Kop.is á Twitter

Eru ekki örugglega allir á Twitter?

Twitter er síða sem býður í raun upp á lifandi samtöl á milli fólks í rauntíma. Hægt er að senda inn litlar uppfærslur – aðeins 140 stafbil í einu – og er tilgangurinn sá að hafa þetta stutt, skýrt og beint að efninu. Það er erfitt að útskýra hvers vegna þetta er svona góð samskiptasíða en um leið og maður byrjar verður maður alveg ánetjaður. Ég hvet alla til að prófa.

Við sem skrifum á Liverpool Bloggið erum á Twitter og höfum nú stofnað sérstaka síðu þar sem við getum fylgst með allri Kop.is-tengdri umræðu á Twitter. Þá síðu má sjá hér eða í valmyndinni efst hér á síðunni. Það getur hver sem er tekið þátt í umræðunni, það eina sem fólk gerir er að skrifa eitthvað um Liverpool og enda skilaboðin á að skrifa #kopis.

Þannig að ef ég ætlaði t.d. að skrifa um leikinn í gær og láta það birtast á Kop.is-umræðunni á Twitter myndi ég t.a.m. skrifa eftirfarandi skilaboð: Frábær leikur í gær, virkilega ánægður með að vinna Everton tvisvar í vetur. #kopis

Ég mæli með að sem flestir skrái sig á Twitter og taki þátt í umræðunum. Það er erfitt að útskýra hvers vegna þetta er svona skemmtilegt en trúið mér, þegar þið byrjið verður erfitt að hætta. Það eru til frábær Twitter-forrit fyrir flesta síma þannig að megnið af umræðunum berast beint í símann hjá manni, maður bæði les uppfærslur þar og skrifar á móti á fullu yfir leikjum.

Endilega skráið ykkur, skoðið ykkur um og sendið okkur hinum skilaboð og/eða fylgist með streyminu okkar. Við erum með eftirfarandi notendanöfn:

* @kristjanatli
* @einarorn
* @ssteinn
* @babuEMK
* @maggimark
* @magnusagnar

Ef þið skoðið svo þau streymi sem við erum að fylgja getið þið fundið fullt af sniðugu Liverpool-tengdu fólki sem er gagnlegt að hafa á Twitter. Og ekki gleyma að setja #kopis í endann á Liverpool-tengdum skilaboðum ykkar svo þau birtist á Kop.is-umræðunni á Twitter.

2 Comments

Liverpool 1 – Everton 0

Rafa Benitez um man marking og SkySports