10 bestu í Evrópu skv. Castrol

Castrol Rankings er kerfi sem miðast við að finna út hverjir standa sig best burtséð frá stöðum á vellinum. Menn fá hér t.a.m. jafn mörg stig fyrir tæklingu eða markvörslu sem bjargar marki eins og sóknarmenn fá fyrir að skora mörk.

Af hverju er ég að nefna þetta? Jú, ef við skoðum stöðuna á Castrol-listanum í Evrópu akkúrat núna er fátt sem kemur á óvart. Fátt, en þó eitthvað.

Birt án frekari útskýringa:

  • 1. L Messi 1004 points
  • 2. C Ronaldo 973
  • 3. F Torres 893
  • 4. D Villa 878
  • 5. T Henry 869
  • 6. D Drogba 861
  • 7. G Pique 851
  • 8. W Rooney 840
  • 9. A Robben 835
  • 10. Sami Sami Sami Hyypia, oh Sami Sami! 825

😀 (via RAWK)

11 Comments

  1. Frárbært að sjá gölmu hetjuna þarna á listanum, en hvernig stendur samt á því að maðurinn sem getur ekki hætt að skora og er í júnætid er í 8 sæti en Torres, Villa, Henry og Drogba eru allir fyrir ofan hann, hvernig reiknast þetta.

  2. Sami hetja, sárt saknað.
    Það er engin tilviljun að varnarleikur liðsins hefur verið eins hann hefur verið í vetur. Hyypia var klárlega leiðtoginn í vörn Liverpool síðustu 10 árin og dró aðra leikmenn með sér á hærra plan. Carra og Henchoz litu klárlega betur út með hann sér við hlið. Því miður hefur ekki tekist að fylla skarð hans í vörninni og einnig í sókninni þar sem hann var okkar hættulegasti maður í föstum leikatriðum.

  3. Ein spurning ótengd þessu. Ég heyrði einhversstaðar að úrslit liða á móti Potsmouth myndu detta út – er það ekki örugglega kjaftæði?

  4. Frábært að sjá að Sami endar ferilinn sem lykilmaður í góðu liði, nokkuð sem hann á skilið.

    Alveg ljóst að þegar að Agger og Carra eru heilir var hann ekki að vera í liðinu og bara flott að sjá hann verða kónginn í Þýskalandi þar sem fótboltinn er töluvert hægari en í Englandi.

    Flottur Hyypia!

  5. Tryggvi # 5

    Nei, þau úrslit detta ekki út. Skatturinn hefur samþykkt greiðsluplanið sem Pompey hafa sett fram, og því verður félagið sem slíkt ekki tekið til gjaldþrotaskipta, eins og hætta var á.. allavega ekki eins og staðan lítur út í dag. Ef félagið hefði hinsvegar farið þá leið, bara verið gert upp, og þar með hætt að vera til, þá hefðu öll úrslit á þessu tímabili þurrkast út.
    En greiðslustöðvunin þýðir engu að síður að búið er að draga níu stig af liðinu og situr það því á botninum , 17 stigum frá öruggu sæti sem í deildinni.

    Svona lítur þetta út, leggji ég réttan skilning í málið…

    Insjallah… Carl Berg

  6. Já sá finnska snillinginn spila um síðustu helgi á móti Hamborg..Og maður bara dæsti….Við gætum svo notast við hann enn…

  7. Takk fyrir þetta Carl #7 – þetta hljómar sennilega.

    Annars var ég að fá vitrun… við munum kjöldraga MANU á Sunnudaginn.

  8. Hvernig er það, á Sami ekki rétt á Góðgerðarleik eða hvað það nú kallast eftir áratugar dvöl hjá Liverpool?

  9. Ég held að við þurfum að næla okkur í Sami um leið og hann leggur skónna á hilluna, til að gegna stöðu varnarþjálfara. Ég er sannfærður um að hann gæti komið vörninni í gott form, og svo kennt þeim að skalla eftir föst leikatriði.

Arshavin leysir heimsins vandamál

Lille á morgun