Stórt “like”

Ég setti inn valmöguleika við komment á öllum færslum á síðunni. Núna geta menn gefið “þumal upp” eða “þumal niður” við hvert komment. Við ætlum að sjá hvernig þetta virki – hvort þetta fjölgi gáfulegum komment og dragi úr þeim allra vitlausustu.

Við gefum þessu sjens í sirka mánuð og metum svo hvort þetta sé sniðugt eða ekki. Ég reyndi að hafa þetta eins lítið áberandi, svo að þetta trufli ekki umræðuna alltof mikið. Þið sjáið þumlana fyrir neðan hvert komment.

Nota bene, ekki er hægt að gera “like” á sitt eigið komment. 🙂

48 Comments

  1. Ég get ekki beðið eftir því að næsti Man U maður komi hingað inn og fari að rífa sig. Sá fær að finna fyrir því!

  2. Vona að þetta verði til þess að menn hugsi sig um áður en menn missa sig algjörlega í skrifum hérna inni 🙂 Big LIKE á þessa þumla!!!!!!!

  3. Sælir

    Mætti ekki vera hægt að skipta um skoðun? Get gert þumal upp, ætla svo að breyta í þumal niður þá get ég það ekki…

  4. Hvernig er þetta annars … þarf maður að vera loggaður inn eða e-ð svoleiðis til að geta “þumlað” ?

  5. nú vantar bara option að geta raðað eftir vinsældum eða skoða bara komment sem eru yfir eitthvað ákveðið í vinsældum eða þá henda bara út þeim kommentum sem eru í mínus…

    • Hvernig er þetta annars … þarf maður að vera loggaður inn eða e-ð svoleiðis til að geta “þumlað” ?

    Nei það sýnist mér ekki.

  6. Jónas, ég prófaði að þumla kommentin hér fyrir ofan án þess að vera loggaður inn. Gengur alveg þannig líka, þannig að t.a.m. þeir sem bara lesa síðuna og ummælin en kommenta ekki sjálfir geta líka gefið einkunn.

    Mér líst stórvel á þetta. Held þetta eigi eftir að reynast virkilega góður fítus fyrir síðuna, sérstaklega þegar koma klassísk ummæli hér inn eins og gerist reglulega, og maður getur þá séð jákvæðu viðbrögðin við þeim svart á hvítu.

  7. Mæli með að draga úr litnum á þumlunum (s.s minna saturation), stinga svolítið í stúf svona. Og jafnvel minnka þá aðeins?

    Hinsvegar finnst mér mjög gott kerfi sem er á http://www.Engadget.com, þar er sviuð hugsun (nema plús / mínus) en komment verða mis áberandi eftir því hversu hátt þau eru metin – þannig er auðvelt að lesa úr bestu kommentin og hoppa yfir þau vondu – mæli með að þið skoðið það.

  8. Björninn (#6) – vinsældirnar breyta lit ummælanna, þannig að þau sem eru með litsterkari bakgrunn á bak við sig eru vinsælli. Þannig að ef menn vilja geta þeir söðlað framhjá því sem er hvítlitt. Svo, ef ummæli verða ákveðið óvinsæl, lenda þau í að vera falin (sjá t.d. ummæli #4 hjá Hrafni hér að ofan) og þá þarftu að smella sérstaklega til að sjá þau.

  9. úgg, átta mig núna á því að það er svipuð virkni hér með gula / bleika highlightið – gott stuff.

    • Ég gat ekki þumlað á fyrstu fjögur en hin seinni gengu

    Er það þá eitthvað persónulegt hjá þér gagnvart þessum fyrstu fjórum eða ? 🙂

  10. Hvernig er það Babu, getum við gert qoute eins og þú varst að gera með Magga ?

  11. Já ég tek alltaf bara copy af þeim texta sem ég ætla að vitna í og set bandstrik – og eitt bil fyrir framan (svo er hægt að nota html tungumálið sem ég nenni ekki).

    • Hvernig er það Babu, getum við gert qoute eins og þú varst að gera með Magga ?

    (Bandstrik) (eitt bil) (þinn texti)

    Vona þetta skiljist hjá mér 😉

  12. Mér finnst nú illa farið með Hrafn hérna, ummælin falin vegna fjölda óánægðra. Ef það verður svoleiðis og óvinsælar skoðanir faldar þá er nú hætt við að þetta verði fasísk ritskoðun hérna, en fínt að prófa…og bannað að setja dislike á þetta.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  13. Nr. 16 ívar

    Það kemur vonandi eitthvað ákveðið form á þetta með tímanum. Þá meina ég að ummæli eins og t.d. Kristinn er stundum með hérna, stórar vel uppsettar langlokur sem margir eru mjög sammála fái þannig sitt hrós í gegnum fjölda þumla upp.

    Eins á móti fái illa skrifuð, mjög neikvæð og þess háttar ummæli sem falla alls ekki í kramið mikið af rauðum merkingum. Svona hlutlaus ummæli eins og t.d. þetta hjá Hrafni falli í hvorugan flokkinn allajafna verði mikið til óþumluð ef svo má segja 😉

  14. Svo er hægt að nota þetta sem skoðunarkönnun?

    Viltu Rafa burt?

  15. Það verður spennandi að fylgjast með þessu þróast. Sjálfur hef ég farið að lesa kommentin mun minna en ég gerði áður og oft skima ég bara eftir ákveðnum aðilum sem ég nenni að lesa. Þetta gæti orðið til þess að maður grípi þá frekar góð komment og eigi auðveldara með að sigta út það sem síðra er. (nema auðvitað maður sé með allt aðrar skoðanir en flestir aðrir og þá lærir maður bara að grípa þau ummæli sem eru niðurþumluð…) 🙂

  16. Ég tek fram að ég á eftir að laga þetta – þessir litir eru ekki smart og annað.

    Ég veit ekki hvort ég mun láta fela mjög óvinsæl komment, en ég er allavegana búinn að hækka þröskuldinn á það verulega. Ég mun laga þetta allt saman til.

  17. Ég er búinn að hækka þröskuldinn á vinsæl og óvnsæl komment. Það eru það margir sem kommenta hérna. Ég setti töluna 20 til þess að komment teljist vinsæl og 20 óvinsæl.

  18. Mæli með að draga úr litnum á þumlunum (s.s minna saturation), stinga svolítið í stúf svona. Og jafnvel minnka þá aðeins?

    Jammm, ég ætla að skipta þessum myndum út með tímanum. Litirnir eru alltof sterkir.

  19. Getum við ekki haft líka þannig að það sé hægt að gera ,,stórt like” við allar leikskýrslur

  20. Ég hef smá áhyggur af því að þetta þumlakerfi muni draga aðeins kjarkinn úr einhverjum sem vilja kommenta, sérstaklega ef viðkomandi fær mikið neikvætt response, en flott að prufa þetta.

  21. 26 Ég efast um að skoðanaglaðir púllarar láti einhverja þumla stoppa sig í að kommenta 🙂

    Mér finnst þetta fín tilraun – svo kemur bara í ljós hvernig hún reynist. Varla mikið mál að bakka ef þetta gengur illa.

    En hvernig er það, er ekki hægt að hafa automatiskt thumb down ef komment inniheldur orðið “Icesave” ?

  22. Ætlaði einmitt að koma hingað inn til að fá jákvæðar fréttir af Maxi. Maður er farinn að kíkja hingað inn á klukkutíma fresti í þeirri von að sjá staðfestinguna.
    Koma svo

  23. Sælir pungar.. vildi bara rétt henda mínum 50 sentum hérna inn, áður en ég stíg upp í flugvélina áleiðis til Liverpool, til að sjá okkar menn taka Tottenham í bakaríið.

    Mér finnst þetta sniðugur fídus hjá ykkur, og bind miklar vonir við litabakgrunninn ef jakvæðir þumlar verða margir.. þannig getur maður skilið kjarnann frá hisminu og lesið það sem máli skiptir.

    Þumall á ykkur strákar fyrir þessa tilraun (þið ráðið hvað þið gerið við þumalinn) 😉

    Insjallah…
    Carl Berg

  24. Sá 217 sem gerir like á þetta fær sendan fingurkoss!
    Mjög góður punktur samt að Like á að vera rautt 🙂
    Líst vel á þetta, getur maður sigtað út komment til að lesa.

  25. Ekki að fíla þetta ! eina sem ég tek eftir núna eru þessir árans þumlar ! 🙁

  26. Gott framtak, en ég tek undir með þeim sem finnst litirnir full áberandi, grípa of mikla athygli að mínu mati…tóna litina aðeins niður og þá er þetta brill

  27. Hér er líka áhugaverður Úrúgvæi, Nicolas Lodeiro (20), sem er orðaður við okkur hér:

    http://www.imscouting.com/global-news-article/Liverpool-poised-to-capture-Uruguayan-Messi-for-next-season/4802/

    og hér:

    http://www.sport.co.uk/news/Football/32224/New_name_comes_to_the_fore_as_Benitez_looks_to_strengthen.aspx

    Í fyrri tenglinum er honum lýst sem “hinum Úrúgvæska Messi,” þó við vitum að það ber að fara varlega í þær sakir; sbr. Cherou sem hinn nýi Zidane…

  28. Ég vil segja eftirfarandi…

    Ég er stoltur af því að vera Liverpool aðdáandi.

    Það er vegna þess að Liverpool er flott félag með góða hefð og gott andrúmsloft. You will never walk alone er mikil snilld og lýsir félaginu vel í einni setningu.
    Það er eitt sérstaklega gaman við það að vera Poolari og það er hve mikið af góðu fólki á Íslandi heldur með Liverpool. Það sést á þessari frábæru síðu og á þeim frábæru ummælum sem eru á henni.
    Þumlakerfið staðfestir þetta örugglega ennfrekar. Glæsileg síða strákar. Áfram Liverpool.

  29. Má ekki nota þumlasystemið til að gera óopinbera könnun í kommentum ? Á Dirk Kyut heima í byrjunarliði Liverpool ?

  30. Eitt annað sem mér hefði líkað mjög vel hérna, og það er að svör við öðrum kommentum komi beint undir þau. (í stíl við youtube)

    Oft þegar maður er að lesa í gegnum kommentin þarf maður að skrolla alveg helling til að sjá hvað einhver er að tala um.

    En allavega er þetta mjög gott, og á trúlega eftir að þróast eitthvað og breytast.

  31. Hér kemur eitt kommet sem væntanlega fer hratt í dislike flokk.

    Þar sem það er enn hátt 20 gráðu frost og enn mikil snjókoma á bretlandseyjum í dag eru allar líkur á því að flestum eða ekki öllum leikjum helgarinnar verði frestað.

  32. Könnun: Á að selja Ryan Babel í janúarglugganum ef ásættanlegt boð kemur.
    Græni; JÁ
    Rauði; NEI

  33. 45, spurningin er bara hvað er ásættanlegt verð…….það getur verið 5 mp. í augum sumra en 15mp í augum annarra.

  34. Ég breytti þessu í gráar myndir, sem mér finnst ekki alveg nógu skemmtilegt, en þær eru allavegana ekki jafn svakalega áberandi.

    Ef einhver nennir að útbúa myndir fyrir okkur, sem eru aðeins minna áberandi en þær rauðu og grænu þá er það vel þegið.

    Myndirnar eru hérna. Það þarf þó að gera þetta frá upphafi þar sem þessar myndir eru of litlar til að vinna í.

    http://www.kop.is/wp-content/plugins/comment-rating/images/3_14_up.png
    http://www.kop.is/wp-content/plugins/comment-rating/images/3_14_down.png

    • Já ég tek alltaf bara copy af þeim texta sem ég ætla að vitna í og set bandstrik – og eitt bil fyrir framan

    bara að prófa

Brottfarir!

Frestun á leik og Maxi