Jæja þá er komið að því. Fyrstu leikirnir á HM eru í dag. Suður-Afríka og Mexíkó mætast kl. 14 og svo kl. 18.30 í kvöld mætast Úrúgvæ og Frakkland. Þið getið rætt um leikina og/eða hvað annað sem mönnum dettur í hug hér.
Ég ætla að setja í loftið mína opinberu spá hér og nú: Spánn vinnur annað hvort Argentínu eða Brasilíu í úrslitum og hampar titlinum. David Villa verður markakóngur en Fernando Torres, sem spilar ekki alla leikina, verður sá sem tryggir þeim sigur í úrslitunum (rétt eins og á EM ’08).
Og hana nú!
eins og talað frá mínu hjarta audda vinnur Spánn Brasilíu í úrslitum.
Tjallarnir og Argentína detta út í 8 liða
Ég væri alveg til í að sjá Englendinga í úrslitum, en spái Spáni sigri (ef ég má svo bæta við 2 “varaspám” þá held ég að Argentína og Brasilía eigi góðan séns).
Hef persónulega alltaf verið smá-Englendingur í mér á stórmótum … veit ekki af hverju. Spánn hefur samt heillað mig mest síðustu árin.
Þýskaland slær England út í undanúrslitum og vinnur síðan Brasilíu í úrslitaleik.
Þjóðverjar taka tjallana í úrslitum og vító 🙂
Spánn eða Brasilía taka þetta,England fer í undanúrslit
En ég spái því að Serbía verði spútniklið mótsins.
Argentína vinnur mótið, ef að Drogba verður með Fílabeinsströndinni ætla ég að spá þeim í úrslitaleik.
Evrópsku löndin klikka yfirleitt alltaf í óþekktu loftslagi.
Liverpool tengt – March of the sons of Anfield; http://www.youtube.com/watch?v=ngyb0RlnHnU
Klúbbinn í eigu aðdáenda. Allir að skrá sig svo á http://www.spiritofshankly.com/
,,Why should Liverpool supporters join the union? In a nutshell, if we stand together and speak with one voice, regardless of language or accent, we can make a genuine difference to our football club, the city of Liverpool and indeed the wider footballing world.”
Babu… Þjóðverjar geta ekki mætt Englendingum í úrslitaleiknum.
Ég spái því að Ítalaskrattarnir verji titilinn þótt mig langi mest að England vinni. Það væri ekki leiðinlegt að sjá Steven Gerrard med styttuna á lofti.
Holland vinnur Argentínu í úrslitum og Englendingar taka Spánverja í leiknum um 3ja sætið.
samkvæmt þessu: http://www.fifa.com/worldcup/matches/kostage.html
þá geta þau mæst í úrslitum ef þau lenda bæði í 1. sæti í sínum riðli.
Er Ásmundur þá ekki bara að meina að Englendingar geti ekkert komist í úrslit ? 🙂
Gleðilegt HM!
My bad, ég var búin að heyra annað en svo fór ég að skoða þetta og auðvitað geta þeir mæst.
Argentína vinnur, eru með laaaaangbesta þjálfarann 🙂
Hlustið á þetta: Spánverjar fara ekki lengra en í 8 liða úrslit.
Jæja, fyrsti leikur búinn og niðurstaðan stórskemmtilegt jafntefli Suður-Afríku og Mexíkó. 1-1. Mexíkó hefði átt að vera búið að vinna leikinn í fyrri hálfleik en SA-menn voru aular að hirða þetta ekki í þeim seinni. Vonandi fyrirheit um það sem koma skal þegar betri liðin hefja leik.
Í kvöld, (vonandi) slátrun Úrúgvæ á Frökkum sem ættu með réttu að horfa á þann leik í sjónvarpinu eins og við hin.
Spánn vinnur Brassana í úrslitaleiknum, það er klárt.
Úrúgvæ munu á eftir sýna heiminum hversu slappir Frakkarnir eru og vinna öruggann sigur.
Djöfull er gaman að HM er loksins komið af stað 🙂
Frábær leikur, frábær vinstri kantmaður hjá S-Afríku sem væri vert að kíkja nánar á.
Annars vinnur Brasilía keppnina, vinna Þjóðverja í úrslitaleik. (Sorrý, statistíkin talar). Spánn og Ítalía verða líka í undanúrslitum en Englendingar skíta í brækur eina ferðina enn. Detta út í 16 eða 8-liða. Tapa á móti USA á morgun…
kveðja, Spádómskúlan
Spánn eða brasilía munu vinna HM en ég vona að Serbía og Argentína vinni.
Nr. 20 ziggi, ég held að það sé erfitt fyrir Serbíu og Argentínu að vinna. 🙂
Áfram England
Áfram England að sjálfsögðu…
Svo er maður næst á eftir mest hrifin af Spáni….
verður gaman að sjá hvað Maradonna gerir við Argentínska liðið svo er gaman að fylgjast með Hollendingunum alltaf ogg svo eru Brassarnir alltaf sterkir.
Vil ekki sjá Frakka þarna og ekki heldur þjóðverja og ítali….
spánn og brazilía mætast í 8 liða úrslitum. Það er mjög líklegt allavega. Er tilbúinn að leggja undir hvað sem er upp á það!!!!!!!
Það er erfitt að dæma Frakkland, Uruguay, S-Afríku og Mexíkó af einum leik. Eins og við var að búast var mikil taugaveiklun í leikjum liðana. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að Mexíkó og Uruguay fari áfram úr þessum riðli.
Ég hreinlega skil ekki af hverju Frakkar eru ekki löngu búnir að losa sig við þennan þjálfara. Liðið lék ömurlega í EM 2008 og komst í umspil eftir að hafa komist í gegnum léttan riðil og þá yfirleitt með sem minnstum mun (Færeyjar 0-1). Til að kóróna allt, þá komst liðið áfram á ólöglegu marki gegn Írum.
Spilamennska liðsins í gær var framhald af því sem verið hefur, hægur sóknarleikur og lítið frumkvæði. Liðið hefur á að skipa frábærum einstaklingum, sókndjörfum bakvörðum og hefur allt til þess að bjóða uppá frábæran fótbolta eins og Frakkar voru þekktir fyrir.
Mexíkó og Uruguay tel ég að klári dæmið. Uruguay gæti orðið spútnik lið deildarinnar með frábæra framherja og massíva vörn. Mexíkó fannst mér spila skemmtilegan fótbolta í fyrri hálfleik og getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi, það sem gæti komið í veg fyrir að þeir fari áfram er varnarleikurinn og markvarslan sem er mjög tæp.
Algjörlega sammála, #25 einare. Mexíkanarnir voru mjög léttleikandi í fyrri hálfleiknum og þá reiknaði maður með öruggum sigri þeirra, a.m.k. 3-0. En þegar menn nýta ekki yfirburði sína er þeim gjarnan refsað, eins og S-Kórea gerði snemma í seinni – Liverpool “heilkennið” þarna á ferð: yfirburðir sem skila sér ekki í mörkum.
En leikirnir í gær juku engu að síður bara trúna á spána sem ég gerði fyrir mót, Mexíkó vinnur riðilinn og Úrúgvæ verða í öðru. Að vísu sá ég ekki dæmi um að markvarsla Mexíkó væri tæp.
S-Afríka átti það að sjálfsögðu að vera, ekki S-Kórea.
Myndi vilja sjá Þýskaland vinna England í úrslitunum, það væri virkilega ljúft þótt gaman væri að sjá Torres afgreiða Brasilíu eða Argentínu, en það er víst ekki möguleiki nema annað liðið lendi í öðru sæti í sínum riðli, og það er ekki að fara að gerast nema þeir geri það viljandi. Annars er ég sammála #25 að ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum Frakkar eru ekki búnir að losa sig við þennan þjálfara á meðan Didier Deschamps og Blanc ganga lausir, ef svo mætti segja.