Ojæja. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki sömu örvæntingu og ég hélt ég myndi finna við tapið í kvöld. Við töpuðum úrslitaleik Meistaradeildarinnar og það er ótrúlega svekkjandi, sérstaklega þar sem menn geta bara kennt sjálfum sér um, en eftir þennan leik getum við loksins litið til framtíðarinnar og leyft þætti þeirra Tom Hicks og George Gillett Jr. hjá félaginu að hefjast. Ég hef þegar tínt til fjóra eða fimm leikmenn sem munu yfirgefa liðið í sumar og þeir gætu orðið fleiri. Það mun mikið velta á því hverjir koma í staðinn.
Ég ætla að ljúka þessari ótrúlega óskipulögðu leikskýrslu á spádómi. Rafael Benítez mun fara aftur með þetta Liverpool-lið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á næstu þremur árum. 2008, 2009 eða 2010 munum við sjá Liverpool spila annan úrslitaleik og hver veit nema Milan-liðið verði enn og aftur mótherjarnir. Ég er í öllu falli sannfærður um að Steven Gerrard á eftir að lyfta Evrópubikarnum allavega einu sinni í viðbót.
Þessi orð skrifaði ég fyrir þremur árum, í leikskýrslu við tapleikinn í Aþenu. Þessi orð voru skrifuð af fullu raunsæi, það voru framundan spennandi tímar á Anfield og þótt leikurinn gegn AC Milan hafi tapast voru fyrstu þrjú tímabil Rafa, auk tilkomu nýrra og kraftmikilla eigenda hjá félaginu, nægilegar vísbendingar fyrir flesta stuðningsmenn Liverpool til að sannfærast um að nú væru að ganga í garð glæstir tímar hjá félaginu.
Áður en ég skrifaði þessa leikskýrslu hafði Rafa unnið Meistaradeildina vorið 2005, FA bikarkeppnina vorið 2006 og skilað liðinu aftur í úrslit Meistaradeildarinnar vorið 2007. Auk þess hafði hann unnið einn Góðgerðarskjöld og orðið Meistari meistaranna í Evrópu 2005, auk þess að fara með liðið í úrslit Heimsmeistarakeppni félagsliða og Deildarbikarsins enska. Þegar félagið skipti um hendur og þeir Tom Hicks & George Gillett eignuðust klúbbinn hafði Rafa átt þrjú frábær ár.
Nú, þremur árum síðar, sit ég við tölvuskjáinn algjörlega brjálaður yfir því hvernig þessi ótrúlega fögru fyrirheit, hvernig þessar björtustu vonir, reyndust vera hjómið eitt. Þetta snýst ekki um Rafa, hann gerði sín mistök á síðustu þremur árunum og hefði sennilega þurft að gjalda þeirra fyrr eða síðar.
Nei, þetta snýst ekki um það hvort Rafa átti að vera áfram eða víkja. Þetta snýst um það hvernig var staðið að brottrekstri hans og við hvaða aðstæður hann er látinn víkja.
Í dag er sviðna jörð að finna nær alls staðar sem maður lítur innan Liverpool FC. Á þremur árum hafa nýir eigendur náð að snúa félaginu upp í algjöran farsa. Rick Parry vann með þeim, svo á móti, svo aftur með þeim gegn Rafa svo að á endanum varð hann að víkja fyrir ári. Í hans stað kom Christian Purslow sem hefur reynst vera algjör já-maður fyrir Hicks & Gillett og hefur unnið statt og stöðugt í því í vetur að grafa undan Rafa, meðal annars með því að leka slæmum sögum í fjölmiðla og nú síðast með því að ljúga því að blaðamönnum í gær að það hafi verið lykilleikmenn innan liðsins sem fengu Rafa rekinn.
Kálum þeirri goðsögn núna strax: í vefspjalli á Times-vefsíðunni í dag sagði Tony Barrett að það væri ekkert til í því að leikmenn hefðu verið á bak við brottreksturinn. Síðar í dag staðfestu bæði Guillem Balague og Paul Tomkins frásögn Barrett, leikmenn heimtuðu ekki að Rafa yrði rekinn. Barrett er best tengdur allra blaðamanna inní klúbbinn, Balague er persónulegur vinur Rafa og þekkir því mjög vel innanbúðarmál og samskipti Rafa við leikmennina. Tomkins er svo nokkuð vel tengdur inn í klúbbinn líka. Það að þeir þrír þvertaki fyrir að leikmenn hafi komið nálægt þessu nægir mér.
Sagan um að leikmenn hafi heimtað brottreksturinn er upprunnin í frétt David Maddock í The Mirror í gær. Maddock er einn fárra blaðamanna sem er þekktur fyrir að hafa innherjaupplýsingar úr stjórn Liverpool (lesist: einn af stjórnarmeðlimunum sem Hicks & Gillett komu fyrir í klúbbnum hafa matað hann á upplýsingum sem eru klárlega þeirra hlið á málinu) og hann vísar ekki í neinar heimildir í frétt sinni. Líklegast verður að þykja, í ljósi neitana hinna þriggja sem þekkja betur en Maddock til innan klúbbsins, að hann hafi fengið þessa frétt frá einum af mönnum Hicks & Gillett sem hafi viljað beina sökinni fyrir brottrekstri Rafa annað en að sjálfum sér.
Sagan samkvæmt þeim er því einföld: það er allt í stakasta lagi hjá Liverpool FC, klúbbnum sem var skuldsettur upp í topp þrátt fyrir öll loforð um hið andstæða, klúbbnum sem hefur ekki enn hafið byggingu á nýjum velli þrátt fyrir að það hafi verið skilyrði fyrir sölu hans fyrir rúmum þremur árum, klúbbnum sem hefur eytt minna fé í leikmannakaup en þeir hafa fengið í leikmannasölum í síðustu fjórum leikmannagluggum, klúbbnum sem er svo illa staddur fjárhagslega að hann hafði ekki efni á að reka þjálfarann öðruvísi en að biðja hann um að sætta sig við talsvert minni starfslokagreiðslu en samningur hans kvað á um.
Það er ekkert af þessu þeim að kenna, Rafa var rekinn af því að lykilleikmenn liðsins heimtuðu það. Þvílíkt endemis kjaftæði.
Í stað þess að trúa svona lygum og óhróðri sem er runninn undan þeim Hicks & Gillett myndi ég benda mönnum á að lesa frásögn Tony Barrett í Times í dag þar sem hann rekur hvernig innanbúðarrifrildi á milli Rafa og stjórnarinnar/eigendanna og baktjaldapólitíkin urðu honum að falli. Barrett heldur því fram að Rafa hafi verið búinn að fá sig svo fullsaddan þann 20. janúar síðastliðinn að hann hafi ætlað að hætta þá og þegar en ákveðið að gefa tímabilinu séns lengur.
Einnig kemur fram í þessari grein að forráðamenn Liverpool hittu Mark Hughes í Lissabon í apríl, þegar liðið var enn í baráttu um titil í Evrópudeildinni og að berjast um Meistaradeildarsæti, með það fyrir augum að ræða við hann um stjórastöðuna. Man City-stjórann fyrrverandi og Man U/Chelsea-hetjuna Mark Hughes, sem hefur afrekað ekkert við hliðina á því sem Benítez hefur gert sem þjálfari. Er Hughes já-maðurinn sem þeir Purslow og Martin Broughton vilja fá í starfið?
Talandi um Broughton, þá mana ég hvern sem er til að lesa orð hans í yfirlýsingunni um brotthvarf Rafa á opinberu vefsíðunni í dag. Þar mælir Chelsea-aðdáandinn Broughton, sem hefur starfað fyrir Liverpool í hlutastarfi í réttan mánuð og hefur á þeim tíma m.a. tekist að blaðra um mögulega sölu Torres frá Liverpool við fréttamann Sky í lokahófi leikmanna Chelsea fyrir hálfum mánuði, sem lægði ekki beint öldurnar hjá klúbbnum sem borgar honum launin (Liverpool, nema hvað) en voru eflaust frábærar fréttir fyrir klúbbinn sem hann elskar (Chelsea).
Að sjá Chelsea-mann kveðja Rafa vitandi að Purslow hefur unnið að því í allan vetur að grafa undan valdi framkvæmdarstjórans, vitandi að Hicks & Gillett hafa síðan haustið 2007, þegar þeir ræddu við Klinsmann á bak við Rafa (og virðast hafa endurtekið leikinn með Mark Hughes í vor), reynt að losna við Spánverjann, er lítið annað en ógleðisvaldandi.
Þegar Gérard Houllier yfirgaf Liverpool fyrir sex árum var það gert í kyrrþey og með mestu virðingu sem klúbbur gæti sýnt; engar fréttir láku af athæfi stjórnarinnar fyrr en Houllier mætti á blaðamannafund á mánudagsmorgni og fékk að tilkynna sjálfur að hann myndi hætta. Hann fór svo út á grasið á Anfield í hinsta sinn sem stjóri Liverpool og lét mynda sig í bak og fyrir, brosandi og stoltur af tíma sínum hjá félaginu.
Á þeim tíma skrifaði ég um brotthvarf Houllier fullur bjartsýni vegna þess að mér fannst ástæðurnar fyrir brotthvarfi hans réttar. Þar að auki var ég spenntur því ég vissi að í sögu Liverpool hafði framkvæmdarstjóri knattspyrnuliðsins allt frá tíð Shankly verið mikilvægasti maður klúbbsins.
Bill Shankly, Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish, Graeme Souness, Roy Evans, Gérard Houllier. Leitin var hafin að næsta ‘mikilvægasta manni Liverpool’ og fundu menn verðugan einstakling í Rafa Benítez.
Í dag er öldin önnur. Eftir sex ár er Benítez rekinn fyrir flest annað en afrek sín á knattspyrnuvellinum. Hann er rekinn af því að, rétt eins og þeir Shankly, Paisley, Fagan, Dalglish, Souness, Evans og Houllier á undan honum, var hann of mikilvægur fyrir félagið. Of stórt númer. Of valdamikill. Því öfugt við eigendur og stjórn félagsins þegar hinir sjö voru við stjórnvölinn eru núna menn í stjórn félagsins sem vilja ekki að knattspyrnustjórinn ráði of miklu.
Eins og ég sagði í upphafi þessa pistils snýst þetta ekki um Rafa. Hans tími var sennilega kominn og það er að vissu leyti erfitt að mótmæla því að fá inn ferska strauma og nýjan mann í brúna. Ef salan á klúbbnum hefði gengið í gegn, alvöru menn keypt félagið og svo skipt Rafa út fyrir nýjan ‘mikilvægasta mann Liverpool’ hefði ég ekki sagt orð við því.
Það er hins vegar ekki staðan í dag. Rafa var rekinn af því að hann réði of miklu, af því að hann hafði of mikið vægi innan félagsins (og utan, meðal stuðningsmanna) og af því að hann var í þeirri einstöku aðstöðu að geta sagt nei við eigendurna í leikmannakaupum og -sölum, samkvæmt samningi sínum sem gerður var við félagið í fyrravor.
Matthías Ásgeirsson, Liverpool-stuðningsmaður sem tekur stundum þátt í umræðunum á þessari síðu, gerir þessu góð skil á bloggsíðu sinni í dag. Hann segir:
„Margir virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað klúbburinn er í djúpum skít og að Benítez hafði hagsmunu félagsins í huga, ekki þessara andskotans “eigenda” sem eru að blóðsjúga Liverpool. Fólk virðist heldur ekki átta sig á því uppbyggingarstarfi sem hann hefur verið að vinna síðustu ár, það má búast við því að margir starfsmenn fylgi Benítez á nýjan stað. [..]
Ég sé satt að segja ekkert jákvætt í stöðunni. Held að klúbburinn stefni í meðalmennsku ef ekki koma til nýir fjársterkir eigendur sem eru tilbúnir að borga fáránlegt yfirverð. Benítez fékk ekki að eyða krónu síðustu tvö ár, sé ekki að nýr stjóri fái mikið fé til að kaupa leikmenn. Held þvert á móti að sterkir leikmenn verði seldir og peningarnir notaðir til að greiða niður skuldir.“
Það er nefnilega mergurinn málsins. Með brotthvarfi Rafa hverfur síðasti maðurinn sem gat sagt NEI við Purslow og eigendurna, ákveði þeir að selja menn eins og Torres, Gerrard eða Mascherano hæstbjóðanda og nota féð til að borga vextina af massífum skuldum félagsins (eins og hefur gerst sl. tvö ár). Þess í stað munu þeir ráða já-mann, einhvern sem er annað hvort þeim nógu hliðhollur (Klinsmann?) eða nógu mikið í mun að verða stjóri Liverpool (Hughes?) að þeir sætti sig við að fá skammtímasamning (mesta lagi eitt leiktímabil), nær engin völd utan þess að þjálfa og velja liðið (man einhver eftir þeim frasa? “Coaching and training the team”) og nær ekkert innlegg í framtíðaráformum félagsins.
Með þessum brottrekstri er því ekki aðeins verið að vísa Rafael Benítez á bug heldur eru Hicks & Gillett að innleiða nýja tegund knattspyrnustjórnunar hjá Liverpool: öld framkvæmdarstjórans er liðin og í staðinn kemur öld knattspyrnuþjálfarans. Við getum búist við því, eins lengi og þeir eiga liðið (og jafnvel lengur ef nýir eigendur óska þess) að það verði stjórnin og jafnvel svokallaður Íþróttastjóri sem taki ákvarðanir utan vallar og fyrir neðan þá sitji knattspyrnustjórinn og fái einungis að þjálfa leikmennina sem honum eru færðir og velja þá í liðið.
Einnig þekkt sem Real Madríd-líkanið. Eða Newcastle-líkanið. Eða Tottenham-líkanið. Þar sem þjálfarar eru látnir fara um leið og liðið á nokkra slæma leiki í röð og ekkert framhald er á þjálfaramálum innan félagsins, enginn stöðugleiki. Ef þið haldið að þetta sé rangt hjá mér skuluð þið spyrja ykkur, hvað gerðist þegar Tottenham sögðu loksins skilið við líkanið, ráku Íþróttastjórann sinn og réðu í fyrsta sinn í mörg ár alvöru Framkvæmdarstjóra, Harry Redknapp?
Fyrir þremur árum talaði ég í leikskýrslu við tapleikinn í Aþenu um að við ættum að fylkja liði og leyfa þætti Hicks & Gillett að hefjast. Nú þremur árum síðar er þeim þætti að ljúka og við getum gert upp árangurinn hér: klúbburinn er orðinn að gangandi sápuóperu þar sem öll rifrildi eru viðruð opinberlega, allir aðilar leka ljótum smáatriðum og neyðarlegum fréttum í fjölmiðla til að koma höggi á hina, búið er að skuldsetja félagið svo að það liggur við algjöru stórslysi, bygging nýja vallarins er ekki enn hafin, liðið er farið frá því að vera reglulega í undan- og úrslitum Meistaradeildar í að berjast um Evrópudeildarsæti við Everton og loks, til að kóróna allt saman, er hin stórkostlega hefð Framkvæmdarstjórans hjá Liverpool FC liðin undir lok.
Takk fyrir minningarnar, Rafa, og gangi þér vel í nýju starfi.
Þið hinir, hoppið uppí rassgatið á ykkur.
Frábær grein.
Snilldar grein, sammála hverju orði og þá sérstaklega lokaorðunum!
Er Kristján Atli s.s. með innanbúðar tengsl hjá Liverpool?
Þetta er besti pistill sem èg hef lesið á þessari síðu frá upphafi og jafnframt sá sorglegasti. Takk fyrir þetta innlegg Kristján Atli .
Vel mælt… ég er farinn að sofa í kastinu
Frabaer pistill. Manni lidur illa ad hugsa um tetta rugl sem er i gangi. Rafa karlgreyid ma eiga tad ad hann gaf sig allan i tetta i otrulegu starfsumhverfi.
Frábær grein og er ég mjög sammála þér. Ég hel að Rafa hafi bara verið orðin alltof mikil ógn og fyrirstaða fyrir stjórnina. Það má alltaf benda á árangurinn í vetur og já hann var ekki góður, engu að síður gerði hann mjög góða hluti fyrir félagið.
Verk Rafa sýndu sig ekki aðeins í titlum að mínu mati heldur í hollustu sína í starfi og hélt stöðugri tryggð við félagið þó allt virtist vinna á móti honum. Pressan, stjórnin, fyrrum leikmenn, núverandi leikmenn jafnvel og reiðir stuðningsmenn sem vildu sjá titla.
Ég var auðvitað einn þeirra sem er hundfúll yfir því að hafa ekki fengið fleiri titla til Liverpool á síðustu árum en ég reyni að líta á heildarmyndina og fyrir mér er hún að verkið sem Rafa gerði fyrir Liverpool var gífurlegt – og nú er hætta á að það fari allt fyrir bí.
Á síðustu leiktíð náði liðið frábærum árangri í deildinni, eða svona miðað við undanfarin ár og áratugi. Rafa var með flott lið í höndunum og seldi Alonso sem vildi fara út. Fair enough. Hann keypti inn Aquilani á miðjuna, sem var mikið meiddur en góður leikmaður, fékk inn hágæða hægri bakvörð og átti að eiga nægan pening til að geta fjárfest í miðverði og jafnvel sóknarmanni líka. Þegar komið var að því þá kom það í ljós að enginn peningur væri eftir og þurfti hann líklega að leita frekar neðarlega á óskalistann sinn til að finna mann sem gæti kostað þessar tvær milljónir sem hann átti eftir, og það var miðvörðurinn Kyrgiakos (hefur í raun átt ágætis tímabil en það hefði nú alveg verið hægt að gera betur í sannleika sagt).
Sem sagt þá skiluðu peningarnir sem hann seldi fyrir sér ekki aftur til hans líkt og lofað var eða þá að þeir hafa skilað sér en peningarnir sem lofað var í upphafi gluggans hafi farið annað. Nú man ég eftir viðtali þar sem að Purslow sagði að sá peningur hefði farið í að framlengja við nokkra lykilmenn – en það eru auðvitað hans orð, hingað til hefur það sýnt sig og sannað að það sé ekki hægt að taka þessa stjórnarmenn alvarlega og trúa því sem þeir segja. Hver veit nema þetta hafi farið upp í þessar ógeðslegu skuldir.
Rafa virðist hafa staður fastur á sínu og reynt eftir bestu getu að láta ekki vaða yfir sig trekk í trekk og leyfa þeim að komast upp með svikin loforð. Ójá, þessi helvítis loforð sem hafa borist stuðningsmönnum Liverpool síðustu ár. Engin skuldsetning, nýr völlur verður byggður, nægur peningur til að kaupa fyrir o.s.frv. Oj bara að maður skuli hafa trúað þessari þvælu, lítið sem ekkert virðist hafa verið efnt.
Hins vegar má gefa þeim credit fyrir það að markaðssetning liðsins er betri en hún hefur nokkurn tíman verið, sbr. samningurinn við Standar Chartered. Þá er bara spurningin hvert fer þessi peningur eiginlega? Beint í skuldir, í rekstur félagsins eða í vasa eigendanna? – Það virðist enginn vita fyrir víst.
Ég túlka þetta þannig að Rafa var orðinn of stór steinn á vegi stjórnarinnar og því var reynt að bola honum í burtu og árangurinn á síðustu leiktíð gaf þeim heldur betur byr undir báða vængi. Ég held því að þeir leiti eftir já-manni við stjórnvöldin sem hefur ekki kjarkinn til að stíga upp gegn stjórninni, líkt og þú kemur inn á Kristján.
Sem lið með mikla skuldastöðu, óljósa framtíð, félagið til sölu, svikula stjórn og lítinn pening til leikmannakaupa þá er Liverpool nú ekki beint draumastarfið fyrir marga gæti ég trúað. Liverpool er og verður alltaf Liverpool, eitt stærsta félagið í heiminum en því miður er ástanið þar ekki ýkja heillandi.
Ég held að við verðum nú heldur betur að lækka væntingar okkar til næsta tímabils eins og staðan er í dag. Liðið er stjóralaust, lykilmenn gætu farið, liðið hefur lítinn pening til að kaupa í sumar og uppbygginging þarf að hefjast á ný. Ég býst fastlega við að sá stjóri sem valinn verður núna gæti reynst bara tímabundinn stjóri þar til nýir eigendur (sem koma vonandi sem fyrst) ákveða hvort þeir vilji halda honum eða ekki. Því gæti ég alveg trúað að menn með lausan samning eins og t.d. Mark Hughes, Manuel Pellegrini, Bernd Schuster, Marco van Basten eða Jurgen Klinsman gætu tekið við hjá félaginu – og við fyrstu sín þá finnt mér það vera afturför frá Benítez.
Það þarf heldur betur að halda rétt á spilunum í sumar ef að Liverpool ætlar að komast aftur í Meistaradeildina og hvað þá að berjast um titilinn. Nú hef ég lækkað væntingarnar og ég vil að stefnan verði sett á Evrópusæti, auðvitað Meistaradeildina en það gæti reynst heldur erfitt þegar Tottenham, City og jafnvel Birmingham hafa mikið meira fjármagn á milli handana til styrkingu síns liðs.
Ég er tilbúinn því versta en ég vona ávallt það besta.
Eins og ég sagði í gær þá er þetta dáðlaus djókur. Endalausa bullið er hafið. Ekkert fyndið við það.
Frábær grein og fínt mótvægi við þá sem ráða sér ekki fyrir kæti vegna brotthvarfs Rafa.
Ekki að það skipti máli hvort menn gleðjast yfir þessu eða ekki, staða klúbbsins er hræðileg og gjörsamlega óþolandi. Hvað Benitez varðar segir það líklega allt sem segja þarf að besta lið Evrópu 2010 og þ.a.l. líklega í heiminum þetta árið virðist ætla að stökkva á tækifærið þegar hann losnar.
Frábær grein Kristján Atli.
Kominn með ógeð á vitleysunni í þeim sem halda að við séum bara að fara að velja hvaða toppstjóra sem er í heiminum og allt falli í rétta röð.
Menn þurfa að opna augun og sjá hvað klúbburinn er orðinn rotinn að innan.
Athyglisverð grein og vel skrifuð. Hinns vegar finnst mér menn stundum vera að gleyma sér í dramatíkinni hérna og nánast láta eins og þeir hafi betri upplýsingar um þessi mál en mennirnir við samningaborðið. Árangurinn hefur verið slakur og því eru öll smámál og slúðursögur blásnar upp eins og einhverjar byltingar og stórslys.
Ég held að allir séu sammála um að Benitez varð að fara og ég sé ekki alveg þennan harmleik kringum það sem þið talið um. Er hann einhver? Er þetta ekki í sátt og samlyndi… Ég held það séu engin illskubrögð Bandaríkjamannanna hér að baki enda ráða þeir ekki nokkrum sköpuðum hlut lengur. Allir vildu gefa honum tíma fram að vori og taka þá stöðuna. Nú er vorið runnið upp og Benitez féll algjörlega á prófinu.
p.s. Ég er ekki að ýja að því að lykilleikmenn hafi fengið Rafa rekinn en ég veit ekki hvað ég hef oft heyrt af því að Gerrard og Carragher þoli ekki ástríðuleysi og vélrænt lundarfar hans og hafi ekki séð framíðina með honum björtum augum. Þegar slíkar sögur hafa farið á loft hjá United hefur Ferguson einfaldlega losað sig við þá einstaklinga, sbr. Beckham og Stam. Benitez hins vegar lenti í þessu bölvaða Alonso-klúðri, reyndi að selja og gat ekki, reyndi svo að halda honum og gat ekki.
Dæmi um slúðursögu sem blásin er upp er þetta með að Broughton hafi talað um sölu á Torres í lokahófi Chelsea. Í eðlilegu árferði myndu menn hlæja að þessari vitleysu (þó hann sé Chelsea-maður). Nú hins vegar grípa menn þetta þvaður á lofti úr slúðurblöðunum eins og heilagan sannleik. Þessi saga er sennilega 99% kjaftæði.
Greinin er í heildina góð, þótt rauði þráðurinn sé að mála eigendur og stjórn sem skratta á vegginn. Að sama skapi að draga upp nokkuð fegraða mynd af Rafa.
Ég hef engar forsendur til að véfengja umfjöllunina um eigendur og stjórn, held að hún sé áreiðanleg í flesta staði. Hins vegar er heldur dregið úr þætti Rafa, sem séð hefur um liðsvalið eins og menn hafa ítrekað rætt í athugasemdakerfinu og ég mun ekki tíunda frekar hér.
Ætla líka áfram að leyfa mér að vera bjartsýnni en niðurlag pistilsins gefur tilefni til og trúa að inn komi betri og traustari eigendur áður en langt um líður.
Ekki sá ég nokkuð í þessari grein til að “fegra” mynd af Rafa. Bara ekki neitt.
Þarna er Kristján einfaldlega að benda á hlut sem hefur verið augljós í tvö ár, en hefur ekki verið talað um hér nærri því nóg, ekki síst hjá umfjöllunaraðilum enska boltans á Íslandi sem hafa stöðugt velt upp umræðum úr slúðurblöðum Londonhverfanna en lítið vilja skoða stöðuna almennt.
Kristján vísar í þrjá menn sem vita mest um það sem gerist innan félagsins og vert er að taka mark á. Hvernig nokkrum dettur í hug að “player-power” sé það sem lét Rafa fara er mér hreinlega um megn að skilja! Mascherano fer fyrstur út af þessu, en ég myndi ekki veðja gegn því að sjá Steven Gerrard í Inter-treyju næsta vetur.
Allt “unrest” innan félagsins kemur til af þeirri augljósustu staðreynd sem nokkur sem nennir að lesa um klúbbinn sjá.
Það eru LYGARAR og FJÁRGLÆFRAMENN sem eiga félagið og eru að sjúga úr því lífið. Enginn leikmaður með metnað mun horfa til þess að spila fyrir “selling club” þegar hann getur leikið fyrir stórlið.
Ég sé EKKERT sem bendir til þess að liðið fari nú á fulla ferð áfram og spái því að versta tímabil í 30 ár sé framundan.
Hver sem er má kalla það svartsýni, en ástæða vandræða klúbbsins eru svo ofboðslega augljós og þau jukust mikið í gær!!!!!
Sorglegur pistill en líklega spot on.
Maður gengur um með skítabragð í munninum eftir þessa gjörninga og skítabragð er eitt af þeim brögðum sem ég þoli ekki 🙁
Það er ljóst að eitthvað mikið er að gerast innan klúbbs og hvað það nákvæmlega er fáum við líklega ekki svar við í langan tíma.
Sorglegir dagar.
Frábær grein.
Takk fyrir. Virkilega god grein. Er tvi midur hræddur um ad Kristjan Atli hafi rett fyrir ser i mørgu tarna.
Góð greining hjá þér Kristján, ég hallast að því að þetta sé réttari greining á ástæðum þess að stjórinn var látinn fara en sú sem ég hef verið að vonast eftir að sé ástæðan, ég vonaði að þessi nýji “Chel*%&$” stjóri sem hefur verið fenginn til að selja félagið væri í raun að standa í skítverkunum fyrir nýja fjárfesta sem vilja láta líta svo út að þeir séu bjargvættirnir sem bjarga Liverpool!!!! Þ.e.a.s. vilja ekki koma, versla félagið og setja allt á annan endann með því að reka Benna og skella sínum manni í starfið á fyrsta degi….. hræddir um að það myndi valda óánægju og hatri stuðningsmanna á þeim. Frekar vilja þeir láta núverandi eigendur og stjórn taka að sér skítinn og koma svo rétt fyrir eða eftir HM inn og láta þetta líta þannig út að þeir séu að bjarga því sem bjargað verður! Tókuð þið eftir því að Guus Hiddink útilokaði að taka við INTER í gær!!!!!!!!! N.B. orðaður við Liverpool og ef mínir björtustu draumar rætast (þó ég vilji Slaven Bilic – og miðað við drullupollinn sem við erum í) þá er ástæða þess að Hiddink útilokaði INTER sú að hann er búinn að semja um að taka við Liverpool og verður eins og ég sagði tilkynntur sem nýr þjálfari rétt eftir að nýjir eigendur verða kynntir til sögunnar. Well þetta eru blautir draumar sem ég vona að verði að veruleika.
Siggi#18. Ástæðan fyrir því að Hiddink neitaði Inter er ekki sú að hann sé að taka við Liverpool þú getur gleymt því. Hann er búin að semja um að taka við Tyrkjum í sumar.
Kemur ekki til greina að sjá fyrrum United mann, Mark Hughes, fara að þjálfa Liverpool!
Djöfulli góð grein hjá þér drengur!
Þess er nú ekki langt að minnast þegar öld skipstjóranna leið undir lok og öld skiptjórnarmanna tók við á Íslandi.
Skiptjórar fengu að velja sína áhöfn og stefnur sjálfir en skipstjórnarmenn nútímanns þurfa að taka við því sem sent er til þeirra úr landi.
Eftir stendur að þessir framkvæmdarstjórar eru starfsmenn eigenda klúbbana.
En eigendur klúbbana eiga sér aðra húsbónda sem eru við!
Hvaða meðulum getum við beitt sem virka á þá?
Frábær greins, hreint frábær og segir allt sem segja þarf um stöðuna hjá Liverpool og því miður held ég að ekkert muni ske til batnaðar fyrir Liverpool fyrr en kanarnir eru farnir. Svoleiðis er nú bara staðan í dag… Og í greininni er mikið talað um JÁ menn, ef verið er að leita að svoleiðis mönnum þá erum við í mestalagi að fá Klinsman eða Gullit eða einhverja smá kalla… Almeginlegir stjórar eru ekki í þeim hópi…..
Sorglegt í meira lagi, ég sem hef nú ekki verið sérstaklega hliðhollur Benitez síðustu sex mánuði réttar sagt hef ég viljað hann út frá janúar á þessu ári. Nú þegar hann er farinn og með þeim hætti sem raun ber vitni efast ég stórlega að þetta hafi verið rétt ákvörðun að láta hann fara, held að aðal vandamálið hafi í raun ekki legið hjá Benitez heldur þið vitið hvar ( Lord Voldemort bræðrunum ) sem ég er farinn að hata meira en Dóru.
Ég á eftir að sakna hans og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni.
Þá hef ég stórar áhyggjur að framtíð klúbbsins hef alveg hræðilegt óbragð í munninum sem nær alveg oní rassgat, gruna Voldemort um allt hið versta og að þeir hafi einungis rekið Hr Benitez í þeim tilgangi að greiða fyrir sjálfum sér og nota tækifærið til þess að kreista það litla líf og fjármagn úr hinu ástkæra félagi sem eftir er með sölu á okkar verðmætustu bitum og við þurfum að kveðja með tárin í augum Gerrard, Torres og Macherano ásamt fleirum og sætta okkur við að taka á móti á borð við Scott Donnelly, Joe Thompson, Mario Melchiot og Martin Paterson.
Þessir ógeðis kanar eiga að vera á lista með Bin laden, Ayman Al-Zawahiri,Husayn Al-Umari,Abdelkarim Hussein Mohamed Al-Nasser,Isnilon Totoni Hapilon og Sigurði Einarssyni sem eftirlýstir glæpamenn sem eru réttdræpir hvar sem til þeirra næst að undanskildum þeim síðast nefnda.
Svartsýnispóstur í meira lagi, er ástæða til einhvers annars???????
Þráðrán…Aðeins að skemmtilegri hlutum.
Greinilegt að menn hafa viljað losna við Benitez fyrirsögnina af Official Liverpool vefnum a.s.a.p. en í dag var tilkynnt um nýja varabúninginn.
http://store.liverpoolfc.tv/products/newawaykit/menskit/adult-away-long-sleeve-shirt-1011/pid-31411
Virkilega cool eintak….
Svona í tilefni föstudags læt ég fylgja mynd sem tekin var af Anfield í gær…
Kannski er það ekki það gáfulegasta í þessu öllu hjá okkur að við viljum losna við trúðana sem standa fyrir öllum þessum sirkús!!
Mér líður bókstaflega illa eftir þessa lesningu, engu líkara en að klúbburinn sé með krabbamein…
Minni á að ég var alltaf á móti því að Benitez yrði ráðinn áfram eftir að við lentum í öðru sætinu í fyrra. hann var búinn að ná því sem hann gat. hann hefur því miður skemmt meira , en gert gott. fari hann í friði!!!!!!!!!!!!!!!!
Enginn veit hvað átt hefur fyrr enn misst hefur !
Úff, ég var að hugsa um hvernig með leið á sama tíma í fyrra. Liðið náði öðru sæti og var að spila frábæra knattspyrnu á seinni hluta tímabilsins. Í fyrsta skipti í langan tíma var ég viss um að Liverpool myndi slást um titilinn á tímabilinu sem var að ljúka.
Það eru aðrir tímar núna. Það er eins og stjórnin í klúbbnum hafi verið full af íslenskum stjórnmálamönnum síðustu árin.
“Maybe I should have”.
24
Já einmitt.. við erum á rústa klúbbnum.. en hey.. má ekki bjóða ykkur flottan búning?
Nei takk.
Það er þó mjög viðeigandi að hafa búninginn alsvartann 😉
Get ekki betur séð með mínum svartsýnisgleraugum að nýju varaliðsbúningarnir séu með innsaumuðum og varanlegum sorgarböndum.
Veit ekki hvort menn eru að grínast eða ekki (ég er búinn með húmorinn sem tengist Liverpool) en þið vitið að þetta er ekki varabúningurinn?
Þeir gera þetta með alla búninga sem þeir selja. Þú getur keypt hann áður en þeir sýna þér hvernig hann er í raun.
Nota alltaf þessa svörtu mynd.
“The new Liverpool FC Away Kit will be revealed at 00:01 on Thursday 10th June.”
Númer eitt þá er þetta ekki búningurinn ef menn myndu lesa það sem stendur þarna þá verður búningurinn kynntur á fimmtudaginn 10 júlní.
En mjög áhugaverður pistill hjá Kristjáni sennilega margt til í þessu en það má líka alveg setja spruninga merki við það sem Tomkins og Balague segja þar sem þeir eru báðir frekar hliðhollir Benitez svo ekki sé meira sagt.
Ég er samt alveg sammála að það þarf að losna við þessa kana sem fyrst frá klúbbnum. En ég neita að trúa að þessir menn séu vitlausari en Dum and Dummer. Það að ætla að selja Torres og Gerrard gerir það bara að verkum að þessi klúbbur verður bara verðlaus og því ekki auðvelt að fá þessar 800 milljónir sem þessir snillingar vilja fá fyrir klúbbinn. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þeir vilji fá sem mest fyrir klúbbinn og því myndi ég nú ætla að þeir myndu reyna að hámarkaverðmæti hans í staðinn fyrir að láta það rýrna.
Þetta er nokkuð holl lesning fyrir marga og jafnvel efni í pistil: http://tomkinstimes.com/2010/06/please-mr-hansen-check-your-facts/#comments_wrap
Jamm, mjög góður pistill hjá Tomkins eins og oft áður.
Sælir félagar.
Þessi pistill er snilldin tær og hrein. Allt sem þar er sagt er eins og talað út úr mínu hjarta. Ég óska G&H niður ystu myrkur til eilífra kvala og pínu uns dómsdagur rennur að lokinni eilífðinni. Veri þeir bölvaðir og hringskríði hvor upp í rassgatið á öðrum, nærist á iðrum hvors annars þar til helvíti tekur við þeim.
Er ekki hægt að stofna undirskriftarlista til höfuðs þessum andskotum og senda félögum okkar í Liverpool borg með hvatningu um að ganga frá þessum amerísku skrímslum og eigendasögu þeirr íá LFC????
Það er nú þannig.
YNWA
Ágætur pistill
En staðreyndin er þessi. Benitez er búinn að eyða haug af aur á þeim tíma sem hann hefur verið hjá liverpool. Nenni ekki að leita að fjölda leikmanna sem hafa komið farið, en það er haugur. Eftir allt þetta rugl hafa sumar stöðurnar ekki skánað, jafnvel versnað með breytingunum, t.d. bakvarða stöðurnar, áður Finnan, riise og warnock. Núna Lágvaxinn ofmetinn argentínumaður, stórlega ofmetinn en þó skemmtilegur Johnson og svo Degen eða hvað hann heitir. Miðjumenn átti hann næga en í fyrrasumar gerði hann líklega einhver verstu mistök sem hann hefur gert þegar hann eyddi öllu sumrinu í að reyna að halda manni sem vildi ekki vera og keypti svo fótbrotinn ítala í hans stað. Fáránlegt.
Sóknarmann á liverpool einn, en hann er góður. Málið er að hann er bara stundum meiddur. Hinir svokallaðir sóknarmenn kosta böns af monní en lítið sem ekkert kemur úr þeim. Það er eflaus undir leikmönnum sjálfum komið hvernig gengur en það er stjórans (hjálpa þeim og) fá það besta úr þeim. Það er hægt að segja að Benitez hafi ekki tekið að mótivera suma.
Eflaust er Benitez fínn stjóri en þetta er ótbolti og menn eru reknir og fá þá fyrir það peninga því að á endanum eru þeir ábyrgir fyrirþví að láta ekki utanaðkomandi áreyti hafa áhrif á liðið. Í ár klikkaði Benitez og liðið lenti í 7. sæti, það er á hans ábyrgð og því fer hann.
Svo er það að hinu svokallaða “Real Modeli” sem þú kallar svo og ert á móti. Ég veit ekki betur en að barcelona, real, ac, juve, inter, fiorentina hafi öllum gengið ágætlega með það í gegnum árin, sumum jafnvel ekki síður en Liverpool. Get ekki ímyndað mér að kaup og sölutrack liverpool geti versnað mikið.
Tek það samt fram að ég tel það ekki síður mikilvægt að losna við eigendur en Benitez.
Mögnuð grein hjá þér nafni, með því betra sem skrifað hefur verið á þessa frábæru síðu á þessu ári. Auðitað vita allir sem ekki eru með hausinn ofan í sandi að eigendur Liverpool FC eru og munu vera vandamálið á meðan klúbburinn selst ekki.
Klúbbsins vegna vonast maður til þess að salan gangi í gegn í sumar. Annars verður þetta tímabil hátíð við hliðinu á því næsta.
Krizzi
Tek undir hvert orð hjá þér Kristján Atli. Sérstaklega síðustu setninguna!
Fari þetta allt í grábölvaða grútmyglaða ýldustöppu. Þessar ógeðslegu blóðsugur sem þykjast eiga Liverpool FC í dag eiga mitt hatur .. Helvítis fokking fokk….
YNWA
En staðreyndin er að þetta er ekki staðreynd. Auðvitað hefur Benítez eytt miklu samanborið við Val eða FH en miðað við önnur lið í Ensku úrvalsdeildinni hefur hann ekki eytt miklu og síðustu tvö ár hefur hann ekki fengið að eyða neinu.
Þetta hefur aldrei verið menningin hjá Liverpool. Liðið rekur ekki stjóra eftir eitt slæmt tímabil (sem kom í kjölfar besta tímabils liðsins í nær tuttugu ár).
Annars held ég að menn ættu að skoða þetta graf og velta því fyrir sér hve oft félagið hefði átt að reka stjórann.
sama hvað skeður ég stið liverpool alltaf
Menn eru greinilega margir í sárum hérna yfir Rafa, allra mest höfundur þessa fína pistils. Ég skil vel sjónarmið þeirra sem vildu gefa Rafa lengri tíma, og ég skil vel sjónarmið þeirra sem voru algjörlega búnir að fá nóg. Ég er þarna einhverstaðar mitt á milli. Rafa náði fínum árangri fram að þessu hörmungar tímabili að mínu mati. þriðja sætið tvisvar, annað sætið og titilbarátta í fyrra, 1 CL bikar, einn FA bikar, og aftur í úrslit CL 2007. þetta er bara flottur árangur. Það er í raun ósanngjarnt að ætlast til þess að Liverpool hafi átt að vera meistari þessi ár þegar þeir voru að berjast við peningaveldi eins og Chelsea og Manutd. Maður gæti spurt sig, til hvers ætlast menn eiginlega? Hvernig nákvæmlega eiga menn að berjast við lið sem hafa miklu meira peninga til að kaupa gæðaleikmenn? Rafa náði samt á sínum tíma að narta vel í hælana á þessum liðum, og náði meira að segja að skjótast uppfyrir Chelsea í fyrra. Vel gert finnst mér.
Svo kom þetta tímabil 2009 – 2010. Mér finnst stuðningsmenn Rafa eins og Kristján Atli einfaldega skauta yfir þetta tímabil í vörn sinni á fyrrverandi knattspyrnustjóranum. Þeir leysa þetta með einni setningu eins og “jájá Rafa gerði einhver mistök” eða “Rafa hefði kannski getað gert betur á þessu tímabili” Svo vilja þeir ekkert ræða þetta frekar. Vörnin fyrir því að Liverpool voru ekki meistarar fyrir þetta tímabil voru eigendurnir skv. aðdáendum Rafa. Þau rök eiga líklega rétt á sér í mörgum tilfellum, ef ekki flestum.
Vörnin varð reyndar ansi svæsin á tímabili. Hápunkturinn var þegar Robbie Keane var keyptur á metfé. Proven framherji í ensku deildinni sem var búinn að standa sig frábærlega í PL þangað til hann kom til Liverpool. Þegar hann náði ekki að aðlagast (reyndar kominn á fulllt skrið rétt áður en hann var seldur) þá var það öllum öðrum en Rafa Benites að kenna. Apparently, þá er víst Gareth Barry eini maðurinn sem getur matað Robbie Keane á sendingum þannig að hann getur skorað. Óskiljanlegt er þó hvernig Keane hefur tekist að skora öll sín mörk í PL án þess að hafa spilað eina mínútu með Gareth Barry.
Liverpool voru á toppnum um áramótin, Keane var búinn að eiga flotta jólatörn, Torres var búinn að vera meiddur meira og minna allt tímabilið. Framherjar Liverpool voru Keane og Torres. Rafa seldi Keane útaf eingöngu í einhverju Powerplay við stjórnina. Torres hélt áfram að meiðast. Liverpool urðu ekki meistarar. Allt var eigendum að kenna. Rafa fórnarlamb.
Btw. svona staðreyndir finnið þið aldrei á The Tomkins Times.
Ég tók líka eftir því að ákveðnir síðuhaldara kop.is byrjuðu að tala um Keane sem Robbie ” Fucking” Keane c.a. korteri eftir að hann fór. Það sem hann vann sér inn til þess er ekki ljóst……ja, nema það að Rafa seldi hann.
Af hverju er ég að tala um Robbie Keane, jú útaf því að þetta er dæmi um AUGLJÓS mistök af hendi Rafa Benites sem jafnvel kostuðu okkur fyrsta titilinn í 19 ár! Verjendur Rafa Benites reyna að halda því fram að þetta tímabil í ár sé einstakt, það er ekki svo.
Ég held að flestir hérna nenni ekki að rifja upp tímabilið í ár. Kristján Atli (surprisingly) sleppir því nánast alveg í vörn sinni. Hækkar frekar róminn í átt að eigendunum. Menn verða samt að horfast í augu við það að ítrekuð mistök Rafa Benites til að landa sigrum gegn liðum með MIKLU lakari leikmannahóp voru einfaldlega alltöf mörg. Það er ENGUM að kenna nema Rafa Benites! Sáraeinfalt. Sérstkalega er svekkjandi að ALLIR nema Rafa sjálfur sáu þessi mistök. Hvernig tapar maður ítrekað báráttu gegn liðum sem eru með mun lakari mannskap en maður hefur sjálfur til ráðstöfunar? Jú, menn eru að gera hlutina kolvitlaust. Það var forkastanlegt að sjá það hvernig liðinu var stillt upp trekk í trek. Varnarsinnuð uppstilling á heimavelli gegn hverju smáliðinu á fætur öðru. Á útvelli taldi ég í nokkur skipti 8-9 varnarsinnaða leikmenn í byrjunarliðinu af 11. Fótboltinn svo leiðinlegur og hugmyndasnauður maður hreinlega missti lífsviljann við að fylgjast með þessu. Lykilmenn virtust bara vera að gefast upp á þessu. Það var engin barátta í hópnum. Fyrirliðinn virtist algjörlega búinn að missa trúna á stjóranum.
Kristján Atli var ekki lengi að taka stöðu með Rafa í því máli og hefur oft viðrað þá skoðun sína að selja Gerrard, einn besta, ef ekki allra besta leikmann í sögu Liverpool sem hefur verið gríðarlega loyal fyrir Liverpool allan sinn feril, af því að hann átti eitt slakt tímabil. Hefði Gerrard verið seldur en Rafa fengið að vera áfram þá hefðuð þið ekki séð dramatískan tári slegin pistil þar sem Kristján Atli hefði harmað brottför Gerrard líkt og þið hafið séð hér um Rafa. Líklega hefði frekar birst hér pistil þar sem Kristján hefði varið sinn mann fyrir því að hafa selt Gerrard.
Fyrir mér var óumflýjanlegt að láta Rafa fara. Þetta tímabil í ár var einfaldlega of mikið. Já maðurinn Tomkins eða Balague (hinn frábæri “insider” sem á enn eftir að hafa rétt fyrir sér varðandi möguleg leikmannakaup Liverpool þrátt fyrir að hafa reynt að giska í um 5 ár) sannfæra fáa um að Liverpool hafi gert einhver mistök með þessu. Tomkins myndi skrifa dýrðarpistla um Rafa þó hann myndi falla með Liverpool niður í utandeild. Reyndar held ég svei mér þá að Tomkins verði bara atvinnulaus núna þegar Rafa er farinn. Hann gæti reyndar elt Rafa til Inter og byrjað þar að henda rósum á jörðina sem Rafa gengur á. Ég mun samt alltaf hugsa vel til Rafa því hann gerðu margt gott fyrir félagið. CL titilinn, FA titilinn, öll frábæru CL kvöldin þar sem Liverpool unnu hvert stórliðið á fætur öðru, sigrarnir gegn Manutd ofl. Ég er þakklátur fyrir allt það góða sem hann gerði og óska honum velfarnaðar í nýju starfi, hvar sem það verður.
Halli, ég tók það þrisvar fram í pistlinum að þetta SNÝST. EKKI. UM. RAFA.
Pistillinn fjallaði um aðfarir eigendanna að hefðum Liverpool FC síðustu þrjú ár, aðfarir sem hafa náð hámarki sínu nú þegar þeir ráku framkvæmdarstjórann fyrir að vera of mikilvægur og valdamikill innan klúbbsins.
Snýst ekkert um Rafa. Þarft því ekkert að gera mér upp einhver sárindi sem Rafa-manni. Hann er farinn, ég var ekki endilega ósammála því að láta hann fara en var brjálaður yfir því hvernig að því er staðið.
Rafa er farinn. Ég studdi Liverpool fyrir hans tíð og mun styðja Liverpool áfram eftir hans tíð. Rafa skipti minnstu máli í þessu, pistillinn fjallaði um eigendurna og hefðir Liverpool.
Þannig að slepptu því að gera mér upp einhverjar skoðanir eða láta eins og ég hafi skrifað pistilinn af því að ég sé sár yfir því að missa Rafa.
Ágæti Kristján Atli
Hvernig átti að reka Rafa Benitez? Hvernig var vitlaust staðið að því að reka mann sem augljóslega klúðraði málunum? Hefði ekki átt að borga samninginn í botn? Eða setja hann bara í gardening leave eins og var gert með fyrrum aðstoðarmann hans Pako eitthvað?
Það að eigendurnir séu fábjánar er ekki samasemmerki um að þeir geri allt rangt. Það átti að reka Rafa og líklega eru mistök eigendanna þau að hafa ekki gert það fyrr.
“aðfarir sem hafa náð hámarki sínu nú þegar þeir ráku framkvæmdarstjórann fyrir að vera of mikilvægur og valdamikill innan klúbbsins.”
Ég get engan veginn kvittað undir það að Rafa hafi verið rekinn fyrir þessar sakir.