Liðið gegn Birmingham

Rafa stillir þessu upp svona á þessu mánudagskvöldi:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Insua

Mascherano – Lucas
Benayoun – Kuyt – Riera

Ngog

Á bekknum eru: Cavalieri, Aquilani, Gerrard, Kyrgiakos, Babel, Spreaing, Darby.

Úff, það er svo mikið í þessu. Fyrir það fyrsta, þá er Fernando Torres meiddur og er því ekki með. Ngog kemur í staðinn fyrir hann, sem ég er ánægður með. Voronin er ekki einu sinni á bekknum.

Í öðru lagi þá er Steven Gerrard á bekknum. Hann er því um það bil besti varamaður, sem hægt er að ímynda sér.

Í þriðja lagi þá er Glen Johnson kominn aftur inní liðið. Það er frábært. Í fjórða lagi þá er Albert Riera í byrjunarliðinu. Það hefur ekki gerst oft á þessu tímabili. Ég er spenntur að sjá hvernig hann mun standa sig. Bekkurinn er góður með þá Aquilandi, Gerrard og Babel.

Svona almennt sé þá líst mér vel á þetta. Það er slæmt að Torres sé ekki með, en við eigum klárlega að vinna þennan leik í kvöld. Sem ég held að við munum gera, 2-0.

104 Comments

  1. The Reds XI in full is: Reina, Johnson, Insua, Skrtel, Agger, Mascherano, Lucas, Kuyt, Benayoun, Riera, Ngog. Subs: Cavalieri, Aquilani, Gerrard, Kyrgiakos, Babel, Spreaing, Darby

    Agger og Skrtel saman í vörninni samkvæmt þessu.
    http://www.liverpoolfc.tv

  2. Engin Torres! Vonum samt að þetta verði upphafið á upprisunni miklu…

  3. Ég ætlaði að fara skamma þig EÖE fyrir að setja Guðmávitahvaðopulus í liðið í staðin fyrir Carra, en þú rétt bjargaðir þér fyrir horn!! En er Carra meiddur eða?

    Annars jákvætt að fá Johnson og Riera inn í liðið og ennþá betra að sjá Voronin ekki í því. Lýst vel á N´Gog þó ég hefði ekki kvartað ef Babel hefði fengið heilan leik frammi líka. En við eigum allavega möguleika á bekknum með Gerrard, Aquilani (sko KAR rétt skrifað) og Babel.

    Svo ætla ég rétt að vona Kuyt verði á hægri kannti og Benayoun í holunni.

    Ég veit ekki afhverju en ég segi 4-5 núll í kvöld ! (“,)

  4. Ussssss.

    Stefnum auðvitað á sigur, en þá er möguleikinn kominn fyrir þá nokkra að sýna sig. Hef mestar áhyggjur af Skrtel og Agger saman í hafsentaparinu.

    Er ekki sammála Babu, Benayoun er miklu betri þegar hann leysir inn af kantinum og Kuyt er betri í djöflagangnum við hafsentana, sérstaklega þegar N’Gog er að byrja!

    Stend við spána, 3-1 og Aquilani skorar!

  5. hefði viljað italan í byrjunatliðið hann hlýtur samt að fá 15 mín. 3-1 í hörku leik

  6. En hvar er Voronin? Af hverju er hann ekki í hópnum? Er ekki að óska eftir því samt sem áður…

  7. hvar er Voronin?

    Ég myndi segja að hann einfaldlega komist ekki í hóp. Við erum loksins með nógu marga heila. Bekkurinn er svona:

    Cavalieri, Aquilani, Gerrard, Kyrgiakos, Babel, Spreaing, Darby

    Semsagt, Gerrard og Babel mjög sóknarþenkjandi. Það er nóg.

  8. ER ánægður með að hann tekur ekki séns með Torres. Gefa honum tíma til að ná sér almennilega. Ég þori svo að éta hattinn minn upp á að Aquilani fái að spila í kvöld.

    Fínt að hafa Gerrard á bekknum ef allt fer til fjandans, en ég hef trú á þessu. N´gog þakkar traustið og setur tvö í 2-0 sigri.

    • Carra er í banni.

    Alveg rétt slær sjálfan sig utanundir og blótar fjandans Fulham leiknum

  9. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu liði og gaman fyrir N’gog að fá tækifæri enda á Voronin aldrei að spila aftur í Liverpool búning. og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Agger og Skrtel muni spila saman í fjarveru Carra. Og loksins erum við komnir með þokkalegan varamannabekk.

  10. Úff, hrikalega óspennandi lið sóknarlega. Bind markaskorunarvonir mínar við Agger og Yossi.

  11. 14 Baros

    “Úff, hrikalega óspennandi lið sóknarlega.”

    Þar er ég þér ósammála.

  12. Eina ástæða þess að Arnar Bjöss fékk þennan leik er sú að það vill svo til að framherji Birmingham hefur sama eftirnafn og þjálfari Liverpool!! Hann hefur ekki verið samur eftir að Finninn og Finnan fóru frá Liverpool.

  13. 16 Finnur – já, vonandi fara þeir á kostum í sókninni en Rieira er að stíga upp úr meiðslum, Kuyt hefur verið arfaslakur, Ngog reynslulítill og Lucas og Mascherano hafa skorað 2 mörk samtals eða eitthvað slíkt fyrir klúbbinn. Þess vegna er maður ekkert alltof bjartsýnn fyrir leik. En vonandi sýna þeir sitt besta í kvöld.

  14. Shit, hef ekki aðgang að sjónvarpi og er fastur í vinnunni.
    Veit einhver um góða síðu sem er hægt að horfa leikinn á.
    Sopcast og atdhe virka ekki 🙁

  15. Og auðvitað fær Babel ekki að byrja inná! Frekar skal hann setja hálfmeiddan Riera inná.

    Þið þolið ekki orðin sem mig langar að nota um Benítez. Þannig að ég ætla bara að nota orðið “þverhaus”.

  16. Ég var búinn að steingleyma því sem lýsendurnir á ESPN voru að segja um Lee Bowyer (er MJÖG lýsandi fyrir kaupstefnu Houllier á sínum tíma), að hann var einu sinni næstum því 9 milljóna evru kaup Liverpool en sagði eitthvað sem fékk Houllier til að skipta um skoðun á síðustu stundu. 6 vikum seinna var hann seldur á 100.000 pund!!!

    Diddi, http://www.iraqgoals.net sýna flesta leiki!

  17. Frábært mark!! Pirra mig samt á Riera, tvisvar í fínum séns á að skapa hættu með einfaldri sendingu til vinstri en gefur boltann ekki. Kommon.

  18. Birmingham hafa EKKERT getað og samt er auðvitað 1-1 !

    Ég neita að trúa að við getum tapað stigum gegn þessu liði, úff

  19. Róa sig aðeins Babu, það er enn klukkutími eftir og Stöð 2 bara gjafmildir þessa dagana því allt draslið hjá þeim var opið síðustu 3 eða 4 daga og svo stöð 2 sport 2 núna.

  20. Lucas Leiva, guð minn góður. Hvernig var hægt að klúðra þessu dauða færi. ég hefði nú alveg skilið þetta ef skotið væri gott en shiit hvað þetta var lélegt skot, ekki annað hægt en að hlæja og vorkenna karl greyinu. Og afhverju er Glen Johnson ekki á kanntinum, er svona hundrað sinnum betri en Dirk Kuyt. En við hljótum bara að vinna þetta skíta lið!

  21. Samkvæmt Arnari Björns þá er Benitez í marki Liverpool 🙂

  22. Þetta er bara hörku leikur tveggja miðlungsliða.
    Af hverju er Liverpool í vandræðum með lið sem er með útbrunna sleða eins og Carr og Bowyer og síðan einhverja gaura sem maður hefur aldrei heyrt á nafn…

  23. Og auðvitað setur hann hálfmeiddan Gerrard inn í staðinn fyrir hálfmeiddan Riera svo að Babel fái örugglega ekki tækifæri til sanna sig of fá tíma til þess.

    $%&#=/=#&&#!!!!

  24. Þvílík skita sem þessi fyrri hálfleikur er. Liðið spilar ekki fyrir Benítez lengur.

  25. Er þetta eitthvað grín ? Það gengur akkuratt ekkert upp hjá okkar mönnum þessar vikurnar…
    Hefði viljað sjá Aquiliani fá heilan hálfleik.

  26. Liverpool liðið hefur þann sérstaka hæfileika að láta öll lið líta vel út. ÖLL.

  27. Þetta er bara grín, það er nóg að ná skoti á markið virðist vera!!

    Ég vil sjá Lucas eða JM útaf í hálfleik enda alveg tilgangslaust að hafa þá báða inná, hvorugur gæti skorað þó lífið lægi við og við þurfum miðjumann sem er meira ógnandi gegn svona drullulélegu liði og við erum að tapa fyrir!!

    Ég er samt ekki alveg að trúa þessu ennþá!

  28. Flott há sending þarna út úr vörninni hjá Skrtel…þetta er meiri brandarinn!

    1. Guðm. Hvað með það þó Reina eigi sök á einu marki? Hversu mörgum mörkum hefur hann bjargað. Maðurinn gerir klárlega ekki ráð fyrir því að Jerome nái þessu skoti hvað þá svona góðu. Þetta var freak of nature mark.

    ótrúlega árátta að þurfa alltaf að leita að blórabögglum.

  29. Sælir félagar

    Það er náttúrulega ekki í lagi með hvernig leikir eru að leggjast fyrir þetta lið. Fyrst er dæmt löglegt á þá rangstöðumark og svo er Pepe Reina eins og byrjandi í faginu og lætur skora hjá sér algjört aulamark.

    Það er ekki nóg að vera 72% með boltann ef menn búa sér ekki til færi og skora mörk. Að dúlla sér með boltann hálfan leikinn í öftustu varnarlínu á heimavelli og í þessari stöðu sem liðið er er aumingjaháttur.

    Ég krefst þess að menn bæti við tveimur til þremur tönnum og rúlli þessu ömurlega Birmingham liði upp í seinni hálfleik. Og allir verði á tánum frá MARKMANNI að fremsta manni og hlaupi soig dauð ef þess þarf.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  30. Það er ekki að fara að gerast, allavega alls ekki fyrr en niðurstöður úr CL liggja fyrir.

  31. Það verður fróðlegt að sjá hvort Benitez bíði með skiptingar þangað til á 70 mínútu, þá meina ég ef enginn annar meiðist áður og hann neyðist til að skipta.

  32. johnson spilaði hann réttstæðan í fyrra markinu,þetta var ekki rangstæða sýndist mér

  33. Ég hef sagt það áður og segji það aftur. Leikmennirnir trúa ekki á stjórann sinn, Benítez. Það er mitt mat.

    Ég veit ekki hvað þið hinir ætlið lengi að kalla þetta “óheppni” eða eitthvað annað gáfulegt.

    Það getur vel verið að Liverpool eigi eftir að vinna þennan leik(hálfleikur núna) en það sjá allir sem vilja að það er eitthvað MIKIÐ að.

    Og þá er ég ekki að tala um meiðsli…eða óheppni.

  34. Benitez verður bara að fara.. þetta getur allavena ekki versnað þó svo að Gaui Þórðar myndi taka við liðinu! Lucas er nátturlega bara útað skíta, svo má GJ alveg vera bara á kanntinum, enda miklu betri en allir þeir kantmenn sem við höfum, og hann er eini ljósi punkturinn í þessum leik! En vonandi breytist þetta…

  35. “Þið sem viljið losna við Benitez… hver á að taka við????”

    Einhvern annar… án gríns, bara einhver annar.

  36. nr. 49 Jóhann: Reina hefur verið frábær frá upphafi síns ferils með Liverpool! Þarna var hann kominn allt of framarlega og það er spurning um einbeitingu! Sendingin hjá Skertel var reyndar algerlega óskiljanleg og því fór sem fór. Einbeiting er það sem vantar í liðið í dag!!!!!!

  37. Sælir félagar

    Þó ég sé ekki Benitez aðdáandi fram í fingurgóma er mér ómögulegt að skilja hvernig þessi staða er honum að kenna. Rangstöðumark og svo mark sem Reina á skuldlaust, aleinn án nokkurrar aðstoðar frá neinum nem framherja B’ham sem er staddur á miðjum vallarhelmingi L’pool og sér að Reina er eins og sauður á beit fremst í vítateignum.

    Það er nú þannig.

  38. Þetta er alveg einstakt ! Ef Liverpool tapar þessum leik þá er ekki hægt að kenna meiðslum eða óheppni um. Erum bara ekki betri en þetta. Kannski kominn tími á að horfast bara í augu við það að vi’ eigum langt í land með að ná toppliðunum miðað við þessa frammistöðu !

  39. “Þið sem viljið losna við Benitez… hver á að taka við????”

    Roberto Mancini er á lausu…….

  40. Sigkarl og fleiri: Eru sigrar og góð frammistaða liðsins, Benítez að þakka, en ósigrar og léleg frammistaða eingöngu leikmönnum að kenna? Og meiðslum….og óheppni…og hinir voru heppnir…og og og og og og…….??

  41. Og hættið að velta þessu fyrir ykkur hver tekur við. Það verður auðvitað Dalglish sem verður “caretaker” til að byrja með og tekur svo við liðinu seinna að fullu. Annað væri þvæla.

  42. Á einhverjum tímapunkti hættir þetta að snúast um hver á að taka við og fer yfir í, hvað eru menn tilbúnir að tapa mörgum leikjum áður en það er gerð breyting? Þetta form sem er á liðinu núna gæti skilað mönnum í eitt af neðstu sætunum í deildinni.

  43. Ég kúgast þegar ég sé Benítez vera að stjórna liðinu þarna á hliðarlínunni eins og þetta sé tölvuleikur og að menn geti verið að hlusta/horfa á bendingar hans allan leikinn.

    Bara eitt af þeim atriðum sem fara í taugarnar á mér varðandi RB.

  44. Dapurt að maður sé eiginlega að vona að þetta tapist. Þá losnar liðið við Rafa, og Lucas og Riera og Kuyt og Voronin og Spearing og Plessis og Grikkjann og Babel, og fleiri og fleiri sem eiga ekki skilið að klæðast rauðu treyjunni.

    Reka Rafa, já! Hvað sagði hann eiginlega við liðið í hálfleik? “Langskot vinna þetta í dag”???

  45. Við verðum að fá ferskt blóð þarna inn. Af hverju setur Rafa ekki Aquilani inná fyrir Lucas?

  46. Eru menn bara fokking hættir þegar Gerrard kemur inná!!!!! Djöfull er ég brjálaður!

  47. haha já sammála sos, hvað skyldi Benitez hafa sagt í hálfleik.. menn eru orðnir svo örvæntingafullir að þeir skjóta bara í hvert einasta skipti sem þeir komast nálægt markinu!

  48. Frábær sókn hjá Liverpool endar með því að Gerrard skallar í stöng. Mark hangir í loftinu.

  49. Úr bio Dirk Kuyt:

    “Kuyt was seen as one of the best strikers in Europe after dominating the Dutch League with Feyenoord, where he scored 71 goals in 101 games, but has reverted back to winger during his time at Liverpool. “

    AFHVERJU SETUR SNILLINGURINN RAFAEL BENÍTEZ “ONE OF THE BEST STRIKERS IN EUROPE” ÚT Á VÆNG?????

    Getur einhver sagt mér það?

  50. Þessi leikur getur ekki endað öðruvísi en að liverpool vinni, það er bara eitt lið á vellinum.

  51. Glen Johnson er nú eini maðurinn sem er að koma með fyrigjafir hjá þessu liði, Kuyt er bara týndur.. enda týnist hann yfirleitt ef hann fær ekki að nota sína sterkustu hlið, sem er varnarleikurinn! þannig að ég skil svosem alveg afhverju hann er ekki frammi! En NGOG er klárlega maðurinn!!!! Djöfull er hann að spila vel!!!

  52. Frábær sókn og flott tilþrif hjá NGog, meira að segja Carsley sturslaðist af hrifningu! Mark og nú vinnum við þennan leik!

  53. Hehe, ef þetta var ekki gjöf ársins þá veit ég ekki hvað, Ngog búnað horfa aðeins og mikið á drogba…

  54. Ok, maður gleðst yfir marki.
    En ég get ekki verið stoltur af Ngog, leikaraskapur er eitthvað sem ég þoli einfaldlega ekki.

  55. Ég vil að Rafa setji N’gog í “bann” næstu 5 leikina. Þetta á ekki að sjást!

  56. Frábært hjá David N’Drogb, fellur eitthvað með okkur og hann með!

  57. ok hvaða rugl er þetta ? N’gog er bara búinn að spila eins og heims-klassa striker í þessum leik. vel séð

  58. Ég skammast mín fyrir Ngog. Þetta var aumkunarverð dífa hjá honum. En mark 😀

  59. ánægður með að jafna, hinsvegar ekki ánægður ef að að N´gog ætlar að fara að gera þetta að vana sínum… ekki hrifinn af dívum 🙁

  60. N’gog er búinn að spila frábærlega, en það breytir því ekki að þetta var ógeðsleg dýfa og slíkt á ekki að sjást!

  61. “Frábært hjá David N’Drogb, fellur eitthvað með okkur og hann með!”

    N’Drogb, ha ha ha, þetta er frekar fyndið

  62. Hef ekki trú á að Rafa verði látinn fara af þeirri einföldu ástæðu að klúbburinn hefur ekki efni á því. Frekar en mörgu öðru. Veit ekki til að 20 millur séu á lausu ónotaðar.

  63. Dómarinn gat ekki annað en dæmt víti enda var sjónarhornið hans ekki alveg það sama og hjá okkur fyrir framan skjáinn, en dífurnar eru bara hluti af leiknum og ég er að fýla það núna! Ngog er maðurinn..

  64. En samt. Sjáið hvað þetta er hrikalegt. Þegar 10 mínútur eru eftir: Liverpool 30 skot. Birmingham 5. Þarf af 2 á rammann. Hvernig er staðan? Á þetta að vera hægt?

  65. Dýfur eiga ekki að vera hluti af leiknum! Það er alveg rétt að dómarinn gat ekkert annað gert en að dæma víti, miðað við sjónarhornið, en ég vil frekar tapa þessum leik eins og maður en að vinna hann með svona aumingjaskap.

  66. Lucas er svo ósýnilegur að hann gæti komist upp með rangstöðu.

  67. REKA RAFA, REKA RAFA, REKA RAFA. Nú geta Rafa klappstýrurnar á þessari síðu ekki annað en verið sammála mér. Eða var þetta kannski ásættanlegt???

  68. Jeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

    1 stig. Það ætti að tryggja okkur titilinn… a.m.k. Meistaradeildarsæti

  69. Nú er nóg komið!!! Þetta er löngu hætt að vera óheppni og allt það. 1 sigurleikur í 9 leikjum myndi ekki duga þjálfara í neðstu deild í Alsír til að halda vinnunni sinni. Kuyt er líka fjölfatlaður mongólíti sem ekki á heima neins staðar annars staðar en á Skálatúni. Það er ekki nóg að vera betri í leikjum, það þarf að KLÁRA þá!!! Horfi ekki á annan leik með Liverpool FC fyrr en það er búið að sturta niður þessum spánverja þar sem liðið er gjörsamlega hugmyndasnautt og hvað eru mörg ár síðan Liverpool skoraði úr horni? Ég held með Liverpool en ekki Benitez og hann er gjörsamlega að nauðga nafninu…

  70. Ef menn ætla núna halda áfram að væla útaf meiðslavandræðum og rafa sé að gera frábært starf þá mega þeir…. já… Það hlýtur að vera krafa á stjórann að klára þetta dæmi og vera með nógu góðan hóp til að klára þetta. Það hlýtur að eiga reka hann núna ?!?!? HLÝTUR BARA VERA …..

  71. Ekki er liv beisið þessa dagana, geta bara ekki skorað þegar TORRES er ekki með, það er ekki nó að vera meira með boltann, það þarf að skora og það geta liv leikmenn alls ekki, sum skotin fóru í innkast sem áttu að fara á ramann það er eitthvað stórkostlegt að hjá liðinu,,,menn verða að fara að girða sig í nýja brók eða bara að æfa sig betur…….

  72. sammála Dassa .. manni er bara óglatt við að horfa á þennan andlausa spánverja þarna á hliðarlínunni gefandi e-h handabendingar útí loftið.

  73. Verð að segja að sumir sem kommenta hér að ofan geta hæglega fengið daglega lesendur þessarar síðu til að snúa sér að einhverju öðru. Það eru allt of margir orðnir of góðu vanir úr hinum ýmsu Football Manager leikjum og hafa gjörsamlega ekkert vit á fótbolta né vita um hvað það snýst að styðja liðið sitt!

    Sorgleg þróun á annars bestu bloggsíðu Íslands!

  74. bíddu, afhverju kemur þú Gylfi freyr þá ekki með e-h frumlegt, gott og vitsmunalegt um spilmennsku okkar manna í vetur?

Drogba og úlfurinn

Liverpool 2 – Birmingham 2