Eitt af því sem skiptir alveg ótrúlega miklu máli miðað við hvað það skiptir litlu máli við þá upplifun að horfa á knattspyrnuleik er það sem við heyrum úr viðtækjunum meðan á útsendingu stendur. Þeir sem eru í þeirri stöðu að rýna í leikinn bæði fyrir hann, í hálfleik og eftir leik geta haft mikil áhrif á skoðanir áhorfenda og lita þannig umræðuna í kjölfarið. Þá hef ég ekki einu sinni minnst á kallgreyið sem tekur það að sér að lýsa leiknum sjálfum og segja sína skoðun um leið og hann sér atvikið og það án þess að geta ráðfært sig við nokkurn mann. Nóg getur maður farið gegn meginstraumnum þegar leikskýrsla er gerð strax eftir leik hér á þessari síðu.
Það er eins með þetta og mörg önnur störf að þetta er að öllum líkindum mun erfiðara en það lítur út fyrir í fyrstu enda er verið að lýsa leiknum fyrir þeim mönnum sem eru allajafna partur af þeim sértrúarsöfnuði sem við knattspyrnuáhugamenn erum, afar viðkvæmur, með stuttan kveikiþráð, langt frá því að vera hlutlausir og eins misjafnir og við erum margir. Fótbolti er oft sá vettvangur sem við nýtum tækifærið til að fá útrás með því að tala hátt við sjónvarpstækið þannig að líklega fá lýsendur og spekingar ekki alltaf sanngjarna gagnrýni í hita leiksins 🙂
Á þessum mönnum höfum við vel flestir nokkuð sterkar og afgerandi skoðanir svo ekki sé talað um stöðina sjálfa, Stöð 2 Sport (síðast þegar ég man eftir umræðu um Stöð 2 Sport á þessari síðu urðu Einar Örn og Daði Rafns heimsfrægir, það er þeir fóru í sjónvarpið að röfla yfir svimandi háu verðinu).
Svona í ljósi umræðu síðasta þráðar langar mig aðeins að bæði koma með létta krítík á stöðina og helstu kanónurnar og enn frekar opna aðeins fyrir umræðu um þetta málefni. Gaman væri að heyra skoðanir frá stuðningsmönnum annara liða líka en það er algjört skilyrði að menn séu málefnalegir og hafi í huga að um er að ræða menn sem villast hingað inn af og til eða eru jafnvel reglulegir gestir.
Stöð 2 Sport: Eflaust muna margir eftir umræðunni hérna inni þegar 365 náði enska boltanum aftur til sín og hækkaði verðið gríðarlega, sama hvernig þeir reyndu að blekkja fyrir fólki að hækkunin væri ekki mikil. Þá umræðu er búið að taka og ekki ætlunin að ræða það hér.
Hvað dagskrána sjálfa varðar finnst mér 365 í heildina hafa staðið sig alveg stórvel. Með Stöð 2 Sport 2 færðu nánast allan fótbolta sem spilaður er á Englandi í beinni útsendingu sem er betra en meira að segja SKY hefur leyfi til að bjóða uppá. Umföllunin um leikina var stórgóð í fyrra með þætti Heimis og Guðna strax eftir leiki dagsins og öll helstu deilumál skoðuð gaumgæfilega. Eins var gaman að hafa Guðna sem fyrir ekki svo löngu var að spila með eða á móti þessum köllum og þekkir mjög vel til.
Í ár hefur þessari þjónustu aðeins hrakað og er erfitt að fetta fingur út í það enda um að ræða langan og eflaust nokkuð dýran þátt sem alveg er hægt að sleppa þegar illa árar og það þarf klárlega að skera niður á 365 eins og annarsstaðar núna. Ennþá fáum við allavega allann þann fótbolta sem skiptir máli og styttri og einfaldari samantekt eftir leik. Fyrir stóra leikdaga er fengið ýmsa “spekinga” í settið sem lita þetta og er það vel, dagskráin er allavega ennþá aðeins meira en bara leikurinn þegar um stóra leiki er að ræða.
Ef menn hafa síðan Stöð 2 Sport (Sýn) líka þá ertu kominn með nánast allar íþróttir sem sýndar eru hér á landi, það er líka mjög flott stöð sem ætti að hafa eitthvað fyrir alla sem hafa áhuga á einhverri main stream íþrótt.
Gallinn við að hafa þetta allt er auðvitað að það kostar alveg svívirðilega mikið en á móti kemur að dagskráin er mjög öflug, efnið dýrt og oftar en ekki um að ræða eitt af aðaláhugamálum þeirra sem eru að kaupa þetta. Verst er að þetta sjónvarpsefni nær ekki til þeirra sem hafa temmilega mikinn áhuga á boltanum (horfa á leik og leik) því þá er þetta fljótt að verða of dýrt. Mættu hafa leik og leik í opinni dagskrá og auglýsa það smá.
Lýsendur
Uppáhalds lýsandi á Stöð 2 Sport
- Gummi Ben (70%, 566 Atkvæði)
- Hörður Magnússon (15%, 124 Atkvæði)
- Arnar Björnsson (5%, 39 Atkvæði)
- Aðrir, ekki endilega á S2S (5%, 39 Atkvæði)
- Gaupi (3%, 21 Atkvæði)
- Hans Steinar (2%, 15 Atkvæði)
Fjöldi atkvæða: 804
Gæði svona sjónvarpsstöðvar markast fyrst og fremst af mannauðnum, þarna eru vissulega margir allra reyndustu lýsendur landsins sem hlítur að vera gæðastimpill en skoðanir á hverjum og einum eru oft ansi misjafnar. Tek fram að ég þekki engan þeirra persónulega og því auðvitað bara að miða við það sem ég sé í imbanum:
Gummi Ben: Án vafa langsamlega bestur í sínu starfi hér á landi að mínu mati, loksins fannst United maðurinn (ath um er að ræða eintölu hér á landi) sem eitthvað er hægt að hlusta á og það hlítur að segja mest alla söguna að flest öllum Liverpool leikjum er lýst af gallhörðum United manni og samt ríkir nánast alger sátt um hann. Það sem Gummi gerir betur en aðrir er að hann nær nánast alveg að gæta hlutleysis og er að mestu laus við sterkar lýsingar og alhæfingar. Þar að auki er heilmikill lúmskur húmor í hverjum leik sem hittir vel í mark.
Arnar Björnsson: Líklega reyndasti lýsandi 365. Persónulega hefur mér alltaf líkað ágætlega við Arnar, kappið er reyndar stundum svo mikið að varla kemur orð rétt út úr honum en hver hefur ekki lent í því. Eins má hann alveg átta sig á því að Arsenal eru hvorki svona ofboðalega æðislegir né svona voðalega ungir og fleiri svona smáatriði. Arnar vinnur annars heimavinnuna greinilega mjög vel fyrir hvern leik og gleymir sér stundum alveg í tölfræðinni, misjafn er smekkur manna og sumir hafa mjög gaman af því (þó ég hafi það allajafna ekki). Helstu áföll Arnars hvað varðar enska boltan hafa klárlega verið að missa sitt heittelskaða Leeds úr deildinni og eins að Finnan og Finninn Sami Hyypia hafi farið frá Liverpool.
Höddi Magg: Þó ég sé alls ekki alltaf sammála Herði þá virði ég hann sérstaklega fyrir að vera virkur lesandi kop.is og var sá eini sem gaf færi á sér í umræðunni síðast þegar Stöð 2 Sport var á dagskrá. Eins má eiginlega segja að ef maður notar fótboltaleik til að öskra aðeins á sjónvarpið þá er Höddi sá eini sem öskrar á móti! Það sem ég meina er að maður hefur stundum vaknað upp með andfælum við að Wigan hafi fengið horn á hættulegum stað í mikilvægum mánudagsleik við Hull (eða eitthvað álíka). Lifir sig alveg ákaflega inn í leikinn og er gríðarlega einlægur sem gerir það að verkum að Höddi getur aldrei leynt sinni skoðun. Stundum finnst manni það í lagi og stundum pirrandi, er allavega í það minnsta líflegur karakter lumar á gullkornum eins og þegar myndavéilin fór í 1 sek á Tom Cruise á lokaleik Real Madríd tímabilið undir stjórn Capello og með Becks á miðjunni, “Þarna er Tom Cruise, sumir halda að hann sé geimvera” og hélt svo áfram að lýsa eins og ekkert hefði í skorist.
Gaupi: Er það ekki rétt hjá mér að Gaupi er nánast ekkert með enska boltann? Hann er auðvitað annar litríkur karakter sem lifir sig mikið inn í leikinn. Stundum finnst mér handboltinn eiga betur við hann en það er líka oft hægt að hafa gaman af honum.
Hans Steinar: Sama með hann og Gaupa, hann er ekkert með enska boltann er það? Mér hefur alltaf fundist Hansi ágætur læt hann ekki mikið fara í taugarnar á mér þegar hann er að lýsa leik.
Kristinn Kærnested: Ég man ekki hvort hann hafi verið á þessu ári en þar er að mínu mati sá sem kemst næst Gumma Ben í þessum bransa hér á landi. Ef þeir myndu síðan hella nokkrum köldum í hann fyrir leik þá þyrfi enginn annar að sjá um þetta hér á landi ef miðað er við hvað hann getur bullað í míkrafón á skemmtisamkomum.
Spekingarnir
Allajafna er fengið í settið þá sem hafa verið í framarlega hér á landi í boltanum eins og þjálfara og leikmenn ásamt því að við sérstök tækifæri eru þarna spekingar sem teljast meira til þekktra stuðningsmanna liðanna. Eðlilega eru þessir kappar eins misjafnir og þeir eru margir og hafa ekki eins mikla pressu á sér að reyna eitthvað frekar að gæta hlutleysis, flestir þeirra hafa gefið upp eða ekki getað leynt með hvaða liðið þeir halda og menn hlusta á þeirra speki með það í huga, sumum eins og Heimi, Willum og Óla Kristjáns tekst að fara mjög leynt með þetta á meðan öðrum tekst það afleitlega eins og nýlegasta dæmið sýndi glögglega, Leifur Garðars frá því í gær eða Tómas Ingi sem iðulega er til í smá wind-up (gerir það þó á léttu nótunum).
Ég veit ekki hvernig ætti að byggja á annan hátt upp hóp spekinga en þó finnst mér persónulega nokkuð gaman af því að sjá af og til þekkta eða semi þjóðþekkta einstæklina tekna inn af götunni þegar stórir leikir eru, af því gefnu að þeir hafi eitthvað vit á fótbolta. Það er einn frá hvoru liðið eins og t.d. Sigmar og Sigmundir Ernir í gær. SSteinn væri t.d. flottur kandídat fyrir okkur poolara enda fáir hér á landi með viðlíka sambönd inn í klúbbinn sjálfan, hvorki hér á landi né í flestum öðrum löndum utan Bretlandseyja, auðvitað væri þó betra ef þetta væri útvarpslýsing ef SSteinn ætti að mæta.
En ég nenni ekki að fara út í einhverjar nornaveiðar með þessum pistli, allir eru þessir menn að gera sitt besta og þeir sem vilja meina að þeir séu svo miklu betri og meira pro á Englandi ættu að hlusta á Andy Gray í nokkrar mín eða lesa svipaða gagnrýni sem þessir kappar fá iðulega á sig heimafyrir (oft verðskuldað). Þetta er bara til að opna aðeins á umræðu sem flestir hafa skoðun á án þess að tala um hvort menn séu með eða á móti Benitez.
Endilega komið með ykkar krítík en athugið að við verðum kannski örlítið grimmari í ritstýringunni ef yfirdrullið er mikið 😉
Góður pistill, en þar sem ég get ekki látið eftir mér þau fjárútlát sem fylgja áskrift hjá 365 Viðurstyggðum þá ætla ég ekki að kjósa í þessari kosningu 🙁
Benitez er kominn á endastöð með liðið…. nei, hann er bestur. Nei….. jú!!!!
Æ sorrý, ég er alveg í ruglinu hérna. Alla vega, þrusu pistill og sammála svona 99% af því sem þar kom fram.
Kaus Hödda Magg. Hann er kannski ekki hlutlausasti lýsandinn og kannski ekki alltaf með hugtökin og tölfræðina 100% eins og sumir en hann er bara lang skemmtilegastur. Ég tjúnast allur upp við að horfa á leik sem hann lýsir og fyrir vikið verður leikurinn skemmtilegri.
YNWA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ennnnn eitt smá… er Gummi ekki Leedsari eins og bróðir sinn… minnir það
Frábær pistill Babú og ég vona að umræðan í kjölfarið verði fín. Ég horfi iðulega á leikina hjá Stöð 2 Sport ásamt föður mínum og tveimur bræðrum og þótt maður sé æði oft ósammála þulunum hef ég aldrei verið langrækinn yfir því. Þeir segja sína skoðun um leið og hluturinn gerist eða er endursýndur og stundum er maður sammála, stundum ekki. Það sama gildir um sessunautana fyrir framan skjáinn, stundum erum við nánast hrópandi hver á aðra að þetta eða hitt sé kolrangt en mér líkar ekkert verr við þá eftirá, enda faðir minn og bræður.
Ég hef persónulega aldrei skilið e-ð sérstakt skítakst út í þulina því fyrir mér eru þeir ein af nokkrum röddum sem maður hefur yfir hverjum leik. Þeir eru flestir mjög góðir hér á landi og má Stöð 2 Sport eiga heiður skilinn fyrir að halda uppi góðum staðli í þessum efnum.
Hitt er svo annað mál með gestina í settinu fyrir eða eftir leiki (eða í hálfleik). Fyrir mér er það klárt mál að þótt menn reyni að hafa þetta á léttu nótunum eru þessir gestir líka fengnir af því að þeir eiga eitt sameiginlegt: þetta eru leikmenn og þjálfarar úr fremstu röð sem eiga að vita meira um boltann en við hin. Þessa dagana horfir maður á Heimi Guðjóns, Willum, Óla Kristjáns og aðra tjá sig t.d. fyrir og eftir leiki í Meistaradeild og það er bara frábært að hlusta á þá. Þeir koma með innsýn í leikinn sem manni dettur oft ekki í hug sjálfur og auðga þá reynsluna fyrir okkur almúganum.
Sem Púllari (og FH-ingur) er mér alveg sama hvort viðkomandi sérfræðingur heldur með mínum liðum eða ekki. Það sem ég hins vegar ÞOLI EKKI er þegar menn mæta með sjálfumgleðina eina að vopni í settið og gera ekkert annað en hygla undir eigin liði og reyna að bauna á hina. Menn eins og Óli Þórðar, Leifur Garðars (sem var þjálfarinn minn eitt sinn og veit HELLING um fótbolta), Maggi Gylfa og nokkrir fleiri eiga það sameiginlegt að geta bara ekki tjáð sig um fótbolta á faglegum nótum í settinu, síst af öllu þegar þeirra lið og/eða erkifjendur eiga í hlut. Leifur Garðarsson gæti haft helling um Liverpool að segja, sem þjálfari, en þess í stað kýs hann að skjóta nær alltaf einhverjum ódýrum skotum á þá þegar hann tjáir sig um þá rauðu.
Ég vildi óska að þessir fáu sem gera þetta slepptu því og héldu sig bara við að segja sína skoðun á liðunum án þess að hún sé lituð af því hvort mönnum er vel eða illa með klúbbinn. Það er t.a.m. vel þekkt staðreynd á þessari síðu hversu mikið óþol ég hef fyrir Chelsea annars vegar og Real Madrid hins vegar, en ef ég fengi borgað fyrir að tjá mig um leiki þeirra myndi ég einfaldlega greina spilamennsku liðsins og reyna að koma með innsýn í það sem er gott/slæmt þar á bæ, og láta öll ódýr skot eða gagnrýni á aðra hluti vera. Þannig ættu allir að vera að mínu mati.
Bottom line: frábær lýsing og frábær umfjöllun hjá Stöð 2 Sport sem þó dettur stöku sinnum niður á lægra plan þegar þeir fá menn sem geta ekki verið hlutlausir í settið. Á heildina eru þeir þó með frábær gæði og þegar ég horfði á Andy Gray, Jamie Redknapp og félaga reyna að tjá sig um leikina á Sky í gær (var staddur í Glasgow að horfa) var ekki laust við að ég saknaði Hödda, Arnars og Co. 😉
Gummi er góður en Höddi er maðurinn, og Eiður ER saddur.
Okei, þessi brandari:
og þessi:
fengu mig til að hlæja upphátt.
Annars hef ég fylgst með enska boltanum á Canal+ hérna í Svíþjóð undanfarna mánuði. Það hefur verið athyglisvert. Fyrst skildi ég auðvitað ekki bofs í sænsku, þannig að þulirnir voru bara einsog hver önnur umhverfishljóð, en núna skil ég hvað þeir eru að segja. Það eru nokkrir hlutir í þessu:
Mér persónulega finnst Gummi Ben langbesti lýsandinn hérna á klakanum í dag, engin sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana að mínu mati (er líka nokkuð viss um að hann sé Arsenal maður, sagði mér það fyrrum samherji hans úr Val)
Arnar Björnsson fer aftur á móti í mínar fínustu, á mjög erfitt með að horfa á leiki þar sem hann er bakvið míkrafóninn, það að hann virðist alltaf vita uppá hár hvað fer leikmanna á milli á meðan leik stendur finnst mér með eindæmum pirrandi. Restin finnst mér svo bara ágætir, skila sinni vinnu svona yfirleitt án þess að fara í taugarnar á mér, meira getur maður nú varla farið framm á.
Leifur Garðars er síðan maður sem á ekki að vera tittlaður spekingur í umfjöllun um Everton leiki, hann er ekkert nema gallaharður aðdáandi og á að vera tittlaður þannig. Hann eins og þú segir kemur með ekkert til borðsins sem er þess vert að hlusta á. Óþolandi karakter sem á held ég bara heima á körfuboltavellinum haldandi á flautunni.
Gummi Ben fékk mitt atkvæði, kaldhæðnu skotin hans hitta oft beint í mark og ég get aldrei áttað mig á því með hvaða liði hann heldur! Ég er alltaf að spá í því þegar ég horfi á leiki sem hann lýsir hvort hann sé meira á bandi ManUtd, Arsenal eða Liverpool en hann nær alveg að fela það, í það minnsta fyrir mér!
Leifur Garðars og Maggi Gylfa eiga bara ekki að flokkast sem “spekingar” og eiga bara nákvæmlega EKKERT erindi í þessa þætti. Eflaust ágætir þjálfarar en þar við situr. Varðandi þetta með þjóðþekktu einstaklingana þá fannst mér þeir Sigmundur og Sigmar óttarlega kjánalegir þarna, jújú þeir styðja náttúrulega sitt lið og allt í góðu með það, en ég held þeir séu ekkert á BBC gossip kl.6:45 á morgnana.
Ég missti nú af þessu standuppi hjá Leifi Garðars eftir leikinn í gær, en mér finnst reyndar fínt að menn geti misst sig aðeins í það að vera aðdáandi síns liðs, bara upp á skemmtanagildið að gera. Þegar ég var með Sky sports, þá hlustaði ég stundum á fan-commentators og það var oft lygilega fyndið. Þá er bara mikilvægt að menn presenteri sig sem slíka, en ekki sem fótboltasérfræðinga. Sigmar og Sigmundur voru eflaust einmitt fengnir þannig í gær.
Hef svosem lítið út á lýsendurna að setja, hef bara haustið á stöð2sport2. Fannst alltaf Gaupi vera agalegur, lýsti allt of mikið og hefur held ég ekki nóg vit á fótbolta til að geta lýst þessu sómasamlega.
Svo er verðið og skiptingin á þessu auðvitað hræðileg, væri alveg til í að hafa meistaradeildina líka inni á stöð2sport2.
Gaupi er maður… gargandi snilld.
Væri líka til í eina rás sem héti bara “Fótboltinn”, eða mér er svo sem slétt sama hvað hún mundi heita. En á henni væri að finna enska og spænska boltann, bikarkeppnir og meistaradeildina. Ég mundi pottþétt fá mér áskrift á þeirri stöð, en ég tími ekki að borga 5.900 fyrir 1-2 leiki á helgi.
Ég er áskrifandi að Stöð2sport og Stöð2sport2.Ég sé sko ekki eftir þeim penning og leyfi mér þá ekki annað í staðinn til þess að geta haft efn á þessum pakka.
Þetta eru bestu íþróttarásir í heimi og er enginn stöð í heiminum sem hefur rétt á að sýna Enskaboltan,FA CUP, UEFA CUP, Deildarbikarinn,Spænskaboltan, Franska boltan(mega samt sleppa því) meistaradeildina,F1, NFL, NBA og Box(ekki gleyma hinum stórkostlega Íslenska).
Mér finnst Gummi Ben bestu af þessum lýsendum og er það aðalega út af hlutleysi, skemmtilegum frösum og hann tekur ekki alla athyglina frá leiknum með öskrum, of mikili tölfræði eða leiðilegum skotum á leikmenn eða lið.
Það eru nokkrir lýsendur sem fara pínu í taugarnar á mér og ætla ég bara að eiga það við mig hverjir það eru(þeir eru eflaust að gera sitt besta, en það er ríkistjórnin líka að gera).
Hvað ertu að meina Babú? Hefur þú virkilega ekki tekið eftir þeim gríðarlega persónusjarma og þokkafulla útliti sem ég bý yfir? Ef svarið er nei, þá ráðlegg ég þér að fá þér gleraugu og það sterk því þú hlýtur að vera blindur á báðum.
Og hvað var það nákvæmlega Einar Örn sem þér fannst fyndið við þetta hjá Babú?
En annars þrælgóð grein og ávallt viðkvæmt umræðuefni. Menn taka gagnrýni mjög nærri sér í þessu, en ég þakka þó Fowler fyrir það að Hossteinn Gunnarsson sé hættur og að Dolli sé á RÚV. Annars finnst mér lýsingarnar oft þræl fínar og í rauninni eingöngu Gaupi sem mér finnst hörmung að hlusta á, enda finnst mér hann hafa ákaflega lítið vit á fótbolta og skil ekki veru hans þarna, þar sem handboltinn er jú ekki beint að tröllríða þessum stöðvum.
Öðru máli gegnir þó um sérfræðingana. Það er tvennt ólíkt að fá “fans” eða sérfræðinga. Þegar verið er að fá þessa þjálfara og leikmenn úr Íslenska boltanum, þá eru menn að biðja um sérfræðiálit. Sem betur fer er stærstur meirihluti þeirra virkilega góður. Mér finnst til að mynda Heimir Guðjóns algjörlega frábær, mér finnst hrikalega gaman að heyra hann greina leikina. Ekki langt þar á eftir er Ólafur Kristjáns. Eins fannst mér Kristján Guðmunds fínn og Willum á góða spretti annað slagið. En hvernig mönnum dettur í hug að fá menn eins og Leif Garðars, Tómas Inga, Magga Gylfa, Óla Þórðar eða Hemma Gunn, trekk í trekk í trekk sem sérfræðinga er bara beyound understanding. Þeir eru eins langt frá því að acta sem sérfræðingar eins og hægt er. Það eru tugir manna sem hafa komið fram (yfirleitt sjaldan) og komið með skemmtilega sýn á leikina og sérfræðiálit. Því miður þá er ekki hlustað á áhorfendur þegar kemur að þessum málum, sagan hefur sýnt það gjörsamlega.
En þetta er vinsælt umræðuefni og það hafa allir skoðun á þessum málum. Mér finnst alltaf gaman að heyra góðvin minn Hödda Magg lýsa leikjum, og sömu sögu má segja af Kidda og Gumma Ben. Allt lýsarar með mikla innsýn í leikinn, enda með mikla reynslu þaðan (mesta reynsla Kidda kemur þó af The Park).
Ég mun þó seint skilja þá ákvörðun stöðvanna að sýna frá franska boltanum, ef þeir áttu í svona miklum vandræðum með allan peninginn sem var að koma inn, þá hefði bara mátt lækka áskriftina.
Gummi Ben er hands down lang besti þulurinn kjærnested þar á eftir..
Gaupi á náttúrulega að halda sig við þýska handboltann þar er kallinn 100% bestur á því sviði.
Svona karakterar eins og Arnar og Hörður hef ég engann tíma fyrir.
Þeir reyna báðir að vera svaka controversial og það bara hreinlega kemur illa út. Þegar að umræðan snýr að Liverpool þá virðist þetta vera allt ‘anti-rafa’ ‘tveggja manna lið’ ‘rafa er að koma illa fram við x, y, z leikmann’.
Talandi um Hörð þá verð ég að segja að það kemur mér virkilega á óvart að maður sem er jafn harður poolari og raun ber vitni og fyrir utan það að vera íþróttafréttamaður skuli vera svona illa að sér um klúbbinn.. Ekkert persónulegt þetta bara fer í taugarnar á mér..
Arnar.. Eftir að hlusta á hann segja Bilyaletdinov vitlaust svona 40sinnum.
Bíladínadúnadov…. hef ekkert meira að segja.
Spekingarnir eru yfir höfuð þokkalegir..
Hins vegar þegar að þjálfari íslandmeistara FH segist ekki skilja ‘zonal marking’ og fer svo í 5 mínútna ‘rant’ um hversu heimskulegt það sé skorar ekkert alltof hátt..
Mér finnst hins vegar stöð2sport2 vera að apa alltof mikið upp eftir ensku pressunni. Umfjölluninni hefur farið af vitsmunalegu plani niður í ‘sensationalism and exaceration’ og það er ólykt af því.
impz
Bíladínadúnadov
Ef það kostaði ekki mikið að fá þessa Mónakó leiki þá held ég að það séu nú alveg þó nokkrir sem horfi á þessa leiki sem Eiður Smári spilar og hafa áhuga á að fylgjast með honum! Sé allavega ekkert að því að bjóða upp á þá! Ég meina í það allra minnsta varð það til besta rifrildis ársins er Eiður og Höddi fóru gegn hvor öðrum 🙂
Djöfull hlít ég samt að fara fá tilboð frá söludeildinni á stöð 2 sport haha.
Ég vil koma hér að, að Leifur Garðarson sem oft er fenginn sem spekingur er enginn spekingur. Hann er jú knattspyrnuþjálfari og ummæli hans um Rafa eftir Evertonleikinn voru frekar óspekingsleg. Þar minntist hann á það að hann vonaði að Rafa yrði áfram því liðið myndi þá bara halda áfram á niðurleið. Semsagt segir að Rafa sé lélégur þjálfari. Ég held að menn verði að hafa efni á að segja svona ef þeir eru spekingar, hann hefur ekki riðið feitum hesti frá knattspyrnuþjálfun góurinn. Annars finnst mér betra að hlusta á kínversku eða arabísku þulina en þá íslensku ! Kaus því engan …
Gummi fær mitt atkvæði,ég sá þessa uppákomu hjá *bíp* honum leifi og ég hló mig mátlausan og ættlað ekki að trúa því sem ég heyri sko lítið álit hafði ég á þessum *bíp* en boj og boj hehehehe
– tók nettan Óla Stef á þetta Guðbjörn, reynum að hafa þetta á hærra leveli! – Babu
Persónulega finnst mér Gummi Ben bera af þessum mönnum og fyrir þá sem ekki vita þá er hann Utd. aðdáandi en mér finnast lýsingar hans aldrei bera keim af því. Hann hefur, umfram aðra lýsendur, góða innsýn inn í leikinn og skilur bæði taktík, hugarfar og aðra hluti er snúa að leiknum.
Höddi Magg getur gert drep leiðinlega leiki spennandi með innlifun sinni inn í leikinn en það getur þó orðið þreytandi til lengdar að hlusta á hann öskra þegar lið rétt komast yfir miðju. Höddi hefur þann galla að vera með Liverpool á heilanum og ef þið hlustið á hann lýsa þá þarf hann alltaf að minnast á Liverpool….þó svo að hann sé að lýsa leik úr neðri deildum eða spænska boltanum. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það er fyrir stuðningsmenn annara liða að hlusta á hann tala um liðið okkar endalaust. Það er ekki af ástæðulausu að hann hefur ekki lýst Liverpool leik í mörg ár…..hann einfaldlega ræður ekki við það. Varðandi það sem að impz #14 segir varðand fávisku Hödda um Liverpool þá verð ég að vera ósammála. Hef hlustað á mörg viðtöl við hann í þættinum hjá Valtý Birni (sem ég þakka Guði fyrir að sé hættur að lýsa leikjum) og þar er hann alltaf með hlutina á hreinu og klárt mál að hann fylgist vel með því sem er að gerast innan klúbbsins.
Kærnested finnst mér ágætur og mætti fá fleiri stórleiki.
Arnar er ágætur á köflum en endalaust blaður um tölfræði angrar mig en eins og Babu sagði þá gerir það eflaust eitthvað fyrir suma. Arnar er Leedsari en ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að hann væri Utd. maður.
Gaupa nenni ég ekki að eyða orðum í.
Hans er nú minnst í því að lýsa leikjum en hlutdrægni hans skín oftar en ekki í gegn í fréttaflutningi hans í kvöldfréttum.
Varðandi sérfræðingana þá er ég sammála Babu og Kristjáni. Menn verða að gæta hlutleysis þegar þeir eru kallaðir inn sem sérfræðingar. Leifur Garðars hlýtur einfaldlega að vera búinn að skilgreina sjálfan sig sem stuðningsmann umfram sérfærðing í þessum þáttum. Yfirleitt læt ég það fara í taugarnar á mér þegar menn babbla eintóma vitleysu um Liverpool en ég einfaldlega gat það ekki á sunnudaginn. Slík framkoma eins og á sunnudaginn er í besta falli hlægileg og ég fann hálfpartinn til með manninum. Þetta kom verst út fyrir hann sjálfan.
Mín skoðun er sú að þegar menn eru í stöðu lýsanda eða fengnir inn sem sérfræðingar (og fá væntanlega greitt fyrir) þá verða menn einfaldlega að gæta hlutleysis, hvort sem þeir eru stuðningsmenn L´pool, Utd eða einhvers annars liðs.
Verð að vera sammála nr. 14 varðandi framburðinn á Bilyaletdinov, fór óendanlega í taugarnar á mér, sérstaklega þegar hann bar það fram á 10 mismunandi vegu í gegnum leikinn, hefði bara mátt kalla hann bilya ef hann höndlaði ekki afganginn af nafninu… þegar hann æsti sig eitthvað var þetta venjulega BILYADÚNADÍNADAV, en mér finnst óskiljandi hvernig hægt er að fá þennan framburð af Bilya – let – dinov
Ég virðist hafa misst af klassísku augnabliki hjá Leifi Garðarssyni um helgina. Var hann virkilega í beinni útsendingu strax eftir tap Everton fyrir Liverpool? Og bjuggust menn við einhverju öðru en biturleika frá Everton-manni (þeir eru jú kallaðir The Bitters) á því augnabliki? Sérstaklega þar sem okkar menn voru, aldrei þessu vant, heppnir að vinna þá?
Mikið hefði ég viljað sjá þennan vendipunkt í íslenskri sjónvarpssögu. 🙂
Kannski best að taka það svo fram að ég tek engan veginn undir það að Leifur hafi ekki efni á að tjá sig eða að hann hafi ekkert vit á því sem hann er að segja. Hafið það frá mér, ég þekki manninn og hef bæði þjálfað undir hans handleiðslu og verið þjálfaður af honum og hann veit helling og er þaulreyndur. Það eina sem ég set út á hjá Leifi er að hann annað hvort nær ekki eða hefur ekki áhuga á að færa þessa þekkingu yfir í sjónvarpssettið þegar enska knattspyrnan er annars vegar.
Þegar maður hins vegar horfir á hann sem t.d. aðstoðarþul á leikjum íslenska boltans á sumrin er sá Leifur sem ég þekki mættur til starfa. Þar er hann jafnan íhugull og fróður um leikina og liðin sem hann er að horfa á. Það virðist eitthvað gerast hjá honum þegar hann tjáir sig hins vegar um enska boltann, hann sér þar ekkert nema tækifæri til að bauna á aðra og/eða reyna að verja galla síns eigin liðs.
Sama gildir um Magga Gylfa. Ég þekki hann lítillega (eða gerði a.m.k. sem unglingur) og hann veit helling um fótbolta en virðist ekki geta skilað því fyrir framan myndavélarnar. Þar hefur hann bara áhuga á að tala sem United-stuðningsmaður sem þykist enga galla sjá á sínu liði.
Kristján Atli: væri gaman að geta komist inn á bloggsíðuna þín aftur.
Gummi Ben er að mínu mati besti þulurinn hér á landi, kemur með skemmtilega hnittin komment og hefur líka heilmikið vit á leiknum. Höddi Magg er síðan skemmtilega æstur í leikjunum. Willum fær mitt atkvæði sem spekingurinn finnst mjög fróðlegt að hlusta á hann greina leikinn.
En varðandi áskriftir að þessum íþróttarásum þá er eitt sem ég ekki skil af hverju er ekki hægt að kaupa einn leik stakann til að horfa á og borga fyrir það einhverja sanngjarna upphæð???
Já sæll Babú. Ég hef ekki ennþá fengið mér áskrift eftir að Stöð 2 tók enska. Er ennþá á þeirri skoðun að þarna hafi “samkeppnin” ekki verið neytendunum í hag. Þurfti stöðin enda ekki að semja upp á nýtt í sumar við EPL um greiðslu vegna sjónvarpsréttarins (jú reyndar hefur gengið færst eitthvað aðeins pínkulítið til)?
Það eru til hagkvæmari leiðir til að horfa á boltann og það án þess að vera með Suður Kóreska eða Sádi Arabíska þuli.
Flottur pistlill, fín umræða og einfaldlega frábær síða hérna hjá ykkur. Er í raun hættur að fara inn á liverpool.is eftir að ég fann þessa síðu.
Annars bý ég í UK og get því ekki tjáð mig um þessa lýsendur en get þó bent ykkur á algjöra snilld ef þið náið því á netinu. Það er bbc radio 5 live held ég. Á laugardögum og sunnudögum eftir leiki er umræða um leikina og svo football phone in sem er bara stand-up útaf fyrir sig. Reiðir stuðningmenn á heimleið brjálaðir, eða ánægðir hringja inn í útvarpið og nöldra.
Húmorinn í bretunum lýsir sér vel í þessum þáttum. 5 stjörnur !
Súri (#22) – ég er að vinna úr smá veseni með lénið kristjanatli.com sem ég hef ekki haft tíma til að ganga í fyrr en núna en á meðan er hægt að nálgast síðuna á kristjanatli.typepad.com.
Annars held ég að sú staðreynd að menn eru ennþá að reyna að komast að því með hvaða liði Gummi Ben heldur eiginlega (ég hélt alltaf að hann væri Púllari) sýni hversu vel sá drengur stendur sig í stólnum. Ótrúlega gaman að hlusta á hann. Aðrir tilnefndir finnst mér mjög góðir, þótt eðlilega séu sumir alltaf meira fyrir ákveðna og aðrir meira fyrir aðra, en Gummi er bara snillingur í þessu. Þarf ekkert að þjálfa Selfoss, bara hafa hann í klefanum með míkrófóninn.
(Hvað dagskrána sjálfa varðar finnst mér 365 í heildina hafa staðið sig alveg stórvel. Með Stöð 2 Sport 2 færðu nánast allan fótbolta sem spilaður er á Englandi í beinni útsendingu sem er betra en meira að segja SKY hefur leyfi til að bjóða uppá.)
Þetta er bara ekki rétt!!!!! Að vísu á flestum stöðum já en Stöð 2 mismunar fólki miðað við hvar það býr og það er óþolandi.
Ég bý á Bifröst og þar höfumvið aðeins eina stöð og hef ég þurft að streama nokkra leiki í vetur þrátt fyrir það ég borgi þessari okurstöð fáránlega háa upphæð nákvæmlega sömu upphæð og þeir sem hafa allar fimm eða sex stöðvarnar.
Eins er farið með hina sport rásina sem sýnir meistaradeildina þar borga ég sömu upphæð og allir hinir en fæ enga hliðarrás. Þannig borga ég hátt í 10 þúsund krónur á mánuði fyrir 2 rásir.
Ég hef hringt og sent póst á 365 miðla til þess að fá skýringar á þessu og þar hef ég fengið þau aumingja svör að hliðarrásirnar séu aðeins bónus við áskriftina en ekki réttindi. Samt auglýsa þessir okrara stöðina með þessum forsendum að með áskrift hafir þú aðgang að nær öllum leikjum í úrvalsdeildinni sem er bara engan vegin sannleikurinn allsstaðar.
Óþolandi já og ég er enn meira fífla að láta taka mig á þennan hátt en ég get bara ómögulega verið án Enska boltans og því hef lítið val um þetta.
….það sem Lýður V 18# sagði.
Nema ég missti af Leif Garðars og veit ekki almennilega um hvað málið snýst, en mig minnir að ég hafi heyrt í honum í útsendingu sem spekingur þar sem hlutleysi hans var líkt og Hannes Hólmsteinn að tala um Samfylkingu vs. Sjálfstæðisflokkinn.
Annars heyrði ég útsendingu með Kristni um daginn og mér fannst hann vera frekar daufur (þó ég vilji ekki heldur Hödda Magg öskur), og mér leiddist við að hlusta á hann.
Ég hef einnig sagt það áður hér á þessari síðu hvað spekingar hjá stöð2sport geta farið í mig eins og Maggi Gylfa, Óli Þórðar ofl. tala aldrei af hlutdrægni um Liverpool og virðast notfæra sér heimildir af Manutd.is eða frá Henry Birgi.
Og ekki láta mig byrja á Valtý Birni, að maðurinn skuli vera með útvarpsþátt er bara vandræðalegt fyrir hann.
Kiddi Kjærnested er alveg ágætur og eflaust toppnáungi. En hann er yfirleitt alltof daufur og það er pínlega augljost að flestir þeir sem finnst hann frábær gera það eingöngu þar sem hann er KR-ingur.
Mér fannst Arnar Björnsson alltaf bestur en hann hefur eiginlega misst þann status á undanförnum árum. Ég þoli ekki hvernig hann lætur þegar hann er til dæmis að lýsa nokkuð stórum meistaradeildarleikjum, mætti halda að hann sé að horfa á heimssögulega atburði eða lendingu á Mars. “Vááááá”-in hans pirra mig.
Ég hélt að Gummi væri Liverpool maður…mér hefur fundist hann vera langt um besti lýsandinn á 365. En ég er ekki að grínast með það að ég hélt að hann væri púlari…YNWA
Gummi Ben er virkilega góður lýsandi. Skilur leikinn vel og er alltaf vel undirbúinn. Nema þegar hann segir dauða-dauða-dauða færi. Það er farið að fara í mínar allra fínustu.
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með Hödda Magg í Liverpool ferð. Topp náungi þar á ferð. Og gegnheill Liverpool maður.
Eins og það er gaman að hlusta á Gaupa í handboltanum. Er hann alveg skelfilegur fótboltalýsandi. Og þegar hann byrjar á “boddinn inná teig” Langar mig bara til að slökkva.
Það er eiginlega ekkert hægt að skammast út í Arnar Björns. Hann greinilega vinnur vinnuna sína mjög samviskusamlega. En my lord. Hann verður að fara að hvíla tölfræðina.
Ég get eiginlega ekkert sagt um Hans Steinar eða Kristinn. Man ekki eftir neinum leikjum sem þeir hafa lýst.
Þessir sérfræðingar eru svo ekki neitt sérlega merkilegir. Ágætis fólk auðvitað, en afar sjaldann hafa þeir sagt eitthvað sem dýpkar einhvern skilning hjá manni um leikinn. Þetta “rant” hjá Leifi um daginn var svo auðvitað kostulegt.
Sjálfum finnst mér t.d. Scums ekkert merkilegir á þessu tímabili, ég er t.a.m. sannfærður um að við verðum fyrir ofan þá. En mér dettur enginn í hug sem er tilbúinn að borga mér fyrir að básuna þá skoðun mína.
Persónulega finnst mér að 365 ætti að fjárfesta í match-of-the-day frá BBC. Ég er nokkuð viss um að það væri lítið mál að selja auglýsingar í þann þátt. Og sérfræðingarnir gætu lært eitt og annað af honum.
Þess utan fæ ég alla þá hlutlausu og málefnalegu umræðu sem ég þarf á http://www.kop.is
Ætla svo að taka undir með #27 Andra Þór.
Ég er einmitt á landsbyggðinni líka, og fæ að njóta sömu kjara og hef einmitt fengið sömu svör. Ef Liverpool er ekki á aðalrásinni, þá verð ég að gera mér að góðu að keyra 75 km leið til Selfoss. það eru 150 km báðar leiðir. En auðvitað lætur maður þetta yfir sig ganga eins hvað annað… Heroín sjúklingur biður ekki um sanngirni :))))
Flottur pistill Babu
Ég kaus Gumma Ben sem besta lýsandann og eins og fleirum hélt ég alltaf að hann væri poolari síðan ég sá hann fyrir mörgum árum á kaffistofu ÍSÍ í laugardalnum þegar ég fór stundum þangað að horfa á leiki, þá var held ég engin íslensk stöð með þetta beint en þetta semsagt var leikurinn frægi þar sem Robbie nokkur Fowler skoraði þrennu gegn Asenal á hvað var það ekki 4 og hálf mínúta eða álíka fáranlegt og þar var Gummi Ben þá ungur og efnilegur leikmaður Þórs á Akureyri, löngu síðar heyrði ég að hann væri Arsenal maður en varðandi stöð 2 sport þá er ég sammála einhverjum sem sagðist vilja hafa allan fótboltann á einni rás, þá myndi ég hiklaust borga fyrir það en hefur enginn spáð í hvernig þetta verður í sumar þegar HM verður á Rúv, það verður ábyggilega meiri martröðin að þurfa á hlusta á lýsendurna á þeim bænum, þá vill ég frekar Gaupa og félaga takk.
Hef alltaf verið mikill Hödda Magg maður og ég hef alltaf haft einstaklega gaman af því að hlusta á hann æsa sig yfir stórum jafnt sem smáum atriðum. Hver man ekki eftir HM 2002 þegar Suður Kórea sló út Ítalíu í 16 liða úrslitum? Það að hann sé Liverpoolmaður fer nákvæmlega ekkert í taugarnar á mér, þó síður væri, en ég skil þó að stuðningsmenn annarra liða gætu fundið fyrir því.
Gummi Ben hefur síðan komið skemmtilega inní þetta, hann hefur mikla innsýn inní leikinn, góðan húmor og þetta flýtur afskaplega vel hjá honum. Heilt yfir besti lýsandinn, hann fékk mitt atkvæði hér að ofan.
Hinsvegar ef við förum að bera íslensku þulina við þá bresku þá finnst mér þeir bresku vera töluvert betri, enda er það varla sanngjarn samanburður. Þeir hafa oftar en ekki góð tengsl við leikmenn og þjálfara og greina leikina skemmtilega bæði í hálfleik og eftir leiki. Match of the Day sem sýndur er í Bretlandi var uppáhaldssjónvarpsefnið mitt þegar ég bjó þar, væri ekki vitlaust fyrir Sýn að sýna hann textaðan hérna heima, ef það er möguleiki?
Nr 27 Andri, ég er ekki nóg inn í svona málum hjá þeim en þetta er auðvitað í besta falli fáránlega lélegt og sérstaklega ef þú ert bara á Bifröst sem er ekki svo afskekkt. Verðið ætti í það minnsta að vera aðeins minna ef þeir geta ekki boðið fulla þjónustu.
Nr.31 Sigurjón, þér vorkenni ég hinsvegar ekki neitt, það er holt og gott fyrir hvern mann að þurfa að keyra á Selfoss 🙂
Er sammála flestum hér að Gummi Ben beri af, faglegar lýsingar og lúmskur húmor. Hef oft gaman af Hödda en hann lætur stundum tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur, t.d. var hann svo fúll þegar England tapaði fyrir Rússum í Rússlandi þá kallaði hann línuvörðinn sauðnaut…. sem er náttúrulega mjög faglegt. Síðan voru náttúrulega kostuleg tvö rifrildi hans og Magga Gylfa í sumar í Pepsi-mörkunum.
Er eiginlega hættur að fylgjast með ,,spekingarnir spjalla” fyrir/eftir leiki eða spekingaþætti þar sem maður getur vel verið án þeirra. Það er helst eftir Meistaradeildarleikina og ísl. boltann þar sem maður sér öll mörk kvöldsins sem maður dettur í svoleiðis pakka. Enn jú ég man sérstaklega eftir því að Óli Þórðar og Leifur Garðars eru mjög ófagmannlegir þegar þeir mæta í svoleiðis þætti, meira eins og þeir séu að skjóta á e-a félaga sína heldur en þeir séu,,fagmenn” í sjónvarpsþætti. Flestir aðrir ,,spekingar” eru faglegir þegar þeir mæta í settið, t.d. Óli K, Tómas Ingi, Reynir L og Rúnar Kristins.
Þetta er bara fótbolti og engin geimvísindi þess vegna finnst mér ég ekki þurfa tvo spekinga til að segja mér frá öllu sem gerðist í leiknum sem ég var sjálfur að horfa á og öll mikilvægu atvikin voru hvort eð er endursýnd margoft þegar ég horfði á leikinn í beinni. Horfi bara á 2min klippurnar á visir.is eftir umferðirnar í enska boltanum á þeim leikjum sem ég hef áhuga á að skoða og það er venjulega alveg nóg.
Skemmtileg umræða, ekki síst ef að tekst að halda henni á málefnalegu nótunum og lausa við skítkast. Ég eins og aðrir á mína uppáhalds lýsendur og síðan aðra sem eru ekki eins uppáhalds. Ég tek undir að mér finnst oft að einlægni og tilfinningasemi megi ekki vanta og þó svo að það verði aðeins á kostnað rökhyggju og jafnvel vandaðs málfars, þá er það bara allt í lagi stundum.
Sumir lýsendur geta farið í pirrurnar á manni. Hef oft átt erfitt með að hlusta á Gaupa. Finnst hann eiga betur heima í handboltanum. Man líka hvað Samúel Örn gat stundum pirrað mig í denn með frösunum sínum.
Ég get skrifað undir að Gummi Ben sé besti lýsandinn í dag. Kristinn Kærnested hefur mér líka alltaf þótt fínn. En ég kaus samt Hödda Magg því að mér finnst einfaldlega skemmtilegast að hlusta á Hödda. Höddi er líflegur og laus við fals og það kann ég að meta. Hefur líka ágætis vit á boltanum hvort sem hann er saddur eða ekki.
Og ef ég fæ að velja á milli, þá vel ég frekar að hlusta á íslenska þuli en þá ensku. 🙂
er sammála því #36 hef aldrei skilið þetta fettish fyrir enskum þulum 🙂
Og í sambandi við þessa s.k. sérfræðinga sem eru fengnir í þættina. Hversu gaman er að fá einhverja trédrumba sem eru lausir við tilfinningahita. Ég vil miklu frekar fá Leif Garðarsson og Magnús Gylfason þó mér finnist þeir báðir vera bíiiiiiip. Þá situr maður allaveganna sem fastast og horfir og svo kemur maður hingað og hneykslast. Bara win, win.
Gummi Ben er yfirburðarmaður þegar kemur að lýsingum. Arnar Björnsson á mjög auðvelt með að eyðileggja leiki með endalausu blaðri og bulli sem á sér ekki stoð í veruleikanum og kemur oftar en ekki öfugt út úr honum, Fyrir utan hversu andstæðingar Liverpool eru alltaf æðislegir, ungir og velspilandi. Það er rán að þurfa að hlusta á þetta fyrir 5900 kr. Er samt snöggt um skárra eftir 2 rommglös á hverfisbarnum það fer bara svo illa með lifrina. Persónulega vildi ég bara hafa ensku þulina en það er víst bannað í þessu kommumistaríki.
P.s Gumma Ben á alla Liverpoolleiki takk
Kristján Atli það getur vel verið að Leifur Garðarson sé fagmaður en hann hefur samt ekki af neinu titlasafni að hreykja sig af sem aðalþjálfari og þess vegna hafi hann ekki efni á að tjá sig með slíkum hætti. Víkingar gátu til að mynda ekki RASSGAT undir hans stjórn í sumar þrátt fyrir að vera með einn besta mannskapinn í 1. deildinni. Hverju sem því líður og alveg án þess að ég sé að gera lítið úr honum þá eru svona ummæli bara leiðinleg og ef maður ætlar að vera bitur þá er betra að vera það ekki í beinni útsendingu !
Gummi er mjög fínn, Höddi líka. Verð þó að segja að ég sakna Snorra Sturlu.
Hvað annars með Adolf Inga, afhverju er ekki búið að kaupa hann yfir á stöð2sport 🙂
frábær pistill í alla staði. ég er sammála flestu en impz í 14 súmmerar þó mínar skoðanir upp.
nokkur atriði þó:
gummi ben, sem er united maður, er yfirburðalýsandi á stöðinni. hann er hlutlaus, fyndinn og umfram allt kann hann fótbolta. kiddi kjærn er svo langnæstbestur.
sumir lýsendur geta hreinlega ekki farið rétt með svæsin nöfn, t.d. Bilyaletdinov, Kyrgiakos, Agbonlahor og Aquilani (reyndar ekki svæsið nafn en þeim tekst samt að klúðra því). mér finnst það frekar dapurt að heyra margar mismunandi útgáfur af þessum nöfnum í lýsingum. ég veit að þetta er smáatriði en þetta á samt að vera á hreinu.
lýsendur eru oft fullmikið í því að básúna eigin skoðunum um lið, leikmenn og umfram allt knattspyrnustjóra. persónulega finnst mér að þeir ættu að fara varlega í það enda eru þeir fréttamenn. fréttamenn eiga jú að vera hlutlausir. þetta er nú yfirleitt í lagi en þeir eiga það sumir til að fara yfir strikið.
gaupi finnst mér vera á réttri hillu í þýska handboltanum. hann hreinlega veit allt um sportið og því er frábært að hlusta á hann lýsa leikjum. hann er eini maðurinn sem á að lýsa stórmótum í handbolta. starfsmenn rúv eru hreinlega ekki starfinu vaxnir.
Gummi ben, klárlega. Aldrei nein vitleysa í honum, tekst alltaf að vera hlutlaus og skemmtilegur, heyrði einhverstaðar að hann væri Man utd aðdándi.
Hafðu einu sinni gaman af honum Arnari en þessi endalausa tölfræði og það að sumt sem hann ætlar sér að segja kemur bara rangt út úr honum pirrar mig, pirrar mig líka þegar hann þykist alltaf vita hvað allir eru að segja og hugsa, blótar stundum dómarann án þess að hafa séð endursýningar, svo þegar hún er loksins sýnd þá kemur í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér.
Og þannig ég haldi þessu áfram þá virðist hann líka vera sá eini sem er í vandræðum með mic-inn sinn, alltaf þegar það kemur þögn, þá heyrir maður hann hamast á músinni (kannski er ég farinn að pirra mig full mikið á honum :P).
Rúv sýnir stundum mörkin úr völdum leikjum, Rúv fékk einu sinni svona endursýningu, og áður en hún er sýnd þarf að skoða og klippa hana til. þegar þeir voru að skoða þetta þá tóku þeir eftir því að ensku þulirnir og Arnar voru báðir að lýsa í einu, semsagt ekki búið að mute-a ensku þulina, en viti menn, þá var hann Arnar að þylja upp nánast orðrétt það sama og ensku þulirnir voru að segja. Sem gæti útskýrt afhverju hann Arnar virðist aldrei ná frösum rétt, virkar ekki alveg að beinþýða frá ensku yfir á íslensku, tók svo eftir þessu á sunnudaginn, man nú ekki hvorn leikinn, en þá er hann að tala um að það séu margir ásar á bekknum. Kannski vitleysa í mér en ég hélt að á íslensku væri talað um að vera með tromp, og þá á ensku ása?
Já hvað varð um Snorra Sturlu… Væri fínt að hafa hann líka þó ekki væri nema til tilbreytingar. Var líka oft skemmtilega þunnur…..
…..já er það kannski ástæðan?
Sorrý að ég kallaði Leibba pííípp og pííípp :):):)
Eitt er það í þessu sem fer óhuggulega í taugarnar á mér. Ég man svosem ekki eftir því að hafa séð það áður, þótt það hljóti að vera, en það voru þessar eilífu skjáauglýsingar í miðjum leik. Dómínós boltatilboð, fór oft fyrir boltann og það sem var að gerast á vellinu. Má þetta? Það er verið að eyðileggja leikinn gjörsamlega.
Verð að vera sammála flestum hérna inni um að Gummi Ben sé sá besti. Arnar er oft ágætur en hefur sína galla, eins og að hann virðist týnast stundum. Gott dæmi í Everton leiknum þegar að endursýningin var á vítinu sem Lucas átti að fá að þá var bara þögn og ekki orð sagt um þetta atvik, hann virtist vera að gera eitthvað annað. Eins á hann það til að finna öðru hvoru liðinu allt til foráttu (man einhver eftir leiknum á móti man utd þegar hann kallaði Hyppia gamlan heimskan vörubíl). En maður sofnar ekki undir leikjunum sem Höddi lýsir.
Ég er sammála Einari Erni að því minna sem þulirnir tala því betri er lýsingin.
Bjarni Fel. Legen…Wait For It…Dary! Hefði fengið mitt atkvæði ef hann væri í boði annars finnst mér Gummi Ben vera lang skemmtilegastur í dag.
Held að MUTE takkinn sé nú besti lýsandinn.
Arnar Björnsson
Hörður Magnússon
Gummi Ben
Gaupi
Hans Steinar
Aðrir, ekki endilega á S2S
En ef ég á að segja eitthvað: Gummi Ben ber þó höfuð og herðar yfir þessar uglur, en það er með öllu óþolandi þegar lýsendur reyna að vera skyggnir og lesa varir í stúdíói.
Takk fyrir góða grein, vel gert.
Gummi Ben er langbestur og myndi ég vilja fá hann til að lýsa öllum leikjum Liverpool.
Sammála Ísak hér að ofan, ég ólst upp með Bjarna Fel sem lýsanda á RUV hann var alltaf bestur þrátt fyrir ýmis orðaglöp 🙂 en er búsettur erlendis þannig að ég get ekki dæmt um þá sem eru í boði. Ég get samt verið sammála mönnum hér að hlutdrægni á ekki heima hjá íþróttafréttamönnum sem að lýsa leikjum, já svo get ég alveg ímyndað mér að það sé ömurlegt að hlusta á hlutdræga “spekinga” fyrir og eftir leiki. Rígur á milli áhangenda á ekki heima í sjónvarpssal. Þar eiga menn að draga upp heildarmynd af þeim leik sem verið er að fylgjast með í það skiftið.
horfi varla á leik nema Gummi Ben sé að lýsa! helvíti skemmtilegur húmoristi ! 🙂
Sammála mörgum hér, Gummi Ben er langbestur. Og já, sér lína fyrir Bjarna Fel hefði verið vel þegin, fyrir okkur “gömlu kallana” sem ólumst upp með rödd hans. Svo var hann svo skemmtilega hallur undir Liverpool. Eitt sinn í upphitun fyrir leik Liv. og ManU ákvað hann að sýna frá eldri leik liðanna þar sem Liverpool hafði unnið 6-0. Það gladdi manns litla hjarta.
http://www.visir.is/article/20091201/IDROTTIR0102/689070651
Þessi frétt er bara til að undirstrika það sem ég hef lengi sagt um óhlutdrægna fréttamenn.
G.Neville Berbatov Anderson Brown Vidic Park Obertan
og svo má deila um Welbeck sem hefur fengið sinn skerf af deildar og meistaradeildarleikjum og Kústtjakk (markmanninn).
Fyrir mér er þetta ekki neitt varalið, þó svo að vissulega er þetta ekki byrjunarlið, heldur er þetta bara breidd hópsins sem kemur í ljós þarna.
Andri Þór #27. Er þetta ekki spurning um senda hjá 365 ?? Ég meina ég er með áskrift af öllum pakkanum uppi í bústað í úthlíð og þar næ ég ekki nema aðalrásinni sem er Stöð2 Sport 2 en ekki kvarta ég af því ég geri mér fulla grein fyrir því að “hliðarrásarþjónustan” nær ekki þangað. Ég held að þetta snúist bara um að sendarnir nái ekki á þetta tiltekna svæði. Annars ertu væntanlega áskrifandi af STÖÐINNI Stöð2 Sport 2 og því er ekki spurt að því hvað þú horfir á marga leiki. Segjum svo að þú fáir verðið eitthvað neðar af því þú getur bara horft á aðalrásina en ekki hliðarrásirnar, eiga þá 365 að rukka þig aukalega þegar þú tekur afruglarann með þér í bæinn og færð að horfa á hina leikina á hliðarrásunum ?? Það er bara eitt verð fyrir alla stöðina og ekkert rukkað aukalega eða minna eftir því hversu marga leiki þú horfir á í sjónvarpinu, þú ert bara áskrifandi af stöðinni og ert bara því miður á einhversskonar skuggasvæði. Að segja að 365 sé að mismuna fólki er bara fáránlegt. Það kostar margar milljónir að setja upp senda víðsvegar um landið og því miður þá eru hér fjöll og dalir þar sem sendarnir ná ekki til. Hinsvegar eru 365 með senda sem dekka mjög hátt prósentuhlutfall landsins og þú verður bara því miður að bíta í það súra að vera þar sem þú ert.
Annars er Gummi Ben virkilega góður lýsandi og fékk mitt atkvæði. Hefði viljað kjósa Hödda Magg líka því þar er á ferðinni góður drengur, vinnur sína vinnu af mikilli ástríðu og hefur mikið vit á knattspyrnu. Svo er Gummi Ben Man United maður, veit það fyrir víst og skrifa það í stein.
Forza Liverpool
@ #57 Austmaður
Það er enginn að segja að 365 sé eitthvað vísvitandi að mismuna fólki eftir búsetu.
Eftir stendur að það er sama verð og mismunandi þjónusta. Þegar 365 auglýsir og selur áskriftir er hvergi tekið fram að hliðarrásinar séu bara fyrir flesta. Það hafði til að mynda enginn fyrir því að segja mér þetta þegar ég keypti fyrstu áskriftina mína.
Auðvitað er dýrt að setja upp þessa senda, það sér hvert barn.
En eftir stendur… Sama verð en mismunandi þjónusta.
Sælir félagar
Ég kaus Gumma Ben og ég er sáttur við hann þó mér sé sagt að hann sé MU maður. Það kemur aldrei fram í lýsingum hans. Ég legg Hödda Magg og Arnar að jöfnu. Þó Arnar sé Leedsari mætti halda að hann væri á launum hjá MU og þar að auki almannatengill Arsenal. Hinavegar hefi ég gaman af öllum þeim upplýsingum sem hann hefur fram að færa. Höddi er á hina bókina lærður. Hann er svo uppfullur af því að ekki beri á stuðningi hans við L’pool að honum hættir til að verða ómálefnalegur ef liðið hans ber á góma.
Annars eru þeir ágætir allir þrír en Kjærnested finnst mér leiðinlegur og sviplaus lýsandi. Hansi er afar slakur fréttamaður og veður grunnsævið og gusar mikið en á bnakvið það er ekkert. Ég hinsvegar þakka guði og þeim feðgum öllum fyrir að Adolf Ingi skuli vera á ríkisútvarpinu. Ef einhver er ömurlegur þá er það hann. En ég veit svo sem að hann kemur þessu máli ekkert við.
Það er nú þannig.
YNWA
Það er nú oft þrælgaman að hlusta á Gaupa, hann er líflegur og ekki hægt að dotta yfir honum. Höddi er minn maður en lýsir of sjaldan. Gummi Ben er góður, en Arnar er því miður stundum ekki í takt við leikinn. Sbr. svakaleg sókn í gangi og hann er bara í rólegheitum að lýsa tölfræði! Hansi, þrátt fyrir að vera ManUnited maður, er mjög góður í sportinu og mætti lýsa í enska…ég hef allavega ekki tekið eftir honum í lýsingum.
ps. Mikið er gott að hvíla aðeins Benitez umræðuna!
Arnar var ágætur og ég er nokkuð viss um að mörgum þótti hann fínn hérna áður. En það er bara þannig að maður fær það stundum á tilfinninguna nú að hann telji sig meiri sérfræðing en hann er í raun og veru.
LEIRKALRINN Hörður: Ég get svo sem alveg haft gaman af honum í dag, kannski fyrst og fremst þar sem hann virðist hafa lagt það á hilluna lýsa Liverpool, en ég á bara svolítið erfitt með að gleyma HM í Kóreu og Japan þar tókst honum hreinleg upp á sitt einsdæmi að eyðileggja nokkra leiki, en manni getur svo sem ekki verið illa við hann endalaust vegna þess, hann var fínn í Íslensku mörkonum í sumar t.d.
En ég verð að fá að segja það að ég þakka guði fyrir að Adolf Ingi er íþróttafréttamaður á stöð sem ekki sýnir íþróttir.
Mín besta upplifun var þegar ég horfði á Liverpool v Cardiff hér um árið. Leikurinn var hvergi sýndur í sjónvarpi þannig að ég keypti aðgang að honum inni á einhverri síðu. Mér til mikillar ánægju var enginn lýsandi á þeim straumnum og því fékk ég að njóta leiksins með umhverfishljóðum af vellinum.
57 maður að austan.
Aðvitað er þetta senda vesen sem er hér þar sem fjöllin fögru skyggja á okkur því miður. Það sem ég er sárastur yfir er að þegar ég kom hingað og fékk mér Enska boltan og gerði skuldbindingu við þá í 12 mánuði var mér selt áskriftin með þeim formerkjum að ég væri að fá allar rásir það var ekki fyrr en ég var búinn að borga og setja upp búnaðinn að það kom í ljós að ég næði aðeins einni rás. Og þá fyrst var mér tjáð um vandamálið ekki þegar ég hringdi í 365 miðla og pantaði áskriftina. Þá útskýringu að hliðarrásir væru aðeins fríðindi en ekki hluti af pakkanum fékk ég ekki fyrr en ég var búin að skuldbinda mig til 12 mánaða., samt auglýsa þeir stöðinna í fjölmiðlum þannig að með áskrift færðu allan pakkan. En ég er með bæði stöð 2 sport og stöð 2 sport 2.
þú segir að það sé fáránlegt að segja að stöðinn sé að mismuna fólki eftir búsetu, en það er nú bara staðreynd hvort það sé full gild ástæða fyrir henni eður ei. Mismununinn er fólginn í því að ég borga sama verð og allir hinir en fæ ekki það sama. Auðvitað opnast sá möguleiki fyrir því að ég gæti tekið afruglaran minn og farið með hann annað og náð öllum rásunnum sem býður uppá margskonar möguleika á svindli. Það sem ég er að meina með mismunun en það að mér var aldrei tjáð það hvað ég væri að fá fyrir peninganna mína. Ég sem “bonus pate” samdi við 365 miðla því algjörlega grandlaus um vandamálið og bundinn við þann samning sem ég gerði en fæ ekki það sem ég borgaði fyrir í góðri trú.
Og Platini með þrumuskot…. rétt framhjá. …og… það er innkast.
Bjarni Fel klikkar ekki.
NFL er ekki lengur á Sýn/Stöð 2 sport og ættu NFL fíklar að gleðjast yfir því. NFL er á ESPN America rás 146 í sjónvarpi símans á 2000 kr á mánuði. Ath ÉG ER HVORKI TENGDUR SÍMANUM EÐA ESPN AMERICA