Frestun á leik og Maxi

Liverpool hefur farið fram á að leiknum gegn Tottenham um helgina verði frestað sökum veðurs. Á opinberu síðunni segir:

>Liverpool Football Club have submitted an official request to the Premier League that Sunday’s Barclays Premier League clash against Tottenham be called off for safety reasons.

Já, og Rafa staðfesti það á blaðmannafundi að hann hefði áhuga á að fá Maxi til liðsins. Hann sagði:

>”It’s true we’ve talked to Atletico Madrid and we’re interested in the player but still it’s just conversations.

>”You never know with timescales. It’s a question of everything being more or less agreed, and now it’s for Atletico and the player to talk and see what happens.”

Gott mál með Maxi, slæmt að fá engan Liverpool leik um helgina. Mjög slæmt. Og enn verra fyrir þá sem fóru sérstaklega út til að sjá leikinn.

18 Comments

  1. Voru einhverjar ferðir skipulagðar af Íslandi á leikinn? Það hlýtur að vera býsna sárt. Vona þó að leikurinn fer fram þótt að það hagnist okkur kannski ágætlega að fresta honum. Gætum þá kannski verið komnir með Maxi og einhvern annan þegar leikurinn á loks að fara fram. Einnig er töluverð hætta á meiðslum á svona völlum í þessu veðurfari.

    Skil samt ekki í þessu rugl með veðurfar þessa dagana, má ekki koma smá snjór á meginlandi Evrópu og allt fer í hávaðavitleysu. Var að sjá myndir frá Frakklandi þar sem sirka 2 sm snjór er og allir í árekstrum og mokandi og allt heila klabbið algjörlega lamað, íþróttaviðburðum frestað og skólum lokað. Kannski erum við Íslendingar bara meira Hardcore.

  2. Já það mætti halda að þið væruð tvíburar 😉 bara nákvæmlega eins grein hjá ykkur 😉

  3. Sælir félagar.

    Mikið rosalega væri nú leiðinlegt ef að þessum leik væri frestað. En það er þá smá jákvætt fyrir mína menn í Tottenham þar sem Aaron Lennon væri líklega búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann ber. En hann er náttúrulega aðalmaðurinn í sóknarleik liðsins.

    Hvernig leggst þessi leikur samt sem áður í ykkur? Hvernig spáiði?

    Þetta er rosalega mikilvægur leikur þar sem að Tottenham gæti sett Liverpool svolítið bakvið sig með sigri, en með sigri Liverpool er liðið algerlega komið í baráttuna um þetta umtalaða 3-4 sæti.

    Mín spá; 2-2

    Ingimar H.

  4. Þetta er mjög furðulegt í ljósi þess að leikjum er yfirleitt frestað með mun styttri fyrirvara þar sem það getur allt eins verið rjómablíða á sunnudag.

    Fátt verra en þegar leikjunum er spillt svona fyrir manni.

  5. Hann CarlBerg vinur okkar er þarna úti og maður vorkenni honum afskalega mikið ef leiknum verður frestað enda hlakkað mikið til að fara. Vorkunin stafar ekki sýst af því hvað maður á eftir að gera mikið grín af honum 🙂

    En ég skil samt ekki alveg að það þurfi að fresta leik í dag sem verður ekki fyrr en á sunnudaginn, sérstaklega þar sem það er í fínu lagi með völlinn sjálfan!!

    Veðurspáin er líklega traustari í UK heldur en ég á landi allavega.

  6. Skelfilegt fyrir Íslendingana, finn mikið til með þeim en hvað gerist ef leiknum verður frestað sem allt bendir til??? Fara þeir þá á þennan leik þegar hann fer fram eða?? Sé það svo sem ekki gerast en verður þeim eitthvað bætt þetta? ætla svo sannarlega að vona það…

  7. Úff, það svíður að fara út og að leiknum sé frestað. Eigum við ekki að krefjast að peningarnir sem fóru í þessa ferð Liverpool faranna eigi að dragast frá Iceslave 🙂
    En vona innilega að leikurinn fari fram, talað um að aðstæður fyrir utan leikvanginn séu ekki öruggar. Vita Bretar ekki hvað snjóruðningsvélar eru? Gæti svo einnig verið fínt veður á morgun og sunnudag og aðstæður batna. Í ljósi þess að Lennon er meiddur tel ég það okkur hagstætt að spila leikinn á sunnudaginn.

  8. Er ekki einfaldlega verið að reyna að vernda völlinn?

    Það er ljóst að við erum ekki með eins háþróað vallarvarnarkerfi og t.d. á Emirates. Það er annar leikur ráðgerður á miðvikudag og töluvert álag framundan.

    Fyrir utan það að viðbúið er að töluvert mörg sæti yrðu auð á vellinum, þó að menn séu búnir að greiða miðann sinn þá skiptir máli hve miklum peningum er eytt á vellinum sjálfan leikdaginn.

    Fulham – Portsmouth, Burnley – Stoke og Sunderland – Bolton þegar aflýst…

    Og Reading verða í fríi, leikur þeirra við Newcastle er off!

  9. Ég held að þetta sé alls ekki útaf vallaraðstæðum heldur bara “umhverfinu”. Ég er uppalinn á Vestfjörðum og finnst oft hlægilegt að sjá áhrifin í Reykjavík þegar kemur smá snjór. Hvernig er þetta þá eiginlega í Bretlandi þar sem enginn er á nagladekkjum, vegalengdir langar, mikil umferð kringum vellina o.s.fr. Það þarf bara einn til að stoppa allt draslið!

  10. Las það sama, verið að hafa áhyggjur af aðdáendum sem eru að ferðast á leikinn, fáir vanir að ferðast við svona aðstæður og vetrardekk þekkjast varla

  11. HAHAHAHAH það er bara hægt að gera einusinni like á komment þannig að það kemur eitt hérna á – Allt í lagi með völlinn en almenningur er ekki “ice-safe”.

    HAHAHAHAH

  12. völlurinn á að vera i góðu standi það er bara verið að hugsa um aðdánedur hvernig þeir eiga t.d. frá london og svoframvegis, ég veit samt um 5 straka sem voru ða fara á leikinn og fór þeir nuna i dag rétt áður en þetta var staðfest að leikurinn yrði frestaður.

Stórt “like”

Dossena farinn til Napoli (staðfest) og Voronin að fara