So it begins. Daily Mail segir frá því í dag að Chelsea ætli sér að reyna að „stelast fram fyrir“ Manchester City í kapphlaupinu um Fernando Torres og hafi þegar sett sig í samband við rétta aðila með það fyrir augum að bjóða 70m punda í kappann.
“Amid the chaos at Anfield, fears have already been expressed that Torres, who joined from Atletico Madrid for around £20m in 2007, will leave Liverpool this summer.
It was only last year that he made a commitment to the Merseysiders by signing a new four-year contract worth £110,000-a-week.
But the Liverpool landscape has since changed significantly, with under-fire manager Rafa Benitez now on the verge of leaving for Juventus, yet more uncertainty over the future ownership of the club, and the team’s failure to qualify for next season’s Champions League hanging over Anfield.”
Sko, við flokkum þessa grein undir slúður að svo stöddu og þegar ég les í gegnum hana finnst mér nokkuð ljóst að verið er að fylla upp í ansi margar eyður til að komast að niðurstöðu sem er efni í safaríka frétt. Í fyrsta lagi þykist blaðamaðurinn hafa séð á líkamstjáningu Torres er hann rölti heiðurshringinn um Anfield sl. sunnudag að hann sé reiðubúinn að yfirgefa liðið. Ekki beint rannsóknarblaðamennska þar á ferðinni.
Í öðru lagi gerir greinin nánast ráð fyrir því að Rafa fari, og í þriðja lagi gerir greinin nánast ráð fyrir því að framtíð Torres hjá Liverpool ljúki sjálfkrafa um leið og framtíð Rafa lýkur, þrátt fyrir að fregnir þess eðlis hafi í besta falli verið mjög tvíbendis.
Engu að síður, þótt þetta sé pjúra slúður og algjörar getgátur, er vert að benda mönnum á að brynja sig upp fyrir komandi sumar því þessar slúðursögur eiga bara eftir að ágerast á meðan eigenda- og þjálfaramálin eru í upplausn. Það eru margir gómsætir bitar í þessu Liverpool-liði og þeirra verður allra freistað í kringum og/eða eftir HM ef óvissuskýin verða þá enn yfir félaginu.
Það versta sem við gætum gert í dag er að taka Fernando Torres sem gefnum hlut. Hann er drengur góður og hefur sýnt að hann hefur frábært hugarfar og að hann er Liverpool-maður, en hann var ekki uppalinn, á engin sýnileg tengsl við liðið eða svæðið fyrir utan samninginn sinn og því er eðlilegt að spyrja sig hvort hann vilji ekki bara fara frekar en að hanga mikið lengur með liði sem er í frjálsu falli.
Ég myndi ráðleggja mönnum að taka svona fréttir ekki alvarlega að svo stöddu en ef langt líður á sumarið og HM klárast áður en búið er að greiða úr stærstu flækjunum hjá félaginu skulu menn alveg fara að gera sig klára fyrir fjöldaflótta margra bestu leikmanna liðsins í júlí og ágúst. Það eru takmörk fyrir því hvað heimsklassaleikmenn láta bjóða sér.
Ég græt mig í hel ef þetta félag fér í ruslið eftir EITT hræðilegt tímabil…
Ég vona svo innilega að allt verði komið á hreint fyrir HM, hvort sem að niðurstaðan verði jákvæð eða ekki.
Fyrir mér er þetta spurning um af eða á.
Ef stjórn Liverpool nær að sannfæra lykilmenn um að uppbygginarstarf á Anfield muni halda áfram (eða fara aftur í gang öllu heldur), þá held ég að lykilmennirnir verði meira og minna allir um kyrrt.
Ef hins vegar, stjórnin veltir því fyrir sér að selja lykilmenn – og við skulum alveg átta okkur á því að 70 milljónir punda eru engir smápeningar – þá erum við ekki að tala um að 1-2 lykillmenn fari, heldur bróðurpartur þeirra. Og ljái þeim hver sem vill.
Það er líka mikilvægt að átta sig á einu. Menn hafa verið að tala um að söluferli Liverpool hafi verið sökum veðkalls. Ég tel miklar líkur á því að svo sé. Hitt er síðan annað, að ef lykillánadrottnar Liverpool FC sjá fram á að fá ekki nóg uppí kröfur sínar með sölu liðsins, eða sjá hag sínum betur borgið með því að selja lykilmenn eins og Torres, Gerrard, Mascherano og Reina, heldur en að endurfjármagna lánin að hluta eða í heild, þá er það nákvæmlega það sem þeir munu gera. Þeir munu selja Gerrard, Torres, Mascherano, Reina og hvern þann sem hægt er að fá gott verð fyrir og ekki kippa sér upp við það að Liverpool verði meðallið í framtíðinni.
Skuldlaust meðallið
Það er það sem hræðir mig einna mest.
Þessi eigendamál þurfu að klárast hratt, svo að kröfuhafar setji ekki Benitez, eða nýjum stjóra, stólinn fyrir dyrnar í leikmannamálum, og/eða neyði klúbbinn til að selja leikmenn. Þetta er laaaaaaaangt frá því seinasta fréttin sem við munum sjá um hugsanlegan leikmannaflótta frá Liverpool. Sumarið 2005 var hreinn barnaleikur í miðað við það sem við eigum líkast til í vændum.
Ég er að velta fyrir mér að setja upp síu á tölvuna í allt sumar, ekkert fotbolti.net, soccernet eða kop.is… mitt litla hjarta þolir ekki svona hugsanir…
Ef við pælum aðeins í því sem þarf að gerast til þess að við vöxum sem klúbbur þá þarf:
Líkurnar á að allt þetta gerist eða fari af stað í sumar eru engar, verð bara að segja að ég hef mjög slæma tilfinningu fyrir sumrinu. Það versta sem gæti gerst er þá þetta:
Það er þá kanski bara viðeigandi að segja “Guð blessi Liverpool”
Vonandi losnum við við þessa vitleysinga sem “eiga” klúbbinn í dag.
Burt með þessa Kana, sem fyrst.
YNWA
70 milljónir punda fyrir mann sem er alltaf meiddur hálft tímabilið? United fékk 80 fyrir Ronaldo sem er vélmenni.
Ég held að 70 m sé of mikið fyrir hvaða leikmann sem er. Það er til dæmis hægt að fá þrjá menn á 23 m punda fyrir það.
Þetta eru bara fyrstu tilboð.
Mascherano hefur ekki skrifað undir sinn samning enn, bíður frétta af Benitez og mun klárlega fara ef Rafa fer.
Gerrard spái ég að vilji verulega skoða sín næstu skref.
En hausverkurinn stærsti verður held ég að ef að einn fer, þá fylgja fleiri í kjölfarið og það að selja Fernando Torres til Chelsea, sem mun þá setja upp í 4-4-2 demantskerfið sitt með Torres og Drogba einfaldlega sannar það og sýnir að Liverpool FC á mörg, mörg ár áður en við eigum séns á titli.
En það er yfirleitt þannig að þegar dýr liggur veikburða þá sækja að því hræfuglar.
Nú er bara vonandi, vonandi, vonandi að dýrið standi upp og hristi sig….
Við verðum að viðurkenna það, að leikmenn velja “svona yfirleitt” félagið sem borga bestu launin, og það er skiljanlegt ferill manna er ekki svo langur + meiðsl koma líka til þannig að það þarf að hala sem mest inn á sem skemsta tíma, þess vegna verður Liv, að gera eitthvað í sínum málum,peningalega og móralslega. Torres fer ekki ef hann fær sömu laun og sambærilegir leikmenn “sem eru ekki margir”. 😉
Liverpool er í vondum málum ef þeir selja Torres. Það er svo einfalt. Það verður ekki létt að fá leikmenn þegar eigendamálin eru eins og þau eru og liðið ekki í Meistaradeildinni. Sáuð hvað Buffon sagði um Manchester City. Liverpool myndi eiga erfitt með að lokka stærstu nöfnin yfir, þótt þeir hefðu 70millj.
Torres out
game over!!!!!!!!!
Mjög einfallt fyrir mér.
Frábært að heyra þetta á sama tíma og nýi formaðurinn okkar gat ekki mætt á síðasta heimaleik liðsins af því að hann myndi halda á móti Liverpool þar sem hann er svo mikill Chelsea maður.
Gæti hentað honum vel að selja Chelsea Torres. Hann fær peninga upp í skuldir og uppáhaldsliðið hans fær Torres. Win win fyrir kallinn.
“nýji formaðurinn” eins og þú kallar hann hefur ekkert með það að gera, eigendur liðsins hafa síðasta svarið – sem ég tel að RBS sé frekar en H&G, enda eru þeir langstærstu kröfuhafar í félagið.
Þá er það spurning, þjónar það virkilega hagsmunum félagsins að selja besta leikmanninn ?
Allir leikmenn hafa sitt verð, ef þeir vilja fara þá er ekki möguleiki á að halda þeim. Ef CR fór á 80mp þá tel ég að við gætum ekki sagt nei við 70 mp , það er of mikill peningur fyrir leikmann sem missir af þriðjungi tímabilsins trekk í trekk. Sá peningur yrði vissulega að fara óskertur til leikmannakaupa svo að sú sala ætti möguleika á að gera eitthvað annað en drepa félagið.
Það er ekki til leikmaður í heiminum sem er ekki falur yfir ákveðið verð, 70 mp er fáránleg upphæð sem er í raun ekki hægt að neita. Svo er annað mál hvort að Torres a) vilji fara frá Liverpool, b) vilji fara frá LFC til annars liðs í PL.
Torres hefur spilað 20-29 leiki í premier league á hverju tímabili síðan hann byrjaði en er samt að toppa alla núverandi og fráfarandi Liverpool leikmenn, hugsið ykkur hvað hann væri að gera ef hann væri heill heilt season. Það er samt of óstabílt að vera með svona meiðslapésa innanborðs, sérstaklega ef enginn sambærilegur maður er í liðinu. Því tel ég að 70 milljonir væru góðir peningar fyrir hann, sérstaklega ef mjöööög skynsöm kaup kæmu í staðinn. Einn Torres þýðir t.d. einn Silva, einn Teves og einn Xabi tilbaka. Ekki misskilja hlutina því Torres er besti maður Liverpool og nánast ómissandi en nú er þörf fyrir róttækar breytingar og þar er ég alveg tilbúinn að fórna okkar manni. Við verðum að vera raunsæir . Einn topp klassa leikmaður og 10 þokkalegir með honum er ekki premier league winners. Þess vegna þurfum við að fórna þessum snillingi og taka inn 3 klassa leikmenn fyrir peninginn. Á sama tíma þurfum við að halda köllum eins og Babel, Benayoun, Riera, Kyrgiakos, Gerrard, Aquilani og Reina.
14
Á sama tíma þurfum við að halda köllum eins og Babel, Benayoun, Riera, Kyrgiakos, Gerrard, Aquilani og Reina.
Þetta er Akkúrat málið með það sem er að Liverpool, hversu margir af þessum ofantöldum komast í byrjunarliðið hjá Chelsea? Kannski Reina, en er ekki viss, babel benayoun, riera, kyrgiakos, kæmust hvorki í hóp hjá scum né chelsea, hvað þá ef að við förum í sterkustu lið í evrópu. En þetta eru oftar en ekki fyrstu kostir okkar.
Þetta er ekkert bara Ömurleg fjárhagstaða, heiladauðir eigendur, og tromplaus stjóri. Þetta er áratuga brask og púl.
Það sem þarf að gerast í sumar er. Nyja eigndur, nyjan völl (ekki í sumar, en þarf að byrja að byggja hann, geri mér grein fyrir að bubbi byggir er ekki til.) nyjan stjóra, og að endurnyja mikið af farþegum, því það eru ekki margir í þessum hóp sem mér finnst vera að bera höfuðið hátt og spila með hjartanu fyrir þetta risastóra hjarta sem liverpool er.
Ég veit að þetta er allt saman bull strákar. Það er svo margt hægt að lesa í fjölmiðlum sem á við engin rök að styðjast og svo er margt sem er hægt að lesa í. Ég spái því að það verði komnir nýjir eigendur af LFC fyrir lok maí, Benitez verði orðinn þjálfari Juventus innan 2 vikna, Jose Mourinho verði ráðinn stjóri af nýjum fjársterkum eigendum, Torres, Gerrard og allir sterkustu leikmenn verða áfram og nýjir sterkir leikmenn komi inn til að bæta liðið. Koma svo strákar hvar er bjartsýnin ?? Þetta verður allt í lagi hvernig sem þetta fer. Ef Torres fer þá er það enginn heimsendir heldur tækifæri, það fer bara eftir því hvernig menn muni nýta það tækifæri sem að býðst sem mun ákvarða afdrif LFC ! Ég held að ferskt start verði ekkert svo slæmt 🙂
Ég sé bara ekki annað í stöðunni en að það eina sem getur bjargað okkur klúbbi er að fá “Football manager” eigendur inn – við erum að tala um 50+ milljónir punda í leikmannakaup til þess að styrkja liðið að ógleymdum þeim fjármunum sem þarf í byggingu nýja leikvangsins.
G&T ásamt Rafa hafa sagt að það þurfi 3-5 topp leikmenn, þeir kosta sitt.
Silly season byrjar snemma hjá okkur í ár vegna lélegs tímabils. Það verður gaman að fylgjast með öllu ruglinu sem kemur upp m.a. nýtt slúður frá The S**. Þvílíkir fávitar á þeim klósettpappír.
Hef sagt það að helst vildi ég klóna Torres en þar sem það er ekki hægt þá þíðir lítið að fást við það. Það að verið sé mögulega að bjóða 70Mp í hann á að taka enda enginn leikmaður svo mikils virði = ofborgun. En fyrst þarf að setjast niður með honum, ásamt fleirum í liðinu, og halda fund um hvað menn eru til í að gera. Eigendur/fulltrúar þeirra, þjálfari og starfslið þarf að ræða saman og ákveða sem fyrst hvert skal halda. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Ég yrði svo hininlifandi ánægður ef boð kæmi í Torres upp á 70Mp en hann myndi svara því að hjarta hans væri að slá með okka. “Sorry. Er ekki að fara frá þessum frábæru aðdáendum Liverpool.” Ef hann vill losna þá getum við klárlega nýtt okkur þann aur sem kemur af þeirri sölu. Ég mundi ekki erfa það við gaurinn ef hann vill fara. Það yrði enginn heimsendir þótt svo yrði en auðvitað munu flestir sakna hans. Það er styttra í heimsendinn hjá okkur ef við losnum ekki við þessa hamborgara-hokkýþeytara eigendur sem allra fyrst.
“Skuldlaust meðallið”
Æi, bara sorrí. Ég er orðinn svolítið leiður á þessari umræðu um að ef Liverpool fær ekki nýja, fokríka sykurpabba sem eru til í að spreða monnípeningum í fokdýra og misgóða leikmenn sé allt glatað og liðið lendi utandeildar innan örfárra ára (liggur við). Ég hef engan áhuga á að sjá Liverpool umhverfast í eitthvað ManShitty dæmi, hef lítinn áhuga á að fá Mourinho (kann sitt fag, en kommon, á maður að taka öllu fyrir framann?). Ef valið stæði á milli bisnessmódels a la ManShitty eða a la Arsenal, þar sem akademían er sterk og skilar aksjúallí góðum og efnilegum leikmönnum sem ná að blómstra með aðalliðinu, veldi ég seinni kostinn enítæm. Ég held áfram að halda með Liverpool þótt það lendi utandeildar, það er mitt lið. Ef menn ákveða að selja dýra leikmenn, borga upp skuldir og byggja upp liðið og akademíuna frá grunni á einhvern vitrænan hátt myndi ég einfaldlega fagna því og standa með liðinu þar til það nær aftur undir sig fótum. Og hana nú! Munið að kirkjugarðarnir eru fullir af “ómissandi” fólki.
Mikið AGALEGA er ég sammála þér Gummi “19”
Alvöru heilbrigða uppbyggingu, og munið að enginn er ómissandi. Það sanna einmitt kirkjugarðarnir. AMEN….
Alveg er ég sammála þér í grunninn Gummi. Ekki nokkur spurning.
Vandinn í mínum huga er að ég er hræddur um að enginn í baklandi félagsins utan þjálfaranna og Rafa viti í raun hvað þeir eru að hugsa! Fótboltalega þ.e. – ég tel Purslow góðan rekstrarmann og Ayre hefur skilað flottu starfi varðandi sölu á búningum og slíku.
Hausverkurinn hjá mér er einfaldlega sá að síðasta sumar var farið í stefnubreytingu hjá klúbbnum í heild og lagt í hendur Rafa að skipuleggja þá stefnu. Ef Rafa fer vill ég vera viss um að Dalglish, McMahon, Borrell og McParland haldi áfram. Því ég held að stefnan sé hárrétt til lengri tíma.
Ég hef líka áhyggjur af því að ef að menn eru að fara í brunaútsölu á stóru nöfnunum sé ákaflega mikil hætta á því að vandinn sitji fastur í aðalliðinu og við dettum niður í meðalmennskuna um stund.
Þannig að ég óttast um framtíðarstefnumörkunina. Ég var afskaplega glaður síðasta sumar að sjá hana, og það er ansi ólíkt að horfa á þá ungu leikmenn sem nú eru í unglingaliðinu en voru í tíð fyrri stefnumarkenda.
Það þarf að vera klárt að sú stefna verði áfram. Unglingastarf Arsenal kom með Wenger og ég spái að fari með Wenger. Ég vona að svo verði ekki með Rafa þegar hann fer.
Og nýtt slúður segir að annað hvort fer benites eða Torres.
þar sem Torres vill ekki vinna með benites. þessu gæti ég trúað þó svo það komi frá sun þar sem Torres vill velgengni og hann sér að á meðan benites er með sitt kerfi, skiptingar og liðsval þá verður engin velgengni samanber leiktíðin sem er að enda.
En nota bene þetta er bara eitt af mörgum skúbbum sem við komum til með að lesa fram að águst mánuði en miðað við svipbrigðin sem maður hefur séð á bæði Torres og Gerrard þegar benites er að skipta td mönnum inn á þá gæti maður trúað að þeir séu bara búnir að missa alla trú á benites og eru svo sannarlega ekki einir um það.
Boggi. Þú ert s.s. meistari í að lesa út fólk? Þetta slúður sem þú ert að vísa í kemur úr skítablaði sem ekki er mark takandi á. Ef þú ert að vísa í skiptinguna þegar rafa tók Torres útaf þá er margbúið að fara yfir það. Torres skipt útaf á 64.mín. Gerrard klórar sér í kollinum á 66. mín. Torres skokkar útaf á 64. mín. Dæmi um “sannleiksmátt” fjölmiðla. Svona eins og vísifingur vinstrihandar nasistakveðja Eiðs. Bull og rugl.
Af hverju hlusta menn bara ekki á það sem leikmenn segja sjálfir? Finnst ykkur það ekki einfaldara? Stórfurðulegt að ýta öllu til hliðar sem Torres sjálfur hefur sagt og byrja að velta sér upp úr fréttum Daily Fail sem eru þekktir fyrir allt annað en að skýra frá staðreyndum.
Torres hefur sagt að hann muni vera hjá Liverpool á næsta tímabili. Torres hefur sagt að ef það komi að því að hann yfirgefi Livepool þá muni hann yfirgefa England. Forráðamenn Liverpool hafa sagt að engar af stærstu stjörnum Liverpool verði seldar í sumar. Aðeins er um ár síðan Torres úthúðaði Kaká fyrir að vera að hugsa um að fara til Mancity.
Torres er hvorki að fara til Mancity eða Chelsea.
það er skrýtið hvað Riera er lítið í umræðunni. Hann sagði fyrir mörgum mánuðum að liðið væri sökkvandi skip. Benitez myndaði engin tengsl við leikmenn og héldi öllum fjarri sér. Samskipti við hann væru því engin nema þau allra nauðsynlegustu. þetta sagði Albert Riera í einhverju blaðaviðtala og allt ætlaði af göflunum að ganga. Sennilega hefur hvert orð hjá verið satt. Og sá er vinur er til vamms segir. En hann var fyrir vikið algerlega frystur úti og hefur ekki sést síðan.
Tvennt sem ég sé gegnumgangandi í umræðunni um Liverpool hérna inni síðustu daga er þetta.
1. Selja Torres
2. Torres er alltaf meiddur og því er sala jákvæð
Með þessa frétt um að selja Torres þá finnst mér ólíklegt að sá sem annist sölu á félaginu og hafi mestra hagsmuna að gæta í henni (RBS) fari að selja stærstu bitana út úr klúbbnum. Liverpool með Gerrard, Torres o.fl. er mikið betri fjárfesting fyrir væntanlega kaupendur en án þeirra. Þar sem aðal kröfuhafinn er banki þá finnst mér líklegt að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda vörumerkið sem þeir eru að vinna með.
Um seinna atriðið: Haldið þið að hann væri svona mikið meiddur ef það væri til fjármagn til að fjárfesta í öðrum sóknarmanni sem er í þeim klassa að covera hann með sóma? Ef Torres væri ekki eini sóknarmaður liðsins þá væri ekki þörf fyrir að taka hann inn í byrjunarliðið þegar hann er aðeins 70-80% heill. Hann er trekk í trekk að koma meiddur inn í stórleiki og þegar maðurinn spilar t.d. meiddur á hné þá beitir hann sér öðruvísi og setur meira álag á aðra líkamshluta sem getur síðan orsakað meiðsli á öðrum stöðum.
Komi inn almennilegur sóknarmaður í sumar sem gefur Torres tíma til að vinna almennilega úr sínum meiðslum þá sjáum við mikið betri Torres sem spilar flesta leiki deildarkeppninnar.
“Ef valið stæði á milli bisnessmódels a la ManShitty eða a la Arsenal, þar sem akademían er sterk og skilar aksjúallí góðum og efnilegum leikmönnum sem ná að blómstra með aðalliðinu, veldi ég seinni kostinn enítæm.”
Ertu að segja að akademía Arsenal skili leikmönnum í aðalliðið en ekki Man Utd ?
Ég vil svo bæta því við að þó að ekki verði búið að greiða úr stærstu flækjunum hjá félaginu þegar HM er búið er nákvæmlega engin ástæða að óttast fjöldaflótta margra bestu leikmanna liðsins í júlí og ágúst. Fyrir um 2 tímabilum lentu Valencia í þvílíku rugli náðu ekki einu sinni inn í EUFA. Félagið var og er skuldsett uppfyrir haus. Þjálfaramálin voru í rugli. ENGINN stór leikmaður fór frá þeim. Þeir eru búnir að eiga flott tímabil í ár og munu lenda í 3 sætinu á eftir Real Madrid og Barcelona. Það sama mun örugglega gerast hjá okkur. Sé allavega ekki af hverju menn ætti allir að hverfa frá félaginu í hópum þó félagið skuldi pening og séu að leita að þjálfara. Annað eins hefur nú gerst hjá fótboltafélögum.
Gerrard er búinn að segja að hann muni ekki fara frá Liverpool nema honum verði sparkað þaðan. Hann segist ekki vilja vinna titilinn með neinu öðru liði og takist það ekki þá verði það bara þannig. Þetta má lesa á fullt af stöðum. Torres vill ekki fara. Reina var að skrifa undir nýjan samning. Agger var að skrifa undir nýjan samning. Carra myndi aldrei fara frá Liverpool. Johnson er nýkominn. Maxi er nýkominn. Aquilani er nýkominn. Félagið ætlar ekki að selja stærstu stjörnurnar. Hver er að fara??
Liverpool munu rétta sig af. Hef engar áhyggjur af öðru. Erum eitt frægasta félag í heimi og höfum gríðarlegt aðdráttarafl. Í öllum bænum sleppið því að pósta hérna inn dómsdagsfréttir frá slúðursíðum.
Liverpool er 50% aðdáendurnir og það verður þeirra vegna að einhverjir alvöru menn haldast til næstu vertíðar. Flestir leikmennirnir þarna vita að hvergi annarsstaðar er hægt að finna eins aðdáendur og koppara og hvergi annarstaðar er hægt að finna sambærilega stemningu og á Anfield. p.s. ég vil fá Riise aftur.
Shearer #27: Ég tók Arsenal einfaldlega sem dæmi þar sem líta má á rekstur þess sem nokkurs konar andstöðu við ManShitty, þ.e. skuldlítið félag sem er ekki rekið af ríkum sykurpabba. ManUtd er vissulega með sterka akademíu, þrátt fyrir að vera í sömu skuldasúpunni og Liverpool, sjálfsagt vegna þess að Ferguson kann þetta og er með bein í nefinu. Munurinn á aðstöðu Benitez og Fergusons er hins vegar sá að Ferguson var búinn að vera í meira en áratug (held ég, þekki sögu klúbbsins ekki það vel) með Utd. þegar Glazier-mafían tók yfir og því með mikil ítök og völd í klúbbnum. Því var ekki að heilsa hjá Benitez, sem var tiltölulega nýtekin við og staða hans allt annað en traust. Akademían hjá Utd. var líka byggð upp þegar liðið var skuldlaust/-lítið og rekið á allt annan hátt. Utd. stendur því sterkt þrátt fyrir Glazier-yfirtökuna.
Ég er ekki svo viss um að Torres fari, þó hann sé ekki uppalinn þá var hann stuðningsmaður liðsins áður en hann kom. Man eftir því þegar það var einu sinni tosað af honum fyrirliðabandið þegar hann var hjá atletico og þá stóð inná því “you never walk alone”. Þannig að eitthvað hefur hann haft áhuga á Liverpool. Einnig sagði hann að hann gæti aldrei spilað með öðru liði en Liverpool á Englandi.
Svo var maður að lesa slúðrið að samband hans og Benitez væri orðið það styrkt að annað hvort færi hann eða Benitez. Það verður erfitt val:)
Smá off topic..hvernig eru Daily Mirror með slúðrið, traustir oor?
‘Kenny Daglish gæti tekið tímabundið við Liverpool með Ian Rush sem aðstoðarmann ef Rafael Benitez fer til Juventus. (Daily Mirror)’
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=90735
Væri nú alveg til í að prufa þetta..fá smá ást í þessa framkvæmdarstjóra stöðu!
Skil ekki þetta slúður. Torres er búinn að segja að hann muni bara spila fyrir einn klúbb á englandi. Ef að hann fer þá fer hann ekki annars klúbbs á englandi.
Kemur málinu nákvæmlega ekkert við en ég var að fá nýja LFC búninginn sendan heim með DHL í dag!
Sælir félagar
Tek undir það sem Halli #28 segir. Svo hefi ég ekki meira að segja um þetta. Eftir því sem tíminn líður kemur meira í ljós. Tökum mark á hlutum sem gerast þegar þeir gerast en ekki slúðri.
Það er nú þannig.
YNWA
Já helvíti er Halli fínn
Ég man ekki eftir að hafa séð Gerrard segjast ætla að vera hjá Liverpool þar til ferillinn er á enda.
Og með það sem Halli segir í #28 “Carra myndi aldrei fara frá Liverpool.”
Þá sagði Carragher þetta fyrir ekki svo löngu. “The club will give me a new contract if they want to,” he told the Sunday Times.
“If not it doesn’t matter, I’ll still play my best and if I have to move then I’ll move, no problem. It wouldn’t bother me.”
Afhverju ætti liverpool að vilja selja stjörnurnar? lækkar það ekki
virði klúbbsins.?Ætli það verði ekki eitthvað um bosman samninga hjá liverpool í ár og vonandi smá peningur líka, enda vantar slatta í liðið.
Í fyrsta lagi þá þýðir ekki neitt að halda í þjálfara sem er búinn að tapa búningsklefanum. Ef að þjálfari tapar honum þá eru mjög litlar líkur á því að hann nái honum aftur. Sérstaklega ef að þjálfarinn er ekki einu sinni að ræða við leikmenn utan klefa og á æfingum. Í öðru lagi þá myndi hvaða lið sem er komast í heimsklassa ef það keypti 3-5 heimsklassa leikmenn. Liverpool er búið að kaupa 3 topp leikmenn, Maxi (reyndar í láni),Aqui og Johnson. Ef keyptir eru 3-5 í viðbót þá erum við komnir í sama pakka og Abu Dabi City og Chelski. Við eigum frekar að kaupa leikmenn á skikkanlegu verði sem eiga eftir að blómstra – Arsenal light leiðina. Í þriðja lagi finnst mér rosalega neikvætt að sjá hvað Rafa venur leikmenn lítið á Enska boltan áður en þeir fá sæti í liðinu. Henti Aquilani,Maxi, Johnson (reyndar vanur honum) og Kyrgiakos beint í leiki. Auðvitað eiga leikmenn á þessu kaliberi að aðlagast en ef ekki þá er það liðið sem tapar á því. Fjórða lagi Torres er minn uppáhalds leikmaður í heiminum en ef við fáum 70 mills fyrir hann og hann var keyptur á 20 mills + að hann er ávalt meiddur (vegna álags vill ég meina) og liðið stendur illa fjárhagslega þá er ekkert annað í stöðunni en að (á eftir að gráta mig í svefn fyrir að segja þetta) selja hann. Eins mikið og ég vill það ekki. Í fimmta lagi BURT MEÐ RIERA. Í sjötta lagi er ég sá eini sem finnst Mascherano vera undirrót mistaka í vörn liðsins – hann gerir vel í að verjast skyndisóknum en síðan fer hann í Argentískan Sambafíling í vörninni og byrjar að sóla sjálfan sig. Ég er hættur að telja þessi mistök hans en þau eru orðin ansi mörg. Frábær leikmaður en of mörg mistök. Ég vona svo innilega að okkar menn nái að rífa sig upp YNWA
@Gummi (19)
Gummsi minn. Svo það sé alveg á hreinu, þá er ég ekki að leggja það til að “ef Liverpool fær ekki nýja, fokríka sykurpabba sem eru til í að spreða monnípeningum í fokdýra og misgóða leikmenn sé allt glatað og liðið lendi utandeildar innan örfárra ára”. Og ég er ekki að vonast til þess að liðið breytist í Mansjittí eða e-ð því um líkt.
Þvert á móti! Mér finnst gjörsamlega óþolandi að horfa uppá þegar ríkir olíufurstar fara í Football Manager með lið á Englandi og í þokkabót finnst mér fátt leiðinlegra en að tala við aðdáendur Chelsea (sem í 99% tilvika voru ekki aðdáendur fyrr en í fyrsta lagi árið 2000 þegar Smári mætti á svæðið, og að öllum líkindum ekki fyrr en árið 2003 þegar Roman mætti með veskið).
Það eina sem ég er að benda á er að ef i) klúbburinn er ekki seldur svo að hægt sé að fjármagna skuldir; eða ii) lánadrottnar falla ekki frá hluta krafna sinna til að létta á skuldum Liverpool, gæti vel farið svo að stjórnun klúbbsins okkar verði ekki í höndum framkvæmdarstjórnar Liverpool FC heldur lykillánadrottna. Lykillánadrottna sem gætu séð hag sínum betur borgið í því að halda brunaútsölu með lykilleikmenn.
Án þess að þekkja til einstakra leikmanna og án þess að þykjast vita hvað þeir eru að hugsa miðað við svipbrigði þeirra eða líkamstjáningu, þá held ég að þessi sirkus sem umlykur klúbbinn vegna ofskuldsetningar, rekstraróvissu og ekki síst vegna Kananna, sé að draga dilk á eftir sér. Hvort það sé nóg til þess að ákveðnir leikmenn (eða stjóri) hugsi sér til hreyfings, er ekki gott að segja. En þeir leikmenn sem hafa metnað eru ekki líklegir til að vilja starfa í svona umhverfi til lengdar. Þar að auki gætu leikmenn verið seldir jafnvel þó þeir væru til í að vera áfram – ef það er það sem lánadrottnarnir vilja.
Hvort að Liverpool geti jafnað sig á sölu stórra leikmanna, ætla ég ekki að leggja dóm á. Hins vegar er morgunljóst að breiddin á hópnum nú, er langt frá því að vera nógu góð, og ef lánadrottnar selja leikmenn verður það fyrst og fremst til að fá greiðslu uppí kröfur sínar, ekki til þess að spreða pound for pound í nýja leikmenn sem gætu styrkt liðið.
Er ég sammála því að Torres sé ekki 70 milljón punda virði? Algjörlega. Tel ég að það sé hægt að fá 3 lykilmenn fyrir þá upphæð? Algjörlega – og jafnvel fleiri! En trúi ég því að ef Torres verði seldur (eða aðrir leikmenn), að þessi peningur fari beint í leikmannakaup? Nei, því miður.
Ég vil ekkert meira en að það uppbyggingarstarf sem hefur verið í gangi frá því að Rafa tók við, haldi áfram. Ég vil helst að við höldum okkar lykilmönnum og bætum við hópinn þar sem þess þarf. Ef við ákveðum að selja leikmenn, hvort sem það sé vegna þess að við fáum tilboð sem ekki er hægt að hafna, eða vegna þess að þeir vilji fara annað, þá vona ég innilega að við getum fyllt þau skörð, annað hvort með nýjum leikmönnum eða gröðum mönnum úr yngri hópnum.
Og hver veit, kannski er það nóg. Kannski verður Liverpool áfram í fremstu röð á Englandi. Í Evrópu.
En kannski ekki.
Og þó svo ég ætli ekki að gleypa við öllum þeim dómsdagsspám sem munu leka á netið næstu misseri, þá ætla ég heldur ekki að hundsa þær allar. Við sem aðdáendur gerum ótrúlegar kröfur til liðsins okkar. Það sást bersýnilega fyrir þetta tímabil eftir gott tímabil í fyrra. En við ættum að læra af því. Við ættum að halda áfram að setja háan standard. En við verðum líka að vera undirbúin það versta. Því að fyrir hverja sögu eins Valencia, eru fullt að öðrum ….. Leeds, Bradford, Ipswich, Portsmouth o.s.frv.
Haukur, heldurðu að Rafa hafi viljað selja Alonso? Hann vildi fara. Það er stundum betra að selja menn og fá topp verð fyrir þá í staðinn fyrir að halda þeim óánægðum hjá klúbbnum.
Sjáum til dæmis Mascherano. Hann var óánægður síðasta sumar og var með hugann við Barcelona. Hann var ömurlegur fyrri hlutann sérstaklega, eflaust að hluta til útaf þessu. Hefði okkur verið betur borgið með að selja hann fyrir 30 milljónir og kaupa kannski tvo menn í staðinn? Jafnvel.
Ef við seljum Torres á 70 milljónir, og Riera ofl og eigum 100 milljónir til að kaupa FIMM leikmenn sem voru á svipuðu verði og Torres, er það gott eða slæmt? Eða einn á 30, einn á 10 og þrjá á 20 milljónir punda? Hefur sína kosti og galla. En að hafa óánægða menn hjá klúbbnum er aldrei góðs viti.
Tek það fram að ég vil ekki að Liverpool selji Torres, en ef ef svo hræðilega vildi til og söluverð verður á þessu bilinu 50-80 million pund þá er ég ekki endilega viss að sá peningur detti beint í leikmannakaup. Ég er ekki alveg að fatta reiknisdæmi sem menn setja hér upp í þá veruna.
41 : Rafa vildi selja Alonso sumarið 2008 fyrir Barry. Tókst ekki og Alonso fór 2009 (hann hefur staðfest það, og ég hef enn ekki fyrirgefið benitez).
Nú er hátíð hjá slúðurritum Lundúnar. Benitez, Torres, Gerrard, Charra, Masche… gott ef johnson, aqua og reina séu ekki bara líka að fara… come on strákar!
Það eru að koma nýjir eigendur sem er nákvæmlega það besta sem við gátum vonað fyrir næsta season. Við verðum bara að lifa við óvissuna þar til það liggur fyrir hver/hverjir kaupa.
Afhverju er ekki brunaútsala hjá júnæted í sumar? Þeir skulda hátt í 720m punda með hátt í 100m punda í vexti á hverju ár! (510m@8.7% og 205m@14.25%) Salan á CR var færð á síðasta tímabil til þess að fela tapið… þetta verður mál málanna eftir HM (uppgjörin birt/lekið út) sannið þið til. Ég væri allavegana rosalega smeykur EF ég væri júnæted maður. BTW svo ætla þeir að kaupa Modric… umm ok.
Liverpool skuldar 240m punda með ágætum vöxtum. Eiga reyndar eftir að fjármagna völlinn en nýjir eigendur eru væntanlegir!
Kalling, það er það sem ALLT snýst um hjá klúbbnum þessa dagana! Næsta skref er að ákvarða framtíð Rafa, hann ætlar að vera áfram ef hann fær alla þá peninga sem hann selur til að kaupa nýja leikmenn. Ef hann fær það ekki fer hann væntanlega.
Eigendamálin eru ekki næst af því það mun taka eflaust að minnsta kosti tvo mánuði að klára það, þegar líklegir kaupendur eru fundnir. Það er ekki tími til að bíða með framtíð Rafa eftir því.
Karl, já hann vildi selja hann 2008 en ekki 2009. Smá munur þar á, allt aðrar kringumstæður.
Alonso vildi fara VEGNA þess að hann var til sölu 2008, hefur tjáð sig oft um þetta.
Jæja, Man City komst ekki í Meistaradeildina. Það er allavega ágætt. Til hamingju Spursarar sem eru svo heppnir að vera með gamlan Púllara í fremstu víglínu sem reddaði deginum fyrir þá 🙂
En #46 var það ekki einnig eftir að hann hafi átt 2 slök tímabil í röð, enda var hann falur fyrir 18 milljónir punda en liðum fannst það of hátt. Held að Hjalti hafi verið að eiga við það með þessu samhengi og það gleymist nú oft í umræðunni hvernig hann var búinn að spila og Barry búinn að vera að brillera þau 2 ár.
Karl, auðvitað sinnaðist honum og Rafa. En hann vildi líka fara aftur til Spánar með fjölskylduna, hann vildi enda ferilinn þar, og vinna titil þar. Þetta var kannski síðasta tækifærið hans til þess. En bottom line, hann vildi fara.
benites flæmdi Alonso burt með því að reyna að selja hann fyrir leiktíðina 2008-2009 = Alonso fannst hann óvelkominn og vildi þá að sjálfsögðu fara eftir þá leiktíð.
Ég skil ekki hvað Hjalti á við í ummælum 45 eí sambandi við allt aðrar kringumstæður ef hann er ekki að meina þetta. En miðað við ummæli Hjalta no 41 virðist Hjalti halda að benites eigi enga sök á því að Alonso vildi fara.
Endilega leiðréttu ef rangt er Hjalti.
Það sem ég er að segja er, að Rafa vildi selja Alonso 2008, en ekki 2009. En, það var of seint, af því Xabi var orðinn óánægður. Þess vegna seldi Rafa hann, ekki af því Rafa vildi ekki hafa hann áfram hjá félaginu.
Hérna er frétt af official síðunni þar sem Rafa tjáir sig um Alonso:
“Rafa Benitez today revealed he has told Xabi Alonso that he should stay at Liverpool.
Alonso received a rapturous ovation from the Singapore fans as he watched the Reds train on Friday night.
“I was talking to him yesterday and telling him to listen to the fans. They love Xabi,” Benitez told a press conference in Singapore.
“I said to him, ‘Maybe you have to stay.’
“You can see he is a really good player and I’ll be really pleased if he stays. All the players and his teammates want him to stay. If we keep Xabi I will be very pleased.”
Slóð á fréttina
Bölvuð heimska er þetta í manni að halda að það væri hægt að ræða fótboltatengd mál hérna, sorry, man það næst, það eru víst bara Benítez mál rædd. Yfir og út.
Svona gerist Steini minn. Það kemur inn færsla, umræða tengd henni er tæmd, og leiðir af sér umræðu sem endar á Rafa. Þetta gerist á svona síðu af því þetta er ekki spjallborð þar sem menn geta rætt einstaka hluti og færst sig svo yfir á einn af 1000 þráðum um annað subject. Kostir og gallar við þessa frábæru síðu 🙂
Einn af göllum hennar er einmitt hvað hún er frábær, þar með svo vinsæl að hér koma allir inn og allir vilja vera, sem leiðir af sér fleiri skrif og lélegri skrif. Það lækkar umræðuna niður á leiðinlegt plan oft á tíðum. Því miður.
Bíddu Steini eru það ekki fótboltatengdar fréttir að ræða um það sem benites gerir og gerir ekki sem stjóri Liverpool ?? mér er skítsama hvort þú eða aðrir sem styðjið benites út í opin dauðann viljið ekki sjá hvað hann er búinn að gera.
því það sem þið segið er ekki stóri dómur um hans störf þar sem mönnum dugar að skoða stöðu Liverpool í dag til þess að sjá hversu vel benites hefur staðið sig.
En þú mátt fara í fýlu mín vegna Steini minn ef það er svona sárt að það komi fram að meistari benites hafi flæmt Alonso burt já eða alla hina sem hann hefur ekki getað notað af því kannski efuðust þeir um starfsaðferðirnar hans, en þessir sömu menn virðast duga vel hjá öðrum liðum sem eru svo í þokkabót að standa sig betur en Liverpool.
Farðu ekki að væla Sigursteinn. Menn mega ræða það sem þeir vilja. Eðlilega er Benitez heitasta umræðuefnið.
Hvað rosalega eru allir tence út í Sigurstein. Róa sig aðeins drengir. 🙂
hér kemur mitt málefnlega innleg..
@ Boggi tona
Mér finnst það þú skrifar leiðinlegt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Viðurkenni að ég er Rafa maður og vill hann áfram, bara ef hann fær þann stuðning og peninga fyrir næsta sumar. Ef ekki þá er betra að hann fari því hann getur ekki stjórnað í þessu umhverfi.
Alonso er farinn. Bara að láta ykkur vita. Hver svo sem ástæðan var fyrir því. Rafa drullaði á sig? Kellinginn hann Alonso vælandi af heimþrá? Ruglið í kringum Barry? Who cares! Its in the past.
Ég verð sár og reiður ef Fernando Torres fer frá Liverpool punktur. Hvað þá ef hann fer í annað lið á Englandi, þá verð ég sár, reiður og pirraður
Ég ætlaði nú ekki að færa umræðuna á lægra plan en slúður um að torres fari fyrir 70m punda 🙂
Þó ég “styðji” benitez ennþá þá má alveg gangrýna hans mistök og Alonso eru klárlega ein af þeim (benítez var þó góður að selja hann dýrt). Alonso var orðinn uppáhalds leikmaðurinn minn, svona unique player sem gaf liðinu aðra vídd með leikskilning og sendingum. En hann er farinn, við erum í 7. sæti og enginn veit hver mun eiga klúbbinn á næsta ári.
úff… þetta verða erfiðir 2-3 mánuðir.
nr52 ssteinn.
að mínu mat er Benitez ekki aðal vandin hja þessum yndislega klúbb. það vita allir að það eru eigandafíflin og ef nýjir eigendur koma inn með pening finnst mer allt í lagi að Benni sé aðra leiktíð hjá okkur.. og þessi burt með Benitez umræða á þessari síðu hefur verið alveg rosalega þreytandi!! en núna þegar leiktíðin er búinn og LANG stærsta slúðrið í þessum blessaða fótbollta heimi í dag er hvað Benitez mun gera finnst mer þessi Benitez umræða hér alveg eiga rétt á sér núna þó hún sé leiðinleg.
en vááá hvað ég er með þetta slæma ástand á liðinu endalaust á heilanum. þetta er farið að hafa mikil áhrif á mann, held að ég fari að hringja mig inn veikan í vinnu bara.. EN vona að það fari að koma góð lending í þetta helvítis mál !
Leiðinlegt að vera Liverpool maður í dag, allt í chaos..
Til hamingju Tottenham
http://www.skysports.com/video/inline/0,26691,12606_6135796,00.html