Þessi skilaboð hafa gengið á Twitter í gær og í dag og frétt Guardian af málinu virðist staðfesta frásögnina. Jovanovic ku vera hissa á framgöngu Liverpool í málinu, hefur talað við Rafa um að fara til Inter í staðinn, og er alvarlega að íhuga hvar hann á að spila næsta vetur.
Lái honum það hver sem vill. Spila fyrir stjórann sem vill greinilega ólmur fá hann til sín, sama hjá hvaða liði það er, eða spila fyrir klúbbinn sem er með allt niðrum sig og hefur ekki haft fyrir því að hafa samband síðan þjálfarinn var rekinn?
Auðvelt val.
“Ljái honum það hver sem vill. ”
Hvað eigum við að ljá honum? Örlitla von og þolinmæði?
(Þú varst örugglega að meina “Lái honum það …”
Til hamingju. Þú fannst innsláttarvillu. Langar þig kannski að ræða umfjöllunarefnið eitthvað, eða bara málfræði?
Ég held að Jógi væri góður kostur fyrir okkur og auðvita eigum við að klára þetta mál, en þetta er bara ein frétt til að sverta Liverpool og það virðist sem breska pressan sé mjög iðinn við það þessa dagana.
Auðvita viljum við fá þessi mál á hreint!
Hverjir verða:
1. Nýir eigndur
2. Hver stjórnar
3. Leikmenn liðsins (kaup og sala)
Meðan það er ekki víst með eigendur þá vilja engir þjálfara koma og meðan það er ekki víst með þjálfara þá er ekkert að gerast í leikmanna málum svo einfallt er það.
Áfram LFC
Þessa dagana hef ég meiri áhuga á góðu málfari en einhverju leiðnindaliði í leiðnindalandi.
Ef þessi gaur kæmi myndi hann líklega keppa við Meijer um stöðu í hugum Liverpool aðdáenda, þannig virkar þetta bara.
Ekki er öll vitleysan eins ” Ef þessi gaur kæmi myndi hann líklega keppa við Meijer um stöðu í hugum Liverpool aðdáenda “.
Hafa menn ekkert verið að horfa á HM, Jovanovic er búinn að vera einn besti maður Serba á mótinu, hefur hraða, tækni og leikskilning. Ég hef enga trú á öðru en að hann yrði góð viðbót við okkar annars mjög svo þunna leikmannahóp. Auk þess bendir margt til þess að LFC verið frekar þunnskipað á vinstri kantinum á næstu leiktíð með brotthvarfi Riera og hugsanlega Benna.
Og í öllu peningaleysinu hjá Liverpool er kærkomið að fá góða leikmenn frítt.
Krizzi
Það er auðvitað fráleitt að það skuli enginn vera búin að ræða þessi mál við hann síðan að Benitez var látinn fara, hvort það eigi að vera Purlsow eða Dalglish eða einhver annar veit maður ekki en það verður að klára svona mál. Og ef það er ekki verið að reyna að klára mál sem eiga að vera semi klár enda var nánast gengið frá þessu fyrir nokkrum mánuðum þá er örugglega ekki verið að reyna að sannfæra Joe Cole um að koma heldur.
Núna fer að styttast allverulega í fyrsta æfingarleik Liverpool og það hljóta að fara að koma fréttir af nýjum þjálfara nema að Sammy Lee eigi að sjá um þetta fyrst um sinn.
” Þessa dagana hef ég meiri áhuga á góðu málfari en einhverju leiðnindaliði í leiðnindalandi. “
vanda sdavsetninguna drengur. !!
C.B
Ég held því miður að þessi gæi sé svona sirka í Fulham-klassanum. Örvænti ekki þó hann fari annað. Hins vegar held ég að það að fara til Liverpool sé nú ansi stórt og merkilegt ennþá í hugum manna af hans kaliberi þó liðið sé þjálfaralaust og annað.
Dominick King hjá Echo segir að þetta sé bull og að Jovanovic muni koma til Liverpool. Sjá hér.
Án þess að þekkja ítarlega til Jovanovic, þá finnst mér hann virka sem þessi týpa sem að Benitez virðist vera hrifinn af. Þessi target striker í líkingu við Mista og jafnvel Crouch.
Ég skil vel að menn viti ekki mikið hvaða leikmenn eigi að kaupa til klúbbsins þegar ekki er vitað hver muni þjálfa liðið, hvaða leikaðferð eigi að spila og hvaða leikmenn henti í það skipulag.
Kannski fáum við þjálfara sem vill ekki sjá serbann og hefur allt aðrar hugmyndir um leikmannahóp.