Í kvöld var leikin síðasta umferðin í riðlakeppni Evrópudeildar, eh, Evrópu þetta árið. Lítið var um óvænt úrslit og er núna orðið ljóst hvaða lið fara í pottinn fyrir 32ja liða úrslit.
Fyrri pottur: Unirea Urziceni, Juventus, Wolfsburg, Marseille, Sporting Lisbon, AS Roma, Galatasaray, Shakhtar Donetsk, PSV Eindhoven, Werder Bremen, Anderlecht, Valencia, Hapoel Tel Aviv, FC Salzburg, Fenerbahce, Benfica.
Seinni pottur: LIVERPOOL, Rubin Kazan, Standard Liege, Atletico Madrid, Ajax Amsterdam, Hertha Berlin, Fulham, Panathinaikos, Club Brugge, FC Copenhagen, Athletic Bilbao, Anderlecht/Dinamo Zagreb, Lille, Hamburg, Villarreal, FC Twente, Everton .
Sem sagt, okkar menn eru í seinni pottinum sem þýðir að við getum bara mætt liði úr fyrri pottinum, en hann inniheldur fjögur liðin með betri árangurinn úr Meistaradeildinni og liðin sem unnu riðlana í Evrópudeildinni nú fyrir áramót. Einnig þýðir það að auk þess að mæta líklega sterkari mótherja munum við leika fyrri leikinn í 32ja liða úrslitum á Anfield og þann síðari á útivelli.
Það er svo sem hægt að spá endalaust í þennan fyrri pott og hugsa sér mótherja. Við gætum t.d. verið mjög heppin og fengið FC Salzburg, við gætum líka verið óheppin og fengið Juventus.
Það kemur allt í ljós í hádeginu á morgun, föstudag, en þá verður dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar (hver hefur áhuga á þeirri skítakeppni?) og svo bæði 32ja liða og 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Þannig að við vitum ekki aðeins mótherja okkar í 32ja liða úrslitum heldur hvaða tveimur liðum við getum mætt, og hvort við eigum heimaleikinn í fyrri eða seinni umferð, í 16-liða úrslitunum.
Kemur allt í ljós á morgun. Ég væri til í að fá Salzburg í næstu umferð og svo sigurvegarann úr viðureign Hapoel Tel Aviv og Club Brugge í 16-liða úrslitum, með seinni leik á Anfield í þeirri umferð. En auðvitað verður það ekki svo auðvelt. 😉
vill maður ekki fá erfiðustu liðin?
Ég myndi vilja mæta Juventus í 32 liða og Everton í 16 liða.
Nei, annars, ég myndi vilja mæta Everton í úrslitaleiknum 🙂
Hvernig er það kláruðum við ekki örugglega kaupin á honum Snoogy Doogy hér um árið? Fór hann ekki á láni til Grikklands?
Hann gæti orðið leynivopnið okkar eftir áramót ef Rafa kallar hann heim.
Veit einhver hvort hann yrði gjaldgengur í Evrópudeildinni?
Diddi – við tökum Everton í 8-liða úrslitunum, svo Juve í undanúrslitum og loks Valencia í úrslitum. Rafa fær þá að sýna þeim hvernig honum gengur erlendis. 😉
Bill Hicks – Snoogy Doogy má spila alls staðar.
Snoogy Doogy, ah ég var búinn að gleyma honum. 🙂
Annars eru leikirnir spilaðir 18. og 25. febrúar.
oohhhhh hversu sick að mæta everton:D
Hver er þessi Snoogy Doogy ???
Ásmundur, það var leikmaður sem Gillett sagði árið 2007 að þeir myndu kaupa ef benitez myndi óska eftir því! Að því er ég best veit þá óskaði Rafa eftir því svo hann hlítur að vera tiltækur og ætti að vera gott leynivopn!
Ásmundur, sjá líka á Google
Við fáum pottþétt Roma, Juve, Benfica og Marseille á leiðinni. Everton dettur strax út á móti Unirea.
Held að sé ofmat að vilja mæta Salzburg í næstu umferð. Salzburg tók Lazio og Villareal í kennslustund á heimavelli.
Sjálfur vil ég alltaf fá sem allra sterkast lið sem fyrst. Annars er helsta áhyggjuefnið e-hver A-evrópu lið. Hundleiðinlegt að fara þangað.
Annars myndi ég vilja sjá Mick taktík á þetta. Hvíla lykilmenn (hversu mótiveraðir verða Stevie G og félagar í þessa keppni?). Geri mér samt fulla grein fyrir að fæstir eru sammála mér um það.
Og þó…
Hrútunum mínum er allavega alveg sama um stærð og lögun kindanna 😉
Kveðja úr sveitinni
Já alveg rétt, mig minnti þetta eitthvað en var ekki viss.
Vill fá Valencia í 32, Everton í 16, Roma í 8, Benfica í undanúrslitum og Juve í úrslitaleiknum. Ef við vinnum hann þá verð ég sáttur!
Salzburg er sýnd veiði en ekki gefin, þeir eru með fullt hús stiga eftir riðlakeppnina og eru að spila hraðan og skemmtilegan bolta. Það má ekki gleyma því að heimavöllurinn þeirra er lagður gervigrasi og er afar hraður. Þar hefur mörgum orðið hálf á “svellinu” eins og hér hefur verið bent á, Villareal og Lazio steinlágu í Salzburg. Þetta eru því að mínu viti engin óskamótherji.
Vá hvað ég hef lítinn áhuga á þessari keppni. Finnst bara niðurlægjandi að þurfa að taka þátt í þessari hörmung.
Lolli (#14), miðað við sögu þessara tveggja liða vona ég að það gerist aldrei að við þurfum að mæta Juventus í úrslitaleik Evrópukeppni. Yrði einfaldlega of mikið í gangi annað en leikurinn sjálfur á þeim degi, of mikill tilfinningabaggi.
Bull er í þér maður!! CL er svo 2005 (í besta falli 2007)
Þannig grín er alveg úrelt í dag og bara fyrir einhverja uppþornaða útrásarvíkinga. Europa League er algjörlega málið um þessar mundir og þar eru öll bestu liðin 🙂
Hvað CL varðar hinsvegar vona ég að mínir menn í Porto, Milan, Inter, Bayern, Fiorentina, Sevilla, CSKA Moscow, Olympiacos, Bordeuax, Lyon, Barcelona og Stuttgart taki þetta 🙂
Mjög sammála þessu
Vissulega er þetta ekki eins stór keppni eins og CL en þetta er samt stór keppni þrátt fyrir það og mörg góð lið í þessari keppni.
Mér finnst algjör óþarfi að vera að gera eitthvað lítið úr þessari keppni og hvað þá að tala um að það sé niðurlægjandi.
Ég hugsa að það væri fínt fyrir Liverpool að fá Juventus. Juve hafa ekki verið neitt sérlega sannfærandi undanfarið og voru t.d alveg arfaslakir á móti Bayern á sínum eigin heimavelli í lokaumferð meistaradeildarinnar, og hefur Bayern nú ekki þótt vera neitt sérstakir heldur í vetur. Þannig að það er best að fá bara Juventus og flengja þá bæði heima og úti. Camoranesi er meiddur og verður lengi frá og svo fékk Melo gullruslafötuna á dögunum svo það er ekkert að óttast.
Jæja það er búið að draga í litlu keppninni svo að nú getur alvöru hasarinn hafist.
Drátturinn í meistaradeildinni var svona: Carlo og Chelsea vs José og Inter, Beckham vs Man Utd, Benzema vs Lyon, Olympiakos vs Bordeaux, Porto vs Arsenal, CSKA vs Sevilla, Stuttgart vs Barcelona, Bayern vs Fiorentina.
Ég held ég hafi aldrei sagt eftirfarandi orð af jafn mikilli innlifun og nú: Áfram Inter og AC!!!!!!!111!!
Komming öpp … drátturinn íEvrópudeildinni 2010 ! Whoop!
ææææææiiiiiiiiiiiii erfitt á ykkur Liverpool mönnum…. þetta fer alveg að koma hjá ykkur eins og síðustu 19 ár!
Ertu að tala um evrópukeppnina þá Snjallmundur?
17 Kristján Atli. Það er alveg rétt að það yrði tilfinningaþrunginn leikur en er ekki kominn tími til að skapa nýjar og góðar minningar fyrir þessi bæði lið. Er svo ekki jákvætt að knattspyrnuleikir eru tilfinningaþrungnir, þetta var sorglegur atburður í Heysel og honum myndi verða minnst. Fá svo 5-4 sigur fyrir Liverpool í nýjum úrslitaleik.
Í hvaða keppni var samt verið að draga í áðan? Upphitun fyrir Evrópudeildardráttinn.
Liverpool vs Unirea
Unirea verður það…….
Liverpool – Unirea frá Rúmeníu.
Bara skemmtilegt að fá nýtt lið til að keppa við….
Þvílikt lið, þetta verða gríðarlega skemmtilegar viðureignir.
Loksins fáum við alvöru stórlið í Evrópukeppni!
Svei mér þá ég held ég sæki um upphitun fyrir útileikinn!
Verra gat það verið
Babu, eftir snilldarupphitun þína gegn Debreceni í nóvember get ég staðfest hér og nú að þú hitar einnig upp fyrir leikinn gegn þessu rúmenska liði. Get ekki hugsað mér betri kandídat í verkið.
Líst ágætlega á þetta. Hefði verið fínt að fá styttra ferðalag fyrir liðið í fimmtudagsleik, en um leið er þetta á pappírnum ekkert of sterkt lið og við ættum að eiga góðan séns. Á PAPPÍR.
Enn á eftir að raða niður 16-liða úrslitunum. Sjáum hvort við getum ekki skyggnst aðeins í framtíðina á næstu mínútum.
Twente/Werder í 16
Komið! Sigurvegarinn úr viðureign Liverpool og Unirea Urziceni mætir sigurvegaranum úr viðureign Lille og Fenerbahce. Okkar menn, ef þeir komast áfram, eiga þar seinni leikinn á Anfield sem er stórgott mál.
Líst vel á þetta. Athyglisverð lið á sjóndeildarhringnum þótt við höfum náð að forðast stærstu nöfnin í pottinum.
Ef við getum ekki unnið þessa drætti þá erum við mjög lélegir
Afsakið Lille/Fenerbahce í 16
Já þetta virkar frekar auðvelt svona fyrirfram.
En sáuði svipinn á Kenny Dalglish þegar hann var að senda sms til Benitez væntanlega ? Hann var ekki alveg að ná nafninu á þessu liði.
Svo ef við klárum Unirea og Lille/Fenerbache vill ég ekki fá Everton. Fínt að smella þeim úr í undanúrslitum.
Vitiði, það bara kemur mér á óvart að ég er bara nokk spenntur fyrir þessari keppni í bili, ný lið og nýjar áskoranir….
Já, þetta lítur ágætlega út.
Ég verð að segja einsog er að ég er dauðfeginn að hafa þó allavegana þessa keppni. Ég man að sumir voru í svo mikilli fýlu eftir Lyon og Fiorentina (og ég var eiginlega einn af þeim) að þeir óskuðu þess að við fengjum bara alveg frí frá Evrópukeppninni, en mér finnst það fínt að fá fleiri leiki.
Hafa menn séð þetta 🙂 http://www.youtube.com/watch?v=rrw4IlKRPmc&feature=player_embedded
eru þið eitthvað klikkaðir… þetta er B keppni… og þeir sem eru að reyna að blekkja sig á því að þetta verði eitthvað voðalega gaman… veit einhver hvaða lið þetta er???? þetta er sorlegt og leikmenn Liverpool eiga að gefa út tilkynningu og biðja okkur stuðningsmenn afsökunar… þetta er ekki sá bikar sem Liverpool vill vina!
þessi klippa verdur notud tegar vid vinnum arsenal, nema ta verdur voronin i adalhlutverkinu i stadinn fyrir arshavin.
Snoop er kominn!
http://img94.imageshack.us/img94/9699/snoop2.jpg
Og Everton mun detta út í næstu umferð fyrir Sporting Lissabon.
Maður er vissulega svekktur að komast ekki í CL en ég tek undir að það að maður sættir sig við þessa keppni frekar en ekki neitt. Maður fær einfaldlega aldrei nóg á að horfa á þetta lið og hver leikur er kærkomin búbót.
Ég er sammála þeim sem eru lítið spenntir fyrir þessari keppni,ég vildi frekar sleppa þessari keppni og frekar hugsa um leikina sem eru framundan á englandi og reyna að vera í hópi 4 efstu og komast í meistaradeildina að ári,okkar lið liverpool er ekki það vel mannað ð við getum verið í evrópukeppninni samhliða að berjast um meistaradeildasæti.
Þið sleppið því þá bara að fagna bikarnum ef hann kemur á Anfield.
Ég er vissulega ekki sáttur að vera ekki í CL en þetta er samt bikar og ég vil fá hann á Anfield
Sammála síðasta ræðumanni, Það er enginn bikar sem mér er sama um