Hér er þörf á nýrri færslu. Ég reyndi að lesa ummælin við síðustu færslu, en ég gafst uppá þeim.
Ég verð að játa að ég hef verið ótrúlega ánægður með þetta landsleikjahlé. Það er búið að vera furðu fínt að fá smá frí frá Liverpool. Það er ekki oft sem ég segi þetta, en ég var bara kominn með nóg af veseni tengdu Liverpool – það var fínt að fá smá hvíld og hugsa um eitthvað annað í nokkra daga.
En allavegana, maður getur núna væntanlega byrjað niðurtalninguna í næsta leik. Flestir af okkar bestu mönnum eru ekki að spila með landsliðum sínum þessa vikuna þannig að þetta landsleikjahlé var alveg ótrúlega velkomið.
Ég veit að ég verð allavegana endurnærður og fullur af bjartsýni þegar að Manchester City mæta á Anfield um helgina.
Mikið er maður nú farinn að hlakka til þegar að Benitez getur loksins stillt upp sterkasta liðinu sínu í fyrsta sinn þetta tímabil en það verður samt ekki í næsta eða þar næsta leik. Við verðum að bíða eftir Torres í einhvern tíma en ég hef bullandi trú á N´Gog og vonandi að Aquilani verði í byrjunarliðinu í næsta leik eða allavega að fá meira en 8 mín.
Þetta landsleikjafrí komm á frábærum tíma fyrir okkur og það gefur Benitez vonandi ferskari lappir í næsta leik.
Arsenal verða án Robin Van Persie í 6- 8 vikur vegna landsleikjana
Og Drogba verður frá í 3 vikur vegna meiðslana sem hann fékk á móti United.
United að missa Johny Evans frá
Lampard gæti verið frá í 7 vikur vegna meiðsla í landsleikjahléinu
Tevez gæti lagt skóna á hilluna á næsta ári vegna þess að hann er orðinn leiður á fótboltanum
Bosingwa verður frá í langan tíma vegna meiðsla
Þannig að það er nóg að gerast í öðrum liðum vegna meiðsla og vonandi að það fari að létta aðeins til hjá okkur.
Ég held svei mér þá að þetta sé einhver fallegasta fréttaljósmynd mannkynsögunnar.
Haha auðvitað!
Skuldar mér kók og pulsu 😉
Látum þá bara báða lifa.
Magnað helvíti. Það er aðeins meiri metnaður í þinni Babú. En já, leyfum þeim báðum að lifa.