Lausnin á slæmu gengi fundin

Eftir að hafa djúp hugsað málið vel og lengi og reynt að finna hvað orsakar hörmulegt gengi Liverpool FC á þessari leiktíð, þá kom loksins svarið. Mikið getur maður nú verið einfaldur, því svarið við þessari spurningu hefur legið fyrir frá því í haust. Það liggur hreinlega í sólgleraugum uppi, svo augljóst er það.

Hvað er að?
?
?
?
?
?
?
?
Jú, leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa verið algjörlega miður sín allt tímabilið vegna þess að sá er ritar þennan pistil hefur ekki ennþá mætt á völlinn á þessari leiktíð. Ég bið hér með alla stuðningsmenn liðsins, leikmenn þess og starfsmenn innilegrar afsökunar á þessu öllu saman. Ég er með breitt bak og mun taka þetta algjörlega á mig. Leiktíðin er nánast búin og þó er hún ekki alveg búin. Nú þarf að snúa hlutunum við, turning a corner.

Lausnin er einföld. Ég mun af minni einskæru fórnfýsi skunda til Liverpool borgar á mánudaginn, mæta í The Kop á mánudagskvöldið og syngja úr mér lungun og önnur innyfli. Nú fara hjólin sem sagt að snúast og liðið (með minni hjálp) mun bjarga því sem bjargað verður. Til að tryggja það að þetta eigi ekki bara við um deildarkeppnina, þá mun ég einnig fórna mér í það að mæta aftur á svæðið næstkomandi fimmtudag og tryggja áframhaldið í hinni keppninni sem við erum ennþá í. Ég reikna ekki með öflugum raddböndum um aðra helgi eftir þessi ósköp, en liðið verður þó allavega komið á beinu brautina.

Ykkar fórnfúsi penni á kop.is blogginu,
SSteinn

P.S. Þið megið kalla mig Fúsa héðan í frá, eða bara kalla mig fullu nafni, Fórn-Fúsa

34 Comments

  1. Ég verð rosalega þakklátur fyrir þessa fórnfýsi þína enda ekki beint skemmtilegt ferðalag fyrir þig að fara alla þessa leið og sjá Liverpool drulla uppá bak á móti stórskemmtilegu og feykilega hættulega liði Pompey sem eiga sennilega eftir að leika sér að þunglama og lítið hættulega liði Liverpool.
    En vonandi að þú breytir Þessari ”skemmtilegu” tölfræði hjá Benitez sem hefur aldrei unnið leik á mánudegi frá því hann kom til bjargar Liverpool.

  2. Já sæll !
    Vissi ekki að SSteinn væri svona góður í sér 🙂
    Góða ferð pun…… þinn
    og mundu bara að 3 stig og áframhald í evrópu eru farseðillinn fyrir þig heim ! Annars getur þú bara verið úti 😉

  3. Ásmundur, þú ert ekki að fatta þetta. Leikur liðsins mun gjörbreytast við komu mína, simple as that.

    Bragi…punginn á þér…

  4. Ef að þetta virkar hjá þér þá skal ég leggja mig allan fram til að tryggja að þú verðir í stúkunni á fyrsta leik hvers tímabils héðan í frá 🙂

    En er leikurinn þá á mánudag en ekki á laugardag eins og stendur hér á síðunni?

  5. Mikið er maður sár að heyra þetta núna – viltu hundskast út og redda málunum. Mikið verður maður feginn …… og þakklátur að sjálfsögðu 😉

    Góða skemmtun og mikið innilega vona ég að þú hafir rétt fyrir þér því einhverju verður maður að reyna að trúa núna á þessum síðustu og verstu.
    kv, Manni

  6. Ja hérna … og við sem höfum allan þennan tíma reynt að kenna þjálfaranum og eigendunum um þetta. 🙁

    Ég hafði ekki hugmynd! Hefði verið búinn að borga fyrir þig miða og senda þig sjálfur út ef ég hefði vitað af þessu!

    Steini, þetta bara má ekki koma fyrir aftur. Ég vil þig í stúkuna strax í fyrstu umferð næsta haust.

  7. Hvernig er recordið þitt á Anfield núna Steini? Ég fór einu sinni með þér í ferð, og Einari og Kristjáni líka, þar sem báðir leikirnir töpuðust. Jéminn. Þú fórst reyndar blessunarlega ekki á fyrri leikinn þá. Komumst þó áfram í CL eftir Barcelona einvígið. En hef engu að síður fulla trú á því að þú munir hafa góð áhrif á liðið!

  8. Hjalti, það er eiginlega ósanngjarnt að kenna Steina um töpin tvö í ferðinni okkar 2007. Þar mættust nefnilega lukka Steina og bölvun mín á leikjum á Anfield og bölvun mín hafði klárlega betur. Ekki aðeins töpuðust báðir leikirnir heldur fór ég svo illa með Steina að hirða miðann hans á United-leikinn svo hann þurfti að horfa á hann sitjandi á pöbb fyrir utan völlinn. Gerist ekki mikið verra. 🙂

  9. Já sæll….. Ég tek bara undir með Braga… þú veist þá hvað hangir á ferseðlinum þínum heim góði minn… við erum að tala um þrjú stig, og áframhald í evrópukeppni… annars geturðu bara gleymt því að koma heim.

    Annars var ég svo grænn og stúpid, að halda að þetta væri nefnilega svona með mig líka. Skellti mér því strax í desember og ætlaði að sjá okkur slátra Arsenal á Anfield.. það virkaði ekki betur en svo að við gerðum í brók í þeim leik ( í seinni hálfleik). Til að gera langa sögu stutta, þá ákvað ég að þetta væri nú ekki fullreynt, og fór því tæpum mánuði seinna aftur, og þá á Tottenham leikinn.
    Það er skemmst frá því að segja að vegna komu minnar til borgarinnar í það skiptið, þá var leikurinn ekki einu sinni spilaður!! Þegar leikurinn var svo spilaður, og ég ekki á svæðinu, þá auðvitað unnum við þann leik. Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki eins með okkur báða…

    kv,
    Carl Berg

  10. Rétt er það Kristján 🙂 Gleymi því seint þegar við fórum um leið og ógeðin skoruðu í uppbótartíma, og á leiðinni í leigubílinn sendi vinur minn mér markið á MMS-i í símann. Það var ekkert spes dagur.

  11. Annars er með öllu ólíðandi Ssteinn að þú skulir ekki vera löngu farinn út, hugsaðu allan pirringin og uppsteitin sem þú hefðir getað sparað okkur. Héðan í frá mun ég ekki kenna Rafa um eitt né neitt heldur er það algjörlega og fullkomlega SSteini að kenna að liðið er í skítinum og þetta tímabil ónýtt :p

  12. ssteinn ef þetta reynist rétt og við vinnum á mánudag og svo aftur á fimmtudag þá vil ég biðja þig um að vera svo vænn að vera lengur úti og mæta á old trafford á sunnudaginn eftir viku. mer þætti rosalega vænt um að allt færi eins og það gerði þar í fyrra !

  13. Heyrðu, mér líst vel á þetta plan.

    Eigum við ekki að segja að leikurinn fari a.m.k 3-0 bara og verði bráðskemmtilegur á að horfa.

    Mikið er ég nú farinn að sakna skemmtilegra Liverpool sigurleikja.

  14. Ég get allanvega sagt að ég sat nánast við hliðin á manninum á Anfield þegar Liverpool vann Chelsea 2-0 í fyrra um mánaðarmótin jan/feb, meistari Torres með tvö í blálokin! Allir hér inni vita hvað við fórum á gott run eftir það þannig að ég trúi þér vel Steini nema hmmm getur það verið að liðið þurfi mig á völlinn því ég var að fara á fyrsta skipti á Anfield þá og við unnum Chelsea 2-0 svo fylgdu stórsigrar á Real, manutd, Aston villa og fleiri liðum, sjálfsagt besti kafli sem Liverpool hefur spilað lengi lengi, þannig að er einhver hér sem er til í að splæsa á mig ferð? 😉

  15. Já þú segir nokkuð Steini !! ef þetta gengur eftir og Liverpool vinnur báða leikina þá held ég að þú ættir samt ekki að þora heim aftur því það verða menn í biðröð að bíða eftir að lemja þig fyrir að hafa ekki drullast fyrr út 🙂

  16. Væri fínt ef liðið okkar myndi ákveða að hrökkva í gírinn núna 7 mánuðum of seint og taka 27 stig af 27 stigum mögulegum í deildinni, vinna Lille 5-0 næsta fimmtudagskvöld og í kjölfarið vinna þá keppni og í kjölfarið á því eyða svona 150 miljónum punda í leikmannakup í sumar og til að toppa þetta allt saman væru menn sveittir við það að byggja flottasta knattspyrnuleikvang veraldar í Stanley Park.

    GÓÐUR DRAUMUR MAÐUR

  17. Mánudagsleikur OG Steini á svæðinu. Úff, ljóst að ég horfi ekki á þann leik!

  18. Steini, ég held þú þyrftir að fara á útileik ef þú ætlar að redda málunum. Heimavöllurinn, amk í deildinni hefur ekkert verið alslæmur og í raun (með fyrirvara um stórslysalausa klárun á tímabilinu) ekki verri en í fyrra. Vorum með 12 sigra og 7 jafntefli á Anfield í fyrra, erum þegar komnir með 10 sigra, 2 jafntefli og svo 2 töp (gegn A.Villa og Arsenal sem voru varla sanngjörn).

    Útiárangurinn í fyrra var 13 sigrar 4 jafntefli og 2 töp með markatölunni 36-14. Nú er útiárangurinn 4 sigrar, 4 jafntefli og SJÖ töp. 12 mörk skoruð og 17 fengin á sig. Hvað gera leikmenn eiginlega á leiðina í útileiki á þessu tímabili????

  19. Ég er djúpt snortinn. Svona óeigingirni sér maður ekki á hverjum degi. Að þú sért tilbúinn að leggja þetta á þig fyrir okkur alla hina er einfaldlega stórkostlegt. Mér dettur ekkert annað í hug en bara: Takk Steini.

  20. Spurning um að lána þér súrefnistæki svo þú getir öskrað sem mest. Tek annars undir þá tillögu að ef þetta gengur eftir þá haldir þú þig úti það sem eftir er tímabils. Spurning fyrir okkur hin að leggjast á sveif með flugumferðastjórum og senda þá í 2 ára verkfall svo að allt flug liggji nú örugglega niðri.

    Fari hinsvegar svo að þetta virki ekki þá er ég með þá tillögu að þú farir á hænsnavöllinn þarna í Manchester þann 21. og planntir þér meðal aumingjanna og styðjir við þann óskapnað. Þá kannski fer þetta að reddast hjá okkur. Veit að það er til mikils ætlast með því en þú ert búinn að opna á þetta……Fúsi.

  21. Líst vel á þig Steini. Þú hljómaðir örlítið líkt honum Steingrími J. en ólíkt honum ætlarðu að berjast við vindmyllurnar og hefurðu allan minn stuðning og þökk fyrir

    Guð blessi okkur öll

  22. Fyndið, ég skrifaði mjög saklaust hérna að ofan sem var eytt. Engin leiðindi, ekki neitt, en þar sem það var létt skot á síðustjórnendur þá fór það fyrir brjóstið á þeim og þessu var eytt. Ég einfaldlega svaraði Kristjáni #7 og sagði að engin væri að kenna eigendunum um gengið nema þá örfáir Rafaaðdáendur sem væru að reyna koma athyglinni frá Rafa. Þessi stórhættulega setning var eydd út.

    Síðan kom Kjartan með skot á Sstein núna að vera ekki að upphefja sjálfa sig eins og í þessum pistli. Ekkert alvarlegt og þó ég sé alls ekki sammála Kjartani um þetta þá sé ég alveg hvað hann er að meina. Auðvelt að álykta þetta en ég held þó að þetta hafi fyrst og fremst verið grín hjá Ssteini, allavega tók ég þessu þannig…ekki að hann væri að hefja sjálfan sig eitthvað upp enda þarf hann þess ekki held ég, farið á fleirri Liverpool leiki en margir/flestir/allir aðrir hérna inni að mér skylst.

    Það sem ég er að meina með þessu er afhverju að eyða þessu út? Það er ekki eins og þetta séu dónalegir póstar eða ekki í takt við færsluna. Það eina sem ég get séð er að þetta sé útaf því að þeir þoli ekki að skotið sé létt á sig. Mig grunar að þessi póstur minn fái ekki að standa lengi en ég veit þó að þessi póstur er ekki á nokkurn hátt hættulegur eða dónalegur, ég er einfaldlega að furða mig á þessari ritstýringu þeirra kumpána.

    Afsakið þráðarránið.

  23. Ef kommentum er eytt, er þá ekki reglan að setja í staðinn tilkynningu um að kommenti hafi verið eytt?
    Það er ekkert slíkt sjáanlegt.

  24. Gunnar Ingi, ertu ekki að ná þessu? SSteinn setti inn grínfærslu (sem Kjartan fattaði greinilega ekki heldur) og þú ert núna búinn að skrifa tvö ummæli við hana sem fjalla annað hvort að öllu leyti eða hluta til um eitthvað annað en húmorinn sem Steini kom með.

    Slakaðu á. Það þarf ekki að taka helvítis pro-Rafa/con-Rafa umræðuna í HVERJUM EINASTA ÞRÆÐI. Þetta er nákvæmlega það sem við erum að tala um og ef þú getur ekki einfaldlega haldið þig við að ræða það sem hver færsla fjallar um verðurðu á endanum settur á bannlista. Svo einfalt er það. Það gildir um alla sem brjóta þessar reglur.

  25. Hafliði – Stundum fjarlægjum við ummælin bara ef þau brjóta augljóslega í lög við reglur síðunnar, því ef við setjum inn tilkynningu um það skapar það oft umræður sem ræna þræðinum enn frekar.

  26. Jæja, slúðrið í bresku pressunni er farið að orða Alex McLeish við okkur næsta sumar, ef svo fer að Rafa verði látinn fara eftir tímabilið er hann þá ekki nokkuð spennandi kostur? Hann er í það minnsta búinn að gera hörkulið úr Birmingham.

    Hvað finnst ykkur?

  27. Úff…veit ekki með Alex Mcleish á Anfield. Mér líst betur á mann sem nær virkiklega til leikmanna og fagnar mikið þegar skorað er og hefur nógu mikið sjálfstraust til þess að rífa þetta lið upp á rassgatinu og lætur ekki segjast af bresku pressuni a.k.a Jose M. (annars veit ég ekkert um Alex sem þjálfara og hann gæti haft nánast alla þessa kosti) en á þessum tímapunkti þá hljómar Jose M nokkuð vel til þess að dúndra í rassgatið á leikmönnum og fá þá til þess að finna sjálfstraustið aftur. Ég er bara ekki sjá að Benítes gera það, því ef hann gæti það þá væri hann eflaust búinn að því. En ég er ekki endilega á því að Benítes eigi að fara….finnst bara vanta TÚRBÓ á leik okkar manna. Fyrsti útisigur LFC á mánudegi mun líta dagsins ljós næsta mánudag LFC 3 – 0 pompey. YNWA

  28. Mér myndi lítast ágætlega á McLeish eða Big Eck, hann hefur að minnsta kosti náð góðum árangri þar sem hann hefur verið. Spurning hvernig hann myndi höndla að stjórna stórum stjörnum og stórum klúbbi en það kæmi bara í ljós þegar hann myndi hefja störf. Það sem ég sé helst spennandi í þessu dæmi er að fá stjóra frá Bretlandseyjum, sem e.t.v. hefur betri innsýn enska boltann.

  29. Jáááááá okeiiiii.. Ég var nefninlega líka að pæla í þessu fram og til baka, og komst að þeirri niðurstöðu að STÓRA málið á Akureyri með hundinn Lúkas sæti svona í leikmönnum Liverpool og þeir væru hreinlega miður sín og engann veginn búnir að jafna sig, en þá var þetta bara skortur á einum SStein-i í kop. Ég fór á þessu ári(febrúar) og horfði á Kuyt vinna Everton. Skora á þig að gera betur með mánudags og evrópu sigri í einni ferð.
    Annars bara góða ferð og megi gæfa og 3stig fylgja þér hvert fótmál.

  30. Ég tek undir með þér einare, lýst bara ágætlega á McLeish. Kannski þurfum við bara að fá skoskann nagla aftur í brúnna. Ágætt hvarf til fortíðar held ég bara.

    Annars borgar sig að halda sig við þráðinn…

    …til að verða ekki krossfestur:

    Góða skemmtun Steini. Vonandi getur þú snúið gengi okkar við með nærveru þinni. En ef þetta, af einhverjum ástæðum hrekkur ekki í gang við komu þína í bítlaborgina, viltu þá vera svo vænn að henda skónum þínum eða einhverju lauslegu í Benitez?

  31. hehehehehe, Steini þú ert krúttlegur snillingur.

    kv, einn ungur og ferskur

  32. Þú mátt bara endilega útskýra fyrir mér afhverju mínum ummælum var eytt…sem og ummælum Kjartans. Ég sagði eina setningu, sem btw var ekki á nokkurn hátt dónaleg eða neitt í þeim dúr, bara að engin kenndi eigendunum um hvernig komið væri fyrir liðinu eins og þú værir að reyna gera. Er það svo slæmt? Ef svo er þá bara biðst ég forláts, en ég væri þó til í útskýringu afhverju það er svona slæmt. Plús að þetta var bara ein setnign í mínum pósti, annars tók ég undir með Ssteini í gríninu.

    Kjartan talaði eingöngu um pistilinn og sagði sína skoðun á honum….en þar sem hún var ekki ykkur að skapi fékk hún að fjúka. Þannig horfir þetta allavega við mér…

Lille 1 – Liverpool 0

Hvað er í gangi?