Liverpool – Wigan 2-1

Hingað til hefur þetta tímabil verið eins og meðalöflug martröð og því ljóst að eins og venjulega væri leikur heima gegn Wigan ekkert minna en skyldusigur. Ekkert hefur gengið upp undanfarið og t.a.m. tapaðist síðasti leikur 1-2 á heimavelli þrátt fyrir að gestirnir hafi nánast bara átt eitt skot á markið.

Rafa Benitez var ævintýragjarn fyrir leik og tók þá þvílíku áhættu að prufa það svona eins og einu sinni að henda Lucas á bekkinn og Steven Gerrard á miðjuna, og með því stilla upp 4-4-2 kerfi. Glen Johnson sem var ömurlegur gegn Arsenal var ekki leikfær í þennan leik og ekki sást tangur né tetur af Degen þannig að Jamie Carragher var settur í hægri bakvörðinn og Skrtel og Agger sáu um miðvarðarstöðuna. Vinstramegin kom Aurelio á kantinn. Svo að lokum var enginn Fernando Torres í byrjunarliðinu þannig að N´Gog og Kuyt voru saman frammi.

Byrjunarliðið:

Reina

Carragheer – Skrtel – Agger – Insua

Benayoun -Mascherano – Gerrard – Aurelio

N´Gog – Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Aquilani, Torres, Kyrgiakos, Lucas, Darby, Dossena.

Fyrstu tíu mínútur leiksins voru eign Liverpool manna frá A-Z, liðið var að pressa Wigan heilmikið og nýta kantana hvað eftir annað og leikurinn lofaði strax góðu. Reyndar er maður orðinn svo svartsýnn eftir gengi liðsins undanfarið að maður lítur á góða byrjun sem eitthvað neikvætt, eða svona hérumbil. Strax á 4.mín stalst Agger úr miðvarðarstöðunni og náði að munda fallbyssuna inná vallarhelmingi Wigan, en skot hans var ónákvæmt og endaði upp í stúku.

Áfram hélt pressan og á 9.mín fengum við horn sem Aurelio tók, þetta var reyndar slæmt horn hjá honum en hann fékk þó boltann aftur út við endalínu, þaðan kom hann með mjög fína sendingu fyrir á kollinn á N´Gog sem afgreiddi hann snyrtilega framhjá Kirkland. Það var rangstöðulykt af þessu enda tveir í rangstöðu þegar sendingin kom en N´Gog var klárlega ekki rangstæður og markið því fullkomlega löglegt.

Á 11.mín lentu Emerson Boyce og Chris Kirkland illa saman sem gerði það að verkum að markvörðurinn lá óvígur eftir í smá tíma og seinkaði þar með fyrri hálfleiknum um  fjórar mínútur. Eftir þetta var Kirkland í allskonar vandræðum í markinu og greinilega ansi tæpur á að geta spilað. Ekki þó það tæpur að okkar menn næðu að gera sér eitthvað mat úr því eða pressa almennilega og þrýsta þannig inn öðru marki!

Á 15.mín kom reyndar gott upphlaup upp hægri kantinn, boltinn fór útaf í innkast sem Benayoun tók strax og henti á N´Gog, hann náði góðum bolta fyrir á Dirk Kuyt sem skaut að marki, en þar var Kirkland mættur og varði vel. Á 20.mín tók Henry Thomas hraustlega tæklingu á Gerrard og virtist fyrirliðinn vera eitthvað tæpur á eftir. Í kjölfarið datt botninn svolítið úr leik Liverpool, liðið fór að draga sig aftar á völlinn og hætti að keyra á Wigan líkt og þeir gerðu í byrjun.
Fátt markvert gerðist næstu 20 mínútur utan þess að skýrsluhöfundur náði að taka aðeins til á MSN listanum hjá sér. Besti leikmaður fyrri hálfleiks, Fabio Aurelio var þó alltaf líklegur og dælandi góðum boltum á samherja sína. Á 43.mín kom ein sem var ætluð Benayoun sem var nálægt því að ná að skalla á markið, stuttu seinna komst N´Gog einn í geng en Boyce náði að tækla fyrir skotið sem fór rétt framhjá og í horn.

Sanngjarnt 1-0 í hálfleik en vissulega smá pirrandi og ákveðið áhyggjuefni að vera ekki með stærra forskot.

Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega hjá okkar mönnum sem héldu áfram að ógna Wigan, á 50. mín átti Kirkland eina massa markvörslu,  David  N´Gog tók nokkur skæri og kom síðan með sendingu fyrir á Kuyt sem náði góðu skoti sem var varið í horn. Nett vááááá hjá Arnari Björns við þetta tækifæri.

Á 57.mínútu var Benitez kominn með alveg nóg af þessari ævintýamennsku sinni og svaraði skiptingu Wigan manna (sem settu annan sóknarmann inná með Rodallega) með því að setja líklega helsta vandamál þessa tímabils hjá okkar mönnum, Lucas Leiva, inná. Hann kom í stað kantmannsins Fabio Aurelio sem hafði verið með margar hættulegar sendingar í leiknum fram að því.

Við þetta breyttist kerfið í 4-2-3-1 með Lucas og Mascherano að stjórna miðjunni, Carra í bakverði og Kuyt fór þar með út á kant. Þetta gerði ekki blautan fyrir leik okkar manna og þessari skiptingu var alls ekki vel fagnað á Anfield. Eitthvað kættust menn þó meira á pöllunum á 61.mínútu þegar Fernando Torres var sendur inná í sinn hundraðasta leik fyrir Liverpool. Reyndar var það á kostnað N´Gog sem hafði verið líflegur í leiknum og m.a. skorað gott mark.

Strax eftir að Torres kom inná fengum við horn, það ellefta í leiknum fram að því og jafnframt það hættulegasta, boltinn kom beint fyrir Daniel Agger sem kom á ferðinni, daninn var hinsvegar ekki nógu snöggur og hitti ekki boltann og á endanum var þetta bara alveg þræl klaufalegt hjá honum. DAUÐAFÆRI samt.

Það virtist ekki hafa góð áhrif á okkar menn að skipta aftur í gamla kerfið og Lucas virkaði langt frá því að vera með sjálfstraustið í botni, með þessu komst Wigan örlítið meira inn í leikinn. Á 73.mín kom N´Zogbia með góða aukaspyrnu fyrir markið, Liverpool auðvitað bara getur ekki varist þannig og Reina var í ruglinu í úthlaupinu og stoppaði á Austurríkismanninum Paul Scharner, boltinn barst á Jason Scotland sem var einn fyrir opnu marki en hann er blessunarlega of slappur framherji til að ná að nýta þetta og skaut í slánna. Djöfull sem ég hata föst leikatriði samt! Um þetta færi sagði Arnar Björnsson að hann hefði getað heitað Jason Stóra-Bretland og samt ekki náð að skora (ég er reyndar ekki sammála því og er á því að þannig hefði hann skorað).

En sama í hversu miklum vandræðum við erum, þá er ALLTAF séns þegar við höfum mann sem heitir Fernando Torres frammi, sá kappi þarf ekki neinn tíma til að klára leiki og það fór hann langt með að gera í dag. Það gerði hann á 78.mín eftir að Jamie Carragher hafði bjargað sér úr vandræðum í vörninni með að bomba boltanum eitthvað fram, þar fór hann á Benayoun sem náði að skalla fyrir hlaupaleið Torres sem komst einn í gegn, lék á Kirkland og átti alveg herfilegt skot á markið. Wigan var rétt búið að bjarga þessu en Torres naði þó einhvernvegin að moka blöðrunni í netið og koma okkur í 2-0. Afar ljótt mark enda er eins og þetta verði að vera ósannfærandi hjá okkur þessa dagana.

Á síðustu tíu mínútunum gerðust einungis þrír markverðir hlutir, á 80.mín kom Aquilani inná fyrir Benayoun. Á 88.mín tók Gerrard aukaspyrnu á hættulegum stað sem gæti vel flokkast sem versta aukaspyrna í sögu klúbbsins. Síðan á 91.mínútu bara urðum við að koma smá stressi aftur í leikinn og í það minnsta reyna að ná jafntefli með því að hleypa inn marki frá N´Zogbia. Gamli Newcastle maðurinn náði að dansa framhjá mest allri varnarlínu okkar áður en hann kom boltanum fyrir sig á sinn öfluga vinstri fót og leggja boltann í markhornið framhjá Reina.

2-1 sigur klárlega sanngjörn úrslit og líkt og gegn Arsenal sáust af og til kaflar sem segja eitthvað til um hvað býr í þessu Liverpool liði, en það þarf auðvitað mikið meira til.

Maður leiksins: Veit það eiginlega ekki alveg. Í fyrri hálfleik fannst mér Aurelio okkar besti maður ásamt því að N´Gog var líflegur. Eins var Mascherano öflugur heilt yfir leikinn og það sama má segja um Steven Gerrard sem fór aðeins að sýna af sinni eðlilegu getu og átti nokkrar góðar sendingar. Vel Gerrard sem mann leiksins og vona heitt og innilega að Lucas og Mascherano spili aldrei aftur saman sem holding miðjumenn. Sá brandari hlítur að vera búinn núna fyrst það er búið að prufa að setja Gerrard niður og eins þar sem ítalinn okkar er að komast í leikform.

Niðurstaða: Fuck it, við unnum allavega leik (“,)

91 Comments

  1. Við getum þakkað Torres fyrir 3 stig í þessum leik. Var skelfilegur leikur en fengum þessi þrjú krúsíjal stig.
    Hvaða leikmaður er samt að spila í treyjunni hans Gerrard?

  2. Ég er að sjálfsögðu brjálaður. Rekum alla, drepum hina, etc.! 🙂

    Góður sigur. Gat verið betra, gat líka farið verr (takk Jason Scotland). Torres og Ngog skoruðu báðir og undir lokin voru Gerrard, Aquilani, Mascherano og Lucas saman inná vellinum. Frekar spes.

    Onwards & upwards. Mascherano minn maður leiksins, næst er það Portsmouth og vonandi áframhald á uppleiðinni.

  3. Góð 3 stig og ekkert yfir því að kvarta. Þegar Lucas kom inná fannst mér dýnamíkin í liðinu breytast til hins verra en vil ég þó um kenna að við breyttum um kerfi. Wigan átti síðustu 20 mínúturnar og ef ég væri Wigan fan þá fyndist mér mitt lið eiga skilið 1 stig úr leiknum. Það var þó gaman að sjá Aquilani spila og fannst mér hann komast vel frá sínu.

  4. Þetta var ágætis leikur og fínn sigur. Við vorum náttúrulega langtum betra liðið í kvöld og hefðum átt að setja 5-6 mörk. Kirkland varði 2-3 sinnum frábærlega og svo björguðu þeir allavegana tvisvar á línu.

    Þetta mark í lokin var náttúrulega fáránlegt. Hvað fór hann framhjá mörgum varnarmönnum? Fimm? Frekar pirrandi að geta ekki klárað þetta 2-0.

    Þetta eyðir ekkert þeim áhyggjum sem maður hefur af liðinu, en þetta voru ánægjuleg þrjú stig og nú þurfa menn bara að taka næstu tvo leiki til að setja pressu á Villa og Tottenham fyrir leikinn í Birmingham.

    En sigur er sigur.

  5. 13 horn gegn engu, og mér fannst ekkert af þeim skapa einhverja hættu. Hvað er hægt að gera, æfa hornin betur? mér finnst þetta léleg nýting. En ég ætla ekki að vera neikvæður pési, ég er ánægður með sigurinn þó að það hafi skyggt á að þeir skyldu minka munin.

    til hamingju með loksins sigur félagar.

  6. Skrýtið að sjá Carragher í þessari stöðu… sérstaklega þegar hann hefur tvo frábæra leikmenn til að setja í vinstri-bakvörð.
    Markið hjá Wigan var mjög ódýrt! Skrtel og Insúa eiga ekki að vera inná!

  7. Þetta spilaðist eins og maður átti von á. Það mátti búast við ströggl sigri í þetta skipti enda var leikur liðsins einkennandi fyrir gott lið sem leikur án sjálfstraust. Í stöðunni 1-0 þorði engin að taka af skarið og panic bottom var á allt fram að seinna markinu þegar Torres refsaði Wigan illilega fyrir mistök. Hef það á tilfinningunni ef hann hefði byrjað leikinn þá hefði þessi leikur endað með stærri sigri.

    Kærkomin 3 stig og það eitt skiptir máli. Sjálfstraustið eyksti dálítið og nú er bæra að byggja ofan á það og vinna næsta leik…..eitt skref í rétta átt

  8. Sælir félagar.

    Á von á góðri skýrslu en gvað um það. Ömurlegur leikur okkar manna sem þó tókst að merja sigur á stórliði Wigan. Að hlaða upp varnarmönnum í heilan leik getur svo auðveldlega endað illa. É spáði að annaðhvort yrði þetta stórsigur ef Rafa hefði pung í það. Annars mundi þetta enda með ströggli sem gæti dottið hvoru megin sem er. Rafa fór ströggl-leiðina enda ekki víst að hann sé með pung. Skítaleikur en góð úrslit.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. “Skrýtið að sjá Carragher í þessari stöðu… sérstaklega þegar hann hefur tvo frábæra leikmenn til að setja í vinstri-bakvörð.”

    uuuuu hvað meinarðu birkir.is!?

  10. fínn sigur þrátt fyrir svona la la leik… við erum að skapa hellig af færum en við erum því miður ekki að nýta nema svona 15% af þeim… það verður að batna…

    Kristján V

  11. Gott að sigra loksins. Hefði viljað nýta færin betur og sérstaklega hornin þrettán. Ótrúlegur munur þegar boltanum er ekki dúndrað fram við öll tækifæri, enda liðið að skapa sér fleiri færi. Vona bara að Spanjólinn haldi sig við 442 í framtíðinni.

  12. Sammála Dóra Stóra hér að ofan um að leikurinn breyttist mikið við innkomu Lucas (kannski samt ekki honum að kenna)

    Fannst við á köflum vera meira skapandi en oft áður, veit ekki hvað það var. Ngog stendur sig með prýði, virkar kannski betur með öðrum striker sér við hlið. En þetta var ekkert fallegt í dag en við þurftum nausynlega á þessum stigum að halda.

    Gaman að hafa nokkur lið þarna í og við 3-6 sætið og gerir deildina mun meira spennandi fyrir vikið.

  13. Ánægður með Ngog, hann er að nýta tækifærin sín vel. Ósáttur með að halda ekki hreinu, en held að mikilvægast á þessum tímapunkti hafi verið að fá þrjú stig til að byggja á.

  14. Það er alveg hægt að finna margt jákvætt við leik okkar í kvöld en Einar Örn 5-6 mörk…come on.

    Góð tilbreyting að fá 3 stig. Vonandi heldur það áfram og vonandi kemur nýr stjóri í starfið á nýju ári.

  15. Ströggl en það hafðist – Mascherano maður leiksins að mínu mati

  16. BTW. Masch maður leiksins og Ngog mjög flottur í kvöld.

  17. Flott 3 stig í ekki góðum leik okkar manna. Hefðum átt að klára þetta í fyrri hálfleik. Gaman að sjá Skrtel og Agger fremstu tvo menn í einni sókninni. En þá er það bara að fá 3 stig til viðbótar á laugardaginn og byrja á góðu ” winning streak” þangað til í maí.

  18. Hugsa að það sé enginn óánægður með sigurinn… maður getur ekki annað en glaðst, Sigurinn varð samt ekki jafn sætur eftir að Wigan skoraði á 90′ mínútu.

  19. Sælir,

    besti fyrri hálfleikur hjá Liverpool í vertur. Seinni byrjaði ágætlega en svo er ég algjörlega ósammála hugmyndafræðinni hjá Benitez eftir 60. mínútu. Það var þvílík heppni að Scotland skoraði ekki og þá er ekki hægt að segja til um hvernig þetta hefði farið. Í fyrri hálfleik var liðið í svo fallegum, einföldum og árangursríkum bolta að það var hrein unun á að horfa. Pressuðu vel, spiluðu upp vængina og fyrirgjafir sem leifa framherjum svo auðveldlega að vinna á blindu hlið varnarmanna. Seinni hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og Wigan átti ekki séns. Svo var byrjað að setja liðið í gamla hjólfarið og sjálfstraustið, já eða bara trúin á kerfið fór þverrandi. Af hverju mátti Torres bara ekki koma “inn á” án þess að riðla öllu liðinu? Bara einfalt Torres inn og Kuyt eða Ngog út. Ok sigur er sigur en ég er bara ekki sáttur að þurfa að kveljast svona í lokinn. Maður fann það í gegnum sjónvarpið hvernig liðið breyttist í fuglsunga á síðustu mínútunum við þessar breytingar.

  20. Ekki það að ég geti lesið hugsanir Benitez en þá læðist að mér sá grunur að hann hafi stillt upp varnarsinnuðu liði til þess eins að freista þess að halda hreinu og lauma inn einu til tveimur mörkum. Hann hefði vissulega getað still upp sókndjarfara liði en á móti hefði þá hefði aukist sú hætta að lenda undir.

    Sjálfstraustið í liðinu er lítið og liðinu hefur gengið illa að halda hreinu þess vegna er freistandi að spila varfærnislega og vonast til þess að ná í þrjú stig með naumindum en að taka mikla sénsa. Mig grunar að Benitez sé skítsama hvernig liðið spilaði, eflaust fúll að hafa ekki haldið hreinu en markmiðið náðist 3 stig. Þessi sigur gefur liðinu pínu boost í næsta leik og ég get lofað að það verður svipuð taktík á boðstólum þar. Ekki miklir sénsar, varfærnislegur leikur og stílað á save 3 stig. Í ljósi þess að liðið er með lítið sjálfstraust má færa rök fyrir því að þetta sé skynsöm leið til þess að byggja upp sjálfstraust í liðinu og taka einn leik fyrir í einu með þessum hætti.

    Ef þetta er rétt ályktun hjá mér að þá verð ég að segja að ég skil þessa varnarsinnuðu taktík og skiptingar vel hjá Benitez, þó svo ég hefði viljað sjá alla aðra leikmenn en Lucas koma inná þar sem mér finnst hann skapa meiri hættu í leik Liverpool en færi.

  21. Vá hvað ég er ánægður með þessi þrjú stig. Ég hefði tapað geðheilsunni ef það hefði verið boðið upp á enn ein skakkaföllin. Mascherano var langbestur í þessum leik og er búinn að vera það líka í undanförnum leikjum. Minn maður Steven Gerrard heldur áfram að vera eitthvað miður sín inni á vellinum. Hann má gjarnan fara að spila fótbolta eins og hann er vanur.

    Nú hugsa ég bara um einn leik í einu. Sá næsti er gegn botnliðinu Poutsmouth. Sigrum þar með einhverjum ráðum og ég get farið brosandi inn í jólahátíðina.

  22. Flott að sigra, en auðvitað áttum við að vinna þetta stærra, 3-0 eðlilegustu úrslitin, en frábær leikur Kirkland og skelfileg afgreiðsla Agger auk svo ömurlegs varnarleiks í lokin þýddi bara 2-1.

    Velkominn aftur Mascherano og svei mér ef við getum ekki sparað okkur senterinn, N’Gog er að verða afar góður leikmaður. Glaður að sjá Aquilani standa upp úr tæklingunni, sáuði þegar hann kíkti á fótinn þegar hann stóð upp? Skemmtilegt og gefur honum vonandi sjálfstraust.

    Greinilegt að Carra verður að stjórna varnarleiknum, Agger og Skrtel fóru báðir upp á sóknarhelminginn og ná ekki að tengjast almennilega finnst mér, mjög shaky!

    En ef að stóru fréttir dagsins um mögulegt innstreymi fjármagns reynist rétt finnst mér augljóst hvar á að byrja. Nýja kantsentera takk. Benayoun er afar mikil vonbrigði þessa stundina og Kuyt nær sér ekki á strik. Svei mér ef Dossena fær ekki bara mínútur gegn Pompey!

    Vonandi verður Johnson orðinn heill á laugardaginn, Aurelio verður í vinstri og við getum haldið áfram jákvæðan veg. Held reyndar að Masch verði í leikbanni þá svo að eitthvað þarf að kokka upp á miðjuna.

    Og Gerrard kemur aftur vonandi, virðist ekki alveg vera glaður þessa dagana. Hvort sem það er meiðslum eða öðrum pirringi að kenna…..

  23. Finnst menn vera full neikvæðir eftir þennan leik og bjóst reyndar við svoleiðis viðbrögðum miðað við ummælin undanfarna daga.
    Fannst við spila mjög vel í 75 mín af þessum leik, kom smá kafli þar sem Wigan voru mikið með boltan í fyrri hálfleik án þess að skapa neitt og svo pressuðu þeir aðeins áður en markið frá Torres kom.
    Annars geta þeir þakkað Kirkland fyrir að leikurinn hafi ekki verið tapaður eftir 60 mín þegar hann varði tvisvar stórkostlega frá Kuytinho.
    Annars fannst mér Kuytinho spila vel í þessum leik og var óheppinn að skora ekki og voru hann og Ngog að ná vel saman í framlínunni.
    Maður leiksins var samt Mascherano en hann er allur að finna sitt fyrra form.
    Einnig finnst mér vert að hrósa Phil Dowd fyrir góða dómgæslu í þessum leik.

  24. Rosalega spilar Liv leiðinlegan bolta þetta fer að vera ansi þreytandi,en 3 stig gott…..

  25. 22 – einare

    ég er mjög sammála þessu. lið sem er með ekkert sjálfstraust og hefur gengið afleitlega í tvo mánuði fer ekki í blússandi sóknarbolta frá fyrstu til síðustu mínútu. pressan í upphafi leiks fannst mér mjög gleðileg og hún skilaði líka marki sem var jafnvel enn ánægjulegra.

    lið í basli þurfa einfaldlega að fara back to basics, þ.e. að reyna að halda búrinu hreinu og pota inn einhverjum mörkum. þetta mark í lokin eyðilagði góðan leik. ég held að þeir sem bölsótist út af slakri frammistöðu og jafnvel skítaleik séu enn að pirra sig á síðustu vikum. fyrir utan þetta mark í lokin fannst mér leikurinn vera skynsamlegra spilaður og það bar árangur.

  26. Kuyt getur ekki endalaust verið óheppinn fyrir framan markið, kannski er hann bara ekki betri en þetta að nýta færin sín.
    En ég er virkilega sáttur við þessi 3 stig enda voru það akkurat sem við þurftum annasr hefði maður tapað glórunni.
    N’gog var frábær í kvöld en Monster Masc var maður leiksins.

  27. Mér fannst Aurelio eiga stórleik í kvöld, með margar stórglæsilegar fyrirgjafir. Gerrard gat ekki blautan skít, og Ngog var nokkuð góður.

  28. Ég þakka bara fyrir að sjá okkar gamla góða Javier Mascherano inni á vellinum. Hann er greinilega að komast í fínt form, allt of seint auðvitað en ef menn fara að tínast inn einn af öðrum þá væri nú hugsanlega hægt að ná góðu rönni í næstu leikjum. Nú vantar okkur að fá Gerrard í form, hann á greinilega í meiðslavandræðum og er eflaust sprautaður fyrir hvern leik um þessar mundir. Allavega virðist það vera á leik hans. Vörnin er samt enn mjög sjeikí. Breytingarnar sem Benítez gerði í kvöld sýndist mér hafa verið til að bregðast við því að Wigan setti senter inn fyrir miðjumann. Í stað þess að keyra þá á vörnina þeirra þá dregur hann liðið til baka í varfærni sinni. Á heimavelli. Gegn Wigan. Kommon. Góður sigur samt.

  29. Það er gaman að vinna, áttum góð færi og Kuyt og Agger hefðu átt að setjann’. Annars var Gerrard ömurlegur og ég hefði viljað sjá skiptingu í hálfleik. Held að þetta sé byrjun á einhverju fallegu! YNWA

  30. Sýnist miðað við æpandi þögn fyrirliðans okkar eftir Arsenal leikinn að Gerrard hafi valið liðið í kvöld og krafist þess við spiluðum 4-4-2 í þessum must win leik.

    Flott að fá sigur en mikið andskoti var óþolandi að fá þetta glataða mark á okkur. Horfði á Portsmouth líka áðan og þeir eru orðnir mun betri undir Avram Grant. Með líkamlega sterka og öskufljóta sókn sem Skrtel, Carragher og Insúa munu eiga í vandræðum með. Torres, Gerrard og Mascherano bara verða að spila 90mín frá byrjun þar annars fer illa.

    Àfram Liverpool.

  31. Mér fannst Gerrard ekki besti maður leiksins en hann átti margar góðar sendingar og hann var vissulega betri í kvöld en mörg önnur kvöld í vetur en ég vel Mascherano sem mann leiksins.

  32. 3 stig eru 3 stig þó svo að liðið hafi spilað ekki vel,var það ekki carragher sem sagði í einhverju blaðaviðtali í vikunni þar sem hann var að tala um að liðið ætti eftir að strögla í vetur,en hvað með það,þá fengust 3 stig í kvöld og það er meira en að undarförnu og er það gott.

  33. Leiðrétta smá,
    Talað var um að carra hafi bombað eitthvað. Ekki rétt, þetta var mega sending. Kannski að hann sé lausn við Alonso lausu lfc ?

  34. Váá mér brá þegar ég las að vinur okkar Babu hefði valið Gerrard sem mann leiksins, vissulega hefur hann rétt á sinni skoðun en ég gæti ekki verið meira ósammála, finnst vanta mjög mikið uppá Gerrard og finnst hann varla skugginn af sjálfum sér, búin að tala við 2-3 púllara í kvöld og einmitt þetta mál með Gerrard komið upp í öllum samtölunum. En trúi ekki öðru en að kallinn fari að detta í gang þegar hann og Torres fara að spila meira saman á nýjan leik, finnst neflinlega stundum eins og Gerrard nenni þessu hreinlega ekki þegar Torres er ekki inná vellinum.

    Mascherano klárlega bestur í kvöld, þokkalega sáttur með NGOG OG Aurelio og mætti gjarnan gefa Kuyt frí í svona 2-3 mánuði því hann er búin að vera undanfarið og í kvöld arfaslakur.

    Niðurstaðan er 3 stig sem voru ekki falleg, liðið er alls ekki nógu gott og maður er alls ekki sáttur með spilamennskuna í vetur og kannski var ekki gott að vinna þennan leik því það tefur fyrir miklum breytingum sem ég tel að þurfi að gerast þarna.

  35. Ég skil ekki af hverju Wigan mætti ekki með varaliðið í þennan leik.

    Vita þeir ekki að við eigum Lucas og Kuyt sem geta pakkað sama hvaða A eða B liði sem er?

    Annars góður sigur. Vonast til að sjá Gerrard og Aquilani saman á miðjunni í næsta leik með ryksuguna fyrir aftan og Torres frammi.

    Hemmi vs. Torres, maður missir ekki af því.

  36. Flottur leikur, heppnir með að mascherano eða rotti fékk ekki blóðrautt fyrir líkamsárás. Hefði þurft hjálp frá sean connery og nicholas Cage til að sleppa frá the rock ef að allt væri eðlilegt. Gott framtak þessi síða, alltaf gaman að sjá nýjar síður spretta upp. Takk og bless

  37. 18 Guðmundur Ingi segir “Gaman að sjá Skrtel og Agger fremstu tvo menn í einni sókninni.”

    Ég spyr, og fannst þér jafn gaman að sjá Wigan fara upp völlinn og skora á meðan Skrtel var ekki enn kominn til baka?

    Ég bara skil ekki hvern djöfulinn þeir voru báðir æðandi þarna fram á þessum tímapunkti í þessari stöðu og þaðan af síður hversvegna Skrtel var svona langt á eftir Agger aftur en þessi markagræðgi þeirra gerði það að verkum að við héldum ekki hreinu

  38. Viðar, ég setti Gerrard þar sem mér fannst hann heilt yfir okkar skásti maður og eins vegna þess að mér fannst ALLT ANNAÐ að sjá miðjuna hjá okkur með hann þarna við hliðina á JM. Hann var að dreifa spilinu ágætlega í leiknum og það hjálpaði leik JM klárlega að hafa Gerrard þarna með sér frekar heldur en Lucas sem er allt allt of líkur Gerrard. Það var vissulega ekki mikið um spretti og þann kraft sem oft einkennir Gerrard en allt tal um að hann hafi verið mjög lélegur eða skugginn af sjálfum sér finnst mér orðum aukið bull. Gerrard er oftar en ekki okkar besti maður þó hann eigi bara meðalleik á sinn mælikvarða, það fannst mér raunin vera í dag.

    Annars fannst mér Mascherano líka fínn í þessum leik og taldi hann alveg með í vali á manni leiksins, en hann bætti þó að vanda ekki miklu við sóknarleik Liverpool og Wigan er lið sem Liverpool á aðallega að sækja gegn.

    Gerrard á miðjunni í dag fannst mér himin og haf betra heldur en allt það sem boðið hefur verið uppá það sem af er móti.

    • og þaðan af síður hversvegna Skrtel var svona langt á eftir Agger aftur en þessi markagræðgi þeirra gerði það að verkum að við héldum ekki hreinu

    Sammála því að þetta var ansi ótímabært hjá þeim að vera báðir frammi, en Skrtel fékk boltann út á kanti þegar hann var að hlaupa til baka og sá því tækifæri á að bruna upp að endamörkum og koma með hann fyrir. Raundar ágætt hjá honum og ekkert út á þetta að setja, eftir þennan sprett sinn lenti hann á bakvið markið og því eðlilega nokkuð langt á eftir Agger að skila sér.

    Miðað við gengi Liverpool í ár var okkur að sjáfsögðu refsað fyrir þetta, en þó skal benda á að það voru alveg 4-5 manns inni í okkar vítateig sem hefðu átt að geta hjólað í N´Zogbia áður en hann náði skoti á markið.

  39. Mér fannst spilamennskan hjá Liverpool bara nokkuð góð í þessum leik(allanvega miðað við hvernig seasonið er búið að vera), bara það að sendingarnar eru farnar að rata meira fram á við gleður mitt litla hjarta, var lítið um að menn væru að spila boltanum á milli sín og Reina á eigin vallarhelmingi! Vonandi fær Aqualani byrjunarliðssæti á móti Pourtsmouth á kostnað Lucasar og Macherano haldi sæti sínu því hann var á fullu í allt kvöld! Einnig finnst mér að það mætti alveg hvíla Kuyt aðeins og prufa að hafa Johnson á hægri kantinum, því hann er mjög flinkur sóknarlega ekki alveg jafn góður í vörn, en þá er bara spurning er Degen nógu góður til að vera í hægri bak? En allanvega vonast eftir að við náum sigurleik í næsta leik, hvað er langt síðan við unnum 2 í röð? 🙂 Helst að við tökum bara alla leikina sem eftir eru á árinu!

  40. Liðið var talsvert sókndjarfara en undanfarið sem er mjög gott, en mér fannst eins og Wigan fengi allt of mikið af tækifærum til að koma sér í góðar sóknir. Sterkara lið en Wigan hefði vel getað nýtt sér þetta betur og hirt af okkur sigurinn. En eins og Babu segir þá vorum við óheppnir að skora ekki talsvert meira. Nú er bara að vona að liðið fái smá sjálfstraust og haldi áfram að verða betra. Mínir menn leiksins voru Aurelio og Benayun.

  41. Babu, málið er að varnarlega séð þá var Gerrard mjög dapur í kvöld, virtist fljótt verða pirraður ef hann náði ekki boltanum. Mascherano var án efa bestur í kvöld braut niður ófáar sóknartilraunir Wigan og var mjög drífandi.

    Ngog er svo í öðru sæti, fínn leikur hjá drengnum. Frábært að sjá hvað hann er að verða betri með hverjum leik.

  42. Gaman að fá sigur til tilbreytingar þó svo að okkar menn hafi ekki farið á kostum. Mascherano þótti mér vera ferskastur okkar manna.

    Var aðeins að rýna í tölfræðina í deildinni þegar flest liðin hafa leikið 17 leiki, en nokkur 16.

    Okkar menn hafa lagt eftirfarandi lið að velli:

    Stoke City
    Bolton
    Burnley
    West Ham
    Hull
    Man United
    Everton
    Wigan

    Meðalstigafjöldi þessara liða það sem af er móti: 19,85 stig

    Við lutum í gras fyrir:

    Tottenham
    Aston Villa
    Chelsea
    Sunderland
    Fulham
    Arsenal

    Meðalstigafjöldi þessara liða það sem af er móti: 29,6 stig

    Jafntefli varð niðurstaðan á móti eftirfarandi liðum:

    Birmingham
    Man City
    Blackburn

    Meðalstigafjöldi þessara liða það sem af er móti: 24 stig

    Liverpool er sem stendur með 27 stig.

    Lítið virðist ganga á móti sterkari liðum deildarinnar og eina liðið í 10 efstu sætunum sem lagt hefur verið að velli er Man.utd. Næsta lið er í 11. sæti, Stoke City.

    Það er svo sem ekkert nýtt hægt að lesa úr þessari tölfræði en hún staðfestir það sem við vitum að tímabilið hefur verið okkar mönnum afleitt til þessa og hæpið að halda því fram að óheppni eða tiktúrum tilverunnar sé um að kenna. Við vinnum einfaldlega ekki liðin í efri helmingi deildarinnar.

  43. Til lukku öll með sigurinn kærkomna 🙂

    Ég sá því miður ekki leikinn og ætla þess vegna ekkert að ræða hann, en eitt vil ég minnast á og það er þessi þörf manna til að gera lítið úr sigrinum. Margir sem hafa commentað hafa notað orðið “stórlið” í hæðni (tel ég vera) þegar rætt er um andstæðing kvöldsins eins og það sé bara sjálfgefið að Liverpool eigi bara að valta yfir Wigan með helst miklum mun, auðvitað er það eitthvað sem mann dreymir um en ef þetta tímabil hefur kennt manni eitthvað þá er það að öll lið geta lent í vandræðum, sama hversu “stór eða lítil” liðin eru.

    Bendi á að meistaraefnin í Chelsea mörðu sigur í kvöld á sínum heimavelli gegn neðsta liðinu í deildinni.

    Svo verð ég að minnast á að N’Gog hefur skorað 4 mörk í þessum 4 leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu í deildinni, ekki slæmur árangur það 🙂

  44. Sammála Mascherano var bestur í kvöld ekki spurning. Ágæt 2 stig óþolandi að fá á okkur mark… en svona er þetta.

  45. Mig langar að lemja mig, ég var nokkuð ánægður að Chelsea vann sinn leik. Segir allt sem þarf um þetta tímabil. Og Gerrard maður leiksins? Var ég að horfa á einhvern annan leik. Hefði þetta verið Lucas þá væri þetta besti leikur hans í LFC búning en fokking hell, ég geri meiri kröfur til Gerrard en að vera góður Lúkas.

  46. Sorry Babu, en ég er einnig algerlega ósammála vali á manni leiksins. Gerrard átti ekki góðan leik, ef þú spyrð mig.. allavega ekki ef ég miða við þann Gerrard sem ég kannst hvað best við !!
    Maður leiksins að mínu mati, er klárlega J.Macherano ! Þarna sýndi hann okkur rjúpnahausunum svo sannarlega að hann kann þetta alveg ennþá! Á góðum degi, þá er þessi leikmaður GÍFURLEGA mikilvægur. En þá þarf hann líka að hafa hausinn í lagi, og spila eins og maður. N’gog komst vel frá þessum leik, og ég þarf ekkert að minnast á Torres. Benaoyun tók flugið snemma fanst mér og lofaði góðu, en mér fannst honum fapast flugið ansi hratt þegar leið á leikinn, og var farinn að vona að honum yrði skipt út af. Mér finnst ennþá mikið vanta uppá hlaupin hans án bolta, eljuna og hreinlega töttsið, þegar kemur að því að klára á hlutina. Það er ekki nóg að kunna að sóla nokkra menn, það þarf að hugsa lengra.

    En heilt yfir er þetta að sjálfsögðu ánægjulegt og bjargar geðheilsu minni fram að helgi allvega. 3 stig, og það mikilvæg. Nú er bara að byggja á þessum úrslitum!
    Ég var að vona að sigurinn yrði stærri, en tek þessum þrem stigum fagnandi og vona að þetta sé byrjunin á einhverju stærra. Mér fannst ég skynja að liðið væri að sparka frá sér í baráttunni, og hugarfarið væri skárra (hef ekkert fyrir mér í því, annað en tilfinninguna), en mér fannst það reyndar ekki alveg þannig í 90 mínútur. Betur má ef duga skal, en það má byggja á þessu.

    Insjallah.. Carl Berg

  47. Gerrard var ekki að spila stórkostlega. En var ég sá eini sem tók eftir stoðsendingunni hans á Torres? Mér sýndist hann taka hann í fyrsta á hælinn og beint inn fyrir á Torres. Stórkostleg sending. Hæll, eða ekki, þá var það a.m.k. hann en ekki Benayoun.

  48. Ef Gerrard á mjög slakan leik en er samt betri en Lucas sem á mjög góðan leik…. hver er þá maður leiksins?

  49. Sælir,

    ég get ekki verið sammála því að Gerrard hafi verið slakur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn hjá honum alveg hreynt til fyrirmyndar. Hann dreifði spilinu mjög vel en það er svo augljóst að maðurinn er ekki í fullkomnu standi. Þess vegna hvarf hann svolítið í seinni hálfleik. Reyndar var þetta besti fyrri hálfleikur hjá liðinu í……ja bara í haust. Meira að segja Kuyt var fínn í fyrri hálfleik. Masch var klárlega bestur heilt yfir og sýndi mikilvægi sitt. Ég ætla bara að vona að framhaldið verði byggt á fyrri hálfleiknum í gær.

  50. Gott framtak þessi síða, alltaf gaman að sjá nýjar síður spretta upp.

    Eh, takk. Þessi síða hefur samt verið hérna síðustu 5 árin.

  51. Gerrard var ekki með stóran hluta leiks, Mascerano sópaði allt upp á miðjunni. Mér finnst ótrúlegt ef einhverjum þykir þetta góð frammistaða hjá Gerrard á miðjunni, sérstaklega ef menn halda því fram að hann hafi verið betri á miðjunni en Lucas hefur verið undanfarið.

    Ég veit a.m.k. að ef Lucas hefði átt jafn margar (einfaldar) feilsendingar og gefið aukaspyrnur væru menn að tala um að hann hefði átt hrikalegan leik.

  52. 3 stig. eru 3 stig.

    En mér finnst einsog Benitez sé að reyna að gera annað svona Keane-mál úr Aqulani “reyna notan ekkert”.

    Svo skil ég ekki þetta að byrja með B-liðið inná og sjá hvort þeir geta eitthvað og ef ekki, þá setja A-liðið þegar 10 mín eru eftir.
    Ég persónulega myndi byrja með mitt besta lið inná og skipta svo útaf þegar þeir eru þreyttir eins og tíðakaðist hér á árum áður. Þar sem menn tóku út meislin þegar tímabilið var búið. Þessir menn eru ekki gerðir úr postulíni það á að nota þá.

    Svo er það spilamennskan, það komu kaflar þar sem við reyndum að spila boltanum í gær en yfirleit þetta var mjög sorglegt hjá okkur á móti liði sem er ekki betra en þetta.
    Mörkinn í gær komu ekki út úr góðu spili heldur Ngog skoraði eftir langa sendingu frá Aurelio (sem mér fannst ekkert spes í gær ólíkt greinarhöfundi.) Hitt kom eftir hreinsun fram þar sem Torres kláraði með smá heppni eftir að hafa sólað markvörðinn. Þannig það er ekki eins og þessi sigur hafi verið svakalega verðskuldaður. Wigan áttu nefnilega helling í leiknum þeir áttu skot í slá af dauðafæri, í þeir áttu nokkur hálffæri sem hefði auðveldlega getað skilað öðrum úrslitum.

    Hvað er þetta með föstu leikatriðin hjá benites við áttum 13 hornspyrnur og flestar voru hræðilegar og ekkert kom útúr þeim.

    Við vorum 51% með boltan sem er hræðilegt þar sem við erum að tala um Wigan sem mótherja. Já Wigan.

    Maðurleiksins: Torres

    Hvar er Gerrard??

  53. Ljótur en góður sigur. N´gog að mínu mati maður leiksins. Sífellt vinnandi, fljótur og að skapa hættu. Masch góður líka…alveg brjálaður í að vinna bolta.

    • Babu, málið er að varnarlega séð þá var Gerrard mjög dapur í kvöld, virtist fljótt verða pirraður ef hann náði ekki boltanum. Mascherano var án efa bestur í kvöld braut niður ófáar sóknartilraunir Wigan og var mjög drífandi.

    Ég gat nú ekki séð að við værum beint að tapa miðjunni og að mínu mati þá er það margsannað að gegn liðum eins og Wigan eigum við að líta stærra á okkur en svo að þurfta tvo ultra defensive miðjumenn. Það var andskotans nóg að hafa JM sem var að mínu mati að spila eðlilegan leik á sinn mælikvarða, var mjög fínn sem sópur fyrir aftan Gerrard sem auðvitað var meira sókndjarfur, enda JM fyrirmunað að líta gáfulega út á vallarhelmingi andstæðingana.
    Orðum þetta svona, Liverpool hefði átt í töluvert meiri vandræðum gegn Wigan hefðum við ekki haft Gerrard með JM þarna á miðri miðjunni. Fyrirliðinn var alls ekki að spila sinn besta leik en come on hann var ekki eins slæmur og af er látið hérna inni. Hvort hann verðskuldi mann leiksins hef ég svosem ekkert gríðarlega sterkar skoðun á, mér fannst hann skástur í liðinu í gær og sannfærði mig allavega um að hann er klárlega betri kostur í miðjunni heldur en við höfum verið að nota hingað til á þessu tímabili. En ég ætla ekkert að mótmæla þeim sem fannst JM standa uppáur. Ef ég á að segja alveg eins og er þá fannst mér enginn standa þannig séð uppúr, t.d. valdi eitthvert ensku blaðanna N´Gog sem mann leiksins sem sýnir hvurslags stjörnuleikur þetta var í gær (hann spilaði hálfan leikinn).

    En það er góð tilbreyting að menn hafi ekki meira að rífast og tuða yfir eftir Liverpool leik heldur en vali mínu á manni leiksins! Það er klárlega skref í rétta átt og góð tilbreyting frá Benitez umræðunni.

  54. Ég held að aðalatriðið í þessu hafi verið að miðjan var að fúnkera miklu betur í gær en undanfarið. Hvort Gerrard eða e-r annar hafi verðskuldað kampavínið að leikslokum skiptir ekki öllu máli því fyrir mér var miklu betri heildarbragur á miðjunni.

    Rafa prufaði í gær loksins að nota demantamiðjuna sem ég hef verið að biðja hann um í tvo mánuði á þessari síðu. Demantamiðja er aðeins öðruvísi uppsett en venjuleg fjögurra manna miðja því í stað tveggja miðjumanna og tveggja kantmanna eru í raun þrír miðjumenn og einn mjög djúpur varnartengiliður.

    Í gær fékk Mascherano því það hlutverk að vera djúpur á miðjunni. Munurinn á því og því sem hann hefur verið að gera undanfarið er að hann hélt sig alfarið aftar á vellinum, fór helst ekki fram að vítateig andstæðinganna, og einbeitti sér að því að þefa boltann uppi og vinna hann til baka þegar hann tapaðist. Í þessu hefur Mascherano getið sér nafns undanfarin ár og verið sagður efnilegastur/bestur í heiminum og það sást strax í gær að hann var alveg á heimavelli í þessu hlutverki.

    Fyrir framan hann voru svo Gerrard sem hinn eiginlegi miðjumaður og sitt hvorum megin við hann Benayoun og Aurelio. Þeir voru ekki vængmenn eins og við erum vanir (þegar við t.d. notum Kuyt og Riera, til dæmis, á köntunum spila þeir miklu framar en Benayoun og Aurelio gerðu í gær) heldur mönnuðu miðjuna sitt hvorum megin við Gerrard. Fyrir vikið ertu með rosalega þéttan miðjukjarna af þremur vel spilandi mönnum og þar fyrir aftan öryggislásinn Mascherano, sem þýðir að bakverðirnir gátu farið enn meira fram á völlinn og því sáum við m.a.s. Carragher vera ótrúlega sókndjarfan og sækja alla leið að endalínu andstæðinganna á tíðum stundum í gær.

    Þar fyrir framan ertu svo ekki með mann í holunni (Gerrard) og einn fyrir framan (Torres/Ngog) heldur klassískt framherjapar þar sem annar vinnur skítavinnuna og hinn reynir hlaupin en báðir mæta jafnt inn á teiginn. Kuyt var í fleiri færum en Ngog ef eitthvað er og mér fannst þeir ná mjög vel saman (dittó með Torres og Kuyt eftir skiptinguna) en Ngog skoraði markið og Torres bætti svo við.

    M.ö.o., í stað þess að láta Mascherano og Lucas stjórna miðjuspilinu með Gerrard í sóknarhlutverki framar og tvo hátt spilandi kantmenn vorum við að láta Gerrard, Aurelio og Benayoun um að stjórna miðjuspilinu með tvo sókndjarfa bakverði og tvo vinnusama framherja sem sóknarkosti. Þar fyrir aftan gat þá Mascherano setið og einbeitt sér að því sem hann er bestur, laus við byrðina sem fylgir því að þurfa að bera spilið uppi.

    Þetta kerfi hentar okkur einfaldlega miklu, miklu betur. Lucas gæti í þessu kerfi komið inn fyrir hvern af þremur miðjumönnunum án þess að það mæði jafn mikið á honum og þegar hann er einn með Mascherano á miðsvæðinu (hann er jú einn af þremur, eða eiginlega fjórum, ekki einn af tveimur) og hann getur líka kóverað fyrir Mascherano í varnartengiliðnum. Aurelio spilaði virkilega vel í þessari stöðu og Aquilani gæti líka komið inn og notið sín þarna í aðeins minna álagi, rétt eins og Lucas, þar sem hann hefur þrjá aðra með sér á miðsvæðinu í stað eins.

    Frammi, með Kuyt sívinnandi og Torres & Ngog báða heita, er þetta svo alveg sniðið að okkar þörfum. Þið getið svo rétt ímyndað ykkur að fá Johnson inn í stað Carra á hægri vænginn. Að sama skapi væri Mascherano meira í að vernda miðverðina okkar, sem hafa verið slappir framan af vetri, og sérstaklega held ég að Carra myndi njóta sín betur í miðverðinum ef hann hefði þess konar vernd.

    Fyrir mér er þetta kerfi, demantamiðjan, algjörlega komið til að vera og ég vona að Rafa hafi séð nægilega margt jákvætt við þetta í gær til að halda áfram að prófa þetta. Á meðan Riera getur ekki haldið sér heilum, Babel er í ruglinu og við eigum engan kost nema Kuyt á hægri kantinn finnst mér engin ástæða til að halda í 4-2-3-1 kerfið sem við höfum verið að spila á síðustu tvö ár. Það er vissulega góður valkostur að eiga í ákveðnum leikjum en mér finnst leikmannahópur okkar í dag henta 4-1-3-2 leikkerfinu miklu betur.

    Þannig að já, mitt innlegg í þessa Maður Leiksins-umræðu er að Mascherano blómstraði því hann fékk loks að spila þá stöðu sem hann ólst upp í, og fæddist til að spila, á meðan Aurelio, Gerrard og Benayoun nutu sín allir í sínum stöðum fyrir framan hann. Þetta er alfarið leikkerfinu að þakka.

  55. Ég verð að viðurkenna það að ég þurfti að skrolla upp og kíkja á úrslitin aftur eftir að hafa lesið sum ummælin hérna, til að tryggja að ég væri að kommenta á rétta leikinn. Það mætti ætla að þessi sigur hafi verið alveg ótrúlega tæpur, að Wigan hafi átt mörg dauðafæri og við ekki. Það var einfaldlega ekki raunin í þessum leik, þó svo að sjálfsögðu eigum við að geta spilað mikið betur en við gerðum í þessum leik. Ég er ósammála mönnum sem telja að fyrri hálfleikurinn hafi verið okkar besti hálfleikur lengi. Fyrri hálfleikurinn gegn Arsenal fannst mér frábær og mun betri en þessi og þá vorum við samt að spila gamla kerfið okkar og með þessa svokölluðu handónýtu miðju okkar (samkvæmt flestum).

    Ég hreinlega botna ekki komment eins og #57. Fyrir það fyrsta, getur einhver í alvöru talað um það að Keane hafi ekkert verið notaður? Ég man ekki betur en að margir hafi verið alveg kolvitlausir yfir því hversu mikið hann var notaður á tímabili þrátt fyrir að geta ekki neitt í leikjunum.

    Ég er svo einnig algjörlega ósammála vali á manni leiksins, fannst Gerrard hreinlega slappur og vil ekki sjá hann svona bundinn niður á miðjunni, vil hann framar á völlinn, þar er hann bestur og nýtur sín best. Mér finnst reyndar alltof oft undanfarið sem Stevie fær bara útnefninguna sem maður leiksins, svona “afþvíbarahannheitirStevieG”. Ég er sem sagt algjörlega sammála mönnum í því að Javier var besti maðurinn á vellinum í gær.

    Að tala um A lið og B lið eins og í #57 finnst mér út í Hróa Hött. Jú, ég var hissa á uppstillingunni, þ.e.a.s. að sjá ekki Torres og Aquilani inná, en það var líka það eina í rauninni. Torres að stíga upp úr meiðslum og tæpur og svo Aquilani sem virðist bara vera tæpur að eðlisfari (allavega lætur Rafa mann halda það). En að tala um að þessi sigur hafi bara verið heppni, mörkin grís og þar fram eftir götunum er að mínu mati að mála skrattann á vegginn og loftið í leiðinni. Fyrra markið var flott og mér fannst Aurelio virkilega góður í leiknum, var að koma með fínar sendingar og virkaði flottur í spilinu.

    En ég er fyrst og fremst ánægður að þrjú stig komu í hús, ég hefði bara ekki boðið í sálartetrið ef við hefðum ekki unnið. Nú er bara að komast á gott rönn og sýna betur hvað býr í liðinu.

    Ég er svo sammála KAR að sumu leiti með leikkerfin. Það má breyta til á milli leikja, en ég er alls ekki sannfærður um að þetta 4-4-2 afsprengi virki nema í undantekningar tilvikum. Miðjan í fyrri hálfleik gegn Arsenal var til að mynda ekki að virka síður en miðjan í gær, nema síður sé 🙂 Þetta snýst bara fyrst og fremst um hugarfar, mæta grimmir til leiks og berjast. Aðeins þá spilum við vel. Algjör geimvísindi, I know, en svona er það bara.

  56. Góður sigur og alveg hreint bærilegur leikur hjá okkar mönnum. Ég er samt ekki sannfærður um að menn séu komnir yfir þennan slæma hjalla ennþá. Þegar það eru komnir kannski 3 – 4 sigurleikir í röð þá fyrst skal ég fara að viðurkenna það að Rafa sé að snúa blaðinu við aftur. Það er ennþá viss taugaveiklun í gangi hjá mönnum !

    En sigur er alltaf sigur sama hvernig liðið spilar. Vonandi er þetta fyrirboði um það sem koma skal

    YNWA

  57. Sælir félagar
    Ég má til með að taka undir meðaSSteini og KAR sérstaklega með hugarfarið og það að hafa pung í að breyta til þannig að andstæðingar okkar viti ekki uppá sína 10 fingur hvernig stillt er upp og hvernig taktík verður leikin

    “Ég er svo sammála KAR að sumu leiti með leikkerfin. Það má breyta til á milli leikja, en ég er alls ekki sannfærður um að þetta 4-4-2 afsprengi virki nema í undantekningar tilvikum. Miðjan í fyrri hálfleik gegn Arsenal var til að mynda ekki að virka síður en miðjan í gær, nema síður sé Þetta snýst bara fyrst og fremst um hugarfar, mæta grimmir til leiks og berjast. Aðeins þá spilum við vel. Algjör geimvísindi, I know, en svona er það bara”.

    Þráinn í Rafa að spila alltaf sama leikkerfið, alltaf sömu taktíkina, alltaf sömu skiptingarnar sem breyta engu í skipulagai, alltaf á sama tíma o.s.frv. gerir andstæðingum L’pool létt að skipuleggja sig gegn okkur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  58. Ég held að aðalatriðið í þessu hafi verið að miðjan var að fúnkera miklu betur í gær en undanfarið.

    Mér fannst miðjan ekki fúnkera stóran hluta leiks, á tímabili seint í fyrri hálfleik komumst við varla nálægt boltanum. Greinilega misjafnt hvað menn sjá úr þessum leikjum 🙂

  59. Mér finnst alveg merkilegt hvernig sumir menn láta hérna inni. Það er drullað yfir liðið þegar illa gengur og svo koma menn og drulla líka yfir liðið eftir sigurleiki. Gerir enginn sér grein fyrir að þetta tímabil er búið að vera hörmung, algjör hörmung og leikmenn liðsins eru ekki með besta sjálfstraustið. Viðurkenni það fúslega að liðið okkar var ekki að spila sinn besta bolta á köflum en á öðrum köflum í gær var hrein unun að horfa á liðið. Einna snertingar fótbolti, hratt spil og boltinn gekk vel á milli manna. Dirk Kuyt þarf að mínu mati að fara í æfingabúðir og æfa sendingar og móttöku og hann annars átti bara la la leik og var svo sannarlega óheppinn að skora ekki. Gamli LFC markmaðurinn var í fantaformi í gær. Fyrir utan einhver 2 færi frá Wigan þá áttu við þennan leik með hurðum og gluggum og átti sigurinn að vera miklu stærri. Mascherano er að mínu mati maður leiksins, var alveg frábær í þessum leik og stoppaði fáránlega margar sóknir.
    Ekki þetta endalausa niðurrif, reynum aðeins að vera jákvæðir í guðanna bænum. Það er komið smá malt í okkar menn og við hljótum að taka það jákvæða með okkur í næsta leik. Viva Torres, og Forza Liverpool

  60. Áhugavert innlegg Kristján Atli, þú hefur verið að tala fyrir tígulmiðju undanfarið og það er góð hugmynd miðað við þann hóp sem við höfum í dag. Eins og ég sá leikinn þá var þetta samt pjúra 4-4-2, með “sléttri” miðju eða því sem næst. Gerrard og Mascherano voru einfaldlega saman á miðjunni og Benayoun og Aurelio voru miklu utar en menn eru vanalega í tígulmiðju. Þú talar um að þeir þrír hafi verið í sléttri miðju með Mascherano fyrir aftan og það er miklu nærra lagi. Í tígulmiðju þá væri Gerrard miklu framar, miklu nær því að vera í holunni sem hann hefur verið í í 4-2-3-1.

    Sorrý strákar, þið verðið að afsaka, ég hef endalaust gaman að pæla í taktík.

  61. það þarf ekki endilega að vera fallegt en þetta hafðist þrátt fyri hálfgert moð. Er farinn að hallast á þaða að Benayoun sé ekkert nema varamaður hann hefur verið afleitur að undanförnu hangir alltof mikið á boltanum og reynir flókna hluti. Finnst engin glans vera yfir 2-1 sigri á móti Wigan liðið virkar andlaust og eins og fyrirliðinn okkar en vonandi náum við að fylgja þessu eftir og mjaka okkur upp töfluna

  62. Ég er sammála Ívari með það að boltinn í gær var oft á tíðum virkilega skemmtilegur þar sem maður sá glitta í lið með sjálfstraust og gat spilað einnar snertingar bolta en það datt niður í gær á köflum líka.
    Mér finnst líka Yossi vera að gera hlutina allt of erfiða þegar hægt er að gera einfalda sendingu þá reynir hann frekar að fara aðeins lengra og svo missir hann boltann og hvað er með það að hann virðist ekki geta skotið boltanum ? Hann verður helst að sóla 3-4 áður en hann getur losað sig við boltann. Og einnig fannst mér Kuyt vera virkilega slappur að nýta þessi færi í gær.

  63. Hæ.

    Dittó Steini, tígulmiðja eða 4-2-3-1 er spurning um útfærslu og í gær fannst mér hvorki Benayoun eða Gerrard ná að komast nægilega inn í leikinn, því í tígulmiðjunni ertu fastari í stöðu en í þriggja manna línunni eftir senterinn.

    Þegar að Kuyt datt út á hægri vænginn gegn arfaslökum vinstri bakverði fórum við ansi létt í gegn og ég fer ekki ofan af því að með tveimur argandi aggressívum kantsenterum er 4231 frábært kerfi. Gríðarlega erfitt að sækja á það og verjast því, þ.e. ef þú ert með menn í þetta. Hins vegar styð ég KAR að Lucas ætti betra með að vera í demantinum og hann er smíðaður fyrir Masch. EN. Ef Aquilani virkar í pari með Lucas eða Masch steinliggur kerfið, sem jú t.d. skilaði okkur taktískri slátrun á OT. Hins vegar gæti alveg verið hægt að útfæra 442 svona gegn liðum sem liggja til baka á Anfield.

    Svo ætla ég bara að styðja Steina í tveimur hlutum í viðbót. Fyrst er það, að að mínu mati var það besta sem Rafa gerði í Keane málinu að selja hann, enda kemur hann varla lengur inná hjá Tottenham og er einfaldlega takmarkaður framherji sem líka varð til þess að að við fengum ekki Barry. Skelfing. Og svo því að það er að mínu mati svakalega sóun að binda Steven Gerrard niður í miðjumanni. Engum dytti það í hug með Kaka og því á engum að detta það í hug með Gerrard. Þó hann sé kröftugur og áræðinn er hann svo miklu meiri sóknarmaður en miðjumaður í dag.

  64. Mascherano var yfirburðamaður í þessum leik, hann fær yfirleitt aldrei það hrós sem hann á skilið. Hann minnir mann bara á Makalele sem fékk aldrei það hrós sem hann átti skilið með Real Madrid hér um árið, þar sem hann féll í skuggann á mönnum einsog Zidane og fleiri stjörnum. En síðan þegar hann var látinn fara til Chelsea þá sá fólk hversu mikilvægur hann var fyrir liðið. Vona bara innilega að Masch skrifi undir nýjan samning við Liverpool. En ananrs fannst mér frábært að vinna þennan leik, sjálfstraust er það sem okkur vantaði og vonandi hefur það aukist við þennan eina leik. En það verður að fara hvíla Dirk Kuyt, hann er alveg hrikalega lélegur í fótbolta að mínu mati. Þó svo að hann geti hlaupið og barist endalaust þá er það bara ekki nóg. En með von um bjartari framtíð..
    Lifi Liverpool !!

  65. hann fær yfirleitt aldrei það hrós sem hann á skilið

    Ég er alls ekki sammála þessu. Mér finnst menn á þessari síðu gríðarlega oft hrósa honum. Hann hefur hins vegar ekki átt það skilið mestallt tímabilið, en hann hefur verið að spila verulega vel í síðustu leikjum.

    Og getum við plís sleppt svona kommentum:

    En það verður að fara hvíla Dirk Kuyt, hann er alveg hrikalega lélegur í fótbolta að mínu mati

    Hvaða tilgangi þjóna svona komment? Bætir þetta umræðuna? Nei. Er þetta byggt á staðreyndum? Nei. Er Dirk Kuyt lélegur í fótbolta? Nei.

  66. Ætla leyfa mér að vera þér fullkomlega ósammála Einar Örn. Mér finnst Dirk Kuyt lélegur í fótbolta og er algjörlega sammála þessu kommenti. En eins og þú segir er þetta auðvitað ekki byggt á staðreynd heldur huglægu mati. Alveg eins og þín skoðun að hann sé ekki lélegur í fótbolta, er það byggt á staðreynd eða þínu huglæga mati? 😉

  67. Sammála 4# Einar Örn, sigur er sigur og nú er bara að bretta upp ermar fyrir Portsmouth og taka þrjú stig þar líka og byggja upp sjálfstraust og vonandi verður sá leikur þar sem allt smellur saman….

  68. Já og enn er ég sammála Einari Erni, förum nú að hvíla Kuyt hann er ekki lélegur í fótbolta, hann kann ekki fótbolta…

  69. Sælir félagar

    Dirk Kyut er ekki lélegur í fótbolta. Hann er góður í því sem hann er góður í. Það er að segja; hann er góður í að djöflast í andstæðingnum, er gjörsamlega þindarlaus, hættir aldrei, lætur boltann boppa af sér eins og steinvegg, tekur menn yfirleitt ekki á, gerir stundum afar mikilvæg mörk, er nær undantekningarlaust í byrjunarliði, er afar sjaldan skipt útaf, er góður í vörn og duglegur að vinna til baka, er afar ljóshærður, á margar feilsendingar, vinnur vel fyrir liðið, er í miklu uppáhaldi hjá Rafa, boltameðferðin slök og ef til vill fleira. Er þetta að vera góður í fótbolta? Ókei þá er hann góður í fótbolta.

    Það er nú þannig

    YNWA

  70. Ég hef alltaf verið hrifin af Kuyt og er hann einn uppáhaldsmaðurinn minn í Liverpool (er United maður) því menn eins og hann eiga alltaf sinn stað hjá þjálfaranum.
    Maðurinn hleypur á við 2 – 3, hann lætur aldrei andstæðinginn í friði (fer stundum í taugarnar á mér hvað hann er pirrandi við andstæðinginn), frábær karakter, aldrei með leiðindi og móral í garð andstæðinga né dómara, nánast fyrsti maður sem tekur í höndina á andstæðingnum þrátt fyrir tap, skorar oftast mikilvægustu mörkin… Ok sumir halda að ég sé genginn af göflunum og hugsa að nánast ekkert af þessu hjálpar honum í fótbolta… Kannski ekki en þetta hjálpar öðrum í kringum hann og gerir hann oft leikinn auðveldari fyrir samherja sína með dugnaði og krafti og ekki gleyma oft hlaupunum hans þegar hann dregur 1 – 2 með sér og skilur eftir pláss fyrir hina!

    Kuyt er ekki teknískasti spilarinn, ekki fljótasti, ekki með bestu sendingarnar en hann er hinsvegar einn af lykilmönnum Liverpool og það er staðreynd!

    Ekki gleyma því að Kuyt er næst markahæðsti maður Liverpool í deildinni til þessa…

    Verið nú góðir við hollenska snáðann! 🙂

    Kv.
    Kristinn Geir

  71. Af hverju ertu að vitna í þetta sorpblað ?
    Ég vissi ekki einu sinni að Liverpool aðdáendur læsu þennan viðbjóð.

  72. Jákvætt:
    Sigur
    3 stig
    Framherjarnir skoruðu báðir.
    Ngog fer vaxandi.
    Masch gerði það sem hann gerir best.

    Ekki eins jákvætt:
    Fengum á okkur mark sem hægt er að færa rök fyrir að hafi verið alger óþarfi. (Man reyndar ekki eftir mörgum mörkum sem talist hafa verið þörf að fá á okkur, en þið skiljið hvað ég á við).
    Gerrard er skugginn af sjálfum sér
    Hefði viljað sjá Aquilani fá fleiri mínútur til að fá leikæfinguna sem hann klárlega vantar.
    Liðið er ekki enn laust við þennan “skortásjálfstraustsdoða” sem hefur hangið í þeim í allt of langan tíma.

    Vonandi nær liðið þó að byggja á þessum sigri í næsta leik á móti botnliði Pompey sem er að reyna að finna grúvið sitt með nýjum stjóra og var ekki langt frá því að taka stig af toppliði Chelsea í gær.
    Ef að óörugga, stressaða og hikandi LFC mætir til leiks þá er aldrei að vita nema að Hemmi Hreiðars fái ástæðu til að fá sér í tánna um helgina. Ef hinsvegar að liðið sem spilaði við Manutd í vetur mætir til leiks þá er Hemmi ekkert að fara að detta í það neitt. Koma svo !

  73. Það hefur verið rætt hvað Rafa sé rólegur og sumir vilja meina að hann eigi erfitt með að peppa upp liðið. Væri þá ekki genialt að fá Gordon Ramsey til að halda hálfleiksræðuna í hverjum leik? Hann myndi allavega fá blóðið af stað hjá flestum 😛

  74. Þegar Kuyt var keyptur til Liverpool var ég mjög spenntur fyrir kappanum enda kappinn með flott stat í hollenska boltanum. Hann olli mér talsverðum vonbrigðum til að byrja með enda bjóst ég við gaurinn myndi raða inn mörkunum. Hins vegar eftir því sem leið á og eftir leiktíðina í fyrra varð ég að éta það ofan í mig að hafa rangt fyrir mér og á leiktíðinni fyrra var hann einn mikilvægasti leikmaður liðsins í fyrra. Maður var meira að segja hættur að væla undan því að það vantaði hægri kantmann.

    Vissulega hefur Kuyt ekki náð sínu besta það sem af er leiktíðar frekar en aðrir leikmenn. Eitt má hann þó eiga þrátt fyrir takmarkaða sendingagetu og tækni að hann gefst aldrei upp. Bara ef að aðrir leikmenn myndu ná 70% af baráttuvilja hans þá væri Liverpool liðið töluvert ofar en það er í dag. Það er ÖMURLEGT að horfa Liverpool leikmenn hengja haus, væla og tuða í mótlæti og hreinlega hætta að elta menn þegar þeir missa boltann. Þetta hafa menn eins og Gerrard, Torres, Lucas, Masche, Skrtel og hvað þeir heita gert sig seka um.

    Þó svo að menn eiga ekki sinn besta dag, sendingarnar ekki að heppnast, skotin ekki að fara á markið o.s.frv. Þá geta menn alltaf skilað liði sínu árangri með því að berjast og það má Kuyt eiga að hann skilar því.
    Ég skal hins vegar játa að hann mætti alveg fá meiri samkeppni á hægri kantinn og Benitez mætti alveg fá leikmann til liðsins til þess að veita honum samkeppni í liðið.

  75. Á ekki Johnson að taka kantinn af Kuyt, hann er betri frammi en í vörn…

  76. ,,[Kuyt] hjálpar öðrum í kringum hann og gerir hann oft leikinn auðveldari fyrir samherja sína með dugnaði og krafti og ekki gleyma oft hlaupunum hans þegar hann dregur 1 – 2 með sér og skilur eftir pláss fyrir hina!”

    Þarna áttu kollgátuna nafni. Að gera leikinn auðveldari fyrir samherja sína. Ómetanlegt. Vanþakklátt, en gjörsamlega ómetanlegt hverju einasta knattspyrnuliði.

  77. Held að menn ættu nú aðeins róa sig kuyt er þó allavega með lífsmarki þarna inná annað enn margir leikmanna gerrard er bara aumingjaskapurinn nú orðið carra ekki getað blauta skít held að þeir hefðu gott af því að fara á tréverkið .

  78. Hef aðeins verið að hugleiða þetta með demantsmiðjuna. Þegar þetta kerfi er spilað þá er aftasti miðjumaðurinn playmakerinn enda er þetta varnarkerfi að upplagi. Ástæðan fyrir að kantarnir/miðjumennirnir draga sig inn á miðjuna er til að þétta hana og vinna hana en þeir verða jafnframt að vera fljótir að loka út. Fremsti miðjumaðurinn lokar venjulega á einn af miðjumönnum andstæðinganna og oftast er lagt upp með að hafa einn mann sem sleppur við að dekka annað hvort í vörninni eða á miðjunni.

    Masch var okkar aftasti maður í gær og hann er nú ekkert brjálæðislega mikill leikstjórnandi. Eins var Gerrard í frekar frjálsu hlutverki og bakverðirnir okkar ekkert gríðarlega sókndjarfir, þó ágætir séu. Spurning hvort þetta kerfi henti okkur þá eitthvað þar sem okkur vantar alonso eða aquilani eða einhvern slíkan til að dreifa. Mér finnst t.d. að við eigum að spila sókndjarft á heimavelli og jú sennilega á mörgum útivöllum líka. Annars gætum við allt eins spilað 4-4-2 með annan miðjumanninn djúpann eða jafnvel 4-3-1-2. Bara svona smá pæling þar sem mér finnst erfitt að sjá hið fullkomna leikkerfi hjá liðinu.

    Ngog fannst mér svo bestur í gær, gaman að sjá ferskan mann þarna inni á.

  79. Ég myndi bara vilja sjá Torres og N’Gog saman frammi í 1 eða 2 leiki, þeir eru báðir fljótir og N’Gog er góður í loftinu og gæti verið að flikka þessa bolta á Torres sem myndi klára þetta, svona svipað og þegar að Heskey og Owen voru saman og það sem að Tottenham eru að gera með Crouch og Defoe.
    Allavega þá virkar N’Gog virkilega vel á mig og ég held að hann gæti orðið frábær fyrir okkur og hann virkar líka betur ef hann er með einhverjum frammi. Spurning hvort ekki sé hægt að láta þá báða í byrjunarliðið með Gerrard, Aquilani, Kuyt og Mascherano á miðjuna einhverskonar 4-1-3-2.

  80. góður sigur loksins,maður leiksins klárlega mascerano og þetta leikerfi hentar honum svo vel því að hann stöðvaði fult af sóknum. N’gog var góður og virðist vaxa með hvejum leiknum og kuyt fanst mér fínn óheppinn að skora ekki svo komu Torres , Aquilani og leiva með fína innkomu en talandi um gerrard hann spilaði kanski ekki sinn besta leik en getur ekki altaf verið súpermann hann er að stíga uppúr meiðslum og auðvitað mjög svekktur útaf gengi Liverpool en hann dreifði spilinnu vel og hann á eftir að koma aftur sterkur inn eftir jól.

Liverpool – Wigan

Evrópudeildin – 32 liða potturinn klár