Hull á sunnudaginn

Á sunnudaginn er síðasti leikur tímabilsins, m.ö.o. þessari ótrúlegu hörmung er að ljúka eftir hreint fáránlega langa og stranga 9 mánuði þar sem góðu stundirnar voru í sögulegu lágmarki. Ef ég ætti að lýsa tímabilinu í myndum, sem segja oftast meira en mörg orð myndi ég í fljótu bragði gera það svona:

Af þessum hafa komið allt of margar fréttir
Ég held að allir okkar leikmenn hafi meiðst einu sinni eða oftar
Örlítið hefur verið fjallað um Benitez þó allir hafi auðvitað verið hjartanlega sammála um hann (Klukkkar er 15:38 þarna)

Svona var stemmingin í klúbbnum mest allt þetta tímabil

Og síðan auðvitað það atvik sem fullkomlega súmmar upp tímabilið sem er loksins loksins að ljúka.

Þannig að ef þið leggið þetta saman við það að við höfum að akkurat ekki nokkrum sköpuðum hlut að keppa, erum dottnir fyrir löngu úr flestum keppnum og það er gríðarlega gott veður á Sellfossi núna þá fáið þið út hvað ég er spenntur fyrir Hull leiknum á sunnudaginn!

En svona til að klára formlegheitin þá er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að klára þetta mót með sæmd, þó ekki væri nema bara fyrir okkur áhorfendur. Liðið verður líklega svipað og í undanförnum leikjum:

Reina

Mascherano – Kyrgiakos – Carragher – Agger

Lucas – Gerrard
Maxi – Aquilani – Babel
Kuyt

Andstæðingarnir eru því miður fallnir og verður smá eftirsjá að Hull City úr deildinni. Bæði þar sem ég hélt smá með þessu liði þegar það var í næst efstu deild síðast en þó aðallega vegna þess að í þeirra herbúðum er uppáhaldsleikmaðurinn minn á Englandi, auðvitað þessi hér:

Ég hef séð þessa klippu eflaust hátt í 100 sinnum og hlæ ennþá að þessu.

Spá: Ég held að við tökum þetta solid 0-3 og fögnum líklega öll með tölu að þessari eyðimerkugöngu sé lokið.

Aðal spenningurinn er fyrir því hvað gerist eftir mót, enda held ég að blaðurskjóðan Gróa á Leiti sé þegar farin að leita að leiguíbúð í Liverpool.

Sjálfur ætla ég allavega að reyna að vera bjartsýnn eftir þetta tímabil og miða við að næsta bara getur eiginlega ekki verið verra.

29 Comments

    • og það er gríðarlega gott veður á Sellfossi

    Ég setti þetta enda var ég löngu búinn að skrifa þessa frétt, en gat ekki póstað henni inn þar sem síðan lá held ég niðri á tímabili í kvöld.

  1. Jæja….þá er það komið í ljós það sem ég hef verið að segja hér. Gillett og Hicks komu með ekkert í klúbbinn nema skuldir. Ekkert stóðs af því sem lofað var og völlurinn nýji víðs fjærri. Þvílikur kúrekar. En af því að ég bölvaði fíflinu honum David Moores þá var ég ritskoðaðu og ef ég man rétt þurrkað út það sem ég hafði skrifað. Það má ljóst vera að Moores kallinn er engin sérstakur aðdáandi Liverpool. Ef hann væri það hefði hann ekki selt þessum vitleysingum frá amríku. Þá hefði hann fundið nýja hluthafa sem hefðu komið með nýj peninga inn í aukið hlutafé….hlutur hans sjálfs(moores) hefði þá minnkað niður í kannski 35-55 % og hann verið áfram að stjórna betur reknum klubb með kannski minni skuldir og meira eigið fé. Nei..hann lætur Parry aula teyma þessa kana að skútunni og hleypir þeim um borð og stekkur svo frá borði en ekki án þess að láta skipa sig heiðursformann til æviloka. best væri að afhausa David Moores og reisa honum níðstöng við shankly gates. ætli þetta verði ekki tekið út af
    ritstjóranum….það væri eftir öllu.

  2. Ég gæti alveg trúað að kanarnir hafi bara farið virkilega illa útur heimskreppuni, og/eða tými bara ekki þessum peningum sem þarf í Liverpool. Og já fóru í skuldir sjálfir.. þeir byrjuðu vel, sounduðu vel, svo er einsog allur dampur hafi farið úr þessu, gæti rifrildi þeirra Hicks og Gillett snúið um Liverpool(líklegast) og hverskonar deilur. Maður spyr sig 🙂

  3. Hvað gerist ef við endum í 7. sæti og Fulham vinnur Europa League? Missum við þá af evrópukeppni á næsta tímabili?

  4. Bullard er snillingur. Kaupum kappann.
    Svo held að ég að Dempsey hjá Fulham séu líka kostakaup þó ekki sé hann jafn fjörugur og Bullard. Virkar þvert á móti alveg bugaður. En hann getur spilað fótbolta svo mikið er víst og fæst fyrir slikk. Sem er ágætt þar sem púllarar eiga ekki krónu…

  5. Þetta eru snilldar fréttir, Benitez er reiðubúinn að láta Aquilani fara fyrstan af öllum, eini maðurinn sem hefur haft eitthvað fram að færa í síðustu leikjum.
    Alveg eins og eftir að Benayoun reddaði tímabilinu fyrir okkur í fyrra og Benitez var reiðubúinn til að selja hann til Rússlands eða þá bara hafa hann á bekknum.
    Alveg eins og eftir að Alonso átti sitt besta tímabil þá var hann seldur.
    Það eina sem brýtur þetta upp er að Riise var seldur eftir sitt versta tímabil en því miður þá hefur enginn getað fyllt skarð Riise og það mun seint gerast. Hver nennir að hringja til Rómar og fá hann aftur?

  6. 2 S.Jónss: Illa rökstutt skítkast, þar sem menn skálda í eyðurnar, er ekki gaman að lesa. Þegar við bætist að menn eru varla skrifandi er það ekki til að bæta það. Miðað við þessa athugasemd þína er ég ekki hissa á að sú fyrri hafi verið þurrkuð út.

    Færslan er góð, Babu – myndirnar segja líka meira en þúsund orð. Nú er bara að krossa fingur og vona að klúbburinn seljist sem fyrst, helst áður en HM byrjar.

  7. TÚNFISKBRAUÐTERTA:
    Hvítt brauðtertubrauð í 3 lögum (mér finnst skemmtilegra að nota rúlluterubrauð)
    200gr majones
    100gr sýrður rjómi
    5 stk. harðsoðin egg
    200 gr. túnfiskur
    1 stk. laukur
    aromat (og verið óhræddir við að nota vel af því)
    Akúrka (bætti þessu sjálfur við, (optional)
    skraut ;
    salat,túnfiskur,egg (agúrka)

    Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma og kryddið hressilega með aromati.Stappið eggin vel og bætið við. Látið leka vel af túnfisknum (gott að setja í sigti). Saxið laukinn mjög smátt (og gúrkuna ef þið ákveðið að kýla á hana).
    þá er þetta salatið tilbúið og þið svo annað hvort smyrjið þessu á hvert lag brauðtertunnar , eða ef notað er rúllutertubrauð, þá skýrir það sig sjálft, fletjið út brauðið, smyrjið yfir og rúllið upp.
    Verði ykkur að góðu.

    Áfram Liverpool

  8. Sælir félagar

    Í þokunni hér suvestanlands mæli ég með siginni grásleppu.

    Endirinn á tímabilinu hjá mér verður eins og sagt er frá hér fyrir neðan.

    Tvö bönd af grásleppu skorin í bita
    Pottur á hlóðirnar og sett í blávatn saltað hæfilega.
    Þegar vatnið sýður er sleppan sett útí og suðan látin koma upp aftur.
    Potturinn tekinn af og látið standa í vatninu í 11,36 mín.
    Fiskurinn færður upp og settur á fat
    Etið við eldhúsborðið með nýjum hæfilega soðnum kartöflum.
    Gott er að horfa á súldina fyrir utan meðan borðað er.
    Ropað á eftir og dæst og maturinn dásamaður, vellíðan.
    Að lokum loftað vel út úr íbúðinni/húsinu.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Athyglisvert að þráðránum sé beitt með annars fínum uppskriftum 🙂
    Nú mætti segja mér að stjónendur síðunar séu komnir í smá vanda, á að henda út þessum commentum eða ekki 🙂

    Bara svo það sé á hreinu þá finnst mér í lagi að þau standi, enda sauðmeinlaus og létta lundina, en segja þeimur meira um áhuga manna á þessum lokaleik á morgun. Varðandi hann þá mun ég líklega ekki sjá hann þar sem ég mun ekki framlengja áskrift við Stöð2 Sport og nenni ekki að horfa á hann á netinu 🙁
    Engu að síður tel ég að við endum tímabilið með sigri en varla stórum.
    Get ekki neitað því að ég er dauðfeginn að þessu ömurlega tímabili sé að ljúka og spennandi sumar framundan………..vonandi 🙂

  10. ahhhh…Já, leikur á morgun. Ætli maður verði ekki spenntari fyrir Chelsea/United baráttunni. Ekki að maður sé mjög spenntur fyrir henni. En ég get nú ekki sagt að það sé mjög spennandi sumar framundan, fyrir utan HM auðvitað. Þá er hægt að njóta fótboltans án þess að vera heitur í eina átt eða aðra. Velti fyrir mér hvort ekki verði hægt að ræða HM hér? En Liverpool vinnur leikinn á morgun 1-0 og Pacheco skorar markið. Takk fyrir veturinn strákar!

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  11. Sigkarl notar þú ekki dass af ediki (ca tappa) í blávatnið ? það geri ég ef ég fæ nýjan rauðmaga gjörsamlega gerir bragðið 🙂

  12. Hafliði (#10) – þessi ummæli standa enn, er það ekki? Enda erum við önnum kafnir við að smyrja á brauðtertuna… 😉

    Annars að leiknum. Fín upphitun hjá Babú en ég verð að viðurkenna að ég á afskaplega erfitt með að keyra upp í mér einhvern áhuga fyrir þennan leik. Það er nú bara þannig.

  13. Sælir félagar.

    Er búin að grenja úr hlátri yfir klippum af Jimmy Bullard, þvílílíkur snillingur þessi maður. Ég segi kaupum þennan snilling þó að það væri ekki nema bara til að hressa upp á móralinn. Svo er hann líka bara góður leikmaður og gæti alveg komið inn sem súper sub, bekkurinn hefur allaveganna verið það slappur í vetur að það hefði bara verið snilld að hafa þennan mann þar þ.e. ef að hann hefði verið heill heilsu sem er reyndar ólíklegt…

    YNWA!

  14. Sem betur fer er þessu hörmungartímabili að ljúka. Hef nú trú á að við merjum Hull í lokaleiknum en varla mikið meira en það.

  15. Spennan fyrir þessum leik er það mikil hjá manni að ég nenni ekki einu sinni að reyna að sjá hann, sorglegt en satt. Er orðin spenntari fyrir því að íslenski boltinn sé að byrja að rúlla aftur, og ekki er hann nú upp á marga fiska.

    En ég rak augun í þetta á bbc áðan, ánægjulegt að sjá að þrátt fyrri allt vesenið á klúbbnum okkar þá eru menn að huga að framtíðinni. http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/r/rangers/8669988.stm

    Einhver hér sem þekkir til í skotsku deildinni og getur frætt mann um þennan gutta?

  16. Merkilegt, síðuhaldarar segja að menn eigi að halda sig við þá umræðu sem er í gangi, þ e a s Hull á sunnudag, annars verði ummæli þurrkuð út, sem er bara gott mál. Nú eru menn að ræða tertu mál (sem á eflaust að vera findið), en á þá ekki að þurrka það út og standa við það sem síðuhaldarar ætla að fara að taka á. 🙂 Annars hafi´ð það GOTT.

  17. Uppskriftakommentin glöddu mig meira en Liverpool í allt vetur og svo sem fátt að ræða um þennan leik. Stemningin er engin.
    Því óska ég bara fleiri framandi uppskrifta.

  18. Már, eins og ég sé þetta þá erum við aðallega að reyna hemja “skammtikrafta” sem ítrekað hafa reynt sitt allra besta til að eyðileggja hverja umræðuna á fætur annari og þar með skemmt fyrir síðunni. Svona saklaus léttleiki er mikið í lagi af og til og hitti allavega í mark að þessu sinni. Lighten up.

  19. Hérna er ein létt og góð uppskrift fyrir matarklúbb kop.is.

    1 stk avocoado

    hálft epli

    2 skeiðar grísk jógúrt

    maukið avocado-ið og eplið, bætið svo við jógúrtinni.

    Þetta er gott sem álegg á rúgbrauð eða venjulegt brauð.

    Hérna eru nokkur klip af Bullard. Flestir hafa ábyggilega séð þau en samt, þetta er hreinlega óborganlegur maður sem hefur svo sannarlega húmorinn í lagi 🙂

    http://www.youtube.com/watch?v=ukn0D5DLYxg

    http://www.youtube.com/watch?v=uyZ7TfC5shU

    http://www.youtube.com/watch?v=GKJn1fQPDUg

  20. Var ad kaupa mer nyju treyjuna og vona ad ny treyja, nyr sponsor se upphafid ad nyju gullaldartimabili. Er bara anaegdur med nyju treyjuna, fer mer vel…!

  21. Ég er þræl spenntur fyrir þessum leik og vil ekki fá neitt annað en 0-4 sigur.
    Pressan farin af þeim og kominn tími á að spila léttleikandi fallegan sóknarbolta.
    Gerrard 2
    Benayoun 1
    Aquilani 1
    Svo treysti ég á að Blackburn taki Villa með einu marki.

  22. Já maður er nú ekki spenntur fyrir þessum leik en ég mun engu að síður horfa á hann eins og flesta leiki í vetur.
    Annars er ég feyginn að það er að koma pása, ég höndla bara ekki fleiri slæma leiki á einu tímabili.
    Verður betra á næstu leiktíð!

    6 dagar í að áin(Lierelva) opni og er maður á fullum undirbúningi í að gera sig kláran fyrir veiðitímabilið.

    Eins gott að veiðitímabilið verði betra en knattspyrnutímabilið 🙂

  23. þið eruð bara að hugsa um uppskriftir og veiði á meðan ég greyið sem er algjörleg háður Liverpool í blíðu og stríðu kvíði því að fara inn í sumarið án nokkurs einasta Liverpool leiks, ekkert Asíu ferðalag eða neitt sökum Hm. ég verð þá bara að finna mér eitthvert uppáhalds lið á HM í staðinn og hvaða lið ætti það að vera. Argentína? Holland? England ef Carra verður með? Spánn? eða bara með því liði sem inniheldur flesta Púllara hverju sinni í byrjunarliðinu?

  24. Styð meistara SigKarl í nr. 9.

    Sigin grásleppa er málið, mikið vildi ég fá slíka máltíð, maður myndi alveg gleyma dökku skýjunum yfir Anfield um stund.

    En við vinnum 1-2 í dag.

  25. Það gerist vonandi eitthvað jákvætt í sumar,ég ætla allavega að vera bjartsýnn og taka þessu með æðruleysi…YNWA…

  26. Þakka þér Guðmundur.F. Þú ert greinilega ósammála mér og er það hið besta mál. Þú hinsvegar græðir ekkert á því að gera litið úr mér sem bréfritara né
    saka mig um skort á röksemdum. Staðreyndirnar blasa við eftir þriggja ára
    veru Hicks/Gillette. David Moores og Rick Parry gerðu klárlega mistök þegar þeir seldu þessum pappírspésum. Ef David Moores hefði virkilega,virkilega viljað gera það besta fyrir LFC þá hefði hann farið að mínum ráðum og minnkað sinn hlut með því að fá inn aðila með aukið hlutafé. Hlutafé hefur þann góða kost að af því eru ekki greiddar rentur nema að vel gangi í rekstrinum meðan að af skuldum þarf að greiða vaxtagjald alla ársins daga,
    en þetta veist þú Guðmundur. Mér finnst óþarfi að tala af einhverri virðingu um David Moores og Rick Parry. Það að láta tilnefna sig heiðursformann fyrir lífstíð er móðgun við áðdáendur um allan heim. Með því telur hann sig svo merkilegan í sögu LFC að heiða þurfi hann sérstaklega. Fyrir hvað???
    Vonandi tekur þu undir fordæmingar mínar á gjörðum þessara manna.
    Nema að þú sért sérstakur aðdándi þessara manna og sért sáttur við stöðu LFC í dag? Við vonandi deilum áhuga á því að LFC gangi vel, innan sem utan vallar.

6 dagar í Liverpoolborg

Liðið gegn Hull