Úlfarnir á morgun…

Eftir hrikalega svekkjandi tapleik gegn Reading og ennþá meira svekkjandi jafntefli við Stoke var það lífsnauðsyn að koma með alvöruleik gegn Spurs og það var akkurat það sem gerðist, rosaleg barátta í liðinu og góður sigur á góðu Spurs liði. Þetta var ekki best spilaði leikur Liverpool frá upphafi en klárlega eitthvað sem hægt er að byggja ofan á í framhaldinu miðað við það tímabil sem við höfum þurft að þola það sem af er. Eftir Spurs leikinn hefur verið mun meira létt yfir okkur púllurum og það virðist eiga við um leikmenn liðsins einnig. Því ætti leikur gegn Wolves að koma á fínum tíma núna og verður að teljast kjörið tækifæri til að hamra járnið meðan það er heitt og sýna loksins sannfærandi leik. Ekki detta á sama plan og andstæðingurinn.

Það var orðið of mikið þegar Íslenska landsliðið í handbolta var farið að spila alveg eins og Liverpool, tapa unnum leikjum niður á lokamínútunni enda eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja mikið svekkelsi á okkur. En Liverpool steig upp í síðasta leik og það sama má segja um Íslenska handboltalandsliðið, núna er bara vonandi að áframhald verði þar á.

Æfing

Albert Riera kom aftur inn í liðið í síðasta leik ásamt því að Degen hefur verið að koma ágætlega inn í hægri kantinn. Þar að auki hefur Maxi Rodriguez bæst við hópinn og ég gæti trúað að það sé smá vanmetið hversu góður leikmaður þar er á ferðinni. Hefur reyndar verið með hausinn upp í rassgatinu það sem af er þessu tímabili og fór þess vegna frítt frá Spáni en hefur verið lykilmðaur og fyrirliði A. Madríd undanfarin ár, þar  spilað hann í meistaradeildinni ásamt því að vera í landsliði Argentínu. Þessi innspýting í kantinn er akkurat það sem við þurftum enda afar lítið komið frá þeim á þessu tímabili og það sást strax gegn Spurs hvað okkur hefur vantað Riera í formi.

Varðandi hópinn okkar þá eru lykilmenn okkar ennþá margir frá þó eitthvað sé nú farið að bætast úr því, Torres er frá eins og vitað var, Benayoun sem hefur verið skugginn af sjálfum sér er einnig frá, sömu sögu er að segja af Glen Johnson sem líklega hafði verið meiddur í smá tíma áður en hann lagðist alveg. Veit ekki hvort Agger og Aurelio eru búnir að jafna sig en stóru fréttirnar eru klárlega þær að Steven Gerrard hefur verið að æfa á fullu í vikunni og verður líklega klár í slaginn á morgun, allavega á bekkinn.

Gerrard

Kuyt spilaði síðan vel í síðasta leik þannig að öllum líkindum verður hann aftur einn upp á toppi, alls alls ekki að ég sé fylgjandi því og hef aldrei verið en ef hann er að skora áfram og við að vinna þá er mér mikið sama. N´Gog átti reyndar mjög góða innkomu í síðasta leik og verður að öllum líkindum í sama hlutverki og þá á meðan Babel verður bara ferskur á bekknum, ekki einu sinni á Twitter, enda búið að banna honum að tjá sig um fótbolta þar.

Líklegt byrjunarlið:

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insua

Lucas – Mascherano

Rodriguez – Aquilani – Riera

Kuyt

Á bekknum: Cavalieri, Pacheco, Aurelio, Gerrard, Ngog, Degen, Babel.

Ég gef mér að Agger sé ennþá meiddur og að sama eigi við um Johnson og Kelly. Carragher er eitthvað sem ég vill aldrei sjá í hægri bakverði og hvað þá gegn liði eins og Wolves en líklega verður hann þar nú samt, bæði vegna fíns árangur í síðasta leik og líka þar sem Degen virðist ekki vera treyst í bakvörðinn. Að því gefnu eru Skrtel og Hercules Guðmávitahvaðopolus sjálfgefnir í miðvarðarstöðurnar og til að hrófla ekkert við vörninni verður Insúa á sínum stað líka.

Frændurnir Lucas og Mascherano verða á sínum stað á miðjunni og Aquilani áfram í holunni. Ef Riera er í lagi verður hann áfram á vinstri kantinum en ég set Rodriguez þarna hægra megin meira af óskhyggju enda verðum við að spila manninum fyrst við vorum að fá hann og auðvitað vegna þess að við höfum verið í basli þarna.  Hvar er líka betra að fá fyrsta byrjunarliðsleik sinn heldur en á útivelli gegn Wolves?

Kuyt er síðan sjálfgefinn í liðið og verður einn frammi í stöðunni hans Fernando Torres sem bara verður að fara gúffa í sig lýsi. En talandi um Kuyt þá var Official síðan með minnst óvæntu frétt ársins af honum í dag.

Hvað heimamenn varðar þá hef ég ekki mikið fylgst með þeim í vetur og hreinlega nenni ekki að skoða þá of djúpt, við eigum bara að vinna þetta lið, jafnvel þó þeir stilli upp sínu aðalliði gegn okkur, ekki varaliðinu eins og þegar þeir gáfu leikinn gegn United um daginn.

Hópurinn fyrir leikinn hjá þeim er ca. svona:
Hahnemann, Stearman, Craddock, Henry, Ebanks-Blake, Ward, Jarvis, Milijas, Mancienne, Doyle, Foley, Zubar, Hennessey, Elokobi, Surman, Jones, Berra, Vokes, Iwelumo, Mujangi-Bia, Guedioura.
Þessi síðastnefndi er nýkominn til þeirra á láni frá Chaleroi í Frakklandi.

Hérna má sjá stuðningsmenn Wolves svara spurningum varðandi leikinn og sitt lið á RAWK

Spá: vinnum þetta 0-3 á morgun, Aquilani skorar 2 og N´Gog eitt.

50 Comments

  1. Sammála með liðsuppstillingu Babu.
    Vil sjá maxi byrja á kostnað degen, annas óbreytt lið frá síðasta leik.
    Ef allt er eðlilegt þá vinnum við leikinn 2-0, jafnvel 3-0.
    Maxi skorar 1, kuyt með 2.

  2. Flott upphitun hjá þér, Ég vonast samt til þess að sjá Degen í bakverðinum og Kyrkiakos með Carra í vörninni og það væri betra ef að Aurelio væri heill til þess að taka vinstri bakvörðinn enda hefur Insua valdið mér vonbrigðum undanfarið í vörninni auk þess sem að Aurelio er mun betri sendingarmaður.
    Ég var virkilega ánægður með Aquilani í seinasta leik og ég vona að hann verði í stöðunni hans Gerrard í þessum leik enda hefur Gerrard bara gott að fá aðeins meiri tíma til þess að jafna sig enda eigum við að vinna þennan leik án hans.
    Mig hlakkar fáranlega mikið til að sjá liðið með alla leikmenn heila og Riera og Maxi á köntunum með Gerrard og Torres frammi en það verður að bíða aðeins lengri tíma og það ætti að vera nokkuð öruggt að Kuyt verði einn frammi á morgun. Ég ætla að spá þessu 0-3 og Aquilani, Maxi og Kuyt sjái um mörkin.

  3. ég sjálfur er alls ekki mikill “Lucas fan” en var að lesa þá frétt að hann á flestu vel heppnuðu sendingarnar í enskudeidinni og Mascherano með flestu vel heppnuðu tæklingarnar tökum þetta 2-0 á morgun maxi og gerrard 🙂

  4. Úlfarnir koma glorsoltnir og vinna okkur á morgun. Það er ekki nógu mikill stöðuleiki í leik Liverpool liðsins. Ég er svartsýnn á þetta.

  5. góður pistill… en það að kalla Kyrgiakos ALLTAF “Guðmávitahvaðopolus” er bara fáránlegt!

    Annars er ég sammála byrjunarliðinu og ég spái þægilegum sigri þó að markatala muni ekki staðfesta það

  6. Ekkert skrýtið að Lucas á flest heppnuðu sendingarnar í deildinni, hann gefur alltaf beint aftur á varnarmennina !

    Annars spái ég að við tökum þetta 2-1 á morgun. Kuyt og Masch með mörkin !

  7. Fín upphitun en djöfull væri ég ánægður ef að ég gæti kveikt á einhverjum miðli án þess að sjá eitthvað um þennan andskotans handbolta!

    • en það að kalla Kyrgiakos ALLTAF “Guðmávitahvaðopolus” er bara fáránlegt!

    Það sem íslenskir spjallborðsnotendur geta oft verið upptrekktir og pirraðir yfir litlu! Þetta er íslensk bloggsíða um Liverpool, ekki The Times.

    Ég er ekki bara að meina þig Arnar Björnsson heldur marga sem mættu telja upp á tíu áður en þeir fara að væla yfir þvílíkum titlingaskít að það mætti halda að þetta væri spjallið á barnalandi og einmanna húsmæður með of mikinn tíma. Hvað Grikkjann okkar varðar þá hef ég verið svo sáttur við hann undanfarið að ég setti inn fullt nafn til hátíðarbrigða, Hercules Guðmávitahvaðopolus og er að verða sáttur við þetta (þó Spartacus gæti komið þarna inn líka). 🙂

  8. Vona að við fáum að sjá Maxi Rodriguez byrja þennan leik. Síðan vil ég endilega halda Aquilani áfram í holunni. Vonandi er hann að hrökkva í gang. Neyðumst örugglega til að hafa Carra í bakverðinum þótt manni sé meinilla við það. Við verðum bara að vinna þessa landsbankans Úlfa. 2-0, Aquilani og Babel með mörkin.

  9. 1-3 Kyrgiakos, Kuyt og Riera og ætla að tippa á sjálfsmark frá okkur frá Skrtel 😉

  10. ég spái 2-0 og Rodriguez og Aquilani með bæði Leikskipulagið verður það sama og var í Tottenham leiknum nema Rodriguez í stað Degan

  11. Sælir félagar

    Fín upphitun og mér líst vel á uppstillinguna. Ég reikna með að við vinnum þetta 1 – 3 og Kuyt, Riera og Carra með mörkinn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Gott ef kubburinn er ekki lýsandi dæmi um gagnrýnendur Lucas. Svo uppfullur af fordómum gagnvart leikmanninum að hann sér ekkert gott sem hann gerir. Þetta kjaftæði er endurtekið aftur og aftur um að Lucas gefi bara á varnarmenn þó að hver sem er sem er ekki blindari en Stevie Wonder geti séð að það er ekki glóra í því.

  13. málið með lucas og mascherano saman á miðjunni. okei þeir eru báðir góðir varnalega og berjast mjög vel og Lucas er búinn að koma mjög á óvart og ég hef verið mjög ánægður með hann. En allavega annar miðjumaðurinn í öllum liðum verður að vera creative, sem getur búið einhvað til fram á við. þann hæfileika vantar þá báða.

    ég vil sjá hann prufa aquilani og gerrard saman á miðjunni með mascherano eða Lucas djúpan. Eða gerrard niðri á miðjunni með mascherano/Lucas og aquilani fyrir framan þá. okkur vantar fjölbreytari og betri úrslitasendingar fram á við, uppí hornin eða stungusendingar. einhvað sem við höfum saknað á þessu tímabili. Benayon hefur verið sá eini sem hefur verið að koma með einhvað af flottum stungu bolltum þegar hann hefur verið að stelast inná miðjuna af kantinum.

    en ekkert nema sigur á morgun !! alveg sama hvernig þó svo að það verði 0-1 eftir sjálfsmark. bara sigur. komast í topp fjögur sæti því tottenham á erfiðan leik gegn fulham og skíta vonandi á sig.

  14. ————-Reina
    Glen – Carra – Agger – Aurelio
    ———Masch – Aqua
    —-Kuyt – Gerrard – Riera
    ————Torres

    Cavlieri, Skrtel, Insúa,
    Maxi, Lucas, Benayoun, Ngog

    Djöfull væri gaman að hafa þetta lið alltaf fullmannað. En það hefur náttúrulega ekki sést lengi, og á trúlega ekki eftir að sjást.

  15. Ókei, sjá hvort þetta virkar. Hérna eru sendingar Lucasar í leiknum á móti Stoke:
    http://www.guardian.co.uk/football/chalkboards/dbxa2z0Gc1heD1CmOF1U
    Og hérna á móti Tottenham:
    http://www.guardian.co.uk/football/chalkboards/0JYY5nHt6BM4kw4m5329

    Sýnist þetta dreifast alveg þokkalega. Og meirihluti sendinganna fer fram á við, ekki til baka, í það minnsta í þessum tveimur leikjum. (Prófið bara sjálf, þessi fítus er algjör snilld: http://www.guardian.co.uk/football/chalkboards)

  16. það er alltaf hægt að skoða tölfræðina í þaula , en common eigum við ekki að nota gamla góða fótboltaaugað frekar en tölvutækni og tölur á blaði ?? ég get ekki séð að allar þessar vel “heppnuðu” sendingar hans séu að skila okkur í toppsætið í deildinni ,menn verða að róa sig aðeins í tölfræði hvers leikmanns og fara horfa á heildarmyndina í þessu .

  17. Það er með ólíkindum hvað sumir sjá rautt þegar Lucas er annars vegar. Hann hefur að vissu leyti verið ljósið í myrkrinu í vetur, staðið sig vel þegar aðrir hafa hrunið og jafnvel þótt hann eigi slaka leiki virðist hann hafa gott hugarfar og stórar málmkúlur í pungbindinu því hann felur sig aldrei og hættir aldrei að reyna. Þar að auki hefur það sem hann reynir verið nokkuð gott í vetur.

    Svipað og með Kuyt-umræðuna. Menn grínast af því að hann lítur asnalega út á velli, skortir hraða og betri fyrstu snertingu, en tölfræðin lýgur ekki og fréttin sem Babu vísar í hér að ofan sýnir skýrt hvers vegna það myndu allir þjálfarar vilja hafa Dirk Kuyt í sínu liði. Ef ég væri þjálfari Liverpool væri hann fyrsta nafn á blað, hvort sem er á kanti eða í framlínu.

    Annars, fín upphitun. Sama byrjunarlið og gegn Tottenham, takk. Rodriguez og Gerrard geta svo mjakað sér inn af bekknum en í bili eigum við ekki að breyta vinningsliði.

    Líst vel á þetta. Baráttusigur í kvöld, 2-0 og Kuyt skorar nema hvað. 😉

  18. Spá 1-3 sigri okkar manna í kvöld. Þeir einfaldlega verða að sigra í þessum leik, gefur jafnmörg stig og Spurs leikurinn og hver leikur er úrslitaleikur þar til í maí!

    Væri alveg rosalega til í að sjá Maxi í liðinu, en eitthvað segir mér að liðið verði óbreytt frá því gegn Spurs – enda stóðu menn sig vel þar.

    YNWA

  19. Hverjum er ekki drullu sama þó að menn nenni ekki kalli hann ekki sýnu “hárrétta nafni” Er einhver hérna kærastinn hans eða hvað.

    Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus Guðmávitahvaðopolus

  20. Hvert maðurinn gefur skiptir bara ekki neinu máli. Það sem skiptir máli er að halda boltanum innan liðsins og velja auðveldu sendinguna til baka í stað þess að negla fram og vona það besta.
    Þetta á sérstaklega við ef maðurinn hefur ekki sparktækni og sparkvissu á við Alonso og Gerrard.

    Og Búhú í sambandi við uppnefni Kyrgiakos þá veit ég vel að þetta á ekki að pirra mig en það bara gerir það að einhverjum ástæðum

  21. Ég hef trú á því að Rafa komi með sömu eða svipaða uppstillingu og á móti spurs. Miðað við hvenig Rafa hefur verið að setja menn inn í liðið sem eru að koma uppúr meiðslum eða nýja leikmenn Maxi/aqualani þá verður Gerrard á bekknum í kvöld. Ég er ekki að átta mig á því hvort Aqualani henti betur í holunni fyrir aftan striker eða á miðjunni með Masch/Lucas?? Er Aqualani þessi “dreifari” a la Alonso eða meira sóknarþenkjandi leikmaður. Engu að síður verður MJÖG spennandi að sjá þetta lið fullskipað og allir í toppformi.
    Reina
    Johnson – Carra – Agger – Insúa
    Kuyt/Maxi – Masch/Lucas – Aqualani – Rieira
    Gerrard
    Torres

  22. Magnað að upphitun fyrir leik fari að snúast um Lucas og Kuyt. Ef Lucas er skoðaður á chalkboardinu, sem er ágætis leikgreiningartæki, þá er hann með ágæta sendingaprósentu en það er augljóst að hann gefur ekki úrslitasendingar. Í allan vetur hefur hann varla gefið eina einustu sendingu inn í teig. Og ekki Mascherano heldur. Ef þið berið þá síðan saman við Gerrard, þá er hann auðvitað miklu slakari leikmaður með miklu slakari sendinaprósentu en hann reynir þó allavega að gefa inn í teig. Og svo er það Kuyt sem er besti vinur Kristjáns Atla. Hann gefur yfirleitt til baka líka og fyrir kantmann í 4-3-3 sem nánast aldrei gefur boltann inn í teig. Já, fínt, fyrsta nafn á blað.

    Tölfræðin gerir ýmislegt fyrir mann í leikgreiningu, hún getur annað hvort stutt eða unnið á móti skoðunum manns um ákveðna leikmenn eða lið ef út í það er farið og er mjög gagnleg þannig. En hún fúnkerar ekki ein og sér.

    En leikurinn vinnst, við tökum þetta 1-0 og umræddir Lucas og Kuyt skora, til að þagga niður í okkur efasemdamönnunum.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  23. Ívar Örn (#26) – Kuyt er ekkert besti vinur minn. Ekki fara út í þá sálma þótt við séum ósammála. Og ég er sammála þér að tölfræðin segir okkur ekki allt, þess vegna er mikilvægt líka að vita að Kuyt leggur sig 200% fram á æfingum, er sjaldan eða aldrei meiddur, kvartar aldrei, spilar hvar sem stjórinn segir honum, er til í að fórna sér fyrir liðið ef það hjálpar en þorir jafnframt að stíga upp og bera ábyrgðina og virðist jafnan gera sitt besta til að peppa liðið upp í viðtölum og slíku.

    Með öðrum orðum, þá er Kuyt ekki bara frábær leikmaður, tölfræðilega, heldur greinilega fyrirmyndar starfskraftur fyrir stjórann að hafa og frábær liðsfélagi. Og leiðtogi á velli. Og laus við egóisma og sjálfselsku sem einkennir allt of oft stórar stjörnur.

    En nei nei … þú mátt horfa á báða gallana hans – BÁÐA! – og segja að hann sé ónýtur af því að hann skortir spretthörkuna sem Torres hefur og á það til að taka slaka fyrstu snertingu. Það skiptir jú ÖLLU máli að þau atriði séu í lagi (les: Ryan Babel) en ekki að menn hafi allt hitt sem Kuyt hefur til brunns að bera (les: ekki Ryan Babel).

    Lucas-ummælin þín eru álíka skrítin. Hann er með eina stoðsendingu í deildinni í vetur, jafn mikið og Aquilani, á meðan Mascherano er með ENGA stoðsendingu. Er einhver að rífast í Mascherano fyrir að vera slakur fram á við? Neibb, bara Lucas sem er ónýtur og virðist vera eina og aðal ástæðan fyrir því að liðið er að skora minna í ár en í fyrra. Allt Lúkasi að kenna.

    Ég veit að mönnum finnast þetta vera þreyttar umræður en ég get ekki annað en svarað þegar ég sé menn skjóta á þessa tvo og ég er því ósammála. Kuyt hefur ekki verið jafn góður í vetur og í fyrra – einn af mörgum lykilmönnum – en það þýðir ekki að hann sé handónýtur neitt frekar en að léleg frammistaða þýði að Gerrard, Carra, Mascherano eða aðrir lykilmenn séu handónýtir. Og Lucas, sem einn af ungu mönnunum í liðinu, hefur staðið sig vel undir ótrúlegu álagi og á það ekki skilið að menn kenni honum um allt á meðan lykilmenn sleppa við gagnrýni.

  24. 18 Gummi gott komment

    Það er oft þar sem menn eru bara að horfa á menn með boltan en það gleymist of að horfa hvað menn gera án hans líka. Það er efitt að lesa það úr þessu.

    En að skoða þetta er hægt að lesa hvernig senda frá sér boltan.
    Í fljótubragði þá sýnist mér Lucas of hræddur við að senda langar sendingar og stungusendingar ólíkt AA sem er oftar að reynar sóknarsendingu innfyrir vörnina í stað þess að setja hann í fæturnar á kantmanninum (sem gefur vörninni meiri tíma til að koma sér fyrir).
    Sóknarsendingar takast mun síður en eru mun hættulegri ef sóknarmaðurinn nær þeim.

  25. Skulum hafa það alveg á hreinu Kristján Atli að Dirk Kuyt var ekki góður allt síðasta tímabil. Hann var skelfilega lélegur fyrir áramót. Eftir áramót aftur á móti steig hann upp og stóð sig mjög vel, stóð í fyrsta og eina skipti á sínum Liverpool ferli undir verðmiða sínum. Árangur hans í vetur hefur verið áberandi slakur. Það er auðvelt að vera t.d. með háa sendingarprósentu þegar þú gefur alltaf til baka eða til hliðar á næsta mann. Það er Dirk Kuyt í hnotskurn. Í þessari stöðu hljótum við að vijla meiri hraða, meira flair og meira creativity. Þú talar um tvo galla, úff, ég sem hef hingað til tekið mark á þvi´sem þú segir, ekki endilega sammála alltaf en borið virðingu fyrir því. Það er svo greinilegt að þú heldur að þú sért einhver æðri maður eða aðdáandi ef þú ert sammála og skilur aðferðir Rafa Benitez…þvílíkt bull og bara hlægilegt. Þú heldur uppi vörnum fyrir Lucas og Dirk Kuyt(sammála Benitez), en drullar yfir Babel í hvert skipti sem þú getur(sammála Benitez). Þú verð gönguboltann og báglega sóknartilburði(sammála Benitez) og telur okkur einstaklega óheppna með meiðsli og ytri aðstæður(sammála Benitez).

    Þú ert með einhverja tölfræði sem hýfir Kuyt upp, gott og vel. En gaman væri að sjá tölfræði sem segir okkur hversu margar lofandi sóknir hann hefur eyðilagt með að stoppa og gefa til baka, hraðaleysi sínu eða getuleysi við að taka menn á, taka á móti bolta eða öðru slíku…það gerist nefnilega allt of oft í hverjum einasta leik. Hann hefur hugarfarið já, og auðvitað væri óskandi að allir hefðu svona hugarfar, en það eitt og sér kemur honum bara ákeðið langt. Skortur hans á knattspyrnuhæfileikum er svo bersýnilegur. Horfðu á bestu lið Evrópu, svona baráttuhundar, spila þeir oft sóknarþenkjandi stöður? Ég man einna helst eftir Rooney en við skulum nú ekki gera Kuyt greyinu það að bera þá saman. Veistu afhverju þessir menn spila yfirleitt varnarstöður og léttleikandi, hraðir og teknískir menn sjá um sóknarleikinn? Ég ætla gefa mér að þú vitir það, geturðu þá sagt mér afhverju Rafa spilar bakvörðum og/eða baráttuhundi á köntunum í 3 manna sóknarlínu(?) fyrir aftan stræker? Auðvitað þarf kantmaður að geta unnið til baka, en barátta á ekki að vera hans eina alvöru vopn. Sjáðu bara Rieira t.d. hvað maður væri til í sambærilegan leikmann hægra megin.

    Það eina sem ég skal vera sammála þér er gagnrýnin á Lucas greyjið, mér finnst hún stundum full mikil og ósangjörn…þegar mönnum vantar blóraböggul virðist sem þeir leiti alltaf á hann. En að því sögðu þá er hann langt því frá að vera nógu góður fyrir okkur(ennþá allavega), og alveg vonlaust að spila honum og Masch saman á miðju því þeir eru allt of líkir leikmenn.

    En hvor ykkar Magga er formaður í “Ég hata Babel” klúbbnum? 😉

  26. Það er staðfest, Liverpool vinnur. Mark Lawrenson spáir nefninlega 1-1 og hann hefur aldrei rétt fyrir sér.

  27. Gunnar Ingi (#29) segir:

    „Það er svo greinilegt að þú heldur að þú sért einhver æðri maður eða aðdáandi ef þú ert sammála og skilur aðferðir Rafa Benitez…þvílíkt bull og bara hlægilegt.“

    Hvar kemur þessi meinta skoðun mín fram? Hvernig færðu þetta út?

    Ég er að rökræða hlutina, benda á það sem ég sé í þessu og lesa það sem aðrir hafa að segja í þeirri von að læra eitthvað nýtt um málin. Það eru hins vegar þú, og örfáir aðrir, sem reyna jafnan að snúa út úr rökræðum mínum með því að snúa þær upp á mína persónu og segja að ég vogi mér að rökræða hlutina af því að ég er svo góður með mig.

    Kjaftæði. Ræddu málið við mig á málefnalegum grundvelli eða slepptu því. Svo það sé á hreinu, þá Held Ég Ekki Að Ég Viti Betur En Aðrir Af Því Að Ég Þykist Skilja Aðferðir Rafa.

    Ég skil langt því frá allt sem hann gerir, og alveg örugglega ekki nóg til að þykjast vera eitthvað sérfræðiálit. Ef þið viljið sérfræðiálit gætuð þið frekar leitað eftir skoðunum Magga, sem er reyndur knattspyrnuþjálfari, eða Agga, sem hefur unnið í knattspyrnuheiminum í einhver ár, eða SSteins sem hefur eytt meiri tíma en flestir íslenskir Púllarar til samans til að kynna sér innanbúðarmál hjá Liverpool FC. Það eru sérfræðingar, ég er bara áhugasamur og forvitinn aðdáandi.

    Þannig að gerið mér þann greiða að hætta að snúa út úr með því að ásaka mig um eitthvað sem er langt því frá að vera staðreynd, til að hylja þá staðreynd að þið hafið engin rök til að svara mínum.

  28. Ég er hjartanlega sammála þér Krisján Atli varðandi Kuyt. Skíturinn sem margir notendur þessa vefs dreifa yfir hann er í besta falli algjörlega óverðskuldaður. Liverpool er búið að vera lélegt það sem af er tímabils en Hollendingurinn er engan veginn búinn að vera lélegastur. Mér finnst hann ekki einu sinni hafa verið lélegur í heild á þessu tímabili. Þó svo að ég geti alveg samþykkt að kallinn hefur átt leiki þar sem maður hefur fórnað höndum, en það sama gildir um alla aðra leikmenn Liverpool nema sköllótta snillinginn í rammanum.

    Það virðist vera auðvelt að gagnrýna Kuyt, Insúa og Lucas… Hvað samt með Gerrard og Torres. Báðir hafa vissulega verið mikið meiddir og þeim var kannski spilað of mikið þegar þeir voru tæpir. Torres var öflugur framan af. Síðan þá hefur hann verið pirraður inn á vellinum og ekki að einbeita sér að því sem skiptir máli, skapa færi, fyrir sig eða aðra. Tökum sem dæmi Aston Villa leikinn. Mig minnir að hann hafi ekki átt eitt einasta færi allan leikinn fyrr en Agbonlahor ákvað að gefa honum snilldar stungusendingu sem Torres kláraði eins og honum einum er lagið.

    Gerrard og Torres eru betri leikmenn en Kuyt, á því er enginn vafi. En Kuyt er sá sem er að draga vagninn núna, enginn annar. Því finnst mér gagnrýnin á hann ósanngjörn. Dirk Kuyt yrði líka fyrstur á blað í mínu liði og Liverpool myndi finna gífurlega fyrir því ef við misstum hann.

    Rosalega væri ég samt til í að hafa alla okkar menn heila. Það er of langt síðan að við sáum Liverpool rústa leik.

  29. Sigur 0-1 í hörkuleik.

    Reikna með að Gunnar Ingi sé bara að grínast enda augljóslega góður djókari!

  30. Sælir félagar

    Mér finnst það merkilegt hvað sumir menn taka það illa upp oft á tíðum ef einhver er ósammála þeim um menn eða málefni.. Til dæmis Gunnar Ingi sem þolir als ekki að Kristján Atli er ósammála honum (og auðvitað fleirum) um vægi og ágæti leikmanna og gildi þeirra fyrir liðið. Og ætlar honum í framhaldi af því einhverja messíasarkomplexa. Ja maður. Þvílíkt og slíkt. Ég á bara ekki orð yfir svona bull.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  31. Það eins sem ég vill er “bara” sigur. Skiptir ekki máli hvernig, halda hreinu, og pota inn minnst einu kvikindi. Við þurfum nokkra sigurleiki núna, og ég vona bara að baráttan í liðinu verði eins og í síðasta leik. Ef það gerist, þá hef ég ekki miklar áhyggjur.

  32. Ég er alveg svakalega ánægður með það að nógu margir þumalputtar niður “feli” athugasemdir. En margt af þessu bara málefnalaust skítkast, sem á ekki heima inná http://www.kop.is

  33. Ég tæki sigur í þessum Wolves leik, anyday fram yfir sigur hjá íslenska hanboltalandsliðinu… svo mikið vona ég að við vinnum.
    Blessunarlega þá sýnist mér íslenska landsliðið vera að afgreiða sinn leik nokkuð sannfærandi, og ég á von á því að leikmenn Liverpool klári sinn leik líka sannfærandi.
    0-3 verða úrslitin, giska ég á… en ég treysti mér ekki til að segja til um hver skorar…

    KOMA SVO LIVERPOOL….

    Insjallah.. Carl Berg

  34. Þetta fer jafntefli í leiðinlegum leik, 1-1.. Kuyt skorar markið okkar og Carragher setur sjálfsmark.

  35. Er á leiðinni á Beverlys Sport caffé í Stavanger og það verðu HRIKLEGT STUÐ Á MÖNNUM OG KONUM, ætla mér að æla smá á Norðmenn og hræða þá líka svolítið fyrir leikinn á fimmtudagin í handboltanu og svo ætla ég að ÖSKRA HÁTT OG SNJALLT HVAÐ http://WWW.KOP.IS ER FÁBÆR SÍÐA – LIFI LIVERPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL

    SIGUR Í KVÖLD OG ÖLL NÆSTU KVÖLD ÞAR Á EFTIR – LIVERPOOL BABY – EINS OG JOEY I VINUM SEGIR COOOOMOOOOOOOOONNNNNNNN LFC

    AVANTI LVIERPOOL – R A F A – http://www.kop.is

  36. Fair enough Kristján. En það breytir því ekki að mér finnst þessi tónn svo dóminerandi oft í þínum skrifum. Kannski er það bara vitleysa í mér, og ef svo er þá bið ég þig afsökunar, en mér finnst þetta samt oft.

    Við gætum hugsanlega gert lítin díl okkar á milli. Ég mun ekkert gagnrýna Kuyt og bara hrósa honum fyrir það sem hann gerir vel ef þú gerir slíkt hið sama við Babel 😉 :p

    …og takk Maggi, ég á mín moment. Þau eru few and far between, en eru þeim mun stórkoslegri þegar þau koma 🙂

  37. Þá eru stríðsaxirnar komnar í jörð og við getum einbeitt okkur að þarfari hlutum.
    5-0 og Riera með fjögur mörk (öll með vinstri), Kuyt skorar síðasta markið.

  38. Það er kannski spurning hvort hægt væri að splæsa saman genum úr Kuyt og Babel í einn fjandi góðan fótboltamann….

  39. Góð tillaga Ghukha, það yrði mjög fróðlegur leikmaður þessi Kuybel eða Bauyt og annað hvort yrði hann tæknifatlaður letingi eða skotfljótt tæknitröll sem hleypur endalaust.

    Ég get hins vegar ekki ímyndað mér hvernig hann liti út.

  40. Liverpool: Reina, Carragher, Insua, Skrtel, Kyrgiakos, Mascherano, Lucas, Gerrard, Riera, Maxi, Kuyt. Subs: Cavalieri, Aquilani, Babel, Ngog, Degen, Darby, Pacheco.

  41. Helgi j nr.46

    alveg eins og kuyt í framan en langur og mjór og hörundsdökkur eins og babel !

  42. ég hafði viljað að Gerrard væri bara hvíldur og helst carra líka bara ná að hvíla aðeins þessa menn og hafa Aquilani fyrir Gerrard og Degen fyrir Carra en við verðum að vona að við tökum þetta 3 stig er nóg hvernig sem það gerist

Glugginn: ein vika eftir

Liðið gegn Wolves