Portsmouth á Anfield

Mánudagskvöld – eru þau alltaf til mæðu?

Miðað við tölfræði sem segir það að Rafa karlinn hafi aldrei unnið leik með Liverpool á mánudagskvöldi ætti maður að vera með í maganum. Og svo skoðar maður gengið að undanförnu og vægast sagt ósannfærandi spilamennsku, sér í lagi sóknarlega og maður situr uppi með það að þrátt fyrir að neðsta liðið sé að koma í heimsókn er maður ekki að bíða eftir slátrun en lætur sér nægja ef að okkur tekst að taka þrjú stig!

Sorglegt, en staðreynd. Allavega hjá mér….

Fyrst þarf maður að rýna í liðið. Ég ætla hér með að segja það ef ég ætti eina ósk væri það að menn hættu að horfa á að keppa um 4.sætið, sem gefur bara pening, en engin verðlaun og þá um leið hætta að kreista úrslit fram úr erminni. Hætta að stilla upp liði sem erfitt er að vinna og stilla upp liði sem fer í leikina til að sækja og spila fótbolta. Þess vegna ætla ég að stilla upp því liði fyrst sem mig langar að sjá á morgun!

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insua

Aquilani – Mascherano
Maxi – Gerrard – Babel

Torres

Pacheco svo bara fljótlega inn ef að Maxi eða Babel eru ekki að virka. En því miður held ég að stjórinn leggi þetta ekki upp svona. Svosem verður maður að skilja það að hann er orðinn hvekktur og stressaður. Svo líka fannst mér skárra að sjá spilamennskuna í Lille en oft áður og því má telja líklegra að liðið verði svona:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun

Torres

Hvort liðið sem verður fyrir valinu er auðvitað málið að hirða þrjú stig. Eins og ég lýsti áðan er ég ekki að heimta 3-0 eða 5-1 sigur. En ég vill sigur, því klúbburinn verður að fá að standa upp úr regnskýinu sem hann er nú staddur í fyrir næstu tvo leiki.

Mótherjarnir eru Portsmouth, lið sem er í útrýmingarhættu og mun leika í Championshipdeildinni næsta vetur (ef þeir lifa). En hremmingarnar sem liðið er í hefur spyrnt mannskapinn þar saman og þetta lið er algerlega sýnd veiði en ekki gefin. Líkamlega sterkir, berjast eins og grenjandi ljón, ganga meira að segja svo langt í dag að “dissa” heimamenn aðeins fyrir morgundaginn. Óþarfi að týna upp lykilmenn, þetta er hópur hæfileikaminni manna en við eigum, og Hemmi er þarna. En við erum með betri fótboltamenn.

Svo er að sjá hvort það dugar. Ég held að liðið okkar sé á hægri, afar hægri, uppleið og vonandi fer liðið að ná að nýta þau marktækifæri sem falla því í skaut snemma leikja. Mér finnst yfirleitt sjálfstraustið fjara út ef að ekki hefur verið skorað á fyrstu 30 mínútunum.

Vonandi er að Anfield Road komi og hvetji liðið, nokkuð sem dregið hefur úr að undanförnu.

Skítt með baráttu um 4.sætið sem er auðvitað neðan okkar virðingu í rauninni. Við þurfum að endurreisa ímynd félagsins okkar um risann sem er ákveðinn í að láta taka sig alvarlega, en ekki þann sem skríður skjálfandi niður baunagrasið!

2-1 sigur í baráttuleik, en ég læt mig dreyma um 3-0.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!

25 Comments

  1. Ég held með Portsmouth á morgun. Þeir þurfa meira á stuðningi á að halda en við. Þeir hafa Hermann en við sem betur fer ekki.

  2. Ég held að það væri rosalega gott fyrir móralinn ef við ynnum þennan leik stórt! Ég væri svo rosalega til að sjá fallegan flæðandi 5-0 sigur okkar manna á morgun. Ég býst ekki við því, en ég held í vonina.

  3. Eftir frammistðuna í síðustu leikjum hefði ég sko viljað stokka þetta lið miklu miklu miklu meira upp en þú gerir kæri Maggi. En að leinum. Í fullri bjartsýni 2-0 en með fullu raunsæi, 1-1. Ég á bara því miður ekki til mikla bjartsýni þessa dagana, þannig að raunsæis spáin er aðal spáin og bjartsýnis varaspá.
    Áfram Liverpool.

    • Skítt með baráttu um 4.sætið sem er auðvitað neðan okkar virðingu í rauninni. Við þurfum að endurreisa ímynd félagsins okkar um risann sem er ákveðinn í að láta taka sig alvarlega, en ekki þann sem skríður skjálfandi niður baunagrasið!

    Tek undir hvert orð. Ef þið heyrið skrítinn óm í loftinu annað kvöld. Þá eru það baráttuöskur frá hálendismörkunum.

    Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  4. Ég er fyri löngu búinn að missa trúnna á Liverpool á þesssu tímabili sorry en þannig er það bara.
    Ég er byrjaður að bíða eftir næsta tímabili.

  5. Ég bara trúi ekki nema Benitez stilli upp einum varnasinnuðum miðjumanni og einum aðeins sókndjarfari.
    Ég vill ekki sjá Lucas og Masch saman á miðjunni aftur á heimavelli það er bara ekki að virka gegn lakari liðum, það getur vel verið að það virki stundum á móti liðum eins og united og chelshi.
    Ef Benitez stillir þeim saman á morgun þá sannar hann að hann er bara smeykur og það eykur bara sjálstraust andstæðinga okkar.

  6. Sammála tillögunni um byrjunarliðið. Ég vil sjá hefnd fyrir tapið í desember þegar liðið tapaði 2-0 og Mascherano var óverðskuldað rekin útaf þar sem Ben Haim emjaði eins og stunginn grís eftir 50/50 návígi. Ætli ofsafengin viðbrögð viðbj….Micheal Brown og annara Portsmouth manna áttu ekki stóran hlut í að M var rekinn útaf strax í fyrri hálfleik.

    Persónulega sé ég ekkert eftir Portsmouth í 1. deildina fari svo að liðið nái ekki að bjarga sér. Mættu helst taka Blackburn, Stoke eða Bolton með sér til að losna við frekari leiðindi en það er dálítið langsótt eins og staðan er í dag.

    Allavega þá verður þetta strembin leikur á morgun. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti maður að sjá dýrvitlaust Liverpool lið mæta til leiks á morgun eftir tvö 1-0 töp í röð. Vona að það verði raunin. Ég á ekki von á neinum samba bolta frekar en fyrri daginn en ég geri þá kröfu að liðið leggi sig 110% fram í þetta verkefni. Þó svo að menn séu ekki með sjálstraustið í lagi og sendingar og skot séu að klikka þá eiga menn að geta barist og varist, sama hvað þeir heita.

    Ég vona svo innilega að Benitez leggi allt í sölurnar á morgun og hugsi allt eða ekkert. Stilli upp sókndjarfu liði og setji upp hápressu strax frá byrjun. Það mun nákvæmlega ekkert í leik Portsmouth á morgun koma á óvart. Þeir koma til með liggja aftarlega, stilla upp líkamlega sterku liði, loka svæðum, beita skyndisóknum, treysta á föst leikatriði og taka langan tíma í allar aðgerðir til þess að drepa niður tempóið í leiknum.

    Hef trú á 2-1 sigri og að menn taki sig saman í andlitinu eftir síðustu leiki. Hreinlega trúi því ekki að það geti gerst að Liverpool tapi tveimur leikjum gegn liðinu í neðsta sæti deildarinnar.

  7. Ég hefði helst viljað sjá 4-4-2 með Torres og Kuyt á toppnum. Masch og Gerrard á miðjunni með Babel og Benayoun á köntum. Agger og Kyrgiakos í miðverði með Insúa og Johnson í bakverði. Aquilani, pacheco og Ngog til að koma inná SNEMMA í seinni hálfleik ef þetta er ekki að skila mörkum…

  8. Maggi þú veist að völlurinn heitir bara Anfield, ekki Anfield Road? Gatan sem hann stendur við heitir Anfield Road en það er allt annað. Hef bara séð þetta svo oft hjá þér, var ekki viss um að þú værir klár á þessu.

    Annars er ég skíthræddur við þennan leik. Óttast það vesta en vona það besta. Ætla að spá okkur 2-0 sigri, Torres og Babel með mörkin, en það er kannski meiri von en annað. Ætla spá að Rafa breyti litlu, enda er það sú þrjóska sem er að fara með hann, og stilli upp frekar varnarsinnað. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér þar.

  9. Torres er kominn í gang og ég hef trú á því að hann sýni að hann er bestur, og koma svo LIVERPOOL og farið að spila fótbolta, andskotinn hafi það þið eruð atvinnumenn og gerið ekkert annað.

  10. Miðað við stöðuna í dag þá þurfa bæði Tottenham og City að tapa 5 stigum fleiri en við (Tham eru með svo miklu betri markatölu en við). Það er ekki að fara að gerast.

    Það þýðir hins vegar ekki að ég nenni að horfa á einhvern aulabolta í þessum síðustu 9 leikjum á tímabilinu. Ég vil sjá almennilegan fótbolta. Það mun ekkert bjarga þessu tímabili uppúr þessu, en ég vona svo innilega að leikmenn finni hjá sér smá þörf fyrir því að spila almennilegan fótbolta fyrir okkur þessar síðustu vikur.

  11. Ég veit ekki hvernig þetta kemur út hérna en ég ætla að prófa þessa uppstillingu hérna. En svona vil ég sjá liðið.

    Reina
    Johnson – Soto – Agger – Insua
    Aqulinai – Masch
    Maxi – Gerrard – Babel
    Torres

  12. Ég held að Benitez muni ekki setja bæði Masch og Lucas inn í liðið í kvöld. Hann mun sækja til sigurs og finna liðið sem spilar á móti Lille á fimmtudaginn kemur. Held að Aquilani komi á miðjuna svo vona ég að Riera verði á kantinum hjá okkur. Horfði á leik Man City og Liverpool frá því í fyrra þegar við unnum 2-3 og þar fannst mér Riera vera nokkuð öflugur. Ég held að menn verði þokkalega grimmir í kvöld og sigurinn okkar verður aldrei í hættu.
    Vörn:
    Johnson – Agger – Carra – Insua
    Miðja:
    Maxi – Aquilani – Masch – Babel
    Hola:
    Gerrard
    Toppur:
    Torres

  13. 0-1 Porstmouth. Ætla að setja pening á það. Maður er búinn að missa alla trú á þessu liði.
    Og veriði svo margblessaðir.

  14. Ef að það er eitthvað öruggt á þessum mánudegi, þá er það sigur í kvöld. Ég tek undir að þrátt fyrir að 4 sætið virðist langsótt þá skiptir gríðarmiklu máli að fara að spila almennilegan fótbolta aftur.

  15. 0-1 Porstmouth. Ætla að setja pening á það. Maður er búinn að missa alla trú á þessu liði. Og veriði svo margblessaðir.

    Jæja, er þetta ekki komið ágætt af svartsýninni? Eru menn farnir að veðja á tap hjá Liverpool – og það gegn botnliðinu á Anfield? Ekki það að ég sé að farast úr bjartsýni, en fyrr má nú vera.

  16. Það er algjörlega ekki sjéns í helvíti að við fáum eitthvað annað en 3 stig í kvöld. Skorum snemma aldrei þessu vant og vinnum fallegan 3-0 sigur.
    Torres með 2 og Kapteininn ægilegi neglir einu af 25-30 metrunum ala gamla daga 🙂

    KOOOOMA SVO!

  17. Aldrei þessu vant er ég sammála þeim mikla snillingi manninum að austan.
    Öðru nafni Heiðar Austmann útvarpsmaður á fm957 þeirri frábæru útvarpstöð.

    Liðið þarf á því að halda að hrökkva duglega í gírinn eftir andleysi síðustu vikurnar, allt tímabilið ef því er að skifta.
    Gerrard heldur þrusu ræðu fyrir leik og gefur tóninn strax frá byrjun.
    Torres svarar kalli fyrirliðans og setur 1. mark í fyrrihálfleik.
    ‘Eg c fyrir mér að þessi leikur endi 2-0 jafnvel 3-1.
    Gerrard setur 1.
    Hemmi kallinn hreiðars setur hann fyrir pompey.
    Over and out.

  18. Skrýtið… Var að horfa nokkur mörk frá því í fyrra…. og jesús minn…
    Mér leið eins og ég væri að horfa á kvikmynd þar sem væri búið að nota tæknibrellur til að það liti út fyrir að leikmennirnir væru svona góðir….
    Miðað við spilamennskuna allt þetta tímabil.. frá fyrsta leik undirbúningstímabilsins og þangað til núna…. Bara hræðilegt…

    En að leiknum í kvöld… ég býst ekki við neinu… hef ekki séð síðustu 2 leiki okkar manna (tapleikina) Svo heppinn var ég…. En búinn að sjá byrjunarliðið.. Þrátt fyrir að við Benni hafi stundum stillt sterku liði að okkar mati… þá hafa alltaf leikmennirnir brugðist… Svo ég veit ekki við hverju á að búast… þetta er í rauninni 1×2 leikur… eins og allir leikir hjá okkur.

    YNWA
    Koma svo 🙂

Hvað er í gangi?

Rhone Group bjóða í Liverpool FC