Held að þessi hlekkur hér á opinská ummæli nýja stjórans séu eitthvað sem við eigum öll að horfa á og hlusta á.
Þarna bendir hann á að við séum einfaldlega að byrja á nýrri byrjun, allir séu að vinna að því að færa liðið á hærri stall, en allir sem fylgist með liðinu verði að vera þolinmóðir og með sameiginlegu átaki ýta burt þunglamalegu skýinu yfir Anfield síðustu ár.
Endanlega verður ekkert bjart fyrr en eignarhald félagsins verður í öðrum höndum, það er honum strax orðið ljóst. Hann er hinsvegar hreinskilinn líka þegar hann segir að leikmenn og þjálfarar muni einbeita sér að því að vinna 100% saman þrátt fyrir hvað á gangi og muni þannig vonandi fá stuðning okkar aðdáendanna.
Ég hef auðvitað eins og allir fylgst grannt með Roy frá því hann tók við og mér finnst hann vera að gera næstum allt eins rétt og hægt er. Hann er búinn að fá Cole og sannfæra Gerrard um að vera áfram, er að hreinsa til í félaginu, nú nýjast með því að tilkynna það að sá frekar slaki Philip Degen megi yfirgefa félagið.
Mér finnst líka gott að sjá að hann er bara ákveðinn í að segja satt og rétt frá, t.d. varðandi það að við verðum að búa okkur undir það að Europa League leikurinn í júlí verði leikinn af ungum leikmönnum sem ekki eru tilbúnir í slaginn, einfaldlega vegna þess að árangur í deildinni skipti mestu máli.
Hann er líka ákveðinn í því að fá fleiri nýja leikmenn til félagsins um leið og hann hefur farið rólega í gegnum þjálfarateymið hjá félaginu og virðist ætla að nýta sér þekkingu og reynslu margra sem þar voru fyrir, utan traustustu samstarfsmanna Benitez, þeirra Valero og Pellegrini. Eina sem ég ekki skil alveg er sú ákvörðun að selja Insua áður en við erum búin að sjá nýjan vinstri bakvörð, en sennilega var það ákvörðun Purslow, eins og að selja Benayoun. Slúður heyrði ég líka um að Purslow hefði viljað selja Lucas en Roy ekki samþykkt það, veit ekkert hvort það er rétt, en vonandi er Roy sá sem tekur ákvarðanir um hverja má selja og hvern á að kaupa. Purslow má þaðan frá sjá um samningsgerð.
Mér líst vel á og hlakka til að fá að horfa á liðið í Standard Chartered búningnum í kvöld, þó margir séu ungir í liðinu gegn Grasshoppers í kveld. Gaman væri að fá að sjá Jovanovic aðeins, og örlítið af Cole.
Fyrsti leikur á æfingatímabilinu þýðir alltaf að maður getur stillt inn á LFC – leiki sem er ferlega skemmtilegt!!!
Mér líst alltaf betur og betur á hann en ég gerði. Hann er doer en ekki talker.
En smá off topic. Guð sé lof fyrir þetta: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=94602
Maður hefði getað orðið geðveikur að horfa á ensku deildina ef það væri ekki fyrir þetta bann.
Á maður þá ekki að skella “J.COLE nr 10” á bakið á treyjunni fyrir kvöldið?
Eina sem stoppar mann að maður veit ekki hvort það mun standa j.cole eða bara cole. Það hlítur að fara að koma í ljós.
Hvar verður leikurinn sýndur í kvöld og hvenær er hann ?
Er Joe Cole og Jovanovic báðir numer 10 ?
það er sagt að cole hafi fengið 10 á liverpool síðunni. Ætli Jovanovic verði ekki í 11.
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/cole-completes-reds-move
Fyrsta Myndin af Milan Jovanovic er af honum í N10
http://www.liverpoolfc.tv/team/first-team/player/milan-jovanovic
Og hér Frétt að hann myndi fá treyju N10
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/jovanovic-gets-iconic-number
Svo er hér myndir af J Cole í Treyju N10
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/pics-cole-trains-with-reds
Góður pistill hjá þér Maggi…
Manni sínist sem svo að það sé bara nokkuð varið í nýja stjóran okkar, hef mikla trú á því sem hann er að gera og það sést best á þeim viðtölum sem tekin eru við hann að hann veit sínu viti og virðist vera gera þessa hluti rétt…. Deggen að fara bara gott hann átti aldrei að koma…. Það er eitthvað sem segir mér að við eigum eftir að fá meira af góðum fréttum af leikmannamálum… Pesrónulega skil ég ekki afhverju Insua er látin fara og ég er bara ósammála því að aðrir en stjórin segi til um hverjir verði og hverjir ekki…. Insua er bara 21 árs og er að komast vel inn í Enska bóltan og bara að standa sig betur og betur og það er hann látinn fara… skil þetta bara ekki…. en svona er þetta bara við fáum vonadi góðan mann í staðinn…. Eitthvða stórt er að ske hjá klúbbnum næstu daga…. Eitthvað mjög stórt… TRÚIÐ MÉR…..
Fótbolti.net birti þessa frétt og segir hann vera númer 7
Leikurinn verður sýndur á Liverpool TV, það verður að kaupa sér aðgang kosta skít og ekkert… fyrir mánuðinn 4.99 pund
ég spyr eins og asni, sýnir Liverpool TV alla leikina hjá lvp og á réttum tíma? og hvernig eru gæðin?
Veit einhver klukkan hvað að íslenskum tíma leikurinn hefst ??
Ætli Wilson fái ekki sexuna og nýji vinstri bakvörðurinn 3
Ég hef margoft spurt mig þeirrar spurningar, “hvað hefur Degen gert til þess að verðskulda að spila fyrir Liverpool?”…..jafnvel hafa þessar hugleiðingar um Degen leitt út dagdrauma um hvort að maður hafi sjálfur átt möguleika að komast hægri bakvörðinn hjá Liverpool ef maður hefði lagt aðeins meira á sig á æfingum í gamla daga 🙂
Degen kemst klárlega inná topp 10 listann minn yfir lélegustu leikmenn sem hafa klæðst Liverpool treyjunni. Vissulega geta meiðsli hafa spilað strik í reikninginn en maður getur bara dæmt af því sem maður sá inná vellinum.
Hann meira að segja brást í því hlutverki að vera back-up bakvörður fyrir Johnson þar sem hann var meira og minna meiddur þegar á þurfti að halda.
Enn er Hodgson að skora stig hjá mér….
Setti þetta í fyrri færslu en það er staðfest á opinberu síðunni að J. Cole verði nr. 10
http://www.liverpoolfc.tv/team/first-team
Ég verð nú bara að viðurkenna að Hodgson er að koma mér þægilega á óvart og miðað við þessa byrjun hjá honum hvernig hann höndlar fjölmiðla, upplýsingaflæði hjá honum og annað þá sakna ég bara Rafa ekki neitt. En svo verður árángurinn á vellinum að koma í ljós. Er bjartsýnn !
Leikur er á Stöð2 sport 2 kl.18.50
Þeir hjá liverpool.no fengu þau tíðindi frá einum norðmanni sem er að fylgjast með æfingum Liverpool í Sviss að Jovanovic væri að æfa með nr. 14.
Rósi, það er dálítið skrýtið …. samkv. lfc.tv er leikurinn er kl. 18:30 og þeir eru einum tíma á undan okkur. Ætti því að vera 17:30 á ísl. tíma.
Þeir eru tveimur tímum á undan okkur í Sviss !
Gaman að lesa það að nú megi Deggen fara, ég mað það eins og það hefði gerst í gær þega Rafa fékk Deggen og Dossena til Liverpool… ummælin voru eitthvað á þessa leið, þetta eru leikmenn sem við erum búnir að leita að lengi…… Gott að vera laus við þá alla, Rafa, Deggen og Dossena….
Væri þá ekki 16:30 þá réttur tími miðað það ?
@8: það stendur í fréttinni ,,TALIÐ var að Cole fengi treyju númer sjö” ,,EN hann mun aftur á móti klæðast treyju númer 10 á komandi tímabili.”
Afsakið caps, ég er ekki reiður bara kann ekki að gera feitletrað haha 🙂
Vil vekja SÉRSTAKA athygli á því að leikurinn er kl. 17:30 en ekki 18:50 eins og Stöð2 hafði auglýst. Þeir hjá Stöð2 eru búnir að átta sig á mistökunum …
Leikurinn er þar á Stöð 2 Sport 2
Ég er alveg í klemmu hérna ! Er leikurinn sýndur á Liverpool sjónvarpsstöðinni ?
Sælir piltar
Ef þið eruð ekki komnir með nóg af landsliðsfótbolta þá er Dani Pacheco að spila með Spænska u19 ára landsliðinu á Eurosport. Hann er búinn að setja eitt og er allt í öllu hjá spánverjum. Hörkuleikmaður sem er frábær “asset” fyrir liverpool liðið. Það væri gaman að sjá hann fá nóg af spilatíma í vetur.
Joe Cole kann að segja réttu hlutina:
“……and when I knew Liverpool were interested it was a no-brainer because they are the biggest club in the country”
Já Pacheco er að spila rosalega vel, verst að hann er að missa af Pre-season með Liverpool til að auka líkurnar að spila meira í vetur. En vonandi er Royson að fylgjast með honum.
Hérna er linkur á leikinn: http://www.iraqgoals.tv/ch7.html
Ég er nokkuð viss um að Insua hafi sjálfur beðið um að fá að fara. Þessir suðrænu drengir þola illa grámann í Liverpool borg.
Dáldið spes hvernig kastljósið hefur algjörlega farið af Jovanovic eftir að Cole kom til sögunnar…..auk þess virðist 10 hafa verið tekin af honum. En þá er bara minni ytri pressa á honum sem er gott.
Off topic en þetta fékk mig til að brosa breitt
“What’s your message to Liverpool supporters?
I know what they want and know they want a team to be proud of. I’ll go out there every day and live and breathe the club and give my all. I just want to get myself fit. I’m a bit behind in my training work but I want to get fit and help the team to achieve something. I want to be part of a team that’s capable of doing great things.”
Þetta sagði eitt stykki Joe Cole í viðtali á Official síðunni í dag.
Varðandi númeraruglið þá getur maður séð á opinberu síðuni að Joe Cole er kominn með tíuna og Jovanovic er án númers… en hinsvegar var Jovanovic með tíuna í fyrradag þannig að það er greinilegt að Cole hefur gert kröfu um að fá tíuna.
Bara vona að þetta skapi ekki lélegan móral á milli Jova og Cole.
Staðfest lið í kvöld:
The team in full is: Cavalieri, Degen, Darby, Kelly, Ayala, Amoo, Eccleston, Lucas, Spearing, Aquilani, Ngog. Subs: Gulacsi, Irwin, Palsson, Robinson, Shelvey, Ince, Dalla Valle, Riera.
Samkvæmt visir.is þá er leikurinn kl 17:30 á Stöð 2 Sport 2…
http://www.visir.is/leikur-liverpool-og-grasshoppers-i-beinni-a-stod-2-sport-2-i-dag/article/2010397608900
Hann er auglýstur kl 18:50
10 – einar b
liverpoolfc.tv sýnir alla æfingaleikina beint, en ensku deildina næsta dag.
Skv. opinberu síðunni er Jovanovic með treyju nr. 14.
Árni hvar séðu þetta með treyjunúmerið hjá Milan ?
Ég fann þetta núna, ég var alltaf að leita í online búðinni http://store.liverpoolfc.tv/
Endalaust af gleðifréttum að berast frá Liverpool þessa dagana. Búið að staðfest að að Danny Wilson sé komin!
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/wilson-signs-first-interview
Rak augun í setningu úr Joe Cole viðtalinu sem gerir mann spenntan fyrir transfer fréttum næstu daga:
“I jumped on board because with the players we have here and the players we are looking to bring in, it’s definitely going in the right direction.”
Er búinn að fylgjast með hverju skrefi og orði Hodgson og verð að segja að hann er algerlega búinn að heilla mig upp úr skónum en ég var ekki spenntur fyrir honum í aðdraganda ráðningarinnar. Við erum að horfa fram á að fara inn í mótið með sterkari hóp en í fyrra og alla heila í upphafi móts og mökk-graða í að berjast um sæti í byrjunarliðinu. Það er ekki leiðinleg tilhugsun, sérstaklega þegar misvitrir Utd aðdáendur keppast við að spá okkur 5.-6. sætinu.
Sammála Palli, þetta gefur í skyn að Hodgson hafi sagt við hann hverjir eru á leiðinni og ef Cole er spenntur, er ég spenntur! 🙂
Ég hafði ekki teið eftir þessari setningu hjá honum en þetta er eitthvað sem að gæti gefið manni von um að það séu sterkir menn á innkaupalistanum.
Kjúklingarnir að gera góða hluti, sérstaklega eru Amo og Ecclestone sprækir en Postulini og Lucas ekki búnað vera mikið í leiknum…
Kom Roy bara 1, eða tók hann aðstoðarmenn með sér? Bara spukulera hvort margir hafi farið með Rafa en kannski það hafi komi fram og ég ekki séð .-)
Pellegrino og einhver annar sem ég man ekki hvað heitir fóru með Rafa en Sammy Lee verður áfram sem betur fer 🙂
Leikurinn endaði 0-0
Þessi mynd af Spearing er alveg priceless 🙂
Og myndin kemur hér :-/
45, þessi mynd af Spearing mynnir mig á vonda kallinn í nýju Shrek myndinni 😛
Lýst alltaf betur og betur á kallinn.
Lucas = Captain Future ?
Enn er opinbera síðan að breytast mikið, nú er þar frétt um að salan á Albert Riera sé að fara að bresta á. Þetta er flott, mjög jákvæð breyting á síðunni.
Fréttin
Er engin umfjöllun um leikinn?
51: Það var ca. ekkert sem gerðist í honum, reyndar ekki við miklu að búast, fyrsti æfingaleikur.
Úrslitin segja allt sem segja þarf um hann, varla neitt merkilegt færi sem kom.
Þessi leikur var auðvitað bara létt æfing hjá þessum strákum, Guðlaugur fékk sitt fyrsta tækifæri og hinn ungi og efnilegi Jack Robinson fékk 10 mín en hann er bara 16 ára.
En vonandi fáum við að sjá Cole og Milan í næsta leik.
0 – 0, er Benitez ennþá að stjórna Liverpool? Ég man vel eftir lélegum leikjum í fyrra á undirbúningstímabilinu. Þeir lögðu grunninn að lélegu síðasta tímabili.