Brottfarir!

Í dag birtast mest fréttir af brottförum frá liðinu okkar ástkæra.

Einungis snjókoma og vont veður á Bretlandi hefur stoppað af söluna á Andrea Dossena til Napoli, hann er allavega búinn að gera öllum ljóst að hugur hans er kominn til Ítalíu og talað er um að 4.5 milljónir komi í kassann við þessa sölu.

Stóra söluumræða dagsins snýr að Ryan Babel. Eitthvað virðist vera komið á fulla ferð þar, umboðsmaðurinn hans segist hafa sent fimm liðum upplýsingar um hann, auk þess sem þeir félagar eru að skoða metnað Birmingham City, sem bauð 9 milljónir í hann í gær. Ekki eru allir sammála hvort LFC neitaði því og einhverjar fréttir eru í dag að þeir bláu hafi boðið 10 millur í hann í dag.

Svo eru það “hinir gleymdu”! Taglsnillingurinn Andriy Voronin virðist vera búinn með sólbaðið í Miami og stefnir á kaldara slóðir í Rússlandi, flest bendir til 1.5 milljóna sölu þar. Því miður finn ég svo ekki aftur hlekkinn sem ég las í gærkvöldi, en þar var talað um að Christian Gross hinn nýji þjálfari Stuttgart hafi boðið 2 milljónir í Philipp Degen og það þyki líklegra en að hann flytji sig um set í Englandi og yfir til Wigan.

Ef þetta myndi nú ganga eftir erum við því að fá um 18 milljónir punda fyrir leikmannasölur. Ekki virðist þó vera alveg ljóst hversu mikið Rafa fær af þeim peningum til leikmannakaupa, Maxi Rodriguez er sagður kosta 1.5 millur og nýir samningar við Reina og Mascherano verða reiknaðir af upphæðinni sem má eyða. Þar má reikna með um 6 milljónum af upphæðinni. Þá ættu 10 millur að verða eftir sem ekki er alveg ljóst hvað mikið kemur til leikmannakaupa.

Auðvitað er þetta allt leikur að tölum sem verður að koma í ljós, en ég held þó að það sé ljóst að nöfn eins og Luis Suarez og Lavezzi eru ekki að koma fyrir þá upphæð, til þess að fá slík alvörunöfn þarf 15 – 20 milljónir á markaði dagsins.

Vonandi fer nú veðrið að lagast á Englandi svo að hægt sé að skýra myndina eitthvað aðeins og við fáum formlegar staðfestingar á öllum þessum sögum!

18 Comments

  1. Ég trúi nú varla að menn séu veðurtepptir í fleiri daga út af smá snjó! Það er eins og oftast áður hjá okkar mönnum, hlutirnir virðast gerast heldur hægt! Miðað við gengið undanfarið hefði maður haldið að 1-2 nýjir leikmenn ættu að vera klárir á Melwood daginn eftir að glugginn opnast.

    Eins er ég ekki að kaupa það alveg að peningur fyrir sölu á leikmönnum verði ekki notaður fyrr en næsta sumar því að við eru jú í heljarinnar basli með að klára þetta tímabil sómasamlega.

    Að lokum ætla ég rétt að vona að þetta sé ekki svo helvíti slæmt að við þurfum að selja Babel eða álíka dýran leikmann til að eiga fyrir nýjum samning handa JM og Reina! Þá eru hlutirnir í verra horfi en ég hélt og mun verra horfi en af er látið af yfirstjórn klúbbsins.

  2. Ef það losnar um 3-4 leikmenn á launalista Liverpool og peningur kemur í kassan að þá hlítur að vera rúm fyrir 2-3 í staðinn. Ef þessir fara Babel,Dossena,Degen og Voronin fyrir 18 millur að þá hlítur Benítes að fá 2-3 í staðinn. Það þyrftir ekki að eyða miklu til þess að fá nokkra mjög góða leikmenn að láni sem myndi kosta lítið. Maxi virðist sá sem kemur fyrstur og virðist vera nokkuð solid frétt. En hvað hina varðar að þá eru það bara getgátur og orðrómur. En eru ekki fullt af leikmönnum sem eru að renna út á samningum í vor sem hægt er að gera “lána”samning við til vors og sjá svo til hvort þeir verða keyptir eða ekki??? Það hlítur að vera fullt af þeim hjá Real og fleiri liðum sem luma á leikmönnum eins og Nistelroy og fl. YNWA

  3. Fá Maxi til liðsins, út með Dossena og Voronin. Halda Babel. Þurfum við ekki líka að halda Degen þar sem Johnson er meiddur í einhvern mánuð til viðbótar ?? Ég meina ég vil ekki treysta á þennan Darby sem var í hægri bakverðinum í síðasta leik (minnir að það hafi verið Darby). Ekki orðinn nógu öflugur í þessa stöðu.

  4. Það er bara alltaf sama sagan hjá Liverpool, hlutirnir ganga alltof hægt og það er varla hægt að tala um þessa snjóföl sem hvílir yfir grasinu hjá þeim. Ég veit ekki betur en að Viera sé að fara í læknisskoðun hjá City í dag og hvernig kemst hann þangað ef að Liverpool getur hvorki selt né keypt leikmenn útaf snjóþyngslum ?
    Og svo hefur Það verið gefið út að Benitez fái enga peninga til þess að styrkja liðið þío svo að hann selji leikmenn. Ok þá er allt í lagi að losna við Dossena, Degen og Pony tail en alls ekki að losa okkur við Babel enda er hópurinn nógu lítill fyrir að við séum ekki að koma okkur í meiri vandræði.
    En er ekki botninum náð núna peningalega séð ? Ef að við verðum að selja leikmenn til þess að geta gert samninga við leikmenn eins og Reina og Mascherano ?
    ÚT MEÐ ÞESSA KANA Í HVELLI ÁÐUR EN ÞEIR SKEMMA LIÐIÐ OKKAR.

  5. Auðvitað væri best að halda Babel, svona upp á breidd að gera. En ef það fást 10-12 millur fyrir hann, held ég að það sé ekki annað hægt en að selja hann. Allavega eins og staðan er í dag. Hann er hvort eð er bara að verða bekkjarhrak á Anfield.

    Frekar að fá einhvern ódýrari í staðinn, sem Benitez treystir til að spila.

  6. Keli, ég held að þetta sé fullreynt með Babel.
    Hvað með RVN, er hann alveg dottin út úr fréttasafninu? Ég persónulega væri mjög til í að fá hann til liðsins.

  7. 3 – Ekki gleyma Martin Kelly. Hann ætti að vera orðinn heill núna og getur leyst hægri bakvörðinn.

    Svo er kanski dáldið erfitt að dæma Darby. Hann er ungur og hefur bara fengið 2 eða 3 tækifæri með aðalliðinu, en hefur verið mjög góður með varaliðinu í 2-3 ár.
    Insua var nú ekkert frábær í byrjun, en hefur svo sannarlega vaxið undanfarið, líkt og Lucas.
    Ég myndi perónulega miklu frekar vilja Kelly eða Darby sem varamenn fyrir Johnson en Dengen.

  8. Sammála #8 Árna að Kelly lofaði MJÖG góðu í vetur. Held að hann geti leyst Johnson af hólmi auðveldlega og þar sé mjög góður leikmaður á ferðinni. Hann var hrikalega góður á móti Lyon en því miður meiddist hann í lok leiksins og hefur ekki spilað síðan. Hef mikla trú á honum þar sem hann sýndi snilldar takta í Lyon leiknum…alltaf brunandi upp kantinn og með góðar sendingar fyrir. YNWA

  9. Til hvers að selja Babel ef að Benitez fær ekki peninga til þess að kaupa menn í staðinn ? Væri þá ekki nær að halda Babel áfram og vona að hann geri eitthvað af viti í staðinn fyrir að selja hann til þess að þessir drullusokkar geti borgað vextina af lánunum sínum.

  10. Vona að maxi komi, það er hörkuleikmaður. Okkur vantar alvöru kantmann, kemur með hraða i sóknarleikinn sem okkur vantar sárlega og ekki skemmir að hann getur lika skorað mörk, er t.d með 9 stykki i 32 landsleikjum sem er flott record.

    Varðandi Babel þá var ég einn af þeim sem batt miklar vonir við þann strák. Grétar Rafn Steinsson sagði td i viðtali á sínum tíma að Babel hefði verið hans erfiðasti andstæðingur í Hollensku deildinni. Hefur valdið miklum vonbrigðum en hefur hæfileika, ef satt er að búið sé að bjóða 9 eða 10 millur i hann segi ég selja og nota peningana vel í leikmannakaup.

    Nenni ekki einu sinni að ræða Dossena og Voronin, selja og losa þá af launaskrá, ekki boðlegir Liverpool.
    Svo er ég einn af þeim sem vil skoða Nisterooy með opnum hug. Þó kappinn hafi spilað með man utd. Hann kann á ensku deildina og skorar alltaf mörk. Mun skila mörkum fyrir okkur ef hann á annað borð er þokkalega heill eftir meiðslin. Getum að mínu mati sérstaklega á Anfield stillt sókndjart upp og haft pláss fyrir bæði Torres og Nisterooy. Fá mannin að láni eða fyrir lítið.

  11. ég styð það að fá Nistelrooy á Anfield, hann er markamaskína og síðan eigum við hann skilið eftir að Owen fór á Trafford. Maxi á eftir að standa sig vel og loksins komin hægri kantari sem sem er hægri kantari en ekki framherji! En hvað með öll launin sem sparast frá babel,dossena,voronin og degen … geta þau ekki farið upp í launin hjá JM og Reina ? án þess að skerða transfer fundið ?

  12. Mér finnst nú umræðan hérna vera bara alveg stórfín! Svona einkunnagjöf getur verið fráhrindandi fyrir marga…. mig meðtalið.. 🙂 Það verður nú að vera pláss fyrir vondu kommentin líka …

  13. hmm maður verður að passa sig greinilega á því að nefna ekki RVN eða pleyera sem hafa málað eitthvað fyrir rauðnef …
    En RVN er samt stórgóður leikmaður þegar hann er heill.
    Og ég er spenntur fyrir honum ….
    Muniði kannski eftir MacAllistair?!?

  14. Að hafna 8-10 milljónum punda í Babel jaðrar við geðveiki. Hann er bara þvílíkur pappakassi grey drengurinn að það hálfa væri nóg. Ég efa að hann myndi einu sinni skara fram úr hjá Birmingham.

  15. Óli það væri kannski í lagi að selja Babel EF það væri hægt að nota þá peninga til þess að kaupa menn, það hefur oft komið hérna fram að Benitez fær ekki peningana úr sölunni á Babel og því ætti hann að selja Babel bara til þess að borga niður lán fyrir Gillet og Hicks.

  16. Ég er ekki alveg sammála mönnum að það eigi bara að selja Babel ef hægt verður að nota peninginn strax í leikmannakaup. Ef fjármagnið yrði nýtt til að greiða niður skuldir ætti það á endanum að leiða til betri fjármagnsstöðu og svo þar á eftir meira fjármagni til leikmannakaupa. Þetta er auðvitað ekki gott ástand en ef eigendurnir eru ekki betri en þetta og vilja fara þessa leið eigum við selja Babel.

    Í mínum huga er aðalatriðið að ef við fáum 10m fyrir Babel eigum við að selja hann.

Dossena? Voronin? Babel? Maxi? Chamakh?

Stórt “like”