Nú er farið að styttast í mót og svosem nóg í pípunum virðist vera í bakherbergjum Anfield. Fréttir hafa verið frekar óljósar af sölu klúbbsins og menn bíða ennþá bara spenntir. Sama má segja um sölu og kaup á leikmönnum.
Við hendum inn spá fyrir tímabilið von bráðar og auðvitað styttist í fyrstu upphitun fyrir deildarleik, en hér er orðið alllavega að mestu frjálst.
Poulsen fór í lækniskoðun á Anfield í gær þriðjudag og ætti að skrifa undir samning á næstu 24 tímum.
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/08/11/fabio-aurelio-keen-to-prove-fitness-ahead-at-liverpool-fc-s-premier-league-opener-100252-27038429/2/
Er þetta ekki bara fínn leikmaður sem svona skammtímalausn fyrst að Mascherano er að fara.
Momo Sissoko heldur Poulsen á bekknum hjá Juventus. Ég er efins.
Hverja ætla menn svo að skella aftan á nýju Liverpool treyjuna sína í ár?
Annars þá ætla ég að sippa Aquilani á hvíta varabúninginn og ef ég fer á Anfield þá er það Cole aftan á svarta varabúninginn!
Gerrard gerði vel í kvöld.
Gerrard 2 Ungverjaland 1
Gerrard með bæði mörkin eftir að Rooney var tekinn út af frekar lúpulegur 🙂 Vonum að þetta sé það sem koma skal frá kapteininum þetta seasonið hjá Liverpool
Já Gerrard er klárlega að komast í flott form sem betur fer því það mun mikið mæða á honum í vetur, vonandi helst kallinn bara heill sem allra mest og þá verðum við í góðum málum.
Og varðandi nafn á búninginn minn þá fer klárlega J.Cole 10 á minn búning.
Égætla að fá mér svarta búninginn og fer Aquilani klárlega aftaná
Hérna má sjá mörkin hjá Gerrard.
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6537116/
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6537123/
http://www.liverpoolfc.tv/news/transfer-gossip/bellamy-could-make-surprise-liverpool-return
vonandi er þetta í alvöru talað því mig langar mun frekar íhann frekar en crouch
Virkilega flott mörk hjá Gerrard í kvöld, vona svo innilega að þetta sé bara það sem koma skal hjá honum.
Ég er hreinlega ekki enn að trúa því að Christian Poulsen sé að koma til Liverpool. Ég hef séð töluna 6 milljónir punda, hreinlega trúi því ekki fyrr en ég sé það á opinberu síðunni. Ég hef sagt það í öðrum þræði að þessi leikmaður hefur alltaf verið á lista hjá mér með Michael Brown, Neville systrum, R. Savage, Duncan Ferguson, Terry, Drogba, Alex Ferguson, Niel Warnock og Hainze.
Í mínum augum er þetta leikmaður sem er í hlutverki óþolandi týpunnar inná vellinum. Spilar mjög fast, gróft oft á tíðum. Gerir sig sekan um heimskuleg fólskubrögð og elskar að vera í hlutverki villidýrsins. Ekki hjálpar það að kappinn er 30 ára gamall og það þarf enginn að segja mér að þetta sé leikmaður sem eldist eins og Sir Mcallister eða Hamann. Það er alveg ljóst að ég mun þurfa tíma til að jafna ef að þessum kaupum verða og ég veit ekki alveg hvernig tilfinningarnar verða þegar ég mun sjá hann í Liverpool búningnum,,,,en ég hef hins vegar trú á og vona að þetta er leikmaður sem er betra að hafa í sýnu liði en á móti. Hann á pottþétt eftir að angra mótherjanna og svo lengi sem hann leggur sig 100% fram og gerir sig ekki sekan um heimskuleg fólskubrot þá mun ég verða flótur að taka hann í sátt.
Hins vegar um leið og hann er kominn í Liverpool búninginn
Frábært að sjá mörk frá Gerrard svona skömmu fyrir svakalega stóran leik þar sem maður veit hreinlega ekkert við hverju á að búast.
Að ná góðum úrslitum á sunnudaginn væri frábært fyrir liðið sem er heldur betur að rífa sig upp úr móralslegu lægðinni sem þeir hafa verið í undanfarna mánuði.
RH virðist ná vel til leikmanna og koma fram við þá sem persónur…ólíkt forvera sínum.
YNWA
Það er nú allt í lagi að taka Poulsen ekki alveg af lífi áður en hann stígur fæti inn á Anfield. einare talar um að hann sé grófur, samt hef ég séð spjaldaferilinn hjá honum og það er bara alls ekki slæmt. Þó svo hann sé 30 ára þá á hann nú eftir 4 til 5 ár góður ennþá.
Ég vill fá Crouch eða Bellamy líka, þá er ég orðin sáttur………….. í bili 😉
Og jú nýja eigendur sem fyrst takk fyrir .
YNWA
Fyrir utan Joe Cole sem er kominn þá líst mér lítið á möguleg kaup. Poulsen, Crouch, Bellamy, C. Cole, Steven Defour og svo mætti lengi telja heilla mig nákvæmlega ekkert. Ef Mascherano fer á endanum sem er ekki sjálfgefið, þá virðist sem sama gamla kaupastefnan sé enn í gildi: selja einn frábæran fyrir góða summu og kaupa nokkra sæmilega dýra í staðin. Þveröfugt stefna að mínu mati sem hefur aðeins skilað góðum árangri í tilfelli Alonso og Reina. Svo tekur steininn úr að setja upp í sig slummuna sem við höfum spýtt út og aðrir vilja spýta til baka (Bellamy / Crouch).
Hvernig væri að nota þessar ca. £25 mill til að kaupa einn alvöru leikmann sem virkilega skiptir máli. Hættum að sætta okkur við meðalmennskuna.
Djöfull finst mér samt furðulegt að liverpool séu framherja veseni fx. Torres (bestur) Kuyt (mjög duglegur en bara semi skorari) Ngogg (ekki næstum nægilega góður)
En chelsea Er með anelka
tottenham er með keane, crouch
Manu er með owen
man city er með bellamy
þessir leikmenn eiga það allt sameiginlegt að vera liverpool leikmenn og að liðið þeirra var fyrir ofan liverpool í fyrra, ég skil þetta ekki við eigum einn frambærilegan framherja, og teljum að þessir seu ekki nogu goðir fyrir okkur en samt eru þeir nogu goðir til að eiga allaveganna eitthvað litið hlutverk í öllum liðum sem voru fyrir ofan okkur i fyrra…. ég vil fá einn world class center fyrir leikinn gegn Arsenal, og eg tek ekki annað í mál
Á meðan nýir eigendur hafa ekki tekið klúbbinn yfir og Macherano er enn óseldur, þá verðum við að sætta okkur við að þeir peningar sem Hodgson hefur á milli handanna duga ekki fyrir neinum stórstjörnukaupum. Og Þess vegna hugsa ég að mikilvægast sé að fá reynda menn í þær stöður sem við erum verst mannaðir í stað þess að bíða og treysta á að yfirtakan verði gengin í gegn í tæka tíð fyrir lokun leikmannamarkaðarins.
Hodgson hefur margoft sýnt að hann getur náð því besta út úr leikmönnum sem margir höfðu misst trú á (Bobby Zamora skoraði 21 mark fyrir varnarsinnað Fulham lið sl. vetur). Hodgson hefur áður starfað með Poulsen og veit nákvæmlega hvað sá maður getur. Mig grunar að Poulsen hefði verið ofarlega á blaði hjá Hodgson í þessa stöðu þó hann hefði 150 milljónir punda að moða úr.
ég ætla rétt að vona þetta sé ekki satt….
Liverpool boss Roy Hodgson is considering making a £14m offer for two Aston Villa players with England defender Stephen Warnock, 28, and Bulgaria midfielder Stiliyan Petrov, 31, his targets.
Kalli, Warnock er ekki verri bakvörður en Insua. Petrov er hann ekkert á leiðinni að kaupa ef Poulsen er að koma. ég er sáttur ef við skellum okkur á Warnock og hann verður backup fyrir Aurelio og Insua má skella sér til Ítalíu mín vegna!
viddi £14m fyrir 28 ára miðlungs bakvörð og 31 ára miðjumann er bara rugl í mínum eyrum….en já þetta er líka bara slúður…..sem betur fer….:)
Nýtt topic.
“The Huang bid has been presented to Barcap. There’ll be a little to-ing and fro-ing as Barcap inevitably try to persuade them to increase their offer. Over the next 24 hours Huang & co will get to a point where they say “this is it – this is as high as we’re prepared to go”. Offer will go to LFC board – possibly even tomorrow. Therefore, logically, there’s not much more your Uncle Bamba can tell you. The next we’ll hear from now on in will come when an Official source announces that the bid has been accepted – or not. Here’s hoping.”
Þetta kemur frá einum áræðanlegasta penna á RAWK spjallinu. Spennó!
Það átti að sjálfsögðu að standa áreiðanlegur en ekki áræðanlegur.
er þetta staðreynd?
http://mbl.is/mm/enski/frettir/2010/08/12/liverpool_og_barcelona_hafa_nad_samkomulagi/
Já, glanninn … það er það samkvæmt heimildum í Argentinu og á Spáni en þessar fréttir hafa nú ekki náð í ensku blöðin, enn sem komið er allavega. Hvort að þessi staðreynd sé rétt eða ekki mun koma í ljós en þessi rit halda því allavega fram.
Það var nú orðið full langt síðan þeir keyptu sóknarmann!! http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/08/13/balotelli_samdi_vid_city_til_fimm_ara/
Tippa á að JM verði farinn til Inter í næstu viku í kjölfar þessa.
Hvernig er það samt, ætlar Hodgson ekkert að kaupa sóknarmann til liðsins?
Jæja drengir mínir og stúlkur:
Liverpool FC statement regarding the proposed sale of the club.
The Liverpool FC Board has reviewed a number of proposed bids for the club at a meeting held today.
The Board will continue to act in the best interests of Liverpool Football Club and its supporters, doing all that it can to ensure that the Club is ultimately sold to a buyer who has the resources and real commitment to give it a long-term, stable and secure funding position for its plans.
The sale process is continuing. However, its timing and outcome remain uncertain. In the meantime, we will not comment on rumour and speculation.
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/liverpool-fc-statement-2