19:16
(Kristján Atli) – Nú er rúmur klukkutími síðan glugginn lokaði og enn heyrast engar fréttir af neinu öðru en sölunni á Buchtmann til Fulham. Ryan Babel uppfærði Twitter síðdegis og sagðist vera að keppa við vin sinn í kappsundi þannig að hann er væntanlega ekki í Tyrklandi að klára læknisskoðun og samning, og ekkert hefur heyrst af áreiðanlegum miðlum af þessum Grikkja sem átti að vera á leiðinni til okkar.
Með öðrum orðum – EKKERT. Málið dautt, allt dautt. Janúar 2010 er liðinn og í þessum glugga seldum við Dossena, Voronin og Buchtmann fyrir samtals 8.2m punda og fengum svo Maxi Rodriguez frítt. Þetta var fjórði félagaskiptaglugginn í röð sem við komum út í plús, nettó, á leikmannamarkaðnum.
Það er eins gott að eigendurnir standi við stóru orðin sumarið 2010. Ef næsta sumar líður án þess að bygging nýja vallarins sé hafin, án þess að 100m punda fjárfestingin sé komin í hús og án þess að Rafa hafi fengið að prófa að vera í kredit eins og eitt sumar á markaðnum, þá verður allt gjörsamleg tjónað á meðal stuðningsmanna Liverpool.
Maxi Rodriguez. Allt og sumt. Vonum að það skili þeim árangri sem eigendurnir krefjast í vor.
15:55
Þar með þarf ég víst að hlaupa á fund, en ég er handviss að meistari KAR uppfærir ef eitthvað gerist. Nú í blálok dagsins birtist heitt slúður um að Arda Turan sé að detta inn á Anfield í lok dags í skiptum fyrir Ryan Babel og pening.
Held að svoleiðis díll gangi ekki með svo stuttum fyrirvara og því sé líklegast að hundleiðinlegum “deadline day” ljúki án nokkurra markverðra félagaskipta…
15:44
Óvænt, Kuyt sagan virðist ekki á rökum reist. Hann var víst með fjölskylduna á McDonalds áðan, hætti við útaf því að konan hans er svo hugguleg og hann treysti ekki Terry greyinu!
En allt dautt á Melwood og enginn merkilegur að þvælast utan við Anfield, margir á báðum stöðum að kíkja eftir hreyfingum. Stefnir í sama leikmannahóp og strax komnar í gang sögur um stórt sumar í leikmannamálum. Sjáum til.
Klukkutími og 16 mínútur eftir…
14:11
Í ljósi síendurtekinnar umræðu um okkar ágæta Dirk Kuyt, er kominn skemmtileg saga um 22 milljón punda tilboð frá Chelsea í þann góða dreng. 22 millur í kassann og Ancelotti að hlaupa allsber um götur London. Margt verra en það!!!!
14:00
Sennilega daufasti lokadagur sögunnar, þrír tímar eftir og satt að segja ekkert að gerast. Ekki bara hjá okkur, heldur líka öllum hinum keppinautunum um toppsætin sjö. Kannski eitthvað feitt detti inn næstu mínúturnar…
13:20
Nú er eitthvað að gerast, rakarastofa í nágrenni Melwood er að byrgja sig upp af litlum hárteygjum, sérsniðnar í smágerðar fléttur!
Er Kenwyne Jones að koma!?!?!?!?
😉
13:00
Loksins dottið inn slúður um LFC! Grískar síður benda á að Liverpool sé að panta læknisskoðun fyrir Vasilis Torosidis. Nokkrar svona kjaftasögur verið í gangi um þennan leikmann í glugganum, hægri bakvörður gríska landsliðsins og vinur hans Soto “Duffield”! Allavega eitthvað til að smjatta á. Fjórir tímar eftir….
11:31
Er ekki ágætt að tala þá um “over-hype” janúarmánuðar. Öll stóru liðin, þ.á.m. LFC, voru víst með njósnara á Selhurst Park, ruglukollur nr.1 sem stjórnar þar (nefni ekki nafnið hans – oj) sagði það. En að lokum fór þetta undrabarn, Victor Moses, til Wigan Athletic í dag. Sennilega er kidney pie-ið hjá Palace bara það gott að njósnarar liðanna vildu fá smakk!
Ekkert markvert, fimm og hálfur tími eftir af glugganum….
10:28
Sýnist svei mér lítið ætla að gerast. Ég hef haft þá bjargföstu trú allan janúarmánuð að við myndum ná okkur í framherja en kannski er Rafa að ákveða að treysta N’Gog og Kuyt fyrir fjarveru “El Nino”. Unglingurinn okkar, hann Ecclestone, skoraði sigurmark Huddersfield um helgina í sínum fyrsta leik. Hann kannski kemur úr láninu tilbúinn í slaginn….. I wish…..
Sex og hálfur tími eftir af glugganum, lítið markvert komið.
09:31
Fréttir hafa borist af því að tveir einstaklingar hafi keypt sér treyju í búðinni á Anfield og merkt númerið 10 og “Owen”. Annar þeirra líktist víst mjög frænda Owen í föðurætt……. Þó ekki?????
09:07
Samkvæmt frétt úr Liverpool Echo hefur verið ákveðið að selja unglinginn Chris Buchtmann til Fulham fyrir 100 þúsund pund. Þetta kemur mér töluvert á óvart þar sem strákur var valinn maður U-17 Evrópumótsins í fyrra en samkvæmt frétt Echo hefur hann átt erfitt með að standa sig á Melwood í vetur.
09:00
Þá er komið að fjörugum degi, lokadegi leikmannaskipta.
Glugginn lokar í Englandi kl. 17:00, en á miðnætti víða í Evrópu. Það þýðir að hægt er að selja út úr Englandi eftir kl. 17.
Við höfum verið duglegir að losa leikmenn í janúar. Dossena (Napoli) og Voronin (D.Moskva) seldir, Nathan Ecclestone (Huddersfield) og Vincent Vejl (Hercules Sport) lánaðir. Einn leikmaður bættist í hópinn, Maxi Rodriguez (Atl. Madrid).
Það eru ekki endilega miklar líkur á nýjum manni / mönnum eða sölum, en ég allavega fletti yfirleitt síðum þennan dag og ætla að reyna að uppfæra hvort eitthvað gerist hjá okkar liði merkilegt, skýt kannski við einhverjum fréttum af öðrum liðum. Stærsta slúðrið hingað til er að Robbie Keane flakki enn í janúar, enda fastur á bekknum hjá Spurs og að Michael Owen sé búinn að gefast upp á sínu vonlausa verkefni og verði lánaður fram á sumar til liðs þar sem hann fær að spila. Kannski hann endi hjá Hull City eftir allt!
En hvað segiði, hvað vilduð þið sjá gerast fyrir kl. 17:00 í dag?
Ég væri til í að sjá Babel fara EF við myndum fá klassa leikmann í staðinn.
Benitez var að segja að hann ÆTTI til peninga fyrir sölurnar á Dossena og Voronin en að það væri ekki nóg fyrir þeim mönnum sem hann vildi fá eða að þeir væru ekki á lausu. En ef að það kæmi enginn í staðinn þá vil ég halda Babel. En mér finnst okkur sárlega vanta sterkan sóknarmann.
Ég held að það sé algjör óþarfi að kaupa eitthvað fyrir Dossena-Voronin peninginn ef að það er bara nóg fyrir öðrum Dossena eða Voronin. Það mætti hins vegar splæsa í kjark til að nota Pacheco og taka sénsa.
01 Feb 2010 08:49:53
LFC Lastminute Deals!!
Benayoun off to Russia!(£7M)
Jones to sign before the deadline!
(£12M (Benayoun+Dossena+Voronin money))
Ég væri til í að sjá Oven koma í dag 😉
Bökunarofn eða örbylgju?
SSteinn….. djúpur… hehehe
Owen kenningin fékk mig til að brosa, það fara alltaf skemmtilegar sögur á flug á þessum degi :). Því miður er Owen búinn að brenna sér allar brýr að baki gagnvart Liverpool og enginn af þeim fótboltaklúbbum sem hann hefur spilað fyrir eiga eftir að minnast hans með sérstökum hlýhug. Maður veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
Ég hef engan sérstakan leikmann á óskalista og sé ekki alveg fyrir mér hvað þarf að bæta inní liðið. Vissulega þarf liðið á öflugum senter að halda en ég sé Liverpool einfaldlega ekki hafa efni á því að fjárfesta í einum slíkum. Held að það sé alveg eins gott að láta Ngog og Kuyt leysa Torres af hólmi í stað þess að vera bæta við einhverjum miðlungsleikmanni í hópinn.
Ef þessi grein sé rétt:
http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/agent-pushes-raul-to-prem
þá væri nú geggjað að fá Raul sem backup fyrir Torres
Það er ekkert að gerast. Maður situr bara við gluggann og horfir á vindinn blása … eða því sem næst. 😉
Annars tek ég undir með zigga (#8), af öllum ódýrum kostum myndi ég ekkert gráta það neitt stórkostlega ef við fengjum Raul fyrir næstu 18 mánuðina. Málið er hins vegar það að ég sé það ekki gerast, einfaldlega af því að ég held að Raul velji ALLTAF varamannabekkinn hjá Real fram yfir varamannabekk annars staðar, og hann er örugglega ekki að fara að labab inn í byrjunarliðið hjá stórliði á Englandi á sínum aldri.
It was reported on Greek radio on February 1st 2010 that he was to join English Premier League club Liverpool.
Af hverju að fá enn einn hægri bakvörðinn ???
1. Johnson. 2. Degen. 3. Kelly. 4. Carragher. 5. Darby. Hvaða bull er þetta nú ?
Reyndar hefur þessi ágæti Grikki leikið vinstri bakvörð með landsliðinu með góðum árangri, sem og wing-back stöður í 352 kerfi.
En ég er nú ekki viss um að af þessu verði…
Það væri allt annað mál ef þessi gaur gæti spilað á vinstri eins og Maggi bendir á, allavega vantar okkur ekki hægri bakvörð.
Raúl, já. Á erfitt með að sjá það gerast, en óneitanlega væri spaugilegt að sjá sentara frá erkifjendunum Real og Atleti spila hlið við hlið;)
Er það ekki jafn spaugilegt og að sjá Rooney og Owen saman
Getur verið að sögusagnir um að Benitez og Juventus hafi verið settar fram til skemma fyrir kaupum á leikmönnum.
Leikmenn vilja ekki vera keyptir af stjóra sem verður kannski ekki þeirra stjóri á næsta tímabili. Þetta getur á við Janúar gluggann en á mest við sumarkaupin.
Kuyt fyrir 22 millur. Já takk!
Öfugt við það sem margir kannski halda þá er ég alls ekkert ólmur í að selja Kuyt frá klúbbnum þó mér finnist hlutverk hans allt of stórt hjá klúbbnum.
En fyrir 22 millur myndi ég líklega taka þennan sprett með Carlo um London 🙂
Vasilis Torosidis er orðaður við okkur,fór á Wikipedia til að forvitnast um leikmanninn,Þar er sagt að staðfest hafi verið í dag í gríska útvarpinu að hann væri farinn til Liverpool??
http://en.wikipedia.org/wiki/Vasilis_Torosidis
Hérna kemur slúður af verstu gerð með engum trúverðugleika.
01 Feb 2010 13:02:10
I have heard that Liverpool want to sign Ederson and Santa Cruz. They also want Corinthians Star Ronaldo. These players would do Liverpool good.
01 Feb 2010 13:16:00
Heard from a reliable scorse that liverpool will sign a spanish striker before 5pm today
01 Feb 2010 13:37:41
Jesus Navas to sign for liverpool in a swap deal for Benayoun. Benitez will also make bid for daniel guiza of Fenerbache
01 Feb 2010 13:36:10
The rumours regarding a Spanish Striker arriving at Anfield are true. My cousin is a taxi driver in Newton–le–Willows and has just pinged me a text to confirm – heard this news from colleagues. More details when I get them.
01 Feb 2010 13:35:17
Heard from a reliable source, Liverpool to sign Joe Ledley for £2 million from cardiff to ease the Bluebirds financial problems. Ledley however will not play until next season as he currently has a hip injury.
01 Feb 2010 13:20:02
Michael Owen seen at Aston Villa’s training ground, Bodymoor Heath.
01 Feb 2010 13:50:26
There has been interest in Spain for Liverpool’s Ryan Babel and there could be a potential swap deal with Villareal for winger Santi Cazorla. Sevilla have also shown interest with diego capel going the other way.
01 Feb 2010 13:48:16
Edin Dzeko is also a target for Liverpool as well as Chelsea as Rafa sees as him an ideal partner for Torres. This will not happen until the summer at the earliest.
01 Feb 2010 13:59:49
Liverpool are considering a move for 6ft2 Greek international right–back Vasilis Torosidis as cover for crocked Glen Johnson
Við erum að fá tvo leikmenn á einu bretti í dag!!!!!!!1!!1!
Þeir heita Martin Kelly og Nabil El-Zhar og eru að koma inn úr meiðslum. Leika báðir með varaliðinu í kvöld (Kelly byrjar, NEZ á bekknum) og ættu því vonandi báðir að koma til greina á bekkinn gegn Everton eftir fimm daga.
Ég veit ekki alveg hvaða sens það meikar að kaupa grískan bakvörð þegar Kelly er að koma til baka. Sjáum hvað setur.
Ásmundur að gera gott mót í slúðri!
Hvar er karlinn að finna allt þetta, er með þvílíkt af gluggum opnum en næ alls ekki að sópa allt þetta upp!!!
Þessu alls ekki, en þó nokkuð ótengt: Ef þið viljið ódýra skemmtun er ekki úr vegi að kíkja á 2. málsgrein á Wikisíðunni fyrir Robbie Keane, og endurhlaða síðuna reglulega: http://en.wikipedia.org/wiki/Robbie_Keane
Af hverju nældum við okkur ekki í Mancini frá Inter??? Er þetta ekki örugglega sá sami og var hjá Roma?
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=86714
Maxi Rodriguez.
01 Feb 2010 15:28:56
Liverpool not to sign anyone else during this transfer window as the owners are not willing to release funds due to a an imminent take–over bid, which will eventually be accepted at a knock down price. Rafa to be given till the end of the season, even if Liverpool finish in the top 4, Rafa will leave with his likely destination being Juventus. Possible suitors for the position include, Guus Hiddink, Jose Mourinho, Roy Hodgson, Alex Mcleish and Harry Redknapp and many more.
Major clearout in the summer with a few great players arriving, Also a few English players to be brought in the coincide with the proposed regulations.
01 Feb 2010 14:56:22
Greek international fullback torosidis is on his way to liverpool for a medical before he ties up a deal.
Jæja nóg að engu að gerast.
Spilar Mancini eki líka á vinstri kantinum ? Ég hefði alveg viljað fá hann til Liverpool.
Það gerist ekkert í leikmannamálum hjá okkar félagi í dag. Því miður, við verðum að láta okkur nægja hópinn sem við erum með nú þegar. Því miður getum við ekki fengið til okkar sóknarmann.
Hér um góð grein um rafa benitez þótt um ræðan sé hvað benitez passar svo vel í ítölsku deildina og afhverju hann ætti ekki að ráða yfir leikmannamarkaðin:
http://goal.com/en/news/1717/editorial/2010/02/01/1771284/calcio-debate-rafa-benitez-could-be-perfect-for-juventus-but
Ekkert að gerast í leikmannamálum, er það peningaleysi eða vill RB ekkert gera á síðustu metrunum, eða er engin almennilegur framherji til sölu, hvað segi þið pælarar.
Er Rafa bara ekki að fara í sumar og eigendurnir vilja að nýr stjóri fái peningana?
ziggi 28#, bara get ekki tekið undir að þetta sé góð grein!
Allt of hlutdræg og það virðist sem að höfundurinn hafi varla nennt að gera neina rannsóknavinnur þegar kemur að skoðunum hans um leikmannamarkaðinn, svo segir hann að flest sem Benitez hefur áorkað sé vegna heppni og svona má lengi telja, varð nú bara pirraður þegar ég las hvernig var farið með staðreyndir í þessari grein.
Benitez fer í sumar og þess vegna er hann ekki að kaupa neitt
Svo virðist það við Misstum af Adam Johnson sem fór til Man City hefði verðir mjög góðir í vinstri kant
“1801: Two deals we keep being told have been wrapped up are Vasilis Torosidis from Olympiakos to Liverpool and Asmir Begovic from Portsmouth to Stoke City.”
Ég skil ekki almennilega af hverju við seldum Buchtmann til Fulham. Fáránlega mikið efni!
Vorum við virkilega að selja Christopher Buchtmann til Fulham á hundrað þúsund pund? Er það ekki rétt að þessi strákur var valinn einn af 10 efnilegustu leikmönnum Evrópu í fyrra?
Bara sama metnaðarleysi og venjulega ég er drullu fúll útí klúbbin minn núna.
Með ólíkindum að Rafa skildi ekki hafa náð í framherja. Okkur vantar hann sárlega, það sjá það allir. Torres er það mikið meiddur að það er fásinna að stóla á N´Gog. Skil ekki þetta metnaðarleysi.
LP (#38) – lestu ekkert af því sem er skrifað í færslunni eða ummælunum áður en þú kommentar? Það er engu metnaðarleysi Rafa um að kenna að það kom ekki framherji í janúar. Það var einfaldlega ekki til peningur fyrir því. Rafa getur ekkert gert ef hann fær ekki pening til að kaupa.
Kristján Atli ég var ekki að tala um metnaðarleysi hjá Rafa heldur hjá klúbbnum sjálfum ( eigendur ) Og nei ég las ekki það sem skrifað var á undan og ég tel mig ekki þurfa þess til þess að taka þá ákvörðun að dæma þennan glugga á sama hátt og nokkrir á undan, Það hefur oft verið mikið tala og skrifað en ósköp fátt gerst að viti hvað varðar eyðslu á peningum við erum oftast að selja fyrir meiri pening en við kaupum og er það því miður ekki rétta leiðinn að toppnum. Það hefur nú heldur betur sannað sig í vetur.
ÚÚÚPS HÉLT AÐ KRISTJÁN VÆRI AÐ COMMENTA Á MITT Á UNDAN.
Kristján Atli, kannski kom ég ekki nægilega vel orðum að þessu. Það sem ég átti við er að mér finnst það fyrst og fremst metnaðarleysi hjá klúbbnum að framherji hafi ekki komið núna. Hefði haldið að klúbburinn væri ekki í svo svaðalegum skít að ekki væri hægt að fá einn senter lánaðan, sem við þurfum sárlega á að halda núna. En líklega er hann þetta hrikalega illa staddur. Ef metnaðurinn er að ná þessu 4.sæti hefði þurft að sýna það núna, að mínu mati. Ekki með því að selja leikmenn fyrir rúmar 8 millj. punda og fá einn frítt á móti.
Ah, LP. Skil þig. Misskilningur leiðréttur. 😉
Spurningin er náttúrulega, þegar það sjá allir hvað þarf að laga í breidd leikmannahópsins og það er ekki gert núna í fjóra glugga í röð, ætla menn þá samt að eipa á Rafa Benítez og láta eins og þetta sé allt á hans ábyrgð ef liðið nær ekki 4. sætinu í vor?
Hicks var að selja liðið sitt í Texas og Liverpool selja leikmenn fyrir 8 milljónir punda. Liðið þarf nauðsynlega að styrkja sig og auka breiddina svo maður er eitt spurningarmerki. Nýtur RB ekki trausts eða er fjárhagsstaðan virkilega svona slæm?
Ég get ekki sagt að þessi gluggi hafi verið algert flopp. Losnuðum við 2 algera sultu leikmenn að mínu mati og fengum einn leikmann sem er vissulega góður en spurning hvernig hann spjarar sig í ensku deildinni. Eina sem ég sakna er að ekki var keyptur framherji. Manni finnst eins og það hafi ekkert verið gerð almennileg tilraun til þess nema með þennan Kenwyn Jones. Ég er persónulega feginn að það gekk ekki því það sem ég hef séð af honum var ekki að heilla mig mikið. Vissulega góður leikmaður en ekki í þeim klassa að vera í liði í topp fjórum að mínu mati. En ég er nú bara áhugamaður með takmarkað vit á þessu 🙂
Sammála því sem að Kristján uppfærði kl 19.16 – þessi leikmannagluggi var fínn – við erum að mínu mati með sterkara lið en fyrir. Og ég ætla svo sem ekki að fara í eitthvað panic þótt að við séum ekki að eyða pening.
En það er eins gott að næsta sumar verði alvöru sumar með byrjun á velli, meira fjármagni og leikmannakaupum. Annars held ég að við séum í slæmum málum.
Þessi hópur á að geta klárað 4. sætið. Ég held þó að mikilvægara sé að Man City misstígi sig nokkrum sinnum til þess að það takmark náist.
Kemur ekki á óvart enda engir peningar til.
Maður spyr sig hvort það sé ekki eins gott að gefa Ryan Babel tækifæri í framlínunni, eins og að kaupa eða fá að láni einhvern senter til bráðabirgða?
Bölvað.
Hélt í alvöru að við fengjum leikmann í dag, en mér finnst klárlega þurfa skýringu fljótlega hver hugsunin er hér. Er búið að “vængstýfa” Rafa, er verið að bíða eftir fjárfestingu í liðið eða eru Kanarnir enn að svelta klúbbinn.
Fjórir nettógróðagluggar í röð er hreint fáránlegt!!!
Miðað við allt þetta bruðl á Benítez hljótum við að verða meistarar!?
Það er afar erfitt að fá góða leikmenn í janúar, þeir eru til sumstaðar en þeir eru oft annað hvort dýrari eða bara mun erfiðara að fá þá.
Rafa sagði að það væri til peningur en hann ætlaði ekki út í nein ‘panic kaup’, ég hefði svo sem viljað sjá einhvern mann inn en ég svo sem missi ekki svefn yfir því þó að enginn kom á eftir Maxi. Að mínu mati er betra að geyma þessar milljónir þar til í sumar og kaupa af viti þá.
En í heildina séð þá finnst mér við sterkari nú en fyrir áramót. Leikmenn að koma smám saman upp úr meiðslum sem er gott fyrir breiddina og við fengum góðan sóknarmann (Maxi) og óþarfa leikmenn voru seldir.
Set hér link inná nýjustu bloggfærslu Guillem Balague þar sem hann segir nýja fjárfesta sem komi með 100M punda inní klúbbinn vera þungamiðjuna í nýrri 5 ára áætlun og nauðsynlega til að hún (þ.e. áætlunin; e. 5 year plan) geti orðið að veruleika. Við þessa fjárfestingu kemur eignarhlutur G&H til með að rýrna; en að öðrum kosti komi félagið til með að borga meirihluta hagnaðar síns í vexti sem fyrr (og þ.a.l. lítið til leikmannakaupa). Spurning hvort yfirlýsing Hicks um ‘sumarspreð’ sé ekki grundvölluð við þessa fjárfestingu?
Hann hefur þetta eftir háttsettum mönnum (e. senior figures) innan raða félagsins. Hef ekki nennu núna til að þýða lengra inní færsluna en Balague er þekktur fyrir að hafa góð sambönd innan félagsins.
Hér er bloggfærslan:
http://www.guillembalague.com/blog_desp.php?titulo=Liverpool:%20Investment%20pivotal%20to%205%20year%20plan&id=404
Mér finnst nú líklegra heldur en hitt að það sem hefur haft áhrif á kaupkraftinn í þessum glugga, er sú staðreynd að miklar líkur eru á nýjum þjálfara í vor og hann mun fá eitthvað um það að segja í hvað peningunum verður eytt.
KAI (#53) segir:
Það eru ansi margir að segja þetta en ég verð að vera ósammála. Ég held þetta sé óskhyggja hjá mönnum sem vilja sjá á bak Benítez. Ég held að hann verði nær örugglega stjóri Liverpool næsta haust og að það sé aðeins tvennt sem geti hindrað það:
Ef hann fær nóg af sviknum loforðum eigendanna og gengur í burt sjálfur. Líklegt að mínu mati ef sumarið verður áframhald á sömu peningavonbrigðunum.
Ef liðið tapar og tapar og endar tímabilið í svona 8. sæti eða neðar, og fer ekkert í Evrópudeildinni. Þetta þykir mér mjög ólíklegt, get ekki ímyndað mér liðið neðar en í 6. sæti í allra versta lagi.
M.ö.o., eins og staðan er í dag eru þeir ekki að fara að reka hann. Þannig að sú hugmynd að þeir séu að spara peningana af því að þeir hafa ákveðið að fá nýjan stjóra í sumar er frekar fjarri lagi. Að mínu mati.
Enda vona ég að við náum 4. sætinu, vinnum Evrópudeildina, Rafa haldi starfinu, eigendurnir standi við stóru orðin og eftir hálft ár séum við að fagna nokkrum nýjum stórstjörnum og að fylgjast með byggingu nýja vallarins. En raunveruleikinn er aldrei svo einfaldur, er það? 😉
Hvað gæti réttlætt áframhaldandi veru Benitez hjá Liverpool, hafni liðið í 6. – 7. sæti? Þegar árangur Liverpool undir stjórn RB í deildarkeppninni er skoðaður, getur hann ekki talist ásættanlegur. Sá sem heldur öðru fram gerir ekki miklar kröfur. Ég hugsa að það eina sem geti bjargað RB sé 4. sætið.
getum við plís sett stopp á umræðuna um að rafa eigi að hætta þangað til í sumar ?
birgir (#55) – Ef þjálfarinn fær ekki fé til að búa til lið sem er meira en 4.-5. dýrasta liðið með 5.-6. dýrasta launapakkann í deildinni, hvernig er þá hægt að gera meiri kröfur en að hann lendi í 4.-6. sæti? Þú getur einfaldlega ekki heimtað titilbaráttu þegar það eru allavega þrjú lið með langtum meiri breidd og fleiri dýra leikmenn og eigendurnir halda áfram að fækka í leikmannahópnum með því að selja og hirða peninginn í skuldir. Eins illa og mér er við að segja það þá er Rafa sennilega bara að ná “eðlilegum” árangri með liðið ef það endar í 4.-6. sæti í vetur, því hann er einfaldlega ekki með leikmannahóp sem getur meira.
Ragnar (#56) – Ef þú vilt ekki þurfa að sjá umræðu um Rafa Benítez þangað til í sumar legg ég til að þú hættir að lesa þessa síðu þangað til í sumar.
ég er sammála kristjáni atla þarna það er ekki hægt að gera meiri kröfur á liðið en 4 – 6 sæti þegar það er skipað meðalleikmönnum,fyrir utan gerrard,reina og torres sem hljóta að hugsa sig tvisvar um í sumar hvort þeir verða áfram eða ekki.
Nr # 58 , Guðbjörn
Afhverju í veröldinni ættu þeir að “hugsa sig tvisvar um í sumar” ?
Í fyrsta lagi eru þeir ný búnir að skrifa undir nýjan samning (G&T) og viðræður við Reina eru í gangi, hann hefur sjálfur lýst yfir vilja sínum að vera lengur.
Í öðru lagi eru þetta líklega þeir leikmenn sem maður fær hvað mest þá tilfinningu fyrir að þeir séu “trúir” sínum félögum, í gegnum súrt og sætt.
Í þriðja lagi , þó það sé fátítt í nútíma fótbolta, þá eru ekki allir með hausinn skrúfaðann vitlaust á, eins og Robinho frændi þinn.
Bara afsakið en stundum er eins og menn hugsi ekki … þvílíkt bull.
Rosalega finnst mér stjórnendur þessa blogs vera orðnir metnaðarlausir ef þeim finnst það bara vera eðlilegt að Benitez nái 4-6 sæti með þennan mannskap. Ertu að GRÍNAST ?
Náðuum við ekki 2 sætinu í fyrra og fengum til okkar Johnson, Soto, Aquilani, Insua þroskaðari leikmaður, en misstum Alonso og Arbeloa.
Rosalega finnst mér menn hérna vera orðnir metnaðarlausir ef þetta er ásættanlegur árangur ”miðað við mannskap” eða eru menn kannski búnir að lesa of mikið af já póstum frá Benitez mönnum.
Ég tek það fram að ég er ekki að óska eftir afsögn Benitez en mér finnst þetta kjánalegt hjá þér.
Ásmundur, ég skal útskýra aðeins nánar hvernig það getur talist rökrétt niðurstaða.
Í fyrra áttu Arsenal og Chelsea léleg tímabil. Bæði liðin eru með stærri launapakka og við (eða Arse í öllu falli svipaðan) og Chelsea einnig með dýrari hóp sbr. leikmannakaup. Á sama tíma áttum við okkar besta tímabil, ofafrekuðum að mínu mati, og náðum öðru sætinu. Það dugði þó SAMT ekki til að velta Man Utd úr sessi.
Hvað hefur breyst síðan þá? Síðan við vorum nr. 2? Chelsea eru aftur komnir á flug, og Arsenal eru líka að eiga mjög gott tímabil. Þar með erum við dottnir niður um tvö sæti niður í nr. 4. Svo eru Tottenham og Man City komin sterk upp, hvoru tveggja lið sem eru með dýrari hóp sbr. leikmannakaup og stærri launapakka en Liverpool. Þess vegna erum við þar sem við erum í dag, í 5.-6. sætinu ásamt City sem á tvo leiki til góða.
Auðvitað erum við með frábæran hóp, en þú mátt ekki láta eins og það eitt eigi að skila okkur í toppsætin, sérstaklega ekki þegar þú skoðar frábæra leikmannahópa andstæðinganna. Við eigum Reina, Carra, Mascherano, Gerrard og Torres en hin liðin eiga öll sambærilega leikmenn. Torres er yndislegur en hann kaupir okkur ekki sjálfkrafa farmiða fram fyrir lið sem eru með Rooney, Drogba/Anelka, Van Persie í stuði, Defoe og Crouch eða Tévez, Adebayor og Bellamy. Gerrard er æði en Lampard, Fabregas/Arshavin/Nasri Carrick/Scholes/Giggs/Fletcher, Essien/Lampard, Modric/Kranjcar/Palacios og Barry/Ireland/De Jong/Kompany/Vieira eru það líka.
Og svo mætti lengi telja.
Það sem ÖLL hin liðin, líka Arsenal, hafa fram yfir okkur í dag er meiri breidd í leikmannahópnum. Fabregas er t.d. mikilvægur fyrir Arsenal, eins og Lampard hjá Chelsea eða Giggs hjá United en þessi lið mega betur við því að missa þá út en við Gerrard. Tottenham hafa leikið fyrri hluta tímabilsins án síns besta manns, Modric, og eru enn í fjórða sætinu. Chelsea misstu Essien og Drogba í janúar og misstu ekki úr slag, á meðan United á svo marga góða miðjumenn að þeir hafa stundum efni á að hvíla alveg 2-3 þeirra án þess að finna fyrir því. Ef Gerrard eða Torres meiðast hjá okkur er eins og liðið hrökkvi strax í hlutlausan.
Meiri launakostnaður, dýrari leikmenn, fleiri dýrir leikmenn, meiri breidd. Það eru fimm lið sem standa okkur framar í þessu í dag og það sjötta – Aston Villa – er nokkurn veginn á svipuðum stað og við í þessum málum.
Þar af leiðir að það er rökrétt að ætla Liverpool að vera í topp 7 á hverju ári en þurfa að gera sér að góðu að berjast um svona 3.-7. sætið, og þá líklega að vera að berjast um þetta blessaða 4. sæti og Meistaradeildina, á hverju ári.
Árið í fyrra var undantekning, ekki hvað frammistöðu Liverpool varðar heldur hvað hin liðin varðaði. Aðeins United af þessum sex liðum var á fullu gasi í fyrra og því náðum við 2. sæti. Í ár, og væntanlega á næstu árum, verður annað uppi á teningnum og því þarf eitthvað að breytast hjá okkar mönnum líka ef þeir ætla sér að halda áfram að stefna á titilbaráttu.
Já ok ég skil þetta þá svona, af því að við erum með minni og ódýrari hóp en hin 3 liðin þá getum við samt unnið þau en verið að drulla í buxurnar á móti þessi minni liðum trekk í trekk.
Mér finnst Liverpool vera með fínan hóp og ég geri þá kröfu á liðið mitt að það sé aldrei neðar en 4 sæti. Og þú getur varla verið að reyna að verja þessa frammistöðu liðsins í vetur eða hvað ?
Er þetta kannski bara það besta sem liðið getur að þínu mati af því að við erum svo fátækir ?
Þetta er alls ekki það besta sem við getum. Gengi liðsins fyrir áramót í deildinni var talsvert fyrir neðan það sem við eigum að sýna, t.a.m. finnst mér að við ættum alltaf að geta gert þá kröfu að liðið sé ósigrað á heimavelli, sem var klárlega ekki málið í haust. Þannig að liðið getur klárlega gert betur.