Auðvitað hefur umræðan um það að kominn sé tími á að skipta um mann í brúnni eftir skelfilegan árangur að undanförnu. Árangur sem ekki er líðandi hjá liði eins og okkar.
En þá kemur alltaf spurningin sem við þurfum að svara. Hvað vinnst og hvað tapast þegar skipt er um stjórann?
Ég ætla alveg strax að byrja á því að segja að ég lenti í því sem leikmaður að þjálfarinn minn var látinn fara. Ég hef verið þjálfari, tók við þjálfun meistaraflokks frá því að vera aðstoðarþjálfari og ákvað þremur árum seinna að ég kæmist ekki lengra með liðið sem ég þjálfaði. Í öllum þessum tilvikum held ég að úrslitaatriði í gengi þeirra liða sem ég lék með og þjálfaði hafi verið einfaldlega eitt.
Hvernig brást félagið við, og hvaða áhrif hafði það á leikmennina!!! Í því tilviki sem ég lenti í að skipt var um þjálfara á miðri leiktíð breyttist ekkert. Við töpðuðum áfram og liðið féll. Líkt og mér hefur fundist gerast ALLTAF á Íslandi undanfarin ár þegar skipt hefur verið um þjálfara á þann hátt að stjórn rekur þjálfara. Endilega koma með dæmi í hina áttina en mér dettur í hug Valur og Þróttur í ár, ÍA síðustu tvö ár.
Aðrir verða að dæma um það hvernig tókst til í mínum tilvikum sem þjálfari. Ég er enn í dag að velta fyrir mér hvort rétt var af mér að taka að mér þjálfunarstarfið á sínum tíma eftir góðan mann – enda vorum við sammála í 95% tilvika. Þegar ég svo hætti tók félagið nýja stefnu sem varð gjaldþrota og þá var ráðinn einn minn besti vinur sem fór í 95% þá hluti sem ég var að gera og náði góðum árangri. En allt er þetta spurning um ef og hefði. Ég held að lykilatriðið sé heildarstefnan og útfærsla hennar!
Út af hverju? Að mínu mati er knattspyrnulið blanda allra þeirra einstaklinga sem þar koma að. Þjálfarinn og aðstoðarmenn hans hafa lagt leikinn upp um sinn, þjálfunin snýst um ákveðna hugmyndafræði og leikaðferðin miðar að þeim leikmönnum sem menn eru með í höndunum. Allar færslur liðsins eru teiknaðar upp og lagðar undir leikmannahópinn. Það að fá inn nýjan stjóra þýðir annað tveggja.
Samfelluleiðin
A) Sá nýji heldur áfram með sömu leikaðferð og lið og áður og reynir að “kveikja” í mönnum á nýjan hátt. Til að það takist þarf viðkomandi að þekkja leikmennina, liðið og félagið afar vel, æfingarnar séu svipaðar eða þær sömu en “nýtt” andrúmsloft ríki meðal leikmannanna fyrst og fremst. Þarna gætum við hugsanlega talað um vel heppnaða hluti þegar Arnar og Bjarki tóku við Skaganum fyrir nokkrum árum. Í Liverpool værum við þá að tala um Sammy Lee eða Kenny Dalglish. Sennilega myndu flestir leikmennirnir og þjálfarateymið klára veturinn og sjá til hvað gerist þá.
Ég elska báða þessa menn en staðreyndin er einfaldega sú að Sammy karlinn átti erfitt tímabil númer eitt hjá Bolton og eftir að Dalglish hætti með Blackburn náði hann bara alls ekki að kveikja í tveimur stórliðum, þ.e. Celtic og Newcastle. Auk þess sýnir hann engan áhuga til að fara í daglega stjórnun liðsins.
Ný lausn – leiðin
B) Ný stefna tekin. Þekktur þjálfari fenginn til að byggja upp liðið. Með öðrum orðum; byrja upp á nýtt. Ég sé ekki nokkra ástæðu til að halda það að einhver reyndra þjálfara úti í heiminum myndu bara halda áfram með upplegg Rafa. Enda væri það víðáttuvitlaust!!! Með því að reka Rafa og ráða nýtt nafn væri verið að segja – “NÝ STEFNA” og auðvitað væri það nýja mannsins að stjórna því hver hún yrði.
Og þá kemur spurningin. Hverjir leikmannanna munu taka þátt í nýrri stefnu. Við sem höfum lesið ævisögur Gerrard og Carra höfum þá séð hvernig mönnum leið þegar Houllier hætti. Carra var strax til í að halda áfram, Owen hafði fengið nóg af þjálfarabreytingum og Gerrard lét Rafa sannfæra sig. Tvisvar. Það flýgur að sjálfsögðu í gengum huga leikmanna þegar skipt er um þjálfara, á ég að halda áfram? Það er morgunljóst. Sú neikvæðni og úrkomuský sem hanga yfir Anfield er ekki að hjálpa okkur og ég ætla bara að segja mína skoðun hér. Ég tel að með þjálfaraskiptum fari Steven Gerrard. Ekki síst vegna hækkandi skatta í Englandi versus Spán. Barca, Real, AC Milan eða Juventus verði áfangastaðurinn. Ég held að SG verði ekki tilbúinn í að byrja uppá nýtt. En það er auðvitað bara mín skoðun. Ég set líka stórt spurningamerki við marga þeirra sem Rafa talaði til liðsins, Torres, Reina, Masch og þá yngri, hvað þá yngstu mennina sem Rodolfo Borrell fékk í sumar. Þeir færu. Fyrr en seinna.
En það má vel vera að sá tími sé kominn, úrslitin að undanförnu eru óverjandi og ljóst að við erum á þrotmörkum. Menn mega bara að mínu mati ekki láta eins og við séum í Football Manager með tölvukarla, heldur erum við með menn af holdi og blóði, skapheita íþróttamenn.
Minni menn t.d. á að frá brotthvarfi José Mourinho hefur Chelsea unnið hvorugan titilinn sem þeir ætluðu sér, þ.e. Meistaradeildina eða Úrvalsdeildina. Það þrátt fyrir þrjá heimsklassastjóra hingað til.
Þetta snýst um samspil leikmanna og stjórans. Ef stjórinn er tekinn, hvað tekur þá við í kafla B?
Menn hér ræða um Mourinho. Auðvitað er hann augljós kostur og ég ætla að taka andúð mína á hans persónu út. Hjá Porto fekk José peninga til að kaupa það sem hann vildi. Hjá Chelsea keypti hann átta heimsklassaleikmenn fyrsta sumarið sitt. Hjá Inter hefur hann fengið peninga til að kaupa það sem hann vildi. Sjá menn mynstur? Hann byggði síðast upp lið án peninga hjá Uniao de Leiria, gerði það reyndar afar vel. Hann hætti hjá Benfica áður. Hvers vegna? Af því hann náði ekki samkomulagi við eigendur.. Hvað varð hjá Chelsea?
Þess vegna finnst mér Mourinho bara alls ekki réttur kostur fyrir Liverpool í okkar stöðu, fjárvana og með skrýtna eigendur. Bara alls ekki.
Klinsmann er auðvitað hlægilegt nafn. Ég sé ekkert í Laurent Blanc sem Houllier hafði ekki og Guus Hiddink tekur ekki að sér að stjórna liði nema mega vera laus án lítils fyrirvara. Það er ekki í okkar spilum.
Ég veit ég endurtek mig þegar ég sé eina B-kostinn vera Martin O’Neill. Vissulega spilar hann ekki skemmtilegan fótbolta alltaf (reyndar mílu skemmtilegri en Mourinho) en hann skilar alltaf árangri og er gríðarlega vel liðinn af leikmönnum sínum og aðdáendum sinna liða.
Mín skoðun
Í dag myndi ég ekki verða neitt brjálaður þó skipt verði um, því ekki ver maður úrslitin. Ég hins vegar er sammála meistara Ian St. John þegar hann vill gefa Rafa séns á að sýna að hann geti snúið þessu við. Bendi t.d. á Arsenal í fyrra og fyrir þremur árum – í dag eru Arsenal menn glaðir með að ekki var skipt um stjóra. Eða United þar á undan þegar þeir urðu ekki meistarar tvö ár í röð og menn töldu Gamla vera “búinn á því”.
En það snýst auðvitað líka um þá skoðun mína að það að reka þjálfara sé í flestum tilvikum skyndilausn til að reyna að breiða yfir einhvern annan vanda.
ohh Maggi nú er maður ekki viss hvoru megin maður á að standa í þessu máli… í gær var maður alveg 100% viss að Benitez væri kominn á endastöð með þetta en nú er ég hreinlega á báðum áttum… annars fín lesning svona í morgunsárið
Kristján V
Sælir félagar.
Frábær pistill Maggi og umhugsunarverður. Hvað niðurstöðuna varðar er þetta auðvitað spurningin sem ég ræði í kommentum ´við leikskýrsluna og Kristinn bentin á. “Er holan orðin of djúp”? Það er spurningin.
Ef hún er of djúp til að Rafa komist upp úr henni verður hann að svara sjálfur. Þá á hann að fara sjálfviljugur, biðjast lausnar.
Ef hann getur náð liðinu og sjálfum sér uppúr holunni vil ég fá yfirlýsingu frá honum um það. Hreina og afdráttarlausa yfirlýsingu frá honum um að hann og liðið geti og ætli að snúa taflinu við.
Í fyrra tilvikinu verður að finna mann til að klára tímabilið t. d. King Kenny og ég tel að hann ráði alveg við það mál til vorsins. Enn varla lengur.
Hvað seinna tilvikið varðar þá verða Rafa og liðið að sýna það og skila árangri. Að vísu missti liðið af mögnuðu tækifæri í síðast leik til að koma sér í betri stöðu. Það tækifæri kemur ekki aftur. En það er samt enn von um meistaradeildarsæti sem er liðinu nauðsynlegt bæði peningalega og ekki síður til að lappa uppá sjálfsmyndina.
Það er nú þannig.
YNWA
Það er eitthvað að hjá klúbbnum þetta gerist allta sama hvaða stjóri er við völd það er bara eins og menn þori ekki að verða meistarar. þegar við erum með möguleikann þá skemmum við þetta bara sjálfir þannig að það hlýtur að vera eitthvað í sál klúbbsins sem veldur þessu. Liðið sem spilaði í fyrra er ekki allt í einu ömurlegt fótboltalið (og það munar ekki svona mikið um Alonso) .
En þrátt fyrir all þá elska ég að halda með LFC það er fáránlega erfitt en Gaman.
ÁFRAM LIVERPOOL
Næstu leikir eru gegn Wigan (H), Portsmouth (Ú) og svo Wolves (H). Léttara prógram er varla hægt að hugsa sér. Svo koma tveir leikir gegn liðum sem við erum að keppa við um 4. sætið – Aston Villa (Ú) og Tottenham (H).
Ef við fáum ekki 9 stig úr næstu þremur leikjum, þá er veruleg hætta á því að þetta lið nái sér ekki uppúr þessari lægð nema með stórum breytingum.
Frábær pistill Maggi, þú kannt að stappa stálinu í menn. Mér finnst menn einblína allt of mikið á að við misstum Alonso í sumar. Menn mega ekki gleyma því að við misstum líka tvo úrvals varnarmenn sem hefðu aldeilis nýst okkur vel í vetur, Arbeloa og Hyypia. Ég held að Hyypia væri eflaust búinn að spila flesta leiki í vetur ef hann væri hér enn og Arbeloa er leikmaður sem getur nánast spilað allar stöður í vörninni (man eftir allavega einum eða tveimur leikjum þar sem hann spilaði í hafsent).
Varðandi þjálfaraskiptin þá er ég alveg á báðum áttum. Ég allavega nenni ekki að fá nýjan þjálfara sem ætlar að byrja upp á nýtt og biðja um þrjú ár til að byggja upp lið.
Ég er og hef alltaf verið fastur á minni skoðun, um að Benítes eigi´að fá meiri tíma með þetta lið, og eftir þessa lesningu þá er ég ennþá meira sannfærandi um það.
Mér finnist ef Benitez ver kominn að loka stöð og á reka hann eftir tímabilið ef Liverpool nær ekki í meistaradeildina eða vinnur ekki evrópudeildina.
Dæmi um framtíðar þjálfara eru Guus Hiddink sem gæti tekið við Liverpool eftir sumar eftir hafa ekki náð Rússland til HM og annar er Ítalinn Roberto Mancini og líka þjálfarinn sem MAN UTD segir sé eftir maður Sir Alex Ferguson Gian Piero Gasperini
Mér finnst stundum eins og meðal stuðningsmanna Liverpool sé kominn upp sértrúarsöfnuður sem fattar ekki að hann er orðinn að athlægi.
Stemningin minnir á íslenska bankaheiminn árin 2006-2007. Húsið er að brenna og allir fyrir utan sjá það, en þeir sem eru inni í húsinu segjast vita betur og hlæja að þeim fyrir utan.
Sleggjudómar um aðra þjálfar eða aðstæður ef Rafa færi minna á viðkvæðið í viðskiptaheiminum 2007, “ímyndið ykkur ef Steingrímur J. yrði fjármálaráðherra, Ísland myndi fara á hausinn”. Og þar með þurfti ekki að efast um þá sem réðu ferðinni þá og engu þurfti að breyta af ófyrirsjáanlegum ótta við eitthvað annað.
Sumir bíða og vona eftir eina litla atriðinu sem á eftir að redda öllu saman, einn leikmaður úr meiðslum, næsti leikur, næsta tímabil. Við vitum betur en aðrir hvernig á að reka knattspyrnuklúbb eða stjórna liði, allt annað er vitleysa sem myndi enda með ósköpum. Aðrir skilja ekki hvernig við gerum hlutina. Við erum alvöru aðdáendur!!!!
Og Liverpool er orðið aðhlátursefni fyrir utan þennan litla sértrúarsöfnuð.
Frábær pistill Maggi 🙂
Mótlæti á að styrkja menn/lið, ekki brjóta niður. LFC eflist bara við mótlætið, þó það taki sinn tíma. Mín skoðun er sú að þetta sé “LOGNIÐ Á UNDAN STORMINUM”. Næstu ár Liverpool undir stjórn Rafael Benitez verða hreint mögnuð, titlarnir og þar með talinn sá STÓRI eiga eftir að hrannast inn 🙂
Ég lifi í þeirri trú og von að góðir tímar séu í vændum.
Áfram Liverpool
Flottasta félag í heimi
YNWA
Hvernig getur Guus Hiddink talist sem framtíðarþjálfari Liverpool ?
Maðurinn er 63 ára gamall og það lengsta sem hann hefur stoppað á ferlinum hjá einu liði var árin 2002-2006 þegar hann var hjá PSV en hann hefur annars alltaf verið skammtímalausn hjá þessum liðum.
Mér finnst Benitez bara vanta þennan mannlega þátt í fótboltanum og svo er hann alltof þrjóskur þegar kemur að taktik.
Það þarf líka að hafa gaman af því að spila fótbolta og það má alveg hafa gaman af því að leggja önnur stórlið af velli og það má alveg fagna mörkum og taka þátt í gleði leikmanna og aðdáendanna.
Daði slakaðu aðeins á drama-nu með bankahruns líkingum og slíku. Það er hlegið að Liverpool þegar að Liverpool tapar alveg einsog það er hlegið að Man U þegar að liðið tapar. Svona gerist.
Við erum að tala um lið sem hefur verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 3 af síðustu 5 árum. Það er ekki einsog þetta séu eintómir vitleysingar sem þar stjórna. Málið er bar að öll nöfnin sem hafa verið nefnd eru ekkert ótrúlega spennandi. Það er vegna þess að allir mest spennandi stjórarnir eru væntanlega í traustri vinnu. Við erum alltaf að tala um stjóra sem hafa floppað í síðasta djobbi (Mourinho hefur ekkert getað í CL, Hiddink komst ekki á HM, Mancini var rekinn, Klinsman floppaði hjá Bayern, og svo framvegis).
Daði: Þegar maður er ósammála einhverjum, þá er hægt að færa rök fyrir máli sínu. Stundum kemst maður af því að maður hafi rangt fyrir sér, stundum kemst hinn aðilinn að því að hann hafi rangt fyrir sér. Síðan eru hægt að gera sig að fífli með því að nota enginn rök, slá upp einhverjum innistæðulausm fullyrðingum.
Fokk! Er til of mikils mælst að menn færi rök fyrir máli sínu?
And we´re not?
Það er ekkert endilega verið að segja að það sé bara eitt atriði sem vanti eða komi til með að redda öllu. Við, þessi hlæjilegi sérstrúarsöfnuður, erum bara alls ekki sannfærðir um að sökin sé öll hjá stjóranum og höfum ennþá trú á að hann geti komið liðinu út úr þessum ógöngum, hann hefur unnið gott starf miðað við aðstæður hingað til. Það er ekki þar með sagt að allt annað sé vitleysa eða komi til með að enda með ósköpum (rétt eins og það er ekki líklegt að nýr maður komi og reddi hlutunum kviss bamm búmm).
Reyndu að koma þinni skoðun á framfæri án þess að tala niður til okkar sem erum þér ekki endilega sammála. Það er alls ekki alltaf þannig að Real Madríd aðferðin sé að gera sig vel, þ.e. að reka stjóra um leið og illa gengur. Sú aðferð gengur ekki einu sinni það oft upp hjá Real Madríd.
Ég er allavega ennþá partur af þeim “sérstrúarsöfnuði” að vilja Benitez áfram og óska þess heitt að hann fái almennilegt back up til að eiga raunhæfan séns að snúa gengi liðsins við, það þarf að gerast strax í janúar.
og já góður pistill Maggi
Við erum búnir með franskan og spænskan þjálfara, er ekki ítalskur þjálfari næsta mál á dagskrá? Tek annars undir með Daða, við erum skíthræddir við breytingar því við óttumst einfaldlega að breytingarnar geri liðið verra en það er í dag. Greining Magga er góð en ég get bætt því við að Viðar Halldórsson, lektor við KHÍ hefur gert rannsókn á þessu og í prósentum hafa liðin á Íslandi bætt sig eftir að hafa rekið þjálfarann. Sumsé, nákvæm rannsókn á stigafjölda fyrir og eftir brottrekstur þjálfara. Þannig að ef vel tekst til í ráðningu þá er ekkert ólíklegt að gengið skáni.
Ég hef ekki áhyggjur af því að ekki takist að finna nýjan mann sem hentar í starfið. Ég deili áhyggjum Magga af því að lykilmenn fari. Það er þó ljóst, því þeir eru með langa samninga, að félagið fær mikla peninga fyrir leikmennina og klókur framkvæmdastjóri með góð sambönd á að geta byggt upp nýtt lið á skömmum tíma. Þegar Rafa Benítez var ráðinn þá vildi ég fá Alan Curbishley, sé það auðvitað núna að það er fráleitt. Þess vegna vil ég ekki úttala mig um það hvern ég vilji fá en mér hefur alltaf litist vel á Martin O´Neill.
Það sem sumir fótbolta ÁHORFENDUR kalla “sértrúarsöfnuð” kalla livepoolmenn alvöru stuðningmenn…… án alvöru stuðningsmanna er liðið lítið sem ekkert.
Ef það er hægt að sanna allt með “prósentum” þá eru það líklega “prósent” líkur að liverpool verði meistarar.
Held það sé líka til ensks rannsókn sem sýni að liðin bæta sig eftir að nýr maður tekur við. En engin tvö dæmi eru eins í því býst ég við.
og mér finnst líkingin hjá Daða í #8 helvíti góð.
Það sem eftir situr hjá mér er einfaldlega það að árangur Benitez í deildinni er mjög slakur, öll árin í raun og veru. Menn verða að líta raunsætt á hvernig deildin þróast og möguleikar liðsins eru, ekki hversu mörgum stigum það er frá toppnum í lokin eða hvort þessi eða hinn stigafjöldinn hefði dugað til að vinna deildina hitt eða þetta árið. Deildin spilast til dæmis allt öðruvísi ef eitt lið stingur af. Ef ManUtd hefði 10 stiga forskot og þrír leikir eftir en leyfðu ungum strákum að spila síðustu leikina og töpuðu þeim á meðan Liverpool saxaði forskotið niður í 1 stig. Liti jú ágætlega út á blaði en þýðingin væri engin.
Það liggur við að ég voni að liðið taki ekki enn einn endasprettinn sem hefst í janúar og kveiki þannig upp falsvonir sem brenna í október á næsta ári. Það þarf einhverjar róttækar breytingar.
Sumir vilja svo bera árangur Benitez saman við árangur Wenger síðustu fimm árin, ekki hefur hann unnið deildina heldur á þeim tíma. Mér finnst bara ekki hægt að líta fram hja því að Wenger kom til Arsenal þegar liðið var í raun á svipuðu róli og lið eins og Aston Villa í dag og bjó á skömmum tíma til meistaralið og hefur alls unnið þrjá deildartitla. Hann einfaldlega getur lifað helvíti lengi á því. Benitez hefur auðvitað meistaradeildartitilinn en hann hefur bara ekki sama vægi.
Veit nú ekki alveg hvort ég á nokkuð að vera að ergja mig á að svara honum Daða mínum, því hann virðist fá eitthvað út úr því að bendla mig við það að mér líði vel þessa dagana á meðan að húsið brennur. Þvílíkt ekkisens bull, ég er alveg hundfúll þessa dagana með LFC og árangur þeirra, en ég bara trúi ekki á að það leysi bara allt að reka Rafa og ráða einhvern annan.
Svo ég endurtaki mig þá er mín reynsla af þjálfaraskiptum ekki sú að allt bara breytist, öðru nær. Hef ekki séð rannsókn Viðars, en það er ekki langt síðan það var tekið saman að skammtímaárangur (ca. fyrstu 10 – 15% móts eftir að þjálfari tekur við) leiðir í um helmingi tilfella til betri árangurs, en til lengri tíma er munurinn miklu meiri. Því miður man ég ekki hver kom fram með þetta á sínum tíma, eru ca. 5 ár síðan og vill því ekki ræða það meir.
En rökleysan um aðhlátursefni sértrúarsöfnuðs er náttúrulega beinlínis vond leið til að reyna að búa til sprengjur. Ég sé ekki neitt jákvætt við það að liðið okkar verði eins og Newcastle, Real og Chelsea sem rekur þjálfarann ef illa gengur. Við erum ekki þannig klúbbur, höfum aldrei verið og er ein ástæða þess að ég elska þennan klúbb minn mjög mikið.
Eins og ég sagði áður í kommentum, þegar Rafa fer og annar tekur við, hvenær sem það verður, mun stuðningur minn við Rafa minnka mikið og algerlega í keppnum og leikjum gegn Liverpool. Nýi maðurinn mun þá fá minn stuðning, þó vissulega ég ætti í erfiðleikum með Mourinho.
Því Daði minn, þetta snýst bara um það eitt að ég styð þetta lið mitt skilyrðislaust og óháð því hvað þar gerist. Jafnvel á þeim tíma sem Paul Stewart, Torben Piechnik, Bjorn Tore Kvarme, Istvan Kozma, Mike Hooper, Don Hutchison, Jimmy Carter og David Speedie voru þar lykilmenn.
Ég ætla ekki að segja að það sé skynsamlegt útfrá öllum sjónarmiðum, en útfrá rökfræðinni er það náttúrulega útí hött að mér verði lítið svefnsamt á Hellissandi af því að lið í Liverpoolborg tapaði leik. Eða það að sama hvað gengur á haldi maður alltaf með sama liðinu, óháð hinu.
En að kalla svoleiðis sértrúarsöfnuð finnst mér barnalegt. Athugasemdir þínar inn á þessa síðu eru oft góðar Daði og mér þætti vænt um að þú kæmir með rök og sannfærðir mig um það hvað mun lagast við þjálfaraskiptin. Ég er alveg til í að láta sannfæra mig um það, en eftir margra klukkustunda pælingu í gær var þessi pistill minn afrakstur.
Stórfyrirtæki eins og Liverpool Football Club stendur ekki og fellur með einum manni. Það er mitt mat í dag. Ekki síst útaf því að mér finnst ég ekki sjá neinn í dag sem myndi sinna liði dagsins í dag betur og þar dreg ég strikið mitt.
En ég ítreka að ég er afar ósáttur við gengi LIVERPOOL, leikmanna og félags og heimta af öllum sem þar vinna að þeir leiðrétti gengið. Undir stjórn foringjans. Ef hann sýnir ekki bara strax að hann sé þess verður þarf að setjast yfir hvaða leið á að fara, leið A eða B.
Mér fyndist t.d. gaman ef að þú kæmir með tillögu um það og eftirmann. Með rökstuðningi helst…..
p.s. það er til millivegur frá því að fylgja einhverri lífsspeki að reka aldrei þjálfara og að verða eins og Real eða Newcastle sem skipta um mánaðarlega.
Takk Maggi fyrir frábæran pistil. Gott að heyra menn með reynslu úttala sig um hlutina. Hef smá reynslu af verkstjórn og ég veit að það er auðveldara að tala um en að komast í!!
Ég er sammála því að það er stórhætta á því að við missum menn eins og Gerrard og Torres ef það yrði skipt um stjóra. Það er ekkert víst en það er hætta og það þyrfti bara fljóthugsuð misheppnuð stjóraskipti til þess að myndi gerast.
Annars heyrði ég komment þegar ég var að horfa á leikinn í gær frá sessunaut mínum sem fékk mig til að hugsa. Hann sagði að sennilegast væri bara best að Gerrard færi!! Já.. ég veit.. guðlast! En punkturinn er að stundum virðast menn hverfa þegar hann er nálægt. Benayoun sást ekki í leiknum í gær einhverra hluta vegna. Ég er að sjálfsögðu ósammála þessu með Gerrard(það er að láta hann fara) en eftir stendur að eitthvað er að og mér hefur fundist vanta alla liðsheild í liðið í vetur. Þar sem menn eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn og manninn við hliðina á sér! Það er einhver “dínamík” í gangi innan liðsins sem þarf alvarlega að brjóta upp.
Ég er sammála því mati að það er ekki raunhæft að reka Rafa akkúrat NÚNA. Það er ekki nema hann skili minna en 50% árangri í jólatörninni og við erum að horfa upp á algjört stórslys í uppsiglingu sem kannski það barasta verður að grípa inn í. Er samt ekki að sjá það gerast. Eins og Einar Örn benti á þá getur leikjaprógrammið sem er framundan ekki verið okkur hagstæðara. Nú þurfa stigin að hlussast inn. En ef það verður að grípa til stjóraskipta á miðju tímabili þá held ég við verðum að fá einhverja hárþurku týpu með blóðið á suðustigi til að hrista upp í hópnum. Því það vantar ekki hæfaleikana í hópinn okkar. Það vantar bara að negla menn saman og fá þá til að spila eins og enginn sé morgundagurinn. Það fór um mig heyra Fabregas tala um hárþurkuna hans Wengers í leikhléi á Anfield! Ég held að okkar hópur þurfi einmitt á slíku að halda núna.
YNWA
Ég held að skipta þjálfara sé góð leið til endurnýja liðið en það getur verið líka hræðileg mistök einsog þegar Chelsea samdi við Scolari en þjálfara skiptin einsog Guus Hiddink og Carlo Ancelotti voru mjög góð fyrir þá.
En baklandið verður að vera fjárhagsleg góð til að styðja nýja þjálfara því Liverpool er ekki Jafngott Fjárhagsleg sterk einsog Chelsea ,Man City og Real Madrid sem geta rekið hvern þjálfara sem getur ekki skilið sinni vinnu og fengið nýjan þjálfara í staðin og hafa efni á að kaupa leikmenn sem hann vill.
Menn eru feykilega góðir hér í að skilja ekki innihald ummæla manna og/eða eigna þeim skoðanir sem þeir eru ekki að halda fram. Sé ekkert í kommenti Daða um að hann gefi í skyn að viss hópur hafi ánægju af núverandi ástæðu. Inntakið með þessari Hrunssamlíkingu sýnist mér vera að þessi hópur lifi í sömu sjálfsblekkingu og blindu og stjórnmála- og viðskiptalífið á Íslandi gerði fyrir Hrun.
Langar aðeins að tjá mig um Scolari, Hiddink og Ancelotti.
Fyrir það fyrsta fékk Scolari ENGAN tíma til að sanna sig. Kostaði Chelsea um 30 milljónir punda og leikmennirnir voru alveg sáttir við hann. Hiddink tók við og gerði liðið að FA-bikarmeisturum og datt úr í undanúrslitum CL. Ef Scolari hefði klárað með þessum árangri hefði hann samt verið rekinn. Því Roman vantaði blóraböggul fyrir nokkrum tapleikjum. Scolari er frábær, frábær, frábær þjálfari sem er beinlínis bull að dæma óhæfan þó hann hafi tekið við kolbrotnu Chelsea liði eftir brottrekstur Mourinho. Avram Grant náði betri árangri en hann en var rekinn. Af hverju að borga 10 milljónir fyrir það? Hann náði mun betri árangri en Guus Hiddink en svo mála menn Hiddink upp sem einhvern sem bjargaði. Hverju þá??? Hann stóð sig verr en Grant!
Ancelotti er í dag með 77% árangur. Chelsea náði 75% árangri undir stjórn Grant og 73% með Hiddink/Scolari. Þeir eiga enn eftir að ganga í gegnum janúarmánuð og Afríkukeppnina, nokkuð sem ég held að verði þeim erfitt.
Þeirra stigatala í dag miðað við í fyrra myndi ekki skila þeim toppsætinu, sem við auðvitað áttum þá. Að auki eru þeir búnir með okkur og United heima, en munurinn þeirra nú og þá er að nú spila þeir skemmtilegan fótbolta og Ancelotti ræður vel við stóru liðin, en verr við þau minni (eins og Wigan og Everton).
Þannig að mér finnst Chelsea farsinn einmitt dæmi um hvernig á ekki að vinna.
Í fyrsta lagi náði Avram Grant frábærum árangri með liðið, svo fá þeir þann þjálfara sem hefur náð bestum árangri landsliðsþjálfara í heiminum og reka hann eftir fimm mánuði, sennilega vegna fýlu leikmanna eins og Drogba og Shevchenko, ráða þá vin eigandans og tala jákvætt um hann á meðan hann er áður en þeir kaupa enn nýjan mann.
Sennilega hefur þetta kostað félagið um 40 milljónir punda!!!!
Þvílíkt og annað eins bull hef ég ekki kynnst. Svo röfla menn um metnað hjá svona fyrirtækjum. Ég kalla þetta ekki metnað heldur valdahroka…
Þá langar mig Kjartan að vita hvar ég lifi í sjálfsblekkingu í pistli mínum og/eða athugasemdum.
Er það þitt mat að það sé sjálfsblekking að telja það ekki vera lausn að skipta um þjálfara, þrátt fyrir rökstuðninginn minn? Gott þætti mér að fá rökstuðning við því…..
Tilvitnunin í Daða sem olli til þess að mér fannst hann segja mér að einhverjum liði vel í núverandi ástandi…
…Húsið er að brenna og allir fyrir utan sjá það, en þeir sem eru inni í húsinu segjast vita betur og hlæja að þeim fyrir utan….
Lykilorðin þarna eru “segjast vita betur”. Gefur ekki í skyn að þeim líði vel þarna inni í hitanum heldur að þeir geri sér ekki grein fyrir að húsið brenni eða haldi að þetta sé allt í lagi! A.k.a. sjálfsblekking…
Martin Oniell er maðurinn… litríkur maður sem sýnir tilfinningar fyrir leiknum! Ekki e-h helvítis vélmenni sem gerir ekkert annað en að benda og skrifa í bókina. Svo segir hann alltaf það sama “we were unlucky, maby next time” Er orðin svo langþreyttur á þessu öllu saman, og það er loksins núna farið að sýna sig að þessi maður er ekki að fara færa okkur Englandsmeistaratitil, við getum alveg gleymt því. Síðasta tímabil var bara Once in a lifetime, Verðum að fara finna virkilega góðan þjálfara. En það er bara mín skoðun og þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar!
Algerlega frábær skrif Maggi, bæði í gærkvöldi sem og í dag. Vel gert.
Skrif eins og hjá Daða eru algerlega ekki orkunar virði. Auðvitað hefur hann sinn rétt á sínum skoðunum. En ég man hreinlega ekki eftir því að hafa lesið annað eins bull. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvert er verið að fara með þessu!
Ef það að styðja mitt lið í gegnum góða tíma og slæma, gerir mig að Andrési Önd, þá er ég Andrés Önd.
Rafa eða ekki Rafa…
Er það ekki bara spurning um brake-point hjá mönnum? Hvenær nóg sé nóg? Persónulega þá fylltist mælirinn minn í gær. En margir eru ósammála mér um það, þeim fer þó óðum fækkandi. Stóra spurninginn er svo auðvitað brake-pointið hjá Gillet&Hicks. Eftir uppákomuna í gær hljóta þeir að vera farnir að skoða hlutina allalvarlega, þeim vantar meiri vinsældir og það strax!
Áfram Rauðir
mbkv
Andrés Önd
og annað…
Hvar er Scolari þessa dagana?
Eru menn ekki bara að gera of miklar kröfur vegna þess að liðið heitir Liverpool. Spurnig hvort þetta sé ekki fallið stórveldi ?
Góður pistill, mjög svo. Ein mjög mikilvæg spurning í svona aðstöðu er líka hvað leikmönnunum finnst. Hafa þeir ennþá trú á stjóranum ? Það er náttúrulega ómögulegt fyrir okkar að dæma um það, enda myndi enginn heilvita leikmaður segja opinberlega að þjálfarinn sinn ráði ekki við verkefnið. En mennirnir bak við tjöldin hljóta að vita meira um þetta og taka þetta með í reikninginn þegar framtíðin er skoðuð.
Ég hef sjálfur verið mikill Benitez maður og er enn, þetta er frábær þjálfari, fagmaður út í gegn. En þegar maður horfir á Liverpool spila í dag fær maður á tilfinninguna að hann sé kominn á endastöð með liðið. Tímabil brostina vona, andleysi í liðinu og mikill pirringur í gangi, sem ég skil fullkomnlega. EN hann á skilið tækifæri til að rétta úr kútnum. Eins og Einar Örn bendir á eru næstu þrír leikir á móti Wigan, Portsmouth og Wolves. Kjörið tækifæri til að taka gott sigur run og fá smá sjálfstraust í liðið. Taka stefnuna á topp fjögur, sem ætti að takast (5 stig í 4.sætið), og taka svo vel hugsaða ákvörðun í lok tímabilsins út frá þeim markmiðum sem lagt var upp með og framtíðarhorfum. En ef okkur tekst ekki að vinna þessi lið og vitleysan heldur áfram er Benitez búinn með sína sénsa.
Nei Jónas, um leið og menn hætta að gera kröfur, þá er Liverpool fallið stórveldi.
Góð spurning Jónas.
Ég er allavega algerlega sannfærður að þegar Rafa tók við var Liverpool fallið stórveldi, eftir lestur bóka Carra og Gerrard er það augljóst. Var að mínu mati fyrsta skrefið í rétta átt þegar Hicks og Gillett keyptu Torres, Babel, Lucas og Benayoun á einu bretti án þess að þurfa að selja fullt í staðinn. Sú staða hefur heldur breyst síðan…
Væntingar eru erfitt hjálpartæki oftast…..
Spurning um þá stöðu sem eigendur liðsins eru komnir í, geta þeir rekið Rafa peningalega séð? Þora þeir að reka Rafa enda komnir niðurfyrir rauða strikið á vinsældamælinum hjá stuðningsmönnum?
Gamlar Liv kempur eru mjög óhressir með gengi liðsins og vilja láta RB fara, að hann sé andlaus og kominn á endastöð með sjálfan sig. Lesið á Liv klúbburinn á islandi. Já segi ég hann er frekar andlaus og meitlaður í stein brosir aldrei og er alltaf með hálfgerðann fýlusvip…..
Hver er það sem er með dýra leikmenn eins og Babel, Dossena o.fl. fullfríska fyrir utan 16manna hópinn leik eftir leik með tilheyrandi æahrifum á liðsmóral og er með stjórnunaráráttu stöðugt rífandi alla leikmenn og sjálfstraust þeirra niður?
Hver er það sem sagðist þurfa 5 ár til að fullmóta leikmannahópinn og koma Liverpool í titilbaráttu en hefur alls ekki staðið við það? (Útilokaði notabene. samt ekki meistaratitil strax á 1.tímabili)
Hver hefur ekki unnið titil í núna rúm 3 ár fyrir Liverpool? Hver er á góðri leið með að sigla liðinu inní sömu meðalmennsku og er að gerast hjá Arsenal?
Hver er það sem hefur alltaf ströglað við að spila gegn litlum liðum sem pakka í vörn og er fullkomlega engu nær því að finna svör við því í dag, rúmum 5 árum seinna?
Hver er það sem í dag lætur Liverpool spila hrútleiðinlegan skyndisóknar-fótbolta þar sem varnarmenn eru stöðugt að dúndra löngum sendingum á 1 framherja, algjörlega random sóknarleikur og bara vonað það besta?
Hver er það sem hefur látið fjöldan allan af góðum sóknarmönnum fara frá liðinu og heldur stöðugt áfram að spila með sóknarmenn á köntunum og ýmsum leikmönnum útúr stöðum? Hver er það sem keypti ekki striker þrátt fyrir að Torres væri mikið meiddur í fyrra og augljóst að við þyrftum alvöru cover og eyddi frekar 18m punda á upprengdu verði í hægri bakvörð?
Hver er það sem skeit algerlega á sig á leikmannamarkaðnum í sumar og skipti Alonso út fyrir símeiddan algerlega óreyndan Ítala, náði ekki að selja Dossena, Voronin o.fl. í sumar, frysti Hyppia útúr liðinu í fyrra og keypti síðan Kyrgiakos í algjöru panikki í ár?
Hver er það sem gerði klár mistök í að treysta svona mikið á Lucas Leiva og er svo óendanlega þrjóskur sem sauðnaut að láta ekki Gerrard tilbaka á miðjuna eða breyta útaf þessum 4-2-3-1 leikkerfi sínu þegar það er svo fullkomlega auðlesið af andstæðingum okkar og núverandi meiddur leikmannahópur Liverpool hentar því augljóslega ekki? Hver er það sem setur menn eins og Carragher, Kuyt o.fl. aldrei á bekkinn sama hversu illa þeir eru að spila? Hver setur nær skilyrðislaust sóknarmenn á bekkinn ef þeir hafa skorað í leiknum á undan?
Hver er það sem lætur Steven Gerrard ennþá vera fyrirliða Liverpool þegar hann er fyrsti maður okkar á vellinum til að pirrast og hengja haus þegar illa gengur eins og sást greinilega gegn Arsenal?
Hver er það sem notar nánast enga leikmenn úr vara eða unglingaliðinu fyrir utan Insúa og lánar Nemeth o.fl. út? Lét t.d. Pacheco ekki fá fleiri sénsa eftir að hafa virkað ógnandi gegn Fiorentina?
Hver er það sem er búinn að leyfa klíkumyndanir í leikmannahópnum og leyfir Spánverjunum í liðinu að hanga saman einir útí horni með Dirk Kuyt?
Hver er það sem er nýbúinn gera rándýran samning við Liverpool og handvelja í kringum sig her af aðstoðarmönnum og sjúkraþjálfurum, er búinn að stjórna æfingum liðsins frá A-Ö í ár með þeim afleiðingum að hálft aðalliðið er búið að vera á sjúkrabörum það sem af er þessu tímabili? Heldur einhver að slíkt sé bara tilviljun?
Hver er workaholic sem er mjög líklega farinn að ráðskast inná verksvið annarra með mjög misjöfnum árangri þegar hann hefur ekki Pako Ayestaran við hlið sér lengur?
Hver er farinn að hljóma nákvæmlega eins og Gerard Houllier um að tímabilið hefjist núna (fyrir leikinn gegn Arsenal) og að við séum loksins “turning a corner” þegar einn grísasigur næst (Everton)?
Hver er það sem er alls ekki nógu sterkur persónuleiki fyrir enska boltann og spilar hægan meginlandsfótbolta sem virkar í CL en hentar hreinlega bara ekki fyrir þessa hröðu og líkamlegu deild á Englandi?
Hver er það Hr.Benitez? ESSASSÚ?
SHHHIIITTT! Hvar er liverpool þeir eru búnir að fara á hausinn vegna Rafa hann fagnar ekki evrópudeildini í ár ef þeir vinna það er 100%. Við verðum að selja og kaupa í janúar og leikmenn verða að hætta að meiðast hversu oft höfum við tapað í ár vegna meiðsla 4 sinnum og það er fjórum sinnum of oft. Til hvers er Rafa að kaupa 3 varnamenn við þurfum að selja Babel og Dossena og kaupa center til að skora og vinna.
Einar, samanburðurinn við bankahrun er kannski svolítið djúpt í árinni tekið en ég fæ sömu tilfinningu af því að lesa suma hér í allt haust eins og ég fékk af samtölum í kringum íslenska efnahagsundrið á þessum tíma.
Skal róa mig 🙂
Babu, Ísland fór á hausinn ÁÐUR en Steingrímur J. tók við. Punkturinn var að menn vörðu slæma stöðu með því að segja að það yrði allt verra ef einhver annar tæki við. Svo fór bara allt á hausinn áður en hann tók við.
Ekki að ég vilji Steingrím J. til Liverpool, en næsti þjálfari má ekki erfa allt í klessu eins og Steingrímur gerði og Rafa sjálfur á sínum tíma.
Hvað sértrúarsöfnuðinn varðar þá verða menn aðeins að líta út fyrir eigin heim og pæla í því hvernig umræðan er.
Maggi, ég hef aldrei sagt að allt myndi sjálfkrafa lagast við þjálfaraskipti.
Ég hinsvegar skal taka áskorun þinni um málefnalega umræðu og strax eftir að ég lýk síðasta prófinu mínu í HÍ á fimmtudag skal ég skella inn tuttugu ára frústrasjón Liverpool aðdáanda til þín á Kop.is.
Hvað segirðu Maggi? Væri nokkuð úr vegi að fá alvöru debate um stöðu LFC svona rétt fyrir jólin fyrst okkur finnst svona gaman að ræða málin?
🙂
Maggi: Með debate-i meina ég ekki að við þurfum að vera ósammála um hlutina. Heldur að taka fyrir þrjú efni sem ég skal senda þér í tölvupóst og greina þau útfrá okkar mismunandi kögunarhólum.
Hvað segirðu um það?
Ef Rafa nær 4.sætinu þá á hann að fá 1.ár enn
PS. Ég er Man U fan en fyrst og fremst áhugamaður um góðan fótbolta.
Heldur vil ég skipta um eigendur og hafa einn eiganda..! heldur en reka Rafa. Hann fær litlu áorkað í stóru-kaupunum út af fjárskorti eigenda en er að byggja upp yngri liðin sem skilar sér ekki í næsta leik en í framtíðinni.
Hættum þessum vangaveltum og vinnum næsta leik! Benites verður ekki rekinn fyrr en eftir tímabilið í fyrsta lagi! Pistillinn hjá Magga er snilld og nær lengra en að sjálfum gjörningnum, að reka stjórann! Hvað svo?
YNWA
Hann fær nóg af peningum… hann hefur verslað mest af topp 4 liðinum síðustu ár!
Var talað um þetta á SKY í gær að það voru 9 menn í liðinu í gær sem Rafa hefur keypt… þýðir ekki alltaf að væla yfir því að hafa ekki nóg af pening… enda er það hluti af leiknum og ef við höfum ekki nógu pening þá eru við bara lélegri en stóru liðin og eru þá bara komnir í meðalmennsku! Sjá Arsenal þeir hafa aldrei keypt mann yfir 20 milljónir punda!
Ég hata hvernig Liverpool er búið að spila síðustu vikur en hata en og meira þegar Liverpool menn eru að tala um að við höfum ekki nóg af peningum… það er bara ekki rétt!!!!!!
Hefur Liverpool ekki alltaf selt leikmenn til að borga hluta af þessu ?
Ég sá einhverstaðar samantekt þar sem kom fram að síðan 2004 er nettó eyðsla ekki mikil.
Er Liverpool Fallið stórveldi ? held það kannski ef allt liðið fari treysta á tveimur leikmönnum til vinna ensku deildina bara útaf því eru kallaðir Heimsklassaleikmenn og með stjórn sem hunsa öll tilboð í félagið og svo þegar þeim var hunsað af prinsi þá verða þeir vonsviknir.
Ég meina leikmenn einsog James Beatte að vera orðrómur við Liverpool er bara rugl meðan Tottenham og West Ham eru á eftir Ruud Van Nistelrooy og Adriano og Núna eru næstum allar Liverpool goðsagnir vilja fá breytingu.
Liverpool á ekki að spila afgerandi leiki sem skipta sköpum í desember í stað maí og apríl einsog Alan Hansen segir í pistill sínum.
En maður verður að hafa von að Liverpool lendi ekki í sama málum og Newcastle United og Leeds.
veit einhver hvort eitthvað er til í því að Nistelroy (ath stafs,) sé að koma til Liv að láni frá RM
Bill Hicks.
Dossena var í hóp og Babel meiddur. Stjóri með stjórnunaráráttu.
Maður sem ekki áttaði sig á ónýtri stöðu Liverpool þegar hann tók við.
Rafa Benitez.
Litlu liðin eru öll lið í deildinni t.d. tapaði United fyrir Burnley og Chelsea fyrir Wigan án þess að menn svitni. Samt sammála því að erfiðlega hefur gengið að kveða þann draug niður almennilega.
Í gær yfirspilaði LFC lið Arsenal í fyrri hálfleik en töpuðu hausnum í seinni. Ekki sammála hrútleiðinlegum fótbolta fyrr en nú í þessari slöku hrinu.
Fjöldi af góðum sóknarmönnum? Ha? Crouch hefur nú ekki sýnt mikið síðan hann fór og Keane er til sölu hjá Tottenham. Sá eini sem ég sé eftir er Craig Bellamy og hann var látinn fara út af “farangri í golfpoka” til West Ham, en er nú að gera sig hjá City. Aðra veit ég ekki hvern þú nefnir og hvað þá mystíkina um senterana sem hafa verið gerðir að kantmönnum. Einn veit ég um, Djibril Cissé sem gat ekkert sem senter en gat hlaupið og var reyndur á kantinum. Sá er núna á bekknum hjá Panathinaikos og Baros karlinn er hjá Galatasaray. Hann varð að borga 18 millur til að fá Johnson, því Chelsea bauð það sama. Átti hann kannski að spila bara á Degen? Hvaða senter vill koma til Liverpool og verða varaskeifa fyrir Torres? Átti að bæta í hóp Crouch og Keane?
Leikmannamarkaðurinn í sumar. ALONSO VILDI FARA. Þegar þú ert sem þjálfari að spila með leikmönnum sem vilja ekki vera hjá félaginu færðu falleinkunn hjá mér. Hann fékk að vita að hann fengi 20 milljónir til að kaupa “replacement” og ég vona enn að Aquilani nái því, enda með fimm ára samning. Arsenal ætlaði t.d. að selja Henry eftir fyrsta árið en Wenger stoppaði það. Svo þegar þú átt menn á samningi geturðu ekki losnað við þá nema reka þá. Dossena var til sölu og Voronin átti að fá annan séns eftir gott tímabil í Þýskalandi. Agger, Carragher og Skrtel spiluðu feykivel í fyrra og héldu Hyypia að mínu mati réttilega úr liðinu. Rafa vildi ekki að hann færi og bauð honum MJÖG GÓÐAN samning en Hyypia taldi sig ekki komast í lið hjá okkur. Þá vissum við ekki að Agger myndi fara í bakinu og Skrtel yrði slátrað í fyrsta leik. Annars hefði Kyrgiakos ekki verið keyptur og þá fékk Rafa 2 milljóna ávísun að eyða. Annars hefði hann keypt Michael Turner.
Þjálfarar spila sín leikkerfi. Ancelotti er t.d. að spila 442 með tígulmiðju og ég ætla að vera fullkomlega ósammála þér um að besta staða Gerrard sé inni á miðju í alhliða miðjuhlutverki, þá fer sóknarógn hans og tengingin við Torres. Enda kemst hann jú ekki á miðjuna hjá Englandi þó þar starfi að mínu viti færasti þjálfari heims! En við erum ekki með lið í að spila 4-4-2 með þá menn sem við eigum í dag að mínu mati. En þjálfarar eiga leikkerfið sitt, ef að Mourinho tekur við mun hann spila sama kerfi, enda ALLTAF spilað það.
Til að svipta fyrirliða tigninni sem hefur hingað til verið andlit félagsins í allar áttir þarf ýmislegt. Það held ég að yrði einfaldlega til þess að senda röng skilaboð um að honum sé um að kenna. Trúi ekki á svoleiðis nema að eitthvað mikið komi uppá.
Alltaf hægt að ræða tíma unglinga, en þeir bjarga ekki slöku gengi liða. Alls ekki, þar þarf stærri og reynslumeiri menn að mínu mati.
Þú mátt trúa The Sun og Pennant um klíkumyndanir. Ég geri það ekki.
Pako Ayastarian var ekki með í fyrra þegar besti árangur liðsins í 20 ár náðist og ég er handviss um að Sammy Lee er hæfasti aðstoðarþjálfarinn í enska boltanum. Pako þessi var látinn fara frá Benfica í vor og er nú líkamsþjálfari (fitness coach) hjá Valencia. Hlýtur að fara að fá alvöru djobb þessi maður!
LFC gerði langtímasamning við hann, m.a. vegna þess að þeir hafa unnið með honum, vita hvað gengið hefur á og hafa rætt við hann stöðu liðsins út í hörgul. Það er hans stærsti kostur að hann er alltaf á æfingavellinum og er ekki skrifstofumaður. Meiðsli segirðu, væri gaman ef tækin væri út staða meiðsla manna hans gegn öðrum þjálfurum. Held hann sé ekki verri en flestir og Torres karlinn er t.d. búinn að vera mikill meiðslapési… En gott væri ef einhver vildi skoða hann t.d. versus Wenger og Arsenal.
Sammála þér að ég pirra mig á ummælum (Houllierlike) nú að undanförnu og eitt af því sem mér finnst benda til að honum líði ekki vel.
Nógu stór persónuleiki? Ég er með ævisöguna hans fram að Liverpool og bendi þér á að lesa hana. Hann tapaði ekki mörgum rifrildum við Mourinho, er eini sem leggur í að rífast við Rauðnef og er reglulega búinn að láta eigendurna, Parry og aðra heyra það sem hann vill að heyrist. Spilar alltaf á sínu og virðist SKÍTSAMA hvað öðrum finnst og einbeitir sér að sínu liði. Mér finnst hann stundum of mikill persónuleiki og þá þrjóskupungur.
Þannig að við erum sammála um tvo hluti Bill, en ekki fleiri.
Daði, ég er sko meira en til í að heyra í þér með þessa pósta og svara þeim auðvitað. Ég er alls ekki glaður með hlutina og er ekkert að grínast með það að þegar ég læt sannfærast um að aðrar leiðir en Rafael Benitez séu bestar fyrir LFC mun ég sannfærast.
En í dag er ég ekki búinn að sjá neina aðra leið, jafn mikið gaman og ég hefði af því að Dalglish og Lee kæmu að liðinu og allt yrði gott…
Spurning um þá stöðu sem eigendur liðsins eru komnir í, geta þeir rekið Rafa peningalega séð? Þora þeir að reka Rafa enda komnir niðurfyrir rauða strikið á vinsældamælinum hjá stuðningsmönnum?
Ég bý í noregi og er ágætis félagi manns hér sem að kemur úr liverpool og er heitur stuðniingmaður. Hann er að sjálfsögðu í miklu sambandi við fjölskyldu sína og vini í liverpool og hann segir mér að það standi nú ekki það margir á bak við Rafa. Stuðningsmenn vilja hann út
bill hicks…………bravo bravo, þetta er flottasti pistill sem ég hef lesið, ég er samála 98% af því sem þú segir þarna, nema þetta með Kuyt, kuyt er oft að spila ílla en hann er að sinna rosalega vanmetnu starfi, sem maður tekur eftir þegar hann er ekki í liðinu, hann er stanslaust að pressa, sem veldur því að andstæðingarnir eiga erfiðara með að leggja upp í sókn, þurfa að flýta boltanum frá sér, og þessi stanslausa vinna hans utan boltans, þó hún sé ekki að skila neinu, þá þarf vörnin alltaf að vera að spá í honum, og þar að leiðendum opnast plás fyrir torres og gerrard, en þvílíkur pistill hjá þér samt sem áður, þetta er bara hvernig ég sé framlagið hjá honum kuyt
Hvað ert þú að bulla Maggi? Ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt eða lesið að Arsenal hafi viljað selja Henry eftir fyrsta ár hans. Af hverju ættu menn að vilja selja framherja sem skorar 26 mörk á sínu fyrsta ári?
Góður pistill Maggi, en þó með þeim formerkjum að það er ekki undir neinum kringum stæðum hægt að bera saman stjóra starf á íslandi og Englandi það er langur vegur frá því. En samhengið í þessu er svo sem ágætt…. Sjálfur skrifaði ég í bræði minni i gær að ég vildi Rafa burt og það strax, held að það sé stundum betra að telja upp á tíu áður en maður fer af stað í að skrifa hér… Alveg frá því rafa kom til Liverpool hef ég haft trölla trú á honum og hef það reindar enn, en málið er að það er eitthvað mikið að hjá okkur, og þá sérstaklega andlegi þátturinn, það vantar alla gleði í leik okkar t.d. samanborið við síðasta tíma bil… Mér finnst þetta góð rök hjá þér (Maggi) að ef við skiptum um stjóra núna að þá er það bara upp á von og óvon hvort við höldum mönnum á borð við Gerrard og svo ekki sé talað umm Torres og hina spánverjana… Eins og Einar Örn segri hér þá eru þrír leikir framundan sem verða að vinnast og að öllu jöfnu eigum við að vinna þessa leiki og ég held að þessir leikir gætu verið till þess fallnir að koma andlegu hliðinni á rétta kjöl og efla sjálfstraustið fyrir leikin við Aston Villa og Tottenham…. Að fara að ráða King Keny væri tómt bull, nú eða hlust á það sem Klinsman eða Sones eru að segja…. þeir ættu að skoða sinn feril sem stjórar og loka sig svo inni þar sem engin sér þá…. Við höldum áfram að stiðja okkar lið og höfum trú á okkar mönnum og þetta fer upp á við héðan í frá… Því trúi ég…
Má ég samt spurja ykkur sem eru algjörlega á því að Benitez sé rétti maðurinn.
Hversu neðarlega á töfluna má Liverpool detta áður en þið viljið Benitez í burtu ? Ef við töpum á móti Wigan í næsta leik og töpum svo á móti Villa og líka Tottenham, er þá bara ennþá allt í góðu lagi að vera kannski komnir í 12-14 sæti í deildinni og deildin hálfnuð ? Og ætla menn þá ennþá að halda því fram að Benitez sé rétti maðurinn ?
Hvernar er nóg komið að ykkar mati ???
Ég tel að stjóraskiptin séu eina skynsamlega lausnina sem þetta lið þarf…. það sést á leikmönnum inná vellinum að karlinn (Rafa B) er búinn að missa traust leikmann…. það er engin sköpunar eða leikgleði eftir í þessu blessaða liði, enginn tilbúinn að fórna sér fyrir málstaðinn….. ekki einu sinni fyrirliðinn sem er skugginn á sjálfum sér og ætti ekki að eiga fast sæti í þessu liði. Eigendurnir þurfa líka að fara og fjármagn að koma í miklu magni. Nýr stjóri, nýtt þjálfarateymi (Frábært að fá Hypia í þjálfarateymið á næsta ári) þýðir bara eitt…. nýir leikmenn, það eru aðeins örfáir leikmenn sem Liverpool getur byggt lið í kringum…. að mínu mati eru þeir þrír, Pepe Reina, Aquialani og Torres. Ég myndi telja að það væri nokkuð ljóst að Gerrard færi þegar nýr stjóri kæmi og vonandi kæmi nógu mikið fjármagn inní klúbbin þannig að ekki þyrfti að selja Torres en ef ekki tækist að fá nógu mikið fjármagn þyrfti líklega að selja hann til að fjármagna kaup á öðrum leikmönnum. Stefnan sem yrði tekin með öllum þessum breytingum þyrfti að vera til framtíðar…. þá er ég að tala um að byggja upp lið nánast frá grunni, lið sem gæti barist á öllum vígstöðum fram í maí. Stærsta fórnunin sem Liverpool þyrfti að gera er að finna sér nýjan fyrirliða og það strax því að sé sem fyrir er er engan veginn þess valdur að geta dregið einhvern vagn og peppað menn upp, ég sé Reina einna helst fyrir mér sem nýjan fyrirliða jafnvel Ítalann á næsta tímabili ef honum gengur vel eftir áramót
Nú er ég búinn að gefa skepnunum og hugsa þetta soldið betur…
Er svo galið að skipta um stjóra og “byrja upp á nýtt”?
Jafnvel þótt Einhverjar hræringar yrðu leikmönnum, þá ætti að fást allgott verð fyrir þá sem myndu fara. Reyndar held ég að fáir myndu vilja fara, allavega ekki Gerrard.
Ég meina…
Let’s face it! Það er allt í algeru fokki hjá klúbbnum. Sama hvaða tölfræði er notuð, sundbolta, meiðsli osfrv osfrv. Það er hægt að tala sig niður í drep um alla mögulega hluti. Málið er samt ekki flókið. Það er allt í algeru djöfulsins fokki. Helvítis fokking fokk!!!! Andskotinn hafi það.
Eins og ég sagði áður, þá er ég kominn með upp í kok af þessu. Lengi vel þá var ég 100% á bakvið Rafa. Stór ástæða fyrir því var vegna þess að ég sá engan sem gat tekið við af honum…
En er til einhver stærri áskorun fyrir metnaðarfullan þjálfara, en akkúrat sú að koma LFC til fyrri metorða?
*Einhver nefndi Scolari í dag. Eftir því sem ég hugsa meir um það… hví ekki?
*Mourinho er minn fyrsti kostur. Ég veit að fótboltinn sem hann spilar fælir marga frá. Ég persónulega er LFC stuðningsmaður fyrst og fremst. Ef “drillo” Olsen væri sigursælasti þjálfari heimsins þá myndi ég vilja að fá hann!!! Mourinho var einn af helstu ástæðum þess að Gerrard vildi fara til CFC á sínum tíma, og enginn getur neitað því að Mourinho nær árangri hvar sem hann hefur farið.
*Hiddink kemur ekki til greina. Maggi fór vel yfir það. Engu við það að bæta.
*O’neill???? æjj plís kommon 🙁
Ég held að það ætti að gefa Rafa amk út janúar til að reyna að snúa þessu við, hinsvegar er erfitt að sjá hvaða stjóri væri góður þarna inn.
Mikið af góðum pælingum í þessum pistli og athugasemdum, en Maggi, þegar þú segir að Laurent Blanc hafi ekkert sem Houllier hafi, þá er ég ekki alveg sammála. Blanc er að spila mjög skemmtilegan sóknarbolta með Bordeux, og hefur náð ótrúlegum árangri með þá. Hann heldur þessum sóknarþenkjandi bolta sama á móti hverjum, heima eða að heiman. Það hljómar ekki einsog Liverpool undir Houllier einsog ég man eftir því.
En skiljanlega eru menn hræddir við að losa sig við Rafa af ótta við að kjarninn úr liðinu færi með honum, Gerrard, Torres et al.
Ég veit ekki afhverju en ég er alveg pottþéttur á því að Benítez er rétti maðurinn til að koma okkur úr þessum vandræðum og að við munum enda í sæti 3 eða 4. Öll lið eiga sín slæmu tímabil og okkar fer að verða búið. 🙂
Er ekki Trappatoni á lausu?
Já endilega fáum þjálfara sem er að vera 71 árs gamall 🙂
He is currently the manager of the Republic of Ireland national team
Okei, þessi upptalning á þjálfurum sýnir einfaldlega hversu fáa kosti menn hafa. Menn eru farnir að telja sig á það að Scolari sé góð hugmynd (maður sem var rekinn frá Chelsea eftir 3 mánuði.
Og svo Trappatoni, sem er SJÖTUGUR.
Gott að heyra að Sigurjón hefur náð að gefa skepnunum þrátt fyrir allt! Enda snýst víst heimurinn áfram þó LFC vinni ekki alla leiki, svo ótrúlegt sem það er.
Svo ég svari einhverjum í einu finnst mér erfitt að ætla að líta á þessa tvo mánuði án þess að horfa á árið 2009 í samhengi. Þar man ég eftir öruggum sigrum og góðum leikjum minnst til jafns á við þá sem illa fóru, bara 1-4 úrslitin á OT vekja mér ennþá bros. Þess vegna held ég að við séum ekki alveg í helvítis fokking fokki Sigurjón minn! Mourinho er sérstakari en allt og er eini kosturinn í heiminum sem líkist Rafa. En hann finnst mér óþolandi og spilaði sérdeilislega ömurlegan fótbolta alltaf hreint með toppleikmenn, nokkuð sem mér finnst ekki kostur einfaldlega!
Svo ég svari Ásmundi, þá snýst þetta ekki um sæti í deildinni. Þetta snýst í mínum huga að Rafa þarf að láta liðið spila almennilega aftur og fá klúbbinn í almennilegan gang, eins og hann hafði verið í frá hausti 2008 hið minnsta. Í mínum huga er 4.sætið jafn slæmur árangur og 7.sætið en það er vegna þess að það er mín sannfæring að Meistaradeildin sé hönnuð fyrir Hannesa Smárasona þessa heims, semsagt peningasvikamylla hinna stóru. Ég sætti mig við 2.sæti en annað er dapurt stigalega.
Ég verð hins vegar heldur ekkert sáttur ef við höktum áfram með alla í fýlu, þó við grísum á sigra gegn Wigan, Pompey og Úlfunum. Þetta lið hefur alla burði til að vera í toppbaráttu í þessari deild og á ekki einu sinni að vera að hugsa um baráttu við City, Villa og Tottenham um 4.sætið. Þannig að ég er sammála Einari Erni, bara strax í gang strax.
En segir það ekki mest um þetta allt að þegar Rafa Benitez fer frá LFC mun hann fljótlega fá eitt af topp 5 þjálfarastörfum í heiminum en í hans stað hjá okkur hef ég ekki trú á að setjist þjálfari með svipaðan hæfileika….
Það hefur margt ágætt komið fram í þessum þræði en fyrir mér er málið einfalt. Rafa verður að fara og því fyrr, því betra.
Liverpool er ansi stórt nafn og ég er ekki í nokkrum vafa um að ansi margir stjórar í heiminum myndu stökkva á tækifærið ef það gæfist. Sjálfur vildi ég helst sjá Gus Hiddink.
Mjög góður pistill Maggi, maður sveiflast fram og tilbaka í þessum málum. Einn daginn er maður svo pirraður að maður bullar bara einhverja fullkomna vitleysu hérna inni og hinn daginn kemur maður hugsanlega með eitthvað gáfulegra fram. Þó þetta sé alveg óendanlega pirrandi hvernig aðstæður LFC eru í dag þá er samt ljós í myrkrinu að leikmenn eru að koma tilbaka. Hvort eða hvenær tímabilið hefst hjá Rafa er alveg ómögulegt að segja um. Hann kemur með þá yfirlýsingu nánast fyrir hvern einasta leik rétt eins og að tala um að það sé nóg eftir. Tímabilið er að verða hálfnað og ef ef ef ef Rafa Benitez er með einhver tromp inn í erminni þá er tíminn núna til að spila þeim út. En ég held að þetta sé alveg ljóst. Hann er ekki að fara að hætta sjálfur enda afhverju ætti hann að taka þá ákvörðun meðan enn eru sungnir söngvar um hann á Anfield. Fyrst þegar menn fara að púa þá hugsanlega fer það eitthvað að breytast. Annað er að LFC virðist ekki hafa efni á að reka hann. Við höfum auðvitað ekkert concrete í höndunum með efnahag LFC en það eru ansi mörg teikn á lofti sem segja okkur að það sé ekki til eyrir. Roman Abramovic væri búinn að reka 3 þjálfara á þessu sama tímabili. Er það eitthvað sem við viljum ?? Nei takk segi ég. En ef við hefðum Roman þá værum við ábyggilega betur staddir fjárhagslega í það minnsta. Ef að það á að reka Rafa eða hann að hætta sjálfviljugur þá tel ég bara því miður að það sé margt annað sem þarf að breytast líka. Það þarf að skipta um allt heila klabbið tel ég. Meinið er ekki bara Rafa ef hann er mein þar að segja. Ég myndi allavega ekkert gráta það að þessir asísku viðskiptajöfrar sem vilja kaupa Scum United myndu bara snúa sér að Liverpool frekar 🙂 En góðir vinir við rífumst hér oft og tökumst vel á um þetta. Ég er sjálfur að skipuleggja 50 manna dagsferð á Anfield með vinnufélaga mína. Ætla að halda því áfram þrátt fyrir lélégt run að undanförnu.´
YNWA
3 sigrar af síðustu 15 leikjum, engin bikar til að keppast um og það er ekki einu sinni komin jól. Þetta er ekki ásættanlegt, og allir vilja halda Benitez (aðallega stuðningsmenn annarra liða í deildinni samt) En við vitum vel að það er ekkert verið að fara reka manninn, verðum bara að fara lifa með þessu alveg þangað til við verðum komnir í fallbaráttu. þá kannski verður farið í e-h breytingar, en það styttist í það miða við gengið síðustu 3 mánuði!
@EÖE
Ég er einmitt að reyna að segja að valkkostinir eru ekkert fáir…
Pellegrini var nú ekkert risanúmer þegar hann var ráðinn til RM. Guardiola hafði aldrei þjálfað þegar hann tók við Barca. í Wolfsburg er maður sem náði að gera þá að þýskum meisturum!!! Falcione hjá Banfield gerði þá að Argentínskum meisturum í fyrsta skipti í gærkvöldi. Fatih Terim hefur gert frábæra hluti með tyrkneska landsliðið. Unai Emery er að gera frábæra hluti hjá Valencia. Hjá sjálfum klúbbnum erum við með Dalgliesh og Sammy Lee. Ef við svo fabúlerum út í eitt, þá væri hægt að gera Gerrard og carra að spilandi þjálfurum saman eða annan hvorn… (æjj nú er þetta komið út í einhverja vitleysu hjá mér, kannski)
Ég veit alveg að ég get fengið einhverja hríð af kommentum þar sem allt það sem ég tel upp er skotið á bólakaf. Og ég veit líka að “at first glanze” þá er enginn þessara kosta betri en Benitez.
Það er vel hægt að færa mjög góð rök fyrir að leyfa Rafa að halda áfram að skrifa í bókina sína. Mjög góð rök. eeeen Himin og jörð farast ekki fari hann! Það er fullt af góðum stjórum þarna úti. Stundum þarf bara aðeins að hugsa út fyrir kassan 🙂
Og Fowler veit (Hang on!!!! hvað með hann:D) að gafferar út um allan heim eru að fylgjast með LFC, með sífellt meiri áhuga. Líklega eru tugir af þeim búnir að hafa samband við umbann sinn nú þegar!!! Því, eins og ég sagði áður, þá er ekkert Þjálfarastarf í heiminum meira ögrandi og spennandi en Staðan hjá LFC.
Nákvæmlega.
Ég er ekki að segja að enginn þjálfari geti nokkurn tímann tekið við Liverpool og gert betri hluti en Benitez. Auðvitað ekki. En ég sé bara ekki að líklegt sé að liðið gæti ráðið til sín mann, sem ég hefði trú á að gæti pottþétt gert betur en Rafa.
Það er nú ekki bara það að hann sé ekki að ná árangri, hann virkar alltaf óánægður og fýldur eins og að þetta sé kvöð á honum að stýra þessu liði, liðið virkar orðið samdauna honum áhugalaust og hugmyndasnautt. Hann skortir allan karakter og ég er búinn að fá nóg af honum Benitez. Kv Bjarki
Það má eflaust deila um þetta endalaust hvort það eigi að skipta um stjóra í brúnni, og hver það ætti að vera sem tæiki við… en ef það er litið á málið raunsætt, þá er staðan eifaldlega svona. Rafa er búin með nokkra mánuði af fimm ára samningi sem þíðir að við þurfum að borga honu helling af millum ef við rekum hann. Nú millurnar eru ekki til hjá Liverpool þannig að það verður að teljast ólíklegt að hann verði látin fara… Eflaust eru til fullt af mönnum sem gætu tekið við og gert góða hluti… Ef farið verður að leita af eftirmanni fyrir Rafa, þá er líklegt að farið verði að leita að reynsluboltum í faginu (þó að maður viti aldrei fyrir víst hvað þessir bjánar gera sem eiga klúbbinn) og þá væri líklega skinsamlegt að leit að mönnum sem hafa þjáfað lið sem eru eða hafa verið að spila í CL. Ef svo væri þá þyrfti Liverpool líklega að kaupa upp samninga þeirra þjáfara líka, eða alla vega af einhverju leiti… þannig að líkurnar á að það verði eru hverfandi… Það sem þarf að gera núna og að ég held að verið sé að reina er að koma liðinu á rétta kjöl til að klifa ofar á töfluna. Nú eru framundan þrír leikir við, Wigan, Portsmouth og Wolves, þessa leiki þurfum við að vinna og ættum að gera (sem ég og held að við gerum) Það verður vonandi til að koma sjálfstraustinu á flug aður en við tökum á móti, Aston Villa og Tottenham… þá eigum við vél séns á að laga stöðu okkar…
En eins og málin eru í dag þá eru að ég held engar líkur á að Rafa verði látin fara, sem ég held að sé það rétta í stöðunni sé litið til þess á hvað tímapungti við erum á tímabilinu (eins og Maggi segir svo réttilega í pistlinum sínum) þá held ég að það yrði meira lotterí að taka þann séns… Þetta er bara mín skoðun…
Áfram LIVERPOOL !!!
Djöfull er ég sammála Sigurjóni Njarðarssyni #63
Þú ert nú bara partur af einhverri “Benitez náhirð” EÖE 😀 😀
Ég er nú samt á því að ef það á að skipta um kall í brúnni. Þá er það enginn heimsendir. Klúbburinn og allt sem honum tengist er nefnilega byrjaður að stjórnast af hræðslu. Það er mannlegt og gott og blessað að vera hræddur. Það er svo allt annað og miklu verra að láta stjórnast af hræðslunni!! Og mín tilfinning er.. að nákvæmlega þangað erum við kominn. Og eins og við sáum á móti Arsenal, Benitez líka.
Hræddur maður gerir sjaldan góða hluti
Agalegt hálmstrá er þetta hjá þér Einar Örn, auðvitað veit enginn “pottþétt” um neitt sem orðið gæti í framtíðinni. Er þetta orðið ástæðan fyrir því að við viljum hanga á Benítez? Vegna þess að það er ekki pottþétt að aðrir geri betur? Er pottþétt að Benítez muni gera betur en t.d. Dalglish það sem eftir er tímabils?
Niðurstaðan er semsagt, að enginn af okkur getur séð framtíðina, og þess vegna verðum við annað hvort að taka áhættur, og kanski verður það “Success” eða “Backfire”
Mér hefur fundist í gegnum tíðina að VIÐ (ég er með sömu æðislegu sýki og þið) Liverpool aðdáendur eigi erfitt með að styðja við bakið á Liverpool þegar illa gengur og er oftast ráðist að þjálfaranum. Liverpool er 4 liðið af topp 4 að mínu mati. En auðvitað samt númer 1 í heiminum!! 🙂
Lítum á Arsenal og Man Utd – Stjórar sem eru búnir að vera óratíma á sínum stað. Gengið hefur verið gott og slæmt. Báðir átt stórkostleg tímabil og slöpp tímabil.
Chelski kaupir sig út úr vandræðum… og reyndar býr til vandræði í leiðinni.
Ég er ánægður með þessa umræðu og hef lesið marga góða punkta. Persónulega finnst mér Maggi koma með nauðsynlega og gagnlega punkta inn í umræðu sem einkennist af órökstuddum “fyrirsögnum” sem hjálpa ekkert.
Mín skoðun er sú að RB hafi gert margt gott og miklu betra en þeir sem á undan honum voru. Ég er ekki sammála öllu sem hann gerir, finnst skiptingar hjá honum oft slappar og val á liði ekki endilega það sem ég hefði viljað sjá t.d.
Það sem ég er að reyna að drulla út úr mér er að ég vill frekar sjá okkur fylkja liði og styðja okkar fólk, RB, SG, FT, JC og alla hina, mæta frekar hálftíma fyrr á players og syngja stuðningsmannalögin saman eins og við værum fyrir utan Anfield. Jafnvel skrifa bréf og henda til Bretlands þar sem við lýsum aðdáun og stuðningi við okkar fólk…
Það er hægt að lesa úr okkar heittelskaða lagi nákvæmlega hvað við eigum að gera.
When you walk through a storm
Hold your chin up high
And don’t be afraid of the dark.
At the end of a storm
Is a golden sky
And the sweet, silver song of a lark.
Walk on, through the wind,
Walk on, through the rain,
Though your dreams be tossed and blown.
Walk on, walk on with hope in your heart,
And you’ll never walk alone,
You’ll never walk alone.
Sælir,
er einhver hérna inni sem getur sagt mér, hvernig Benitez er í klefanum eða á æfingum? Sýna sjónvarpsvélarnar rétta mynd af manninum?
Ég ætla bara að koma því að, einn ganginn enn, að það er ekkert eðlilegt hvað Liverpool er búið að vera óheppið (meiðsl lykilmanna á sama tíma) í haust. Ofan á það hefur vankunnátta dómara (sundbolti) lagst og þegar svona stormur er í fangið reynir á áhöfnina.
Breiddin í hóppnum er ekki nægilega mikil til að takast á við svona vandræði, það er staðreynd. Ef nægilegt fjármagn væri til þá væri breiddin meiri, það er staðreynd. Undir stjórn Benitez náði Liverpool sýnum besta árangri, í deildinni, í næstum tvo áratugi, það er staðreynd.
Ég hef gaman af allavega tölfræði. Skemmtilegust þykir mér tölfræðin sem sýnir á vorin hvaða lið hefur náð flestum stigum úr 38 leikjum og teljast því bestir og fá að launum bikar. Mjög gaman er að sjá hverjir skora og hvaða lið skoraði mest o.þ.h. Allavega mælingar og tölfræði hjálpa þjálfurum mjög mikið. Er varnarleikur endurtekning á sömu færslunum? En tölfræði getur blekkt mann og þá þarf að treysta á reynslu og gott innsæi. Er sóknarleikur að gera hið óvænta? Ef að Liverpool skiptir um stjóra nú á næsta misseri þarf sá að vera andstæða Benitez, hlýtur að vera, og hafa þess vegna a.m.k. þrjá hluti með sér í fararteskinu. 1) Nýtt leikskipulag, því erfiðara verður að rífa mannskapinn upp í sama hjólfarinu (fyrir leikmenn). 2) Óhræddur að sýna tilfinningar á hliðarlínunni (fyrir áhangendur, virðist vera fyrir suma). 3) Alls ekki að horfa til tölfræði (fyrir blaðamenn og áhangendur). Breska pressan elskar að hjakka á Benitez.
Þrátt fyrir þetta gengi nú í haust er ég tilbúinn að gefa Benitez séns út tímabilið. Það sem meira er að ég er akkúrat í dag, tilbúinn að gefa honum næsta tímabil líka og þá að skoða stöðuna. Maðurinn rauf sigurgöngu tveggja risa á spáni og ætti að vita eitthvað hvað hann er að gera.
Að lokum langar mig að koma með spurningu sem gaman væri að sem flestir svöruðu. Hún er nokkuð klassísk. Er knattspyrnuþjálfun list eða vísindi? Það má skipta svarinu í % milli valkosta.
Fín samantekt Maggi.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, ég vil sjá Rafa klára tímabilið og sjá svo til. Ef hann nær ekki Meistaradeildinni, má skoða að láta hann fara, en með skilyðum.
Til dæmis verður að tala við bæði Steven Gerrard og Fernando Torres og sjá hvað þeim finnst. Eins Carragher. Var Gerrard ekki viðráðinn það þegar Rafa var ráðinn? Ef lykilmenn okkar tveir myndu segjast fara með Rafa, gæti það breytt miklu að mínu mati. Held að það gerist samt ekki.
Ég óttast mest að Liverpool muni reka Rafa næsta sumar, ráða stjóra og segjast ætla að byggja upp á nýtt og spila kannski meira á uppöldum strákum (til dæmis ef Dalglish myndi taka við, sem ég sé reyndar ekki gerast).
Þá myndi klúbburinn detta niður á Tottenham-level held ég. Aðeins fyrir neðan stóru félögin. Held raunar að það sé svipað erfitt að vera stuðningsmaður Tottenham og Liverpool!
Þetta bara má ekki gerast. Liverpool þarf eins og tvo til þrjá sterka leikmenn til að taka titilinn. Annan góðan framherja (ég veit að N´Gog hefur staðið sig vel) og svo sóknarþenkjandi miðjumenn. Við þurfum meiri gæði í 18 manna hópinn.
Til þess þarf pening, sem er ekki til. Þetta er algjör vítahringur. Svo ef Rafa fengi 50 milljónir punda og keypti þrjá leikmenn, yrðum við þá klúbbur með “sykurpabba” og yrðu þá allir ósáttir? Einherjir kannski. Sem muna ekki að velgengni og peningar fara alveg nákvæmlega saman í fótbolta í dag. Það þýðir ekki lengur að spila með hjartanu í þessari bestu deild í heimi.
Liverpool þarf fyrst of fremst hraðan og tækniskian kanntmann sem getur farið uppað endamörkum og gefið boltann fyrir. Það tala allir um hvað Msch og Lucas fúnkera ekki saman á miðjunni(ég er svosem alveg sammála því) vill helst bara ekki sjá Lucas inná vellinum. En ef sóknin á ekki bara að byggjast uppá T & G þá þurfum við lífsnauðslynlega hreinræktaðan kanntmann. Kuyt er alltof hægur í þetta, Benaoyun er ekki kantmaður, Riera er alltaf meiddur, Babel er fyrst og fremst framherji, hann lét Pennant fara sem mér fannst reyndar okkar besti kanntmaður. En Benitez vill bara að þessir kanntmenn spila líka sem bakverðir og það er kannski vandamálið, alltof varnarsinnaðir kanntmenn.
Nei, en sumir hérna tala einsog það sé lausn á öllum vanda að skipta um þjálfara. Ég er einfaldlega að benda á að það er ekkert pottþétt í þeim málum.
Þegar að Houllier var rekinn, þá vorum við nokkuð viss um að Mourinho og Benitez voru á lausu, tveir ungir og gríðarlega spennandi þjálfarar. Í dag þá sé ég bara engin jafn spennandi nöfn, sem gætu komið til okkar. Það er bara það sem ég er að benda á.
Alveg er ég þér hjartanlega sammála Einar Örn, það eru nákvæmlega engin spennandi nöfn í pottinum til að taka við, það er bara mín skoðun, eigum við ekki bara að sjá hvað við fáum út úr þessum þremur leikjum sem eru framundan…. Ég hef trú á að við eigum eftir að snúa blaðinu við…
Ég er hrikalega sáttur með þessa umræðu hérna. Menn eru að færa rök fyrir máli sínu og lítið sem ekkert skítkast í gangi. Meira svona.
Rak samt augun í að sumir vilja losna við Benitez af því að hann er fýldur á hliðarlínunni og leiðinlegur karakter. Eru þetta einhver rök ? Skil ekki hvernig þetta kemur málinu við. Maður verður ekki góður þjálfari á því að hoppa og öskra á hliðarlínunni.
Eins rosalega ósáttur maður er með árangurinn á þessu tímabili þá megum við ekki gleyma því að Benitez var hársbreidd frá því að gera okkur að meisturum í fyrra. Það gerði hann þrátt fyrir að miklar væringar bak við tjöldin og var með mun þynnri hóp heldur en man utd og það kostaði okkur titilinn.
Rafa á að fá tíma til að snúa þessu við. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan að hann náði besta árangri liðsins í deildinni í tæp 20 ár!!!!
Sammála Óskar, þess vegna eigum við að gefa honum tækifæri á að snúa þessu við. A.m.k. eitthvað lengur.
Hér er ein smá hugleiðing. Ég hef sjálfur verið frekar ósáttur við margar ákvarðanir Rafa og bara spilamennsku liðsins í heild á þessu tímabili. Nú erum við klárlega að eiga einn versta kafla undir hans stjórn en getur verið að við séum of fljótir á okkur? Ég var að skoða stjóraferlana hjá Evans og síðan Houllier. Ég er of ungur til að muna sérstaklega eftir Souness en ég man vel eftir þeim tveim. Í báðum tilvikum þegar þeir tóku við hófst ákveðin uppbygging og liðið náði árangri. Liðið færðist aðeins nær efsta sætinu og skilaði nokkrum bikurum í hús en síðan kom bakslag rétt áður en við náðum að gera atlögu að deildartitlinum. Síðan voru þeir reknir áður en þeir náðu að rétta úr kútnum. Nú er í raun sýnist mér nákvæmlega sama að gerast hjá Rafa. Hann hefur skilað nokkrum titlum í hús og liðið hefur verið á uppleið. Nú síðast vorum við bara nokkrum stigum frá titlinum. En svo kemur bakslagið. Værum við of fljótir á okkur að reka Rafa á þessum tímapunkti? Eða er kominn tími á að við bítum á jaxlinn og reynum aðeins lengur? Hann er eftir allt frábær þjálfari með annálaðan feril.
Sitt sýnist hverjum en ég held að hann ætti að fá að klára tímabilið (og hann fær það alveg örugglega). Ef árangurinn er alveg ótrúleg vonbrigði þá þarf að skoða stöðu hans alvarlega. En ef hann nær í CL þá er kannski í lagi að sýna smá þolinmæði (þótt það sé okkur þvert um geð) og leyfa honum að reyna að byggja aftur upp sigurlið. Hann er ekki langt frá því.
Svo er kannski vafamál hvort það er góð búmennska, að vera leita að nýjum hrút á meðan sá gamli er að gera sig kláran í næstu kind 😀
81, snilldar komment, fyndið og satt 🙂
Óskar og Keli, þetta er nákvæmlega málið, við eigurm að standa þétt við bakið á okkar manni (Rafa). Hugarfar leikmanna þarf að breytast og það þarf líka að breytast hjá þeim sem leggja pennan sinn hér á vogaskálarnar, það er alveg sama hvar við byrjum á að leggja upp með lausnina á okkar málum það sem er númer eitt hjá öllum sem koma að klúbbnum, hvort sem um er að ræða stjóran, aðstoðarmennina, leikmennina eða stuðningsmennina þá þarf að byrj á að laga hugarfarið þá fyrst getur skapast grundvöllur fyrir árangri…
Benitez er enginn asni hann hlýtur að sjá þetta sjálfur og hætta.
HM2018 í Englandi án Liverpool borg ef ekki verði skipt um Völl og hvað með stjórnina sem lofaði nýjan heimvelli.
til skoða betur fara hér:http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/international/article6956552.ece
Afhverju finnst mér eins og HM2018 sé u.þ.b. okkar minnsta áhyggjuefni núna! Eigendur Liverpool hafa oft sannað að þeir geta “talk the talk” (talað digurbaklega) en þeim eru ansi mislagaðar fætur þegar kemur að því að “walk the walk” (framkvæma ræpuna sem úr þeim kemur).
Sigurjón, besta kommentið lengi. Ætlaði alltaf að verða bóndi og það er auðvitað uppáhaldið að tengja LFC við hrúta og leiktímabílið við fengitímann.
Snilld……
Held að meðan við sitjum uppi með þessa eigendur að þá höfum við ekkert með annan þjálfara að gera. Hvort það sé Benitez að kenna eða ekki að þá er leikmannahópurinn ekki næstum nógu sterkur til að vera í þessari toppbaráttu þannig að nýr þjálfari þyrfti að fjárfesta í nýjum mönnum, þeir peningar eru ekki til. Ég er svolítið hræddur um að framtíðin hjá okkur sé ekkert alltof björt. Gerrard, maðurinn sem allt snýst um, verður þrítugur á næsta ári og maður er ansi hræddur um að honum sjálfum lítist ekkert á ástandið og leiti á önnur mið á meðan hann er þessi topp leikmaður. Ef hann hinsvegar heldur áfram hjá okkur að þá hann ekki nema 2-3 ár í þessum klassa sem að hann er í dag. (Giggs er góður í dag en ekki næstum eins góður og hann var þegar hann var þrítugur). Við sjáum allir að Carra er komin langleiðina með sinn feril þannig að þegar þessir tveir menn eru komnir út að þá er hjartað og sálin farin úr liðinu og það er eingöngu hægt að bæta svoleiðis missi með peningum, og það miklum!!
Eins leiðinlegt og það er og margir okkar búnir að hrauna yfir city að þá er okkar eini möguleiki til að keppa við utd og chelsea að einhver skrilljóna arabi kaupi liðið og spanderi hægri vinstri.
Burtu með Rafa, punktur. Aldrei spilað skemmtilegan bolta hvort sem vel hefur gengið eða illa
það virðast margir enn halda það að maðurinn sem getur reddað Liverpool sé sami maður og hefur undanfarin ár sett stefnuna á 4 sætið í deildinni og það fyrir jól. Hvað þarf til þess að menn átti sig á því að það er ekki að fara að gerast ??
Dassi: Fannst þér Liverpool spila leiðinlegan bolta eftir áramót í fyrra?
Ef svo er þá held ég að þú ættir að fara að styðja eitthvað lið í 3.deild Brasilíu sem skemmta áhorfendum með frábærum reitarbolta….með takmörkuðum árangri, eða bara fara í golf:)
Ég er ekki að segja að boltinn í dag sé eitthvað spennandi og eitthvað mikið er að, en blindast svona hrikalega í vonleysinu hjálpar þér ekki.
Mourinho er að losna. Réðst á fréttamann.
Ég vill ekki sjá Motormouth á Anfield, ekki einu sinni í heimsókn þar! En ítalskur blaðamaður á að öllum líkindum fyllilega skilið að á hann sé ráðist.
Sjitt! Draumurinn gæti verið að rætast! Við gætum verið að fá mesta egóista og dóna í bransanum til að standa á hliðarlínunni á Anfield og segja hluti eins og “ég myndi gefa Ngog 0 af 10 í einkunn fyrir þennan leik” eða “hvað þykjast áhorfendur vita?”
Ég titra af sp-sp-sp-spenningi! 🙄
Nú er það ekki árangur liðsins sem er mældur Þegar Mourinho á í hlut eða á það bara við þegar Benitez á í hlut ?
Mourinho hefur ekki tapað á heimavelli í deildarleik frá því að hann var með Porto fyrir einhverjum 5 árum síðan.
Árangur Mourinho hjá Chelsea var þessi: 95 stig, 91 stig, 83 stig, rekinn. Benitez náði sem sagt á síðasta tímabili betri árangri heldur en Mourinho náði hjá Chelsea á sínu síðasta, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi tekið við liði sem var búið að verja rosapening í og hélt áfram að spreða nær hömlulaust. Væri Mourinho rétti maðurinn til að stýra liði sem getur ekki keypt leikmenn nema selja aðra fyrir sömu upphæð í staðinn? Er hann maður til að þróa lið áfram og ná stöðugt betri árangri? Ekki miðað við árangurinn hjá Chelsea…
Ásmundur, vissulega er árangurinn mældur en það verður að mæla meira en bara hann. Ég, persónulega, set stólinn fyrir dyrnar þegar um er að ræða einstakling sem er hataður af nánast öllum nema kannski stuðningsmönnum Chelsea og hluta af stuðningsmönnum Inter/Porto (og varla það) fyrir að hafa gífurlega fráhrindandi persónuleika. Svo það sé vægt orðað.
Annað sem verður að skoða í þessu er hvernig árangurinn næst. Ég hef margsagt það áður og segi það aftur að það er ekki hægt að bera Mourinho saman við marga í boltanum. Ég er að lesa Soccernomics þessa dagana og sú bók staðfestir að það eru laun leikmannahóps sem ráða því í 92% tilfella hvernig deildarkeppnir enda.
Staðreyndin er sú, samkvæmt þeirri bók og annarri tölfræði, að Porto voru með langstærsta launapakkann í Portúgal (og eru enn) á tíma Mourinho og því vann hann deildina auðvelt þar. Hjá Chelsea var það sama uppi á teningnum, á meðan Rafa þurfti að endurbyggja Liverpool-liðið nánast frá grunni með mjög takmörkuð fjárráð tók Mourinho við liði sem varð í 2. sæti deildarinnar og undanúrslitum Meistaradeildarinnar og gat eytt ótakmörkuðu í leikmenn.
Eins hitti tíð hans hjá Chelsea á tíma þar sem United voru í endurnýjun liðsins hjá sér og Mourinho gat því nýtt sér fjármagnsyfirburði og niðursveiflu United til að vinna tvo deildartitla, án þess þó að bæta Chelsea-liðið neitt í Meistaradeildinni eða öðrum keppnum. Um leið og United náðu sér svo aftur á strik og peningastreymi Abramovich þornaði upp gat Mourinho ekki lengur unnið deildina (og enn ekki Meistaradeildina) með Chelsea og hætti skömmu síðar.
Hjá Inter: sama dæmið. Stærsti launapakkinn, dýrasta liðið og lið sem hafði haft yfirburði á Ítalíu í þrjú ár samfellt en ekkert getað í Evrópu. Hann hélt sömu stöðu liðsins, þ.e. vann deildina en datt snemma út úr Meistaradeildinni, og í vetur virðist sama ætla að vera uppi á teningnum nema eitthvað óvænt gerist í Meistaradeildinni.
M.ö.o., þá hefur Mourinho einungis verið að afreka í samræmi við yfirburðastöðu sinna liða og er hægt að taka alla hans ferilskrá og útskýra hana sem svo: hann var ríkari en hinir og hitti stöku sinnum á rétt augnablik.
Eftir stendur því frábært afrek hans með Porto að vinna Evrópukeppni félagsliða 2003 og svo Meistaradeildina árið á eftir, 2004. Sú Meistaradeild er eina tilfellið á hans ferli þar sem hægt er að benda til að hann hafi fengið lið til að afreka umfram getu, sé tekið mið af launakostnaði Porto gegn launakostnaði stærri liða í Meistaradeildinni það árið.
Rafa afrekaði það sama vorið 2004 og 2005, vann Evrópukeppni félagsliða með Valencia fyrra árið og svo fékk hann Liverpool-liðið til að leika umfram getu og vinna Meistaradeildina 2005 á sama hátt og Mourinho gerði ári áður. HINS VEGAR hefur Rafa unnið La Liga með Valencia, tvisvar, á tíma þar sem liðið var sennilega svona 3.-5. dýrasta liðið á Spáni. Þar fékk hann liðið klárlega til að leika umfram getu. Svo hefur hann með Liverpool náð 3. sætinu í tvígang og 2. sætinu einu sinni með lið sem hefur á þeim tíma aldrei verið nema í mesta lagi 4. dýrasta lið Englands. Hann hefur því með þessum tveimur liðum náð árangri umfram getu liðs síns allavega fimm sinnum á síðustu átta árum. Það hefur Mourinho aldrei gert.
M.ö.o., Mourinho er hundleiðinlegur karakter sem myndi koma með talsvert leiðinlega strauma með sér á Anfield og væri engan veginn líklegur til að afreka meira en svona 4.-5. sæti með Liverpool (í samræmi við að Liverpool sé með 4.-5. dýrasta launapakkann á Englandi í dag) á meðan Rafa hefur sýnt að hann getur náð betri árangri en það þrátt fyrir að búa við þröngan kost.
Kannski er Rafa ekki rétti maðurinn til lengri tíma litið. Kannski er sama hvort hann er kyrr eða einhver annar kemur inn því það verði að ausa peningum í liðið áður en það getur unnið deildina. En ég veit bara það eitt að tölfræðilega, og persónulega, vel ég Rafa fram yfir Mourinho hvenær sem er og ég á þá ósk heitasta að menn vakni upp einn daginn og sjái hversu heimskulegt það er að setja Mourinho í einhvern flokk með Ferguson og Wenger sem snillingar sem hafa unnið deildina. Þeir hafa unnið snilldarstarf með sín lið síðustu 15-20 árin, ég hefði hins vegar getað stýrt þessu Chelsea-liði til sigurs 2004-5.
Ég get bara ekki horft framhjá því að allt of mörg kaup hjá Benitez hafa ekki verið að slá í gegn og þar svíður mér mest að það eru ekki keyptir snöggir leiknir menn sem geta sprengt upp varnir andstæðinganna (ath ég veit að Torres og Yossi gera þetta) En hvar eru kantmennirnir sem eiga heima í nútímaknattspyrnu ? Kuyt, Babel og Yossi eru ekki kantmenn fyrir 5 aura og leita því alltaf inná miðjuna nema Babel sem ég held að hann viti ekki einu sinni sjálfur hvert hann leitar.
Og núna er verið að orða Parker við okkur WWHHHATTTT.
Hvernig væri að reyna við menn eins og Adriano sem kæmi frítt í janúar ?
Og hvernig væri að fá inn góða kantmenn. Nei Benitez vill frekar spila leikkerfi sem heimtar kantmenn þrátt fyrir að það séu ekki svoleiðis menn í hópnum.
Mér finnst Benitez góður þjálfari og ég er ennþá á báðum áttum með hann en þetta fer ótrúlega í taugarnar á mér og einnig þessi vélmenna hegðun hans þó svo að við séum að slátra united í deildinni þá má nú alveg fagna þú verður ekkert minna cool við það.
Ásmundur, Adriano ? Viltu fá mann til liðsins sem er búinn að eiga í gríðarlegum þunglyndis & áfengisvandamálum síðustu ár ennþá sér ekki fyrir endanum á þeim. Nei, guð forði okkur frá því að þú verðir ráðinn til þess að gefa Rafa hugmyndir um leikmannakaup. Þá fyrst færi þetta endanlega í hundana.
Hvað eru allir að rifja upp gamlar gloríur með Benitez? Hann er að skíta í heyið núna og það er það sem skiptir máli!
Þó að það sé ýmislegt sem megi gagnrýna Mourinho fyrir þá held ég að árangur í deildarkeppni sé ekki eitt af því. Þó að þú sért með dýrasta hópinn í deildinni og getir keypt hvað sem þú vilt þá verður það nú að teljast nokkuð góður árangur að hafa unnið deildarkeppnina 5 sinnum á síðustu 6 heilu árunum sem hann hefur starfað sem knattspyrnustjóri, og er á góðri leið með að gera þetta að 6 titlum á 7 árum.
Þetta er sambærilegt þegar menn gagnrýna Phil Jackson þjálfara Los Angeles Lakers fyrir að hafa aldrei unnið nema með Michael Jordan eða Kobe Bryant í liðinu. Kommon, menn vinna ekki 10 titla sem þjálfari án þess að vera 100% frábær þjálfari.
Sama má segja um Mourinho, maðurinn vinnur ekki 6 deildartitla á 7 árum (og 6 bikar- Evróputitla á sama tíma) án þess að vera frábær þjálfari, sama hversu dýrt lið hann er með. Það sem er náttúrulega hægt að gagnrýna hann fyrir er að hafa ekki tekið meistaradeildina eftir að hann yfirgaf Porto. Það verður þó að segja honum til vorkunnar að hann hefur ekkert verið að detta út á móti einhverjum aumingjum; 2009 datt hann út á móti Man Utd, 2007 datt Chelsea út á móti Liverpool í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleiknum, 2006 datt Chelsea út á móti Barcelona og 2005 duttu þeir út á móti Liverpool.
Hins vegar er ég alveg sammála Kristjáni Atla að þennan skítakarakter vil ég ekki sjá stýra Liverpool en mér dettur ekki í hug að draga hæfileika hans sem knattspyrnustjóra í efa. Hans historía á móti Liverpool er allt of bitur og mörg heimskuleg komment sem hann hefur látið falla eru ekki til þess fallin að stuðningsmenn Liverpool geti sameinast að baki honum sem stjóra.
Ef Liverpool ákveður að láta Rafa víkja þá vil ég í fyrsta lagið að það verði gert í lok tímabils, þegar við getum dæmt tímabilið í heild og gefið nýjum stjóra smá tíma til að setja saman sitt lið. Og í öðru lagi vil ég fá stjóra sem stuðningsmenn Liverpool geta sameinast um að fylkja sér á bak við.
Það er rétt greinilega algjörlega ótengdi aðili Dalglish. Skammsýni og að lifa í núinu er það eina sem virkar í nútíma knattspyrnu.
Adriano er búin að vera frábær í vetur með Flemengo og hefur skorað þar 19 mörk í 30 leikjum og virðist vera búin að finna leikgleðina aftur. Þetta er frábær leikmaður sem skorar alltaf helling af mörkum og þó að hann hafi lent í einhverju þunglyndi þá ef þetta samt klassa leikmaður.
Hann kæmi frítt sem er eitthvað sem hentar hálfgjaldþrota fótboltafélagi eins og Liverpool vel.
Einhverju þunglyndi ? Ekki einfalda hlutina of, maðurinn mætti hreinlega fullur á æfingar fleiri mánuði samfleytt. Á slíkum pésum þurfum við síst að halda.
Skiptir engu máli þó honum hafi tekist að koma lífi sínu á réttan veg í faðmi fjölskyldunnar, það er einfaldlega stórhættulegt fyrir hann að fara aftur erlendis í einveruna.
Já það er líka fáranlegt að Mutu hafi fengið tækifæri eftir sína kókain neyslu enda sér það hver maður að þar er á ferðinni maður sem hefur rústað ferlinum með sinni neyslu, eða nei hann reif sig úr þessu og er að gera frábæra hluti í dag hhmm þrátt fyrir sína neyslu.
Hvaða máli skiptir hvað Adriano gerði áður fyrr ?
Af hverju var póstinum mínum eytt út ?????
Ég hef svosum enga skoðun á því hvað LFC á að gera við þjálfarann sinn. Því neðar sem þeir enda, því betra – hvernig sem þeir fara svo að því.
Hins vegar finnst mér merkileg sú umræða að fáir valkostir séu í boði varðandi þessa stöðu. Líkt og að það séu kannski 15 manns í heiminum sem kunna að stýra knattspyrnuliði.
David Moyes kom frá Preston, Alex Ferguson kom frá Aberdeen, Arsene Wenger þjálfaði eitthvað lið í Japan o.s.frv.
Það er áreiðanlega dobía af góðum framkvæmdastjórum, alls staðar í heiminum. Ef eitthvað talent með karakter og charisma er að gera góða hluti með liðið sitt á Englandi, Spáni, Portúgal eða Óðinn má vita hvar, því ekki að láta á það reyna?
Sælir,
varðandi stuðning við Benitez, vísa ég á færsluna hér að ofan. Gengið síðustu vikna hefur óneitanlega fengið mig til að hugsa mikið um hver ætti/gæti tekið við. Niðurstaða mín var varla sjálfum mér varla um geð. Mourinho er maðurinn. Látum hann standa við stóru orðin. Allt hans jarm í gegnum tíðina um Liverpool er náttúrulega bara hluti af hans stíl. Hann er snillingur í að taka pressu af liði sínu yfir á sig. Þegar hann var með Chelsea var ótrúlegt sjálfstraust í liðinu og pressan var aldrei á því, aðeins á honum því hann var búin að láta gaminn geysa í fjölmiðlum. Það sem Liverpool þarf núna er hroki, sjálfstraust og drápseðli. Eitthvað sem kallinn líður fyrir hjá sumum að vera góður í að byggja upp. Það væri nú líka gaman að sjá hvort Mourinho gæti talað niður verð á leikmönnum því eins og við vitum flestir er erfitt að halda leikmönnum sem vilja fara. Það er haugur af toppleikmönnum sem vilja vinna með Mourinho, maðurinn er sigurvegari, tölurinar tala þar sínu máli. Ég held að ég verði að taka það fram að ég styð Benitez 100%. Þetta eru aðeins niðurstöður af mínum þankagangi um hvern ég vildi að tæki við ef kæmi að þeim tímapunkti.
Nákvæmlega Makkari.
@107 Makkarinn
Hvað var Ferguson lengi hjá United áður en hann vann titil?
Hve lengi var Wenger að koma Arsenal á sigurbraut?
Hvað hefur Moyes verið lengi hjá Everton?
Það sem ég sannfærist um við að lesa þína færslu er að við eigum að halda Benítez og sýna stuðning… Það getur alveg farið fyrir okkur eins og Newcastle.
Ghukha, Wenger tók við Arsenal þegar eitthvað var liðið á tímabilið og stýrði þeim síðan til sigurs í deildinni árið eftir, eða á sínu fyrsta heila tímabili. Þó Ferguson hafi snúið sínum árangri við eftir sex ár er EKKERT sem segir að Rafa gerir það, heldur betur ekki. Ég væri til í að skoða möguleikann á að fá Laurent Blanc frá Bordaux, virkar alvöru stjóri sem spilar alvöru fótbolta.
Annars finnst mér líkingin hans Daða algjör snild og nákvæmlega það sem mér hefur fundist. Það er hópur stuðningsmanna Liverpool sem neitar að sjá vandamálið, reyna sannfæra aðra að núverandi aðferðir virki og allt annað sé ómögulegt. Minnir óneitanlega á margt rétt fyrir hrun.
Ég get ekki séð að árangur Benítez til þessa hafi verið slæmur, þvert á móti finnst mér hann hafa verið góður ef þessi leiktíð er ekki tekin með. Það eina sem ég er að segja er að leiðin sem United og Arsenal hafa farið er að treysta sínum stjórum og styðja hann 100% Það er ekki langt síðan að bæði Arsenal og United fóru í gegnum slæmt tímabil og voru áðdáendur á því að henda þeim út. Liðin sögðu nei og flest allir eru fegnir því í dag. Liverpool mun sýna sitt rétta andlit, svo vonandi fer eitthvað að gerast í eiganda/fjárhagsmálum og við erum Good-2-go! …en fyrst er það Wigan!
Sammála 107, þetta tal um að stjórar verði að hafa mikla reynslu með stórlið er sennilega eitthvað PR stuff komið frá þessum stóru stjóra sjálfum.
Ég veit t.d að Micahel Laudrup er á lausu og er bara að bíða eftir góðu liði til að taka við. Hann er maður sem hefur leikið með þremur stórum klúbbum Juve, Barca og Real Madrid og var svo lengi aðstoðarmaður danska landsliðsstjórans sem eru komnir á HM í SAfríku og hann náði góðum árangri með Bröndby og Getafe og hann vill bara spila skemmtilegann sóknarbolta með teknískum leikmönnum. Ekkert pláss fyrir Carrhager og Kauyt hjá honum. En það er alla vega alveg á hreinu að það er líf eftir Rafa ef og þegar hann hættir.
Babu er alltaf jafn málefna- og gáfulegur…
Sumir myndu segja fyndinn bara… alger óþarfi að taka af mönnum húmorinn hérna, þó verið sé að ræða um fótbolta..
Carl Berg
Þessir “sumir” eru mjög fáir utan hans sjálfs…