Everton á morgun

Ég hata derby slagina, hata þá. Ég hata þá jafn mikið fyrirfram eins og ég elska þá eftir sigra okkar á þessum bláu nágrönnum okkar. Ég hef oft lent í rökræðum um þessa leiki og ég hef ekki falið þá heitu ósk mína að Everton myndi falla um deild. Ég hef þá fengið tilbaka: “En þá verða engir derby leikir”. Vitið þið hvað? Ég er svo algjörlega tilbúinn í að fórna þeim 2svar á ári fyrir það að þurfa ekki að vera með þennan ferlega hnút í maganum marga daga fyrir þessa leiki. Það er ekkert flókið með það, það að tapa fyrir Everton er það versta sem ég get hugsað mér þegar kemur að fótboltanum, langversta.

Það er eiginlega allt varðandi þessa mótherja sem ég þoli ekki, allt nema hvað að ég á nokkra góða félaga sem styðja þetta lið. Skil reyndar ekki hvernig það að hægt, en sumu verður ekki breytt. Hver hefur sínar ástæður fyrir því af hverju eitthvað fer í taugarnar á þeim og hvaða lið þeir þola gjörsamlega ekki. Ég hef svo sannarlega mínar, og þær eru ekki komnar til vegna þess að “við eigum að hata nágranna okkar út af borgarrígnum”. Því fer fjarri. Mér finnst til að mynda barnalegt þegar mér er sagt að það sé barnalegt að “þykjast” hata nágranna okkar. Eins og áður sagði, þá hefur hver sínar ástæður, ef einhverjum er “alvegsama” um Everton, þá er mér líka alveg sama.

Já, ég væri til í að sleppa við þessa leiki 2svar á tímabili, svo sannarlega. Þessir leikir snúast ekki um það hverjir eru meiddir og hverjir ekki. Þeir snúast heldur ekki um það hversu gott “run” hefur verið hjá liðunum. Everton gekk best gegn okkur þegar þeir gátu ekki boru í deildinni og voru rétt fallnir. Þeir hafa ekki unnið í deildinni á Anfield síðan 1999, Fowler sé lof. En á morgun skiptir það akkúrat engu máli, ENGU. Á morgun snýst allt um vilja, að hafa viljann að vopni, fórna sér í alla bolta, hefja leikinn um leið og dómarinn flautar hann á og hætta að berjast þegar leikurinn er flautaður af. Ég krefst þess að menn sýni hjarta, reyndar með smá dassi af hugsun líka. Everton hafa ekki tapað leik síðan við unnum þá á Goodison í desember. Gott. Kominn tími til að leggja þá aftur.

Ég vil ekki sjá smettið á Tim Cahill brosandi eftir að hafa skorað, hann er holdgerfingur Everton. Svipað og Drunken Ferguson var á sínum tíma. Ég vona líka svo sannarlega að Senderos fái að spreyta sig í vörninni, þá gæti meira að segja Dirk Kuyt litið út fyrir að vera spretthlaupari í hæsta gæðaflokki. Annars þurfum við einnig á Stevie G að halda í leiknum, hann er fyrirliðinn og á að draga vagninn, sér í lagi í svona leikjum. Hann er búinn að alast upp í þessu umhverfi og þarf að smita því út í félaga sína, mikilvægi leiksins etc…

Við unnum í desember, frábær sigur. Hann var meira að segja enn sætari þegar horft var til spilamennskunnar. Ég talaði um það hérna í upphitun fyrir Bolton leikinn að ég vildi umfram allt góða spilamennsku, engan “scrappy” sigur. Nú er því ekki svo farið. Mér gæti hreinlega ekki verið meira sama um hvernig sigur gegn Everton kemur, hann mætti vera eins ljótur og hugsast getur, svo fremi að við vinnum. Það er það eina sem skiptir máli. Til þess að svo megi verða, þá VERÐA leikmenn Liverpool FC að leggja sig alla fram, keyra yfir þá með baráttuna að vopni. Ég vil sjá Gollum gráta. Ég vil sjá Leif Garðarsson gráta…AFTUR (þ.e.a.s. ef Stöð2Sport2 menn verða svo afburða greindarskertir að kalla hann í settið aftur).

Hvað um það, er búinn að rausa allt of mikið, en það er væntanlega vegna þess að maður þarf bara að fá útrás og hvar er betra að gera það en í upphitun á blogginu okkar. Hvernig er svo staðan á leikmönnum okkar? Það virðist vera að rofa til í meiðslamálunum, líklegast bara 3 meiddir og er það met að ég tel (allavega í einhvern tíma). Það er ljóst að Torres, Johnson og Benayoun munu ekki taka þátt í þessum leik. Ég er sjálfur í miklum vafa með það hvernig Rafa muni stilla þessu upp. Ég er ekki frá því að ég yrði sammála honum ef hann myndi stilla þeim Lucas og Javier upp saman á miðjunni, því þetta verður þvílík barátta um miðjuna. Tveir duglegir og varnarsinnaðir miðjumenn sem láta engann í friði allann leikinn. En auðvitað langar mann að sjá Alberto þarna inni á miðjunni með alla sína hæfileika. Hann er búinn að byrja síðustu 4 leiki á Anfield og því ekki lokum fyrir það skotið að hann haldi því áfram.

Vörninni verður ekki hróflað við, held að hann muni ekki henda Agger inn í slaginn strax, þó svo að ég myndi glaður vilja sjá hann inn fyrir Skrtel. En á móti kemur, þá hefur vörnin verið að halda undanfarið og því engin ástæða til að breyta henni. Þess vegna er tvennt í stöðunni. Annars vegar að það sé hefðbundin uppstilling, þ.e.a.s. Gerrard í holunni, Ngog uppi, Kuyt hægra megin, Riera vinstra megin og þeir Lucas og Javier á miðjunni (nema straight swap Lucas vs. Alberto eigi sér stað). Eða þá uppstilling sem ég væri algjörlega til í að sjá. Halda þeim Lucas og Javier saman á miðju, senda Stevie út á hægri kant, Alberto í holuna og Dirk fram. Hvora á ég nú að taka? Hausinn segir fyrri, en hjartað seinni. Hvort á maður að fara eftir hausnum eða hjartanu? Þar sem ég er búinn að vera að predika um að leikmenn verði að sýna hjarta í leiknum, þá ætla ég að fara fram með gott fordæmi og setja það lið inn, þó svo að hitt sé líklegra:

Reina

Carra – Skrtel – Soto – Insúa

Mascherano – Lucas
Gerrard – Aquilani – Riera
Kuyt

Bekkurinn: Cavalieri, Agger, Degen, Aurelio, Maxi, Babel og Ngog

Leikurinn á morgun er fáránlega þýðingarmikill, alveg fáránlega. Ekki nóg með að þessir bláu séu í heimsókn, heldur er þetta líka leikur upp á líf og dauða í deildinni, allavega einn af slíkum. Þessir 3 næstu leikir okkar geta ráðið örlögum okkar varðandi þetta blessaða Meistaradeildarsæti, ekki flókið. Við VERÐUM að ná góðum stigafjölda út úr þessum þremur leikjum, því tapist þeir allir, þá er baráttan nánast töpuð, þetta er ekki flóknara en það. Nú verða menn að sýna úr hverju þeir eru gerðir, allir sem einn. Sigur á Everton á morgun myndi gera svo fáránlega mikið fyrir sjálfstraust liðsins á þessum tímapunkti að það hálfa væri svona c.a. 10 sinnum nóg. Auðvitað mun sigur á morgun ekki þýða að menn geti farið afslappaðir í aðra leiki, síður en svo, en í þessum bransa þá skiptir sjálfstraust öllu máli og hvaða sigurleikir haldið þið að gefi mesta sjálfstraustið? Jú, derby leikir.

Hvernig spái ég? Ég get bara engan veginn fengið af mér að spá öðru en okkur sigri. Ég ætla að segja að við sigrum þennan leik 2-1. Ég held að hann Dirk blessaður haldi uppteknum hætti og haldi áfram að angra stuðningsmenn Everton með marki, svo held ég að fyrirliðinn stígi upp og setji eitt kvikindi. Ætli það verði ekki helvítið hann Tim Cahill sem skorar fyrir þá.

Koma svo, fulla ferð, allt í botn, with hope in your heart.

36 Comments

  1. Tim Caill er gjörsamlega ógeðslega dirty viðurstyggilegur leikmaður.
    Vona að sigurinn okkar verði eins svekkjandi og hægt er fyrir Everton. Þeir fá vonandi tonn af færum en við skorum á 98 mínutu (nota bene bara tveimur mín bætt við) mark þegar Howard missir laflausan bolta í gegnum klofið á sér og nær að stoppa hann á línunni en línuvörðurinn dæmir hann inni. Í kjölfarið verða allir Everton hausarnir brjálaðir og fimm þeirra fá rauða spjaldið, including Ca
    ill og P(íka) Neville.
    Væri held ég meira til í þetta en 8-0 sigur eins og ég held að hann fari.

  2. Fínt að missa sig aðeins í þessu, við verðum bara að taka þennan leik. Væri fínt að taka hann soldið dirty, með hæfilegum skammti af óséðum náratæklingum og olnbogaskotum. Hins vegar veit ég það að okkar menn eru margfalt betri en Escums þannig að þeir þurfa ekkert á neinum dirty trixum að halda. Taka þetta 2-0 með mörkum frá Steven og Alberto!

  3. Vona að þetta verði niðurlæging, svo David Moyes, uppáhalds kúribangsinn hans Mr.Alex verði niðurbrotinn á Anfield.

  4. Vonandi fær Alberto að byrja – held hann hafi sannað sig sem hæfileikaríkari miðjumaður en Lucas.

  5. Voða pirringur er þetta 🙂

    Ég vona að Everton falli aldrei, þarna fer lið sem höfum í helv langan tíma nánast getað bókað 6 stig á timabilinu frá, eins var með Newcastle, vá hvað okkur vantar þessi 6 stig sem leikirnir við þá gáfu nánast alltaf, eins gott að þeir verði í úrvaldeildinni á næstu leiktíð 🙂

    Við vinnum leikinn á morgun, 2-0 með mörkum frá Kuyt og Gerrard.

  6. við vinnum 2-0 kuyt eða gerrard og maxi með 1 “ef arsenal og tottenham tapa sínum stig verða bara 5 stig á milli Liverpool og Arsenal svo það er nú einhverjar líkar að ná í þriðja sæti

    maður verður að halda von áfram Liverpool.

  7. Reina – Carra, Kyrgiakos, Agger, Insúa – Lucas, Javier- Maxi, Gerrard, Riera – Kuijt

  8. Myndi ekki gráta 2-1 og Alberto með sigurmarkið í lokin fyrir framan the Kop.

  9. Ég vil sjá liðið svona: Reina – Carragher – Agger – Soto – Aurelio – Mascherano – Aquilani – Gerrard – Maxi – Riera – Kuyt.

  10. Vil endilega sjá Maxi inná Lúcas á bekkinn, svo taka þeta 3-0 koma svo LIVERPOOL

  11. Þekkjandi Rafa og hvernig hann kýs að „vernda“ nýja leikmenn í svona leikjum, sérstaklega gegn Everton, þá myndi ég segja að það sé enginn séns á að Maxi Rodriguez byrji á morgun. Að sama skapi myndi ég segja að Lucas byrji alveg pottþétt á morgun þar sem hann var hvíldur í síðasta leik og hefur nær alltaf staðið sig mjög vel gegn Everton.

    Annars er ég bara bjartsýnn á leikinn á morgun. Hvort Skrtel eða Agger, Lucas eða Aquilani, Maxi eða Riera, o.sv.frv., byrja inná skiptir ekki öllu máli því það er sjálfstraust í okkar mönnum og ég ætla að leyfa mér að búast við sigri á morgun.

    Ekki það að sá sigur sé öruggur fyrirfram. En ég er vongóður.

  12. Lið morgundagsins uppfært: Reina – Carra, Kyrgiakos, Agger, Insúa – Lucas, Javier – Kuijt, Gerrard, Maxi – Ngog

    FACT!

  13. Myndi klárlega vilja sjá Maxi í staðinn fyrir Lucas þarna. Masch og Aquilani á miðjunni og Gerrard í holunni. Vil endilega sjá Rafa hætta að nota Lucas og Masch saman á miðjunni.

  14. Sælir félagar

    Everton er ekki eitt af þeim liðum sem ég hata. Hinsvegar hata ég fátt meira en tapa fyrir þeim. Ég er sammála SSteini að öllu leyti nema þessu – ég hata ekki Everton nágrannana enda er hver einasta fjölskylda í Liverpool borg klofin í afstöðu sinni til þessara liða þó fleiri fylgi auðvitað betra liðinu, liðinu okkar.

    Þetta verður drulluerfiður leikur og það kæmi mér ekki á óvart að Everton setti fyrsta markið. Síðan koma 3 frá okkar mönnum. Og auðvitað verða það Gerrard og Carra sem setja sitt hvor og svo líklega N’gog eitt. Everton setur svo eitt í 5 til 10 mínútna uppbótartíma a la Rudolf rauðnefur.

    Sem sagt mín spá 3 – 2 í drulluerfiðum leik sem verður að vinnast og mun vinnast.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. 1 – 0, til að kóróna stórkarla fótboltann í leiknum mun gríski guðinn Kirkjukoss setja knöttinn í net þeirra bláklæddu án þess að Hávarður muni koma neinum vörnum við.

  16. Fyrirgefið fyrir off-topic: En af hverju fær Gerrard ekki fyrirliðastöðuna í stað Rio ? Mér finnst hann miklu betri kandídat, auk þess sem Rio missti stöðu sína í Man Utd vegna lélegrar spilamennsku þetta tímabilið.

  17. Mér finnst bara fínt að Gerrard sé ekki fyrirliði enska landsliðsins líka. Finn það á mér að enska liðið eigi eftir að floppa alvarlega í sumar.

  18. Ég vill baráttu, sigurvilja og að ALLIR leikmenn LIVERPOOL leggji sig 120% fram í þessum leik. Alveg eins og þeir gera alltaf hjá Everton. Ef það gerist þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þessum leik. En ef einhverjir leikmenn LFC halda að þeir geti slakað á í svona leik þá er það hinn mesti misskilningur. Mér finnst stundum eins og “útlensku” leikmennirnir sumir í LFC skilji bara ekki hvað fellst í því að vinna svona derby leiki, en aftur á móti þarf alls ekki að mótivera þá ensku fyrir svona leiki.

    Hvað sem því líður. þá vill ég SIGUR og ekkert annað

    YNWA

  19. Eg er skithræddur við Landon Donovan og Fellaini i þessum leik a morgun. Held þeir muni verða okkur erfiðir.. 0-0 steindautt spai eg

  20. @18 JóiG… Rio er varafyrirliði þess vegna tekur hann við fyrirliðabandinu, Stevie er/var þriðji fyrirliði og verður nú varafyrirliði enska landsliðsins.

    Er sammála @20 Lolli…. ánægður með að Stevie G sé laus við að vera fyrirliði enska landsliðsins, hann á nóg með að fara að finna sitt besta form í augnablikinu…. starting tomorrow hopefully 🙂

  21. Reina
    Carra-kyrgiakos-Skertl-Insua
    masch-lucas
    Kuyt – Gerrard – riera
    Ngog
    0-0 Jafntefli. Maxi inn fyrir Riera á 74 mín. Babel inn fyrir Ngog á 88 mín, kuyt fram, Maxi á kant og Babel á vinstri. Everton miklu betri aðilinn í leiknum. Carra dúndrar boltanum yfir miðjuna trekk í trekk þar sem Ngog nær kannski að halda boltanu og nær kannski að halda honum þangað til Gerrrard kemur til að reyna að hjálpa honum og allir ætlast til að þeir tveir sjái um að skora meðan hinir eru i vörn. Kuyt fær kannski einn og einn bolta sem hann gefur til baka á Lucas eða Masch, sem gefa hann á Carra sem dúndrar yfir miðjuna á Ngog einan frammi. (finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður)Benites fyrirsjáanlegur og leiðinlegur í 90+ mín eins og vanalega!!! fact!!!!

  22. Við vinnum 2 – 0 sigur veit bara að Babel kemur inn og settur eitt og segjum bara að Captain fantastic sýni að hann sé mættur og setji hitt, annars er mér nok sama hverjir skora bara ef við vinnum þennan viðbjóð.
    Bring it on…………

  23. Liðið verður einhvernvegin svona Reina

           Carragher-------------Kyrgiakos--------Agger-------------Aurelio
                                         Mascherano--------Aquilani
    

    Maxi———————————Gerrard————————–Riera
    Kuyt

    Bekkurinn: Cavalieri,Ngog,Lucas,Pacheco,Skrtel. Tökum þetta 2-1. Helvítið hann Cahill skorar fyrir Neverton (smá djók) en Kuyt og Soto skora fyrir okkur. Jolli

  24. Liðið verður einhvernvegin svona Reina

           Carragher-------------Kyrgiakos--------Agger-------------Aurelio
                                         Mascherano--------Aquilani
    

    Maxi———————————Gerrard————————–Riera
    Kuyt

    Bekkurinn: Cavalieri,Ngog,Lucas,Pacheco,Skrtel. Tökum þetta 2-1. Helvítið hann Cahill skorar fyrir Neverton (smá djók) en Kuyt og Soto skora fyrir okkur. Soto skorar en Cahill jafnar svo skorar DIRK KUYT.

  25. ég held að Everton verði 5-0 yfir eftir 80 mín en við skorum 8 mörk á síðustu mínútunum og við vinnum 8-5

  26. Liverpool tekur leikinn 2-0 ef ekki 3-0 og við endum tímabilið í 2 eða 3 sæti jess jess nokkuð viss. Koma svooooooooooooo

  27. Þessi kona sem Terry barnaði og á svo að hafa verið með Eið Smára og fl, var hún ekki bara aðstoðarþjálfari hjá che$%$#” eða þannig

  28. Ekki hægt að ætlast til þess að þeir séu á undan Rafa með liðið. Það er tilkynnt klukkutíma fyrir leik, leikurinn byrjar 12:45. http://www.liverpoolfc.tv er besta uppsprettan ef menn eru stressaðir 🙂

  29. Daniel Agger and Maxi Rodriguez start for Liverpool in today’s Merseyside derby. Listen live from 12.15pm GMT.

    Related Links
    The Reds XI in full: Reina, Carragher, Insua, Agger, Kyrgiakos, Mascherano, Lucas, Gerrard, Kuyt, Rodriguez, Ngog. Subs: Cavalieri, Aquilani, Riera, Aurelio, Babel, Degen, Skrtel.

    Mér lýst mjög vel á þetta, blásið til sóknar.

  30. The Reds XI in full: Reina, Carragher, Insua, Agger, Kyrgiakos, Mascherano, Lucas, Gerrard, Kuyt, Rodriguez, Ngog. Subs: Cavalieri, Aquilani, Riera, Aurelio, Babel, Degen, Skrtel.

    Hefði viljað sjá Aquilani og Riera í liðinu… kostnað Lucas og Maxi

  31. Hvenær ætlar gamli hundurinn að læra. Þetta gengur ekki að hafa Mascherano og Lucas saman miðjunni. Spái þrjú eitt tapi. AAAARRRRRRRGGGG ég þoli þetta ekki.

SOS samtökin

Chamakh til Arsenal + Byrjunarliðið gegn Everton