Meiðslalistinn

Rafa talar um meiðslalistann við LFC.tv.

* Agger – næstu dagar
* Yossi – 3-4 vikur
* Riera – 3-4 vikur
* Glenn Johnson – 1 vika
* Torres – 2-3 vikur
* Gerrard – á að vera í lagi.

Jammm

87 Comments

  1. Ekki hressandi fréttir svona í vikulokin en það þýðir ekkert að gefast upp. Hvar er þetta Liverpool lið sem spilaði alltaf best against all odds. Koma svo, nýta þetta landsleikjahlé í alvarlega íhugun og uppbyggjandi analýseringu á undanförnum mistökum og mæta æðrulausir en sjálfsöruggir til leiks eftir rúma viku. Ég sé fyrir mér nýtt sigur-run í hyllingum……við eigum ennþá séns í titilinn. Skítt með CL þetta árið.

  2. Ég þakka bara fyrir ef við náum 4 sætinu þetta árið og það væri góður bónus að ná kannski einum bikar í hús.
    En vonandi að við náum að halda þessum mönnum heilum og komast á smá skrið í deildinni.

  3. Ég held að það hafi bara sést best á þessum síðustu vikum hvað Gerrard er virkilega stór partur af baráttunni í þessu liði. Þessir leikir sem við höfum verið að spila hafa allir tapast eða dottið niður í jafntefli að því að það er engin barátta í liðinu. Ég get sætt mig við það að tapa leikjum með einu marki ef það liðið er að fá 5-6 gul spjöld og menn er allavega að berjast í rauðan dauðan.
    Það sást virkilega vel þegar Gerrard datt inn á gegn Birmingham, ég blótaði því að hann kæmi inn á eftir 3-4 fyrstu snertingarnar hans enda virkaði hann þungur og ekki heill. Hinsvegar vann hans sig á og breytti gangi leiksins, hljóp um og tæklaði eins og brjálæðingur og dróg menn með sér.
    Þetta sýndi bara að hann er hjartað í þessu liði og er mikilvægasti hlekkurinn í liðinu. Miklu mikilvægari en Torres…

    Svo ég ljúki þessu nú aðeins þá held ég að okkar menn fari nú að koma aðeins til baka enda er Gerrard heill og það er í raun það sem skiptir máli. Hjartað og ástríðan er komin og það smitar sig vel yfir til hinna leikmannana.
    Það eru betri tímar framundan…

  4. Meiðslin á Riera eru ENGUM öðrum um að kenna nema Benítez.

    Engum.

    Ég þoli manninn ekki.

  5. Hann hikar með alla leikmenn og segir þá ekki ekki tilbúna og ekki í leikformi, en bara daginn sem plásturinn var tekinn af ó-ó-inu hans Riera þá var honum skellt í byrjunarliðið. Hvað er það?

  6. Gott að sjá Aquilani ekki á þessum lista, hann hlýtur að fara að sjást í byrjunarliðinu fyrst að Yossi og Riera verða úti næsta mánuðinn. Þá eru nú ekki alltof margir möguleikar eftir á þessari “sterkustu miðju Evrópu”, einsog lagið sagði.

    “We’ve got the best midfield in Europe, we’ve got Xabi Alonso, Momo Sissoko, Gerrard and Mascherano”

    Held að miðjan hjá Chelsea sé sterkust þessa dagana, ef aðdáendur þeirra væru ekki verstu lagahöfundar allra liða þá væri örugglega búið að gera lag um þetta. Hver hefur ekki verið á Stamford og upplifað þessa “geggjuðu” stemningu: “Chelsea, Chelsea, Chelsea, Chelsea….”

  7. Riera var nýstiginn upp úr meiðslum. Já þá meina ég nýstiginn. Hann var enn á meiðslalista samkvæmt netsíðum

    Babel var heilbrigður. Svona gera menn bara ekki.

  8. Haldiði virkilega að Benitez hafi sjálfur ákveðið að Riera væri heill ??
    Hann hefur lækna sem taka ákvarðanir um hvort að menn séu tilbúnir í slaginn og ef að það á að kenna einhverju öðru en óheppni um þetta væri þá ekki nær að beina puttanum að læknateyminu hjá Liverpool ??

  9. ég er nú bara á því að það þurfi að taka allt læknateymið og þjálfarateymið í naflaskoðun .. það virðast alltaf vera sömu álagsmeiðslin í þessu blessaða liði okkar !! eitthvað er verið að gera vitlaust það er nokkuð ljóst ..

  10. Kannski ekki langur listi en óþarflega sterkur samt. Ef þetta væru Nabil El Zhar, Cavalieri, Skrtel, Voronin o.s.frv. þá væri maður rólegur.

  11. Þessi meiðsla listi er langt frá því að vera langur en sýnir samt litla breidd Liverpool liðsins….meiðsla listi spurs var um daginn Modric, King, Lennon og Defoe í banni og samt heyrði maður ekkert um eitthvað meiðslavæl í þeim því þar kemur bara maður í manns stað sem er tilbúinn að leggja sig fram fyrir liðið ólíkt þeim leikmönnum Liverpool sem detta inní þetta lið sökum meiðsla aðal leikmanna

  12. Gunnar #4 og #8. Ertu búinn að tapa þér í Benitez hatri? Trúir þú frekar netmiðlum en Benitez og læknum og sjúkraþjálfurum Liverpool?? Helduru að Physioroom eða einhver netmiðill viti betur um ástand Riera heldur en Benitez, læknateymi Liverpool og Riera sjálfur?

  13. Já Gunnar ég hugsa að þetta sé nú meira óheppni en eitthvað annað. Rafa er ekki að taka svona mikla áhættu. Það er bara hvorki gott fyrir hann eða Liverpool né sanngjarnt fyrir leikmanninn….. Komum okkur svo i það að hætta þessu Rafa hatri, slæmt gengi en ekki vonlaust og það koma betri tímar !!!

  14. Það er líka oft betra að láta menn sem eru að koma sér af stað byrja og taka þá útaf ef þeir eru ekki að funkera, heldur en að setja þá inná og þurfa svo að taka þá aftur útaf seinna.

  15. 14 Johannes

    Hvað kom í ljós? Það er bara staðreynd að Riera var nýstiginn upp úr meiðslum.

    Afhverju að taka þennan séns en ekki að nota mann sem var fullkomlega heilbrigður? Keyptur á 11 milljónir punda. Afhverju eru menn keyptir á 11 milljónir punda ef ekki á að nota þá?

    Hatrið á RB kemur bara með svona fíflaskap hjá honum. Það er einfaldlega ekki annað hægt. Ég bara get ekki séð neitt gáfulegt við svona hegðun.

  16. Bara svo það sé á hreinu þá eru 11 milljónir punda í kringum 2,3 milljarðar króna.

    2,3 milljarðar. Er það á hreinu Johannes?

  17. Gunnar, ég skil þig ekki. Ertu brjálaður af því að Riera spilaði og meiddist eða af því að Babel fær ekki að spila? Og ertu sannfærður um að þetta sé allt hluti af stóráætlun Benítez til að eyðileggja báða leikmennina? Eða heldurðu að hann sé að velja í byrjunarliðið með píluspjaldi og augnalepp?

    Skil ekki hvers vegna þú „þolir manninn ekki“, ekki nema það sé af einhverri misgáfulegri ástæðu. Eins og t.d. Valtýr Björn, sem finnst hann lélegur stjóri af því að hann fagnar aldrei mörkum.

  18. Kristján, það eru margar ástæður fyrir því afhverju ég þoli manninn ekki og finnst hann lélegur stjóri. Hef ekki tíma núna(vinna) en ég mun gera grein fyrir skounum mínum í kvöld. Skoðanir mundu.

  19. Það er ekki oft sem maður fagnar landsleikjahléi en nú er semsagt komið að því. Meiðslalistinn ætti því að styttast um helming fram að næsta leik.

  20. óháð minni skoðun á manninum (Rafa), en verða menn ekki líka að fara að hætta þessari Rafa ÁST, ef út í það er farið ha??

  21. Hvað sem meiðslum varðar þá erum við ekki með nógu sterkan hóp . punktur.

  22. Nú ætti Babel greyið að fá sénsinn. Nema Benítez sleppi vinstri kantinum í næsta leik. Eða er ekki Aurelio á listanum líka?

  23. Fyndin pæling hjá #25 Ívari Erni.

    Kannski Rafa spili bara með 9 í næsta leik því hann þarf náttúrulega að refsa N’Gog fyrir að hafa skorað í síðasta leik.

  24. Jú Kalli Ingólfs hættum að hata eða elska Rafa. Förum að einblína á þá menn sem virkilega skipta máli í þessu öllu saman. Tom Hicks, George Gillet, Rick Parry og David Moores. Þetta er þeir menn sem við eigum að einblína á. Rick Parry og David Moores bera ábyrgð á að koma með þessa kana hingað, Parry vildi þá bara vegna þess að þeir vildu leyfa honum að halda vinnunni sinni en ekki DIC. Hicks og Gillet bera svo ábyrgð á því hvernig fyrir félaginu er komið í dag. Gillet gengur meira að segja svo langt að segja að þeir peningar sem hann fær fyrir mörgæsaliðið sitt í Kanada muni ALLS EKKI fara í að borga skuldir Liverpool. Hann er eins og Bjarni Ármanns og segir að það sé óábyrgt að nota eigið fé til að borga skuldir 🙂

    Fyrir mér er þetta ekkert flókið. Við misstum Xabi Alonso. Með honum fór ansi stór súla úr burðarvirki Rafa Benitez. Ekkert við því að gera að hann fór, HANS VILJI. Þetta grefur undan öllu og gefur Rafa ekki marga kosti. Hann tekur áhættu og kaupir mann sem kemur ekki inn í liðið fyrr en núna. Aquaman. Hann vonar að Lucas muni stíga upp og sanna sig, hefur gert sumt vel og annað ekki. Hann gerir svo vel í að kaupa Johnson því hann er án vaf einn af betri bakvörðum deildarinnar, sama hvort um hægri eða vinstri er að ræða 🙂 Þá er peningurinn búinn. Hann fær ekki nema 10.000 pund til leikmannakaupa frá könunum, vel af sér vikið Hicks og Gillett. Rafa hefur vissulega gefið manni margt að hugsa um stundum. Innáskiptingar hans og liðsuppstilling eru oft frekar einkennilegar, sérstaklega ef við erum að tapa leik. Hann aftur á móti veit vel hvað er að gerast með leikmennina og þótt að þér GUNNAR finnist hann vera bjálfi og asni þá veist þú EKKERT hvað er að gerast þarna innanhús frekar en ég. Við getum í besta falli og allir sem hér skrifa ímyndað okkur hvað sé í gangi, hverju því veldur og svo framvegis. Þess vegna finnst mér að menn ættu bara að róa sig. Reyna að tala málefnalega og ef mögulegt er að koma með rök fyrir sínu máli. Það hefur reyndar svo eins og kom fram hér um daginn gengið rosalega vel 🙂

  25. Sammala Hauki her ad framan.

    Og Gunnar lætur tad hljoma eins og ad Rafa hafi viljandi “latid” Riera meidast. Eins og adrir hafa rettilega bent a er Rafa med lækna og sjukratjalfa sem hljota ad gefa grænt ljos adur en menn spila. Svona gerist, tad er pirrandi en tad er alltaf audveld ad vera vitur eftir a. Skil ekki tilganginn i ad finna einhvern søkudolg i tessu tilfelli….

    Eg er samt ekki endilega ad verja Benitez, tad ma gagnryna hann fyrir margt, t.d. undarlegar skiptingar, en i gudanna bænum ekki fara ad skamma hann lika fyrir ad menn meidist.

  26. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en Rafa á víst stóran hlut að máli í lausafjárkrísu heimsins…

  27. Sælir félagar
    Mér finnst Gunnar og skoðanir ekki fá sanngjarna umfjöllun hér. Ég skil hann einfaldlega þannig að Rafa hafi átt að hafa Babel inná frekar en Riera þar sem Riera var ekki búinn að jafna sig eða nýstiginn upp úr meiðslum en Babel heill. Og honum finnst þett arfavitlaust hjá Rafa. Um þessa skoðun má vissulega deila en það er óþerfi að af-flytja þetta fyrir manninum. Gunnar liggur þar að auki ekki á skoðunum sínum á Rafael Benitez. Hann er ekkert verri fyrir það og við erum honum ósammála getum bara sagt það og búið.

    Þetta var bara svona smá hugvekja fyrir helgina félagar. 🙂 🙂 🙂

    En annars er svo ílla komið fyrir manni að maður þakkar fyrir þá daga sem fara í landsleiki svo maður þurfi ekki horfa á liðið sitt spila. Þetta er auðvitað ömurlegt og verður að breytast.

    Það er nú þannig

    YNWA

  28. 31# get ekki séð að þetta sé neinn heimsendir . finnst hann ekki vera nægilega góður fyrir okkur .

  29. 33

    Hann segir það sama og margir okkar hafa verið að segja… Key players, lykilleikmenn hafa verið frá í of mörgum leikjum, sama og e.t.v. vantaði uppá á síðustu leiktíð. Þetta eru auðvitað G&T fyrst og fremst, ásamt kanski Yossi sem verður frá í eh tíma eftir B.ham leikinn.

    Þetta eru engar afsakanir, þetta eru bara staðreyndir. Við eigum ekki nægilega góða leikmenn til að fylla í skörðin ef tveir af þeim tveimur til þremur “matchwinnerum” eru frá. Hjá Chelsea hafa þeir leikmenn á bekknum eins og J.Cole, Kalou, Ballack ofl. Fyrir utan að vera með tvo af 4-5 bestu framherjum deildarinnar, þá kæmust Ngog og Voronin líklega ekki í byrjunarlið 50%+ PL liða.

    Ef ég ætti að líkja þessu við eitthvað lið væri það líklega Arsenal sem hefur álíka lítin hóp og við, ég efast um að staðan væri sú sama þar á bæ ef í liðið vantaði Van Persie, Fabregas og Arshavin.

    Vonum bara að þessir kallar fari að koma til baka, væri frábært að fá G&T fyrir City leikinn!

  30. Sigkarl við erum ekkert að setja út á Gunnar annað en það að hann getur ekki gagnrýnt Rafa fyrir að menn meiðist án þess að hafa eitthvað fyrir sér í því. Babel hefur ekki sýnt neitt á þessu tímabili ennþá fyrir utan 1 gott mark og eðlilega fer hann aftar í goggunarröðina. Gunnar má hafa sina skoðun og ég eða aðrir höfum ekki gert neitt annað en að vera ósammála honum. Þú lest eitthvað vitlaust í þetta !

  31. Sigkarl skilur hvað ég á við. Ætla samt að svara þessu eitthvað betur í kvöld fyrir þá sem ekki skilja.

  32. Já en Gunnar og Sigkarl skoðið eitt. Til að fá leikmenn aftur í form þarf að láta þá spila ekki satt ?? Ætlunin var líklegast að láta Riera spila í ca 60-70 mín til að komast af stað og byggja upp þol og snerpu fyrir komandi leiki. Enginn og þá meina ég ENGINN gat séð fyrir þessum meiðslum hjá Riera. Hann virkaði ekki á mig í síðasta leik eins og hann væri að stíga upp úr meiðslum. Svona getur bara gerst og það er ekki hægt að kenna Rafa Benitez um hans meiðsli. Þú notar 11 sterkustu leikmenn í liðið þitt hverju sinni, Riera var sterkasti kosturinn á móti Birmingham lið þar sem hann getur tekið menn á, sent góðar sendingar og skotið á markið. Það er ekkert að þessu útspili hjá Rafa (reyndar bara mjög gott) en mjög leiðinlegt að Riera skildi hafa meiðst. Slökum alveg á í að finna sökudólg, þetta er fótbolti, svona gerist.

  33. Það er aldrei hægt að sjá fyrir með meiðsl, spyrjið bara Frank Lampard 🙂

    Sjitt happenns.

  34. Orð i tíma töluð, rekum þennan mann áður en þessi klúbbur verður championship klúbbur, við erum á beinni leið þangað.

  35. Mér finnst alltaf jafn fáránlegt þegar menn væla útaf of litlum hópi hjá Liverpool. Hversu stutt er síðan sömu menn vældu yfir því að Benitez keypti alltaf einhverja miðlungsmenn til að styrkja hópinn í staðinn fyrir að kaupa bara ,,heimsklassamenn” til að vinna deildina?? Þetta sýnir bara hversu vitlausir stuðningsmenn geta verið og að þeim finnist stjórinn aldrei gera neitt rétt, sama hvað hann gerir…

  36. Málið er nú samt að þegar menn hafa verið meiddir þá er alltaf hætta á að þeir meiðist aftur. Hef ekki hugmynd hvort að Riera var búinn að spila eitthvað fyrir varaliðið, en ef ekki þá voru þetta fyrstu mínúturnar hans síðan 4. október gegn Chelsea. Af hverju ekki að láta mann í liðið sem skoraði í síðasta leik þar á undan? Gefa Riera hálftíma í seinni hálfleik þegar andstæðingurinn er farinn að þreytast og hæfileiki hans til að komast framhjá mönnum nýtist jafnvel betur en í upphafi leiks.
    Þetta eru engin geimvísindi. Það eru afskaplega fáir tilbúnir í byrjunarlið í PL eftir að hafa mist úr mánuð vegna meiðsla, það er bara þannig. Hvað þá þegar menn hafa verið frá vegna tognunar.
    Ég ætla samt ekki að halda því fram að Benitez hafi gert þetta viljandi eins og einhverjir en allavega meira í örvæntingu en af skynsemi.

  37. gummi #42 . alveg rólegur á því að kalla menn vitlausa ég er ekki hérna að deila mínum hugmyndum svo að gaurar eins og þú getir kallað mig vitlausan !!!!!

  38. Já eða heimsklassalið með 7 miðlungsmenn…..

    Er nú ekki fullt djúpt í árina tekið ? Við förum ekki úr því að tapa 5 leikjum (samtals) yfir tvö heil season í að verða ömurlegir á 6-7 vikum, þannig virkar það bara ekki.

  39. Ég segi að liverpool sé aðeins betra en miðlungslið,fyrir mér er 5 – 7 lið sem eru betri en við í dag,ef þetta tímabil endar með hörmungum,sem allt bendir til,þá yrði ég ekkert hissa á því að Gerrard og Torres færu í alvöru klúbb með mettnað til að standa sig og ná árangri.

  40. Liv spilar mjög vel og jafn vel betur en M U og che”#%$,,,, en þeir klára ekki dæmið= þeir skora ekki og ÞAÐ VERÐUR AÐ LAGA…….svo einfalt er það

  41. Ok. Hér eru nokkrar ástæður afhverju ég þoli ekki RB.

    Mér finnst hann vera búinn að eyða allt of miklum peningum í leikmenn.
    Í samhengi við það þá finnst mér leikmannaveltan búin að vera allt of mikil. Menn koma og fara allt of mikið.

    Í samhengi við það þá finnst mér leikmenn ekki ná að blómstra undir stjórn RB. Ég get ekki útskýrt það enda er ég ekki á Melwood til að sjá hvað er að gerast þarna frá degi til dags eða til að vera vitna að því hvað veldur þessu.
    Einhver gæti komið með rulluna með að hann hafi þurft að losa sig við leikmenn sem Houllier var með. En þau rök ganga ekki upp því að hann vann CL með stórum hluta úr þeim hópi.

    Mér finnst RB taka fótbolta of “alvarlega”. Hef grun um að hann “ofhugsi” fótbolta og hreinlega sé allt of mikið að hugsa um taktík þegar fótbolti er ekki að stærstum hluta taktík, að mínu áliti, heldur miklu heldur baráttugleði, tilfinningar, leikgleði o.s.frv.(að því gefnu að þú sért með góða fótboltamenn) þetta skilar sér held ég betur heldur en endalaus taktík því að fótbolti er ekki skák. Þó er ég fullmeðvitaður um að taktík sé góður hluti af leiknum.

    Þetta með það að RB fagni ekki mörkum gæti verið hluti af þessu sem ég er að tala um. Mér finnst mjög leiðinlegt að RB sýni ekki tilfinningar úti á vellinum. Mér líkar einfaldlega ekki við það.

    Þær fara í taugarnar á mér þessar eilífu handabendingar og stýringar á leikmönnum í tíma og ótíma á meðan á leik stendur. Það er mitt mat að þetta hafi ekki þau áhrifa að leikur mannanna bætist. Allavega ekki í hlutfalli við magn handabendinga. Hefur truflandi áhrif, held ég frekar.

    Og svo fer nett í taugarnar á mér þegar hann er að skrifa í bókina sína þess á milli sem hann er að benda og stýra. En það er svosem ekkert stórmál.

    Mér finnst hann skipta of seint oft á tíðum og innáskiptingarnar oft á tíðum óskiljanlegar á því mómenti í viðkomandi leik.

    Í samhengi við það þá finnst mér ömurlegt að þurfa að svara spurningu hér eins og “Og ertu sannfærður um að þetta sé allt hluti af stóráætlun Benítez til að eyðileggja báða leikmennina(Riera og Babel)?” og fullyrðingu eins og “Gunnar lætur tad hljoma eins og ad Rafa hafi viljandi “latid” Riera meidast”. Og “við erum ekkert að setja út á Gunnar annað en það að hann getur ekki gagnrýnt Rafa fyrir að menn meiðist án þess að hafa eitthvað fyrir sér í því.” Þetta er allt svo heimskulegt að ég nenni ekki að svara þessu nema með þessu hér. RAFA SPILAÐI MANNI SEM VAR NÝSTIGINN UPP ÚR MEIÐSLUM FREKAR EN AÐ SPILA MANNI SEM GAT SPILAÐ SÖMU STÖÐU OG VAR FULLFRÍSKUR. FINNST MÖNNUM ÞAÐ EKKERT ATHUGAVERT? Engin rökhugsun á bakvið þetta hjá honum. Kárinn svarar þessu ágætlega í commenti 43.

    Bottom-line í þessu hjá mér og til að útskýra fyrir Kristjáni og fleirum afhverju ég þoli ekki manninn vil ég segja þetta. Hann er ekki mér að skapi og ég skil ekki margar af hans ákvörðunum. Mér finnst hann gera fótbolta of flókinn og vélrænan og það tel ég drepa niður leikgleði manna sem bitnar á spilamennsku liðsins.

    Ég gæti haf þetta lengra en ég hef bara ekki tíma til þess.

    Mikilvægt að hafa það á bakvið eyrað að þetta eru mínar SKOÐANIR og þær hef ég verið með í að nálgast 3 ár held ég.

    Með bestu kveðjum, Gunnar.

    Ps. Afsaka flýtivillur og annað.

  42. Gunnar (#49), ókei við skulum fara aðeins yfir þessar ástæður þínar:

    01 – Rafa hefur keypt of mikið af leikmönnum fyrir of mikinn pening.
    Það hefur verið farið vel út í þessi mál á síðunni á undanförnum vikum. Þú talar um þessi mál eins og þú hreinlega hafir ekki lesið þá umræðu og vitir ekki alveg hverjar ástæðurnar að baki lélegri breidd liðsins er. Endilega lestu pistil Babú um efnið og pistil Einars um efnið og umræðurnar sem voru við þær færslur. Einar Örn vísar í sinni færslu í pistil á RAWK og ef þú lest þann pistil auk færslna Einars og Babú get ég ómögulega séð hvernig þú ætlar að halda áfram að halda því fram að Rafa kaupi illa.

    02 – Rafa tekur fótbolta of alvarlega og ofhugsar hlutina.
    Ég skil þig ekki. Viltu frekar að við séum með stjóra sem víngsar hlutina, gerir þá eftir nefinu hverju sinni, og er ekki 100% með alla tölfræði hvað varðar leikmenn sína og liðið og allt sem því kemur við á hreinu? Heldurðu að Ferguson, Ancelotti, Wenger, Redknapp, Hughes, O’Neill og allir hinir séu ekki að vinna alla hluti út frá tölfræði og rannsóknum eins og Benítez? Eða ertu að tala um eitthvað annað hérna, t.d. þá klisjukenndu ásökun að Rafa fagni ekki mörkum og skrifi niður punkta í gríð og erg á meðan t.d. O’Neill hoppar upp og niður á hliðarlínunni? Ég vona ekki því það er í besta falli hjákátleg umræða.

    Og varðandi handbendingarnar, þá er það meira en lítið þreytt. Hefurðu spilað fótbolta sjálfur? Ég verð að spyrja. Ég hef spilað og það er aðeins einn maður fyrir utan völlinn sem leikmenn leita til eftir ábendingum um hvað þeir eru að gera vitlaust og ÞAÐ ER ÞJÁLFARINN. Ég er að horfa á Fabio Capello benda sínum mönnum til hægri og vinstri í þessum töluðum orðum í vináttuleik Englands og Brasilíu. Stjórarnir gera þetta allir og þeir sem t.d. sitja upp í stúku hluta leiksins – eins og Sam Allardyce eða Alan Curbishley – eru alltaf með aðstoðarmenn sem standa á hliðarlínunni og benda mönnum á hluti. Það er hluti af starfi stjórans að hafa yfirsýn yfir leikinn og ef hann sér eitthvað sem leikmaðurinn inná vellinum sér ekki ber honum að benda á það.

    Þjálfarinn fer ekki í frí á meðan á leik stendur og horfir á knattspyrnuna eins og við hin. Þannig er það bara í Football Manager. Í alvörunni er þjálfarinn einmitt að þjálfa og leiðbeina á meðan á leik stendur.

    03 – Rafa skiptir of seint inná og er fyrirsjáanlegur í innáskiptingum.
    Við erum sammála þarna. Eins og ég hef margoft tekið fram á þessari síðu finnst mér það vera akkílesarhæll Rafa að hann bregst hvað eftir annað of seint við gangi leiksins með skiptingum. Kannski er hann að styðjast þarna við tölfræði sem við hin vitum ekki, og ef það kæmi einhvern tímann í ljós myndi ég glaður viðurkenna að ég hefði haft rangt fyrir mér, en í dag er ég á þeirri skoðun að hann geti bætt þessa hlið hjá sér.

    04 – Rafa spilaði manni sem var nýstiginn upp úr meiðslum.
    Þarna komum við að því sem þú kvartaðir upphaflega yfir. Höfum þennan leik gegn Birmingham á hreinu: Riera var nýstiginn upp úr meiðslum og meiddist í leiknum. Hann teygði sig í boltann og fékk tak í lærið – hvernig Rafa átti að stöðva það atvik get ég ómögulega séð. Þá meiddist Benayoun einnig en hann hafði ekki verið í meiðslavandræðum á þessu tímabili.

    HINS VEGAR voru í liðinu einnig þeir David Ngog, Glen Johnson, Daniel Agger, Martin Skrtel, Alberto Aquilani (varamaður) og Steven Gerrard (varamaður). Þeir voru allir nýstignir upp úr meiðslum en enginn þeirra hlaut meiri meiðsli í þessum leik. Þannig að við erum að tala um einn leikmann af sjö sem gátu talist tæpir fyrir þennan leik, aðeins einn þeirra sem lenti í atviki í leiknum sem olli því að meiðsli hans tóku sig upp aftur.

    Einn af sjö. Hvernig getur það þýtt að Rafa sé að taka óþarfa áhættur eða eyðileggja heilsu leikmanna? Eða ertu bara pirraður af því að hann leyfði Babel ekki að byrja inná?

    05 – Hann er þér ekki að skapi og þú skilur ekki margar af hans ákvörðunum.
    Ég skil ekki allar ákvarðanir Rafa heldur, né flestra stjóra í bransanum. Hins vegar átta ég mig á, og er duglegur að minna mig á, að þeir hafa undantekningarlaust meiri upplýsingar en ég um allt sem snýr að liðinu sem þeir eru að stýra. Þannig að þótt ég skilji ekki allar ákvarðanir Rafa eða annarra stjóra get ég setið rólegur og viðurkennt að sennilega hafi þeir meira vit á þessu en ég.

    Eftir situr sem sagt að Rafa er þér ekki að skapi og þú varst ósáttur við að Babel fengi ekki að byrja inná gegn Birmingham. Þess vegna þolir þú manninn ekki og vilt helst skipta um stjóra strax.

    Er þetta rétt skilið hjá mér?

  43. Gunnar hefur margt til síns máls.

    1. þetta með að vísa í RAWK varðandi leikmannakaupin er ekki nógu gott því sá pistill var æði vilhollur Rafa…það er alveg rétt sem Gunnar segir að það sé búin að vera rosalega mikil leikmannavelta og stór nöfn sem koma inn stoppa alltof stutt.

    2. Mér finnst þetta vera útúrsnúningur hjá KAR. Ég skil hvað Gunnar meinar þó hann vanmeti það að taktík er orðinn aðalþáttur atvinnuboltans. En miðað við að vera svona rosalegur “tactician” þá er árangurinn nú ekki upp á marga fiska fyrir utan Istanbúl og Cardiff þar sem tilfinningarnar kláruðu leikinn eftir að taktíkin hafði farið út um gluggann.

    3. Eru ekki allir sammála um innáskiptingar Rafa? Stórfurðulegar.

    4. Ekki er nóg að hann hafi spilað manni sem var nýkominn úr meiðslum heldur setti hann í staðinn á bekkinn mann sem hafði skorað frábært mark í síðasta leik og gæti verið heitur og graður. Samkvæmt þessari logik ætti N’Gog að vera á bekknum í næsta leik. Maður hefur upplifað þetta sama með Baros, Cisse, Crouch, Bellamy og Keane og ekki furða að þeir hafi ekki vitað hvort þeir væru að koma eða fara.

    5. Skil ekki hvernig KAR fær þessa niðurstöðu út úr því sem Gunnar er að segja. Þetta er bara útúrsnúningur. Ég kann vel t.d. við margt hjá Rafa en ég er orðinn ansi þreyttur á honum, það verður bara að viðurkennast að ég hef aldrei á ævinni haft minni áhuga á að horfa á Liverpool en síðastliðin 2 ár og ég fíla það ekki. Rafa er stjórinn og ber stóran hluta ábyrgðarinnar.

  44. Síðustu tvö ár ? Loksins þegar við gerðum alvöru atlögu að titlinum og erum farnir að spila skemmtilegan fótbolta, þá hættir þú að horfa ?

  45. Ok. Hér eru nokkrar ástæður afhverju ég þoli ekki Gunnar (reyndar bara ein)

    Mér finnst skoðanir hans heimskulegar.

    En Daði, Hvort sem síðan heitir RAWK eða hvað sem hún heitir, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að við erum í 5 sæti yfir dýrustu leikmannahópana í ensku deildinni og höfum þurft að koma okkur þangað með því að kaupa og selja til að ná smá margin. Það er nokk sama hvernig þessu er snúið, staðreyndin er sú að við erum einnig í 6 sæti yfir það lið á Englandi sem borga hæstu launin (rannsóknir sýna að 92% fylgni sé á milli þess og árangurs)

    Tilfinningar kláruðu Istanbul og Cardiff…ok. Þetta virkar í báðar áttir, þeir sem hafa stutt við bakið á Rafa hafa verið sakaðir um að eigna honum allan heiðurinn þegar við vinnum en kennum liðinu um þegar við töpum. Þetta er ekki bara svart hvítt. Þú vilt sem sagt meina að skipting Rafa í hálfleik í Istanbul hafi ekki breytt leiknum? Þessi tveir stóru titlar okkar sem komu árin 2005 og 2006 voru sem sagt unnir ÞRÁTT fyrir Rafa af því að þetta voru bara tilfinningar. En segðu mér þá annað Daði, af hverju unnum við ekki þessa bikara oftar síðustu 20 árin ef eina sem vantaði voru tilfinningar?

    Að menn skuli ennþá vera að röfla yfir Babel, je dúdda mía. Hann skoraði jú flott mark gegn Lyon, en var afar dapur yfir utan það skot. Hann hefur einfaldlega verið hræðilega slakur í nánast hverjum einasta leik sem hann hefur spilað og mér finnst hreinlega ekkert skrítið að Rafa vilji helst nota Sammy Lee frekar en hann þessa dagana. Riera var úrskurðaður leikhæfur af LÆKNUM liðsins, sem og nokkrir aðrir sem voru að stíga upp úr meiðslum og það væri kannski í lagi að menn myndu reyna að troða því inn í höfuðið á sér að ákvarðanir um það hvort menn spili eru teknar út frá umsögnum læknateymisins og eins hvernig æfingar hafa gengið hjá viðkomandi leikmanni. Riera var búinn að vera að æfa á fullu og fékk grænt frá læknunum. Alveg með ólíkindum hvað sumir leggjast lágt til að reyna að finna fleiri staði til að sparka í liggjandi menn.

    Nei Daði, síðasti punkturinn er fyrst og fremst útúrsnúningur þinn á því sem Kristján Atli var að ræða.

  46. Kristján, það er hægt að jarma og þrasa um þetta endalaust fram og til baka en ég hef ekki þann tíma sem ég vildi til að fara í heimildarvinnu til að moka yfir þetta hjá þér.

    Nokkur atriði þó:

    Ég er ekki að tala um Net spending heldur Brútto spending í leikmenn. Hélt að 5 ára krakki hefði skilið það. Ef hann hefði tekið við klúbbi sem hefði fallið niður í næstefstu deild þá hefði maður skilið öll þessi leikmannakaup.

    Þú skilur mig ekki í mörgum atriðum og ég get ekkert gert að því nema að útskýra það betur fyrir þér en ég nenni því ekki. Sumir skilja þetta, aðrir ekki.

    Þú “kvótar” vitlaust í mig sem bendir til þess að þú sért annaðhvort lesblindur eða eitthvað eitthvað annað. Ég get ekkert gert í því.

    Rétt skilið hjá þér að ég er pirraður yfir því að hann Babel ekki spila. En þú skilur held ég ekki ennþá að ég er pirraður yfir því að hann spilaði Riera frekar en fullfrískum manni. Daði útskýrir þetta.

    Og svo í lokin hjá þér: “Eftir situr sem sagt að Rafa er þér ekki að skapi og þú varst ósáttur við að Babel fengi ekki að byrja inná gegn Birmingham. Þess vegna þolir þú manninn ekki og vilt helst skipta um stjóra strax.”
    Ég skrifaði þetta: “Mikilvægt að hafa það á bakvið eyrað að þetta eru mínar SKOÐANIR og þær hef ég verið með í að nálgast 3 ár held ég.” Sjá feitletrun.

    Peace! Þetta eru mínar skoðanir mundu það. Ekki þínar.

  47. Gunnar minn, fyrirgefðu en viltu ekki bara sleppa því að koma hér inn og ræða málin? Það eina sem þú segir er að þú skiljir þetta, aðrir ekki, heldur að jafnvel kornung börn ættu að geta skilið það sem þú ert að segja, en hefur samt ekki tíma til að útskýra það fyrir okkur bjánunum sem skiljum ekkert hvað þú ert að fara?

    Gerðu mér greiða: rökstyddu mál þitt eða slepptu því bara að reyna þetta. Það er í meira lagi móðgandi og pirrandi að láta þig tala niður til mín og annarra sem eru annað hvort ósammála þér eða reyna að fá þig til að koma með þessaðar blessuðu útskýringar „fyrir þá sem ekki skilja“ þegar þú vilt svo ekki rökstyðja mál þitt, þykist ekki hafa tíma til þess. Ertu svona mikilvægur að þú getir ekki séð af nokkrum mínútum til að rökstyðja mál þitt?

    Já, og að þú skulir hafa verið að tala um brúttó kaup Rafa en ekki nettó er heimska. Fyrirgefðu, bara staðreynd. Það er álíka gáfulegt að ætla að tala um brúttó töluna og hunsa það hvað hann hefur þurft að selja mikið á móti til að eiga fyrir þessari brúttó tölu og að ætla að hirða bara launin sín og sleppa því að borga reikningana, þykjast svo vera moldríkur.

    Þú getur ekki bara ákveðið að horfa á brúttó töluna til þess eins að geta gagnrýnt Rafa með henni. Það er bara heimska og í raun ekki svaravert.

    Daði, ummæli þín dæma sig sjálf eins og Eyþór Guðj. benti á. Rafa fór með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar vorið 2008, liðið skoraði mest allra enskra liða í öllum keppnum það árið. Vorið 2009 vorum við svo í fyrstu alvöru titilbaráttunni í nítján ár, skoruðum flest mörk allra í deildinni og fórum enn og aftur í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Við höfum haft Fernando Torres þessi tvö ár. Og þetta finnst þér leiðinlegt. Segir allt sem segja þarf um þig, þú virðist eins og Gunnar vilja loka á allt jákvætt og velja úr eitt eða tvö (röklaus) atriði til að rökstyðja hatur þitt á Rafa.

    Hef sagt það áður og segi það aftur – gagnrýni á Rafa er sjálfsögð og eðlileg sérstaklega þegar svona illa gengur – en það verður að vera einhver rökhugsun á bak við það. Góð gagnrýni leiðir til góðrar umræðu – sjálfumgleði og útúrsnúningur ens og það sem Gunnar sýnir hér að ofan er ekki svaravert.

  48. Mér finnst alveg vanta megin atriðið varðandi það þegar menn eru að reyna að kenna Rafa um meiðslin hjá Riera.. eða í það minnsta skammast yfir því að hann hafi notað hann. Menn bregða fyrir sig rökunum, “hann var nýstiginn uppúr meiðslum”, og halda að þeir séu að smella einhverju trompi á borðið !!! það er nefnilega akkúrat lykiatriðið í þessu .. hann var STIGINN UPPÚR ÞESSUM FOKKÍNG MEIÐSLUM……. sem sagt.. hann var heill!!!! Hann gat spilað þennan leik, og var heill.. burt séð frá því, hvort hann hafi verið meiddur einhvern tímann í gamla daga, eða fyrir viku, eða korteri eða hvað það var.. hann var heill, og var stigin uppúr þessum meiðslum!!
    Og ég ætla ekki að fara út í þessa Babel umræðu, því frá mínum bæjardyrum séð, þá er hann ekki að bæta liðið neitt.. ekki að koma með neina nýja vinkla inní þetta, og alls ekki að skila því sem til þess var ætlast af honum.. því miður.

    YNWA… Carl Berg

  49. Stundum finnst mér þessi síða minna heilmikið á GRAS puntur eitthvað,en sú síða voru menn að skítkastast í allar áttir,stundum er það svoleiðis hérna,þá held ég að það væri betra að loka þessu bulli hérna

  50. Mér finnst Gunnar vera með ágætis punkta en svona ókurteisi eins og hann sýndi í 54 er leiðinleg.
    Svo skiptir brúttó-talan í leikmannakaupum auðvitað heilmiklu máli. Hún sýnir hversu miklar mannabreytingar verða og að menn sem keyptir eru á dágóðar summur staldra alltof stutt við þó hægt sé að selja þá á fína upphæð og halda nettó-tölunni þannig við núllið.

  51. Svo skiptir brúttó-talan í leikmannakaupum auðvitað heilmiklu máli. Hún sýnir hversu miklar mannabreytingar verða og að menn sem keyptir eru á dágóðar summur staldra alltof stutt við þó hægt sé að selja þá á fína upphæð og halda nettó-tölunni þannig við núllið.

    Ég ætla rétt að vona super minn að þú sért að djóka.

  52. http://www.imscouting.com/global_news_item.aspx?id=3575
    Þá vitum við af hverju hann spilar bara með annari löppinni hjá Liverpool,hugur hans er fyrir löngu kominn til Barcelona . Mér finnst bara ótrúlegt að þeir séu tilbúnir að borga 30 millur fyrir drenginn, hann ekki þess virði eins og hann hefur verið að leika undanfarið. En þetta segir mér líka hverssu óstapill grunnurinn er sem stjórinn okkar þarf að vinna við,Liverpool hefur einfaldlega ekki pening til að keppa við þá stóru og þegar Alonso og Masserano eru farnir verður hryggstykkið úr liðinu farið,ok það koma sextíu millur in í staðinn,en það er ekki séns að fá tvo jafngóða leikmenn inn á einu bretti jafnvel þó að allur peningurinn sem fékkst fyrir þá verði notaður í kaup á tveimur nýjum mönnum. Ég held að við stuðningmennirnir þurfum að fara að slaka aðeins á kröfonum þegar kemur að klúbbnum okkar því að það er einfaldlega ekki til nægilegt fjármagn til að halda klúbbnum á toppnum. Ég held að eina vonin sé að það takist að byrja sem fyrst á nýja vellinum og nota alla peningana sem koma inn til þess og vona svo að Rafa eða hverjum sem kemur til með að þjálfa liðið næstu árin takist að halda okkur í chamions Ligue þangað til að völlurinn verður tilbúinn , því þá ættu fyrst peningarnir að byrja að rúlla inn rétt eins og hjá Arsenal þegar þeir fluttu sig yfir á nýja völlinn sinn.

  53. Það er fjör í þessu.
    Tek undir að samantekt RAWK er eins og samantek Náhirðarinnar á störfum Davíðs Oddssonar…gaman að sjá hvernig hann sé jákvæðu hlutina á kaupum sem voru algjört flopp. Líkt og margir aðrir stjórar þá hefur Benitez gert bæði góða og slæma hluti í leikmannakaupum. Það jákvæða við Benitez finnst mér þó að hann játar mistök sín þegar hann hefur keypt illa og selur leikmenn jafnharðan ef þeir eru ekki að standa sig sbr. Josemi, Kronkamp, Bellamy o.fl.
    Ég get tekið undir þau sjónarmið að Bentiez er kominn á endastöð með þetta lið. Hann er búinn að vera með liðið síðan 2004. Öll tímabilin utan eitt (í fyrra) hefur liðið dottið úr baráttunni um meistaratitill í okt/nóv.
    Hefur þá liðið lagt allt kappa á CL með ágætis árangri hingað til en það er bara því miður ekki nóg. Í gegnum öll þessi ár þá virðist liðið vera kljást við sama vandamálið aftur og aftur þ.e. að spila gegn liðum sem liggja aftarlega á vellinum. Benitez er búinn að hafa 5 ár til þess að finna lausn á þessu vandamáli og ég fullyrði þó að hann verði 5 ár í viðbót þá tel ég muni ekki geta komið með lausnir. Það þýðir að Liverpool mun aldrei vinna deildina undir hans stjórn.
    CL hentar Benitez betur þar sem hann er góður að skipuleggja varnartaktík þ.e. að liggja til baka og sækja hratt. Það skýrir e.t.v. góðan árangur Liverpool í CL sem og Valencia á sínum tíma.

    Menn hafa notað ýmis rök gegn því að láta Benitez fara, eins og hver ætti að taka við?….Ég horfi til austurs og gæli við það Rússar detti útúr umspili í HM. Það myndi þýða að Guus Hiddink gæti losnað. Annars er ágætur maður daglega á Anfield sem ég sé fyrir mér sem gæti tekið við liðinu tímabundið meðan rétti maðurinn er fundinn.

    Það sem mér hefur fundist vanta í leik Liverpool frá því að Benitez tók við liðinu er fjölbreytileiki í sóknarleik liðsins og eins og ég sagði áður þá tel ég að Benitez komi ekki meiru til skila á því sviði þar sem hann hefur haft 5 ár til þess. Þá finnst mér sjálfstraustið í liðinu einstaklega viðkvæmt en á þessum fimm árum þá hefur liðið nánast alltaf tekið slæma kafla sem vara í 1-2 mánuði. Ef Chelsea eða Man Utd tapa tveimur leikjum í röð þá telst það til stórtíðinda. Svo get ég alveg játað að það stundum í taugarnar á mér að maðurinn skuli ekki geta fagnað mörkum eða sigrum.
    Hvernig er hægt að standa eins og steingervingur þegar Liverpool skorar gegn Man Utd???…Hefði viljað sjá hann hlaupa af varamennabekknum og renna sér á hnjánum beint fyrir framan Utd bekkinn.

  54. Kristján segir: HINS VEGAR voru í liðinu einnig þeir David Ngog, Glen Johnson, Daniel Agger, Martin Skrtel, Alberto Aquilani (varamaður) og Steven Gerrard (varamaður). Þeir voru allir nýstignir upp úr meiðslum en enginn þeirra hlaut meiri meiðsli í þessum leik.

    Þetta er náttúrulega bölvuð steypa.

    Ngog er búinn að vera leikfær undanfarið en missti af Fulham leiknum. Ekki hægt að bera það saman við tognun í aftanverðu læri sem hefur haldið Riera frá undanfarinn MÁNUÐ.

    Johnson missti af tveimur leikjum vegna meiðsla í kálfa. Þar sem enginn annar var tiltækur í hægri bakvarðarstöðuna var ill nauðsin að spila honum þar. Svona kálfameiðsli er þó yfirleitt tjasla saman fyrir einn og einn leik en eins og allir vita var hann ekki með gegn Englandi. Ástæðan? Meiðsli er það ekki.

    Langt síðan Agger kom til baka úr meiðslum. Var ekki í hópnum gegn Fulham en ég sá aldrei neinar skýringar gefnar á því. Spilaði svo 90 mín gegn Lyon þannig að hann var alveg klár.

    Eins og með Agger þá voru litlar útskýringar gefnar á fjarveru hans gegn Fulham og Lyon. Var talað um að þeir hefðu verið veikir gegn Fulham (virus) en sá það aldrei staðfest. Það stoppar a.m.k. engan í að spila aftur eftir að hafa náð sér af því.

    Aquilani hlaut ekki meiðsli nei. Kannski af því að honum var skipt inn á og það á 82. mínútu. Er það ekki nákvæmlega það sama og verið varað biðja um fyrir Riera?

    Gerrard spilaði svo heilan hálfleik sem að mér fannst of mikil áhætta. Hvers vegna var ekki Babel skipt inná?

    Athugið að ég er enginn stuðningsmaður Babel, en fyrst að liðið neyðist til að nota hann hvers vegna ekki að gera það rétt? Gefa honum byrjunarliðssæti þegar hann hefur staðið sig vel og þannig hlífa manni sem er búinn að vera frá í mánuð vegna tognunar í aftanverðu læri. Eitthvað annað en hinir sem hér hafa verið taldir upp.

  55. Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti hvort að rétt hafi verið að láta Riera spila eða ekki. Hann hefur væntanlega treyst sér til að spila, fengið grænt ljós frá læknateyminu og Benitez. Efast um að Benitez hafi valið að stilla honum án þess að hinir tveir aðilarnir hafi ekki gefið sitt samþykki.

    Hins vegar þykir mér meðferð Benitez á Babel með öllu óskiljanleg. Strákurinn hefur vissulega ekki verið að spila vel og staðið undir þeim væntingum sem gerðar hafa verið til hans. Hann hefur verið óstöðugur, stundum ekkert gert heilu leikina og stundum hefur hann breytt gangi leiksins. Það geta allir verið sammála að hann á mikið ólært……

    En hvernig geta menn lært ef þeir fá lítið að spila og njóta einskis trausts hjá þjálfaranum. Babel hefur í örfá skipti fengið að byrja tvo leiki í röð og hann fær enga þolinmæði hjá sínum stjóra sbr. við aðra leikmenn. Hvað hefur Lucas gert til að verðskulda slíka þolinmæði sem Babel hefur ekki gert? Ég man að Ronaldo var ekki að gera merkilega hluti með Utd. sína fyrstu leiktíð, endalaus skæri, hékk á boltanum og datt í tíma og ótíma. Það sama á við um Adebayor hjá Arsenal sem virkaði sláni og enginn sá hann covera það space sem Henry skildi eftir. Málið er að stjórarnir þeirra héldu tryggð við þá þó svo að þeir spiluðu illa og leikmennirnir blómstruðu síðar meir. Auðvitað átti Babel að byrja gegn Birmingham, ef ekki þá, þá hvenær? Burt séð hvort Riera var tæpur eða ekki, þá hafði Babel skorað glæsilegt mark gegn Lyon og e.t.v. hefur kviknað eitthvað sjálfstraust hjá kappanum sem hann hefði getað tekið með sér inní leikinn. En hvað gerir stjórinn????

    Það sem ég myndi vilja sjá er að Babel fengi tækifærið að byrja sirka 5 leiki í röð, einfaldlega til þess að sanna sig og byggja sig upp. Riera er mjög takmarkaður leikmaður og hefur í mörgum leikjum ekki getað neitt. Hann hefur hins vegar alltaf fengið að halda stöðu sinni líkt og Kuyt, Lucas eða hvað þeir heita þó svo að þeir hafi ekki verið að ná sér á strik.

  56. Liv hefur undanfarið spilað góðann bolta og ráðið gang mála en hafa verið að tapa leikjum og gera jafntefli, en það virðist engin getað skorað nema Torres, hann smellir boltanum út við stöng eða upp í slá og er að gera góð og flott mörk, meðan aðrir í liðinu skjóta bara eitthvað og oftast fer boltinn í fang markvarðar eða í varnarmann,,, það þarf að kenna fleirum að skora,,,, það er bara þannig. KOMA SVO LIVERPOOL

  57. Það er ekki ósk mín að lenda hér í einhverju svaka þrasi við menn. Og því biðst ég afsökunar á því að hafa móðgað og/eða talað niður til manna. Þetta orsakast sennilega af því að ég er ofboðslega pirraður út gengi Liverpool FC.
    Það var náttúrlega óþarfi hjá mér að vera að skrifa þessar skoðanir mínar hér inná þessa síðu, en einhvernveginn fann ég þörfina til þess. Að fá einhverskonar útrás.

    Allir viljum við nú það sama, að LFC gangi vel. Og að þessu ógengi fari að linna.

    Áfram Liverpool!

    Með vinsemd og virðingu, Gunnar.

  58. Gunnar, það er ekkert að því að skrifa skoðanir sínar inn á þessa síðu. Við sem höldum henni úti viljum fá sem flesta hér inn. Það er hins vegar almennur misskilningur að fólk virðist stundum halda að það eigi að virða skoðanir manna, hverjar sem þær eru, í stað þess að rökræða þær. Mér sýnist þú ganga í þessa gildru, Gunnar.

    Endilega haltu áfram að viðra skoðanir þínar hérna inni. Ég vona bara að þú takir því ekki illa eða svarir af virðingarleysi þótt fólk vilji rökræða hlutina við þig, fólk sem er kannski á annarri skoðun. Til þess er þessi síða. 😉

  59. hahaha eduardo til liverpool !!!!!!!!!! hvaða hvaða eru menn alveg að missa sig núna ?

  60. nr 68

    Þetta sýnir bara gæði slúðurblaðanna þarna úti, það er eitthvað til í 0,1% af því sem skrifað er, ef svo mikið.

  61. haha já hjartanlega sammála því . þetta er eitthvað það leiðinlegasta við boltann í dag ..

  62. Þetta með innáskiptingar Rafa.
    Sumir leikmenn koma bandvitlausir inn á ef það er skipt nógu seint.
    Þá koma þeir inná og fara í alla bolta eins og óðir menn og þá vantar ekkert upp á baráttuna. Ef þeir kæmu inn á í hálfleik myndu þeir ekki sína jafn mikla baráttu. Ég er bara að tala um mína eigin reynslu þannig að það þarf ekkert að hafa með leikmenn Liverpool.

  63. Eyþór Guðj. Ég sagðist ekki hafa hætt að horfa. Ég sagðist aldrei hafa haft minni áhuga á að horfa á Liverpool og undanfarin tvö ár. En ég þakka útúrsnúninginn.

    Það gerist æ sjaldnar að ég sest niður og hlakka til að horfa á leik með Liverpool. Mér finnst tímabilið í fyrra vera algjör undantekning á þessum áratug með það að liðið spili flottan fótbolta frekar en “árangursríkan”. Og þrátt fyrir þetta flotta tímabil í fyrra þá kom sama bullið í heilan mánuð þar sem ekki var hægt að klára litlu liðin. Þetta er ekki skyndileg ofsaþreyta á Rafa Benitez þarna á ferð, heldur finnst mér gengi Liverpool í ensku deildinni og bikarkeppnum ósköp svipað og þegar Roy Evans var með liðið. Undantekningin er Evrópukeppnin þar sem Rafa hefur staðið sig frábærlega og á mikið hrós skilið fyrir það.

    Viltu staðreyndir og tölfræði.
    Roy Evans – 8. sæti ’94, 4. sæti ’95, 3. sæti ’96, 4. sæti ’97, 3. sæti ’98
    Rafa Benitez – 5. sæti ’05, 3. sæti ’06, 3. sæti ’07, 4. sæti ’08, 2. sæti ’09

    Áttum við ekki að gefa Roy Evans þessi 7 ár sem Ferguson fékk á OT til að byggja upp eigið lið? Því samkvæmt röksemdum sem margir hafa beitt var Evans klárlega á réttri leið með því að draga liðið úr 8. sæti upp í að vera nálægt titlinum nokkur ár í röð? Hefði Roy kannski verið kominn með meistaraliðið sitt árið 2001?

    Kannski er ég óraunsær en ég hefði viljað sjá Liverpool taka skrefið sem Arsenal tók með flutningi á nýjan völl fyrir nokkrum árum. Liðið er í mikilli hættu að dragast aftur úr á of mörgum vígstöðum. Það er ekki bara Rafa að kenna. Ég hef margoft kommentað hérna að ég tel eigendaskiptin hafa verið það sem mest áhrifin hafi haft á slæma stöðu klúbbsins. Þó ég hafi verið mátulega jákvæður fyrir þeim á sínum tíma hafa þau reynst algjör hörmung fyrir liðið og Rafa.

    En það er slæmt þegar maður er meira að segja hættur að setjast niður fyrir leiki gegn Birmingham á Anfield og vera 80% viss um sigur. Það er eiginlega meira svona, æi…ég vona að við fáum ekki á okkur eitthvað fáránlegt mark eftir að hafa haldið boltanum meirihluta leiksins. Hljómar kunnuglega? Ekki jákvætt ég veit en ég er búinn að fylgjast það lengi með liðinu að ég er farinn að reyna að forðast að endurtaka blinda trú mína frá á árum áður á að það þyrfti svo lítið uppá að allir sem væru í klúbbnum myndu smella saman. Ég var mjög hrifin af því að klúbburinn fengi Rafa á sínum tíma og ég hef verið mjög ánægður með ansi margt hjá honum, en mér finnst hann kominn á hættulegar Houllier-slóðir. Stemningin í kringum liðið og stuðningsmennina minnir óþyrmilega mikið á 2003-2004.

    En Kristján Atli, þú ert svo orðin svo ómálefnalegur í þessu að það hálfa væri nóg. Þessi setning hér er svo yfirgengilega hrokafull og full af útúrsnúningum að manni fallast hendur.

    “Daði, ummæli þín dæma sig sjálf eins og Eyþór Guðj. benti á. Rafa fór með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar vorið 2008, liðið skoraði mest allra enskra liða í öllum keppnum það árið. Vorið 2009 vorum við svo í fyrstu alvöru titilbaráttunni í nítján ár, skoruðum flest mörk allra í deildinni og fórum enn og aftur í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Við höfum haft Fernando Torres þessi tvö ár. Og þetta finnst þér leiðinlegt. Segir allt sem segja þarf um þig, þú virðist eins og Gunnar vilja loka á allt jákvætt og velja úr eitt eða tvö (röklaus) atriði til að rökstyðja hatur þitt á Rafa.”

    “Dæma sig sjálf” ? Hvað meinarðu, Liverpool spilar skemmtilega í 7-8 mánuði sem undantekningu frekar en reglu og tekur samt glórulausan mánuð eins og undanfarin tíu ár og það er bara allt í æðisgengnum gír? Ég sagði aldrei að liðið hefði ekki spilað skemmtilega, en það kom manni frekar á óvart heldur en hitt. Mér fannst þetta ekkert leiðinlegt þótt þér finnist gott að snúa út úr þessu. Ég vil bara að þetta sé frekar regla heldur en tíu ára undantekning.

    Ég dýrka og dái Fernando Torres meira heldur en nokkurn karlmann síðan Robbie Fowler. En honum og Gerrard eru ætlaðar of þungar byrðar. Það hljóta fleiri en ég að sjá. Það að ekki hafi fundist annar alvöru framherji til að deila ábyrgðinni er til vansa fyrir klúbb sem telur sig jafn stóran.

    Ég hef reynt að hafa rök á bakvið það sem ég er að segja. Rök bakvið skoðanir mínar. En þér finnst ótrúlega hentugt að kalla þá sem eru ósammála þér rökleysingja. Ég hef ekki lokað á allt jákvætt þótt þér finnist hentugt að segja svo og þetta með að ég “hati Rafa” hlýtur að vera eitthvað sjúkt grín hjá þér. Ef ég kæmi ofan í þennan sandkassa ætti ég þá að segja að þú og Rafa eigið í ástarsambandi? Þú hlýtur að vera að grínast? Þótt Gunnar kannski hati Rafa og hann verður að svara því sjálfur þá frábið ég mér svona bölvað rugl. Ég sagði bara að maðurinn hefði ýmislegt til síns máls og rökstuddi af hverju mér þótti það. Hvaða ótrúlega vitleysa er þetta eiginlega í þér?

    Ég sagði meira að segja hér að ofan að ég kynni vel við margt hjá Rafa. Ef þú Kristján Atli vilt ræða hlutina á málefnalegan hátt þá væri góð byrjun að láta af þessari ótrúlegu vænisýki sem kemur fram hér að ofan. Þetta er eitt ömurlegasta kommentið sem maður hefur nokkurn tíman séð frá manni sem er að biðja um málefnalega umræðu. Algjör bölvuð steypa.

    KAR þú vilt alvöru umræður hérna inni þá byrja þær ekki á “dæma sig sjálf” og enda á “hatar Rafa”. Þótt það henti þér.

    Þú ert akkurat kominn í þann pakka sem þú gagnrýnir aðra fyrir og mátt alveg heyra það. Ég sætti mig allavegana ekki við það að þú gerir mér það upp að hata Rafa Benitez og snúir út úr því sem ég segi og lýsi því yfir frati á svona umræðu.

  64. Ég veit að ég geri Daða eflaust lítinn greiða með því að styðja það sem hann segir varðandi komment KAR, auk þess sem það virkar kannski eins og ég sé að stökkva á rifrildi af því ég hafi ánægju af því (sumir hafa stundum haldið það um mig). En ég er algjörlega sammála, ég hugsaði nákvæmlega þetta þegar ég las kommentið frá KAR en vildi ekki blanda mér í það þar sem því fylgdi bara leiðindadrama. Mér finnst bara ekki rétt að það líti út fyrir að Daði sé einn um þessa skoðun, því kommenta ég.

    En ég er ekki sammála því að þetta sé ómálefnalegasta kommentið. Það á SSteinn skuldlaust með “Ok. Hér eru nokkrar ástæður afhverju ég þoli ekki Gunnar (reyndar bara ein). Mér finnst skoðanir hans heimskulegar.”.

    Það er allavega mín skoðun.

  65. Sammála Daða og Togga. Hef sjaldan séð síðuhaldara hér fara á eins lágt plan og núna. Sérstaklega tek ég undir þetta:

    En ég er ekki sammála því að þetta sé ómálefnalegasta kommentið. Það á SSteinn skuldlaust með “Ok. Hér eru nokkrar ástæður afhverju ég þoli ekki Gunnar (reyndar bara ein). Mér finnst skoðanir hans heimskulegar.”

  66. Daði (og Toggi), ég var einfaldlega að svara þessari fáránlegu yfirlýsingu þinni að þér þætti leiðinlegt að horfa á Liverpool. Ég hef reyndar vitað af þessari skoðun þinni lengur en þessi tvö ár sem þú nefnir og skal gefa þér það að þetta er engin flýtiákvörðun hjá þér (þú skrifaðir alltaf undir fullu nafni hér áður fyrr og því áttaði ég mig ekki á að þetta ert þú fyrr en við svar þitt hér að ofan) en ég get ekki að því gert þótt mér þyki sú skoðun fáránleg í ljósi þess hversu spennandi hefur verið að fylgjast með Liverpool síðustu árin. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála með það.

    Annars þekkjumst við utan síðunnar Daði og þú veist að ég er ekki svo melódramatískur. Getur vel verið að ég hafi tekið of djúpt í árinni, það stafaði kannski af því að ég var orðinn heitur eftir rökræðurnar við Gunnar og yfirfærði hluta af því yfir á þig.

    Allavega, við verðum bara að vera ósammála um Rafa og skemmtanagildi Liverpool. Mér finnst engan veginn leiðinlegt að horfa á liðið og er spenntari fyrir næsta leik þegar illa gengur ef eitthvað er. En það er bara ég.

  67. Já, þið segið það. Athyglisverðar umræður og það verður spennandi að fylgjast með næstu leikjum gegn Everton og City. Eiga amk allir hér sameiginlegt að vilja hag Liverpool sem mestan.
    Annars fannst mér kommentið hér að neðan hálfsláandi og eiginlega lýsa hluta vandans. Minnti mig á athyglisvert komment hér um daginn frá Kjartani um stuðningsmenn á Anfield sem syngja bara enn hærra og klappa liðið af velli eftir slæmt tap gegn varaliði Arsenal. Mér finnst allavega ekki eðlilegt að sitja bara í einhverjum trúarsafnaðarfílingi og horfa á og trúa því að það sé allt í himnalagi, þessir menn viti jú meira en maður sjálfur.

    “05 – Hann er þér ekki að skapi og þú skilur ekki margar af hans ákvörðunum. Ég skil ekki allar ákvarðanir Rafa heldur, né flestra stjóra í bransanum. Hins vegar átta ég mig á, og er duglegur að minna mig á, að þeir hafa undantekningarlaust meiri upplýsingar en ég um allt sem snýr að liðinu sem þeir eru að stýra. Þannig að þótt ég skilji ekki allar ákvarðanir Rafa eða annarra stjóra get ég setið rólegur og viðurkennt að sennilega hafi þeir meira vit á þessu en ég.”

  68. Er sammála #74 og #75 að vissu leiti með að kommentið mitt er eitt það ómálefnalegasta. En því var líka ætlað að vera það, enda tók ég upphaflegt komment frá Gunnari úr #49 og notaði það nánast beint á hann sjálfan tilbaka. Ætlaði með því að sýna hversu mikið mér fannst hann fáránlega ómálefnalegur í sínum málflutningi. Þetta komment mitt var sem sagt sett inn sem ómálefnalegt komment og var ég alveg meðvitaður um það og ætlunin var að þetta væri nokkurs konar statement, en greinilega virkaði það ekki.

  69. Oft erfitt að skynja kaldhæðni í gegnum lestur. Held nú samt að flestir þeir sem lesa þessa síðu reglulega gera sér grein fyrir því að SSteinn hafi nú bara verið að grínast með þetta comment sitt, flest allar hans færslur hérna eru góðar og málefnalegar.

    Annars skemmtileg umræða og gaman að lesa commentin hérna framan að þó finnst mér umræðan hérna sé farin að snúast full mikið um einhver skot á hvorn annan heldur en beint um Liverpool sjálft. Fólk verður bara að vera ósammála, það má víst líka 🙂

    Annars bíður maður spenntur eftir að þessu blessaða landsleikjahléi ljúki og við mætum Man city. Vonandi höfum við um eitthvað skemmtilegra að ræða eftir þann leik.

  70. úff satt, hringið á vælubílinn, gæti reyndar verið lengi að koma því hann er útkalli hjá Hödda Magg sem þurfti áfallahjálp eftir að Eiður kallaði hann feitan. En klárlega það þarf að toga prikið úr rassgatinu á ansi mörgum sem eru að tjá sig hérna..

  71. Djöfull eruð þið tveir harðir, maður fær bara fiðring af aðdáun.

  72. Rólegir strákar. Ef þið hafið eitthvað gáfulegt að segja segið það þá en ekki vera með svona vitleysu. Segir meira um ykkur en aðra sem eru að skrifa hérna og þarfnast vælubíls að ykkar mati. Væl og pirringur er ekki það sama.

  73. Kannski er þetta þráðrán, kannski ekki, en allavega þá segir hann Balague að Mascherano sé EKKI á förum til Barcelona á næstunni ( http://www.guillembalague.com/rumores_desp.php?id=244&titulo=No%20Mascherano%20deal%20with%20Barcelona ). Það kemur þó fram í greininni að það andi ekki of góðu á milli Masch og Benitez, en mér er nokk sama svo framarlega sem Masch drífi sig í að slípa vígtennurnar og byrji að rífa miðju- og sóknarmenn andstæðinga okkar í sig af fullum krafti.

  74. 84 . mér er eiginlega nokk sama hvað mascherano gerir héðan af . maðurinn er klárlega ekki með hugann hjá liverpool og það sést langar leiðir , en þetta með að láta hann fara í janúar er kannksi ekki sterkasti leikurinn . en svo er það alltaf spurning hvaða tilboð berast í hann ef t.d það kæmi tilboð uppá 30 millur þá er ekki spurning að taka því það væri meira en toppverð fyrir þennan leikmann . og það myndi þá kannski verða til þess að gerrard færi aftur í sína gömlu stöðu sem er miðjan , og þá væri kannski hægt að nota þessar 30 millur í heimsklassa framherja eða holumann fyrir aftan torres . gerrard og aquilani á miðjuni hljómar rosalega vel 🙂

  75. Jæja, eigum við ekki að koma okkur af þessum túr 🙂
    Takk fyrir komment dagsins Viktor EB.
    Kristján Atli við erum góðir, svona rosalega getur þetta lið þarna úti í Liverpool æst okkur upp 🙂

One Ping

  1. Pingback:

Carlton Cole í janúar?

Hvíld