Þá er byrjunarliðið gegn Debrecen komið og er það sem hér segir:
Johnson – Carragher – Agger – Insúa
Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Aurelio
Ngog
**Bekkur:** Cavalieri, Kyrgiakos, Skrtel, Dossena, Spearing, Aquilani, Benayoun.
Þetta er einfaldlega mjög sterkt lið. Ég veit að margir voru að vona að Aquilani myndi byrja í kvöld, ég átti líka von á því, en Rafa kýs að byrja með þetta sterka lið og svo sterkan varamannabekk, sem er þó kannski helst til varnarsinnaður. Ef við lendum í þeirri stöðu að þurfa að gera sóknarskiptingu eru Aquilani og Benayoun meira eða minna einu valkostir Rafa þannig að þið getið búist við að sjá þá báða spila talsvert í kvöld.
Það kemur í ljós hvort þessi leikur verður upphafið að enn einni endurkomunni í Evrópu eða hvort ballið er búið eftir kvöldið í kvöld. Ég þori varla að vonast eftir hinu fyrrnefnda en er þó orðinn spenntur.
Áfram Liverpool!
Mjög sterkt lið sem á klárlega að vinna þetta Debrecen lið. Kannski helst til varnarsinnað. Aquilani fær svo vonandi einhvern tíma í þessum leik.
Afhverju notum við ekki Gerrard á miðjuna með Luca í svona leik ? Svo getur Benni verið í holunni !
Annars lýst mér ágætlega á þetta lið, á að vera nægilega gott til að landa þessu en verst að það er ekki nóg, Fiorentina vinnur Lyon.
Hvað er samt málið með Aquilani? Annað hvort er maðurinn einfaldlega bara aumingi og ekki kominn í form eða Rafa asni að nota ekki mann sem hann keypti fyrir 20 milljónir punda í sumar. Hvernig í fjandanum á maðurinn að komast í leikform ef hann fær ekki einu sinni að spila gegn Debrecen, með fullri virðingu fyrir þeim. Vegna þess að það gekk svo vel með Masch og Lucas í fyrri leiknum eða ? Þetta er bara í besta falli hlægilegt. Maðurinn þarf að komast inn í leik liðsins hið fyrsta ef hann á að nýtast eitthvað þetta tímabilið. Ég einfaldlega sturlast ef hann kemur inn á eftir 60 mín í kvöld. Maðurinn spilaði gegn Arsenal fyrir meir en mánuði og ef hann er ekki kominn í stand til að spila amk. 60 mín lýst mér ekki á blikuna.
Annars segi ég að ef Liverpool vinna í kvöld, og Lyon halda velli, þá förum við alla leið í Evrópu í vetur. Er með svona smá ’05 fíling í maganum og það er bara gaman. En þá þurfa líka menn að gefa vel í og hætta þessum aumingjaskap. Við erum jú einu sinni með Stevie vin okkar í liðinu, það ætti að hvetja þetta lið áfram. Ef það gerir það ekki veit ég ekki hvað þarf …
miðja frá suður ameríku… verst að þeir spila lítið af samba þessir 3 :/
Brúsi, hvers konar kjána komment er þetta. Þegar Aquilani var keyptur átti hann að vera lengi frá en er í dag töluvert á undan áætlun. Halda menn virkilega að hann væri ekki að spila ef hann væri 100% tilbúinn. Að segja að Benítez sé viljandi ekki að nota hann er fáránlegt, það er teymi af læknum og sjúkraþjálfurum að vinna með manninn og málið er einfalt. HANN SPILAR ÞEGAR HANN ER TILBÚINN!!!
vonbrigði að sjá suðuramerísku geldneytin saman á miðjuni enn eina ferðina. Nenni varla að arka á pöbbinn til að horfa
Rafael Benitez sagði að hann yrði kominn á fullt eftir 4-8 vikur. Það var í ágúst. You do the math og sérð kannski að það töluvert lengri tími en það liðinn. Ég amk. gat ekki betur séð en að hann væri í fínu formi gegn Arsenal og það var fyrir mánuði. Í mánuð, sem hann hefur fengið ríflega borgað fyrir, hefur læknalið og þjálfarar Liverpool sem sagt ekki gert neitt til að koma honum aðeins lengra en að byrja á bekknum gegn Debrecen. Ja hérna hér, ekki nema von að við séum í meiðslavandræðum.
Meinti auðvitað ekkert að maðurinn væri aumingi, þetta var meira skot á Rafa. Því við þurfum manninn inn í liðið og það strax. Lucas er fínn og flottur strákur. En hann einfaldlega bætir of litlu við liðið og gerir aldrei neitt sem er líklegt til að valda því að Liverpool vinni (svona moment of brilliance) leikina. Þess vegna þurfum við match-winner inn strax og ef Aquilani var keyptur á 20 milljónir punda geri ég ráð fyrir að hann sé einn slíkur. Það er bara bjánalegt af Rafa að hleypa manninum ekki af stað…
Vá, að vera með Mascherano og Lucas saman á miðjunni í svona leik er ofar mínum skilning! Höfum að engu að tapa og öllu að vinna.. Ekki eins og þeir bræður hafi verið að gera einhverjar rósir saman á miðunni til þessa (sóknarlega meina ég þá aðallega).. Hefði svo sannarlega verið til í að sjá ítalann starta þessum leik. En jæja, maður vonar það besta..
YNWA..
Plús það að ég geri einfaldlega kröfu um það að maður sem fær guðmávitahvað á viku fyrir það eitt að koma sér í form og er sennilega með heilt lækna-og sjúkraþjálfaralið í vinnu við að hjálpa honum ætti að vera kominn í form by now. Það er bara fact of life.
jæja ég hef aldrei gert þetta áður en frekar ætla ég á fótboltaæfingu í kvöld en að svekkja mig á hvernig þetta fer…. ég veit að það eru svona 90prósent líkur að við vinnum en bara lyon tapar í flórens, ég er ekki sjá lið sem hefur engu að tapa, sigra fiorentina eða jafn vel ná jöfnu, held að þeir vilji ferkar fá fiorentina með sér upp heldur en að geta hugsanlega fengið okkur í 8liða…. því miður dettum við út í kvöld…..
En að vísu eru til kraftaverk og ég vona innilega að það gerist í kvöld en ég held að fáir liverpool menn myndu veðja miklum peningum að við komumst áfram í 16liða eins og staðan er í dag….
En samt áfram liverpool og koma svo lyon……………..
Er einhver með link á leikinn, kemst ekki á pöbbann að horfa 😉
Þessar samsæriskenningar um Benítez eru í besta falli hlægilegar. Enginn er undir meiri pressu en hann einmitt núna, ef hann héldi að Aquilani gæti með einhverju móti byrjað leikinn þá myndi hann vera í byrjunarliðinu svo einfalt er það. Hvar og hvenær sagði Benítez að Aquilani væri kominn á fullt eftir 4-8 vikur?
Það verður engin áhætta tekin með Aquilani, það er ekki nema rúmt ár síðan læknateymi Roma sagði að sennilega yrði hann að hætta að spila knattspyrnu. Ég er persónulega mjög fegin að ekki sér verið að henda honum of hratt á stað.
Sterkt lið annars og nú er kominn tími til að rífa sig í gang!
Gerrard verður bara að sjá um þetta fyrir okkur í kvöld!!!
Áfram Lyon!
trúlega er best að geyma Aquilani í svona tvö til þrjú ár en til öryggis 🙂
sop://broker.sopcast.com:3912/81774
Fín útsending sem laggar ekki.
Ngog. 🙂
Fínt að byrja okkar leik á að taka forystu. Kála þeim leik auðveldlega, við getum ekki gert meira en það í kvöld, og svo vonað …
Byrjar vel
Alberto Gilardino að skjóta í stöng fyrir Fiorentina ….. tvisvar ….. úfff
Lítið sem kemur manni á óvart við þetta lið og ég var ekki langt frá því í upphitun. Benayoun er greinilega ekki alveg í standi fyrir 90.mín eins og við sáum í síðasta leik og Agger er greinilega búinn að hrista þetta höfuðhögg af sér sem er mjög gott mál.
Ef allt er eðlilegt í þessum leik þá er ég nokkuð viss um að ítallinn fái að koma inná í 20-30 mín…og þá er ég ekki að meina Dossena.
En hver haldiði að meiðist fyrstur?
Agger er efnilegur kandídat, eins Gerrard og Aurelio er alltaf líklegur
og N´Gog koma svo LYON
Hvar er hægt að horfa á leikinn á netinu?
Fiorentina komið yfir 🙁
Fiorentina komið yfir…. víti
Ég sagði það hér eftir síðasta Meistaradeildarleik að Lyon myndi ekki leggja hart að sér gegn Fiorentina; öruggir áfram. Sá leikur skiptir jafn miklu og leikur Liverpool í kvöld. Þá tóku stjórnendur þessarar síðu til sinna mála og drulluðu yfir mig. Hvað er að gerast í kvöld? Fiorentina er með 6 skot á móti 2 hjá Lyon eftir hálftíma leik. Og nota bene: eitt mark. Sú staða mun hafa veruleg sálræn áhrif á Liverpool í hálfleik.
Hvernig fer maður að því að horfa á leikinn á netinu???????????????
Það er nú ekki mikill metnaður í gangi hjá okkar mönnum. Engin stemning eða vilji, þó þeir viti að Fiorentina sé yfir þá væri það nú gott fyrir sjálfstraustið að sigra stórt. Hins vegar sé ég enga ástæðu að Lyon menn fari eitthvað að leggja allt undir og eiga hættu á meiðslum eða spjöldum þegar þessi leikur skiptir engu fyrir þá.
Koma svo Lyon og setjið nokkur í viðbót okkar menn.
Er þetta eitthvað þema að taka föst leikatriði stutt svo að við sköpum alls enga hættu !
Magnús Þeir vita ekki að Fiorentina sé yfir nema kannski í leikhléinu
Magnús 25:
“Hins vegar sé ég enga ástæðu að Lyon menn fari eitthvað að leggja allt undir og eiga hættu á meiðslum eða spjöldum þegar þessi leikur skiptir engu fyrir þá.”
Lyon ætti að taka sénsinn á að vinna leikinn í Flórens hvort sem þeir fái einhver spjöld eða ekki, svo ef það veldur því að einhver þeirra verði í hættu vegna spjalda eða í banni fyrir síðasta leikinn þá mundi ég halda að þeir mundu hvíla viðkomandi menn í síðasta leiknum.
Þeir ættu að leggja metnað sinn í að vinna Fiorentina og nota b-liðið sitt í síðasta leik.
Vá til hamingju maður, djöfull hlítur þér að líða vel. Á móti er hægt að segja að pressan er engin á Lyon og þessi leikur er ekkert búinn þó staðan sé vissulega slæm
Helgi (#23) – hvar drulluðu eigendur síðunnar yfir þig? Ertu að tala um svarið frá Einari Erni við ummælum þínum eftir leikskýrslu mína við þann leik? Þar sagði Einar Örn orðrétt:
Hvernig er þetta að drulla yfir þig? Hann svaraði þér bara. Endilega vertu ekki að reyna að búa til úlfalda úr mýflugu eða ljúga einhverjum sökum upp á menn sem hafa ekkert gert til að verðskulda það.
Hitt er svo annað mál að svo virðist sem spá þín sé að rætast, Lyon eru að láta Fiorentina kafsigla sig miðað við tölfræði og stöðu fyrri hálfleiksins þar. Hlakkar mikið í þér að hafa haft rétt fyrir þér?
Eitthvað segir mér að “Helgi” komi ekki aftur, amk ekki undir því nafni. Alveg ótrúlegt það sem menn nenna að væla yfir þessar vikurnar.
Koma svo Liverpool – vil sjá Aquilani koma snemma inn, Lyon setja svona eins og eitt mark. Nokkuð ljóst að ef Fiorentina setur annað þá er þetta búið.
YNWA
Jæja, miðað við textalýsingu BBC er eitthvað líf í sóknarleik Lyon og þeir að reyna að jafna. Vonum að það takist. Kortér búið af seinni hálfleik og okkar menn í stöðugri sókn án þess að ná að brjóta vörn heimamanna aftur. Væri ekki tilvalið að gefa Aquilani hálftíma núna, gegn skítlélegu liði sem virðist ekkert ætla að pressa okkur svo stíft?
Koma svo Rafa … skipta fyrr en á 70. mínútu. Þú getur það alveg, ég hef trú á þér! 😉
Ó, nei , Kristján. Það er sorgleg niðurstaða. Það er það sem ég óttðaist en var alltaf að vona að yrði ekki. – En kannski flokkast það undir væl, Eyþór.
Var auðvitað of fljótur að senda, en ætlaði að segja þetta líka: Fyrr í kvöld var ég of fljótur að segja DRULLA YFIR. Í minningunni hljómaði það með ansi köld gusa. Biðst forláts á orðbragðinu. Ekki meiningin að vera með stóryrði.
lyon jafnar og debrecen jafnar! því miður er alveg sama hvað menn reyna þá er þetta rugl sem er búið að vera í gangi ekki búið! þar sem gjörsamlega ekkert gengur upp!
Ég bara skil ekki afhverju Aquilani er ekki að fá mínutur í þessum leik. Hann er ekki einusinni að hita upp. Ég bara get ekki skilið þetta.
Fyrir þá sem eru að horfa á leikinn að þá sést greinilega að völlurinn er rennandi blautur og mjög þungur í rigningunni í Ungverjalandi. Hann er orðinn mjög holóttur og skorinn sem er algjör meiðslagildra fyrir leikmenn. Sé varla fyrir mér að Aquilani komi inn á í þessum leik.
Amen Freysi # 36 – búin að vera að æfa með aðalliðinu í meira en mánuð, “fitness-level” hans er mjög gott skv Rafa og ofaná þetta allt saman þá þarf hann bara leikæfingu (aftur skv Rafa)….. samt geymum við 20m punda manninn okkar á miðjunni því að Lucas og Masch eru að spila svo vel eins og liðið allt…
… eða hvað ? Óskiljanlegt…
Á bekknum átti þetta að vera, ekki á miðjunni – það er krafan auðvitað 😉
Lisandro Lopez var að koma inná fyrir Lyon. Koma svo!
Ó, Rafa! Benayoun kemur inná fyrir eina manninn okkar sem hefur ógnað marki andstæðinganna í kvöld, Ngog. Hver í ósköpunum á að vera framherjinn í þessu liði?
Og hvar er Aquilani?
Jedúddamía….
og hélt ad karlinn hefði klárad skiptingar í sídasta leik.
hvað er með þennan helvítis þjálfara útafhverju skiptir hann ekki Aquiliani inná djöfull eru Liverpool ógeðslega lélegir í þessum leik hvað er i gangi núna tekur hann Ngog útaf til að halda 1-0 á móti þessu skita liði eigum ekki skilið að fara áfram i deild meðan þeirra bestu með menn eins og Lucas kuyt og fleiri vona að hann verði rekinn á eftir og fær ekki far til baka
Þessir pappakassar a miðjunn hjá okkur eru svei mér þá að tapa henni !
Gegn liði sem er líklega lélegra en öll liðin í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir allt í jöfnunarmark
Ég verð nú bara aðeins að steam-a smá. Ég hef ekki mikið verið að kvarta undan Benítez en ég er virkilega farinn að efast um metnaðinn hjá honum. Ég hefast ekkert um það að hann vilji vinna alla leiki. En aftur á móti þá sættir hann sig við 0-1 sigur á móti mjög slöku liði. Við eigum að valta yfir svona lið og byggja bæði upp smá sjálfstraust og einnig smá ótta í hjarta andstæðinga sem við eigum eftir að mæta. Það er engin ógn í þessum leik og síðan að taka framherja útaf og setja miðjumann inná er bara einfaldlega óásættanlegt. Ég tala nú ekki um Aquilani
Spái einu marki í viðbót í uppbótartíma – hjá Debrecen. Jafnvel sjálfsmark eða vítaspyrna eftir heimskulegt og óþarft brot. Mundi kjarna seasonið hjá okkur so far.
88 mínúta og bara búið að skifta 1 manni inná…. ég botna ekki í þessari áráttu.
úff og svo kemur Dossena inná…
Það er óvirðing við fótboltann að kalla það sóknarleik þegar við sækjum fram, engin hraði!
Dossena ?? Hvað er í gangi
þetta var þá skiptinginn dossena inná þetta er fífl þessi þjálfari hvernar á Aqiuliani að geta komist i leikform ef þetta var ekki leikurinn þá veit ég ekki hvað
Sem betur fer heldur maður með 3ja flokki Breiðabliks. Í alvöru
Frábært. Aquilani kemur inná … á 91. mínútu. FRÁBÆRT!
Meira að segja Dossena fékk að spila meira en Litli Prinsinn í kvöld. Hvers vegna í ósköpunum skil ég ekki.
Aquilani á eftir að breyta leiknum. Gott að koma honum í smá leikæfingu. Skiptingin tefur líka, fullkomið move.
Ha ha ha, Aquilani fær 40 sekúndur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég er orðinn helvíti þreyttur á að horfa á þetta helvíti! Við erum að spila leiðinlegasta boltann í deildinni, allir með hangandi haus, enginn hraði og það er eins og enginn á vellinum hafi hugmynd um hvernig á að spila sókn.
erum alveg að skíta á okkur á móti þessu rusl liði!
Við vorum heppnir að vinna. Sorglegt.
Burtu með Benitez. Hann er kominn á endastöð með þennan klúbb.
Yeah! Sigur, sluppum fyrir horn.
hahaha þvílíka lukkan í restina að þeir jöfnuðu ekki. Kommmma svo Lyon…
það ætti að vera stefna hvers þjálfara með einhvern smá snert af metnaði fyrir sóknarleik að banna tilbaka sendingar nema fyrir algjöra neyð. Vá stundum hélt ég að þeir hefðu ruglast eitthvað og væru farnir að sækja að eigin marki. Í hvert sinn sem að var séns á skyndisókn með hraðan að vopni var stoppað litið í kring um sig og svo sent til baka.
Ég dáist reyndar að ykkur öllum fyrir að vera dyggir stuðningsmenn Liverpool, þótt stundum geti það þýtt þunglyndi og svefnlausar nætur. Ég sé að stuðningurinn skín úr hverju orði. Menn eru orðhvatir. Þannig á það líka að vera. Við segjum allir eitthvað misgáfulegt i hita leiksins. En því miður var vilji Lyon til að tækla þetta sorglega lítill framan af; vaknaði í lokin. 13 skot á markið á 90 mínútum, 4 á rammann segir svolítið; er það toppliðið? En kannski er ég ósanngjarn eins og venjulega. Þeir bara náðu ekki að skora, segir einhver. Samantekin ráð. En kennir Liverpool fyrst og fremst hversu ömurlegt það er að treysta á úrslit annarra leikja, þegar menn standa sig ekki nógu vel sjálfir. Sjáumst á næsta ári.
Þá er það orðið ljóst UEFA CUP er staðreyndin….
Jæja þá er það búið. Eigum ekkert meira skilið, því miður.
Þannig fór um sjóferð þá! Ég er hræddur um að þetta dragi en máttinn úr liðinu okkar og þessi leiktíð er farin að líkjast meira og meira síðasta árinu hans Houllier. En það hefði verið táknrænt ef leikurinn hefði endað með jafntefli þarna í lokin,en sem betur fór þá reddaði Reina þessu á síðustu sekóntunni. En þessi leikur skifti ekki neinu máli,þetta tapaðist á Anfield á móti Lyon.
Hverju hefði skipt að fá Aquilani inn á í þessum leik, skil ekki þennan grátkór. Við unnum leikinn (þó við höfum verið heppnir að fá ekki mark á okkur undir lokin), gerðum allt sem við gátum en það var ekki nóg því við þurftum að treysta á önnur úrslit.
Come on Europa League!
Það er náttúrulega klárt að Liverpool getur fyrst og fremst kennt sjálfum sér hvernig fór.
Staðan í nóvember er því svona:
Liðið er dottið út úr CL.
Að berjast um 4. sæti í PL.
Dottið út úr deildarbikar.
Tveir bikarar í boði þ.e. enski bikarinn……jú og UEFA bikar
Frekar rýrt og óspennandi season verður að segjast….
Hvaða Helgi er þetta eiginlega sem er að kommenta hérna. Maður les í gegnum þennan þráð og það er einsog maðurinn sé að reyna að vera fí*l. Ef ég lít á statistík yfir Lyonleikinn sýnist mér þeir hafa verið betri, en þú mátt endilega halda áfram að reyna að sannfæra alla hérna inni að þú sért Nostradamus endurfæddur og sért að boða okkur Liverpoolaðdáendum fagnaðarerindið. Takk fyrir það vinur.
Þessi evrópu bikar getur ekki verið meira óspennandi. svipaður munur á evrópubikarnum og meistaradeildinni eins og ensku úrvalsdeildinni og 1. deildinni.!!