Heimasíða Juventus staðfestir í dag að Liverpool FC hafi gengið frá kaupum á danska miðjumanninum Christian Poulsen frá og með deginum í dag. Leikmaðurinn kostar 4.5m punda í heildina en helmingurinn af því borgast strax og seinni helmingurinn með afborgunum síðar. Poulsen er þrítugur. Uppfært: LFC.tv staðfestir þetta einnig núna.
Mér þykja þetta frábærar fréttir. Ég sá Poulsen ekkert spila fyrir Juventus og hann fann sig víst illa þar, eins og flestir aðrir hjá Juve á síðustu leiktíð. Ég sá hann hins vegar spila oft fyrir Sevilla og þar var á ferðinni frábær leikmaður sem ég var stórhrifinn af. Hann var víst frábær fyrir Schalke líka og danskur góðvinur minn sem þekkir vel til hans úr dönsku deildinni og með landsliðinu segir mér að þetta séu frábær tíðindi. Sá er Arsenal-maður og sagði mér í gær að hann vonaðist til þess að Poulsen næði ekki að leika gegn Arsenal.
Ég hef heyrt einhverja í ummælum líkja Poulsen við Michael Brown. Það er algjört rugl. Poulsen er tuddi, hann spilar fast og lætur finna vel fyrir sér en hann er langt því frá að vera einhver hálfviti sem reynir að bæta sér upp skort á knattspyrnuhæfileikum með því að meiða fólk, eins og Brown gerir. Poulsen er ekki bara fastur og harður leikmaður, hann er líka fantagóður knattspyrnumaður og þótt hann sé fyrst og fremst varnartengiliður sem kemur í stað Mascherano þá er hann samt með betri sendingargetu og meiri sóknartilburði en sá argentínski.
Svo efa ég að hann muni fá jafn mörg rauð spjöld í vetur og Mascherano fékk í fyrra. Þrátt fyrir að vera mögulega grófari leikmaður. Mascherano heldur nefnilega ekkert alltaf haus þótt hann spili áferðarfallegan varnarleik, eins og við höfum orðið vitni að síðustu þrjú ár.
Ég er ekki að reyna að halda því fram að þetta sé bæting á liðinu. Við erum að missa einn besta varnartengilið heims frá liðinu á besta aldri og fá í staðinn þrítugan leikmann sem kostar margfalt minna. En á móti kemur að við erum að fá leikmann sem bætir nýrri vídd í liðið (varnartengiliður sem getur sótt, hann hefur það fram yfir Mascherano), er þaulreyndur í hinum þremur stærstu deildum Evrópu og þekkir þjálfarann okkar vel.
Mér líst vel á þetta. Vonandi getum við svo notað restina af Mascherano-fénu í sóknarmann áður en glugginn lokar.
Jæja, var ekki til í að borga 10 mill. eins og var talað um fyrst en ef hann kostar 4,5 þá er það kanski allt í lagi. Það sem gleður mig mest þar er að það þýðir vonandi að við fáum bara pening fyrir Masch en ekki einhvern bítti díl. Vertu velkominn Poulsen og stattu þig pungur.
Einar Örn setti inn færslu um það sama en ég tók hana út þar sem þessi kom inn á undan. Biðjumst afsökunar á ruglingnum. 🙂
Mér finnst vert að minnast að hann heldur ekki meiri haus en það að í úrslitaleik um sæti á EM þá kýlir hann mótherjann inn í teig þegar boltinn er í leik og fær fyrir vikið víti og rautt spjald. Hef ekki haft mikið álit á manninum síðan þá aðallega.
En að sjálfsögðu leyfi ég honum að njóta vafans og vona að hann eigi eftir að brillera í rauðu treyjunni.
Agger minntist á að hann þyrfti að venjast hraðanum í deildinni, spurning hvort það sé rétt að láta hann þá byrja gegn hraðasta liði deildarinnar. RH hlýtur að nota Mascherano í þessum leik, þótt þeir yrðu ekki fleiri.
Þvert á móti, Rúnar Geir, þá held ég að það sé akkúrat málið að láta hann byrja gegn Arsenal. Lucas hefur staðið sig vel en hann er passífur, hann er enginn auli en alls ekki fastur fyrir þannig séð. Ef Poulsen keyrir inn í Fabregas, Nasri eða Wilshere (ef hann byrjar) á fyrstu mínútunum á Anfield á stúkan eftir að fíla það í botn og Arsenal-menn gætu dottið úr rythma við það.
Það hefur nefnilega pirrað mig eilítið við Liverpool-liðið undanfarin ár að við höfum verið duglegir að hirða verðlaun fyrir að vera prúðasta liðið, á meðan Chelsea og United hafa unnið bikarana. í fyrra skíttapaði Arsenal fyrir bæði United og Chelsea, á heima- og útivelli, en þeir hirtu sex stig af okkar mönnum (plús sigur í deildarbikar). Stór hluti af því var vegna þess að okkar menn reyndu að útspila og úthugsa Arsenal og leyfðu Arshavin og co. fyrir vikið að koma á Anfield og spila sinn bolta þar. Slíkt gengur ekki. Ferguson sendir Fletcher, O’Shea og Nani út á völlinn til að taka á Arsenal-mönnum og svo til að ganga á lagið og vinna leikinn.
Við ættum að geta gert það sama í ár. Lið með menn eins og Carra, Agger, Poulsen, Gerrard, Joe Cole, Kuyt og Jovanovic (plús Ngog, sem mun væntanlega byrja og er höfðinu hærri en báðir miðverðir Arsenal í ár) ætti að geta bæði spilað mjög fast, líkamlega, á Arsenal og svo gengið á lagið og yfirspilað þá með getu. Enginn fantaskapur, bara láta Arsenal vita að þeir dagar sem þeir geta komið á Anfield og spilað dúlluboltann sinn eru taldir. Det er Anfield, tysse.
Er ekki bara málið að bjóða barcelona Mascherano í sléttum skiptum og fá Zlatan í staðinn ?
Held nú að Nani myndi láta sig falla áður en hann nálgaðist Arsenal manninn sem hann ætti að taka á 🙂
Annars varðandi Poulsen, var hrifinn af honum sem leikmanni hjá Sevilla, en síðustu 2 árin hefur Momo Sissoko nánast alveg haldið honum frá byrjunarliði Juventus. Þetta er þrítugur leikmaður og ég verð að segja alveg eins og er, ég er fjarri því að vera spenntur fyrir þessum kaupum. Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér með kappann, og nú er hann orðinn Liverpool leikmaður, og ég mun þar með styðja hann 150%.
Ég hef ekki verið impressed með þá leikmenn sem Roy hefur verið að elta. Jú, gott og vel að fá “homegrown” leikmann sem varamarkvörð, þó svo að ég hefði frekar kosið að gefa bara Gulacsi sénsinn þar, en menn eins og Crouch og L.Young…æj, ég veit ekki.
Hvort taggið er málið á Twitter, #liverpoolfc eða #lfc??? Ætti að banna svona tvöfalt 🙂
4,5 milljónir punda er fanta góður díll fyrir mann sem á eftir 2-3 góð ár í boltanum og hefur sannað sig í 4 deildum Evrópu. Ég var alltaf skeptískur á þessi kaup en þegar ég las að Hodgson hafi uppgötvað gæjann og gefið honum fyrsta alvöru breikið hugsaði ég með mér að maðurinn hlyti að vita hvað hann væri að gera. Þess fyrir utan þá er frábært að geta notað um 16-20 milljónir punda í að styrkja aðra stöðu fyrir Masch féið.
Sorry, en ég þarf tíma til að jafna mig á þessum kaupum. Þetta er leikmaður sem hefur farið óendanlega í taugarnar á mér. Fyrir mér er þetta eins og að sjá Robbie Savage í Liverpool búning og það er ekki fögur mynd.
Ég mun hins vegar styðja hann 100% í Liverpool treyjunni og býð hann velkominn og vona að hann eigi eftir að reynast liðinu vel þann tíma sem hann verður á Anfield. Læt það vera að setja númerið hans á treyjuna mína fyrst um sinn 🙂
Getur verið að Poulsen sé Graeme Souness týpa?
Nú er orðið ansi lagt síðan að maður horfði að Souness spila á þessum yndislegu árum sem Liverpool var með áskrift að titlum, þannig að ég gæti verið að bulla. Okkur hefur vantað þessa týpu sem eru fastir fyrir og leikmenn annara liða hræðast, Man Utd hafði þennan mann í Roy Keane og Arsenal í Viera, ég held að Poulsen eigi eftir að verða okkur ómetanlegur liðsstyrkur og verð því að fagna komu hans fyrir lítinn pening þrátt fyrir að hann hafi lækkað töluvert í áliti við magakýlinguna þarna um árið.
Er þetta rangt hjá mér varðandi samlíkinguna við Souness?
Enn og aftur eru þið að mála SKRATTANN á vegginn og það áður en menn fá að sanna sig….
Ég er pesónulega mjög hrifinn af þessum spilara og vona svo sannarlega að hann láti finna fyrir sér. Einnig vona ég svo sannarlega að hann þaggi sannarlega niður í ykkur efarsemdarpésunum.
Við höfum meiri not fyrir mann með jákvætt hugarfar, en eins sem yfirgaf okkur á síðasta tímabili, þó að hann sé á topp aldri.
Ég læt þennan orðróm um kaup á einum og öðrum sem vind um eyru þjóta, og bullið sem í fjölmiðlum fer fram er alveg með ólíkindum.
Ætli menn fari í stórar fjárfestingar fyrr en eignarhaldið sé komið á hreint? Gott fólk! þetta eru nú öngvir smápeningar…….
Með vinsemd og virðingu/ 3XG
Ef hann safnar möllettu þá er ég ekki frá því að þarna sé Souness endurfæddur.
Mascherano hefur séð um að gera andstæðingana hrædda undanfarið en hann verður líklega farinn innan fárra daga. Hvað er þá eftir……Lucas og Aqua sem enginn hræðist og svo Gerrard sem jú allir hræðast ef hann er í tæklingastuði. Vandamálið er að Gerrard hefur aðallega spilað fyrir aftan fremsta mann og hefur varnarhlutverk hans því verið minna.
Ef Cole verður fyrir aftan fremsta mann eins og allt lítur út fyrir þá er Gerrard-Paulsen combóið mun betra en Gerrard-Lucas. Verkaskiptingin yrði mun skýrari á milli Gerrard og Paulsen.
Djöfull er ég ánægður með þessi kaup. Þetta er nagli og mun betri knattspyrnumaður en flestir halda. Svo leiðist mér að hlusta á tal um að Sissoko hafi haldið honum út úr liðinu og hann sé eitthvað rosa lélegur fyrir vikið, #1 Sissoko er frábær leikmaður #2 Á ítalíu og Spáni eru oft teknar ákvarðanirum í liðsvali sem hafa ekkert með fótbolta að gera (sbr. forsætisráðherra ítalíu velur byrjunarlið Ac Milan).
Þetta er hressandi nagli sem á eftir að senda þessa “tøsedrenger” í Arsenal heim með takkafar í lærinu. Sammála með prúðmennsku verðlaunin, förum aðeins að taka á þessum pappakössum!
Mjög sáttur við þetta og vona að hann reynist góð kaup. Ég trúi því allavegana að hann eigi eftir að skila sínu fyrir klúbbinn.
Persónulega vil ég svo sjá Masch frá Liverpool því að hann er jú enn og aftur búinn að gefa það út að hann vilji flytja suður á bóginn.
http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_6307525,00.html
Þarna segir hann að hann hafi ekkert á móti Liverpool en vilji ekki vera á Englandi og það er best að virða það og reyna að fá sem mest fyrir hann og kaupa menn inn fyrir það sem fæst fyrir hann. Spurning hvort Roy fái peninginn og þó hann fái ekki krónu af því þá er betra að losa sig við menn sem vilja fara og ítreka það.
Bara slæmt fyrir móralinn mundi maður halda ef hann verður áfram gegn sínum vilja.
Ef það fengist góð upphæð fyrir hann og ef Roy fengi það til að eyða þá væri hægt að kaupa 2-3 fína leikmenn.
Það yrði fínt enda sást það í fyrra hversu illa við vorum mannaðir þegar lykilmenn meiddust.
Til lykke Christan Poulsen og velkomen til Liverpool FC !
Vona að hann láti mig éta orð mín og verði afburðarmaður á vellinum. Hef samt ekki trú á honum á Anfiled, vona það besta samt !
Christan Poulsen er besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi! Úff það verður erfitt að rökræða þetta við United mennina en það skal takast að koma þeim í skilning um þetta.
Ég skil ekki þegar menn eru að tala um að Sissoko hafi haldið Poulsen úr liðinu því að Sissoko spilaði 19 leiki og kom 4 sinnum inná sem varamaður, Poulsen spilaði 20 leiki og kom 11 sinnum inná sem varamaður, leiktíðina 2009/10. Vissulega spilaði Sissoko fleiri leiki 2008/09 leiktíðina en Poulsen hefur greinilega tekið sig á og spilaði fleiri leiki á síðasta tímabili og því bara rangt að tala um að Sissoko hafi haldið honum út úr liðinu. Held að þetta séu bara ágætis kaup enda kostaði hann ekki mikinn pening. Nú er bara spurning hvort eitthvað lið hafi efni á að kaupa Mascherano því það virðist ekkert vera að gerast þar.
Gaman að heyra vangaveltur um hvernig leikmaður Polsen sé, eitt er víst að þetta er fanta góður leikmaður frábær varnarlega og öflugur í sóknaraðgerðum…. Er Roy ekki bara að fá fanta góða leikmenn fyrir tímabilið og bjartsínin komin í hæstu hæðir…. mikið’ er maður orðin spentur fyrir sunnudeginum…. þar sme við tökum fyrst 3 stigin….
Sælir félagar
Ég er sáttur. Enda er ekkert að gera með mann sem er farinn í hug og hjarta (Masc). Velkomin Poulsen og stattu þig drengur. Svo minni ég enn og aftur á það sem fleiri hafa minnst á. Númer á kommentin.
Það er nú þannig.
YNWA
Ég er mjög sáttur. Poulsen er góður leikmaður, grjótharður nagli en samt með fína sendingagetu. Hef líka horft á lang flesta landsleiki Dana undanfarin ár (bý þar), og þar er það Poulsen sem er algjör lykilmaður. Góður í að vinna boltann og ekki síður að koma honum hratt í leik aftur og byggja upp skyndisóknir.
Auðvitað er erfitt að bera hann saman við Mascherano, sem er líklega einn besti tæklarinn í bransanum. En hann vill augljóslega fara og Poulsen er fínn leikmaður í að leysa hann af.
Flott kaup fyrir ekki meiri penning en þetta.
Við skulum samt allveg halda ró okkar. þetta þíðir að Mascerano er að fara og má hann það alveg fyrst að hann vill ekki spila með okkur. Við þurfum samt að átta okkur á því að Mascerano eru miklu betri varnartengiliður en Poulsen. Mascerano er fljótari, meiri kraftur í honum og vinnu miklu fleiri bolta. Poulsen er betri að koma boltanum frá sér en hann er ekki eins duglegur að vernda öftustu varnalínuna og eins og ég sagði er hann ekki að vinna eins marga bolta.
Ég er ánægður að fá hann en hann er ekki betri leikmaður en Mascerano.
Zero á komment ársins! Ég hló upphátt.
Fór á Ísland -Danmörk 2008 minnir mig, sat í stúkunni með Dönunum , og eftir leik komu Poulsen og Agger og ætluðu að kasta treyjunni sinni upp í stúku, og var undirritaður nánast kominn með treyjuna í hendurnar ,svo mikil var nálægðin, en nei nei ,rétta drengirnir ekki tveimur strákum í hjólastólum treyjurnar mér (í fyrstu) til mikillar armæðu, vonandi lýsir þetta þeirra innra innræti, en tek þá í sátt ef þeir brillera á þessu tímabili.
Rólegir félagar. Ég vill bara minna ykkur á að Mascherano var EKKI besti varnarmiðjumaður í heimi þegar við keyptum hann. Hann var að spila með varaliði West Ham ! ! !
Nú erum við að kaupa Poulsen, hann er ekki besti varnartengiliður í heimi, en getur orðið það með LIVERPOOL ! ! !
Sammála EÖE varðandi komment ársins 🙂 Ég sé mig í anda diskútera þetta við United vini mína, spurning hvort mér takist að sannfæra þá .P
nú vantar bara sóknarmann ,ef torres meiðist enn og aftur ,þá eru ekki margir sem setja 20 mörk á timabilinu , ég kúgaðist og fékk kjánahroll við þær fréttir að crouch væri að koma aftur
Ísmaður, ertu ekki bara kominn með flensu, ekkert að því að fá Crouch aftur 🙂
Sissoko hefur jú haldið Poulsen úr liðinu, var bara meiddur lunganu af seinasta tímabil sem neyddi Juve menn til að spila Poulsen.
Poulsen hefur verið talin sem ein allra verstu kaup Juventus frá upphafi og hefur spilamennskan hans þar einkennst af vægast sagt lélegri spilamennsku og hegðun á vellinum.
Ég líki þessum kaupum við að skipta á Usain Bolt og þrífættri skjaldböku en ég vona svo INNILEGA að Poulsen láti mig éta þessi orð.
Zero er með þetta. Ég er þegar byrjaður að vinna í punktum fyrir United-umræður vetrarins:
Sama hvernig tímabilið gengur má alltaf treysta á skemmtilegar umræður við United-menn. 🙂
Hahaha
Ég elska þegar púllarar fara að greina Liverpool vs United með > og <
Samkvæmt þeirri speki hefur Liverpool verið betra lið síðustu 18 ár
“N’gog > Chicarito”
Já þú hlýtur að vera að grínast
Liverpool er klárlega búið að vera betra en United síðustu 18 ár. Leikmenn Liverpool eru bara ekki búnir að átta sig á þessari staðreynd.
N’Gog gerir allt betur en Chicarito. Sérstaklega að klæðast rauðu.
Kristján Atli: Já þetta er sirka svona, en ég sef alveg rólega því:
Bébé > Carragher
RH, ekki kaupa Crouch! Þegar hann fór til Tottenham þá hafði ekki verið að standa sig sem allra best og á síðustu leiktíð hjá Tottenham þá var hann oftast á bekknum! Liverpool á betra skilið en Crouch. Ekkert rugl, bara selja Masch, fá 20 milljónir mínus þessar 4,5 mill. og kaupa einhvern heimsklassaframherja til liðsins!
Neymar til Chelsea?
Björn Friðgeir, í hverju eru Bébé og Carra að keppa? Sjálfsmörkum? Sorrý, eigið ekki breik. 🙂
En hvernig er þetta ef Brad Jones kemur frá Borunum, er það Cavalieri að fara?
Ef ekki er einhver tilgangur að fá Jones, eða er eina hugsunin að bæta við home grown leikmönnum?
Væri alveg til í að RoySon myndi uppgötva Charles N´Zogbia. Góður í vinstri bak og á vinstri kanti, er hraður, flinkur, markheppinn og getur vel tekið menn á. Reyndar er hann ekki besti varnarmaður í heimi en það eru Cashley Cole og Evra ekki heldur. Hann ætti að fást á sanngjarna upphæð fyrst að hann hefur krafist sölu.
Eru menn farnir að bera saman Liverpool og Manchester United ?? Þetta er eins og að bera saman epli og myglusvepp þar sem Liverpool (Epli) og Manchester United (Myglusveppur) eru svo ólík.
Ég er með kippu undir við einn aðdáenda myglusveppa að eplin verði ofar en myglusveppir í ár !
Haukur, þarftu í alvörunni að bíða þangað til tímabilið er búið til að fá þessa kippu?
hahaha já myglusveppir eru svo fátækir að þeir þurfa að taka veturinn í að safna í sparibaukinn fyrir kippunni !
Ég er búinn að lofa félaga mínum skrens á frúnni minni ef ManUre verða ofar en Liverpool í ár.. þetta er solid !
Djöfull eru menn tæpir Óli B.
En ég hef efasemdir og það sem meira er fáfræði um poulsen.
Aðsjálfsögðu hljómar varamaður Juventus ekkert rosalega getnaðalegt.
RH segist þekkja til leikmansins, en það var samt sem áður fyrir 10 árum siðan. margt breytt, hann for nuna úr serie A í ensku sem er margfalt hraðari, og ég skil ekki hvernig maður er bekkja vermir í serie a, ætlar að koma til englands og fara að gera e-h gloriur.
En eins og nánast allir hér að ofan hafa sagt þá vona ég að ég þurfi að éta allt þetta ofan í mig.
Einn solid striker inn, þá erum við að fara horfa á gott tímabil, RH er að fara komast í buxurnar á mér hann er að charma mig það mikið
Ég held bara að það sé algjör forgangur hjá okkur að styrkja sóknina þeas með topp topp striker. Ekki einhverjum meðaljóni. Ef maður horfir í kringum sig þá eru lang flest liðin í topp 6 með í það minnsta tvo topp náunga uppi á toppi.
Toppurinn
Selja Masch og fá heimsklassaframherja til liðsins.
Teddi, hvernig fannst þér á sínum tíma að fá VARAliðsmann frá West Ham ???
Höddi B.. Ég held nú Höddi að masc hafi verið búinn að sanna sig fyir öllum nema Alan pardew(stafs) Og hafði ég nú alltaf trú á því að sá maður mundi geta staðið undir væntingum, enda búinn að heilla mig nógu mikið til að vera maður sem getur staðið á löppunum í ensku deildinni.
Aftur á móti með Poulsen, sem ég tók fram að ég þekki fuck all sem leikmann, þá er þetta 30 ára kappi, sem er ekki að ná að setja mark sitt á lélegra lið (heldur en liverpool) í lélegri deild (heldur en enska)
Menn tala nú yfirleitt um aðlögunartíma sem kannski 1 tímabil, og þá á þessi maður sem er nú hægur fyrir, ekkert mikið eftir held ég. En eins og ég sagði að ofan þá mundi ég glaður éta hattinn minn, og vona ég að þetta sé allt saman þvæla, en mér finst þetta vera staðreyndir málsins.
Aqualni kom sem 15 Mp maður úr sterkara liði en juve og hann er að vísu búinn að vera mikið meiddur, en er ekki betri en þetta, en ég vona líka að hann eigi eftir að koma sterkur inn núna og ég actually held það meir að segja 😉
http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/08/12/meidsli_i_herbudum_arsenal/
Vonum bara að þetta standist allt saman svo þetta verði walk in the park fyrir nýja Poulsen-inn okkar.
Poulsen rústar Kaka
Veit að þetta er gamalt video en þvílíkt rúst. Ef Poulsen spilar einn svona leika á móti big 4 þá er ég sáttur við kaupin. Þó ég sé ekki yfir mig hrifinn á þessum kaupum þá held ég að við ættum ekki að velta okkur of mikið uppúr 4,5m punda viðskiptum.
BTW mjög sáttur við Brad Jones kaupin hjá RH. Þetta er klassíkst “FM” taktík sem klikkar ekki þ.e. þú notar varamarkvörðinn lítið sem ekkert og því best að hafa hann home grown (nema Reina meiðist, en maður verður alltaf að taka einhverja sénsa).
Haddi þetta er bara snilld. Ef hann sýnir eitthvað þessu líkt í vetur þá er ég sáttur.
Fyrir mitt leiti þá eru þetta góð kaup og styrkir klárlega hópinn sem fyrir mitt leiti lítur töluvert betur út en í fyrra.
það sem ég hef séð af þessum manni með dönum, sevilla og í þessu myndbandi þá veit ég að þetta ef fífl ! hann er miklu eldri en mascherano miklu hægari, lelegri varnamaður, miklu grófari og MIKLU heimskari í hausnum.. ef hann spilar jafn marga leiki og mach gerði á síðustu leiktíð þá þori ég að veðja öllu að hann fái fleiri spjöld og verði oftar rekinn útaf ! þetta eru klárlega kaup niður á við og þið vitið það allir! þó menn seu alltaf spenntir og bjartsýnir fyrir nýjum mönnum þá er það rétt að þetta er nákvamlega sama týpa og robbie savage. hann kemur á 4,5 macherano kostar 20-25 því hann á bara eitt ár eftir af samningnum og þessi verðmunur á klárlega rétt á sér! en kannski er hann það sem liverpool þarf smá hörku og grófan varnaleik hræða andstæðingin með eins og einu til tvemur fótbrjótum á anfield.. ég vona að hann standi sig vel og geri góða hluti fyrir liðið okkar !!!!! en ég vona bara ekki að ég se að fara að horfa á einhvern robbie savage inná miðjunni og carrgher að reyna að negla háum löngum bolltum fram á crouch !! ég get bara ekki seð betur en það se verið að reyna að selja fyrir meiri pening en er keypt fyrir ! þessir kanar verða jú að fá einhvað útborgað
Félagar! Mér finnst sjóndeildarhringurinn ekki nægilega víður þegar þið leitið áð öflugum framherja. Í Hollandi er einn sá áhugaverðasti og þar væri sannarlega hægt að gera góð kaup. Þetta er auðvitað Úrúgvæinn Suares og ef þið getið bent á einhvern heitari þá má ég hundur heita. Það er stórskrýtið að enginn skuli láta sér detta það í hug. Þarna er markaskorari með einstaka hæfileika. Margir voru með efasemdir um að hann væri jafn sterkur og recordið segði en hann þaggaði niður í þeim röddum á HM. Maður þekkir Roy bara ekki nógu mikið til að benda honum á þetta. Kannski er hann búinn að fatta upp á þessu.
ég held að suarez hafi skrifað undir nýjan samning við ajax strax eftir hm og ætlar ser að vera þar áfram! jann er með 4-5 ára samning og myndi ábyggilega kosta svona 30-35 millur
Skv. mbl eru Liverpool og Barca búin að ná samkomulagi með sölu LFC á mascherano til barca og í staðin fær LFC Hleb.. Þetta hefur mbl eftir spænskum netmiðlum.
Hleb að koma ,það er allavega vel verið að hræra upp í hópnum ,vonandi enn sami töggur í manninum og þegar hann var hjá arsenal
Hleb er gamall og hann er leikmaður sem við þurfum alls ekki
Mér finnst mjög lítil áhætta fólgin í því að fá Poulsen fyrir max 4,5 millj. GBP. Held að þetta sé skynsamlegt hjá RH. Hins vegar líst mér ekki eins vel á að fá Hleb + 15m. GBP fyrir Masch. Get ekki séð hvað við höfum að gera við Hleb!!. Hvar á hann að nýtast okkur? Best væri að nota hann sem greiðslu uppí einhvern öflugan senter. Þurfum nauðsynlega að klára þau mál. Tilhugsunin að hafa bara N´Gog ef Torres meiðist veitir manni nákvæmlega enga öryggistilfynningu.
jæja, 3 dagar í fyrsta leik… hópurinn altaf að þéttast og verða að ég tel bara sterkari… ég var búinn að sætta mig við svona 2 hræðilegt tímabil í viðbót með sölu á Tores og Gerrard… og fl.
hef lítið verið að fylgjast með slúðrinu og er að vera bara nokkuð sáttur með hópinn eins og hann er í dag… kanski má alveg koma einn center í viðbót…. en ég gubba næstum þegar menn tala um Roy Hodgson sem RH mynnir mig aðeins og mykið á RB…. væri gaman ef að menn noti Roy eða Hodgson 🙂 en auðvita er öllum frjálst að gera það sem þeir vilja 🙂
Góða skemtun á Sunnudag 🙂
Það er verið að tala um 15 milljónir evra sem gera rétt rúmlega 12 milljónir punda. Þetta verð er heldur lágt finnst manni – sérstaklega miðað við þær 25 milljónir punda sem fjölmiðlar töluðu um fyrr í sumar.
Hleb hinsvegar er hörku leikmaður og fín viðbót á góðum hópi.
Held við ættum samt að slaka okkur varðandi fréttaflutning mbl.is, kíkti á newsnow.co.uk núna rétt áðan og þessa frétt er hvergi að finna þar, eða neinsstaðar annars staðar sem ég leitaði. Þ.e. hvergi að þetta sé eitthvað done deal.
Ef af verður erum við samt komin í mjög skringilega stöðu, virðist þá vera að við séum komnir með of mikla breidd í vængstöður/AMF. Maxi, Babel, Cole, Jovanovic, Kuyt, Gerrard, Aquilani, Pacheco og jafnvel El Zhar (ef hann verður ekki seldur/lánaður).
Verður gaman að sjá hvernig RH mun stilla liðinu upp á næstu vikum, þ.e. hverjir verða í náðinni hvað þessar stöður varðar og hverjir ekki. Held það sé alveg ljóst að einhverjir þessara verða ekki sáttir með sitt hlutskipti. Það er þó gaman að nú er a.m.k. einhver barátta um þessar stöður í liðinu, hef t.d. enga trú á að Kuyt verði byrjunarliðsmaður á hægri vængnum í hverjum einasta leik, eins og undanfarin tvö ár. Nú vantar bara einn frambærilegan framherja og þá virðist sem við séum með nokkuð góða breidd í flestum stöðum…
afhverju er RH ekki að taka neina með sér frá fulham, hefði ekkert á moti zamora t.d
Aðalástæðan fyrir því Aron er líklega sú, að 99,9% þeirra sem fylgjast með og hafa einhverja skoðun á enska boltanum telja að L´pool sé í öðrum gæðaflokki en Fulham – án þess að ég sé að gera lítið úr því ágæta liði.
Ég sé ekki neitt sem Zamora hefur umfram önnur “meðalljón” (Crouch, C.Cole ofl) nema þá hugsanlega verðmiðan, nýkominn í enska landsliðshópinn – það á til að virka sem stuðpúði á verðmiða leikmanna, tala nú ekki um þegar nýjar reglur eru að taka gildi um “heimamenn”.
Mach til Barselóna skv. þessu:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1302726/Javier-Mascherano-nears-Liverpool-exit-Barcelona-set-bag-midfielder-12m-plus-Alexander-Hleb.html
Lélegt að fá ekki meira á milli, vona að það sé ekki alveg rétt….
Höfum ekkert við Hleb að gera, vona svo innilega að þetta sé ekki satt.
Þetta myndband gerði mig lítt hrifinn af honum… En auðvitað bara eitt gamalt myndband
Jæja ég er að verða dáltíð pirraður á þessari meðalmennsku hugsun sem virðist vera í gangi hjá Hodgson. Maður veit svosem aldrei hvað er satt, en mér líst ekkert á þennan mannskap sem er búið að orða okkur við. Luke Young, Brad Jones, Hleb, Peter Crouch og svo var Poulsen keyptur! Þetta eru allt eintómar pulsur. Poulsen er u.þ.b. helmingi slakari varnartengiliður en Mascherano. Hvað ætti Liverpool svosem að gera við Hleb? Við erum þegar með alltof marga líka leikmenn í hópnum. Babel, Jova, Cole, Kuyt, Maxi og núna Hleb? Hvað í ósköpunum á að gera við þann larf? Okkur vantar hreinræktaðan framherja, hreinræktaða kantmenn og vinstri bakvörð. Okkur vantar hinsvegar ekki Peter Crouch aftur. Þetta er allt í lagi leikmaður, en þetta er ekki meira en 8 marka maður í deild. Ég vil miklu frekar að N’gog fái sénsinn en að fá Crouch aftur. Svo skil ég ekkrt í því að vera að eltast við meðal meiðslahrúguna Luke Young sem backup fyrir Johnson þegar við höfum hinn bráðefnilega Martin Kelly. Forkastanlega vitlaust.
Cole var mjög góð viðbót sem styrkti liðið, en annars finnst mér bara eins og það sé verið að þynna hópinn. Ef það á að fá nýja leikmenn þá þarf að hugsa stærra. Þú ert ekki lengur hjá Fulham Roy Hodgson.
Ég er alveg sammála Halla í öllu hér fyrir ofan, og ég er brjálaður!
Mér finnst fáránlegt að selja einn besta varnarsinnaða miðjumann í heimi sem er á besta aldri, við keyptum hann á tæpar 20 M og var hann góður fyrir en hjá Liverpool hefur hann sýnt sig og sannað meðal þeirra bestu! Hann hefur átt nokkur brjálæðisköst en þannig eiga bara menn eins og hann að vera, sbr. Roy Keane ofl. Að því sögðu vildi ég fá miklu meira heldur en 15 m Euro og Hleb, sem er búinn að vera under-achiever lengi. Og auk þess hefur Barca selt Yaya Toure og sárvantar mann í þessa stöðu.
Þetta finnst mér, ásamt öðrum tilvikum vera vottur um að Hodgson sé einungis meðal góður þjálfari eins og ég (ofl) taldi hann vera áður en hann skrifaði undir hjá Liverpool. Þótt hann sagði nokkra góða hluti um daginn og fékk Joe Cole af free transfer finnst mér margt benda til erfiðs season hjá okkar mönnun og soldið frá því að leiða keppnina til sigurs, því miður.
Sammála, ekki mikið verð sem við erum að fá fyrir mascherano. 20 millj punda er lágmark fyrir hann. Væri flott ef við fengjum 20 millj punda og svo Hleb
Ole says Mascherano will move for just £12million plus 29-year-old Alex Hleb, who has failed to break into Barca’s star-studded team
enn lækkar Masch….. :/
Eflaust ekki mikið að marka þetta samt
Verður Poulsen ekki bara varamaður fyrir Lucas, Gerrard og Aquilani á miðjunni?
Sýnist í fljóti bragði að hann sé tæplega í sama gæðaflokki þó svo að Lucas og Aquilani séu ekki þeir heimsklassaleikmenn sem eiga að vera í liði Liverpool.
Efast nú stórlega að Hodgson sé að ákveða þetta í sambandi við Masch það er nú ekki vaninn að stjórarnir séu að prútta um verð og ég er 100% viss um að það sé ekki hægt að kenna Hodgson um hvað það er lítið sem fæst fyrir Masch. En ég er sammála um að ég hefði frekar viljað bara fá peninga í staðinn fyrir hann í staðinn fyrir Hleb.
Svo virðist sem Masch verði kannski ekki seldur þennan glugga:
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/8913630.stm