Í dag snýst nú mest um meiðsli eins og svo oft áður.
Á opinberu heimasíðunni kemur fram að Martin Skrtel hafi fótbrotnað í Rúmeníu og verði ekki með næstu tvo mánuðina. Það þýðir í raun að hann verður varla meira með á tímabilinu.
Það er því ljóst að enn þarf að hrista upp í varnarpakkanum í næsta leik, gegn Wigan, því líklegt er að Agger hafi ekki náð sér þá af meiðslum sem hann hlaut gegn Blackburn. Kyrgiakos karlinn er að koma úr banni og fer væntanlega beint í liðið með Carra, spurning hvort Mascherano verður bakvörður enn um sinn, því ekki er talið líklegt að Johnson geti leikið fyrr en gegn Portsmouth.
Talandi um Mascherano virðast Liverpool hafa boðið honum nýjan samning með verulegri launahækkun. Eftir hæga byrjun í haust hefur Masch leikið afar vel að undanförnu og eftir að góðvinur hans Maxi mætti á Anfield virðist honum líða betur. Vonandi gengur þetta eftir.
Meira af samningum, Liverpool Echo heldur fram að Pepe Reina sé búinn að samþykkja samning sem gildi út leiktímabilið 2014 – 2015 og verði skrifað undir fyrir næstu helgi. Vonandi er þetta rétt og þá eru það frábærar fréttir fyrir okkur öll. Pepe á orðið góða möguleika á að vinna Gullhanskann í vor fyrir að halda oftast hreinu í deildinni, sem yrði þá hans fjórði á ferlinum. Ég hef lengi sagt og stend algerlega við það að við erum með besta markmanninn í deildinni og ef að við höfum nú eignarhald á honum næstu fimm árin er það bara frábært!
Svo er hér enn ein áminning til félagsins hvað þarf að gerast til að við séum samkeppnishæf. Verulegur ávinningur hefur orðið hjá nýjum yfirmanni söludeildar, Ian Ayre, sem hefur skotið okkur í 7.sæti yfir ríkustu lið heims að mati einhverra fjármálafræðinga. En það einfaldlega dugar lítt þegar borin er saman innkoman við hin stóru ensku liðin sem eru ennþá himin og haf fyrir ofan okkur þegar kemur að innkomu fyrir leiki og sölu minjagripa. Við þurfum nýjan völl til að lifa til langs tíma í samkeppninni!!!
Eitt af því sem Rafa breytti síðasta haust var að ráða nýjan yfirmann Akademíunnar, Frank McParland, og fela honum aukin völd við að ná í nýja unga og efnilega leikmenn, t.d. Kristján Gauta Emilsson. Um helgina var það svo tilkynnt að einn heitasti ungi molinn á markaðnum – Rasheed Sterling – væri kominn á Anfield. Sá þykir mikið efni, hraður og teknískur sóknarmaður sem miklar vonir eru bundnar við. Vonum að hann uppfylli háar væntingar á réttum stað!
Það væri frábært ef við gætum tryggt okkur Masche og Reina áfram. Ég er viss um að við værum ekki í þessari stöðu sem við erum í ef að Mascherano hefði leikið almennilega fyrri hluta tímabilsins. Eftir jól hefur hann verið frábær.
Reina er auðvitað langbesti markvörður deildarinnar. Það er ekki nokkur einsta spurning. Það að þessi maður skuli ekki vera byrjunarmaður í landsliði síns lands er náttúrulega grátlegt.
Ég tek undir varðandi Mascherano. Það var mikið slúður í gangi um hann og Barca sl. sumar sem gæti hafa haft einhver áhrif, en ég held að þetta hafi aðallega snúist um argentínska landsliðið. Hann er fyrirliði og þeir áttu í tómu brasi með að tryggja sig á HM og það hlýtur að hafa vegið þungt á honum með allt fjölmiðlafárið í kringum liðið heima. Síðan liðið vann í Úrúgvæ og tryggði sig á HM hefur Mascherano virkað betri með hverjum leiknum, eins og þungu fargi sé af honum létt.
Um Reina þarf svo ekkert að fjölyrða. Í þeirri stöðu sem við erum varðandi leikmannakaup og fjárskort í þeim bauknum er gríðarlega mikilvægt að tryggja bestu leikmenn liðsins áfram og að geta haldið Reina og Mascherano næstu árin er grunnur að hvaða velgengni sem gæti verið í framtíðinni.
Allt eru þetta nú góðar fréttir að frátöldum fréttum af fríðleikspiltinum Skrtel.
Svo er ég bara svo innilega sammála varðandi Reina og Masch að ég ætla ekki að reyna að bæta neinu þar við 🙂
Það er nú eiginlega ótrúlegt hvað vinsældir Liverpool virðast haldast þrátt fyrir að hafa td ekki unnið enska meistaratitilinn í ein 20 ár !
Það segir mér allavegana bara eitt, með stærri velli og fleiri titlum er fátt sem myndi stöðva Liverpool í að verða hreinlega stærsta félag heims.
Alltaf gott að semja við okkar bestu menn sem er nánast ávísun á gott gengi sem og innkoma efnilegra leikmanna í unglingalið LFC. En ég er svo hjartanlega sammála Carra þegar hann talar um að Liverpool Fc þurfi 3 heimsklassa/stjörnu leikmenn í sumar. Það hafa heyrst raddir þess efnis að Liverpool muni eyða töluverðum fjármunum í sumar sem er vonandi rétt. En til þess að Liverpool líti vel út sem ákjósanlegur áfangastaður fyrri bestu leikmennina þá þarf LFC klárlega að bjóða uppá CL á næsta ári. YNWA
Mache hefur sýnt það í hægri bakverðinum hvað hann er gífurlega mikilvægur leikmaður fyrir allt liðið. Frábær team player sem, að mínu mati, er sá besti í Heimi í sinni stöðu.
Um Reina þarf ekkert að ræða. Að ná 3 gullhönskum á 4 tímabilum og eiga séns á þeim fjórða í ár, þrátt fyrir gengi liðsins, gera bara þeir bestu.
En eruð þið búnir að sjá post game viðtalið við Rafa?
Nei, Árni. Getur þú skellt link á það hingað?
Þú getur séð þetta á http://www.liverpoolfc.tv/lfctv ef þú ert með eSeason ticket.
Hér er fjallað aðeins um þetta.
Kva, íslendingar eru bara aðal hjá Liverpool núna 🙂
Bjarni Gunnarsson fer til æfinga hjá Liverpool í apríl.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=88026
Griðalega mikilvægt að samja við þessa tvo máttarstólpa liðsins … klárlega menn sem skifta okkur öllu máli !! LIKE!!
Sælir drengir, veit einhver hvort það sé öruggt að Jovanovic sé kominn? Hef ekki sé það staðfest nema frá jovanovic og umbanum hans.
Sæll Ingi B., mér skilst að það sé orðið nokkuð klappað og klárt þótt klúbburinn hafi ekki enn staðfest það. Ég geri allavega fastlega ráð fyrir að sjá hann í sumar.
Hvað segja menn um þetta frá hinum fáranlega manni Blatter
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=88070
Fari hann norður og niður með þessa hgmynd og reyndar flest allar hans hugmyndir
Jæja 2 Liverpool mörk komin í þessari landsleikjahrinu. Kuyt búinn að setja hann og sömuleiðis Benayoun.
Alveg merkilegt hvað menn röfla hér um hvað allt sé nú jákvætt hjá LFC.
Hafa menn ekkert velt því fyrir sér afhverju ekki er löngu búið að byrja á nýjum velli? Af hverju í himnunum labba menn ekki inn i næsta banka og slá
lán fyrir nýjum velli? Fyrst að allt leysist með meiri tekjum af miðasölu?
50-60% tekjuaukning pr. leik ætti nú aldeilis að vera eitthvað sem hægt er að slá lán útá?….eða hvað? Staðan er sú að félagið er skuldsett uppí rjáfur vegna þess að pappírspésar keyptu félagið. Þessir gráðugu,heimsku ameríkanar voru ekki að leggja neitt eigið fé í þessi kaup. Fíflið hann Moores
er annað gráðugt svín sem var ekki að spá í neitt annað en sinn hag þegar hann seldi þessum trúðum. Eða halda menn að trúðarnir væru þeir einu sem höfðu áhuga á félaginu. Ef Moores hefði haft raunverulegan hag LFC að leiðarljósi hefði fíflið aukið hlutaféð með nýjum hluthöfum sem hefðu átt alvöru peninga. Hlutur Moores hefði þá minnkað í prósentum talið,hann hefði áfram átt 30-50% í félaginu en huxanlega mun verðmætari þar sem nýtt hlutafé hefði hjálpað til við að byggja nýjan völl,kaup betri leikmenn og tryggt stöðugleika til framtíðar. En hvað kýs fíflið að gera. Selja sig út og semur um að vera ,,heiðurs” president það sem hann á eftir ólifað.
Mér þykir ljóst að David Moores hafi ekki gert það sem hefði mátt ætlast til að honum. Græðgin blindaði honum sýn.
Já, guð bjargi okkur frá því að vera jákvæð.
Það er enginn að segja að allt sé í himnalagi hjá klúbbnum. Það eru bara sumir sem nenna ekki að vera í fýlu yfir því á hverjum einasta degi og kjósa að gleðjast yfir því sem þó er jákvætt við klúbbinn.
Sumir sjá ekki ljósið fyrir ÖLLU sem Rafa segir og Liverpool gerir…aðrir eru raunsæir…
Liverpool er sigursælasta lið enskrar knattspyrnu og einstakur klúbbur. Við munum ná langt undir stjórn Rafa. Annars skal ég éta hattinn minn og inniskóna líka. Rafa hefur tekið Liverpool upp á næsta stig og liðið hefur tekið miklum framförum. Titlarnir fara að riðjast inn um dyrnar á Anfield, enda horfa önnur lið með öfundaraugum á okkur og vilja stela stjóranum okkar. Góðir leikmenn berjast um að fá að koma og spila fyrir Rafa.
Liverpool er stórveldi og er enn á mikilli uppleið!
Áfram Liverpool!
Einar á Hellu.
Liverpool má reka Rafa með einu skilyrði. Gunnar Ingi verði ráðinn í staðinn. Ef einhverjir eru á móti því þá eru þeir óraunsæir og sjá ekki ljósið í myrkrinu.
Eða er þetta rangt ályktað hjá mér? Er David Moores engill sem elskar LFC?
Og er Rick Parry snillingur? Varla! Það verður að segja hlutina eins og þeir eru. Kyrrstaða LFC sl. 10 ár skrifast á Moores&Parry. Ef þessi aular hefðu haft snefil af framsýni hefði verið byrja að að spá í stærri völl 1998 eða svo. Völlurinn kannski verið komin í gagnið 2004 eða svo. Sem er alveg furðulegt eftir alla velgengnina árið 2001. Þó ekki hafi hinn stóri titill, Premiership unnist þá er ekki eins og LFC hafi ekki unnið slatta af dollum sl. 10 ár.
Það er búið að sóa gífurlegum tíma í ekkert í þessu vallarmáli. Vangaveltur á vangaveltur ofan. Mér sýnist ekki nein breyting vera á dagskrá.
kobbalus
Öfugt við Rafa þá veit ég að ég yrði óhæfur stjóri og myndi aldrei gera liðinu mínu þann óleik að reyna stýra því. Að því sögðu er ekkert að því að hafa skoðanir, jafnvel sterkar skoðanir.
…ég þakka þó hrósið því þetta hefur klárlega verið meint þannig hjá þér 🙂
Hógværð og rangar fullyrðingar vil ég ekki sjá á þessu bloggi! Ef takast á að vinna hinn langþráða titil þá þurfum við að sækja fram, vera öðruvísi en hin liðin, framúrstefnulegir gera eitthvað nýtt eða eldgamalt!
Við þurfum að koma Liverpool í tísku hjá heimsins bestu fótboltamönnum. Það er rómantískt að spila fyrir Liverpool og heimspekilegt í leiðinni.
Áttundi áratugurinn var hýr á brá og það leynir sér ekki. Liverpool var cool, tónlistin var hrein nostalgía(http://www.youtube.com/watch?v=8HE9OQ4FnkQ), Journey gaf út slagarann Don’t stop Believing(http://www.youtube.com/watch?v=barLaHrtvoM), tískan var futuristic og menn keyptu fótboltaskónna í ACT( http://www.youtube.com/watch?v=hIYv-FhMw8s). Menn kunnu sig þá í fótboltanum og stuttbuxur voru stuttbuxur í orðsins fyllstu merkingu(http://www.watfordfc.com/javaImages/27/8/0,,10400~526375,00.jpg) , menn grétu ekki út af hörðum tæklingum og það að ganga til liðs við Liverpool þótti sýna merki um að einstaklingurinn væri gáfaður og hafði sál. Allir voru ánægðir eins og sést á þessari mynd:(http://www.almightydad.com/wp-content/uploads/2009/12/family-ties-v.jpg)..
Það er ekki hægt að meta það í peningum hvað það er að spila fyrir Liverpool.
Fótboltamenn verða að fara að vakna til lífsins, átta sig á hlutunum og vera næmir fyrir tískunni um leið! Það að ganga til liðs við lið(Chelsea og wannabe Chelsea- Man City?) sem var búið að “kaupa titilinn” áður en leiktímabil hófst var svo mikið seinasti áratugur! Nú er nýr áratugur byrjaður.
Ég fer fram á það að við fáum nýja týpu af leikmönnum: gáfaða og heilsteypta fótboltaleikmenn sem falla ekki fyrir freistingum olíufursta og Oligarka. Fótboltamenn sem spila fyrir ástríðu leiksins en ekki fyrir feita launatjékka!
Annars legg ég til að Liverpool FC taki upp gömlu stuttbuxurnar aftur!
Það Er klassískt að halda með Liverpool!
Að lokum vil ég ítreka það að ég vil að Gunnar verði okkar andlegi leiðtogi hvað Liverpool varðar, helst eigandi ef ekki stjóri!
Og ég gleymdi að fara eftir fyrirmælunum hérna að neðan, afsaka það.
Liverpool þarf á montage momenti að halda.
Fótboltinn er söluvara á markaði eins og önnur vara. Ástæðan fyrir því að meistaradeildinn var stofnuð, á sínum tíma, var sú að að stærstu klúbbarnir í Evrópu hótuðu því að stofna sína eigin deild ef að þau fengu ekki, það sem þeim fannst, eðlilega hlutdeild í tekjum af deildinni. Þetta var E-18 hópurinn svo kallaði, sem saman stendur af liðum eins og Liverpool, Manchester, Real Madrid, Barcelona, Juventus, AC Milan, Bayern Munchen svo einhver séu nefnd. Með öðrum orðum þetta eru liðin sem selja deildirnar í heimalöndum sínum og meistaradeildina. Eins var Enska úrvalsdeildin stofnuð á sínum tíma þegar 20 stærstu klubbarnir á Englandi hótuðu að segja sig úr FA og stofna sína eigin deild. Þessi lið voru ósatt við að tekjurnar sem sköpuðust í deildinni, sem voru tilkomnar með þeirra þátttöku, væri skipt með socialískum hætti jafnt á minni sem stærri liðin. Þannig er tilkominn þessi munur milli hinna stærri og minni liða sem verður ekki brúaður. Stóru liðin vilja fá þær tekjur sem þau skapa. Það segir sig sjálft að ef að þessi lið myndu láta verða af hótun sinni myndi fáir kaupa áskrift af sjóvarpsstöð sem sýndi leiki frá deild þar sem stórleikur umferðarinnar væri toppslagur Fulham og Sunderland. Hvað launþak varðar og samanburð við NBA þá gæti slík deild sem stofnuð væri af E-18 hópnum sett slíkt launaþak til þess að jafna samkeppnina. Slíkt launaþak yrði sett á þeim stað að tryggt væri að enginn önnur deild gæti keppt við það, líkt og í NBA. Ef að upp kæmi deild sem gæti keppt við NBA sem söluvöru yrði launþakið einfaldlega hækkað. til þess að koma í veg fyrir það
Áfram Liverpool