Opinn þráður

Jæja, tímabilið er búið og við hérna á Kop.is erum að vinna í að gera það upp.

Við munum setja inn eitthvað af pistlum um þetta hræðilega tímabil og reyna að gera okkar besta til að skilja hvað fór úrskeiðis.

En þangað til er ekki úr vegi að henda inn opnum þráð hérna, þar sem að menn geta rætt um hvað sem er. Það er ekki mikið hægt að ræða um þennan Hull leik, þannig að sviðið er ykkar.

35 Comments

  1. Ég ætla bara að þakka ykkur Kopurum fyrir frábært tímabil. Ef leikmenn Liverpool hefðu staðið sig jafnvel og þið þá værum við brosandi út að eyrum núna. Eigið þakkir skilið.

  2. Já ég tek heilshugar undir þetta, takk fyrir ómissandi hluta af því að fylgjast með þessu liði sem ætlar mann lifandi að drepa. Líka hrós fyrir að hafa náð að halda umræðunni að mestu leiti málefnalegri, þó svo að það sé líka gaman að sjá einstaka skítabombur falla á spjallborðinu.

  3. Núna eru Chelsea og Real Madrid orðuð við einn efnilegasta miðjumann Spánar Javi Martinez hjá Atletic Bilbao. Þeir vilja víst fá 15 milljónir fyrir hann. Þetta er strákur sem ég vildi fá strax í fyrra þegar Alonso var seldur. Þá hefði líklega verið hægt að fá hann fyrri mun minni upphæð þar sem hann var ekki orðinn jafn áberandi leikmaður og stórliðin ekki byrjuð að eltast við hann. Martinez hefur oftar en einu sinni lýst yfir áhuga á að ganga til liðs við Liverpool. Ótrúlegt klúður ef hann endar hjá Chelsea eða Real Madrid. Vá hvað ég verð pirraður.

  4. Ég þakka kærlega fyrir frábæran vetur á þessari síðu. Þið eigið allir hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu! Ég ætla samt ekki að kveðja ykkur, því ég vona svo sannarlega að hér verði áfram pistlar, umræður o.fl. til að gera manni lífið bærilegra í sumar! Maður á ALDREI að taka sér frí frá Liverpool!

    Ef ég hugsa um gengi okkar í vetur, þá er ég enn í losti…ef einhver hefði sagt við mig að við myndum ná þessum ,,árangri” í haust þá hefði ég örugglega hlegið mig máttlausan og sent viðkomandi samstundis í 100 tíma hjá færasta sálfræðingi….nú þarf ég hinsvegar líklega á nokkrum tímum hjá sála að halda 🙁

  5. Takk fyrir veturinn kæru Kop pennar. Það er frábært að hafa þessa síðu til að gleðjast, fræðast, pæla og síðast en ekki síst…. Skammast… 🙂

    YNWA

  6. Já takk kærlega kop menn fyrir skemmtilegar umfjallanir, pistla og fréttir sem hafa komið hér upp í vetur. Viðurkenni þó að mér fannst skemmtilegra að koma inná þessa síðu á síðasta tímabili heldur en núna en það hefur ekkert með ykkar skrifa að gera.

    Ég er einn af þeim sem vil halda Benitez hjá Liverpool. Fái hann fjármagn til að kaupa 3-4 leikmenn í lykilstöður (framherja, miðjumann, vinstri bak, kantmann að mínu mati) þá á kallinn eftir að gera mikið betur. Það er erfitt að fara í bendingarleikinn og benda á einhvern einn hlut sem fór úrskeiðis en auðvitað á Benitez sinn þátt í að tímabilið endaði eins og það gerði.

    Mikið svakalega hefur verið erfitt fyrir mig sem sem sannur púllari í tæplega 25 ár að horfa á liðið mitt svona í molum. Lykilmenn hafa brugðist, þjálfara hafa brugðist, stjórnendur og eigendur hafa brugðist og því þarf vart að spyrja að leikslokum. Of margt fór úrskeiðis í vetur og ég bara trúi því ekki að næsta tímabil verði eins slæmt. Hef það á tilfinninguna að Liverpool muni nálgast leiki á annað hátt á næstu leiktíð. Það tekur tíma að byggja upp sjálfstraust og með tilkomu nýrra leikmanna og meiri hvatningu og fersku lofti þá á þetta eftir að takast hjá okkur.

    Liverpool verður að stórveldi aftur. Í dag er liðið því miður ekki stórveldi.

  7. Ég væri hættur að fylgjast með fótbolta ef þið kopparar skrifuðuð ekki um leikina eftir leikina vonandi verði þið aftur næsta tímabil!! 😀

  8. Það eru bara alvöru stuðningsmenn sem gefast ekki upp…..líkt og þið sem rekið þessa síðu. Keep up the good work!

  9. Sælir síðuhaldarar og takk fyrir veturinn.
    Að mínu mati er aðeins einn stór hlutur sem fór úrskeiðis í vetur. Yngri leikmenn fengu allt of lítinn séns að sýna sig í meiðslum annarra, menn voru látnir spila meiddir eða hálf meiddir.
    Mér finnst að ekki þurfi að kaupa framherja, taldi upp líklega eina 12 framherja hjá liðinu í vetur ( eftir Janúar söluna). Helst þarf að styrkja vörnina þar sem hún er heldur rýr þó svo við eigum marga frambærilega í varaliðinu. Kannski væri ráð að fara að nota þá meira og lána þá minna. Vill benda á að Owen, Fowler,Carra og Steven voru ekki gamlir þegar þeir fengu að spreyta sig og slágu í gegn.
    Annars takk fyrir og vonandi gengur bara betur næst.

  10. Takk fyrir frábæra síðu og oftast nær málefnalega umræðu. Þetta er án efa síðan # 1 á Íslandi þegar enski boltinn er annars vegar.
    Ég mæli með opnum þráðum eftir hverja helgi á næsta tímabili og hinir fjölmörgu stuðningsmenn annara liða sem vissulega heimsækja kop.is geti tjáð sig.
    Kveðja United maður….

  11. Sælir félagar

    Tek undir allt sem sagt hefur verið um síðuhaldara/pistlahöfunda eða hvað þið viljið láta kalla ykkur. Takk fyrir góða síðu og umsjón/stjórnun hennar.

    Bíð í eftirvæntingu/ofvæni eftir uppgjöri/griningu ykkar og annarra á tímabilinu.

    Það er/var n
    u þannig.

    YNWA

  12. Svakaleg grein sem vísað er á í nr. #10.

    Því miður er þarna svarta myndin sem ég vona svo innilega að sé ekki hin rétta, en sú sem ég virkilega óttast….

  13. Já ég ætla fyrst og fremst að þakka þeim sem halda úti þessari síðu, og fólkinu sem kemur hér inn til að taka þátt í umræðunni. Undanfarin ár hef ég horft á 95% af leikjum liðsins of farið á Anfield 5-6 sinnum. Þetta tímabil var aðeins öðruvísi, en það kemur annað tímabil eftir þetta, það sem erfiðast var þó að kyngja var að liðinu hafði verið spáð mikilli velgengni an þar við stóð ekki varð það reyndin. Mórallinn hjá stuðningsmönnum er “at low point” og það er bara að spila rétt úr þessu og vona að allt fari á betri veg á komandi árum, í sambandi við eigandamál, leikmannamál, stjórn og fleira.. Það sem menn verða gera sér grein fyrir þó eru ytri aðstæður hafa breyst ótrúlega, óeðlilegar upphæðir fyrir leikmenn, laun osfr.. með tilkomu peningamanna í “manager leik” .. LFc var þegar búnir að dragast afturúr í markaðsmálum, og í samabandi við leikvang og fleira…

    Árangur Benitez er ekki slakur og heldur ekki frábær. Leikmenn hafa komið sem hafa blómstrað , og aðrir sem hafa ekki gert neitt að viti.. það er eitthvað sem allir frkst.. glíma við. Hvort sem hann verður áfram eða ekki þá vona ég að mórallinn lagist og liðið fari að skila stigum í hús ..

    Að lokum vil ég óska Chelsea til hamingju með titillinn..

  14. Ég tel að þær fréttir sem eru á þessari síðu séu mjög góðar fyrir þá sem hafa þann eina möguleika að horfa á leiki á netinu.

    Ég vil þakka þeim sex aðilum sem sjá um þessa síðu fyrir veturinn. Það hefur verið mjög gaman að lesa pistla og leikskýrslur og sú vinna umsjónarmanna að halda umræðunni hverju sinni á góðu róli tel ég þá eiga hrós fyrir. Nú er bara að gyrða sig í brók, setja bjórinn í kælinn og fylgjast með HM og vona að blautir draumar okkar um stjörnuleikmenn verði að veruleika (þ.e. að þeir komi til Liverpool 😉 ).

  15. Dór Stóri

    Maður veit ekki hvort þetta eru góðar fréttir eður ei. Þetta getur líka þýtt það stóru stöðvarnar fái mun minn áhorf/áskrifendur og því geta þeir ekki borgað jafn hátt verð fyrir boltann. Það þýðir minni peningur til liðanna og svo koll af kolli. Maður veit ekki hvar slíkt gæti endað nema með því að þetta verði hreinlega allt á netinu í framtíðinni og maður borgar bara fyrir þetta þar.

    Það er ekkert frítt í þessum heimi.

  16. Sammála Maggi #16. Var að lesa þessa grein. Það er vitað að ástandið er slæmt. En það setti hroll að mér við lesturinn. Þessi grein er ekkert svartagallsraus heldur harðar staðreyndir sem erfitt er að horfast í augu við.

    Ef Liverpool ætlar ekki að falla í meðalmennskuna eða jafnvel eitthvað verra þá verða að koma til Eigendur með mjög djúpa vasa. Það er eiginlega ekki flóknara. Það er grátlegt að þannig sé staðan en þannig er hún. Svo einfalt er það. Þetta er hinn harði raunveruleiki nútíma atvinnufótbolta!

    Nú er bara að krossa fingur og vona að til komi nýjir eigendur með alvöru framtíðarsýn. Eigendur sem borga upp skuldir og hafa framtíðarsýn til að sætta sig við hagnaðarvon eftir langan tíma! Það er hægt að byggja upp algjört stórveldi á mögnuðum grunni Liverpool FC en til þess þurfa að koma eigendur með mjög djúpa vasa eins og áður sagði og sem tjalda ekki til einnar nætur. Einhverjir myndu segja að Liverpool sé stórveldi og í vissum skilningi er Liverpool FC það! En sá frægðarpallur getur fljótt rykfallið ef fer fram sem horfir.

    En hvað sem gerist þá mun undirritaður í það minnsta ALDREI hætta að elska og styðja Liverpool FC. 🙂

    YNWA

  17. Miðað við þessa grein þá eru tvær leiðir færar. Annars vegar að hefja gríðarlega söfnun meðal stuðningsmanna (í líkingu við SOS – Save our Stoke um árið) sem myndu þá eignast hlut í félaginu. Hin leiðin er að finna einhvern ríkan vitleysing sem er til í að setja hundruði milljóna punda í þetta. Ég held að það sé einsýnt að félagið er varla mikið meira virði en skuldirnar, einhverjar 300 milljónir punda. Smá reikningsdæmi – ef 100.000 manns leggja að meðaltali 3000 pund þá er hægt að ná 300 milljónum punda. Hugsanlega væri hægt að safna 50-100 milljónum punda með þessari leið og létta aðeins á lánunum og kaupa kannski 20-30% af klúbbnum með því.
    En framtíðin er bara einfaldlega svört og fátt við því að segja.

    Takk, kopparar fyrir frábæra síðu sem virkar oft eins og sálfræðingurinn manns.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  18. 21 Paulo

    Þú kemur með góðan punkt og rökin sem þú gefur eru ekki slæm. En til að svara rökunum; peningurinn sem liðin eru að fá fyrir sjónvarpsréttinn, er hann ekki orðin það hár að það nái engir átt? Það getur varla verið eðlilegt að sjónvarpstöðvar séu að borga jafn miki fyrir útsendingaréttinn og eitt lið í úrvalsdeildinni kostar. Og hvað með lið í neðri deildunum? Fá þau lið stóru summurnar eða fer megnið af peningnum til stóru liðanna (hægt að koma með mótrök að verðlaun á árangur en munurinn er of stór að mínu mati)? Mér þætti eðlilegast að lið gætu rekið sig sjálf, þ.e. að þau geti séu réttu megin við núllið vegna innkomu af miðasölu og sölu á varningi ýmiskonar.
    Það er líka þannig að margir geta ekki séð leikina vegna þess að þeir eru ekki í boði þar sem þeir búa. Ég til að mynda hef ekki getað horf á nema einn Liverpool leik í sjónvarpinu í vetur vegna þess að sú stöð sem ég hef sem sýnir enska boltann sýnir bara einn leik í viku, og ég get ekki fengið aðrar stöðvar þar sem ég bý á kollegíi (ég bý í DK). Í staðin hef ég horft á alla leiki Liverpool á netinu í misgóðum gæðum.
    Á Íslandi er það einnig svo að á þónokkrum stöðum býður stöð2 ekki uppá hliðarrásirnar þar sem verið er að sýna leiki úr ensku deildinni, og þrátt fyrir skerta þjónustu (stöð2 kallar þetta auka þjónustu við þá sem búa á réttu svæði) þá þurfa þeir sem búa á þessum stöðum að borga fullt verð.
    Svo eru þeir sem ekki hafa efni á að greiða fyrir umræddar sjónvarpstöðvar. Það vitum við flest að mörg heimili á Íslandi hafa þurft að draga seglin vel saman vegna bágrar fjárhagsstöðu og er sjónvarpsáskrift eitt það fyrsta sem ætti að fjúka (að mínu mati). Þeir aðilar sem ekki geta horft á leikina heima hjá sér lengur gætu þá svosem farið á bari landsins en oft er það ekki möguleiki vegna ýmissa ástæðna.

    Ég hef ákveðna skoðun á miðlun efnis á netinu sem og frelsi einstaklinga til að nota það. Að sama skapi tel ég rétthafa myndefnis oft á tíðum ekki gera nóg í því að bjóða uppá mismunandi miðlunarleiðir fyrir neytendur. Þess vegna tel ég það vera góða frétt að A) vefsíðan sem talað er um í fréttinni sé dæmd lögleg, enda geymir hún ekki efnið heldur vísar hún bara í það (svipað og spjaldskrá á bókasafni) og B) að þeir sem ekki hafa möguleika til að greiða fyrir áhorf hafa þó möguleika á að sjá liðið sitt spila.
    Aftur á móti vil ég líka koma því að að ef möguleiki væri á því að ég gæti nálgast efnið (t.d. pay per view) sem ég vil fyrir sanngjarnt verð ( ekki 10.000 Kr. á mánuði) þá er ég meira en til í að greiða fyrir efnið sem ég vil sjá.

  19. Já takk Kop.is fyrir að vera til. Ekki takk FC Liverpool fyrir nýliðið tímabil. Megi það hvíla í friði um ókomin ár. RIP.

    Áhugaverð grein sem #10 Eldoro vísar okkur á. Áhugavert með slúðrið þessa dagana sem segir að ítalskir risar vilja fá Rafael Benitez, Juve og nú Inter. Slúður er samt slúður og ekkert múður. Sumir gestir hér halda að Benitez sé svo steingeldur að honum sé ekki mönnum bjóðandi. Ítalir eru það náttúrulega líka svo að Spánverjinn á trúlega vel heima þar, að þessara gesta mati. Er reyndar algerlega á öndverðum meiði í þessu samhengi. Hvað um það.

    Sumarið er tíminn sagði Bubbi og það verður spennandi að sjá hvernig sá tími verður fyrir okkur. Verður þetta góður tími? Slæmur tími? Same old shit tími?

    Og talandi um skít og Englendinga á sama tíma. Sá þetta hjá félaga mínum á Fésinu í morgun og ég ætla að deila þessu með ykkur:

    Á salernið ég settist “down”
    svall mér þrútinn kviður.
    Gríðarlegur “Gordon Brown”
    gekk svo af mér niður.

    Hljómar eins og tímabil okkar í hnotskurn. Sárt, vont og skítalykt af þessu.

    Sem fyrr. Hvað sem verður í haust þá held ég áfram að vera rauður. Ég gæti skipt um vinnu. Ég gæti meir að segja skipt um trú, þótt það sé ólíklegt. Ég gæti skipt um konu, sem er reyndar enn ólíklegra. En ég skipti ALDREI um ást mína á Liverpool Fottball Club.

  20. Hvernig stendur á því að Inter og Juventus vilja Benitez en ekki sumir stuðningsmenn Liverpool?

  21. Aðeins um liðið okkar og þetta svartsýnistal.

    Ef við tökum okkar sterkasta byrjunarlið þá á það að getað unnið hvaða lið sem er séu allir heilir. Í hvaða stöðum er liverpool með besta manninn í deildinni í dag? Pepe Reina er klárlega besti markvörðurinn, Torres er klárlega LANG besti framherjinn í deildinni, svo má deila um það hvort Gerrard, Mascherano og Glen Johnson séu bestir í sinni stöðu í deildinni eða ekki. Þarna erum við komnir með 5 af 11 leikmönnum sem eru annað hvort bestir eða á mörkunum að vera bestir í sínum stöðum í þessari deild!!!! Lítum svo á þá sem eru með þeim. Leikmenn sem eru að mínu mati nógu góðir til að vera alltaf í liðinu okkar þegar þeir eru heilir eru Aquilani og Agger. Aðrir leikmenn eru meðaljónar sem mega alveg missa sig. En skv. þessu erum við að mínu mati með 7 af 11 leikmönnum í byrjunarliðinu sem eru í toppklassa og þeir eru fáir betri en þeir í þeirra stöðum á vellinum í deildinni og ekki má gleyma því að Yossi er SÚPERSUB dauðans og á eingöngu að koma inn á sem varamaður!!!

    Nokkrir leikmenn eru líka hjá klúbbnum sem eru í rauninni ekki í toppklassa að mínu mati og ættu í rauninni að vera varaskeifur fyrir aðalliðsmennina okkar (okkur vantar 4 heimsklassamenn í liðið) en þetta eru Cavalieri, Insua, Carra, Lucas, Babel, Kuyt, Yossi, Maxi og Ngog.

    Einnig eigum við fullt af ungum strákum sem gætu verið að detta í aðalliðið og gætu hugsanlega spjarað sig vel eins og Plessis, Darby, Kelly, Eccleston, Ayala, Amoo, Pacheco, Robinson, Dalla Valle, Pálsson og ef ég man rétt þá eru fleiri kjúllar á leiðinni. Þessir strákar gætu allir með réttri meðhöndlun orðið góðir spilarar.

    Að þessu sögðu tel ég að félagið verði að kaupa efitrtalda leikmenn í heimsklassa: Framherja, miðvörð, kantmann og við kæmumst af með að kaupa annaðhvort annan kantara eða vinstri bakvörð, liðið má alveg vera með einn farþega sem gæti hugsanlega verið Insua, Robinson (nýjasti kjúllinn), Maxi, Kuyt eða Babel.

    Síðast en ekki síst þarf liðið að mínu mati að skipta um hugarfar, finnst eins og t.d. Gerrard hafi allt of oft verið í tómu rugli hugarfarslega séð í vetur, það hefur vantað leiðtoga sárlega saknaði ég GAMLA GÓÐA GERRARD í vetur!!!

    Well þetta eru smá pælingar.

    Kveðja,
    -SS

  22. ástæða útaf því ítalskir risarnir vilja Rafa er hann passa miklu betur þar enda getur maður séð að rafa er ekki sérstaklega mikið fyrir sóknabolta heldur er meiri fyrir tækni það hafa líka margir sagt að rafa fótbolti hentar meira fyrir ítölsku deildina.
    ég heldur þegar Liverpool er að fara endureisa sig aftur vil ég að Liverpool hætti að einbeita á lykilmennina Gerrard og Torres heldur fara að búa til gott Lið sem getur unnið deildina dæmi góð lið og Chelsea þarsem margir í þessum liðum geta skorað mörk þótt þeir hafa klassa leikmann einsog robben og drogba eitt annað er það einsmanns lið og einsog Man UTd og Arsenal mun aldrei vinni deildina útaf þeir treysta svo mikið á Rooney og Fabregas.

  23. Þakka einnig fyrir frábæra síðu sem hefur haldið geðheilsu manns í nokkrum skorðum í vetur. Við þá plebba Knoll og Tott (eða Gillett og Hicks) segi ég eins og Mr. Kreozote: “Fuck off, I’m full!”

  24. Líkt og aðrir þá þakka ég kærlega fyrir veturinn og þann metnað sem þið síðuhaldarar allir sem einn leggið í þetta.
    Og glæsileg stjórnun kommenta án þess að vera með mikla ritstýringu hefur orðið til þess að hún er enn áhugaverðari fyrir vikið. Því það var orðið leiðinlegt að þurfa að lesa um Babel, Benites, Kuyt og eigendur liðsins í ca fimmtánda kommenti í hverri einustu færslu. Og til þess að leysa þetta vandamál var “opinn þráður” glæsileg og nauðsynleg leið til þess að gefa mönnum kost á að láta gamminn geysa.

    Haldið áfram þessu frábæra starfi og við leggjumst allir á bænir í sumar hverar trúar sem við erum, tilbiðjum okkar guði og æðri máttarvöld um nýtt og breytt lið í byrjun næsta tímabils.

  25. Ziggi? Hvernig fór Benitez að skora svona mörg mörk á síðasta tímabili með svona varnarlega sinnað skipulag?

  26. Takk fyrir öll hrósin. Það er alltaf jafn gaman að lesa svona.

    Og takk líka Siggi S. fyrir þitt komment – sannarlega það jákvæðasta sem ég hef lesið lengi. Ég hef líka hugsað þetta og ég er á því að það sé enginn heimsendir ef að liðið helst óbreytt í sumar. Þó að ég muni þá ekki gera ráð fyrir titilbaráttu, þá ætti það allavegana að vera nægilega sterkt til að komast aftur í CL og brúa bilið þar til nýjir eigendur koma.

    Það sem ég er fyrst og fremst hræddur við er að menn fari í eitthvað rót á þjálfarateyminu þegar að eigendamálin eru svona óviss. Ég held að versta mögulega staða í sumar væri nýr framkæmdastjóri með algjöra óvissu í eigendamálum áfram. Ég er hræddur um að þá myndu margir leikmenn ókyrrast og að nýr stjóri ætti í vandræðum.

    Ef að nýjir eigendur kæmu inn, þá myndi ég svo sem ekkert tryllast ef að þeir vildu koma með annan framkvæmdastjóra.

  27. Er það ekki kaldhæðni örlaganna að eftir sitt lélegasta tímabil í mörg ár, þá er Carra á leið í Enska landsliðið? 🙂

    Svona er fótboltinn skrítinn stundum.

Hull City 0 – Liverpool 0 (Post Mortem)

Uppgjör 09/10: Mestu vonbrigðin