Eftir tíu mínútur hefst leikur Man City og Man Utd, leikur sem getur hugsanlega ráðið úrslitum í baráttunni um titilinn og/eða fjórða sætið.
Spurningin er einföld: með hverjum eiga Liverpool-menn að halda í dag? Eigum við að sætta okkur við að fjórða sætið er farið og vona að City eyðileggi titilvonir United, eða eigum við að vona að United geri okkur greiða og við getum haldið í vonina?
Hmm?
Persónulega tel ég engar líkur á að við náum 4. sætinu úr þessu. City gæti tapað í dag og samt verið sex stigum á undan okkur með fjórar umferðir óspilaðar.
Þýðing: áfram City! Rústið’eim!
Algjörlega sammála KA… Liverpool verður því miður að sætta sig við þá vona að ná 6 sæti með góðu móti… Áfram City því ekki viljum við að Manure taki 19 titilinn og þar af leiðandi metið í titlum solo…
Enginn mórölsk klemman. Grunnreglan sem aldrei má brjóta er ALDREI man utd!
Man U + Man C = don´t give a flying f***. Bara LFC og þeir áttu bara að standa sig betur.
Já, ég er orðinn þreyttur á að halda í þessa vonarglætu. Partur af mér vill bara hætta þessu, í stað þess að fara svona upp og niður í von um fjórða sætið.
Og það má ekki gleyma að City eru með 7 mörk í plús á okkur, þannig að í raun er forskot þeirra 10 stig.
Ég komst þó að þvi fyrir nokkru að það skiptir litlu fyrir úrslit leikja með hvaða liði ég held. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að sitja rólegur fyrir framan sjónvarpið.
Aðalvesenið er hvað þessi leikur er leiðinlegur.
það er engin von að liverpool nái þessu blessaða 4. sæti. við þurfum bara að sætta okkur við 5-6 sæti og taka evrópubikarinn. Koma svo sterkir inn á næsta tímabili með nýja eigendur og nýtt hugarfar.(jafnvel nýjan þjálfara).
Mitt mottó er ávallt að það sé allt betra en Man Utd og óska ég þeim alltaf tapi. Hinsvegar hef ég ekki mikinn áhuga á að sjá peningamaskínu Man City komast í Meistaradeildina og úr því sem komið er vil ég frekar sjá Tottenham ná þessu fjórða sæti.
Er einhver möguleiki að hvorugt liðið fái svo mikið sem eitt einasta stig úr þessum leik?
Fjórða sætið er löngu farið! City…. crush´em… plssssssssss.
Þetta er eins og að velja á milli kúks og ælu.
Pass.
Það er einhvern veginn aldrei hægt að óska þess að utd. vinni leik, þannig er það nú
Jafntefli væri fínt bara
Engin möguleiki á 4 sætinu svo þessi leikur skiptir engu máli fyrir okkur. Hinsvegar get ég alls ekki stutt annað liðið til sigurs í þessum leik. Ekki Manutd af augljósum ástæðum og Mancity því þeir eru fremstir í röð við eyðileggingu knattspyrnunnar. Það er lítill munur á kúk og skít.
It’s not the despair, Laura. I can take the despair. It’s the hope I can’t stand.
shit
Hljóta menn að fíla Scholsarann!
svo má ekki gleyma því að Aston V er 1 stigi á eftir okkur og á leik til góða, þannig að Liv, getur hæglega lent í 7 sæti og það er hundleiðinlegt og lélegt.
Eins og gefur að skilja gæti eldgosið haft sín áhrif á undanúrslitin í Europa League, ákvörðun verður tekin ekki seinna en á mánudag skv. þessu.
1605: BREAKING NEWS BBC 5 live’s Nigel Adderley reports that Uefa will make a decision by Monday over whether next week’s Europa League ties – featuring both Fulham and Liverpool – will go ahead. The volcanic ash cloud continues to cause havoc…
Mér finnst frekar evertonlegt að vilja að man utd tapi frekar en að eiga örlítinn séns á fjórða, þó sá séns sé ansi lítill. Því fannst mér bara fínt að utd tóku þetta, nú er bara að vona að chelsea taki tottenham.
Alveg sammála Reyni Þ #18. við getum alveg náð þessu 4 sæti og við getum líka lent í 8 sæti og ekki komist inn í Europa League á næsta ári. Man city töpuðu í dag og ég var mjög sáttur og þá verður tottenham líka að tapa á eftir á móti chelsea. Leikir sem tottenham eiga eftir :
17.4. (16:30) Tottenham Chelsea Enski boltinn
24.4. (11:45) Man. Utd Tottenham Enski boltinn
1.5. (14:00) Tottenham Bolton Enski boltinn
5.5. (19:00) Man. City Tottenham Enski boltinn
9.5. (14:00) Burnley Tottenham Enski boltinn
leikir sem city eiga eftir:
24.4. (16:30) Arsenal Man. City Enski boltinn
1.5. (14:00) Man. City Aston Villa Enski boltinn
5.5. (19:00) Man. City Tottenham Enski boltinn
9.5. (14:00) West Ham Man. City Enski boltinn
leikir sem Aston villa eiga eftir :
18.4. (15:00) Portsmouth Aston Villa Enski boltinn
21.4. (18:45) Hull Aston Villa Enski boltinn
25.4. (11:00) Aston Villa Birmingham Enski boltinn
1.5. (14:00) Man. City Aston Villa Enski boltinn
9.5. (14:00) Aston Villa Blackburn Enski boltinn
og leikir sem við eigum eftir :
19.4. (19:00) Liverpool West Ham Enski boltinn
25.4. (14:00) Burnley Liverpool Enski boltinn
1.5. (14:00) Liverpool Chelsea Enski boltinn
9.5. (14:00) Hull Liverpool Enski boltinn
þá eigum við tölfræðilega séð einn erfiðan leik eftir og hinir tottenham : man utd , man city , bolton og chelsea. man city erfuðu leikir eru Arsenal,tottenham og aston villa. erfiðu leikir Aston villa eru : birminham og man city. þannig ég segi bara að liverpool eigi eftir að ná þessu 4 sæti þvi liverpool á letasta programmið eftir.
(lagaði kommentið til, innskot EÖE)
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=89946
Finnst þetta lýsa Man Utd mönnum best 🙂
Beggi: Homofóbía?
Nei, ManUfobía
Tott vinnur Chelsk. Þá held…ég að þetta fjórða sæti sé endanlega farið. Kannski eiga Tottarar það bara skilið? Taka bæði Arsenal og Chelski. Nokkuð vel af sér vikið. Þarf svo að taka þessa kossamynd af ManU mönnum úr huga mér. Engan veginn mannbætandi að hafa hana í kollinum.
Rétt SSteinn
Nei, bara spá í hvernig þetta lýsir okkur.
Sáttur við að þetta lýsi okkur sem kærleiksríkum vinum vina okkar!
LOL…Þetta er ekki Man Utd. fóbía..Þetta er bara minnimáttarkennd.
vinsamlega afsakiði meðan að ég æli yfir þessari mynd….
…myndin af kossaflensi Xabi og Stevie í Istanbul er miklu flottari 🙂
Sælir og afsakið þráðránið. Það er líklega enginn svo óheppinn að hafa átt miða á leik Liverpool og West Ham á morgun en kemst ekki vegna röskunar á flugi? Ég er í Englandi sé ekki fram á að komast heim á morgun og væri alveg til í að skella mér á Liverpool leikinn en verð líklega að taka sjénsinn á ticket boothinu nema einhver hér sé eins og áður sagði svo óheppinn að eiga miða.
Sæll Jóhann,
Liverpoolklúbburinn á Íslandi er með skipulagða ferð á leikinn, hópurinn átti að fara út í gærmorgun, en það er ekki búið að blása ferðina af ennþá. Engu að síður þá eru allir þeir miðar hér á Íslandi og því erfitt að afhenda þá, þó viljinn væri fyrir hendi.
Takk fyrir þetta Steinn. Það er enginn leið til þess að þessi ferð verði farin því miður þar sem Bresk lofthelgi verður að öllu lokuð á morgun. Það er synd að geta ekki nýtt sér þessa miða en ég er nokkuð viss um að hægt sé að gefa út miða aftur ef hann glatast hef lent í því sjálfur. Spurning hvort það sé einhver vilji af ykkar hálfu til að aðstoða mig við það? Hvað verður annars um þessa miða? Fáið þið þá endurgreidda eða er þetta bara tapað fé? Ef svo er þá er bara jákvætt að ná að selja mér einn eða tvo miða er það ekki?