Hvern viltu sjá sem næsta framkvæmdastjóra Liverpool

Þetta skýrir sig sjálft. Ég tók bara þá aðila, sem Guardian nefnir hér.

Hvern viltu sjá sem framkvæmdastjóra Liverpool?

  • Guus Hiddink (41%, 419 Atkvæði)
  • Martin O’Neill (13%, 134 Atkvæði)
  • Kenny Dalglish (12%, 128 Atkvæði)
  • Louis van Gaal (9%, 94 Atkvæði)
  • Frank Rijkaard (7%, 69 Atkvæði)
  • Slaven Bilic (5%, 47 Atkvæði)
  • Einhvern annan (4%, 37 Atkvæði)
  • Roy Hodgson (3%, 31 Atkvæði)
  • Jürgen Klinsmann (2%, 25 Atkvæði)
  • Mark Hughes (2%, 23 Atkvæði)
  • Manuel Pellegrini (2%, 18 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,025

Loading ... Loading ...

Höldum umræðunni um brottrekstur Rafa í þeirri færslu og umræðu um mögulegan arftaka hér.

47 Comments

  1. Ég verð að segja að ekkert af þessum nöfnum gera mig neitt brjálæðislega spenntan. Ég er svona að rokka á milli Hiddink, Rijkaard og Pellegrini.

  2. ég yrði sáttur með hiddink en fínnst það ólíklegt en ég væri jafnvel til í að prófa breskan stjóra og fá meira breska leikmenn inn í liðið! fá einhverja menn með hjarta inn í þetta !

  3. Guus Hiddink er með flottan feril og það verður að segjast að einhverra hluta vegna tók chelsea stakkaskiptum eftir að hann tók við þeim, þannig að ef við horfum til þesss að fá breytingar með sama/svipaðan mannskap líst mér best á hann.

  4. Var það ekki Rijkaard sem kom Barca til bjargar þegar ekkert var búið að ganga hjá þeim í nokkur ár?
    Barca liðið byrjaði að spila þennan flotta bolta undir hans stjórn, gæti orðið spennandi kostur, hann fær mitt atkvæði.

  5. Ég kaus Rijkaard og hef áður viðrað þá skoðun mína að ég væri spenntur fyrir honum. Hiddink væri líka frábær kostur en öðrum er ég ekki jafn spenntur fyrir. Skil t.a.m. ekki hvernig menn halda að Martin O’Neill geti bætt liðið, hann hefur verið expert í því að hrynja á vormánuðum með Aston Villa sl. tvö ár.

  6. Ég styð Frank Rijkaard, maður sem sýnir allavega svipbrigði í leik og lætur mann hiklaust þurfa að vinna vinnuna sína til að fá að spila. Flottur þjálfari sem spilar hraðan og skemmtilegan fótbolta, sóknarbolta sem að Liverpool sýnir aðeins 3-4 á heilu seasoni. Rétti maðurinn í starfið.

  7. Ég vil ekki sjá Hodgson eða O´neill nálægt liðinu. Rök: ég nenni ekki að horfa á 11 manna varnar-kick and run bolta þá getum við alveg eins hringt aftur í Houllier.

    Í rauninni skiptir ekki máli hver kemur. Nýr maður mun hafa jafn lítið af peningum á milli handanna og Benítez hefði haft og mun því aldrei gera neitt sem vonir okkar stuðningsmanna eru bundnar við. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir LFC að kanarnir hverfi næst frá klúbbnum.

  8. Kaus nú O’Neill án þess að ég sé gríðarlega spenntur fyrir honum. Annars er Marcello Lippi laus eftir HM en hann kemur varla eins og ástandið á Anfield er í dag.

  9. Það væri fínt að fá Hiddink ef bara er verið að hugsa um ráðningu til skammst tíma. Hann hefur sannað sig í því að taka við liðum og ná árangri á stuttum tíma. Til lengri tíma, tja, ég get eiginlega ekki gert upp við mig.

    PS: Mikið er ég þó feginn að vera ekki aðdáandi svona liðs: http://www.evertonfc.com/awaykit.

  10. Það hlítur að vera vonlaust að fara að þjálfa Liverpool í dag, sá maður sem kemur veit að hann er ekki að fara vinna titla miðað við það fjármagn sem hann fær til leikmannakaupa.
    Hann er ekki að fara að vinna neina titla nema deildarbikarinn á næstu árum og verður eflaust 30 stigum á eftir liðinu í toppsætinu. Ef að það koma upp góðir leikmenn þá munu þeir fara fram á að verða seldir til hinna liðanna í deildinni sem geta boðið upp á meistaradeildarbolta og alvöru baráttu um titilinn. Miðað við stöðuna í dag er Liverpool ekki að fara gera neitt af viti í náinni framtíð nema eitthvað stórkostlegt gerist.
    En maður vonar það besta en býst við því versta.

  11. Er sammála Ræðumanni nr 8. skiptir ekki máli hver tekur við liðinu með budget upp á fimm kúlur. Væri samt mest til í Hiddink ef hann er laus.

    Samsæriskenning!

    Rafa sagt að hann fái fimm kúlur leikmannkaupa og hann samþykkir starfslokasamning! Allt gert til að losna við hann.

  12. Án efa Martin O’Neill, hann hefur gert frabæra hluti hjá aston villa og synir lika astridu i leikjunum og midad vid benitez er thad frabært….. Hatadi alltaf thegar ad liverpool skoradi og thad var engin astrida hjá benitez eda fagn yfirhofud hjá benitez, leit bara ut fyrir ad honum væri alveg sama…

  13. Hér annar flottur list um eftirmenn Rafa og hvað margar líkur eru þeir verði stjóra Liverpool: http://www.goal.com/en-gb/news/2867/debate/2010/06/03/1956239/goalcom-special-martin-oneill-tops-22-man-list-of-managers
    Sá Þjálfara sem ég Kaus var Slaven Bilic held að hann getur komið með nýjan anda í Liverpool og en ég hefi kosið annan væri það Guus Hiddink sem mundi fá atkvæði mitt.
    Þjálfara sem ég væri til fá úr listanum eru Guus Hiddink sem er hrein snillingur að breyta sæmilegu góðu leikmenn í topp klassa leikmenn dæmi um underverk hans eru Suður-korea og Ástralía en ég held nú hann sé nú ekki fara þjálfa Tyrkland og Liverpool í sama og kannski Slaven Bilic það er bara eitthvað töff við þann þjálfara þegar ég sá hann fyrst í EM2008 og annar er Frank Rijkaard sem bjó til stjörnur einsog Ronaldinho og Leo Messi, þjálfara sem eru á lausu væri mest til fá annað hvort Bernd Schuster sem átti mjög gott tímabil með Real madrid þar sem hann vann tvöfald og hinn er Manuel Pellegrini sem var rekinn útaf heimsku legum ástæðum en hann maður þarf sjá hvað hann gerði hjá Villarreal AF þeim þjálfara sem ég vill ekki sjá eru Alan Curbishley, Marco Van Basten, Juande Ramos, Jurgen Klinsmann

  14. Ég held nú að þjálfunarstaða hjá Liverpool sé alltaf heillandi. Góður tími í sjálfum sér að taka við liðinu, var í rugli í fyrra, fullt fullt af topp leikmönnum innann raða liðsins, sagan og stuðningsmennirnir !! Auðvitað eru ekki til miklir peningar en ef við sleppum við að selja okkar bestu menn erum við með nokkuð sterkan hóp.

    Svo snýst þetta ekki allt um peninga og kaupa kaupa kaupa. Er Wenger ekki búinn að vera í gróða undanfarin ár ?

    Ég held þvi fram ef við fáum metnaðanfullann og lifandi þjálfara til Liverpool sem nær að hnoða hópinn saman og búa til góða stemningu hjá liðinu þá er allt hægt í þessu !!

    Hlakka til næsta tímabils, engin pressa og nýr kall á hliðarlínuna, bara gaman !

  15. Hiddink er minn fyrsti kostur, en ég myndi sætta mig við Martin O’Neal vegna þess að ég væri til í að fá einhvern með reynslu úr ensku deildinni sem er gjarn á að kaupa enska leikmenn.

  16. Skil ekki af hverju fleiri menn kjósa ekki Louis Van Gaal..

    Tók Bayern sem var í tómu tjóni og gerði þá að einu besta liði í Evrópu. Lætur engar ofurstjörnu vaða yfir sig eins og sást best þegar hann tók í Robben sem ætlaði að vera með eitthvað bögg eftir að hafa verið skipt útaf í meistaradeildinni.

    Hins vegar er kannski afar ólíklegt að hann væri til í að koma til Liverpool þar sem það eru mun spennandi tímar hjá Bayern og Ribery var að skrifa undir langtímasamning og allt lítur út fyrir að þeir muni verða stórlið næstu ár, sem er meira en ég get lofað með Liverpool :(…

  17. Samsæriskenning::: Liverpool er búið að finna nýja kaupendur en þeir vilja ekki taka við með fulla vasa af peningum og Benítes við stjórnvölinn. Þeir segja því stjórn LFC að láta Benítes fara á kostakjörum og eru búnir að mynda sér skoðun á næsta framkvædastjóra ??? Síðan taka nýjir eigendur við og ráða þann sem þeir vilja í stöðuna :o)) Annars væri ég mest til í að fá Guus H. Hann gæti eflaust lokkað nokkra hollendinga til Liverpool svo sem Real Rejects. YNWA

  18. Algjörlega sammála Jóa #24 með van Gaal. Þrátt fyrir að hafa orðspor á sér að vera ruglaður, þá held ég að liðið þarfnist manns með algjöran járnaga. Að mínu mati er van Gaal maðurinn til þess að koma Liverpool á stall hinna bestu.

  19. L. Van Gaal fékk mitt atkvæði, hann hefur l verið góður að byggja upp góð unglingalið og óhræddur við að gefa ungum drengum tækifæri eitthvað sem gæti reynst okkur vel ef fjárhagstaðan batnar ekki. Það væri ekkert leiðinlegt að fá 2 til 3 drengi á ári sem eru uppaldi á Anfield. Frank Rijkaard er líka spennandi kostur sem og reyndar töffarinn S.Bilic sem á öruglega eftir að verða frábær stjóri í framtíðinni.

  20. Gaui Þórðar er á lausu. Hann lifir sig 100% inn í starfið og er með alvöru passion fyrir fótbolta. Gerði flotta hluti hjá Stoke þar sem hann vann m.a. Vindrúðubikarinn og bjargaði síðan Crewe frá falli. Vanmetinn snillingur.

  21. Van Gaal er aldrei að fara að vinna fyrir klúbb sem á ekki fokking krónu. Liverpool er ekki stórveldi í dag. Það er fullt af frábærum stjórum sem taka ekki að sér einnhvern klúbb sem hann getur ekki breitt. Það þarf peninga til að breyta.

    Gæti alveg séð klúbinn verða stjóralausann fram yfir HM. Meðan leikmannamál eru að skírast. Gerrard, Torres og Mascherano. Hvað gera þessir leikmenn. Fær nýr stjóri peninginn ef þessir leikmenn verða seldi til að kaup aðra leikmenn í staðinn?

    Það eru svo mörg ef framundann að maður verður bara ringlaður ):

  22. Vill aldrei Klinsmann,jol,ramos,hodgson og ekki er mjög líklegt að van gaal sé að fara að færa sig.
    Lippi,Hiddink,deschamps,capello væri bara draumur það verður spennandi að sjá í hvaða klassa stjórinn verður. Veit ekki með King kenny,er hann ekki búinn að vera of lengi á hliðarlínunni??
    Finnst það eitt skipta máli að stjórinn sé með sanna ástríðu fyrir skemmtilegum fótbolta og taki kannski eins og eitt fagn á ári og láti aðra um ritvinnslu og tölfræði.
    Kannski fara menn eins og Babel fyrst að virka núna þó að ekkert sé víst í þeim efnum hverjir verða eftir sumarið.
    Takk Rafa en xxxx off yanks get the xxxx out

  23. Þessi spurning er ótímabær að mínu mati. Skiljanleg en fullkomlega ótímabær.

    Bandaríski fáninn brennur fyrir utan Anfield og Christian Purslow mun ekki geta ferðast án verndar um Liverpoolborg.

    Það er auðvitað ekki ástæða til að láta sér detta í hug að nokkurt þessara nafna muni líta til þess að stjórna klúbbnum í þessu standi. Allt hjal næstu daga um annað en loforð um stórfellda peninga til leikmannakaupa og tilkynning um nýja eigendur mun leiða til þess að alvöru þjálfari komi á Anfield.

    Maður með snefil af skynsemi fer ekki inn í klúbb sem á enga peninga og er í stórhættu með að missa sína bestu leikmenn.

    Ég væri fyrir utan Anfield núna að berjast þeirri einu baráttu sem hugsanlega mun einhvern tíma skila mér liðinu mínu aftur. BURT með eigendurna og alla þeim tengdum. Það mun enginn hæfileikaríkari en Rafa taka við þessu liði, barátta hans fyrir félaginu sjálfu skilaði brottrekstri hans. Hicks og Gillett fá aldrei frið til að horfa á liðið sem þeir eru að gera að allsherjar athlægi og sennilega hafa bæði Purslow og Broughton skrifað undir sinn dauðadóm.

    Baráttan núna snýst ekki um titla eða Meistaradeildarsæti, heldur líf félagsins.

    Mark Hughes, Frank Rijkaard eða hver annar er fullkomlega og algerlega marklaus umræða á meðan að húsið logar!!!!!

  24. Ég meina auðvitað að Purslow og Broughton hafi skrifað undir sinn dauðadóm hjá félaginu, en ekki þeirra eigin!!!

  25. Maggi ertu nú ekki full svartsýnn ?. Samkvæmt Þórhalli mun þessi hrollvekja hafa undurfagrann endi

  26. Laurent Blanc, ekki spurning. Ungur og ferskur og að gera góða hluti í frakklandi.

  27. Laurent Blanc var að taka við franska landsliðinu og Hiddink því tyrkneska.

    Það væri náttúrulega bara til að sýna stöðu okkar enn betur að fá menn í hlutastarf hjá félaginu.

    Þórhallur, ég er bara að spegla það sem ég held eftir lestur dagsins að sé málið.

    Fyrsta spurning í viðtalinu mun koma frá þeim sem sækir um:

    1. Hver er að ráða yfir mér?
      uuuuuuuuu – veit ekki.
    2. Hvað fæ ég mikinn pening?
      uuuuuuuu – substantial.
    3. Hvað þýðir það?
      uuuuuuuu – veit það ekki.
    4. Verða pottþétt allir bestu leikmennirnir áfram?
      uuuuuuuu – vona það!

    Svo er bara að sjá hver segir að þessu loknu….. “Ég tek djobbið”

  28. Purslow taldi öruggt að hann yrði kominn með fjárfesta til liðsins í vetur og sagði það algerlega nauðsynlegt að Rafael Benitez stjórnaði liðinu næstu fimm árin vegna “business plans” sem væri í gangi hjá félaginu.

    Úti er nú verið að benda á það að sennilega er hann bara með sömu frasana og Gillett og Hicks, sem hafa nú logið töluvert.

    Broughton sagðist ekki ætla að skipta sér af innri málum félagsins heldur einbeita sér að sölu þess og þess að sjá til þess að liðið fái fjármuni til að verða samkeppnishæft. Hann skrifar undir yfirlýsingu félagsins um brotthvarf Rafa og er því líka búinn að skrökva að aðdáendum.

    Sem að sannir aðdáendur hafa fengið nóg af.

    Því meira sem ég les í dag og kvöld því meira verð ég pirraður, það er bara svoleiðis.

  29. Ég kaus Guus Hiddink. Hann er með skrifað ´´árángur´´ á ennið á sér. Annars væri ég mest til í að sjá Harry Redknapp eða Arsene Wenger !

  30. Fáum Didi Hamann til að stýra okkur. Þekkir klúbbinn inn og út. Hann er ekki með neina reynslu en hann er með þýskan járnaga og er vel liðinn. Þökk sé þeirri stöðu sem hann hefur spilað gæti ég trúað að hann sé taktískur snillingur. Gæti verið fínt að fá hann með Dalglish og Lee á bekknum.

    Annars finnst mér McLeish líklegur og alls ekki slæmur kostur þannig lagað sé. Hann er enginn Hiddink eða Capello en hann hefur gert fína hluti fyrir ekkert gríðarlega mikið fjármagn. Kæmi til með að fá fleiri breta og hann hefur að ég held fína þekkingu til að vinna ensku deildina þar sem hann hefur mikla reynsku af skoska og enska boltanum. Auk þess kostar hann ekki óendanlega mikið fyrir okkur.

  31. Mundi frekar velja Hiddink frekar en Rijkaard þar sem að Hiddin hefur reynslu af því að þjálfa topplið í ensku úrvalsdeildinni, þó að rijkaard sé góður þjálfari þá er ég ekki viss um að hann sé tilbúinn í ensku deildina.

  32. Sammála Magga. Þessi umræða er gjörsamlega ótímabær.

    Við erum 7. sætis klúbbur á hengiflugi, sem hvergi nærri sér fyrir endan á. Vil í því samhengi minna menn á að Newcastle hefur verið til sölu í tæp 2 ár.

    ,,Bandaríski fáninn brennur fyrir utan Anfield og Christian Purslow mun ekki geta ferðast án verndar um Liverpoolborg.” Knattspyrnustjórinn var rekinn í dag. Sama hvaða skoðun menn hafa á honum sem einstaklingi eða knattspyrnustjóra blasir við að sú ákvörðun að reka hann var ekki byggð á knattspyrnulegum forsendum heldur fjárhagslegum hagsmunum eigendanna. Svo hægt væri að koma verðmætustu eignum félagsins í verð.

    Torres er óánægður – að öllum líkindum á leiðinni burt. Mascherano er óánægður – að öllum líkindum á leiðinni burt. Benayoun er óánægður – að öllum líkindum á leiðinni burt. Gerrard er óánægður – að öllum líkindum á leiðinni burt. Peningarnir sem fást munu fyrir sölu þessara leikmanna munu aldrei fara í kaup á nýjum mönnum.

    Eftir sitjum við knattspyrnustjóralausir með alltof lítill leikmannahóp sem mun minnka enn frekar.

    Og hérna sitjum við stuðningsmennirnir hlæjandi yfir því að feita spánverjafíflið sé loksins farið og veltum fyrir okkur hvern að eftirsóttustu knattspyrnustjórum Evrópu við eigum að fá til liðs við okkur.

    1. Ivan Golac
    2. Guðjón Þórðarson
    3. Ronnie Whelan
    4. Graeme Souness.

    Sjálfum lýst mér best á Gauja Þórðar.

  33. Það er hægt að fá töflur við þessum bölmóð. Það er ekkert sem segir að einhver leikmannaflótti verði frá okkur. Held að þetta sé bara leikur í skák sem mun enda vel. Hvet menn til almennrar bjartsýni með von um blóm í haga og gras í maga.

  34. Er ekki bara málið að reyna lokka Redknapp frá Tottenham?

    Það væri frábært að fá hann..

  35. Sælir félagar
    Algjörlega Sammála Magga að þessi umræða er fullkomlega ótímabær. Framtíð LFC hangir á brún hengiflugs og þar fyrir neðan er ekkert nema urðir og stórgrýti. Spurningin er því hvort tekst að bjrga okkar ástkæra félagi úr röndóttum klóm margbölvaðra kananna eða ekki. Vonanadi taka íbúar Liverpool borgar sig til og aflífa (í eiginlegri eða óeiginlegri megkingu) þá sem eru aðalleikendur í farsanum. Það er okkar eina von og eftir þeð er hægt að fara tala um nýjan stjóra.

    Það er nú þannig

    YNWA

  36. Hvaða kaliber vill koma og taka við klúbbnum?
    Enginn.

    No dough no show.

One Ping

  1. Pingback:

Benitez hættur (STAÐFEST)

Endalok framkvæmdarstjórans