af þessum fjölmörgu meiðslapésum inn fyrir þennan leik ef ekki á að vera úti um þátttöku okkar í Meistaradeildinni eftir þrjá daga.

Mér líst bara ekkert á þetta. Gæti varla verið svartsýnni fyrir þennan leik. Maður gæti lokað augunum og reynt að sjá fyrir sér Babel og Voronin skora sitthvort markið í óvæntum útisigri, en nei, ég get það samt varla. Fyrir mér er það augljóst að ef við fáum ekki suma af þessum lykilmönnum okkar heila fyrir þennan leik munum við tapa.

Já, og Barrett segir einnig í grein sinni að starf Rafa sé ekki í hættu fyrir Lyon-leikinn því eigendurnir séu rólegir og viti sem er að hann er að berjast við ótrúlega óheppni í meiðsla- og veikindamálum þessa dagana. Vonandi taka stuðningsmenn liðsins það til sín líka og anda rólega ef illa fer. Við erum öll hundsvekkt yfir ástandinu og það er enginn saklaus í því, síst Rafa, en það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til kraftaverka þegar hálfur leikmannahópurinn er fjarri góðu gamni. Ekki gegn liði eins og Lyon.

Við fylgjumst grannt með fréttum af þessum meiðslalista næstu daga. Vonandi fáum við einhverja ástæðu til bjartsýni á morgun.

31 Comments

  1. Set mig í spor Benitez:
    —————-Reina——————-
    Spearing Carragher Kyrgiakos Insua
    ————Masch Lucas—————-
    Kuyt———Benayoun———–Babel
    —————Torres———————

    Síðan Voronin, Plessis, Eccleston og Dossena fyrstir inn ef Aquilani jafnar sig ekki

  2. Hvernig væri að leyfa Dossena að spila einn leik, það getur ekki versnað allavega

  3. Við þurfum ekkert annað en kraftaverk í þessari viðureign gegn Lyon, og kraftaverka kallinn verður fjarri góðu gamni 🙁

  4. ….eða við þurfum að þessir leikmenn fari að sýna hversvegna þeir eru í Liverpool FC. Þetta er stór stund, er e-h af þessum “pappakössum” eins og ég lýsti þeim hérna í gær nógu stór til þess að stíga fram ?

    Það er nú eða aldrei fyrir suma af þessum Squad players.

  5. Ég verð nú að segja að miðað við uppstillingarnar í síðustu 2 leikjum þá er þetta ekki okkar versti dagur. Þetta er efni í ágætis neðandeildar lið. Benitez elskar vinnuhesta og tekur þá yfirleitt fram yfir tæknilega þenkjandi menn þannig að hann ætti að eiga auðvelt með að sjá lið út úr þessu.
    ég myndi stilla upp:

    —————-Reina——————-
    Spearing Carragher Kyrgiakos Dossena
    ————Masch Benayoun—————-
    Kuyt———Plessis———–Babel
    —————Torres———————

    Ástæðan fyrir því að ég hef ekki Insua með er vegna þess að mér finnst að Carra eigi að geta hugsað um sína stöðu og ekki hafa áhyggjur af dekkunarleysi eða hægum sprettum Insua. Ég set Benayoun aftar á miðjuna afþví að það vantar mann með tæknigetu til að byrja spilið, skapa hættu og opna pláss fyrir kantmönnum og framherjum. Torres ætti í raun að taka síðustu 40 mínúturnar í þessum leik en þar sem það eru engar líkur á að Benitez skipti einhverjum inn á fyrir 68. mínútu þá er betra að hann byrji fremur en að taka síðasta korterið eða eitthvað álíka Benitezlegt. Kuyt er tæpur í byrjunarliðinu mínu því að hann er búinn að vera eins og rófulaus hundur í undanförnum leikjum en þetta er akkúrat svona leikur sem að Kuyt stígur upp og setur 1 mark.

  6. Það hefur verið okkar að fara “fjallabaksleið” að hlutunum hingað til og ég vona að við náum því í þetta skiptið.

  7. Þetta lítur ekki vel út, eins ég sagði á laugardaginn mætti halda að einhver hefði sett álög á Liverpool. Ég hef verið stuðningsmaður Liverpool í yfir 25 ár og á þeim tíma man ég ekki eftir því að hafa séð önnur eins forföllum hjá mínu liði. Það er alveg sama hvað liðið heitir engin þolir önnur eins forföll ef árangur á að náðst. Vonandi duga þessir 3 dagar til að einhverjir nái sér, annars verður lítið um bjarsýni á miðvikudaginn.

    HAHAHAHA Kiddi Keegan þú hlítur að vera að grínast, hvernig færðu það út að meiri stöðuleiki komi á vörnina ef Dossena fer í bakvörðinn í stað Insúa. Dossena hefur verið hræðilega slakur varnarlega og hvert sinn sem hann spilar er leiðin opinn upp kantinn hjá honum. Kannski virkar þetta í Manager leiknum sem þú ert að spila en í raunveruleikanum hljómar þetta í besta falli sem fáfræði. Og hvað á svo Plessis að gera í 3 manna línu fyrir aftan sóknarmann? Ekki er öll vitleysan eins.

    Krizzi

  8. Þegar maður á síst von á þá vinnur Liverpool leik. Skal játa að ég man ekki eftir öðru eins hallæri á mannskap og nú og ótrúlegt að sjá nöfn eins og Plessis, Spearing, Ngog og Kyrgiakos í hugsanlegu byrjunarliði í einum mikilvægasta leik Liverpool í CL í langan tíma. Útileikur gegn Lyon væri alveg nógu verðugt verkefni með fullskipað lið.
    Eins og bent er á hér að ofan þá er þetta tækifæri fyrir minni spámenn að stíga upp og sanna tilverurétt sinn í Liverpool liðinu. Ég trúi ekki öðru en að við sjáum 11 dýrvitlausa leikmenn koma til leiks á miðvikudaginn. Ég hreinlega trúi ekki að þeir sem fá tækifærið í leiknum muni ekki nota það í stað þess að koðna niður í einhverja meðalmennsku.
    Það verður engin krafa um einhverja fallegan tveggja snertinga fótbolta. Það er hægt að komast ansi langt á baráttunni einni saman og ef menn eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun þá hef ég trú á að liðið geti unnið Lyon.

  9. Það er mér algjörlega óskiljanlegt hvers vegna menn rakka Dirk Kuyt niður eftir hvern leik þar sem hann setur ekki mark. Maðurinn er eini maðurinn sem fyrir utan Torres, Gerrard og Reina sem virðast hafa einhvern sigurvilja í líkamanum. Hann er búinn að vinna sér inn ævilangt þakklæti og virðingu sem menn virðast gleyma um leið og hann á 1 slæman leik.

    Það á að setja Insúa á bekkinn, Dossena hefur ekki sýnt okkur Liverpool mönnum mikla takta en maðurinn er langt um betri en Insúa. Allavega miðað við frammistöðu Argentínumannsins það sem af er tímabilsins.

    Við þurfum að hafa trú á liðinu, halda áfram að hvetja, við ættum að vera að skrifa jákvæða hluti í staðinn fyrir að velta okkur upp úr því hvort Benítez verði rekinn eða ekki, Við viljum vera jafn stórir og Man Utd, Chelsea og jafnvel Arsenal… málið er bara að við erum ekki með jafn gott lið… Við þurfum tíma, stöðugleika og betri rekstur félagsins.

  10. Krizzi, við erum að fylgjast með liðinu núna í ár, ekki liðinu í fyrra. Ekki hef ég séð neitt til Dossena og ekki hef ég séð neitt til Insúa heldur, samt hefur hann spilað alla leikina. En vandamálið er að það við erum ekki að ná að búa til lið þetta árið. Það er svosem ekkert nýtt þegar Benitez á í hlut. en við þurfum að búa til liðsheild sem spilar 70% af leikjunum saman, Vegna meiðsla og veikinda þá gengur það hægt þetta árið. Lyon leikurinn er mikilvægur leikur, ekki jafn mikilvægur og Fullham leikurinn var en í núverandi stöðu er hann mjöööög mikivægur fyrir liðið. Ég veit vel að Dossena er ekki hraðari en Insua, eða var það allavega ekki, en mér finnst ómögulegt að hafa Insua í þessari stöðu, hann er of veikur. Ef við ættum að bera þá saman þá er mjög lítill munur á þeim nema að Dossena er kannski líkamlega sterkari. En aðal atriðið er að Insua er ekki að spila vel þessa dagana og það bitnar á miðvörðunum okkur, sjáum því hvað Dossena gerir og dæmum eftir það. Ég var sama sinnis með Voronin og Babel þetta árið, ég vildi sjá hvort það væri einhver framför en hún er ekki til staðar, það er líklegt að svo sé einnig raunin með Dossena en við þurfum að komast að því. Og þar sem við þurfum að stilla upp enn einu nýju liði þá langar mig að prófa þetta. Þannig að Krizzi, ef þú ert með númerið hjá Benitez og lést sannfærast, hringdu þá í hann fyrir mig og stingdu upp á þessu.

  11. Fyrigefðu nr. 9.
    Hvað með Carragher? Hefur hann ekki sigurvilja?

  12. Nathan Eccleston inn í liðið takk, hann sýndi að hann getur tekið menn á um helgina í þessar fáu mínútur sem hann fékk. Leyfa Kuyt að fara í sömu stöðu og á móti Man Utd. hann var að brillera sem Energy Bunny í þeim leik að djöflast í öllum varnarmönnunum þeirra. Stilla þessu upp eins og við gerðum gegn Utd. þ.e. vera með tvo framherja. Og skella Eccleston á hægri kantinn og Benna lauk á þann vinstri með Masch og Lucas á miðri miðjunni. Ef þessir fimm leikmenn ásamt Torres djöflast í Lyon vörninni og miðju eins og þeir gerðu á móti Utd þá held ég að við getum alveg tekið þetta. N.B. það vantar eingöngu 3 leikmenn frá byrjunarliðinu gegn Utd. og ég held að ein af þeim þrem sé ágætlega mönnuð með Eccleston, hef ekki eins mikla trú á Grikkjanum og vona að sá sem tekur hægri bak muni standa sig vel!

  13. 12

    Vissulega hefði mátt setja Carra í þennan lista, var bara smeykur um að menn myndu þá röfla um slæma frammistöðu.

  14. Alveg er þetta furðuleg umræða, ef við eigum að teljast alvöru lið þá myndi ekki heyrast þetta væl.
    Nú virðist stemmningin algjörlega vera komin í þá áttina að það sé hægt að kenna meiðslum og einhverjum utanaðkomandi hlutum um hrakfarirnar, sundbolti og svínaflensa.
    Þetta heyrist ekki annarsstaðar.
    Uppá vagninn hjá Benitez, hvað næst????
    Um daginn var farið í kröfugöngu til að mótmæla eigendunum, þetta hefur oft verið kallað að hengja bakara fyrir smið.
    Með þessu komast menn ekkert áfram, það verður bara spólað í sömu hjólförunum.
    Pepe er og verður í markinu, hefur örugglega leikið 200 leiki í röð í deildinni, hverju skiptir þá ef Kavíar eða Gúllas séu meiddir?
    Held að ManUtd sé búið að nota 2 eða 3 markmenn á tímabilinu, Chelsea 3, Tottenham 2, Arsenal 3, er nokkuð viss að við mundum ekki vilja sjá okkar varamarkmenn í þessum deildarleikjum.
    Eigum við að fá áfallahjálp yfir því að Kelly,Ngog,Riera(City gat ekki notað hann þegar þeir gátu ekki neitt)og Aurelio séu meiddir?? Held ekki, nei.
    Ekki hefur hann Benitez verið að treysta Kelly í bakkarann, fínn bakvörður og ef það væri einhver pungur á Benitez þá hefði hann ekki keypt Johnson og látið Kelly bara fá stöðuna og Carra sem bakköp.
    Liðinu er hægt að stilla upp með köllum sem Benitez hefur keypt og fylltu vonir okkar en hafa algjörlega brugðist.
    Dossena átti nú að vera svaðalegur spaði,ítalskur landsliðsmaður og kostaði 8m, dýrari en Vidic, Evra,Vermaalen,Sagna og fleiri gæðamenn.
    Fékk nokkra leiki í byrjun og var ekki góður, eftir það var það bara búið spil milli Benitez og Dossena, hvað er hægt að segja við þessu?
    Grikkinn í vörninni er enn nokkuð óskrifað blað, vona að hann nái að plumma sig. Svo er Benitez búinn að eyðileggja mann eins og Babel, og gerir líklega það sama með Ngog, refsar þeim ef þeir skora og spila vel.

    Önnur hugleiðing er, hvað varð um “Rafa rotation”?
    Gekk það ekki bara ágætlega? það er nokkuð ljóst að til að vinna deildina og komast eitthvað áfram í bikurum þarf að nota um 20 menn, menn forfallast og það er eðlilegt. Það er ekki eðlilegt að geta alltaf stillt upp sömu 11 leikmönnunum, þó að það væri gott.
    Hluti af því að vera knattspyrnustjóri er að kaupa leikmenn og fylgjast með unglingaliðinu, þetta hefur Benitez gert, meira að segja tekið yfir unglingaliðið, á báðum vígstöðvum hefur hann klikkað illa, með fáum frávikum. Það er nánast engir unglingar að koma upp í aðalliðið sem er alls ekki nógu gott. Það er eðlilegt að menn geri mistök á leikmannamarkaðnum en Benitez hefur gert þau alltof mörg.
    Nóg í bili.

  15. Það þarf nú varla að benda á þá einföldu staðreynd að sigurvilji eða baráttuvilji fer ekki alltaf saman með fótboltahæfileikum.

    Eins og ég hef margoft sagt þá efast engin um þá vinnslu sem Kuyt skilar af sér, hinsvegar eru það hinar hliðar knattspyrnunar sem menn benda helst á og gagnrýna.

    Það að segja að maðurinn hafi átt einn slæman leik er náttúrulega bara bull, hann hefur verið að spil illa stóran hluta tímabilsins eins og flestir leikmenn liðsins.

    Annars má benda á Benayoun þarna líka, finnst hann leggja mikið á sig oft á tíðum, svo er hann ekki eins og bílskúrshurð í móttökum og oftar en ekki þá gefur hann ekki til baka og/eða hleypur til baka þegar hann fær boltann eins og hollendingurinn.

  16. Nr.16

    Auðvitað eru margar hliðar á teningnum og fleiri skoðanir en puttar á hvorri hendi. En við verðum bara að vera ósammála hvað Hollendinginn varðar…

  17. Ég held að það skipti litlu máli hvaða lið Rafa stillir upp. Liðið er andlega niðurbrotið eftir ófarir síðustu leikja nema gegn Manutd. En það væri kraftarverk ef að við sigruðum Lyon. það hafa að vísu gerst kraftaverk hjá okkur áður og vonandi gerist það í leiknum gegn Lyon, en þeir eru rosa sterkir.

    ÁFRAM LIVERPOOL MINN ELSKULEGI KLÚBBUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  18. Ég er enn á því að hópurinn sé ekki rétt mannaður en það verður víst að horfa fram hjá þeim punkti núna. Aðstæðurnar núna eru óvenjulegar og þá getur í raun allt gerst. Bæði góður sigur eða skíta tap. Ef þeir klára 2 af þremur leikjum sem eru eftir fá þeir 9 stig sem mun ekki vera nóg held ég, þar sem Debrecen liðið mun ekki fá eitt einasta stig. Því er algjört lykilatriði að vinna alla leikina sem eftir eru.
    Í gamla daga þegar maður var að æfa og þurfti að spila aðra stöðu en sína, var þetta spurning um keppnisskap og hjarta. Ég ætla rétt að vona að mennirnir sem eru enn heilir og geta spilað hafi það mentalitý að klára pakkann.

  19. Við erum samt ekkert með nógu sterkan leikmannahóp!! Sama þótt einhver kæmi til baka úr þessum meiðslum þá eru meirihlutinn af þessum leikmönnum búnir að spila illa á þessari leiktíð eða þá bara alls ekkert búnir að sýna að þeir geti spilað meðal þeirra bestu. Þó svo að það séu 6-7 leikmenn fjarverandi eigum við að geta stillt upp góðu liði, þá er ég ekki að tala um lið sem inniheldur : Martin Kelly, Amoo, Stephen Darby, Spearing, Plessis, Ecclestone, Voronin. Ef við tökum sóknina sem dæmi, þá erum við einn góðan mann, Torres. Svo erum við með Babel, Ngog og Voronin, menn sem eru búnir að fá ótal sénsa en ekki náð að sanna sig.
    Sem dæmi :
    Tottenham : Jermain Defoe, Peter Crouch, Robbie Keane, Pavlychenko
    Chelsea : Kalou, Drogba, Anelka
    Arsenal : Van Persie, Bendtner, Eduardo, Walcott
    Man Utd : Owen, Berbatov, Rooney, Welbeck
    Man City : Adebayor, Tevez, Roque Santa Cruz, Bellamy, Robinho

    Öll liðin sem við erum að keppa við erum með 3-4 keppnishæfa strækera.
    Keppnishæfir : Þeir sem hafa sýnt að þeir kunni að skora mörk og geta spilað í alvöru bolta…

  20. “Liverpool’s alternative motto: Find a corner, then fight your way out. Their almost clinical need for adversity is baffling.”

    Spurning hvort liðið sé búið að finna hornið sitt. Ég veit ekki hvort ég þori að horfa á leikinn.

  21. Eru ekki einhverjar reglur um frestun leikja hjá UEFA eins og hérna heima þegar Hamar og Grindavík lögðust í svínaflensu?

    Annars er þetta að koma á versta tíma. Benítez er í vetur að veðja á frekar þunnskipaðan hóp, kannski 14-15 leikmenn sem geta eitthvað og aðrir uppfyllingar. Núna er það þannig að aðeins 6 af þessum eru leikfærir og þá þarf 5 uppfyllingar. Ekki gott. Ég held líka að ég gæti sjálfur komið inn á með alveg brjálaða baráttu. En menn verða líka að geta eitthvað í fótbolta, baráttan er ekkert nóg.

    Vonum bara hið besta, leggjumst á bæn og förum í öll happafötin okkar, þá blessast þetta.

  22. Ég er einhvern veginn kominn á það að vera “beyond svartsýnn”!!! Ég er farinn að halda það alvarlega að við getum unnið Lyon á útivelli. Við unnum sterkt lið Inter á útivelli, og þó svo að hópurinn hafi að mati sumra verið sterkari þá … hvernig var hópur Inter þá samanborið við Lyon núna?

    Jú, við höfum verið að spila illa og verið óheppnir, en guð minn góður … ef þetta er ekki tækifæri til að hætta vælinu og sparka í afturendann á sér og sýna að hjartað ræður för.

    Reina, Spearing, Carra, Kyrgigiskos… whatever, Insua, Mascherano, Lucas, Benayoun, Kuyt, Babel, Torres (ef Aquilani er heill heilsu þá kemur hann sterkur inn). Ég hef mikla trú á þessu liði! En þá verður auðvitað að koma inn sama mentalítetið eins og á móti Manure hér um daginn.

    Áfram Liverpool! Þessi leikur gegn Lyon verður að vinnast og það er alveg jafnmikill möguleiki eins og ekki.

  23. Þessi listi yfir leikmenn sem hér er vitnað í er A-leikmanna listinn. Auk hans er annar B-listi sem hægt er að uppfæra degi fyrir leikdag (að ég held, rétt fyrir leik hið minnsta). Á þann lista má setja alla leikmenn undir ákveðnum aldri.

    Svo langar mig að þakka Héranum fyrir póst sem kætti mig mikið. Það er um langt liðið síðan ég las síðast nokkuð sem var jafn snautt sjálfstæðri hugsun.

    1) þessi lið sem þú nefndir hafa notað þennan fjölda markmanna einvörðungu þar sem aðalmarkmaðurinn hefur laskast og þeir sem hafa komið inn hafa ekki staðið sig.

    2) Það að City gátu ekki notað Riera segir máski meir um þá en hann. Má mögulega benda þér á það hann er viðloðandi landsliðshóp Evrópumeistaranna. Spilaði meir að segja obbann af leikjum þeirra í álfukeppninni (vissulega rétt að það kom til sökum meiðlsa Iniesta og Silva) og lagði þar upp aragrúa af mörkum og átti stórann þátt í öðrum.

    3) Má benda þér á að Martin Kelly er 19 ára, hafði fyrir tímabilið einungis spilað örfáar mínútur í meistaradeildinni auk níu leikja fyrir Huddersfield á síðasta tímabili. Hefði félaginn farið inn í deildina einungis með hann, Carra og Darby þá hefðu pésar eins og þú komið hér inn og slátrað honum. Það er ansi aumt að snúa kylfunni við þegar annar endinn hættir að bíta.

    4) Hvað hefurðu fyrir þér um að Benítez hafi “eyðilagt” Babel? Hann hefur fengið ótal tækifæri til að sanna sig, en hefur upp á síðkastið ekki tekið þau.

    5) Hvernig færðu það út að hann hafi klúðrað unglinaliðinu? Hversu mikið fylgistu með leikjum unglinga- og varaliðsins? Veistu eitthvað árangur þeirra á síðustu árum? Hversu marga leikmenn þar geturðu talið upp? Er þetta máski eitthvað sem þú hefur lesið í blöðunum?

  24. Leikmennirnir sem eru í hóp fyrir Lyon leikinn eru eftirfarandi:

    Liverpool squad: Reina, Cavalieri, Carragher, Ayala, Darby, Insua, Agger, Kyrgiakos, Kuyt, Lucas, Benayoun, Aquilani, Babel, Mascherano, Spearing, Plessis, Ngog, Voronin, Torres.

    Við ættum að geta hnoðað saman þokkalega sterkt byrjunarlið úr þessum hóp.

    Glasið mitt er allavega hálffullt!

  25. Ég væri til í að sjá liðið svona:

    Reina

    Darby – Carra – Agger – Insua

    Masch – Lucas

    Kuyt – Benayoun – Babel

    Torres

    Ef Aquilani er tilbúin í að spila 60-75min þá væri ég til í að sjá hann byrja leikinn, við þurfum að byrja af krafti. Þetta lið á að vera nægilega sterkt til að vinna Lyon, nú er kominn tími á þessa leikmenn að stíga upp og hætta að vorkenna sér. Sigur og ekkert annað!

  26. tek undir þetta lið með Eyþóri, alls ekki svo slæmt og á alveg að ráða við þetta Lyon lið. Allavega algjör óþarfi að gefast upp fyrirfram…

  27. Flottur hann Pepe:

    “Any defeat hurts someone with ambition and someone who is hungry for titles. But it doesn’t matter how many times you fall down — what matters is how many times you get up and keep trying to be the best. We have to go back to our principles, sort out the problems we’re having and go back to being the Liverpool everyone wants.”

  28. Ég held að Liverpool geti alveg tekið þennan leik á morgun en ég er bara mest hræddur um Torres. Þetta er auðvitað skelfileg ákvörðun fyrir Rafa að þurfa í raun að nota hann gegn Lyon. Það er nú þegar byrjað að tala um að Torres þurfi jafnvel uppskurð. Það er a.m.k. pottþétt að hann mun verða eitthvað frá vegna meiðsla á næstunni.

Fulham 3 – Liverpool 1

Kaupin hans Benitez (+viðbót)