HM dagur 12 (3. umferðin hefst)

Kl. 14:00: S-Afríka – Frakkland og Úrúgvæ – Mexíkó. Domenech hagar sér loks eins og þjálfari og hendir Evra, Abidal, Gouvou og Malouda út úr liðinu. Setur Djibril Cissé og co. inn í staðinn. Treystir á einingu með því að fjarlægja vandræðagemsana.

Kl. 18:30: Argentína – Grikkland og Nígería – S-Kórea. Argentínumenn munu hvíla leikmenn en Grikkir og Kóreumenn berjast um annað sæti riðilsins. Nígería, eins og flestar Afríkuþjóðir, valda vonbrigðum og eru á leið heim.

Úrslitastundirnar hefjast í dag. Héðan í frá er hver leikur einfaldur: Win or go home.

15 Comments

  1. Eining smeining þetta Franska lið drullar upp á bak og það skiptir engu máli hver spilar fyrir þá.

  2. Þeir á Gaurdian og allir sem einhverntíma hafa komið til Írlands skemmta sér konunglega yfir þessu

    Half-time entertainment: “As an Irishman, I’m starting to think that this self-destructing French team is providing me with more joy than Ireland’s inevitable defeat in the last 16 would have,” chortles Rowan Higgs. Last 16, are you sure?

    Verst að þeir eru búnir að ráða alvöru stjóra nú þegar því þetta skemmtiefni er mikið betra en gott franskt lið 🙂

  3. Ásmundur þeir voru nú bara að svara pósti sem stuðningsmaður sendi og blöðin reyna að lesa sem mest í það. Þessi starfsmaður RBS færi mjög líklega alls ekki að segja nokkurn skapaðan hlut um hvað sé í vinnslu hjá þeim í svona pósti hvort sem það er eitthvað í bígerð eða ekki.

    Hicks/Gilllett væri hinsvegar mjög lílegur til þess.

  4. Mjög skemmtilegt – Frakkar dottnir út. Þvílikt fífl þjálfarinn að taka ekki í höndina á þjálfara Suður Afríku. Merkilegt mót hjá Frökkum 😉

    Með þessi helv…… eigendamál Liverpool sem allir eru fyrir löngu búnir að fá sig fullsadda yfir. Hefur ekki komið til tals að þvinga fram sölu?
    Ef áhangendur taka sig saman og hóta aðgerðum ef ekki verður selt hljóta að ná sínu fram ef þeir standa saman. Hvað ætla eigendur að gera ef áhangendur hætta að kaupa varning og hætta að mæta á leiki.
    Við þurfum nýja eigendur – það vita allir nema þessir helv… kanar.

  5. Ákall, ákall um stöðupistlana hans Ssteins!! Getum ekki látið annars frábært HM trufla góða umræðu um liðið okkar.

  6. sammála því sem manni er að seigja !!! verða menn ekki að fara að koma með einhverjar aðgerðir.. taka upp einhvern annan lit eins og united stuðningsmenn gerðu á síðasta tímabili byrja að selja bláa og hvíta trefla og drasl eða einhvað.. leiðinlegt samt ef þetta gengur svo langt að fólk fer að hætta að fylla völlin í mótmælaskyni fyrir leikmennina inná vellinum en ef það er nauðsynlegt þá styð ég það.. ég ætla allavega að fara niður í kolaport og kaupa mer nýju treyjuna þar fake og styrkja frekar barnaþrælkunina í tælandi frekar enn þessi kana ógeð !!!

  7. dreg reyndar þetta með blán og hvítan lit til baka frekar ógeðslegt ! en þá bara appelsínugulan varning

    • byrja að selja bláa og hvíta trefla

    Þetta var ég búinn taka afrit af úr greininni til að spyrja þig um almenna geðheilsu þar til ég sé næsta comment á eftir 🙂

  8. var að horfa á endursýningu af leik s-kóreu og nigeriu á sama tíma, kóreu menn voru í hvítum bol og bláum stuttbuxum og ég skrifaði það bara.. 🙂

  9. Þeir sem eru að tala um aðgerðir eða mótmæli þá getið þið kíkt á þessa síðu http://www.spiritofshankly.com. Það er verið að skipuleggja mótmæli í Liverpool 4 júlí og eru SOS samtökin að skipuleggja þau. Er samt ekki viss um að einhver mótmæli hafi einhver áhrifa á þess vitleysinga.

    Síðan eru einhverjar kjaftasögur á spjallsíðum úti að salan sé gengin í garð og muni vera tilkynnt um nýja eigendur eftir 19 júlí en líklega sé það hálf bróðir eiganda Man City.

HM rúllar áfram – Dagur 10

Liverpool bloggið á Facebook – taka 2