Sven-Göran Eriksson er nýjasti maðurinn til að orða sig við stöðuna hjá Liverpool. Hann segir:
>”I have been a Liverpool fan all my life. I didn’t feel it was right to mention it when I was with England.”
>”My situation is easy. “I have a contract with Ivory Coast until the end of the World Cup and then I’m free. Hopefully I will sit on a bench somewhere in the world next season. I don’t know where it will be but the Premier League is the best league in the world. Everyone wants to be a Premier League manager.”
Ég get persónulega hugsað mér marga verri kosti en Eriksson. Stærsti gallinn sem ég sæi er að umræðan um Liverpool yrði hugsanlega enn neikvæðari í enskum fjölmiðlum, enda hafa enskir fjölmiðlar ákveðið að allt slæmt tengt enska landsliðinu sé Eriksson að kenna.
Ég tel hann allavegana betri kost en menn einsog Roy Hodgson.
Málið er einfalt af minni hálfu, ég vil ekki sjá Eriksson
Eriksson þarf ekkert að vera svo slæmur kostur þannig lagað. Málið er bara að það er verið að byrja á þveröfugum enda eins og þessum eigendabjálfum einum er lagið. Það þarf að koma eignarmálum á hreint eins og skot og láta nýja eigendur ákveða þetta. Þá geta mögulegir þjálfarar áttað sig betur á framtíðarhorfum félagsins og þá hvort þeir felli sig við þær.
Þetta er eins og að ákveða hvað á að vera inni í húsi en þú hefur ekki hugmynd hvernig húsið á að líta út, einbýli, raðhús eða blokkaríbúð??? Hvað ætla menn að gera?
Erikson?…. æ, ég veit það ekki. Er það?
Vitiði, ég sé ekkert að því að Erikson taki næsta ár hjá okkur. Það hefur skapast ákveðið millibilsástand enda hefur það verið gefið út að næst stjóri fái ekki nema eins árs samning. Ég efast um að margir stjórar myndu sætta sig við það, en af þeim sem gætu það væri Erikson alls ekki versti kosturinn. Við megum ekki gleyma því að það eina sem hann gerði af sér var að ríða einhverjum gellum og njóta lífsins, þess vegna drullaði enska pressan yfir hann.
Erikson hefur áður unnið með Gerrard og efast ég um að Gerrard myndi setja sig á móti ráðningu hans (vona það allavega ef Erikson kemur) og ef Gerrard er ánægður efast ég ekki um að Torres verði það líka. Ergo, hvorki Gerrard né Torres fara, og þar sem hvorugur þeirra fer þá vonast ég að Liverpool verði enn talið það sterkt lið að við gætum mögulega séð einhverja nýja stjörnu á Anfield í haust (mögulega Joe Cole????).
Af tvennu slæmu vill ég frekar Roy Hodgson heldur en Erikson. Hodgson er með mikla reynslu (Erikson reyndar líka) Hodgson búinn að þjálfa hvað 16 lið frá 1976, og hefur gert marga góða hluti með nokkur af þessum liðum, en líka slæma eins og ævintýrið með Blackburn árið 1997. En helst vil ég sjá einhver önnur nöfn varðandi þjálfarastöðuna hjá Liverpool enn þessa tvo.
Ég sé bara ekki Liverpool vera með mikið aðdráttarafl eins og eignarhaldið er núna, en ég verð fáranlega ósáttur ef að Hodgson kemur til okkar.
Ég ætla mér að horfa á alla leiki Fílabeinsstrendinga á HM og sjá hvað Erikson gerir með liðið. Það hefur verið sagt að þeir séu samansafn frábærra knattspyrnuprímadonna sem getur ekki unnið sem liðsheild, ef Erikson nær að mynda liðsheild með þann hóp þá efast ég ekki um að honum muni takast vel upp með okkar ástkæra lið…ef hann kemur.
Við þurfum að fá Harry Redknapp í þessa stöðu. Hann er að mínu mati hæfastur kosturinn og eini stjórinn, af þeim sem hafa verið orðaðir við okkur, sem ég er virkilega spenntur fyrir. Gaurinn er fáránlega sniðugur á leikmannamarkaðinum og þekkir þessa deild út og inn.
Nei takk, ekki Ericson. Ég er eins og staðan er í dag orðinn spenntastur fyrir Harry Redknapp þó svo að ég telji ólíklegt að hann yfirgefi Tottenham í sumar.
En þar sem ég er í andlegu fríi frá Liverpool þá nenni ég ekki að vera eyða orku í þessar pælingar 🙂
Anda inn um nefið, og út um munninn……………sclaaaaaaka…………
Erikson er miklu betir kostur en Hodgson. Hann hefur unnið titla og gert mun betri hluti með sín lið heldur en nokkurntímann Hodgson. Hvað hefur Hodgson unnið ?? EKKI neitt ! En ég er sammála mönnum með það að Harry Redknapp er sá sem ég held að sé besti kosturinn í dag ! En ég efa það stórlega að nokkur maður vilji koma í þær aðstæður sem Liverpool FC hefur upp á að bjóða í dag. Ég meina hvaða þjálfari vill koma til liðs sem er með leikmenn á flótta og fær engan pening til að kaupa neitt í staðinn ?? Ég spyr ?
Það verður seint sagt að þetta séu spennandi kostir að íhuga. Við vorum allavega drulluspennt þegar Rafa kom, þá stóð valið á milli hans og Mourinho, tveggja undrabarna í evrópskri knattspyrnu. Núna? Gömlu kallarnir bítast um hræið.
Og hvernig geta þeir sem voru ósáttir við varfærnislega taktík Benítez ætlað að vera spenntir fyrir Eriksson, Hodgson eða O’Neill? Redknapp er sá eini af þessum sem hefur látið sín lið spila einhvern sóknarbolta. Allt flinkir stjórar og ég styð þann sem verður valinn en gvöð minn góður, vilja menn endilega fá O’Neill í þetta starf? Og ætla menn þá að vera steinhissa þegar hann stillir upp með ellefu menn í vörn á Anfield gegn Arsenal, Utd og Chelsea næsta vetur eins og hann er vanur að gera með Aston Villa?
Úff. Ég held að það sé best að ég tjái mig sem minnst um þetta fyrr en næsti stjóri verður ráðinn. Kostirnir eru ekki beint spennandi.
Eriksson segist alltaf hafa verið liverpool maður og finnst mér það alltaf vera pínu ksotsur þó að sá kostur hafi stundum verið ofmetinn, en hins vegar skil ég ekki eitt, það er af hverju hann tjáir sig á þennan hátt við “The S***” sem einlægur addáandi Liverpool. Ég meina ef hann er jafn mikill aðdáandi þá finnst mér skrítið ef hann er að viðra svona við sorpritið.
Annars vil ég fá King Kenny í þetta starf.
Þetta kom nú eitthvað undarlega út hjá mér í kommenti 12. Það sem ég ætlaði að skrifa var:
-Ég meina ef hann er jafn mikill aðdáandi og hann segist vera þá finnst mér skrítið ef hann er að viðra svona skoðanir við sorpritið.-
Ég held og eiginlega vona bara að það muni ekki neinn taka við liðinu fram að sölu nema King Kenny, það er algjör óþarfi peningalega séð og ég sé ekki að það muni einhver snillingur taka við liðinu eins og það er í dag og jafnvel ekki hægt að bjóða nema kannski 1 árs samning.
Við eigum væntanlega fyrsta æfingarleik strax í byrjun júli þar sem að við eigum að spila í undankeppni UEFA í lok júli og liðið verður örugglega ekki komið í hendur annarar fyrir þann tíma.
Lýst bara alls ekki á það að fá Sven til okkar. Held einfaldlega að hann sé ekki maðurinn í að loka fyrir þetta risa gat á annars fallegri skútu.
NEI TAKK!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bara alls ekki Eriksson, það var óþolandi að horfa á enska liðið undir hans stjórn, liðið alltaf á hælunum leikandi langt undir getu, nóg komið að því á Anfield og nágrenni í bili.
Samkvæmt óstaðfestu slúðri úr innanbúðum LFC er búið að ná samningum við næsta stjóra.
LAS – Hvaðan hefurðu þær fréttir?
Bara slúður, twitter og facebook comment frá einum forsvarsmanni – http://www.spiritofshankly.com
Færslan var eftirfarandi “wishes I could tell you, but i can’t, yet” svo hefur þetta hæpað upp á sig.
Frekar óljóst, vona samt að þetta tengist annað hvort sölu klúbbsins eða nýrri sleggju í stjóra stólinn.
Ætli sé eitthvað til í þessu?
http://www.koptalk.co.uk/201006072332/Liverpool-FC-News/sheikh-khalifa-trying-to-take-control-of-liverpool.html
Duncan Olham? Í alvöru?
Hvernig í andskotanum tókst þér að grafa þetta upp, OGG? 🙂
Rumour has it that the brother of man citys owner is trying to take over LFC
OGG (#22) – ef Duncan Oldham hjá KopTalk segðist hafa öruggar heimildir fyrir því að föt vernduðu okkur fyrir kulda myndi ég mæta nakinn í vinnuna.
M.ö.o., ekki orði treystandi hjá þeim asna.
Þetta datt inn í Twitter feed-inn minn. Smá gúggl leiðir í ljós að Duncan þessi virðist mjög umdeildur…þá veit ég það 🙂
hahaha vááá ef satt reynist þá væri það frekar fyndið en mikið efa ég að þetta sé satt ! Vonandi er þetta samt raunin því ég er alveg sáttur við að fá einn góðan sykurpabba að klúbbum, boltinn er bara þannig í dag og við ætlum að vera með þá er ekkert um annað að ræða en að spila með eins og aðrir gera. Þar að segja með öflugan, vellauðugan eigenda !
Góðar fréttir ef ríkari bróðir eiganda man city mun kaupa Liverpool og með þjálfara mál ef Liverpool eiga fá norðurlanda þjálfara þá vil ég bara fá Michael Laudrup hann spiliar miklu flottari fótbolta en Sven
Vill að Kenny Dalglish taki við liðunum á meðan það er “munaðarlaust”.
Tékkið aðeins á ferilskránni hjá Eriksson. Þetta er enginn Pappírs-Pési sem við erum að tala um hérna. Þetta er maður sem var orðaður í fullri alvöru við Chelsea og Real Madrid. Það er nákvæmlega ekkert að því að hann taki við liðinu.
Tekið af http://en.wikipedia.org/wiki/Sven-G%C3%B6ran_Eriksson :
“Eriksson became the first Manchester City manager since 1969–70 to win both league derby games against Manchester United and also achieved the joint highest Premier League point total in the club’s history.”
Svo var hann rekinn.
Þessa menn vildi ég sjá sem næstu stjóra liverpool, í þessari röð. 1. Lippi 2. Daglish 3. Oneill. Ef enginn af þeim fæst þá getum við alveg eins sótt Phil Thomson úr sky boxinu.
Hvað með að fá Johan Cruyff sem stjóra, hann virðist vera ennþá vera að þjálfa félagslið.