Það er afar sjaldgæft að þeim sem lýsa leikjum eða greina þá sem spekingar eftir leik er hrósað sérstaklega fyrir það. Oft eiga þessir menn gagnrýnina reyndar fyllilega skilið og jafnvel hryllilega eins og bresku spekingarnir sem fá heldur betur á baukinn í þessari frábæru grein (mæli líka með Football Weekly sem bent er á í þessari grein).
En eins ótrúlega og það hljómar langar mig svolítið að hrósa RÚV og opna á umræðu um þetta og þá sérstaklega hvernig RÚV tæklaði HM í ár.
Þegar Adolf Inga var á einhvern ill skiljanlegan hátt kennt um jafntefli handboltalandsliðsins gegn Austurríki í upphafi árs voru uppi margar kaldhæðnisraddir og höfðu raunar verið mun lengur um að RÚV væru ömurlegur kostur og alls ekki með réttu mennina til að sjá um HM og þeir myndu jafnvel eyðileggja keppnina.
Núna eftir mánuð af nánast daglegum fótbolta og gríðarlega mikilli umfjöllun hefur maður varla heyrt gagnrýni á þessari umfjöllun og raunar þvert á móti og fyrir mitt leyti verð ég bara að hrósa RÚV fyrir þetta verkefni enda umfjöllunin góð og Vuvuzela var mun nær því að skemma mótið en nokkuð annað.
Fyrir þjóðhátíð í fyrra, mjög skömmu eftir að Michael Júdas Owen fór til helvítis sá ég Hjörvar Hafliðason í Herjólfi sem væri kannski ekki frásögu færandi fyrir utan það að fíflið var í United búning sem á stóð Owen. Góður húmor svosem enda Owen rétt nýbúinn að skrifa undir en líka ágætt dæmi um hversu mikill United maður hann er. Engu að síður er ekki hægt annað en hrósa honum og það á Liverpool blogginu enda bar hann af í sínu hlutverki í sumar líkt og í umfjöllun um íslenska boltann í fyrra (og ár) á sömu stöð. Hann er greinilega fótboltanörd, les sig til um þau lið sem á að fjalla um og segir greinilega nákvæmlega það sem honum finnst og er allavega enn sem komið er ekki kominn í gamlar klisjur sem jafnan er tuggið ofan í sjónvarpsáhorfendur. T.d. það að Þýskaland hafi alltaf spilað vélmennafótbolta og fleira í þessum dúr. Ansi langt frá þeim Shearer og Townsend t.d. sem talað er um í greininni sem ég benti á í upphafi.
Það er kannski erfitt að koma með vitiborna gagnrýni á svona menn en ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að sjá mikið meira af Hjörvari í framtíðinni og finnst hann áberandi bestur í svona leikgreiningum líkt og Gummi Ben er í lýsingum á 365. Raunar efa ég að árið verði búið þegar þeir verði orðnir samstarfsaðilar og þá er ég ekki að meina að Hjövar komi sem markmannsþjálfari á Selfoss.
Eins var ég ánægður með Pétur og Auðunn, báðir að verða gamlir jálkar í boltanum, báðir með fína reynslu úr boltanum og leikið sem atvinnumenn úti og komu jafnan með góða punkta. Þarna vorum við að fá inn menn sem við höfum ekki séð neitt voðalega oft áður í sjónvarpi og þetta kom fínt út hjá þeim.
Þorseinn Joð er síðan að mínu mati oft aðeins á mörkunum að vera pirrandi í svona hálfgerðu wannabe heimspekilegur en hann er góður stjórnandi á svona þætti og hélt þessu lifandi og líklega áhugaverðu fyrir stærri hóp en bara okkur ultra fótboltanörda. Enda staðreynd að þegar HM er á RÚV er ólíklegasta fólk að horfa á. Orðum þetta svona, ég sá ekki mínútu af þættinum hans Loga Bergmanns sem var held ég daglega og hef ekki heyrt neinn minnast einu orði á hann.
Hvað hina varðar þá voru föstu starfsmennirnir Hjörtur, EInar og Þorkell góðir og það var fínt hjá RÚV að hafa þá plús einhven speking úr boltanum á hverjum leik. Líklega hefur verið ákveðið að Adolf Ingi kæmi ekki að þessu móti enda umdeildur og því var bara nánst engin sjáanleg neikvæð umræða um spekingana.
Af þeim sem ég síðan man eftir þá held ég að Bjarni Guðjóns verði eitthvað í svona hlutverki áfram í framtíðinni og taki við af pabba sínum jafnvel. Hann kom oft með fína punkta og var góður í lýsingum. Eins er Tryggvi Guðmunds fínn í þessu þó hann sé ákaflega umdeildur sjálfur sem leikmaður.
En all in all þá er vert að hrósa því sem vel er gert því andskotann nóg förum við jafnan yfir það sem illa er gert. RÚV fær thumbs up frá mér allavega fyrir HM í sumar, væntingarnar voru litlar og þeir fóru framúr þeim.
Það er auðvitað jafn líklegt að allir séu sammála um þetta og að SSteinn fari aftur holu í höggi í sumar en þetta er allavega mitt mat, RÚV fékk mikla (og oft ósanngjarna) gagnrýni yfir handboltanum í janúar. Eina sem maður saknaði var að hefði mótið verið á 365 væri smá séns að Silja Úlfars hefði lýst leik, þó það eigi ekki alltaf við þá er ekki annað hægt en að hafa lúmskt gaman af svona stöðugum kjánahrolli og maður fær er hún færir manni íþróttafréttir um aðrar íþróttir en frjálsar, t.d. hvað Kobe Bryant skoraði mörg mörk og svona. Svona án þess að ég vilji alveg ausa yfir stelpu greyið sem er nú nýliði í faginu þá væri ég mikið til í að sjá upptöku af atvinnuviðtalinu hennar á 365!!
Núna er stutt í að enski boltinn byrji aftur og Stöð 2 Sport hefur fengið smá samkeppni sem þeir verða eflaust eitthvað miðaðir við í uppphafi tímabilsins. Eins gæti ég trúað því að þeir hafi fengið einhverjar hugmyndir um nýja starfsmenn/spekinga fyrir næsta vetur. Ekki samt taka þetta samt sem diss á Stöð 2 Sport, þeir hafa þjónustað enska boltann gríðarlega vel plús aðrar deildir og íþróttir sem þeir fjalla um og stöðin er hreinlega á heimsmælikvarða fyrir þá sem hafa efni á henni.
En svo við vindum okkar kvæði alveg í kross og snúum okkur aðeins að sjálfu mótinu þá er ekki annað hægt en að hafa gaman af besta varamarkverði í heiminum enda líklega allramanna skemmtilegastur í spænska landsliðinu
Þetta er svo mikil perla að það er æðislegt
Þetta var hið fínasta HM annars enda erfitt að hafa ekki gaman af eins mánaðar stórmóti í fótbolta á þeim tíma sem vanalega fer í bið og endalausar vangaveltur um leikmannamál. Reyndar gæti mér ekki verið mikið meira sama um landsliðafótbolta þannig og í úrslitaleiknum vonaðist ég helst að öllu eftir því að Fernando Torres myndi ekki meiðast!!
Afríka fannst mér ekki beint vænlegasti kosturinn fyrir svona mót en það var í fínu tímabelti fyrir okkur íslendinga og því kvartar maður ekki. FIFA fær reyndar alveg sérstkat hrós fyrir að gera sitt besta til að eyðileggja stemminguna með því að banna ekki hinn óþolandi Vuvuzela lúður sem drepur alla stemmingu á vellinum og þarf líklega að fara kveikja á heyrnartækinu hjá þessum bjánum enda var þetta vandamál vitað ári fyrir mót og var alveg jafn óþolandi og óttast var. Eins er það mögnuð tímasetning að byrja að nota nýjan og byltingarkendan bolta á stærsta móti í veröldinni!
En ef ég enda þetta á nokkrum tilnefningum (sem þið mættuð heimfæra á ykkur í ummælum):
Besta lið: Spánn, augljóslega
Leiðinlegasta lið: Spánn, leyfðu hinum ekki að vera með!
Skemmtilegasta lið: Þýskaland, hver hefði trúað því fyrir mót.
Besti leikmaður: Iniesta og Xavi, þetta er einn maður.
Maður mótsins: Maradonna by far
Mest pirrandi við mótið: Stemmingin í áhorfendum var drepin.
Núna er komið að enska boltanum, loksins.
Babú
Var að skoða þennan lista ..
http://www.liverpoolfc.tv/team/first-team
Og mér skilst útfrá umræðu á RAWK að allavega 7 stk af aðstoðarmönnum Rafa séu farnir.
Mauricio Pellegrino First-team Coach
Eduardo Parra Garcia Fitness Coach
Paco De Miguel Fitness Coach
Gonzalo Rodriguez Fitness Coach
Xavi Valero Goalkeeping Coach
Antonio Gomez Perez Reserves Coach
Felix Fernandez Ledesma Sports Therapist
Verður áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast.
Það er alveg vert að taka undir það sem þú skrifar um umfjöllun RÚV á HM og hver hefði trúað því að RÚV myndi tækla HM betur en Stöð 2 Sport?
Ég byrjaði að horfa á báða þættina fyrstu daga mótsins en það breyttist fljótt. Ég horfði alltaf á RÚV þáttinn og ef ég missti af honum þá horfði ég á hann á netinu. Hjörvar Hafliðason er yfirgnæfandi besti spekingur landsins og bætti Pétur og Auðun upp því mér fannst þeir ekkert sérstakir í sinni EM umfjöllun 2008.
mér fanst þessi betri stofa alveg ágæt….
en lysarnir þegar var að lýsa sjálfum leikjunum voru alveg frá, vissu voða lítið og það var aldrei hægt að treysta á þeirra dómgreind! og málið með Hjörvar Hafliðason þá gæti mamma mín lesið sig til um fótboltaleiki og talað um þá
hann var alltaf með tölfræði á hreinu útaf hann var nýbúinn að lesa um leikinn ef þú myndir spyrja hann um einhver leik i dag þá er hann búinn að gleyma þvi sem hann las!
það er og væri gaman að sjá t.d Gumma Ben hann kemur alltaf með sinn brag á leikinn 🙂
en þetta er bara mín skoðun 😉
hjörvar hafliðason besti spekingurinn. gummi ben besti lýsarinn.
Án þess að ég viti það þá efa ég fyrir það fyrsta að þetta sé rétt hjá þér, virkar nokkuð almennt fróður um fótbolta.
Eins verð ég bara að spyrja, hvað getur hann annað gert til að afla sér upplýsinga en að lesa sig til fyrir leiki? Auðvitað segi ég frekar, skárra en að líta út einsog álfur út úr hól eins og t.d. þeir sem talað er um í greininni um bresku spekingana! Maður veit ekki bara allt sem vert er að vita um lið eins og Gana, Nýja Sjáland o.s.frv. án þess að lesa sig til um það.
Varðandi það að hafa tölfræðina á hreinu þá er líka kúnst að koma því að á skemmtilegan hátt, enda fannst mér Hjörvar ekki hljóma eins eins excel skýrsla sem kemur fyrir að sé raunin með t.d. Arnar Björnsson sem les sig manna mest til fyrir leiki!!
fanst hann þrífast mjög mikið á að vita meira en hinir 2 og leiðrétta og nánast láta þá lýta illa út stundum, og kom bara með staðfeyndir, stundum finnst mér að það þurfi að vera eitthvað meira (stundum) en bara staðreyndir..
fanst hann oft mjög hrokafullur … en allst ekki að segja að ég geti gert betur var góður og allt það en ekki svona æðislegur eins og sumt fólk eru að tala um ….
endurtek…. bara mín skoðun 🙂
Heilt yfir fannst mér umfjöllunin til fyrirmyndar hjá Rúv. Mér fannst HM Hornið mjög skemmtilegt í flestum tilfellum og spekingarnir skemmtilegir. Þeir vógu hvorn annan mjög vel upp og voru líflegir og skemmtilegir þegar á þurfti að halda. Hjörvar Hafliða sem ég hef reyndar þekkt í mörg ár og spilað einnig með fótbolta er alveg toppnáungi. Hann er virkilega fróður um fótbolta og væri ég til í að fá hann sem lýsanda á leikjum í Enska boltanum í vetur. Hann er t.d. betri að mínu mati heldur en Kristinn Kjærnested og mætti alveg koma í staðinn fyrir hann (þó svo að ég hafi lítið út á Kristinn að setja sem persónu).
Nú ætla ég hinsvegar að vera leiðinlegi gæinn. Það eru tveir gæjar sem voru í lýsingunum sem voru ekki að gera sig að mínu mati. Bjarni Guðjóns er svo sem ágætis lýsandi en það fór viðurstyggilega í taugarnar á mér hvað hann var alltaf í sí og æ að setja út á Fernando Torres. Var alltaf að setja út á að hann væri ekki að geta neitt, væri aldrei mættur í svæðið og væri bara hreint út lélegur án þess þó að minnast orði á að maðurinn hafi verið að koma úr erfiðum uppskurði á hné. Það fór í taugarnar á mér og ég get bara fyrir mitt litla líf ekki tekið hann í sátt útaf því. Þorkell Gunnar (held ég að hann heiti) er svo annar kapituli útaf fyrir sig. Silja Úlfars lítur út fyrir að vera með áratuga reynslu á bakinu miðað við þennan mann. Ég fékk kjánahroll niður eftir hryggnum í hvert skipti sem maðurinn opnaði munninn. “Gana er með boltann, Gana sendir boltann út á kantinn og Gana sendir fyrir en Bandaríkin skalla frá”. Hér koma Bandaríkjamenn í góðri sókn og Bandaríkjamenn senda boltann inn í teig”. Í GUÐANNA BÆNUM LÆRÐU NÖFNIN Á LEIKMÖNNUNUM. Þetta fannst mér fáránlegt og maðurinn engan veginn á heimavelli þegar það kom að þessari keppni. “Þetta var frábært skot hjá Steven Gerrard………(nærmynd af leikmanninum)…..nei þetta er reyndar Rooney”. “Virkilega vel gert hjá Messi…..(nærmynd)…..reyndar er þetta Tevez”. Ég meina menn hljóta að vera sammála um að þetta er fáránlegt.
Búinn að vera leiðinlegi gæinn í bili.
gæti samt verið það eina að hann er harður united maður…
það er oftast mjög leiðinlegar týpur !
Langt síðan ég hef haft jafn gaman af umræðuþáttum um fótbolta og þessum HM2010 þáttum (og reyndar núna íslenska boltanum á RÚV)… ástæðan fyrir því er Hjörvar Hafliðason, hann er búinn að vinna heimavinnuna, kemur með fróðlega punkta, liggur ekki á skoðunum sínum (spyrjið bara Pétur Marteins) og á það til að vera hnyttinn. Hversu marga hefur maður séð mæta óundirbúna í svona þætti froðusnakka og klisja yfir sig ?
Ég get ekki sagt að ég sé einlægur aðdáandi Þorsteins Joð en hann stýrði þessu vel og þeir Pétur og Auðunn voru ágætis hjálparhellur. Auðunn stóð sig oft vel hlutverki túlks er hann þýddi jafnóðum sletturnar hjá Pétri.
Stærsta hrósið til RÚV er sennilega að umfjöllunin hafi verið “of mikil”, það má t.d. deila um hvort full þörf sé hjá ríkismiðli að vera með þáttastjórnanda, 3 spekinga og íþróttafréttamann + speking í kringum einn fótboltaleik án þess að ég taki afstöðu til þess. Hafði allavega gaman af þessum þáttum og kvarta því ekki 🙂
Góður pistill. Sammála flestu sem kemur þar fram. Bjarni Guðjóns böggaði mig samt nokkuð þegar hann minntist nokkrum sinnum á að Spánverjar hefðu verið einum færri þegar Torres var inná. Reyndur knattspyrnumaður á að vita betur. Þegar maður einsog Torres er inná fá meðspilarar hans mun meira frelsi heldur en þegar hann er á bekknum.
En annars stóð RÚV sig bara mjög vel. Veit samt ekki hvort var leiðinlegra, Vuvuzela lúðrarnir eða helvítis Blondie lagið…
Mér fannst þetta vel gert hjá Rúv en ég verð að vera ósamála þér með Hjörvar. Mér fannst hann einfaldlega leiðinlegur og fannst mér hann topa með leiðindin þegar hann var að vernda markmann Brasilíu eftir að hann klúðraði með skelfilegu úthlaupi. Þetta er bara mín skoðun og er þetta öruggleg fínasti strákur en mér fannst hann standa sig illa.
Mér fannst umfjöllun RÚV mjög góð og finnst mér þeir eiga hrós skilið. Meira að segja hún móðir mín sem hefur ekki hundsvit á knattspyrnu skemmti sér konunglega yfir HM stofunni og finnst mér það mjög jákvæt að ekki einungis knattspyrnuáhugamenn geti horft á slíkan þátt og haft gaman af.
Besta lið: Spánn
Leiðinlegasta lið: Frakkland
Skemmtilegasta lið: Þýskaland
Besti leikmaður: Bastian Schweinsteiger (mjög margir sem koma til greina en ég held með Þýskalandi og mér fannst Schweinsteiger vera frábær á mótinu)
Maður mótsins: Vicente del Bosque
Mest pirrandi við mótið: Vuvuzela lúðranir og einnig fór það í taugarnar á hversu lítið hrós Dirk Kuyt fékk miðan við framistöðu sína á mótinu. Hann var frábær (fyrir utan kannski sjálfan úrslitaleikinn) og hefði að mínu mati átt að hljóta tilnefningu sem leikmaður mótsins í stað Asamoah Gyan.
Ég sá þennan leik þar sem Bjarni gerði sig að fífli með ítrekuðu skítkasti útí Torres. Nákvæmlega engin fagmennska í gangi þarna. Ótrúlega sorgleg að reyna að draga þetta niður í sandkassaleik. Ég tek nákvæmlega ekkert mark á Bjarna eftir þetta. Sama má segja um Auðun. Hann sagði að Steven Gerrard væri heimskur útaf því að stakk ekki inn á Defoe í eitthvert skiptið. Eitt hlaup sem Gerrard mat vitlaust (hvað er hann búinn að búa til mörg mörk á ferlinum með stungusendingum?) og þá er Gerrard heimskur að mati Auðuns. Það er ekki hægt að bjóða manni uppá svona menn í lýsingum.
Hjörvar og Pétur voru góðir.
Íþróttadeild Rúv komst frá HM með bravör að mínu mati, HM stofan var mjög góð og ég gat lítið sem ekkert pirrað mig á þeim sem lýstu leikjunum, sem er athyglisvert 🙂
Ef það er eitthvað sem fór í taugarnar á mér var það að Rúv skyldi yfir höfuð vera að blanda S2Sport í þetta, af hverju í ósköpunum sýndi Rúv bara ekki alla leikina? Svo veit ég ekki betur en að það sé bannað að vera með þessa leiki í læstri dagskrá eins og S2Sport gerðu.
Varðandi þetta skemmtilega videó þá hugsaði ég allann tímann meðan ég horfði á það, mikið djöfull langar mig að detta í það með Pepe Reina 🙂
Halli, sagði hann virkilega að Gerrard væri heimskur?
Einhverja hlutavegna á ég mjög erfitt með að trúa því.
Maðurinn sem sá um stuð í Spænska Liðið sá eini sanni Pepe Reina sem ég held gæti verði Liverpool Næsti fyrirliði :
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=94253
Mér fannst þetta allt vera til mikillar fyrirmyndar hjá þeim á RÚV,enda voru væntingarnar frekar lágar fyrir mót,með nagandi ótta um að Adolf Ingi fengi að lýsa(sorrý adolf).Mér fannst Hjörvar reyndar frábær í þessum þáttum,og það sem ég fíla við hann og t.d Gumma Ben (og reyndar Loga Ólafs líka) er skopskynið.Menn verða að hafa það og geta grínast með hlutina eins og þegar Hjörvar sagði að Suarez hefði ekki einu sinni átt séns í skotið hjá Van Bronckhorst!!Svo vita þeir mest um þetta af þessum köllum og ég væri alveg til í að sjá Hjörvar með enska boltann í stað tölfræði Arnars t.d
p.s Pepe Reina er maðurinn!!!!!!!
ziggi, ég gruna þig um að hafa ekki lesið færsluna!! 🙂
annað flott efni með Pepe Reina kenna Iker Casillas ensku
http://www.youtube.com/watch?v=lzLE2qKCmLE&feature=related
Fínir þættir hjá þeim félögum, en ég held samt að það væri rétt að fá nýtt blóð í þetta næst. Er þetta ekki í þriðja eða fjórða sinn sem Þorsteinn J heldur utan um þetta? Þó er eitt sem fór í taugarnar á mér (viðurkenni alveg að það er smáatriði, en samt…) sem er að tónlistarvalið var furðulega einhæft, sérstaklega þegar settar voru saman syrpur um tiltekið lið. Þá hefði nú ekki verið mikið mál að sækja í tónlistarbrunn viðkomandi landa (af nógu að taka og allt það) í staðinn fyrir að jaska alltaf út sömu enskumælandi slögurunum. Þetta hefði t.d. mátt nota á einhverjum tímapunkti: http://www.youtube.com/watch?v=J-KmRDTOg9U (er þetta kommentakerfi annars ekki fyrir nöldur?)
Annars er eins og fyrsti leikur Spánar gegn Sviss hafi haft leiðinleg áhrif á leikina sem eftir komu. Þar sem Sviss tókst að sigra Spán með því að pakka í vörn og treysta á 1-2 skyndisóknir, virtust hin liðin taka sama pól á hæðina (fyrir utan Chile, þá dásemdarvillinga). Þannig að það er væntanlega ekki bara við spánverja að sakast að hafa verið svona leiðinlegir að dúlla sér endalaust með boltann á miðjunni.
Já RÚV á allt það hrós skilið jafn mikið og Stöð2sport klúðraði sínu. Ég reyndi mitt besta við að horfa á einn þátt, en jafn mikið og ég vildi gefa þeim séns þá var þetta bara hræðilegt…..líkt og að Horfa á endurtekningu með Loga í beinni nema umræðuefnið er fótbolti með Rögnu Lóu sem viðmælanda. Frekar vildi ég hlusta á Sóldögg en þetta helvíti aftur.
RÚV gerði einnig sitt besta við að koma til móts við þessar kvennréttindakellingar og fá nokkrar fótboltastelpur til liðs við vig, en það var bara ekki að ganga. Ef þær eru jafn fróðar og Hjörvar og félagar og geta komið þessu jafn vel frá sér er sjálfsagt að þær fái sinn tíma í settinu, en ég held að það finnist seint sú kona sem hefur jafn mikið vit og 1×2 maðurinn. Hver man ekki eftir því þegar Ásthildur Helga fór á kostum í lýsingu á RÚV hér um árið……this is a not JOKE.
Frábær umfjöllun, frábær keppni þegar leið á hana og góðir sigurvegarar (fyrst að Þýskaland náði ekki að taka þetta).
Hjörvar er klárlega Wikipedia spekingur þessa móts 🙂
HM stofan var ágætt til síns brúks en ég var staddur í Svíþjóð mesta parts þessa móts og ég verð að segja að sú umfjöölun sem var þar bæði fyrir og eftir leiki var mörgum klössum fyrir ofan það sem var á RÚV og Stöð tvö Sport. Held að eoe geti verið mér sammála um það.
Annars í heildina stóðu þeir sig ágætlega á RUV af því sem ég sá, vantaði kannski aðeins dýpri greiningar og menn voru kannski að tapa sér á tíðum í of miklum useless information, kannski að menn hafi verið að reyna sanna rétt sinn að vera svokallaðir sérfræðingar hjá Ruv.
Þetta var flott keppni. Vuvuzela lúðrarnir eru fínir, gefa þessu sérstakt yfirbragð sem ég man ekki eftir síðan í HM´86 í Mexíkó. Það var líka alltaf eitthvað suð yfir þeim leikjum.
Ég er með svokallaðan geimdisk og er með ITV og BBC á honum. Yfirleitt horfði ég á leikina þar vegna betri myndgæða en hlustaði svo jafnt á þættina eftirá á RUV og þessum bresku. Gallinn við RUV þættina var sá að það var oft eins og þeir réðu ekkert hvaða myndefni kom með greiningunum þeirra, þeir virtust illa geta stýrt því og sýnt fram á með brotum úr leikjunum það sem þeir voru að tala um. Hansen og félagar voru nú oftast frekar góðir þrátt fyrir að vera á köflum klisjukenndir. Þeir hafa frábæra innsýn í þetta en virðast ekki getað horft framhjá því þegar lið skora mörk, t.d. Spánn-Sviss, þeir drulluðu þvílíkt yfir Spánverjana sem unnu síðan mótið á sömu spilamennsku.
Hjörvar og félagar voru með ágæta punkta í þessu og þeir voru almennt alveg á pari við bretana. Sá fyrsta þáttinn á Stöð2sport og hafði ekki áhuga á að horfa meira á það, engin dýpt í þeim þætti og engar pælingar.
RÚV fær stórt prik í hattinn fyrir þessa keppni sem og S-Afríka og Spánverjar með Pepe Reina, besta varamann í heimi líka. Náunginn er BARA frábær og vonandi höldum við honum sem lengst.
Já og tek undir með músíkina, þeir mættu hafa afríska tónlist þegar keppnin er í Afríku…Þematengja þetta.
Besta lið: Spánn, það er víst ekki hægt að þræta fyrir það.
Leiðinlegasta lið: Ég ætla að leyfa mér að setja England hérna
Skemmtilegasta lið: Þýskaland, klárlega
Besti leikmaður: Hér er sammála þeim sem völdu Forlan þrátt fyrir blekkaða fortíð hans.
Maður mótsins: Maradonna, synd að þeir skyldu ekki fara lengra, hefði þráð að sjá goðið fara alla leið.
Mest pirrandi við mótið: Sammála að maður saknað að heyra söngva og öskur í stuðningsmönnum. Einnig pirrandi að RUV köttaði alltaf á útsendingu strax eftir að flautað var til leiksloka þannig að maður sá aldrei tilfinningar manna strax eftir leik.
Vonbrigði mótsins: Klárlega enska og franska landsliðið. Einnig hvernig úrslitaleikurinn þróaðist útí að ná leikmanninum frekar en boltanum. Stend enn fastur á því að Webb bjargaði leiknum frekar en að hann hafi eyðilagt hann.
Er alveg sammála því að þetta hafi verið til fyrirmyndar á RUV mikil framför frá því sem áður var. Hér á eftir kemur stutt lýsing á því hvernig dæmigerð umfjöllun hefði verið á RUV í kringum svona leik. ATH: staðreyndir og nöfn eru uppspuni
Adolf Ingi Erlendsson:
Verið velkominn að tækjunum, hérna hjá mér eru þau Haffi Haff og Birgitta Haukdal sem ætla spjalla við okkur um leik Hollendinga og Brasilíumanna bla bla bla….
Adolf Ingi Erlingsson: Birgitta nú heldur þú með Hollendingum af hverju?
Birgitta Haukdal:
Ég var stödd á bar í Hollandi þegar Hollendingar spiluðu til úrslita í Evrópukeppninni. Það voru allir svo glaðir og hressir og stemmningin var alveg frábær. Það voru allir í appelsínugulum peysum og svo var búið að dreifa appelsínugulum túlípönum um alla Amsterdam. Ég hef bara alltaf haldið með Hollandi síðan.
Adolf Ingi Erlingsson: Haffi nú heldur þú með Brasilíu ertu búinn að gera það lengi?
Haffi Haff: Nei, ég hef nú ekki fylgst lengi með fótbolta en ég horfði á leik með Brasilískum vini mínum fyrir svolitlu síðan og tók eftir því hvað suður amerískir fótboltamenn eru miklu opnari og tilfinningaríkari á vellinum bla bla bla….
Svo kemur að því dæmigerða fyrir íslenska íþróttafréttamenn spyrja spurningar og svara henni líka. Það eina sem viðmælendurnir geta gert er að éta upp eftir spyrlinum og umorða það aðeins.
Adolf Ingi Erlingsson: Birgitta, nú hafa Hollendingar beðið lengi eftir titlinum. Þeir vinna alla leikina í undankeppninni fá einungis á sig 4 mörk heldur þú að þeirra tími sé kominn núna?
Birgitta Haukdal: Já ég hef fulla trú á að þeir geti farið langt í þessari keppni og jafnvel alla leið. Þeir eru búnir að vera í ótrúlegu formi undanfarið. Sóknarleikur hefur alltaf verið aðall Hollendinga en nú hafa þeir sýnt að þeir geta varist líka bla bla bla….
Adolf Ingi Erlingsson: Haffi, John Do fyrirliði er búinn að eiga ótrúlegt tímabil. Hann var Spánarmeistari með félagsliði sínu, var markahæstur á Spáni og spilaði til úrslita í Meistaradeildinni. Verður hann lykilinn að sigri Brasilíumanna í kvöld?
Haffi Haff: Já, hann er búinn að vera stórkostlegur í vetur og svo gaman að sjá hvernig tilfinningarnar skína úr andlitinu á honum þegar hann spilar. Brasilíumenn þurfa á því að halda að hann eigi góðan leik ef þeir ætla að vinna í kvöld bla bla bla…….
Í hálfleik kom svo álíka upplýsandi umfjöllun.
Adolf Ingi Erlingsson: Birgitta tvö núll fyrir Brasilíu þetta lítur ekki vel út hjá þínum mönnum.
Birgitta Haukdal: Nei, þetta lítur ekki vel út en með smá heppni hefði staðan geta verið 2-1. Hollendingar verða bara koma ákveðnir til leiks og blása til sóknar og svo geta þeir skipt honum John Do inn á bla bla bla…..
Adolf Ingi Erlingsson: Haffi tvö núll eru Brasilíumenn búnir að klára leikinn?
Haffi Haff: Ég held að Hollendingar eigi ekki séns maður sér bara hvað er miklu skemmtilegra hjá Brasilíumönnunum inn á vellinum og þessar þokkafullu salsa hreyfingar þeirra láta Hollendingana bara líta út eins og ljósastaura bla bla bla……
Saknar einhver svona umfjöllunar?
Rúv á hrós skilið fyrir umfjöllunina um keppnina.
Hjörvar stóð uppúr enda er maðurinn hafsjór af fróðleik um fótbolta og kemur því skemmtilega til skila. Pétur og Auðunn voru einnig ágætir.
En það sem mér finnst vera undravert er að hann blessaður Þorsteinn J sé alltaf með þessa þætti. Maðurinn veit voða lítið um fótbolta þó hann reyni að láta líta út fyrir að vita eitthvað. Og síðan er hann bara akkúrat ekkert fyndinn. Átti mörg komment sem áttu að vera fyndin voru bara algjörlega út úr kú.
Það var í rauninni eitt sem böggaði mig við RÚV. Það var einn lýsandinn sem var með ógeðslega leiðinlega rödd. Röddinn hans var svo ógeðslega dauð að ég lækkaði frekar alveg niður og setti tónlist á í stað þess að hlusta á þetta.
Algjörlega sammála Babú.
Það fyrsta sem ég gerði ef ég myndi eignast sjónvarpsstöð væri að ráða Hjörvar Hafliðason í fullt starf, maðurinn er frábær og ég hef haft þetta dálæti á hinum síðan hann hélt mér við sjónvarpsskjáinn í fyrrasumar og fékk mig til þess að missa ekki af einum þætti af íslenska boltanum, núna er ég búsettur í noregi en með kort sem gerir mér kleift að horfa á Rúv og ég missi ekki af þætti af íslenska boltanum og að sjálfsögðu sá ég allt HM á rúv líka. Hann er svo áberandi langbestur þarna að það hálfa væri nóg. Auðvitað les hann sér til en er alveg klár á því að hann er líka algjör fótboltaheili og gæti klárlega sagt manni allan fjandann um hitt og þetta sem gerðist fyrir löngu síðan í fótboltanum án þess að vera með bók fyrir framan sig, og það sem meira er þá held ég að hann viti helvíti mikið líka um flestar aðrar Íþróttir án þess ég viti það. Ég mæli með því að stöð 2 sport ráði þennan mann í vinnu STRAX.
Annars get ég ekki annað en verið sammála því að Rúv skilaði þessu móti mjög vel frá sér. Ég er mjög ánægður með þá og sem betur fer næ ég ruv hér í noregi því ekki hefði ég nennt að horfa á þetta á norsku stöðvunum.
Hér eru svo 3 góð gullkorn sem Hjörvar lét útúr sér á meðan mótinu stóð.
1 hann sparkar í boltann með höfðinu, svona á að gera þetta. Þarna er hann að tala um skallann frá Gabriel Heinze í fyrsta leik Argentínu.
2 Þeir voru að tala um að Paragvæjar væru nú engir aular og þá segir Hjörvar, nei það er sko alveg rétt, þið sjáið það að einn leikmaður liðsins var skotinn í höfuðið og lifði það af svo þetta eru greinilega algjörir naglar.
3 þetta er bara eins og að gefa Guðjóni Skúlasyni frían þrist og þarna átti hann við að það væri eins og það þegar menn lefðu Foran að fá frí skotfæri fyrir utan teiginn…
tvö gullkorn til frá Hjörvari:
minnir að þetta hafi verið samlíking á að L. Donovan væri ennþá í bandarísku deildinni: þetta er svipað og Guðmundur Stephensen væri ennþá að spila borðtennis hérna heima
um meiðsli Buffon og varaskeifu hans sem átti að fylla skarðið: gæðamunurinn er svipaður og í íslenska skvassinu, það er Kim Magnús Nielsen og síðan bara við
Persónulega forðaðist ég reyndar að hlusta á íslensku lýsinguna yfir leikjunum, aðallega vegna þess að klisjupotturinn þeirra virðist frekar grunnur og fátæklegur. Þegar búið var að staðhæfa í 100. sinn að “það séu mörkin sem telja” eða að “hér sé leikið til sigurs” fer maður að reita hár sitt.
Annars ættu allir íþróttafréttamenn að byrja daginn á því að horfa á þetta viðtal svona 10 sinnum: http://www.youtube.com/watch?v=oqAZsoF-ghw
Flott grein sem ég er sammála um og löngu kominn tími á að gefa RÚV plús fyrir það sem þeir gera gott. Fólk er alltaf svo fljótt að koma með mínusana og gleyma hrósinu. Svo maður líki saman HM stofu RÚV og HM stofu Jóns Ásgeirs með orðum Hjörvars að þá er það Kim Magnús Nielsen og síðan bara við! RÚV gerir margt gott þótt slæmu hlutirnir séu meira á vörum fólks.
T.d. fannst mér jákvætt að RÚV gaf leyfi á að hleypa Jóni Ásgeiri og co. í suma leikina því þeir sáu fram á að geta ekki sinnt mótinu 100% með alla þessa leiki. [geri ráð fyrir að RÚV hafi haft 100% rétt á HM þar sem svona viðburður á að vera sýndur í opnu sjónvarpi].
Besta lið: Hlýtur það ekki að vera Spánn þar sem þeir unnu??? Annars myndi ég segja Þýskaland sem spiluðu mun skemmtilegri bolta en Spánn.
Leiðinlegustu lið: England og Holland. England vegna þess að þeir eru ekki góðir og Holland fyrir að….ég þarf ekki að útskýra það nánar!
Skemmtilegasta lið: Þýskaland enda með lang skemmtilegasta flæðið í sínu spili og með vel skipulagða vörn; vörn sem var tilbúin að breytast í sókn um leið og þeir fengu boltann. (ekki Benitez/Houllier bragur á þessu)
Mest pirrandi við mótið: Vuvuzela lúðranir koma þar sterkir inn en ég hætti að taka eftir þeim þegar ég fór að fylgjast með mótinu og sjá hversu mikið nútímaboltinn er búinn að breytast. Við hvert tækifæri sem leikmaður gat náð að plata dómarann var það undantekningalaust gert. Heiðarleikinn í boltanum í dag er 0% og vil ég þakka því getuleysinu í Blatter og Platini. T.D. Það að Blatter geti bara sagt “Nei, það verður ekki tekin upp nútímatækni í fótboltanum” og málið er dautt jaðrar náttúrulega við argasta kommúnisma! Maður hélt nú að það væru haldnir lýðræðislegir fundir hjá FIFA/UEFA eða hvað þetta nú heitir en svo virðist vera sem einn maður ræður þessu öllu. Í þessu móti hefði verið hægt að taka upp aðra tækni en að gera þennan blessaða plastbolta að einhverju viðrini sem ekkert ræðst við og planta frekar í hann Hawk-eye kerfinu sem notað er í snooker og Tennis svo eitthvað sé nefnt. Burt með Blatter og Platini!
Ég man nú ekki hvort það var Hjörvar eða einhver annar – en setningin í leik Alsír (?) og Englands var gull , en þá var rætt um að tveir leikmenn Alsír væru mágar, sagði þá aðstoðarlýsir að það væri betra að vera mágar en kviðmágar, eins og tíðkaðist víst í enska hópnum.
En annars tek ég undir með nr 7. Mér fannst Bjarni og Hjörvar tala mjög mikið um hve lélegur Torres væri. Voru þeir ekki búnir að lesa sér til um að Torres fór í TVÆR hnéaðgerðir í vetur/vor , sú síðari varð til þess að hann spilaði ekki nema örfáar mínútur í einum æfingaleik síðustu tvo mánuðina eða svo fyrir mót, þar á undan var hann nýkominn til baka eftir speglun á hné eftir skemmd í liðþófa. Við erum að tala um mann, sem þrátt fyrir þrálát meiðsli í hrikalega illa spilandi liði var með sama skorhlutfall og maðurinn sem var búin að vinna heimsmeistaratitilinn fyrir Englendinga fyrir mót svo góður var hann. Sjálfur Wayne Rooney.
Það má nú gefa manninum smá breik – það sást langar leiðir að hann var langt langt langt frá því að vera heill. Eins og D.Villa segir, þá er Torres “most complete striker” í heiminum og e.t.v. erfitt að halda honum fyrir utan liðið, sérstaklega þar sem Villa virðist ná nýjum hæðum með F.Torres sér við hlið. Ég veit nú ekki hvort að ManU maðurinn í þeim hafi notið þess að sjá Torres á hælunum – en hvað með það, rétt skal vera rétt. Það getur engin mótmælt því að Torres, á sínum degi, er einn af 2-3 bestu strikerum heims, ætla ekki að gera þar upp á milli.
Annars tek ég undir með fólki hér að ofan, RÚV á skilið hrós fyrir það hvernig þeir skiluðu HM til okkar, mjög fagmannlegir í alla staði.
Langar að setja hér smá “credit where credit is due”: Þessir snillingar sem nefndir eru hér að ofan stóðu sig allir mjög vel og hvað umfjöllun varðar var þetta langbesta HM hingað til, langbesta.
En ég held að sá sem beri mesta ábyrgð á því hve vel tókst til sé að gleymast, en það er pródúsent þáttanna Hilmar Björnsson. Hann er maðurinn sem setur þetta teymi saman og sér alfarið um framreiðsluna á þessum þáttum og lýsingunum. Þetta er allt tried-and-tested frá Stöð2Sport og á Rúv hrós skilið fyrir að gjörbreyta fyrirkomulaginu hjá sér eins og þeir gerðu. Nú er bara að vona að Rúv byrji með “Þýski boltinn með Hjörvari Hafliða.”
Pepe Reina er aðeins of mikill snillingur.
Hvað spekingana varðar þá fannst mér þeir ágætir, skárri en oft hafa verið. Hjörvar fannst mér bestur af þeim og ég held það sé í fyrsta skipti sem ég hrósa united manni fyrir umfjöllun fótbolta. Hann var vel lesinn, virkaði með ágætis greiningu á liðunum og spilamennsku þeirra. Þorsteinn J fannst mér bara alls ekki eiga að vera þarna og fór hann nett í taugarnar á mér í hvert sinn sem byrjaði að tala.
Hvað lýsendur leikjanna sjálfra varðar þá fannst mér þeir oft ekki vera að lýsa leiknum sem slíkum, heldur meira að segja þér nákvæmlega hvað þú ert að horfa á. Ég persónulega fíla ekki lýsingar þar sem þulurinn stoppar ekki í 90 min. Þeir mættu taka sér bresku lýsendurna til fyrirmyndar í þessu sem og mörgu öðru.
Annars gott HM, liðið sem ég spáði sigri vann keppnina og Liverpool menn stóðu sig vel á flestum vígstöðum. Áhugavert að Liverpool var það lið sem átti flesta leikmenn í úrslitaleiknum af ensku liðunum. Ef ég man rétt áttu United og Chelsea engann mann þar né í undanúrslitum (tel ballack ekki með lengur).
Mér fannst RÚV standa sig vel í umfjölluninni um HM en það var eins og einhver skrifaði hér á undan að ,,spekingarnir” virtust ekki ráða því hvaða myndbrot var hægt að sýna og spá í strax eftir leikina. En það var ekki stórmál og heilt yfir góð umfjöllun. Ég ætla svo að skrifa hvað mér fannst um aðalgaurana í þessu hjá þeim:
Þorsteinn J.: Ég held að það sé mjög gott að svona þáttum sé stýrt af vönum sjónvarpsmanni en ekki fótboltaspekingi. Þorsteinn er hins vegar orðinn ansi þreyttur og festist dáldið í sömu hlutunum. HM stóð yfir í heilan mánuð og hann hefði mátt brjóta þetta eitthvað upp, t.d. þegar komið var í 16-liða úrslit. Um það leyti var ég alveg að fá nóg af sömu gaurunum, sömu uppbyggingunni og sama laginu!! Þótt Blondie hafi verið snilldarband þá var óþarfi að nauðga Union City Blue svona rosalega.
Hjörvar: Flestir hér að ofan halda ekki vatni yfir Hjörvari. Fram að HM var ég mjög hrifinn af honum og fannst hann mjög góður í Íslenska boltanum en ég fékk algjört óverdós af honum á HM (hann hélt nefnilega líka áfram að mæta í Íslenska boltann :S). Hann er fróður um tölfræðina og allt það en mér finnst hann oft koma með einhver tölfræðikomment sem skipta engu máli. Tilbúið dæmi: ,,Van Bronckhorst er ekki að fara að skora í þessum leik. Vinstri bakvörður hefur ekki skorað í 8-liða úrslitum HM síðan 1954, þegar Dieter Boemann skoraði fyrir V-Þjóðverja úr víti.” Þetta er svona dæmi um gjörsamlega tilgangslausar upplýsingar sem skipta engu máli en hann var oft með svona punkta. Ég hef meiri áhuga á að hlusta á fótboltamenn fara yfir málin og benda manni á hluti sem maður sér ekki nema maður hafi reynsluna í þessum bransa. Var ég líka sá eini sem var gáttaður yfir þeirri miklu ,,speki” hjá Hjörvari að tala um það alla fyrstu viku mótsins að það væru innbyrðisviðureignir sem giltu í riðlakeppninni?? Svo þegar vika var búin af mótinu þá allt í einu kemur: ,,hmmm… ööö það er sko markatalan sem gildir, ekki innbyrðisviðureignir. Það eru innbyrðisviðureignir hjá UEFA.” Maður sem er ráðinn til að vera spekingur í sjónvarpinu í svona móti á að tékka á þessu fyrir fyrsta leik og vera með allt svona á hreinu. Mér fannst líka RÚV gera mistök með að láta Hjörvar lýsa leikjum Þýskalands í 8-liða og undanúrslitum. Hann hélt svo mikið með Þýskalandi á mótinu að hann var ófær um að lýsa leikjunum hlutlaust. Eins og þið heyrið þá er ég búinn að fá nóg af Hjörvari í bili en vonandi jafnar það sig, ég verð bara að sleppa Íslenska boltanum það sem eftir er sumars…
Auðun: Mjög fínn í alla staði. Yfirvegaður og talaði bara þegar hann hafði eitthvað að segja. Kom með mjög góða punkta og gaf manni með þeim meiri innsýn inn í fótboltann.
Pétur: Góður í flesta staði, næstum því jafngóður og Auðun.
Allir hinir: Hef ekki yfir hinum að kvarta, þeir voru yfirleitt fínir. Það er eina að eins og mér finnst Hjörtur Hjartar góður sem þáttastjórnandi, eins og í Íslenska boltanum, þá finnst mér hann lélegur lýsari. Eins er Þorkell Gunnar á mörkunum að geta lýst fótboltaleik, þótt hann sé reyndar með lúmskan húmor sem bæti það aðeins upp.
Rangt Biggi, ManYoo áttu einn, Howard Webb 🙂
Annars mjög góð grein Babú. Sammála því að þeir stóðu sig bara fjandi vel þarna í HM stofunni. Var ekki jafn hrifinn af sjálfum lýsingunum, það er búið að fara yfir þær hér að ofan í nokkrum kommentum og óþarfi að gera það aftur. Ræði oft og iðulega við Hjörvar um boltann (einn af fáum af hans sauðahúsi sem geta það) og ég get alveg vottað það að hans fróðleikur er ekki bara eitthvað sem hann les sér til um fyrir leiki. Ég þekki marga sem vita margt um fótbolta, leikmenn og lið, fáir komast nálægt honum í því. Stóð sig frábærlega. Fannst Pétur líka vera fínn, en Auðunn talsvert langt að baki þeim.
En eins og Palli G segir, credit where it’s due.
Besta lið: Spánn
Leiðinlegasta lið: Frakkland
Skemmtilegasta lið: Þýskaland, ótrúlegt en satt.
Besti leikmaður: Sneijder, Sweinsteiger, Iniesta
Maður mótsins: Maradonna
Mest pirrandi við mótið: Helvítis lúðranir og hvað Ítalía voru lélegir
RÚV fær alveg stóran plús í kladdann fyrir sinn þátt. Að mínu mati bar Hjörvar af en eins var Pétur virkilega góður. Auðun ágætur en náði hinum tveimur ekki. Þorsteinn J kom með fínan blæ inní þetta. Fínt að fá hann inná stórmótum og hvíla hann svo á milli. Gefur þessu einhvern ferskleika. Sá lítið af Stöð2, en m.v. það litla sem ég sá þá vakti það litla hrifningu. Eitthvað litlaust og lélegt hjá þeim. Gummi Ben finnst mér þeirra yfirburðamaður. Klárlega maður sem hefur gott vit á þessu. Annars mjög flott mót og skemmtilegur endir. Reina sýnir þarna hvurs lags snillingur hann er. Mikið er ég nú feginn að hafa hann í Liverpool.
Ég er sammála þessu stóðu sig allir með prýði fyrir utan að Bjarni Guðjóns er enginn snilli í þessu en þokkalegur. Andri Sigþórs er svo aftur alveg glaaaataður spekingur. sorry hann bara virkar ekki. annars frábærlega gert allt saman og vel að verki staðið.
Ég horfði einmitt á heimkomu spænska landsliðsins á TVE og það er nokkuð ljóst að Pepe er einn af “andlegum leiðtogum” spænska liðsins, hann var allt í öllu þarna, frábært að sjá hann!!
Ég væri til í að sjá hann verða að fyrirliða Liverpool, hann er alltaf jákvæður og hvetjandi, eitthvað sem Captain Fan mætti tileinka sér oftar!! Samt ekki tilbúinn að gefast upp á okkar ástkæra fyrirliða, en Pepe er svo sannarlega kandídat nr. 1 hvað framtíðina varðar.
Besta lið: Spánn, ekki spurning (hefði nú samt viljað sjá þá etja kappi við Brassa eða Argentínu)
Leiðinlegasta lið: Frakkland
Skemmtilegasta lið: Tja, erfitt val. Þýskaland, jú, spiluðu besta boltann lengi vel. Chile gáfu allt í þetta, en stundum fullmiklir tuddar. Nýsjálendingar, með hjartað á réttum stað og eina liðið sem tapaði ekki leik .
Besti leikmaður: Xavi
Maður mótsins: Maradona
Mest pirrandi við mótið: Lúðrarnir. Annars fór voðalega fátt í pirrurnar á mér (þetta er nú bara á fjögurra ára fresti).
Kvót keppninnar:
Guðjón Þórðar: “S-Kóreumenn spila með hátt ákefðarstig.”
Einhver á BBC, man ekki hver (Shearer kannski?): “You look at this German team and think about who would get in the England team and you have maybe 1 player”
(annars var ég að horfa á leik Skota og Brasilíumanna úr keppninni 1982, og snemma í leiknum nær okkar maður Souness að berja sér leið inn að vítateig brassa og skjóta rétt yfir markið. Þulur BBC hafði þá á orði: “The Brazilians can’t be all that good if Souness can manage to wiggle his way through.” Leikurinn endaði svo 4-1 fyrir Brössum. Nei, bara, fannst þetta fyndið:)
í alvöru talað… þískaland!!!!… þeir spila leiðinlegasta fótbolta HM’s…
Ertu þá að tala um eitthvað systurland Þýskalands sem spilar einn skemmtilegasta boltann í landsliðaboltanum?