Smá síðubreytingar

Ég lagaði aðeins til valröndina hérna hægra megin á síðunni. Tók út nokkra hluti (svo sem greinina um róteringu Rafa, sem ég trúi varla að menn nenni að rífast um lengur).

Neðst í valröndina er núna kominn listi yfir flokka og færslusafn eftir mánuðum. Núna á að vera hægt að nálgast allar færslur á síðunni frá upphafi. Ég breytti því líka aðeins hvernig þær síður birtast. Þannig að núna þegar menn velja ákveðinn mánuð eða ákveðinn flokk færslna, þá koma upp 100 færslur á síðunni. Þannig að ekki þarf að fletta á milli síðna til þess að finna rétta færslu.

Mér finnst þetta mun þægilegra svona og ég vona að flestir séu mér sammála. Ég er svo að vinna í stærri útlitsbreytingum á síðunni, sem ég mun setja í loftið áður en næsta tímabil byrjar.

5 Comments

  1. Ég er brjálaður yfir þessu róteringarkerfi hjá Rafa. Ég meina, af hverju að taka menn út úr liðinu sem hafa staðið sig vel? Hvað er það?

HM + spekingar

Insúa á leið til Fiorentina