Nýtt útlit – 2010

Við kynnum núna til leiks nýtt útlit á Kop.is. Gamla útlitið var orðið nokkura ára gamalt og var farið að verða lúið.

Einsog þið sjáið, þá eru breytingarnar ekki stórkostlegar. Við vildum halda sömu litum og slíkt, en bara poppa aðeins uppá útlitið og gera síðuna aðgengilegri. Stærsta breytingin er sennilega sú að síðan er breiðari. Síðan hefur verið frekar mjó á flestum tölvum, svo að við vildum nýta plássið betur og breiða aðeins úr henni. Ég notaðist við TwentyTen, nýja WordPress þemað og breytti útfrá því.

Textinn er líka aðeins stærri og vonandi lesilegri. Semsagt, breiðari síða, stærra letur og ögn hærra línubil. Ég held að þetta geri síðuna læsilegri.

Hausinn er líka nýr og einsog áður er það Kristinn Geir Pálsson, sem á heiður af honum. Við þurftum nauðsynlega að uppfæra hausinn, þar sem hann var fullur af myndum af leikmönnum í 2007 árgerð af búningum og einnig af Rafa Benitez, sem er auðvitað hættur. Við vorum sammála um að Reina ætti skilið að verða þarna uppi, ásamt Gerrard og Carra og svo auðvitað Dirk Kuyt, sem er vinsælasta umræðuefni þessarar síðu.

Í tengslum við breytingarnar erum við líka komin með Twitter reikning fyrir Kop.is. Um leið og við setjum inn nýja færslu á síðunni þá mun Twitter-ið okkar líka uppfærast. Fyrir þá, sem nota Twitter er það því einfaldasta leiðin til að sjá um leið og við setjum inn nýjar færslur. Við munum líka eitthvað nota þann Twitter reikning fyrir aðrar tilkynningar. Við sjáum hvernig það þróast. Við erum @kop_is á Twitter.

Ég er ekki búinn með allar breytingar, en ég ætla að henda þessu í loftið núna. Endilega komið með komment og athugasemdir við þessa færslu ef ég hef gleymt einhverju (sjá fyrsta kommentið mitt um hvaða vandamál ég veit um).

47 Comments

  1. Hlutir, sem ég veit að eru í ólagi. Það væri fínt að fá ábendingar ef einhver texti er á ensku, en ekki íslensku. Þetta er allt á ensku, en ég mun breyta því.

    • Númer við hvert komment.
    • Enskur texti við kommentaglugga.
  2. Þetta lítur vel út, læsilegra, stærra og skýrara letur.
    Kuyt er flottur þarna uppi.

    Good job!

  3. Til lukku með þetta, alveg merkilegt ég var að tala um þetta við félaga mína í gær hvort ekki væri rétt að koma upp nýju útliti þar sem við værum komir með nýnan sposor… og viti menn, enn og aftur bara flott og til lukku… Áfram LIVERPOOL…

  4. Þetta virkar vel á mig :=)

    Annars er ég að verða brjálaður á þessu Torres dæmi, væri ekki sniðugt að fara að segja eitthvað af eða á svo að menn geti farið að einbeita sér að framtíðinni eins og þið kopparar eru greinilega að gera með breyttu útliti :=)

  5. Góðar breitingar, nema hvað þessi haus truflar mig, er svo útum allt eitthvað 😛

  6. Flottar breytingar en er mögulegt að hafa númer við kommentin eins og í gamla lúkkinu? Finnst oft betra þegar menn eru að tala sín á milli í umræðum að geta vitnað í nafn einstaklings og númer á kommenti.

  7. Sorry, sá ekki einu sinni fyrsta kommentið frá þér Einar. Tek þetta til baka.

  8. Stórglæsilegt, mikið þægilegra og fallegra svona.

    Svo þegar (ekki ef, þegar) Torres hefur staðfest að hann verði áfram, þá vænti ég þess að honum verði líka smellt í bannerinn í hausnum á vefnum 🙂

  9. Ánægður með þetta – og að hausinn er ekki lengur flash, er frekar illa við flash. Bjartsýnn á framhaldið.

  10. Glæsilegt.
    Ánægður með að Durasel Kanínan mín er á toppnum 🙂
    og sammála Óla G með að losna við flash-ið.
    Til lukku.

  11. Glæsilegt, en ég sakna númerana á hverjum þeim sem kommenta..

  12. Glæsilegt útlit og banner. Mér finnst reyndar vanta Lucas með hinum hetjunum, en það er kannski bara ég… 🙂

  13. Sælir

    Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega gefinn fyrir breytingar, og er einn af þeim sem finnst alltaf nýtt útlit á síðum asnalegt. En mér finnst þetta einhvern veginn hafa lukkast einstaklega vel í þetta skiptið, og það er vel.
    Ég væri reyndar til í að sjá aðeins dekkra letur (feitletrun?) í textanum ( fréttum, leiksskýrslum), held að það myndi lúkka vel með svona stórum stöfum og breiðu línubili.

    Annars er ég enginn grafíker.. og veit auðvitað ekkert í minn haus varðandi þetta.
    En þetta lúkkar vel… og þið eruð nördalingar 😉

    Insjallah… Carl Berg

  14. Gamla síðan var ljót en góð þessi er flott og góð… Er virkilega sáttur með þetta…. maður var handa og fótalaus að komast ekki inn á kop.is í dag.
    En það er allgerlega crusal að fá joe cole og torres á toppinn, væi lika til i glen johnson…. mjög flott til hamingju við allir

  15. Hausinn, það er í vinnslu að finna mynd af Cole, Johnson og Torres í nýja búningnum og þá munum við væntanlega fækka mönnum þarna uppi og skipta frekar reglulega eða búa til minimalískt flash sem rúntar þeim á milli :). Lúðvík talaði um að þetta væri allt út um allt sem nokkuð er til í, við eigum bara svo marga ógeðslega góða leikmenn sem ekki er hægt að skilja útundan 🙂

  16. Virkilega flott Einar og þú komst strax í kommenti eitt með það sem ég sá… er mjög sáttur við þessar breytingar og óska ykkur til hamingju með þetta!

    By the way, samstarfskona mín keypti tuskudýr með jólasveinahúfu og Liverpool-merkið á Anfield þegar hún fór þangað í fyrra, hún gaf dóttur minni það og viti menn: hlaut nafnið Torres (sko dýrið, ekki dóttir mín!)

  17. Ég er mest ánægður með Kuyt þarna á toppnum, og ekki skemmir fyrir að hann er í miðri “dip the shoulder” hreyfingu. Næsta touch hjá honum er þá væntanlega tækling 🙂

    En flott útlit, hafði ekkert á móti því gamla reyndar, en alltaf gott að hrista aðeins uppí hlutunum.

  18. Mér leið hálf illa þegar síðan var niðri. Gott að fá hana upp aftr.

    Manchester United defender Rafael da Silva and Liverpool midfielder Lucas Leiva have been included in new Brazil coach Mano Menezes’ first squad.
    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/8856880.stm

    Talað var um að selja Lucas fyrir 5 kúlur. Er það ekki alltof lítið ef hann þarf á annað borð að fara? Hann er í hóp hjá Brasilíu.

  19. Magnað það er greinilegt að púllarar ætla sér stóra hluti í vetur til lukku með þetta.

  20. Eitt sem ég tók eftir var að eftir að þú gefur þumal up eða niður þá geturðu gert það aftur með því að refresha síðuna og gefa aftur þumal upp eða niður. Var það ekki bara hægt að gera það einu sinni áður ?

  21. Ég virðist ekki geta notað PageUp, PageDown, Home og End til að færa mig upp og niður á síðunni.

  22. Flott breyting, en spurning hvort hægt sé að fá m.kop.is síðu þar sem ég er oft að skoða þetta í farsímanum og gamla síðan var ekkert sérstaklega farsímavæn.
    Annars bara takk fyrir drengir að halda úti síðunni og málefnanlegri umfjöllun.

  23. Ef ég nota Internet Explorer þá virkar PageDown etc. enn þeir virka ekki í firefox.

  24. Flott í alla staði, vel gert og til lukku með þetta nýja útlit.

    Það er aðeins eitt sem að ég hef að segja og er það smávægilegt.
    Það vantar númer við hvert komment, annars drulluflott.

  25. Sæll, nei þessir takkar virkar ekki heldur þarna í firefox enn virka í IE. Ég nota bara músina eða IE. Takk.

  26. Árni, þetta virkar hjá mér í FF

    Annars mættu nýjustu ummæli sjást beint fyrir neðan auglýsinguna eins og áður 🙂

  27. Þetta er ágætt. Það venst! Ég er einn af þessum gömlu skúrkum sem kann illa við breytingar! Ég var að fíla samþjappaða útlitið miklu betur. Og almennt kann ég betur við vefsíður sem eru þannig en breiða ekki úr sér um allann skjá….. 🙂 En eins og ég segi…. Hvað veit ég! Þetta venst eins og allt annað… :-).

    YNWA

  28. Frábært að þið séuð að reyna að gera síðuna betri, en ég verð að segja að eftir að hafa lesið síðuna ykkar nánast daglega í nokkur ár þá var ég orðin nokkuð vanur gamla útlitinu. Ætli maður venjist þessu samt ekki bara líka :).

  29. Vil bara benda á ad thad maetti númera ummaeli vid faerslur. Thad gerir allar tilvísanir skiljanlegri (Frekar en “Siggi sagdi X, en ég er ósammála” vaeri ” Siggi í ummaelum númer 23 sagdi X, en ég er ósammála”).

Uppfærsla

Mascherano vill fara