Liverpool – Bolton 2-0

Loksins loksins loksins tók Liverpool lið sem þeir eiga alltaf að vinna og gerði einmitt það. Ekkert baráttu sigur eftir jafnan og illa spilaðan leik heldur bara einfalda yfirspilun og flottann sigur sem var síst of stór, enda var þetta í restina orðið eins og skotæfing þar sem takmarkið var að hitta í varnarmenn Bolton. Ekkert glæstasti sigur í sögu klúbbsins en ég meina hey, við hljótum að fagna sigri og góðum leik núorðið. Það sem meira er þá eru þetta 4 sigrar í síðustu sex leikjum og tvö ömurleg jafntefli. Þar að auki fimm clean sheet sem kannski segir okkur að liðið er hægt og rólega á réttri leið og flestir þeirra sem hafa verið meiddir eru væntanlegir.

Rafa lærði líklega eitthvað af síðasta leik gegn Úlfunum og braut upp steingelt miðju combo Mascherano og Lucas og setti Aquilani inn í liðið á kostnað Braselíumannsins. Það sem mikilvægara er þá áttaði hann sig einnig á því að það er mun líklegra til árangurs að vinna leiki með sóknarmann í einu sóknarmannsstöðunni í leikkerfinu sem þýðir að N´Gog kom inn í liðið og Kuyt var settur á kantinn þaðan sem hann var í nokkuð frjálsu hlutverki.

Vörnin hefur skrúfað fyrir lekann og var því að sjálfsögðu óbreytt í þessum leik.

Byrjunarliðið var svona:

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insúa

Mascherano – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Riera
Ngog

BEKKUR: Cavalieri, Agger, Darby, Lucas, Pacheco, Rodriguez, Babel.

Eins og ég hata það að sjá Lucas og Mascherano saman inná þá verður Aquilani seint sakaður um að hafa átt góðan dag í dag, þrátt fyrir það og allar hans misheppnuðu sendingar frammávið þá var hann samt að bjóða upp á allt annan möguleika heldur en Lucas og flæðið á miðjunni því allt annað. Sama má segja um N´Gog, hann verður seint sakaður um að hafa verið frábær í dag og átti t.a.m. versta klúður þessa tímabils í leiknum, hann var engu að síður allann daginn gáfulegri þarna einn frammi heldur en Dirk Kuythino og var sífelt til vandræða með hraða og leikni. Það verður að vera svona tappi upp á topp og með eins leik og N´Gog átti í dag þá er ljóst að hann mun fara að skila mörkum inn.

Vörnin hefur skellt í las með Hercules Guðmávitahvaðopolus, uppáhaldsleikmann minn í Liverpool í augnablikinu í lykilhlutverki. Þið hefðuð mátt reyna að selja mér það fyrir tímabilið að Kyrgiakos yrði lykilmaður í liðinu en svei mér þá ég vill sjá Skrtel út þegar Agger kemur aftur og þar að auki er ég á því að Carragher eigi ekki að vera alveg sjálfsagður í byrjunarliðið þegar allir eru klárir gegn liðum sem eru líkamlega sterk og hávaxin. Ekki meðan grikkinn spilar svona.

Kyrgiakos hefur nú þegar við hrósað fram úr hófi í þessari skýrslu

En þá að leiknum sjálfum, þetta byrjaði frekar rólega, Liverpool var mun sterkari en ógnuðu markinu ekki baun í bala. Það var mikið um næstum því færi þar sem skotin drifu ekki að markinu (hávörnin hjá Bolton tók það ef svo má segja). N´Gog var út um allt og svolítið í boltanum en var ekkert að komast áleiðis gegn vörn gestana. Aquilani átti síðan varla sendingu á samherja fyrstu mínúturnar og var stundum of lengi með boltann, ég skrifaði hjá mér að líklega hafi hann verið drukkinn í gær og smá ryðgaður í dag.

Á 22.mínútu kom Insúa (sem átti stórgóðan dag) með flotta fyrirgjöf sem Kuyt rétt missti af, hefði sannarlega getað komið Liverpool yfir þar hefði hann örlítið meiri hraða. En með þessu var Insúa kominn alveg upp á topp og vel úr stöðu og því pláss fyrir aftan hann sem Kóreumaðurinn Lee Ping-Pong nýtti sér vel, en hann tók algjörlega fáránlegan sprett í átt að marki Liverpool, hann fór mjög auðveldlega framhjá Sktrel og lék á Reina og hafði þar með autt mark fyrir framan sig, þetta bjargaðist þó á því að  Kyrgiakos náði að blokka skotið á línu. Hefðum sannarlega getað lent undir eftir þessa fyrstu sókn Bolton. Á 32.mínútu gerði Grikkinn sig líklegann í teignum þegar hann vann skallabolta og náði síðan skoti að marki, en eins og svo oft í þessum leik fór skotið í varnarmúr Bolton.

Kuythino að setja hann

Á 36.mínútu átti Riera stórgóða sendingu á Insúa sem var út við endalínu, hann kom með góðan bolta fyrir sem Aquilani gerði mjög vel í að skalla fyrir markið þar sem Kuythino var réttur maður á réttum stað og náði að moka boltanum yfir línuna, 1-0 og mjög sanngjörn staða það.

Það sem etir lifði af hálfleiknum var líklega það besta sem kom frá gestunum í dag en það var ekkert til að svitna yfir utan þess er Lee fékk gult fyrir leikaraskap inn í teig. Ég var frekar mikið smeykur þá um að hann væri að dæma víti þar.

Það fyrsta sem ég skráði hjá mér í seinni hálfleik kemur líklega til með að vera ofarlega þegar klúður ársins verður valið í vor. Það var á 52.mínútu þegar N´Gog skaut í slá og yfir úr ákaflega góðu færi. Riera kom með fyrirgjöf, Gerrard með skot í vörnina, N´Gog fékk boltann fyrir opnu marki en setti boltann í slá og yfir.

Reyndar hafði Gerrard átt ágætis séns rétt áður eftir undraverða sendingu frá Mascherano. Argentínumaðurinn var annars að senda langt yfir getu vel í þessum leik og var þar að auki frábær varnarlega. Með hann í svona stuði þarf alls ekki tvo varnarsinnaða menn á miðjuna gegn liðum eins og Bolton (Stoke, Burnley, Hull, Wolves…).

N´Gog hélt áfram að koma sér í færi en það var orðið nokkuð ljóst á 55.mínútu að hann var ekkert að fara skora í dag. Þá leit út fyrir að hann væri að komast í opið færi en Cahill í vörn gestana náði að pota boltanum frá áður en skotið kom.

Öfugt við síðasta leik þá var Benitez ekki að spara skiptingarnar í þessum leik og kom sú fyrsta á 65.mínútu. Aquilani var tekinn af velli og Lucas kom inná og er óhætt að segja að það hefi afskaplega lítil ánægja verið með þessa skiptingu miðað við “fögnuðinn” á Anfield. Þetta riðlaði þó ekki leik Liverpool sem hélt áfram að sækja á fullu. Insúa gerði lítið úr Grétari Rafni á 67.mínútu þegar hann burstaði hann á sprettinum og náði að koma boltanum fyrir á N´Gog. Frakkinn var enn of lengi að átta sig og skaut í varnarmann og útaf. Úr horninu barst boltinn út í teiginn fyrir fætur Jamie Carragher sem skaut auðvitað í fyrsta varnarmanninn sem var í grend við hann.

Á 69.mínútu fengum við horn, þaðan lak boltinn  út á Insúa sem skaut í Davies og þaðan lak boltinn inn! 2-0. Ógeðslegt mark en vel sanngjarnt miðað við gang leiksins. Ótrúlegt að segja þetta miðað við þetta tímabil, en þetta var enn meiri heppni heldur en venjulegt Lampard mark og eitthvað sem við áttum mikið skilið

Á 74.mínútu var töluvert meira fagnað skiptingu hjá Liverpool,  Riera fór útaf eftir mjög góðan leik og Maxi Rodriguez kom inn.

Þegar 79.mínútur voru liðnar gerðist sögulegur atburður,  Kuythino lék á varnarmann Bolton, Z. Knight og kom með sendingu fyrir. Knight til varnar þá rann hann til en engu að síður stórmerkilegt.

Þegar 83.mínútur voru liðnar var komið að öðrum merkisatburði sem Anfild klappaði líka vel fyrir, en þá kom Ryan  Babel inná hjá Liverpool, það hefur verið rólegt yfir honum á Twitter undanfarið (hann er vinur minn þar) og því sá hann sér fært að mæta í dag.

Mínútu síðar gerðist síðan þriðji merkisatburðurinn á þessum fimm mínútna kafla, en þá komst Bolton óvænt yfir miðju og næstum inn á vítateig Liverpool.

Restin af leiknum var bara eins og skotæfing hjá Liverpool þar sem skotmarkið, leikmenn Bolton voru skotnir miskunarlaust niður.

Góður 2-0 sigur og gott veganesti fyrir heimaleikinn gegn grönnum okkar í Everton.

Maður leiksins.

Það voru nokkrir að spila vel í dag og það sem meira er þá var liðið að spila vel sem lið í dag. Steven Gerrard lét t.a.m. sjá sig aftur og virðist vera að nálgast sitt gamla form. Riera var mjög líflegur og það er hrikalega gott að vera búnir að fá hann aftur, hann er lúmskt mikilvægur fyrir þetta lið. Aquilani gerði okkur kleyft að spila ofar með miðjuna en vanalega en verður ekki sakaður um að hafa átt mjög góðan dag.  Reina hélt hreinu í fimmta skipti af síðustu sex deildarleikjum en það reyndi ekki nóg á hann til að velja hann mann leiksins. Eins skoraði Kuyt gott baráttumark sem braut ísinn og vann linnulaust allann leikinn, þetta var þó ekki að takast það mikið upp hjá honum fyrir utan markið að ég velji hann.

Þeir þrír sem mér fannst standa uppúr voru Emiliano Insúa sem var að spila sinn besta leik í mjög langan tíma (ekki mesta mótstaðan heldur). Var að koma mikið upp og ná sendingum fyrir markið sem sköpuðu hættu og í eitt skipti mark. Þar að auki átti hann þátt í öðru markinu þegar hræðilegt skot hans breytti skemmtilega um stefnu og endaði í netinu.Sömu sögu er að segja af Mascherano sem átti einn sinn besta leik lengi, og þá er ég ekki bara að tala um varnarlega, þar sem hann var gríðarlega öflugur að vanda, heldur var hann með óvenju góðar sendingar í leiknum og að dreifa spilinu vel.

Maður leiksins fyrir mér er þó Hercules, hann er sannarlega að stíga upp og stimpla sig inn í þetta lið á góðum tíma og miðað við umræðuna núna og m.a. það sem ég sagði í upphafi þessarar færslu þá er hann að spila þannig að Skrtel (og jafnvel Carragher) ættu að fara hugsa sinn gang þegar Johnson og Agger koma aftur (í næstu viku). Grikkinn hefur þá hæð sem okkur vantaði hrikalega, hann étur alla bolta í loftinu og skapar usla í teig andstæðinganna og hefur verið helsti hlekkurinn í því (á eftir Reina) að liðið hefur ekki fengið á sig nema eitt ógeðslegt heppnismark frá Stoke í síðustu sex leikjum.

Lengi megi það halda áfram.

Babú

60 Comments

  1. Mér fannst allir spila nokkuð vel, nema Aquilani sem var helvíti mistækur í sendingum. Hann á þó klárlega hrós skilið fyrir skallan sem leiddi til marks Kuyt. Fyrirliðinn er allur að koma til og undir lokin var hann farinn að spila eins og hann á að sér. Mínir menn leiksins voru þó þrír sem ég á erfitt með að gera upp á milli: Kuyt, Insua og Kyrgiakos. Ég ætla líka að ganga svo langt að útnefna Kuyt og Kyrgiakos sem leikmenn janúar mánaðar hjá Liverpool.
    Liðið leit miklu betur út í dag en í síðasta leik, og vonandi höldum við áfram að spila svona.

  2. Sælir félagar

    Góður sigur í baráttuleik þar sem Liverpool leikmenn börðust af krafti. Algjörir yfirburðir í seinni hálfleik en ég hefði viljað Babel fyrr in fyrir N’gog. En ásættanlegur leikur og fyrirliðinn virðist vera að koma til baka.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  3. Mjög sáttir með þeman leik. Sjaldséður Gerrard birtist á vellinum og gaman að sjá þann mann minna aðeins á sig, Insua var mjög góður í þessum leik með því betra sem ég hef séð frá honum í vetur. Annarrs fannst mér Ngog vera frekar óheppin í þessum leik en duglegur var hann, veit kunnulegur frasi. En hann er meiri striker en Kuyt nokkurn tíman, Erfitt að setja út á eitthvað við liðið í dag, kannski er sólinn loksins komin upp hjá okkur 3 leikir sem við höldum hreinu og baráttan um 4 sætið er greinilega ekki búin hjá okkar mönnum 😉

  4. Já þetta var flottur sigur drengir sem einhvern veginn var aldrei í hættu. Mér fannst Kyrgiakos klárlega maður leiksins en var samt mjög ánægður með Kuyt og Insua líka. Gaman að sjá hvað Gerrard fékk aðeins að leika sér um leið og Muamba (held það sé skrifað þannig) var tekinn af velli, hann var búinn að vera í gjörgæslu allan leikinn og um leið og hann fékk pláss þá nýtti hann það mjög vel og var farinn að sýna gamla og góða takta. N’gog er ekki ennþá búinn að fá samþykki frá mér. Maðurinn er ennþá ótraustur í fremstu víglínu og á lang í land með að verða skæður framherji. Hann tók of oft rangar ákvarðanir og svo gekk honum illa að klára sín færi s.br DAUÐAFÆRIÐ í seinni hálfleik.

    Ef að Aston Villa hefði tapað stigum í dag þá hefði þetta verið flottur dagur en það var æðislegt að sjá Birmingham jafna þarna undir lokin og stela 2 stigum af Tottenham.

    Byggjum á þessu
    Forza Liverpool

  5. fínn leikur babel má nú fara að fá sénsinn frekar enn n gog sem getur ekki haldið bolta

  6. Á köflum í þessum leik þá gátum við séð hvernig þetta lið getur spilað þegar sá gállinn er á því. Það var áberandi hvað sóknarleikurinn hjá okkur var markvissari og í raun hraðari en í hörmunginni fyrr í vikunni. Þetta var auðvitað fyrst og fremst því að þakka að við vorum með sóknarþenkjandi leikmenn á miðjunni, og þrátt fyrir að Aquilani hafi gert sín mistök í leiknum og í raun ekki upp á sitt besta þá flæddi spilið vel í gegnum hann ásamt því sem Masche var óvenjulega góður sóknarlega einnig (sbr. frábær þversending hans á Gerrard minnir mig sem leiddi til þess að hann var nánast sloppinn í gegn) og frábær varnarlega, ég er á því að þó við séum að spila við minna sóknarþenkjandi lið á heimavelli þá er Masche alveg nauðsynlegur til að sópa upp þegar mikið af leikmönnum eru komnir framarlega á völlinn.

    Þá var einnig mjög ánægjulegt að sjá hvað var mikið af leikmönnum að skila sér inn í boxið í leiknum þegar fyrirgjafir komu utan af velli, á móti Wolves var heppni ef það voru tveir inni í teig, núna voru í flestum tilvikum 3-4 og þá var einnig áberandi hvað allt liðið var framar á vellinum sem þýddi að á köflum náðum við upp fínustu pressu á Bolton-liðið

    Þetta var samt ekki bara dans á rósum, Bolton átti góða spretti og þetta klassíska syndróm hjá okkur að falla niður á plan andstæðingsins mátti sjá á köflum, ásamt því að í byrjun seinni hálfleiks þá féllum við aftar á völlinn, allt þar til við náðum seinna markinu en þá hættum við okkur framar á völlinn aftur og náðum upp góðu spili.

    Náðum þó að klára þetta með sóma og skrefi nær þessu blessaða fjórða sæti.

    Gefum Sotiris, Insua og Gerrard thumbs up fyrir frammistöðuna í leiknum

    YNWA

  7. Þetta lið var uppstillt eins og maður vill sjá það í hverjum leik, utan Kuyt eða Ngog hefðu mátt rýma fyrir Maxi, allavega miðað við hvað maður heldur að hann getur (Johnson, Torres koma auðvitað inn og carra fer í miðvörð en almennt ). Að sýna Úlfunum eða hvaða liði sem er af þessum minni liðum þá virðingu að vera með Lucas og Masch á miðjunni er bara bull. Þetta eru alltaf einn bolti, ellefu leikmenn í hvoru liði og tvö mörk. Ef menn eru hræddir við kraft andstæðinga á heimavelli þá á bara að kaffæra þá með kröftugum sóknarleik frá fyrstu mínútu. Sókn er besta vörnin!

  8. Bara 10 ummæli svona stuttu eftir leik, og ekkert þeirra neikvætt – eru allt capslock crewið útí Austurríki ?

    Annars að leiknum, síðari hálfleikur sá maður glitta í Liverpool liðið sem maður vill horfa á, gott flæði og flott spil á köflum. Með auknu sjálfstrausi sem kom í liðið fóru menn að reyna meira, sbr Gerrard í seinni hálfleik.

    Vonandi er þetta forsmekkur af því sem koma skal.

    YNWA

  9. Góður skyldusigur á leiðinda Bolton liði. Athyglisvert að sjá að þeir virðast vera eina liðið sem tekur Gerrard alveg úr umferð, held að þetta sé amk annar, ef ekki þriðji, leikurinnn í röð þar sem Muamba er settur honum til höfuðs.

    Gaman líka að heyra að Kristján Gauti skoraði sigurmarkið gegn varaliði Manure í dag og tryggði okkur sigur. Það skyldi þó ekki vera að þessi ungi gaflari verði á sjónvarpsskánum í viku hverri innan nokkura ára.

  10. Yes sigur og Tottararnir töpuðu stigum sem er ágætt enh efur einhver klúðrað betra færi en Ngog fékk í leiknum á þessu tímabili?

    • Yes sigur og Tottararnir töpuðu stigum sem er ágætt

    Vinur minn og makker í tippleik hjá Selfoss hringdi helsvekktur strax eftir leik og drullaði hressilega yfir Tottenham, hann var með 13 rétta fram á 90.mínútu þar til Birmingham jafnaði og skemmdi seðilinn!! Ég reyndi eins og ég gat að hljóma svekktur 🙂

  11. Já Liv vann nokkuð verðskuldað, en þetta var ekki sannfærandi eins og MBL segir( blaðamenn nú til dags” hrist haus hrist haus”) verð að segja að þetta voru heppnis mörk og sérstaklega mark no 2 en með því að skjóta föstum skotum að marki, þá er alltaf möguleiki og það gekk í dag . Gott mál.

  12. Þetta var bara frábær sigur og leikur. Ég átti von á öflugri Boltonmönnum í kjölfar stjóraskipta og spreðaði x-i á getraunaseðlinum, algjörlega að óþörfu. Benítez sýndi loksins kjark og prófaði uppstillingu sem við flestir höfum beðið eftir síðan í haust, með Mascherano, Aquilani og Gerrard á miðjunni.

    Kuyt sýndi okkur ó-aðdáendum sínum að hann getur verið mjög beinskeittur sóknarmaður ef hann þarf ekki að taka mikinn þátt í að byggja spilið upp. Hann á einfaldlega að vera á endanum á sóknarlotum okkar.

    Insúa og Riera áttu frábæran leik gegn Grétari Rafni og díf-Júng, frábærir krossar frá Insúa á fyrsta tempói sem er gríðarlega mikilvægt í krossspili. Kominn tími til að vængmennirnir okkar fatti það.

    Kyrgiakos er að sanna sig sem glúrin kaup hjá Benítez og hann er einfaldlega að spila sig inn í byrjunarlðið með þessum frammistöðum sínum, langbesti skallamaðurinn í hópnum.

    Nú er bara að vona að þessir drengir nái að halda einhverjum stöðugleika í leik sínum, nái 3-4 svona leikjum í röð. Og þetta er í sjötugasta og þriðja sinn á þessu tímabili sem maður vonar það.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  13. Sá nú ekki leikinn en gaman að sjá að Grikkinn sem mér fannst (desperate) er að spila vel og á eftir að vera stoð og stytta í vörn Liverpool næsta árið eða tvö. Ekki má taka það frá Aquilani að skalli hans fyrir markið sem skapaði 1-0, eftir mjög háa sendingu (að því virðist á sjónvarpsmyndum) Insúa var mjög metnaðarfullur. Er ekki viss um að allir hefðu farið í svona háa sendingu fyrir markið og jafn nálægt markinu.

  14. Verðskuldaður sigur og ekkert heppnis við þessi mörk, þegar lið pressar andstæðinginn og skýtur á markið þá verða mörk, það er ekki flókið.
    Hefði átt að vinnast stærra en 2-0 dugar alveg, svo eru mikil batamerki á liðinu og gott að sjá að fyrirliðinn okkar er mættur og skeinuhættur 🙂

    Erum í 5 sæti eftir daginn og aðeins 1 stigi frá því 4, Everton mæta á Anfield í næstu umferð og verðum við að sjálfsögðu að vinna þann leik líka enda erum við komnir á fínasta rönn. Kyrgiakos er að verða költ hetja í Liverpool, missti tönn eða tvær í dag og mun það lítið gera fyrir útlitið hjá kappanum 🙂

    Áfram Liverpool!

  15. Ég ætla að byrja að mótmæla því að tækifærið sem Ngog klúðraði í dag sé klúðrur ársins. Það væri bara hrein móðgun vill kallinn sem á klúður ársins.
    Sá fékk sendingu frá einum snilling og var einn fyrir opnu marki c.a 1,5-2 metra frá opnu marki og skaut í þverslá á móti Blackburn
    http://www.youtube.com/watch?v=UvFPz3Rl3Ac&feature=related
    Þessi leikmaður heitir NGOG

  16. Án vafa besti leikur okkar manna lengi lengi!

    Sammála Babu í einu og öllu í skýrslunni bara held ég, liðið er að spila vel varnarlega og það er snilld að sjá Kyrgiakos, sá leikmaður er bara að verða kaup vetrarins! Smitar þvílíkt út frá sér, blóðugur í skítugum búning og á tímabili í dag var hann hvítmálaður í andliti eftir tæklingar. Snillingur og verðskuldað maður leiksins.

    Mikið gladdist ég svo með Insua. Ég SKIL EKKI þá sem ergja sig á þessum dreng. Varð 21s árs 7.janúar síðastliðinn og frammistaða eins og hann hefur sýnt í vetur held ég að sé sú besta hjá svo ungum manni í treyjunni okkar feykilega lengi! Í dag átti hann stóran þátt í báðum mörkum, stöðugt á ferðinni upp kantinn og skilaði varnarhlutverki sínu feykivel! Flottur leikmaður þarna á ferðinni!

    Er sammála því að miðjan flæðir auðvitað mun betur og Masch var að leika sinn besta leik lengi, hans hlutverk einfaldast mjög með mann eins og Aquilani í stað Lucasar. Vill líka sjá Lucas þarna með Aquaman.

    Svo þakkar maður fyrir Riera og hans “tilbakakomu”. Allt önnur breidd þegar hann spilar! Maxi virkar vel á mig og ég hlakka til að sjá hann gegn BlueShite bráðlega.

    En flott að sjá þessa frammistöðu drengjanna, auðvitað áttum við að vinna stærra en þetta lyfti munnvikunum í dag, leikur dagsins sem þurfti að vinnast vannst!

    En ég væri til í senter fyrir lok gluggans……..

  17. Og by the way, Kristján Gauti Emilsson lék fyrsta leik sinn í búningnum heilaga í dag þegar hann kom inná á 60.mínútu. Hann skoraði sigurmark U-18 ára liðsins með skalla eftir sendingu frá Tom Ince.

    1-0 sigurmark gegn Manchester SCUM United! Frábær byrjun drengur, keep up the good work!!!

  18. Flottur sigur, en fyrirstaðan ekki mikil. Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með að sjá Aquilani byrja inná. Liðið er allt annað með hann inná.

    Frábært ef við náum að halda áfram hreinu svona áfram. Gríska tröllið er farið að spila mjög vel, minnir mig ótrúlega á félaga minn Mark Duffield. 😉

    En, næsta leik takk fyrir, og vonandi verður áfram stígandi í leik okkar manna.

    YNWA

  19. sá ekki nema seinni hálfleik, og verð að seigja að ég hef sjaldan verið jafn ánægður með spilamenskuna hjá okkar mönnum(þ.e.a.s. á þessu tímabili). Gaman að sjá fyrirliðann minna okkur á að hann getur þetta ennþá, og eins flestir leikmennirnir.

  20. Kyrgiakos… þegar myndin hér að ofan er skoðuð.. þá passar nafnið hans einhvern veginn fullkomlega við manninn… 🙂

    Frábært að landa sigri. Við erum ennþá í baráttunni um topp fjórir…

    Svo er bara gjöra svo vel og taka einu dolluna sem er boði á vormánuðum….

    YNWA

  21. Ég legg til að við hættum að kalla Sotirios Kyrgiakos nöfnum eins og Grikkjann, Gvuðmávitahvaðopolus, Soto og hvaðeina og köllum hann héðan í frá bara sínu rétta nafni: Leonídas kóngur.

    Það er allavega að koma mér hressilega á óvart hvað hann getur staðið sig, miðað við það sem búist var við af honum. 😉

    Annars, einfaldur sigur í dag. Eftir að Lee klúðraði dauðafærinu í fyrri hálfleik hættu Bolton að ógna og okkar menn voru allan tímann með þetta eftir að Kuyt kom okkur yfir. Flott stoðsending þar hjá Aquilani sem og fyrirgjöfin frá Insúa sem var stórhættulegur af kantinum allan leikinn og að mínu mati okkar besti maður í dag.

    Hinn bjarti punkturinn var að sjá Gerrard njóta sín aðeins á 90+ mínútu undir lokin. Sýnir að leikformið og getan er að snúa aftur hjá honum. Vonum að það boði gott fyrir næstu leiki, ég væri ekkert svakalega mikið á móti því að fá eitt stykki klassíska frammistöðu frá fyrirliðanum gegn Everton eftir viku.

    Annars bara mjög jákvætt allt. Við höfum unnið fjóra og gert tvö jafntefli í síðustu sex og haldið hreinu í fimm þeirra, eins og Babu tók fram í leikskýrslunni. Það sýnir að formið er að snúa aftur, hægt og bítandi, og þótt spilamennskan hafi ekki verið neitt frábær í sumum af þessum leikjum er hún hægt og bítandi á uppleið líka. Í dag sá maður loksins votta fyrir smá leikgleði á nýjan leik.

    Við erum stigi á eftir Tottenham en svo eru Man City þremur stigum á eftir okkur með þrjá leiki til góða. Þeir gætu því þess vegna farið sex stigum á undan okkur, fimm á undan Tottenham, þannig að það er allt galopið í þessu ennþá. Við eigum líka eftir að fara til City, auk þess sem þeir eiga t.a.m. eftir að spila gegn bæði Chelsea og Arsenal á útivelli í deildinni, þannig að það er hellingur eftir af þessu móti. Og okkar menn eru á uppleið.

    Er í dag bjartsýnn á að við verðum allavega með í baráttunni um fjórða sætið af fullum krafti, í fyrsta sinn í dágóðan tíma. Vonandi heldur sú bjartsýni áfram að aukast um næstu helgi.

  22. Engu líkara en þessi leikur hafi verið ansi dapur fyrir Caps Lock Kórinn miðað við fjölda ummæla eftir leik.

    Lýsi annars yfir frati á KAR fyrir:
    A – tuði um nafngiftir á Grikkjanum Hercules Guðmávitahvaðopolus og
    B – að stinga upp á að Hercules verði kallaður Leonídas Kóngur!!! Það er eins og segja Gillzenigger að kalla sig Haffa Haff. 🙂

  23. Ég Lýsi annars yfir frati á Selfyssinginn fljúgandi fyrir;

    A- að hafa eitthvað á móti því að Gillzenegger sé kallaður Haffi Haff..
    B- að hafa snuðað mig um gott fyllerí þegar hann kom norður síðast…

    Annars voru þetta 3 stig, og þegar við verðum búnir að klára Everton um næstu helgi, þá verðum við með 10 stig af 12 mögulegum, úr síðustu leikjum, og ef það gefur ekki til kynna að við séum á réttri leið, þá veit ég ekki hvað…

    Gríski Guðinn spilar eins og herforingi þessa dagana, og andlitsfríðari, smágerðari og súkkulaðilegri dreng hef ég bara ekki séð í liðinu í langan tíma … það er ótrúlegt hvað svona topp fyrirsæta eins og hann, getur samt spilað fótbolta… !!!
    … Koma svo drengir… ekki missa trúna…

    LIVERPOOL…

    Carl Berg

  24. Mér fannst Mascherano vera maður leiksins, gaman að sjá loksins sendingar og flæði sem hefur vantað. Allt að koma.

  25. Án þess að maður vilji vera leiðinlegi gaurinn, þá verð ég bara að segja að allt þetta nafnagrín á grikkjann er frekar slappt. Maður er ekkert að missa legvatnið yfir þessu, þetta er ekkert stórmál. En þetta er bara ekkert sérstaklega fyndið, var það ekki fyrst og er það enn síður nú þegar það er notað í gríð og erg. En það er bara mín skoðun og skiptir ekki höfuðmáli.

    Það sem skiptir höfuðmáli er að liðið er á réttri leið þessa dagana. Það er jákvætt. Ég er ekki hrifinn af Rafa og það er fátt þessa dagana sem breytir því, en hann er stjórinn eins og er og maður verður bara að taka því. Meðan svo er, þá getur maður í það minnsta glaðst þegar birtir til, líkt og virðist vera að gerast núna.

    En ég hlakka til að sjá hvað gerist að tímabili loknu, það verður mjög fróðlegt.

  26. Er “Guðmávitahvaðpoulus” orðinn þreyttasti brandari aldarinnar?

    Jájá ég er fýlupúki!

  27. Nr. 33

    Hvað svona lítið dæmi hefur orðið stór partur af umræðunni finnst mér sýna svolítið það hugafar sem menn koma með hingað inn! Ég er ekki bara að meina þig Toggi og er í raun að sumu leiti sammála þessu hjá þér, en það er eins og margir bara verði að tuða yfir einhverju þegar þeir koma hingað inn og hreinlega komi annars ekki hingað inn. (sjá t.d. þennan þráð eftir jákvæðan dag).

    Umræðan hérna er stundum kominn með ansi leiðinlegan barnalandsblæ yfir sig að mínu mati og eitthvað held ég að notendur sambærilegra síða eins og t.d. kopblog eða arseblogger myndu gera grín af okkur ef þeir gætu lesið umræðu, eins og t.d. væl yfir því að nýji óþekkti Grikkinn sem var keyptur sé uppnefndur með saklausu viðurnefni! Eða fleiri svona þvílík smáatriði sem manni finnst stundum magnað að hafi verið pikkað út úr heilli skýrslu. m.ö.o. loosen up strákar 🙂

    Ég ætla að láta þetta vera mín lokaorð um svona mál í bili og halda mig við að skrifa pistla og greinar á þessu bloggsvæði eftir mínu nefi hverju sinni og þar með bara hætta á að fara í taugarnar á einhverjum.

  28. Maggi, mig langar að agnúast út í þetta uppnefni þitt, Aquaman. Ættarnafnið Aquilani þýðir “Frá L’Aquila” (http://bit.ly/b1urGK). L’Aquila mun þess utan útleggjast sem “Ernirnir” þannig að ég legg til að maðurinn verði kallaður Albert Örn eða Albert Ernir.

  29. Meðan menn eru að standa sig á vellinum eins og flestir liðsmenn okkar gerðu í gær þá er mér nokkuð sama hvað þeir eru kallaðir og eins skil ég ekki þetta óðagot á mönnum yfir þessu fjórða sæti því Rafa var búinn að lofa okkur því og á Rafa við treystum eða er það ekki annars ?

  30. Góður og öruggur sigur. Ánægður með að Rafa lét af þeim ósið sínum að láta Masch og Lucas spila saman á miðjunni. Vonandi heldur hann sig við það að hafa annan þeirra með Aquilani framvegis. Riera er að koma sterkur inn eftir meiðslin. Hann er vonandi að nálgast sitt fyrra form. Hefði viljað sjá Babel spila meira en á meðan liðið fúnkerar vel er lítið við því að segja. Svo tek ég heilshugar undir með Magga að maður myndi alveg þiggja eitt stykki senter áður en félagaglugginn lokast.

  31. Það segir manni samt mikið þegar AQ er ekki að spila frábæran leik en samt er flæðið á miðjunni helmingi meira en í flestum leikjum hjá Liverpool á þessu tímabili. Slakur AQ gerir miklu meira fyrir liðið en Lucas yfirleitt. En ég er sammála með mann leiksins, gríski tuddinn á þann titil alveg skuldlaust og djöfull var gaman að sjá varnartilburðina hjá honum þegar han varði á línu 😉

    Áfram Liverpool, until death.

  32. Ég styð algerlega nafngift Harðar B. á Kyrgiakos. Hef sagt þetta frá fyrsta leik, Sotiris Kyrgiakos hefði verið flottur á gamla malarvellinum á Siglufirði og hann hefur notið þessarar nafngiftar minnar algerlega síðan í Stoke-leiknum.

    Í sófanum mínum heyrist oft “koma svo Duffield og “góður Duffield”.

    Annars varðandi nafngiftir. Ég er nú ekki alveg á því að menn eigi að vera viðkvæmir því ekki man ég eftir kvarti á nöfnum eins “God” Fowler, “Razor” Ruddock og “El Nino” Torres. Aquaman tek ég beint upp úr nokkrum spjallsíðum enskum en ég held að gælunafnið hans frá Ítalíu sé eitthvað “Litli prinsinn”.

    Þetta er yfirleitt sett fram í gleði og ekki að mínu mati ástæða til að hafa áhyggjur af slíku.

    En mikið voðalega er ég glaður ef að það er eina tuðið framundan í okkar hóp!

  33. Er einhvers staðar hægt að sjá þetta mark hjá honum gegn Scums ?

  34. Sælir félagar.
    Sáttur við kop.is eins svo oft áður og var líka þokkarlega sáttur við Liverpool í dag. Gott að vinna nokkuð sannfærandi fyrir derby leikinn um næstu helgi. The Blues eru búnir að vera ná flugi og mæta með sterkt lið á Anfield í næstu viku, Arteta að koma til baka og helv..ð hann Cahill að skora með skalla í hverjum leik. Hef samt ekki trú á öðru en að okkar menn taki Everton nokkuð sannfærandi!

    Það er búin að vera umræða hérna um nafngigftir og annað sem fer fyrir brjóstið á lesendum þessara bloggsíðu. Finnst nú bara fyndið að sjá hvað menn eru að pirra sig yfir miklum smámunum, mætti stundum halda að þetta væri spjallborðið á barnalandi. Þetta er jú bloggsíða og menn hljóta að mega BLOGGA eins og þeir vilja!

    En ég vil benda á eitt í leikskýrlsunni, bara svo að hún verði alveg rétt. Babú segir ,, Á 36.mínútu átti að ég held Javier Mascherano stórgóða sendingu á Insúa sem var út við endalínu´´. Hið rétta er að Riera átti þessa stórgóðu sendingu út á vinstri kantinn á Insua.

    Seinna segir Babú svo ,,Riera kom með fyrirgjöf, Aquliani með skot í vörnina, N´Gog fékk boltann fyrir opnu marki en setti boltann í slá og yfir.´´ Hið rétta er að Captain fantastic Steven Gerrard átti skotið sem að fór ekki í vörnina heldur varði Jaskalainen skotið og boltinn barst þannig til N´Gog. Bara svona smámunasemi í manni, rétt skal jú vera rétt þrátt fyrir að menn séu að blogga 😉

    YNWA!

    P.s. Vita menn af því að hvort að það er einhver fjöldi að fara utan á derby leikinn næstu helgi?

  35. Jamm, fínn sigur og gott að leikgleðin er enn til þrátt fyrir allan Excel-fótboltann. Samt voru Bolton að fá fullmikið af færum sem betra lið hefði nýtt.

    Liverpool er með alltof góðan og reynslumikinn leikmannahóp til að vera í þessu meðalmennskuhnoði um 4.sæti. Vonandi er risinn Gerrard vaknaður af dvalanum og svo eigum við fullfrískan Torres inni. Loksins sáum við líka í dag hinn raunverulega Mascherano þegar Lucas Leiva var ekki að flækjast fyrir honum.
    Kyrgiakos að verða költ-hetja þó hann sé ansi takmarkaður varnarmaður en virðist henta í svona leiki.

    Maður vonar innilega að Benitez skili okkur í 4.sætið og hann endi stjóratíð sína hjá Liverpool með þeirri virðingu sem hann á skilið enda mjög vandaður þjálfari. Hinsvegar kann hann ekkert á ensku deildina og mun aldrei gera Liverpool að meisturum, ætti því að drífa sig uppá “þá gömlu”. Þar er hann pabbinn.

    Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

  36. er besta byrjunarlið Liverpool einhvern vegin svona í dag ef allir væru heilir?

          Reina
    

    Johnson—-Hercules—Agger—-Insua
    Mach—-Aquilani
    Kuyt—-Gerrard—-Riera
    Torres

  37. Er á þessu byrjunarliði því besta utan Carra.

    Menn mega alls ekki fara að vanmeta þátt Jamie Carragher í liðinu okkar. Þessi leikmaður er með þvílíkt hjarta og er þvílíkur leiðtogi að auðvitað er hann í liðinu á kostnað Kyrgiakos með Agger í miðri vörninni.

    En Kyrgiakos á alltaf að vera í liðinu þegar Agger eða Carra eru meiddir.

    Er á því í dag að Skrtel ætti að selja í sumar og treysta Kelly/Ayala til að verða fjórðu kostir í hafsentastöðunni. Þó er reyndar Carra ekki að yngjast….

  38. Það er rólegt á seinasta degi leikmannagluggans. En það er talað um að Keane muni kannski fara til Sundarland sem gæti þýtt að Jones kæmi til okkar. Hvernig líst mönnum á það ?
    Ég tel Jones ekki styrkja okkur mikið.

  39. Nr.44 StjánI
    Það gat nú verið, lagfæri þetta 🙂 Var ekki viss með þetta fyrra og man nú ekki eftir þessu seinna enda aðalatriði að N´Gog skoraði ekki.

    Nr. 46 Arnold
    Ég myndi segja að það færi alveg eftir því við hverja við erum að fara spila, en í flestum tilvikum væri Carragher nú ennþá í því liði hjá mér. Gaman samt að Hercules er að spila þannig að þetta er ekki alveg sjálfgefið. Eins vonast ég nú til að Rodriguez yrði fyrsti kostur í hægri kanti.

  40. Benitez er á leið frá Liverpool

    “Breska blaðið Independent fullyrðir að ítalska stórliðið Juventus hafi náð samkomulagi við Liverpool um að Rafael Benitez, stjóri Liverpool, taki við Juventus eftir yfirstandandi tímabil.

    Samkvæmt frétt blaðsins eru fulltrúar frá Juventus nú staddir á Englandi vegna viðræðnanna. Er Jean Claude Blanc, forseti Juventus, þegar sagður hafa náð samkomulagi við Benitez en nú eigi aðeins eftir að ganga frá lausum endum við Liverpool.

    Ciro Ferrara var rekinn á dögunum frá Juventus og tók Alberto Zaccheroni tímabunið við liðinu, eða til loka leiktíðar.”

    http://www.dv.is/sport/2010/1/31/fullyrt-ad-benitez-taki-vid-juventus/

  41. DV verður seint talin áreiðanlegur miðill – samt sem áður er greinilegt að einhverjar þreyfingar eru í gangi.

  42. Án þess að vera leiðinlegur held ég að Rafa verði komin með þá félaga lucas og masch saman á miðjuna í næsta leik hann heldur að Aquilani geti ekki spilað tvo leiki í röð.

    En annars sáttur með leikinn í gær og sigurinn.

  43. tóm gleði ef að rafa fer til ítalíu 🙂 og vonandi að hann taki þá dirk nokkurn kuyt með sér . Ef af þessu verður þá er hugsanlegt að við förum að sjá liverpool spila með hjartanu aftur eins og þeir eru svo frægir fyrir ekki einhvern steingeldan róbótafótbolta . GLEÐI GLEÐI GLEÐI OG ÁFRAM ÍSLAND !!!

  44. Ég bara neita að trúa þessum Juve orðrómi. Held að þetta hljóti að vera einhver taktík hjá Rafa, stilla eigendunum aðeins upp við vegg og fá þá til að hugsa sinn gang ! Ef Rafa fer þá er ég svo hræddur um hvað okkar bestu leikmenn gera. Vona bara það besta, ef Rafa er virkilega að fara eftir þetta tímabil þá vil ég fá algeran toppmann í staðinn, en hver á það að vera ?? Það eru ekki margir sem koma til greina hjá mér og af þeim fáu eru nokkrir ófáanlegir. Wenger er ófáanlegur en klárlega á toppnum á mínum lista. Mourinho er mjög líklega ófáanlegur þar sem hann krefst þess að hafa fleiri tugi eða jafnvel hundruðir milljóna punda til að kaupa leikmenn. Guus Hiddink er aftur fáanlegur og hann er svo sannarlega á mínum lista. Svo í lokin þá er það tveir breskir stjórar sem ég er hrifinn af, Martin O´Neill og David Moyes. Moyes er ólíklegt en O´Neill gæti komið ! Þetta er og verða fróðlegir mánuðir !

  45. Það þarf að endurskoða leikmannagluggann. Hann er í miklu ójafnvægi þar sem 2 lið einoka markaðinn.Þ.e. Man City og Chelsea. Reyndar er hann búinn að vera það mjög lengi…

  46. Ég hef sagt áður og segi það enn, það er magnað hvað menn geta pönkast á einum manni honum Kuyt. Maðurinn er búinn að skora 8 mörk og eiga 3eða4 stoðsendingar. jú, hann er fasta maður í liðinu en það breytir því ekki að fyrir kantmann þá er þetta fín tölfræði. Hann á jú misjafna sendingadaga og tekur stundum ekki nógu vel við bolta, en það á nú við flesta leikmenn í öllum liðum. Eg veit ekki hvað menn vilja í staðinn. Skoðið endilega tölfræði kantara í öðrum liðum.

  47. Benitez til Juventus eða ekki. Best að taka slíkum fréttum með fyrirvara. Ef það væri satt að hann væri búinn að semja við Juve, af hverju ætti að bíða með að láta hann taka við liðinu þangað til í sumar? Halda menn virkilega að Liverpool myndi sætta sig við það ef að Benitez myndi vera búinn að semja við Juve að fengi að klára tímabilið með Liverpool? Held að Liverpool myndi semja um að láta hann fara frekar núna og fá nýjan mann til þess að klára tímabilið heldur en að hafa mann sem er óformlega hættur störfum.

  48. Þetta með Juve virðist vera meira en bara orðrómur, Benitez kemur ekki fram og neitar þessu, hann vill bara ekki tala um þetta og segist vera ánægður hjá Liverpool. Núna er talað um að menn frá Juve séu í Englandi og einnig er Hicks allt í einu kominn til Liverpool líka og spurning hvað sé í gangi.
    Ég segi bara að EF að Benitez er búin að semja við Juve þá vil ég auðvitað fá hann í burtu strax enda væri annað óásættanlegt að mínu mati.

Liðið gegn Bolton komið

Hvað gerist í dag og á morgun?