Ég horfði á leikinn í gær og skrifaði leikskýrslu en þökk sé líflegum samræðum við sessunauta mína yfir leiknum tókst mér algjörlega að missa af aðalumræðuefninu eftir leikinn. Þegar átján mínútur voru eftir af leiknum lenti Steven Gerrard og Michael Brown saman:
Það er engin leið að fegra þetta. Michael Brown er sennilega grófasti leikmaður deildarinnar og átti þetta blessaða hnakkahögg skilið og vel það en það er með ólíkindum að Gerrard hafi sloppið með rauða spjaldið.
Í dag berast fréttir af því að enska knattspyrnusambandið (FA) muni rannsaka þessa árás Gerrard á næstunni. Dómari leiksins, Stuart Attwell, sá atvikið og gaf aukaspyrnu en sleppti því að spjalda Gerrard sem á skv. reglunum að þýða að hann geti ekki fengið refsingu eftir á, en samt virðast þeir ætla að rannsaka þetta og biðja Attwell um að gefa skýrslu um atvikið.
Strax eftir leikinn í gær fóru af stað samsæriskenningar þess eðlis að mikil áhrif Manchester United innan enska knattspyrnusambandsins myndu þýða að þeir myndu einhvern veginn finna leið til að refsa Gerrard eftir á fyrir þetta og koma honum í bann fyrir leikinn næsta sunnudag. Ef þeir svo rannsaka þrátt fyrir að reglurnar segi að hann eigi að sleppa úr því hann fékk ekki spjald í leiknum verður frekar erfitt að mótmæla slíkum kenningum, í hreinskilni.
Hver svo sem niðurstaðan verður, þá átti Gerrard að vita betur. Brown er erkifífl en Gerrard kallaði væntanlegt leikbann yfir sig vitandi að næsti leikur væri gegn United. Hann hefði átt að vita betur.
Við getum ekkert sagt ef hann fer í bann…. Rio fékk 3 leikja bann sem fór svo í 4 leiki að mig minnir…. þannig þetta er ekkert annað en 3 leikja bann!
munurinn er sá að dómarinn í leik united og hull sá ekki atvik ferdinand og dæmdi því ekkert. dómarinn í gær dæmdi hins vegar aukaspyrnu á gerrard.
annars veit ég hreinlega ekki hvort að þetta hafi verðskuldað rautt kort. brown færði sig á vellinum setti augljóslega hendina á sér upp vitandi það að gerrard væri að koma á fljúgandi siglingu framúr honum. en það breytir þó ekki því að gerrard átti vitanlega ekki að setja hendurnar á sér í hnakkann á honum. persónulega finnst mér þetta ekki vera meira en gult kort en þetta jaðrar þó við rauða litinn.
Þetta heitir sjálfsvörn á góðri íslensku, Self defence á sæmilegri ensku.
Hann á alls ekki að fá bann fyrir þetta, það er augljóst að Brown fer fyrir hann með olnbogann á undan og hver einast maður hefði sett hendina fyrir sig til að fá ekki olnboga í kjaftinn, sérstaklega ef maðurinn með olnbogann væri Brown.
Það afsakar hinsvegar ekki ástandið á Gerrard undanfarnar vikur. Hann er búinn að vera pirraður og skrítinn í undanförnum leikjum og lítið gert að viti. í þessum leik var hann að vísu að gera fína hluti en í kringum teiginn var hann úti á túni.
Ég verð að segja eftir að hafa fylgst með Michael Brown í nokkur ár að þetta er nú bara með því gáfulegasta sem Gerrard hefur gert í vetur. 🙂
Dómarinn getur hafa séð þetta sem ruðning, misst af ofbeldinu.
Annars á dómarinn að fá ævilangt bann.
Ruðning ???
Þetta var bara beint rautt, glórulaust rugl í kafteininum.
Ég sé þetta þannig að þegar Gerrard sér Brown fyrir framan sig þá gefur hann í og setur svo olnbogann viljandi í hnakkann á honum. Gerrard er ekki barnana bestur og getur verið bölvaður groddi þegar sá gállin er á honum, hann hefur til að mynda tekið nokkrar tveggja fóta tæklingar í gegnum tíðina sem gætu hafa endað með fótbroti ef ílla hefði farið. Mér finnst Gerrard eigi að fá bann fyrir þetta enda er það stórhættulegt að reka olnbogann svona í hnakkann á annari manneskju. Þeir sem eru ósammála mér, hvað ef dæmið snéri hinsvegin og það hefði verið Brown sem gerði þetta við Gerrard? Við myndum allir sem einn útrhópa manninn (Brown) sem hrotta og aumingja sem ætti ekkert betra skilið en 10 mínútur í átthyrningnum með Tank Abbott
Mér sýnist Brown slá Gerrard í bringuna, eðlileg viðbrögð hjá Gerrard að verja andlit sitt sem verður til þess að Brown fær högg á hnakkan, sem getur ekki skaðað heilan, sem er ekki til staðar.
Þetta er árás.
Magnað að sjá sum comment hérna. Eru menn í alvörunni að segja að þetta sé í fínu lagi? Það er eitt sem leikmenn verða að temja sér og það er að virða líkama hvors annars og svona árásir eru glórulausar.
Burt sérð frá því hversu mikið fífl Brown er þá verðskuldar þetta klárlega rautt spjald.
jpg; gult kort? Jaðrar við rauða litinn? WTF
Þetta er mjög skítugt. En. Að mörgu leyti er þetta olnbogi á móti olnboga.
Þetta er ekki rétt hjá Gerrard það sjá það allir!!
En ég verð þó aðeins að taka upp hanskann fyrir hann, bæði er M.Brown eitt mesta cunt í enskum fótbolta og var það líka í gær, MJÖG dirty leikmaður og eins er ég svolítið að spá hvað er hann að gera með hendurnar áður en hann fær Gerrard í sig?
En ekki rétt hjá Gerrard þar sem svonalagað getur þýtt bann, það er í fínu lagi að dangla duglega í Brown.
En dómarinn dæmdi á þetta og ef ég skil reglurnar rétt þá er málið þar með dautt.
Einfalt. Þetta var rautt.
En þar sem dómarinn sá þetta þá á ekki að taka málið upp. The end.
Brown hleypur fyrir Gerrard, er það ekki hindrun eða hvað? Ef að hann hefði ekki hlaupið fyrir, þá hefði ekki þessi árekstur orðið, boltinn víðs fjarri,, þetta er ásetningur hjá Brown, En ég tek undir með mörgum hér að Gerrard hefði kanski getað stoppað eða gert eitthvað svoleiðis, en það er ekki gott þegar að er hlaupið fyrir mann.
Eins og ég sé þetta að þá lítur Brown við og sér Gerrard koma og setur hendina (ekki olnbogan) út til að ýta frá sér en Gerrard setur hinsvegar olnbogann beint í hnakkann á honum. Munurinn á þessu finnst mér annars vegar vera venjulegur varnarleikur hjá Brown og hinsvegar gróft brot hjá Gerrard.
Mér er alveg sama þó að þetta sé Brown, sem er þekktur leiðindapési á vellinum, sem verður fyrir þessu. Þetta á ekki að vera neitt annað en rautt spjald. Gerrard á að vita betur.
Reglurnar segja hinsvegar að ef dómarinn sér atvikið og spjaldar ekki að þá er málið dautt. Ef hinsvegar FA gerir eitthvað úr þessu og Gerrard fer í bann að þá er ég sammála Ferguson kenningunni hér að ofan.
Eru reglurnar ekki þannig að ef dómarinn gefur gult spjald, þá er ekki hægt að þyngja refsinguna. Þar sem hann fékk ekki spjald er það hægt? Það hlýtur að vera. Hlusta ekki á svona samsæriskenningarugl, það eru reglur og þeim verður fylgt. Annaðhvort er þetta eins og ég segi, og þá fær hann bann, ef ekki þá fær hann ekki bann þar sem þá verður þetta ekki tekið upp.
Þetta er eins óíþróttamanslegt og það verður… ekkert nema heimska og ásettningur…
Ég er grjótharður poolari, en svona goodera eg ekki.
Ekki einusinni frá mínum manni, þetta er eitthvað sem maður hefði séð neil ruddock gera en ekki fyrirliða og andlit risaklúbbs árið 2010 comon
I bann með hann og vona til að hann reyni að halda sér til friðs eftir þetta
Það ætti að rannsaka alla leiki hjá þessum fanti. Ég sá Gerrard einu sinni hrækja á völlinn og einu sinni gaf hann bendingu sem mér sýndist vera fokk merki handa okkur öllum. Þá hefur hann klórað sér aftan í læri sem er náttúrulega hinn versta móðgun við okkur öll. Ég hef líka séð hann hrinda andstæðinga með hendina þegar hann er að skýla boltanum sem er klárlega líkamsárás. Ég held að Enska knattspyrnusambandið ætti að rannsaka þennan fauta og gefa honum ævilangt bann.
Er Ferguson með mann á launum þarna í Enska knattspyrnusambandinu?
Það er greinilegt að það er eitthvað verulega mikið að plaga capteininn okkar þessa daganna, hvað sem veldur. Hefði Gerrard verið klókur þá hefði hann átt að keyra aftan á Brown, henda sér niður, grípa um andlitið og velta sér uppúr grasinu eins og stunginn grís, líkt og Ben Haim gerði í fyrri leik liðana og veiddi Mascherano útaf. Það var dásamlegt að sjá aula svipinn á Brown þegar hann labbaði útaf vellinum vælandi undan Gerrard.
Við unnum Utd á síðustu leiktíð án Torres og Gerrard, af hverju ekki aftur?. Þeir nota eflaust ítök sín í FA til þess að fara á svig við reglur.
Það er einföld ástæða fyrir því að dómarinn dæmdi en gaf ekki rautt. Brown átti þetta skilið. Í raun ætti að lemja hann í hverjum einasta leik.
Nei, skv óstaðfestum fréttum hefur Atwell sagt að hann sá ekki hvað gerðist nákvæmlega, honum sýndist þetta vera bara ruðningur. Hann sá ekki höggið.
Jesús, mér hefur oft verið tjáð að það Liverpool menn sjá stundum ekki út fyrir litla Liverpool ramman, sem betur fer eru sumir aðdáendur hér með fulle fem… Þetta er náttúrlega fáranleg hegðun hjá honum stuttu eftir að hann slapp við refsingu um daginn gegn Wigan en hann virðist ekki læra af því, afhverju að sleppa honum aftur?? Hann ætti að fá bann einfaldlega til þess að hugsa sinn gang! Burtséð frá því hvort Brown sé fáviti eða ekki þá gera menn ekki svona, þetta er ekki fótbolti og ekki er þetta góð fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina. Gerrard þarf svo sannarlega að losa sig við þennan pirring því hann er ekki að gera neinum greiða með svona framkomu!
Auk þess spilaði Aquilani mjög vel í gær og ég væri ekki hræddur við að mæta United með hann fyrir aftan Torres í staðinn fyrir Gerrard, sem fór mjög illa með færin sín í gær. Gerrard á skilið bann fyrir þetta, svo einfalt er það.
ég er enginn sérstakur aðdáandi fyrirliðans þessa dagana. komment mitt númer 2 var því ekki gert af blindri ást á honum. ég get vel kvittað undir það að hann hafi átt að fá rautt spjald fyrir þetta. hins vegar fannst mér brown reyna sitt ítrasta til að brjóta fautalega á gerrard. hleypur fyrir hann, hægir ferðina og setur höndina út. þetta er klár tilraun til brots en gerrard er einfaldlega á undan að gefa honum högg í hnakkann.
hins vegar finnst mér alveg óþarfi að tala um þetta wigan móment sem eitthvað rosalegt. dómarinn sá það og sagði að þetta hefði ekki verið neitt sérstakt. það þarf því ekki að ræða um það sem eitthvað fokkjú merki. gerrard hefði þó betur sleppt þessu enda er svona umtal ekki skemmtilegt.
Dómarinn sá þetta mjög vel, hann talaði við Gerrard eftir atvikið og lét það duga, ef dómnum verður breytt eftir á þá er það mjög óeðlileg framkvæmd í besta falli.
Hitt er svo annað mál að Gerrard sem er að mig minnir u.þ.b. 30 ára á að vera kominn með nægjanlega reynslu og svo ég tali nú ekki um vitsmuni til að detta ekki í einhverja heimsku eins og þessi hegðun klárlega er. Sama hvort sá sem hann ræðst á er Brown eða Gandhi.
Rautt spjald, ekki spurning.
Ef knattspyrnusambandið skoðar þetta og dæmir hann í bann, þá getur hann áfrýjað og náð Utd leiknum – gæti reyndar skilað sér í 4 leikja banni í stað 3ja, sbr Rio Ferdinand.
Þetta er bara árás hjá Gerrard. Menn sem halda öðru fram eru blindaðir af LFC merkinu. Klárt rautt og algjörlega til skammar.
Þetta var rautt spjald og ekekrt annað því miður. Brown fer auðvitað vísvitandi fyrir Gerrard til að stöðva hlaupið hjá honum en viðbrögð Gerrard er með því súrara sem maður hefur séð frá honum. Einhvern veginn tel ég nú ekki að hann hafi viljandi reynt að setja olnbogann í hnakkann á Brown, heldur atvikaðist það bara þannig þegar hann var að reyna komast fram hjá honum.
Ég held samt að enska pressan væri að missa sig í dag ef að Gerrard hefði farið strax í grasið þegar að Brown hindraði hann. Ef hann hefði kvartað í dómaranum og fengið spjald á Brown hefðu Utd menn og fleiri andstæðingar Liverpool (og Gerrard) verið að kalla hann öllum illum nöfnum í dag fyrir að vera með leikaraskap.
Samt klárt rautt
Fyndið hvernig menn tala um vald United á FA.
FA virðist setja United sem nýtt fordæmi á hverju tímabili og dæma United menn á lögn bönn. Auðvitað var Rio atvikið bann en af hverju fékk okkar maður Mascherano ekki bann fyrir nákvæmlega það sama í bikarnum.
Þetta er skammarleg hegðun af fyrirliðanum okkar – skiptir engu máli hvaða leikmaður á í hlut.
Greinilega ekki sama hvaða lið á í hlut þegar ofbeldi er beitt inná vellinum – því ég efa að einhver Liverpool-maður sem sá Rio atvikið hafi ekki óskað því að hann yrði dæmdur. Þetta er nákvæmlega sama.
Reglan virkar þannig, síðast þegar ég vissi að ef gefið er gult spjald fyrir verknað sem taka á upp af aganefnd þá er það ekki hægt því dómari hefur gefið “refsingu” fyrir tiltekinn verknað og því ekki hægt að hrófla við niðurstöðu hans. Höfum við séð dæmi um þetta að dómari gefi gult þegar rautt og rúmlega það hefði verið það eina rétta…. Þetta þýðir fyrir viðkomandi aðila að hann er home free.
Hinsvegar ef dómari dæmir, en gefur ekki spjald og eins og í þessu tilfelli þá er hægt að fara yfir myndbandsupptökur af atvikinu og ákvarða refsingu (væntanlega vísað frá (ef þetta er í mesta lagi gult)) og dæmt í leikbann ef um er að ræða brot sem verðskuldaði rautt (plús einn leikur ef um sérstaklega fólskulegan hlut er að ræða).
Ljótt brot hjá Gerrard. Átti að fá rautt og hefði þá fengið a.m.k. 3 leikja bann.
En reglurnar eru skýrar. Ef dómarinn sér þetta og gefur honum ekki rautt er ekki hægt að dæma hann í leikbann. Einfalt.
Heimskulegt hjá Gerrard, missti greinilega stjórn á skapi sínu enda virkar hann frekar pirraður þessa dagana.
Alveg finnst mér magnað hversu ánægðir við verðum með það að Gerrard verði settur í bann!
Ég veit ekki með ykkur, en sennilega hef ég verið svakalegur fauti í fótbolta! Michael Brown hóf leikinn á að faðma SG minnst þrisvar á óíþróttamannslegan hátt. Hann tók sig minnst tvisvar til í leiknum og “stimplaði” fót Gerrard eftir að boltinn var farinn og við fengum hagnað. Svo er auðvitað augljóst að hann setur olnbogann aftur fyrir sig vitandi af hraða Gerrard. Ruddalegur fótboltamaður ef einhvern tíma slíkur var til. Gerrard vissulega átti að láta hendina vera kyrra, en fyrir mína parta var þetta afleiðing síbrota á honum og ég allavega ætla ekki að kalla hann neinum nöfnum eða óska honum leikbanns. Dómari leiksins brást þeim skyldum sínum í gær að vera ekki búinn að stoppa fautaskap Brown fyrr.
Ef FA dæmir hins vegar SG í bann fyrir að hafa fengið nóg í gær óttast ég það ekki, verður bara fín mótivering fyrir leikinn á OT. Var alltaf ljóst að Aquilani og Gerrard verða ekki báðir í þeim leik og þá fær Gerrard bara hvíld.
En mikið vona ég nú að Pompey haldi Michael Brown í Championshipdeildinni næsta vetur.
Ef dómarinn, eins og fullyrt er í pressunni, sá ekki “höggið” eða hvað þið viljið kalla þetta, sér hann ekki atvikið og FA er heimilt að taka það upp.
Mér sýnist allt stefna í leikbann hjá honum gegn United, eitthvað sem liðið þurfti ekki á að halda eftir annars góða frammistöðu hans í gær.
Við unnum nú ManU í fyrra án Torres og Gerrard þannig að það skiptir engu máli, menn koma snældu vitlausir í þann leik og við vinnum hann glæsilega.
Kannski bara ágætt að Gerrard fái smá hvíld og hugsi sinn gang.
Gaman að sjá að menn styðja ofbeldi inn á vellinum.
ef maður horfir á þetta þá er þetta bara gult spjald ekkert annað Brown hleypur fyrir gerrard og lemur hann í bringuna síðan kemur gerrard og slær smá högg aftan í hnakkan á honum þannig að ég mundi setja gerrard á gult spjald og brown líka á gult spjald.
Hann hefði fengið rautt ef dómarinn hefði séð þetta, en þar sem auminginn er staurblindur eins og sást vel í þessum leik þar sem hann sá ekki augljósa vítaspyrnu í fyrrihálfleik eins með fleiri atriði þar sem maðurinn var með lokuð augun væntanlega af sjónleysi. Getur FA tekið þetta mál upp og verður niðurstaða þeirra 3 leikja bann á Gerrard því miður.
hvað er þetta gerrard braut illilega af sér og ég held að allir sem vilja sjá sjá það. “slær smá högg” segir sigurður ég skoðaði þetta mjög vel og ég spyr nú hvort sé í lagi með suma hér sem finnst þetta bara í lagi
Þetta er því miður ekki í lagi. Ætli Gerrard sé ekki að missa það?
Hann lemur hugsanlega mann á bar og er sýknaður. Hann er kóngur í ríkis sínu og þarf ekki svara neinum nema guði. Ætli hann líti ekki á sjálfan sig sem guð?
Ég er sammála #23,ef að Gerrard fer í bann þá aukast líkurnar til muna að Aquilani byrji gegn Utd,það er í góðu lagi að láta mann eins og Michael Brown finna fyrir því.
Brown horfir aftur fyrir sig,fer inní hlaupalínuna hjá Gerrard og rekur olnbogann út,Gerrard sér hvað Brown er að gera og “afgreiðir” hann!
Eigum við ekki bara seigja að Brown hafi verið að reyna fiska Gerrard útaf 🙂
Það er greinilega eitthvað að hjá Gerrard. Senda hann í anger management.
Teamtalk halda því fram að ekkert verði aðhafs í málinu. Merkilegt að menn geti fundið jákvæðar hliðar við það að Gerrard sé ekki með.
Hann sleppur skv. Sky Sports.
http://visir.is/article/20100316/IDROTTIR0102/72682241
Ásetningur fyrir allan peninginn. Sést vel á þessu myndbandi.
Slapp Gerrard við að fá rautt fyrir þetta af því að hann er Gerrard ???
http://visir.is/article/20100316/IDROTTIR0102/72682241
ergo: endilega sláið Brown niður.
Í nánast öllum öðrum tilvikum er þetta auðvitað rautt 🙂
Ef dæmið hefði verið akkurat í hina áttina þá hefðu menn brjálast útí dómarann og Brown, en ég er feginn að Gerrard fékk ekki spjald og vonandi sleppur hann en hann ætti samt ekki að sleppa enda var þetta fáranlegt hjá manninum og að sumir hérna skuli verja þetta finnst mér með ólíkindum.
Það eru alltaf fantar og fínt að láta þá hafa “það” en þessi aðdferð aftan frá er rautt + 3 leikir í bann nema fyrir topp, english fótboltamenn. Minn listi er að Gerrard,lampi,terry the fucker,rooney og aðrir hornsteinar enska landliðsins gætu notið slíkra silkihanska. Ekki fyrsta sinn sem ósamræmið er í þessa átt.
Gaman að því að menn haldi því fram að United sé með tak á FA.
http://www.visir.is/article/20100316/IDROTTIR0102/72682241/-1
Þetta er svo mikið bann. Þessi maður kemst og hefur alltaf komist upp með allt. Þetta er hneysa og ekkert annað. Mascherano slapp líka fyrr í vetur. Tvö mjög svo umdeild dæmi og þeir sleppa í bæði skiptin..
Hvað eru menn að dissa kónginn hér! Auðvitað fær maðurinn ekki bann! Útaf hverju? Því hann er langflottastur! 😉 Vonandi völtum við yfir Lille og komum fullir sjálfstraust á móti utd og skemmum aðeins fyrir þeim í titilbaráttunni! Vonandi fáum við ástæðu nr 2 til að brosa á þessu tímabili !
49 Hvenær slapp Mascherano við bann í vetur?
Hann er búinn að taka út tvö leikbönn í vetur. Brottreksturinn gegn Portsmouth fyrr í vetur var vægast sagt vafasamur.
Svei mér þá, ég held að Ásdís Rán yrði hæfari sem fyrirliði Liverpool en Steven Gerrard.
Maðurinn bara virðist ekki í andlegu jafnvægi þessa dagana. Sem er slæmt því vel úthvíldur og rétt mótiveraður Gerrard uppá sitt besta gæti fært okkur 4.sætið einn síns liðs.
Ég hef aldrei skilið af hverju Gerrard er svona mikið í mun að vera fyrirliði Liverpool. Hann hugsar aðallega eingöngu um sinn leik og er lítið fyrir að mótivera og hvetja liðsfélaga. Fer fljótt í fýlu og pirring þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og hann er stíft tvídekkaður. Hefur alltaf sinn feril stöðugt verið að reyna 50m glæsisendingar þegar réttara væri að halda jafnvægi innan liðsins og gefa stutt á næsta mann. Upplifir sig sem afburða knattspyrnumann sem verði að reyna sem flottasta hluti á vellinum til að nýtast liðinu. Brosir lítið og hefur ekki mikið karisma né mikill leiðtogi á velli. Ætli útblásið egó sé ekki svarið.
Þetta er pjúra rautt spjald og skammarleg hegðun, menn þurfa vera blindir til að neita því. Ef Rafa langaði að vera rekinn frá Liverpool yrðu hæg heimantökin að taka fyrirliðatignina af Gerrard. Fengi uppsagnarbréf og feitan tékka sendan heim strax daginn eftir. Reyndar hefur mig grunað að Benitez hafi viljað Gerrard frá liðinu síðan hann byrjaði enda vantar Gerrard taktískan stöðuskilning, er ekki með neina afburða tækni og hleypur mjög mikið útúr varnarstöðum. Það er ástæða fyrir að hann treystir hvorki Gerrard né Aquilani á miðjunni og velur frekar miðjutröllið Mascherano og skoffínið Lucas Leiva leik eftir leik. Hugmyndafræði Rafa gengur útá jafnvægi, fyrirsjáanleika og vörn öllu fremur.
Ég vil samt halda Gerrard hjá félaginu, held að hann verði agaðri ef við kaupum 2-3 alvöru leikmenn í sumar og hann upplifir sig ekki sem afburðaleikmann liðsins á æfingum og í leikjum. Svo verður hann líka vonandi afslappaðri þegar HM er lokið.
Burt með Rafa. Áfram Liverpool.
Á góðri íslensku kallast þetta ÓÍÞRÓTTAMANNSLEG HEGÐUN og á skilið rautt spjald. Gerrard er heppinn að dómarinn hafi einungis dæmt aukaspyrnu.
49 Hvenær slapp Mascherano við bann í vetur?
Á móti Leeds í deildarbikarnum !!!
þá er komið ljóst að FA og dómarinn dæmir hann ekki í bann sem er gott.
Mér finnst nú kannski óþarfi að gera Steven Gerrard að einhverjum sérstaklega svörtum sauð og fara að gera honum upp hugsanir án þess að hafa nokkuð til að styðja það, líkt og t.d. Bill Hicks gerir. Ég skrifaði hér fyrr mína skoðun á þessu atviki og hún stendur óbreytt, auk þess sem mér finnst furðulegt að sumir vilja verja þessa hegðun fyrirliðans. En við skulum ekki alveg tapa okkur. Steven Gerrard er afburða leikmaður, ekkert óheiðarlegri en hver annar leikmaður almennt (þó hann sé enginn engill svosem) og þar að auki fyrirliði þess liðs sem við styðjum. Að vonast eftir að hann fari í bann er undarlegt, að finnast það sanngjarnt er eðlilegt. Það er mitt mat.
En á móti fékk Macherano tvö bull rauð spjöld og bönn og Degen fékk líka kjaftæðisrautt og bann.
Auðvita var þetta beint rautt á Gerrard, ég er hinsvegar á því að við höfum átt að fá aukaspyrnuna þar sem Brown brýtur af sér fyrst. Svo áttum við að fá amk 2 vítaspyrnur í þessum leik en líkt og vanalega á þessu tímabili fengum við þær ekki. Svo gerðist annað sambærilegt atvik við Gerrard síðar í leiknum þar sem einn gestanna hefði geta fokið.
Það er ekkert hægt að dæma leiki eftirá, annaðhvort taka menn upp myndavélakerfi á meðan á leik stendur líkt og er notast við í Amerískum Ruðning eða sleppa þessu bara.
Og að tala um að Gerrard hafi sloppið gegn Wigan er fráleitt, síðan hvenær er það spjald að segja fokk off eða gefa eh V merki? Þá er ég amk hræddur um að Rooney kláraði ekki marga leikina
Vegir FA eru óútreiknanlegir, en gott fyrir okkur 😀
Reyndar logar allt internetið núna af conspiracy theory um hvað FA er hliðholt okkur. En það verður að teljast frekar einkennilegt að þeir sleppi þessu miðað við þessa “respect” herferð sem þeir hafa verið að keyra áfram og að þeir dæmdu nýlega leikmann hjá ónefndum klúbbi (ehem) í 4 leikja bann fyrir svipað atvik en á öðrum tæknilegum forsendum (þ.e.a.s. dómarinn yfirsást atvikið).
Ekki að það komi málinu mikið við þá er kannski réttast að kynna aðeins manninn sem Gerrard var að slá til (eftir að hafa þolað brot frá honum allann leikinn).
http://www.youtube.com/watch?v=UNugWnNjwwg&feature=related
Þetta er Michael Brown.
Steven Gerrard = Legend 🙂
@Babu. Þetta er svakalega ljót tækling, en þetta virðist vera það eina sem menn geta dregið fram í dagsljósið til að réttlæta staðhæfingar um að Brown sé svakalega óheiðarlegur og grófur fauti. Þetta er í a.m.k. 3 sinn sem menn linka á nákvæmlega þetta brot í umræðum hér síðan þetta gerðist. Ég er sammála því að Brown er mjög grófur leikmaður, en er hann eitthvað mikið grófari en margir aðrir.
Sælir félagar
Bill Hicks – ??????????????????????????????????????
Það er nú þannig
YNWA
Grétar, þerraðu tárin.
Ég er ekki búinn að lesa alla umræðuna og sá því miður ekki að þetta væri þegar komið! En svosem í lagi að impra vel á því hvaða cunt Gerrard var að slá niður eftir að hafa þolað ítrekuð brot frá honum í leiknum.
En ég veit nú ekki betur en að ég hafi nokkrum sinnum komið inn á að þetta á auðvitað að vera rautt spjald!
En dómarinn dæmdi ekki spjald á þetta, bú fokking hú.
Það er ekki eins og allir dómar hafi verið að falla með okkur í vetur… það er varla að ég muni eftir nokkrum.
Auðvitað á að vera hægt að dæma menn í leikbönn eftir á. Fáránlegt að dómari megi ekki hafa rangt fyrir sér.
Ekkert bann
http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_6030741,00.html
gott mál..svo bara LILLE UTD og áfram í 4.
Mér finnst alveg merkilegt að það séu ekki fleiri video eða háværari umræða um Michael Brown yfir höfuð. Mér finnst hann eiginlega alltaf vera með einhverja geðsjúkar tæklingar í hvert einasta skipti sem ég sé hann spila.
Hér er þó eitt annað video:
http://www.whoateallthepies.tv/fulham/251/is_michael_brow.html
Rólegur nú Babu. Þetta var bara spurning, og ekkert illa meint. Ég þekki bara ekki mikið til leikmannsins og ákvað að spyrja.
Það er ekkert hægt að byrja að dæma um atvik sem dómarinn hefur séð og refsað fyrir eftir sjónvarpsmyndavélum á miðju tímabili. Það er alltof fordæmisgefandi að gera það.
Ef þeir vilja geta bætt við refsinguna, þá verða þeir að ákveða það fyrir tímabilið.
Þessi fautaskapur í Gerrard er ekkert ósvipaður og skallinn frægi hjá Zidane eða kung fu sparkið hans Cantona, þetta verðskuldar langt bann að mínu mati. Svona á bara ekki að sjást í íþróttum.
Mér finnst 6 mánaðar bann raunhæft.
6 mánaða bann Ísak ?
Góður! Hélt ég væri búin að lesa alla flórunna hérna inni á síðustu vikum, en alltaf tekst e-hverjum að koma mér á óvart.
Koma svo LFC, tapa næsta leik og Gerrard í hálfs árs bann! Samansafn af alvöru aðdáendum hérna með hjartað á réttum stað.
Ísak hvað ertu að meina 6 mánaða bann að minnsta kosti. skallin hja zidane var þegar að hann var að labba áfram og snéri sér við bara til að skalla hann materazzi þannig það á að vera kannski 6 mánaða bann ég er samála þér með það og kung fu sparkið hjá cantona. gerrard gerir rangt maður veit það, en hvað ætlaru þá ekkert að segja þegar að brown hleypur fyrir hann og lemur hann gerrard í brínguna? og þá er gerrard bara að hefna sín sem er rangt. á þá ekki að vera buið að láta marga aðra menn í 6 mánaða bann fyrir svona rugl sem er í gangi stundum nú til dags í kanttspyrnuni ? bara spyr.
ÞETTA ER ALDREI ALVEG EINS OG SKALLIN HJÁ ZIDANE OG KUNG FU SPARKIÐ HJA CANTONA ALDREI. ÞETTA ER ALLT ANNAÐ MYNDI ÉG ALAVEGANA SEGJA. ÞÁ KEMUR BROWN FYRIR HANN OG ER BARA AÐ REYNA AÐ FÍSKA HANN GERARD ÚT.
Var það ekki téður Michael Brown sem skallaði Xabi Alonso í leik fyrir 2 árum hjá Fulham? Og slapp með það.
http://www.livevideo.com/video/3B6708E4212545A79A8C064700F782AD/michael-brown-headbutting-xabi.aspx
Svo er þetta líka eitt af hans greatest hits
http://www.youtube.com/watch?v=-4n3Nutns0I
Svo átti hann svaka tæklingu á Ashley Cole sem er búið að banna á Internetinu.
Þannig að brotið á Giggs er nú ekki eina tilfellið þar sem þetta erkifífl lætur finna fyrir sér.
Nú réttlætir maður ekki ofbeldi inni á vellinum. Þetta er að mínu mati rautt spjald á Gerrard og allt í lagi að taka upp þá reglu að ef svona næst á myndband að dæma menn í bann eftir á. Það er óþolandi að sjá menn komast upp með klárt ofbeldi. En þá verður eitt yfir alla að ganga.
En burtséð frá því hefði Stevie G bara getað valið einn ofbeldisfullan fant í deildinni sem hefði verið meira viðeigandi að buffa og hann fær sénsinn um næstu helgi ef númer 24 verður inná hjá andstæðingunum.
Það yrði þess virði að fara í leikbann fyrir 🙂
Þetta er sambærilegt við þegar Rio Ferdinand lamdi frá sér um daginn, Graig Fagan minnir mig.
Þá fékk Ferdinand þriggja leikja bann fyrir, út af því að dómarinn sá það ekki yfir höfuð og dæmdi ekkert í leiknum sjálfum.
Er það eðlilegt að Gerrard sleppi við refsinguna fyrir sambærilegt brot út af því að dómarinn sá þetta illa og dæmdi klárlega illa í þessu tilviki?
Greinilegt að ítök Manchester United í FA eru gríðarleg…. þvílík vitleysa.
Jose hafði rétt fyrir sér, hann tapar ekki á Stanford Bridge =)
Ég er nú engin sérstakur aðdáandi Steven Gerrard, hef gagnrýnt hann oft og mörgum sinnum bæði hér og annarsstaðar fyrir hina ýmsustu hluti, en ég get ekki annað en hrósað manninum fyrir þennan olnboga hans í gær. Án efa það allra besta sem ég hef séð frá honum í vetur.
Það að sjá Michael Brown með aðra höndina á hnakkanum vælandi í dómaranum – hálfgrátandi var eitthvert besta sjónvarpsefni sem ég hef nokkurntíma séð.
Það er nú bara þannig að stundum þarf að kenna mönnum lexíu. Michael Brown verandi það erkifífl sem hann er, búinn að vera að pönkast í Gerrardinum allan leikinn. Í þessari sókn lítur hann aftur fyrir sig – sér Gerrard – hleypur fyrir hann (ruðningur) og gerir svo tilraun til að olnboga hann en hittir ekki(klárt rautt spjald). Gerrard svarar fyrir sig með því að olnboga hann í smettið! Menn mega ekki gleyma því sé réttlætiskenndin að drepa menn að hefði Gerrard átt að fá raut spjald hefði Brown átt að fjúka út af sömuleiðis. Það sést á ofangreindu videói að það var klár ásetningu hjá Brown að fara með olnbogan í Gerrard – hann bara hitti ekki.
Annars finnst mér siðferðisstuðulinn vera ansi furðulegur hjá mörgum. Varnarmenn brjóta reglurnar í sífellu og engin kvartar – sóknarmaður svarar fyrir sig og fólk missir hland.
Fótbolti er einfaldlega þannig íþrótt að dómarinn sér ekki alla hluti. Andstæðingurinn gerir allt sem í hans valdi stendur til þess að reyna að sigra þig – brjóta reglurnar, meiða þig, o.s.fr. Ef þú ert ekki tilbúinn að svara í sömu mynt þegar þess þarf þá áttu ekki séns í þessum leik.
Olnboga hann í hnakkann, átti að sjálfsögðu…
Mér finnst ekki að hvort eigi að refsa Gerrard fyrir brotið sé aðalatriðið
Mér finnst ekki aðalatriðið að M. Brown hafi orðið fyrir brotinu.
Mér finnst það sannanlega ekki aðalatriði að M. Brown sé ömurlegur og grófur spilari, sem hann vissulega er.
Mér finnst það hins vegar aðalatriði þegar Sjálfur fyrirliði LFC tekur sig til og dúndrar annan mann í hnakkan með olnboganum. Það er einfaldlega ekki í lagi að gera svoleiðis.
Sjálfur hef ég orðið vitni að því hvernig þung hnökk á hnakkann geta verið lífshættuleg.
Allir hérna eru, sýnist mér, sammála um að Gerrard hafi verðskuldað rautt fyrir þetta. ekki satt? Tölum þá um það. Hvað finnst mönnum um þessa hegðun fyrirliðans?
Bill hicks (plííííssss hættu að nota þetta nafn) gerði skelfilega slaka tilraun til að útskýra galla Gerrard sem fyrirliða. En staðreyndin er sú að að LFC er búið að lenda í skítnum í vetur. All verulega í skítnum! Og fyrirliðinn okkar???
hefur brugðist!!! Þannig er það bara.
Það er mín uppástunga til Síðuhaldara að það sé ritaður pistill um Gerrard og fyrirliðamennskuna hjá honum.. Bara uppástunga. Ég skal skrifa hann sjálfur ef menn vilja 😀
en plís ekki fleiri pósta um hvað M. Brown sé vond og slæm manneskja. Það bara skiptir eftir ekki máli!!!
over and out
Annað sem mig langar að bæta inn í er það að enginn knattspyrnudómari í heiminum er fær um að vernda hæfileikaríka leikmenn gagnvart ólöglegum brotum varnarmanna. Sá dómari er einfaldlega ekki til og mun aldrei verða til.
Eini raunhæfi möguleiki hæfileikaríkra leikmanna sem verða fyrir ,,ólöglegu aðkasti” af hendi andstæðingsins er að koma honum í skilning um að þú munir svara honum í sömu mynt. Ég hugsa að flestir sem hafi spilað fótbolta af viti geri sér grein fyrir þessu.
Annar möguleiki ef brotið er á þér er að kasta sér niður og vona að dómarinn dæmi. Stundum er dæmt/stundum ekki. Með tíð og tíma fá slíkir sóknarmenn yfirleitt stimpilinn dúkkulísur eða leikarar og þá er enn sjaldnar dæmt.
Að mæta óheiðarleika andstæðinganna af æðruleysi og vona að dómarinn dæmi brot bíður einfaldlega upp á enn fleiri brot.
Ef andstæðingur er að sparka í mann meira en góðu hófi gegnir þá svarar maður í sömu mynt þá hefur hann hægar um sig þaðan í frá. Þannig virkar þetta, því miður.
Fannst hálf kjánalegt að lesa í gegnum þessa umræðu og sjá menn ásaka önnur lið um að vera með einhver leynd völd innan FA sambandsins. Mascherano slapp við refsingu gegn Leeds í september 2009, Rio Ferdinand fær 3 leikja bann (4 fyrir að áfrýja) fyrir eiginlega nákvæmlega eins brot gegn Hull City í desember 2009.
http://www.dailymotion.com/video/xc0z9i_more-double-standards-from-the-fa_webcam
Annars hafa FA oft verið með ósamræmi í sínum dómum gegnum tíðina sama hvaða lið eiga í hlut þannig að ég trúi lítið á samsæriskenningar hvaðan sem þær koma.
Hvað varðar Gerrard atvikið þá hefði þetta líklega átt að vera rautt held ég, en hendur FA eru eflaust bundnar út af því að dómarinn flautaði aukaspyrnu. Það hefði samt verið leiðinlegt að sjá hann missa af stórleiknum um næstu helgi.
…en já Brown er erkifífl, ef einhver á skilið olnbogaskot þá er það hann.
Gaman væri að vita hversu margir af þeim sem eru að skrifa hérna hefðu spilað fótbolta. Það eru allir svo hissa á því að M.Brown hafi reynt að hindra hlaupið hans Gerrards. Hvað átti hann að gera, hafa hendur niður með síðum og gera sig sem minnstan og hleypa honum bara framhjá ? Auðvitað reynir hann trufla hann sem mest, Gerrard er að koma á fullu og er væntanlega með hlaup í gegn, það hefðu allir heilvita knattspyrnumenn gert það sama og reynt að tefja hlaupið. Og kommon, ekki reyna að verja Gerrard með því að segja að Brown hafi reynt að setja olbogann í hann. Hann setur hendina ekki hærra en við bringuna á honum. Knattspyrna er líka leikur snertinga en ekki líkamsárasa. Gerrad telst heppin að fara ekki í bann. Það er bara staðreynd.
Sigurjón #76
,,Það er einfaldlega ekki í lagi að gera svoleiðis.”
Það fer eftir því við hvað er miðað. Skv. bókinni er það klárlega rautt spjald, um það efast enginn.
En við getum einfaldlega ekki tekið svona mál úr samhengi og spurt hvort það sé ásættanlega hegðun að fyrirliði Liverpool gefi andstæðing olnbogaskot í hnakkann.
Ég geri þær kröfur til leikmanna Liverpool að þeir geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að hafa betur en andstæðingurinn.
Tökum dæmi: Liverpool keppir á móti grófu liði sem kemst upp ýmsa hluti sem þeir eiga skv. bókinni ekki að komast upp með. Leikmenn Liverpool halda haus, leyfa andstæðingnum að sparka í sig og vonast til þess að dómarinn grípi til aðgerða sem hann gerir ekki. Andstæðingarnir ganga á lagið og halda sínum leik áfram og Liverpool tapar leiknum. Eftir leikinn bera leikmenn Liverpool sig vel (nema þó líkamlega) segjast hafa spilað eftir reglunum og gert sitt besta en slíkt hafi einfaldlega ekki verið nóg – þeir hafi þurft meiri þjónustu frá dómurunum.
Annað dæmi: Liverpool keppir á móti grófu liði sem kemst upp með ýmsa hluti sem þeir eiga skv. bókinni ekki að komast upp með. Leikmenn Liverpool svara í sömu mynt og sparka andstæðingana jafn fast, ef ekki fastar en þeir spörkuðu þá. Á endanum lúffa andstæðingarnir og Liverpool sigrar leikinn.
Hvortu dæmið hugnast þér betur?
Þau skilaboð sem þarf að gefa Michael Brown og hans líkum eru einfaldlega þau að ef þeir geti ekki hagað sér skv. reglunum farandi í stórhættulegar tæklingar æ ofan í æ þá geta þeir búist við því að fá að kenna á sömu meðölum.
http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/03/16/gerard_sleppur_vid_leikbann/
Horfið á myndina með þessari frétt, hún segir margt um hvaða brögðum Brown beitir í sínum leik (og slapp með það hjá afleitum dómara leiksins).
81 kristinn
Það sem ég var að meina er að olnbogaskot í hnakkann er ekki í samhengi við eitt eða neitt. Það sem menn hér fara á mis við hér er að… að fara full throttle með olnbogann í hnakkann á öðrum manni er ekkert nema slæm líkamsárás… Nákvæmlega það og ekkert minna.
Dauðsammála. Alla leið. Ef það er spilaður físískur bótbolti sakl það svarað í sömu mynt. Sem áður ég sagði dauðsammála. Ég segi enn og aftur… að lumbra með olnboganum í hnakkan á mönnum er ekki leiðinn.
Það var allavega þannig held ég…
Mín skoðun er sú að ég heimta að mínir menn sýni yfirvegun og háttvísi inni á vellinum, alveg sama þó mótherjarnir séu með hnefa á lofti. Ég skammast mín fyrir að horfa á mína menn dýfa sér og leggjast niður á sama plan og skíturinn Brown. Ég get ekki fagnað marki sem kemur úr vítaspyrnu eftir dýfu… og verð pirraður við að sjá svona ómerkilega hegðun eins og Gerrard sýndi í gær. Brown fór fyrir hann og með olnboga á undan sér en Gerrard tók meðvitaða og yfirvegaða ákvörðun um að bomba í hnakkan á Brown og það get ég ekki liðið. Hefði átt að fá beint rautt og þetta segi ég eftir að hafa horft á atvikið hundrað sinnum.
Eru menn að djóka, hvaða fokking máli skiptir það þó þetta hafi verið Michael Brown? Það væri nú til þess að fullkomna starf dómaranna ef þeir þyrftu líka að skoða hvert brot í ljósi þess á hverjum væri verið að brjóta!
Hvernig væri að hætta þessu helvítis væli þegar við loksins náum að vinna leik á afgerandi hátt.
Ég veit að Portsmouth voru algerlega með skítakleprana í hnakkahárunum en ég verð að segja “Djöfull var gaman að fylgjast með Aquilani í þessum leik.
Hérna er “highlight” myndband með Aquilani úr Portsmouth leiknum, njótið!
http://www.footylounge.com/films//milankakabaros/alberto-aquilani-v-portsmouth-15032010-video_bd4165f64.html
ég á ekki til orð loksins þegar við spilum fótolta eins og við gerðum í apríl í fyrra, þá eiða menn öllu púðri í að tala um hvort Gerrard ætti að fá bann eða ekki, enginn talar um Koyt eða Lukas,eru menn ekki ánægðir að geta kannski farið að horfa á okkur spila almennilegan fótbolta.
Áfram Liverpool.
Svona gera ekki Liverpoolmenn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ok Magnús !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég er sammála þeim sem tala um fáránleika þess að í fyrsta skipti sem Liverpool spilar almennilegan leik í vetur þá væla allir yfir einu einstöku atviki Gerrard. Þetta var kannski rautt það var ekki dæmt the end.
Þetta var ekki á nokkurn hátt stórhættuleg líkamsárás Þetta var í beta falli óþægilegt fyrir ræfilinn sem varð fyrir því. Tal um annað er bara fáránleigt.
@ Kristinn (74)
Það er ekki til neitt sem heitir ruðningur í fótbolta. Hinsvegar hefði þetta mögulega verið hindrun á Brown eða háskaleikur á Gerrard.
89 Jóhann, svona högg getur vel skaðað fólk það ílla að það muni ekki bera þess bætur það sem eftir er. Ef þú ert ósammála mér þá legg ég til að þú biðjir einhvern vin þinn um að reka olnbogann í hnakkann á þér, þegar þú ert búinn að því getum við rætt saman.
Guð minn góður Dóri Stóri, berð nú varla nafnið með réttu… menn að missa sig í fíflalátunum hérna.
Þetta var rautt spjald, alveg klárt. Menn skulu nú fara varlega í að tala um örkuml hérna vegna olbogaskotsins (ó)fræga.
Þetta er snertingaríþrótt, allir sem hafa tekið þátt í slíku sem heitið getur hafa lent í verri atvikum en það sem Gerrard gerði sig sekan um. Allt þetta “Hype” sem er verið að búa til hérna er í besta falli sorglegt og kjánalegt í alla staði.
Það er engin að verja það sem Gerrard gerði, það er hinsvegar búið og gert. Þetta er ekki það versta sem hann hefur gert á ferlinum og kemst eflaust ekki einu sinni á top 10 listan yfir verstu og/eða fólskulegustu brotin á tímabilinu.
Það eru ekkert minnir líkur á að menn verði fyrir höfuðskaða við að hoppa uppí skallaeinvígi, já eða skalla blautan bolta heldur en að fá olnbogann í höfuðið. Annars væri Alan nokkur Shearer búin að valda nokkrum dauðsföllum, beinbrotum, lömun og annað í þá áttina.
Hafa menn í alvöru ekkert annað að væla um nú þegar Liverpool vann loksins leik ?