Samkvæmt frétt í Daly Post North Wales sem er blað ekki svo fjarri Liverpool þá er búið að ganga frá samkomulegi við Serbneska landsliðsmanninn Milan Jovanovic.
Ég veit sannarslega ekkert um það hvað þetta blað er áreiðanlegt en þennan link sá ég fyrst á Twitter hjá Paul Tomkins (og News Now) svo kannski er eitthvað að marka þetta.
Um þennan leikmann veit ég voða lítið annað en að hann hefur skorað í öðrum hverjum leik með sterku Standard Liege liði. Hann spilaði gegn Liverpool ekki alls fyrir löngu og hann hafnaði tilboði frá Everton fyrir ári með því að segja að Everton væri ekki stór klúbbur.
Sjáum hvað setur en þetta er að öllum líkindum næsti leikmaður sem gengur til liðs við Liverpool eftir að serbar hafa lokið leik á HM í sumar.
Hvort sem hann er kominn eða ekki þá er þegar búið að snara upp lagi fyrir hann
Dásamlegt lag. Veit ekkert um leikmanninn.
Ég fékk þessar fregnir frá belgískum kunningja mínum fyrir c.a. mánuði síðan. Sagði að Jovanovic væri í mjög líklega að ganga í raðir LFC. Þessi leikmaður er mjög hátt skrifaður þar á bæ og menn almennt sammála um að hann væri líklegur til að gera góða hluti á Anfield.
Góðar fréttir. Að fá hátt skrifaðan landsliðsframherja á frjálsri sölu ÁÐUR en hann gerir hugsanlega góða hluti á HM í sumar er bara flott. Miðað við það sem ég hef lesið eru þetta virkilega flott viðskipti hjá okkur og hér á ferðinni hörku leikmaður.
Einn sem ég las einhvers staðar sagði að þetta væri nær því að fá Kuyt á frjálsri sölu á sínum tíma en að ætla að líkja þessu við Voronin-skiptin. Jovanovic sé talsvert betri en Voronin. En ég þekki leikmanninn ekki sjálfur þannig að við skulum sjá til með það.
Vona að Chamakh samþykki tilboð okkar líka svo við getum bara klárað framherjastöðurnar með frjálsum sölum. Þá er mögulega hægt að setja pening í eitthvað aftar á vellinum.
Verst með lagið samt. Bubbi sýgur.
Miðað við hvernig Fellaini stendur sig hjá ónefndu félagi þá virðist standardinn hjá Standar Liege vera þokkalega hár. Og já, þú þarft eitthvað að geta í fótbolta til að komast í serbneska landsliðið. En hann er óskrifað blað og þarf að sanna sig næsta vetur. Vonandi verður þetta styrking á hópnum.
Glæsilegt.
Veit e-r aldurinn á þessum bita?
Eru menn nokkuð með link á þetta Tomkins-twitt?
Trausti, hann er 29 ára og þetta frá Tomkins var ekki annað en að hann vísaði beint í þessa frétt.
Ekki það að youtube samantekt með gaurnum sé einhver ótæmandi heimild um hæfileika leikmanns, en hér er ágæt syrpa með nokkrum mörkum kappans. Mæli með því að lækka í hljóðinu, nema að þú sért ákafur Scooter aðdáandi 🙂
Ahh ok, embed er ekki að virka í commentum. Hér er slóðin á youtube:
http://www.youtube.com/watch?v=J2QpimwZrTc
Hann hefur skorað 89 mörk í 109 leikjum fyrir standard liege.. Ekki slæmt!
Gott og blessað en hann er ekki að skapa þessi færi sjálfur þurfum meira skapandi striker eins og Torres:)
Er hann þá að fara koma í sumar eða ?
17 mörk í 23 leikjum fyrir Serbneska landsliðið skv. Wikipedia. Alltaf gott að hafa menn sem geta skorað mörk. Það gengur ekki að treysta bara á Torres í þeim efnum.
Ég vonast samt ennþá eftir að fá Chamach frítt…
Þetta geta ekki verið slæmar fréttir. Worst case scenario þá seljum við hann fyrir gróða. Ég vona samt að þetta sé þessi týpa sem getur spilað ömurlega yfir heilan leik en nær samt að klessa boltanum í netið. Tek undir að vilja Chamack líka, fólk sem hefur séð til hans heldur ekki vatni yfir honum og að fá mann frítt sem ætti líklegast að kosta um 12-15 milljónir punda er frábært mál.
Þá gætum við notað þessar “sumarupphæðir” í almennilega kantmenn (Arda Turan og David Bentley til að mynda) og til að styrkja varnarlínuna.
Gæinn er kallaður “Snákurinn”. Það er nóg fyrir mig. Lítur út fyrir að taka ekki við neinum skít frá nokkrum manni. Veitir ekki af svona mönnum til að auka breiddina.
Varðandi Chamack þá hef ég aldrei séð hann spila, en bróðir minn sem er grjótharður Asenal aðdáandi hefur fylgst lengi með þessum strák spila í Frönsku deildinni og var alveg rosalega ánægður með það að hann var fyrr í vetur sterklega orðaður við Arsenal.
Þið getið vel ímyndað ykkur vonbrigðin hjá honum þegar kjaftasögurnar um að hann væri búinn að gera samning um að fara til Liverpool tóku öll völd 🙂
Eins er það með þennan Serba, hef ekkert heyrt af honum en tölurnar ljúga ekki, hann er markaskorari hvort sem hann býr til mörkin eða sér “bara” um að pota boltanum inn.
Það væri frábært að fá þá báða því ef Torres fer ekki að vakna upp af þessari meiðslamartröð þá veitir okkur ekki af þeim báðum.
Þetta er örugglega góður leikmaður og góð viðbót við hópinn, en það er ekki hægt annað en velta fyrir sér hvort þetta sé rétt stefna hjá Liverpool í leikmannamálum. Í fyrsta lagi verður Jovanovic orðinn 29 ára í sumar þegar hann kemur til félagsins og menn um þrítugt hafa oftast ekki yfir sama hraða og snerpu að ráða og yngri leikmenn, ég held að það þurfi einmitt hraðari leikmenn. Í öðru lagi hefur markaskorun hans hjá Standard í Belgísku deildinni verið; 2007-2008 16 mörk, næsta tímabil 12 og nú 10, deildin að vísu ekki búin. Það að setja skilyrði um að Rafa verði áfram til að leikmaður skrifi undir samning, finnst mér mjög vafasamt að ganga að. Ég er einn af þeim fjölmörgum sem vilja að Rafa fari og við fáum nýjan framkvæmdastjóra sem fyrst.
Sælir félagar
Það lítur út fyrir að þetta sé maður með markanef og það í þefvísara lagi. Ég veit ekkert um manninn en það sem ég sá á YouTube leit vel út. Slúttar vel og gerir sér mat úr erfiðum stöðum.
Það er nú þannig.
YNWA
Vísa í ummæli Palla G (15) og tek undir þau.
Ef Rafa nær í Jovanovic og Chamack á frjálsri sölu þá er það einstaklega vel gert hjá honum. Þessir tveir eru gríðarlega eftirsóttir í Evrópu þar sem þeir fást frítt, og ef Liverpool nær að landa þeim báðum þá tek ég ofan fyrir Rafa.
Þeir sem dissa Bubba ættu svo að skammast sín 😉
Ég skammast mín bara ekki neitt. Ef Bubbi árið 1990 myndi hitta Bubba árið 2010 myndi hann berj’ann í klessu. Maðurinn er búinn að eyðileggja öll sín afrek með framgöngu sinni í tónlistarbransanum síðustu 4-5 árin. Og hana nú.
hehe ég var nú bara að fíflast, þó ég sé vissulega mikill aðdáandi Bubba (Aðallega þó útaf eldri lögum hans). Menn mega hafa sínar skoðanir Bubba Morthens fyrir mér 🙂
Bubbi var bestur í ruglinu og haldið nú áfram að tala um fótbolta
Við þetta má svo bæta að serbinn er eitt af bestu lögum Bubba og sýgur svo sannarlega ekki eitt eða neitt! Ég hef nú lokið málfutningi mínum um Bubba Morthens á Liverpool blogginu.
Skemmtilegt að þessi umræða sé farin að snúast um Íslenskan tónlistarmann.
Umræður um að leikmenn sem eru á frjálsri sölu séu góð kaup eru sjaldan réttar. Leikmenn sem koma þannig hafa meiri völd en hinir sem eru seldir af félögunum og geta þannig komið með hærri launakröfur þess vegna. Á endanum eru þeir miklu dýrari en hinir.
Einhversstaðar las ég að skilirði fyrir því að hann kæmi væri að Rafa yrði áfram knattspyrnustjóri. Maður sem vill ekki koma til liðs við Liverpool nema “réttur” knattspyrnusjóri sé við völd hefur nú ekki stórt Liverpool hjarta.
Má til með að benda mönnum á það að Jovanovic er jafngamal Arshavin, báðir fæddir 1981. Arshavin skoraði minna en Jovanovic áður en hann kom til Arsenal. Ég held að engir fari að mótmæla því að Arshavin hafi verið ágætis kaup á Wenger, þrátt fyrir aldur og að vera late-bloomer. Vonum bara að Jovanovic verði ekki síðri fyrir okkar menn.
Trúir þessu einhver?
og ´81 módel er unglamba aldur
Geri (27), til að sannfæra leikmann um að koma til liðs þarf örugglega að ræða við hann um framtíðarplön liðsins og hvernig leikmaðurinn yrði hluti af þeim. Benítez hefur sannfært Jovanovic um að koma en ef annar knattspyrnustjóri mætir breytast plönin. Það veit Jovanovic.
Ég geri ekki kröfu um að leikmaður sé með risastórt Liverpool-hjarta áður en hann kemur til liðsins. Ég geri ekki kröfu um að allir nýir leikmenn komi til Liverpool bara vegna þess að þeim finnst Liverpool bezta og stærsta félag í heimi.
ég held að þetta seu bara fín kaup. án þess þó að vita mikið um hann. en sýnist þetta vera naut og eins og “palli g nr. 15 ” skrifar, “Lítur út fyrir að taka ekki við neinum skít frá nokkrum manni.” það eru margir strákar í liðinu fínt að bæta við einum svona “karlmanni” í hópinn. 29 ára er flottur aldur, með reynslu en ekki orðinn gamall. og hey common ef maðurinn er með viðurnefnið “Snákurinn” þá verður hann að fá séns !! og ef hann verður lélegur þá fáum við alltaf einhvern aur fyrir hann.
Mér sýnist þessi leikmaður vera töluvert upgrade frá Voronin. Það gleður mig.
Voru menn búnir að lesa þetta viðtal
http://www.spiritofshankly.com/news/Minutes-from-Christian-Purslow-and-SOS-Meeting.html
Ég er að fíla þennan mann alveg í tætlur nú þegar. Bara fyrir það eitt að hafa hafnað Everton á þeim forsendum að litla félagið sé ekki nógu stór klúbbur.
Fáum hann frítt miðað við þeta. Annaðhvort getur hann eitthvað eða ekki og þá er hann seldur og peningur kemur í kassann.
Af þessari youtube myndbandi að dæma þá virkar þetta leikmaður sem “fox in the box” sem er eitthvað sem Liverpool myndi alveg þiggja núna.
Hann greinilega mjög háður vinstri fætinum eins og flestir örvfættir leikmenn og ég veit eiginlega alveg í hvaða horn ég myndi skutla mér ef ég væri í marki á móti honum í víti, ef það er eitthvað að marka þetta video 🙂
Annars líst mér ágætlega á kauða, hann er með fínt record sem ber þó að taka með fyrirvara. Menn hafa skorað slatta af mörkum í belgísku og hollensku deildinni og ekki náð að fylgja því annarsstaðar.
Klárlega skref uppá við frá Voronin og fínn back up fyrir Torres. Vilkommen!
Kezman skoraði 3000 mörk í 19 leikjum ,og Kuyt var með 1922 mörk í 71 leik, Hollendingar hljóta að falsa þetta bókhald sitt.
@36 – Holland er ekki það sama og Belgía.
Besta mál bara. Engin áhætta að fá svona kalla á free transfer, og ef hann stendur sig ekki er þá alltaf hægt að fá nokkrar millur fyrir hann. Kíkti á statið hjá honum. Hann hefur skorað meira en Voronin vinur okkar gerði á meginlandinu en minna en Kátur gerði á sínum tíma, munaði reyndar ekki miklu. Það sem kom mér reyndar mest á óvart hjá þeim næstum-jafnöldrunum er að á meðan Kuyt hefur leikið tæplega 500 leiki er Milan með 150 leiki. Af hverju hann spilaði ekkert áður en hann kom til Standard veit ég reyndar ekkert um. Eitt er þó víst eftir því sem ég hef lesið og séð, að þennan mann þarf ekki að peppa uppog lætur ekki vaða yfir sig.
Fortíð hans skiptir engu máli.
Þetta er bara late bloomer 🙂
Fínt að fá leikmann frítt þar sem Benitez virðist ekki geta farið í veski einhvers sykurpabba og keypt sér nammi. Mikið innilega vona ég að hann eigi eftir standa sig og verða liðinu meiri hjálp en var í Voronin.
En varðandi þetta youtube video get ég bara sett út á eitt…..og það er tónlistin. Af hverju er alltaf svona júró techno Scooter/DJ Ötzi lög í hverju einu og einasta videoi sem kemur af leikmönnum?
við skulum samt ekki missa vatnið yfir youtube videoum… það er örugglega til svona video með Antonio Nunez, Erik Meijer og Voronin…. Hann lofar góðu á YouTube
heheheh svona upp með húmorinn…
Það var ekki til ljósmynd sem lét Antonio Nunez líta vel út!! Hvað þá video.
og ertu að segja að Erik Meijer hafi ekki staðið undir væntingum?
Nú hef ég ekkert flett þessum 2 mönnum upp sem er verið að tala um að gætu komið frítt í sumar, svo segið mér eitt hvernig stendur á því að menn sem eiga að vera svona góðir skuli daga uppi hjá klúbbunum sem þeir eru hjá og geta farið á frjálsri sölu. þá meina ég af hverju seldu ekki þessir klúbbar þá og fengu pening í kassann ?? það er nú ekki eins og toppleikmenn séu að fara frítt svona dagsdaglega svo það er spurning hvort þeir séu virkilega svona góðir eða eru stuðningsmenn Liverpool að hæpa þá upp úr öllu valdi bara af því að þeir eru mögulega að koma ?
Ég er bara svona að spá í þetta vegna þess að í dag selja klúbbar menn ef þeir skrifa ekki undir framlengingu á samningum alla vega í flestum tilfellum svo mér finnst skrítið að nú séu 2 menn sem sagðir eru virkilega góðir jafnvel að koma frítt !! það er næstum of gott til að vera satt og þegar það er þannig þá er það oftast ekki satt. En vonum það besta og sjáum til.
Babu….. sko…. Meijer var bara svolítið misskilinn… já eða Sean Dundee….
that was a misskilningur
Lítur vel út á Youtube…. Getur skotið í fyrsta….. 🙂 Serbar eru ekki beinlínis þekktir fyrir að gefast upp… þetta er örugglega gaur með keppniskap dauðans. En hvaða hlutverk er honum ætlað…. Seccond striker?
Boggi, ég sé nú ekki marga hérna vera að tapa sér yfir þessum leikmanni þó ekki sé eitthvað frekar ástæða til að líta á þetta sem eitthvað neikvætt! Þetta yrðu ekkert fyrstu góðu leikmennirnir sem samningurinn rennur út hjá.
Boggi, að leiða klúbb á asnaeyrunum þangað til samningurinn er að renna út eða er runninn út er “list” sem fullt af leikmönnum stunda. Sjáðu bara owen og framkomu hans áður en hann var seldur á slikk.
Boggi Tona (#43) – Bordeaux voru næstum búnir að ná samningum við Arsenal um kaupin á Chamakh í fyrrasumar. Þegar það tókst ekki sagðist hann ætla að spila þetta tímabil með Bordeaux og fara svo á frjálsri sölu, og styrktist sú ákvörðun hans fyrir jól þegar Bordeaux unnu sinn riðil í Meistaradeildinni og komust í 16-liða úrslitin sem byrja nú í febrúar.
Chamakh var því allan tímann búinn að gefa út að hann færi á frjálsri sölu og klúbburinn hefur víst ekki einu sinni reynt að selja hann nú í janúar, enda forgangur hjá þeim að geta notað hann í Meistaradeildinni fram á vorið.
Hvað Jovanovic varðar veit ég minna um hans aðstæður en það var allavega ljóst strax fyrir jól, þegar hann komst fyrst í Liverpool-tengt slúður, að hann var að fara frá þeim á frjálsri sölu.
Það er ekkert óalgengt að toppleikmenn fari á milli liða á frjálsri sölu. Sol Campbell var fyrirliði Tottenham þegar hann fór frjálst yfir til Arsenal, við misstum Steve McManaman frjálst til Real Madrid, Michael Owen fór ódýrt áður en samningurinn hans kláraðist og síðasta sumar var hann frjáls að velja Man Utd, frítt. Þannig að það að leikmaður sé á frjálsri sölu þarf ekkert að þýða að um einhvern pappakassa sé að ræða.
Ef Chamakh kemur líka þá dæmum við þá báða þegar þeir eru farnir að spila fyrir Liverpool og ekki fyrr, það er alveg á hreinu. En þangað til er ekkert að því að stytta sér stundir yfir YouTube-myndböndum og láta sig dreyma. 😉
Talandi um YouTube-myndbönd, þá er Jovanovic greinilega með húmor: http://www.youtube.com/watch?v=Y9oIykb2OSg 🙂
Vonandi mun hann standa sig betur en Voronin ef hann kemur, en ég hef trú því miðað við statsið sem maður er að lesa hérna. Svo væri frábært að fá Chamakh frítt líka, ég veit ekki margt um þennan mann en Wenger vildi hann svo hann hlýtur að vera helvíti góður.
Já Kristján það er rétt að þetta hefur komið fyrir annað slagið eins og þú bendir á og takk fyrir upplýsingarnar um Chamakh nú er ég einhverju nær í sambandi við hann. Mér fannst það bara ótrúlegt að 2 mjög góðir menn væru að fara frítt um leið og báðir til Liverpool en gott ef satt er.
Babu ég var ekki að spyrja að þessu neikvætt þó þú haldir það mér finnst það bara ótrúlegt ef satt er annað var það nú ekki.
Hlustið á Bogga Tona – bannað að fagna sigrum, hvað þá mörkum, ekki tala vel um verðandi eða núverandi leikmenn LFC og síst af öllu EKKI MINNASTA Á RAFA NEMA “REKA” SÉ Í SÖMU SETNIGNU OG HELST SKRIFAÐ MEÐ CAPS LOCK (ekki verra að lauma klassaorðum eins og punglaus þar inn, virðist vera inni þessar vikurnar). Þess fyrir utan, fjarri fótboltaumræðum, er bannað að tala um eitthvað sem ekki ert tengt Icesave eða tæknilegu gjaldþroti seðlabanka Íslands… Alveg ótrúlega hress penni í alla staði, lekur af honum gleðin. Glasið er klárlega hálffullt á þeim bænum.
En að þessum þræði, nánast allt væri skref uppá við m.v. það sem nú er, ef þessir leikmenn (jafnvel annar þeirra) verður leikmaður LFC í sumar og reynist ágætis kaup, þá væri gott að geta notað þá litlu peninga sem eru fyrir hendi í að styrkja aðrar stöður, okkur vantar klárlega annan varnartengilið 😉
Carra er ekki að yngjast, og Skrtel er langt langt langt frá því að vera heimsklassamiðvörður. Svo getur það reynst erfitt að leggja traust sitt á mann sem er meira meiddur en Rio Ferdinand, hann Agger blessaðan.
Draumurinn er alltaf að fá fljótan og skapandi kanntmann, en þeir eru ekki á hverju strái, því miður – og enn færri sem actually geta eitthvað. Við höfum nú tekið þá inn nokkra undanfarin misseri – Nunez, Gonzales, Babel, Riera að ógleymdum Kuyt. Ég er orðin frekar þreyttur á bakvörðum og sóknarmönnum sem er spilað úr stöðu.
http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_5917446,00.html
Umboðsmaðurinn var ekki lengi að grafa undan þessari frétt..
væri nú til að fá kaka til Liverpool sem ein af stóru kaupum í sumar þarsem hann er ekki standa sig vel í R. Madrid við gætum selt mascherano til Barcelona til fá pening fyrir kaka.
53# og hver á þá að vera á djúpur á miðjunni? kaka sjálfur eða hafa hann útá hægri og kuyt djúpan? seljum ekkert mscherano nema að fá annan djúpan i staðin vil fá senter helst tvo, bakvörð, jafnvel miðvörð, og kantara. út með lucas, riera, degen, skirtl, babel? og kuyt? ekki nógu góðir fyrir liðið. en bara að selja ef við fáum nýtt í staðin
eyþór guðj
Grjóthaltu kjafti og hafðu vit á því ef þú ættlar að gera mér upp skoðanir eða setja hér inn eitthvað sem þú villt eigna mér !!!!
Sælir félagar
Eyþór; mér finnst skrif þín um Bogga Tona ekki ánægjuleg og svar hans er greinilega gert í mikilli geðshræringu. Ekki að það afsaki munnsöfnuðinn en er skiljanlegt ef honum finnst að að honum sé vegið að ósekju. Reynum að halda okkur á málefnalegum nótum og ræðum ágæti leikmanna en ekki hvers annars.
Það er nú þannig.
YNWA
Sigkarl
það er ekki til vottur af geðshræringu hérna megin en ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það skrif þar sem mér eða öðrum eru gerðar upp skoðanir og hreinlega logið til um hvað maður hefur sett hér inn.
það þarf meira til að hagga mér að einhverju ráði en svona gutta eins og þennan eyþór.
Alltaf gaman af dramadrottningum á internetinu…
En ef þú getur ekki lesið á milli línanna Borgar Antonsson, þá verður bara svo að vera. Ég ætla samt sem áður ekki að fara að segja þér að halda kjafti þrátt fyrir allt, það ríkir málfrelsi í þessu landi og þér er jafn velkomið og hverjum öðrum að viðra þínar skoðanir hér eins og öðrum. Ef þú getur ekki höndlað það að menn munnhöggvist við þig þá er spjallsíða á internetinu e.t.v. ekki rétti staðurinn fyrir þig til að verja frítíma þínum á.
Því betur fer eru fleiri jákvæðir pennar hérna (stundum kallaðir jákór eða trúsöfnuður) en neikvæðir.
Kv. Gutti
Þetta er ekkert endilega slæmar fréttir, því þetta er þokkalegur leikmaður en þetta er ekki að fara að bæta liðið nokkuð. Hafa menn ekki verið að kalla eftir alvöru leikmanni til þess að minnka byrðina á Torres og Gerrard? Ekki halda þessir sömu menn að 29 ára Serbi sem spilar í Belgíu sé að fara að koma Liverpool á næsta level. Við erum að detta í miðlungskröfur og það er miður.
Já eyþór kallaðu mig hvað sem þú villt og efastu líka um það eins og þú villt að ég geti ekki höndlað svona töffara eins og þig sem eru alltaf stærstir og mestir þegar þeir sitja við tölvuna.
Það breytir ekki því að ég þarf ekki að lesa á milli línanna hjá þér á meðan ég get lesið það sem þú settir hér inn. Og í þessu tilfelli sakaðir þú mig um hitt og þetta sem enginn fótur var fyrir og það var ég ekki ánægður með.
Mér er líka skítsama hvort þú ert í einhverjum kór, trúarsöfnuði eða einhverju öðru rugli, hjá mér snýst þetta um stuðning við Liverpool og hef ég mínar skoðanir á öllu sem viðkemur því liði og þú eða einhver annar breytir þeim skoðunum ekki svo glatt.
Í sambandi við það að mér sé velkomið að viðra mínar skoðanir hérna þá verð ég nú bara að draga það í efa að það sé þín skoðun, en þú hefur bara ekkert um það að segja greyið og fer það kannski í þig að geta ekki haft einhver völd en að mínu mati virðist þaðvera hið besta mál.
Framvegis skalt þú ekki voga þér að gera mér upp skoðanir á einu eða neinu þar sem þú hefur minni en enga hugmynd hvernig ég hugsa eða framkvæmi.