Kop-gjörið að lokinni leikviku 1 – LEIÐRÉTTING

Eins og ég sagði í pistli í dag ætlum við að prófa aðeins að spjalla meira um deildina almennt og kop.is-deildina í Fantasyleik Úrvalsdeildarinnar.

Mikil og góð þátttaka er í kop.is deildinni þetta tímabilið og ljóst að keppnin verður stöðugt harðari frá ári til árs.

Gaman er að skrolla í gegnum liðin sem er búið að velja, auðvitað eru mismunandi áherslur, sá sem þetta ritar hefur t.d. aldrei valið leikmenn frá Everton eða United í sitt lið, einfaldlega því ég vill ekki styðja nokkra leikmenn þeirra til góðra verka og undanfarið hafa Chelsealeikmenn fengið svipaða meðferð. Enda hef ég nú ekki sett mörg stigamet í þessum leik í gegnum tíðina.

Þeir sem ná árangri eru yfirleitt þeir sem skrá sterkustu leikmennina óháð liðum, og jafnvel er hægt að sjá fyrirliða nokkurra liðanna í leiknum (stig frá fyrirliða telja tvöfalt) vera aðalóvini okkar ágæta liðs á meðal helstu fjendanna! Svo eru allar útgáfur, mér sýnist sumir velja bara Englendinga, annað lið með skrýtnum nafnaleikmönnum og ekki væri vitlaust ef einhverjir hér vildu útskýra sitt liðsval. Ég semsagt vel þá bestu utan leikmannahópa United og Everton.

Yfirferð leiksins er auðvitað í samræmi við leikvikuna.

Þegar farið er yfir þessa fyrstu leikviku enska boltans bauð hún upp á nokkra leiki sem hægt var að telja spennandi. Sá fyrsti var hádegisleikur laugardagsins þar sem Tottenham átti auðvitað að vinna slakt lið ManMillion City. Ég ætla að fá að lýsa mínum skoðunum á þessum leikjum sem ég horfði á og ég á ekki orð yfir liði City. Taktíkin var 433 / 451 með þremur varnarsinnuðum miðjumönnum í Toure, De Jong og Barry. Svo var allt í einu Wright-Phillips í liðinu og Tevez fyrirliði! Joe Hart hélt City á floti, en í seinni hálfleik fannst mér líka veikleikar Tottenham koma í ljós, þeirra senterar eru einfaldlega ekki alveg að gera sig. Crouch, Keane og Pavlyuchenko munu ekki skora mörg mörk held ég. Ljóst að við eigum fullt erindi í bæði þessi lið.

Ég glápti svo á Aston Villa slátra West Ham. Kom mér á óvart, þó að LFC-gaurinn Kevin McDonald hafi stjórnað Villamönnum. Ég hef töluverða trú á Grant en þarna var slakt Hamralið á ferð sem átti 3-0 tap skilið. James Milner sýndi flotta takta og sennilega fer hann bara enn dýrar til City í vikunni. Hinir three-kick-off leikirnir voru ekki spennandi á pappírnum, en ótrúlegur sigur Blackpool, 4-0 gegn Wigan úti og flott endurkoma Birmingham gegn Sunderland á útivelli sýndi styrk þeirra og um leið veikleika lærisveina Steve Bruce.

Chelsea slátraði svo W.B.A. – ég bara skil ekki frammistöðu nýliðanna, þeir voru að fara á útivöll gegn meisturunum og einfaldlega lögðust á höggstokkinn. Vörnin þeirra lítur SKELFILEGA út og Carson karlinn mun eiga erfiðan vetur. Ég hætti að horfa í 3-0 en lokaúrslitin 6-0 komu ekki á óvart.

Við höfum gert okkar liði góð skil og 1-1 jafnteflinu í stórleiknum á Anfield. Mig langar þó að segja að ég sé Arsenal ekki vera neitt nærri titlinum en undanfarin ár með þennan hóp. Markvörðurinn er einfaldlega slakur og ég er alls ekki sannfærður með þessa varnarlínu þeirra. Van Persie og Fabregas auðvitað breyta þessu eitthvað, en þeir þurfa að sýna meira en þetta.

Í kvöld varð ég svo fyrir vonbrigðum með aðra nýliða, Newcastle munu eiga erfitt uppdráttar. Miðjan full af gömlum þungum mönnum, vörnin ótraust með arfaslaka varnarbakverði og mér fannst ég bara vera að sjá sama lið og féll fyrir tveimur árum. United lék alls ekki vel, að Scholes undanskildum, en unnu afar léttan 3-0 sigur.

Frammistaða leikmanna í leikjum helgarinnar telur svo til stiga í umræddum Draumaliðsleik og nú skulum við snúa okkur aftur að honum og útkomu hans þessa fyrstu leikviku.

Fimm stigahæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar í leikviku 1

1. Didier Drogba (Che) 17 stig
2. Florent Malouda (Che) 15 stig
2. Marlon Harewood (Blp) 15 stig
4. Alex Baptiste (Blp) 12 stig
4. Joe Hart (MCi) 12 stig

Stigahæstu leikmennirnir okkar voru N’Gog og Mascherano með 6 stig.

Kop.is-deildin. Leikvika 1

Við ætlum að fylgjast vel með gangi mála í deildinni í vetur, koma með stöðu efstu manna hvert sinn, sigurvegara hverrar umferðar og aðgæta penna síðunnar sérstaklega. Í þessari fyrstu viku gefur auga leið að efstu menn vikunnar eru auðvitað líka efstu menn heildarkeppninnar!

Meðalskor þátttakenda í vikunni: 49 stig

Þrjú efstu sæti vikunnar

1. Kite FC (Gauti Hauksson) 80 stig

2. FC Malbik (Tryggvi Páll Tryggvason) 79 stig

3. HagaMelGibsonJordan (Leifur Arnkell Skarphéðinsson) 76 stig

Þessi lið eiga það sameiginlegt að hafa Chelseamenn sem fyrirliða sem virkilega gaf og það sem meira er, fáa eða jafnvel enga Liverpoolmenn sem hjálpaði líka til þessa helgi. Vonandi mun það nú breytast fljótlega!

Þegar kemur að pennunum þurfum við að fara aðeins neðar 😉

Uppfært

Magnús Agnar er sá sem leiðir keppni stjórnenda, en situr þrátt fyrir það í 92.sæti með 48 stig, við hinir neðar! En okkar tími mun koma, sannið bara til!!!

Auðmjúklega bið ég MEISTARA Einar Örn afsökunar, að sjálfsögðu stútaði hann pennakeppninni þessa viku! Skil ekki hvernig ég hef klikkað á að lesa hans nafn, oftar en einu sinni fór ég nú yfir. Svo það sé á hreinu er:

Einar Örn langefstur okkar pennanna með 61 stig, situr í 18 sæti með lið sitt “eoe-kop”.

Þetta gerist ekki aftur Einar minn! Gerum þetta svo upp á milli okkar við tækifæri, ég skulda – ekki spurning

37 Comments

  1. Úff þetta er ekki góður leikur!!

    Verð samt að gefa félögum mínum þeim Óla Þór og Fannari kudos fyrir ná báðir inn á bottom 4 (“,) Eru í grimmilegri fallhættu.

  2. Ég var með Pepe sem fyrirliða, það held ég að hafi ekki gert góða hluti fyrir mig 🙁

  3. Ég vel yfirleitt þá sem eru bestir en geta ekki neitt þegar ég vel þá

  4. Já, ekki fór það vel af stað hjá manni. Hef ávallt verið með sömu reglu og Maggi, þ.e. ég get ekki með nokkru móti valið Everton eða Man.Utd í mitt lið, bara útilokað og fórna ég frekar velgengni í Fantasy Football, frekar en að vera með það á samviskunni að geta glaðst yfir góðum leik leikmanna þessara liða.

    Stóra svekkelsið var svo að vera með þrjá leikmenn á bekknum sem fengu 7 stig, en eina skiptingin mín var með mann sem halaði inn alveg heilt stig. Pepe fór úr því að vera með 7 stig og niður í 1 á síðustu mínútunum. Fall er fararheill (vonandi).

  5. Flugdrekinn fer ágætlega af stað, og það eru 3 Liverpool leikmenn í því liði 😉 Verst að Cole kallinn rappaði uppá bak, en hann á eftir að hala inn stig 🙂 Áfram Liverpool!! Og Kite FC hehe 🙂

  6. Hræðileg fantasy vika, hefði verið enn verri hefði ég ekki fært fyrirliðabandið frá Joe Cole yfir á Gerrard á síðustu stundu. Það eru þó miklar sveiflur í þessu þannig að ég held í vonina!

  7. Atkinson eyðilagði fantasy-vikuna mína með rauða spjaldinu á Cole…. eins og örugglega hjá mörgum öðrum.

  8. Pepe karlinn einmitt, ég var svo glaður með hann fram á 90.mínútu, sá hann minnst með 7 stig og mögulegan bónus jafnvel fyrir frammistöðu.

    En hann bætir þetta upp. Að mörgu leyti sáttur þó maður sé í sæti nr. 192, því mínir menn virðast allir í byrjunarliðunum og verða því stöðugir í vetur. Ekki spurning!

  9. Usss, var í 185 sæti og gerði róttækar breytingar á hópnum og tapa við það 12 stigum og fell niður í 302 sæti.
    Greinilega illa valið hjá mér í byrjun og nú er að sjá hvort þetta skáni í næstu umferð. 🙂

  10. Ég vil gera ALVARLEGAR ATHUGASEMDIR við þennan pistil.

    Ég er í 18. sæti í þessari deild og er því langefstur af mönnum í ritstjórn þessarar síðu, með 61 stig. Ég krefst þess að pistillinn verði leiðréttur!

  11. Vá. Þá vitum við hvernig Einar hagar sér þegar hann vinnur í einhverju… 🙂

    Sjáum hvort þú ert jafn borubrattur eftir viku, Einar. Ég hef trú á öllum Blackpool-mönnunum sem ég var að setja í liðið mitt. :p

  12. Vil nú benda Bjamma á að velja eingöngu manu leikmenn héðan í frá.

  13. Leið mín getur ekki legið nema uppá við, eftir tveggja viku langar pælingar þar sem ég breytti liðinu mínu tvisvar til þrisvar á dag var uppskeran í fyrstu umferðinni HEIL 13 STIG!!! En ég hef ákveðið að halda trausti við mitt lið og sína þeim að ég hef fulla trú á þeim. 🙂

  14. Búinn að skrá mitt lið til leiks einni viku of seint reyndar en það vonandi skiptir ekki miklu. FC Sjeffinn

  15. Sjálfur er ég í 145. sæti Kop-deildarinnar … bara gaman að því. Hef trú á mér ofar eftir næstu umferð!

  16. Ég er sáttur við þessa leiðréttingu á pistlinum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er efstur í einhverri Fantasy keppni og ég vildi bara hafa það skjalfest. 🙂

  17. Fæ ég ekki stigin mínúr fyrstu umferð metin ef ég skrái mig í kop-deildina núna ?

  18. Voila: Ég held að þú fáir heildar stigin í deildina þó að þú skráir þig í apríl. En það kann að vera að ég hafi ekki rétt fyrir mér.

  19. Ef þú hefur skráð liðið þitt á réttum tíma, þó svo að þú hafir ekki verið búinn að skrá þig í kop.is deildina, þá færðu öll stigin með þér um leið og þú kemur inn í sjálfa deildina.

  20. Ég næ enganveginn að skrá mig í þetta helv!
    Sama hvaða username og password ég vel mér, alltaf kemur error : (

  21. ég gerði það Steinn. Bjó til lið fyrir fyrstu umferð og er með í nokkrum deildum, en skráði mig á ko.is deildina í gær og fékk stigin ekki með.

  22. Sælir, getið þið sagt mér hvort þið hafið yfirlit yfir hver vann í fyrra en ég man að ég var ofarlega þegar að síðustu umferðir voru eftir en er ekki klár á því hvort ég hafi sigrað..!

  23. Ég vil meina að 18. sætið sé það lang flottasta eftir þessa fyrstu leikviku! 😉

  24. Fyrst maður fær “umfjöllun” um sjálfan sig þá vill ég taka það fram að ég skal glaður vera í neðsta sætinu eftir þessa fyrstu umferð enda er ég með 3 Arsenal leikmenn í liðinu mínu og hefði grátið mikið hefði ég skorað vel á þá leikmenn!

    Reiknaði bara ekki með því að fá -2 stig fyrir Liverpool leikmennina mína en Joe Cole sem Cpt var ekki mjög vel heppnað val í þetta skiptið.

    Heildar valið hjá mér í þetta skiptið gekk út á það að reyna að gera “góð” kaup og ekki eyða öllum peningunum í þrjá leikmenn og það heppnaðist svona líka vel

  25. Ásmundur, þar sem þú talar um OFF TOPIC þá verð ég að grípa það á lofti og segja að við eigum sennilega vitlausan Degen. Sá Degen sem er að spila á móti Tottenham núna er töluvert betri en sá sem við eigum.

  26. Mér sýnist þeir vera það líkir útlitslega að það tæki enginn eftir því þó þeir myndu skipta um lið

  27. Liverpoool er mætt til sögunnar núna eftir fyrstu umferðina, mér finnst ekki nema sanngjarnt að þið fáið þá forgjöf. Ég verð þó að játa á mig þann glæp að vera bæði með mu og chel$ea leikmenn í liðinu (svona til uppfyllingar).

  28. Fyrst við erum að fara “off-topic” þá er kannski vert að minnast á að Guðlaugur Viktor var að skora í 4-1 sigri varaliðsins á Celtic.

  29. …meira “OFF-TOPIC”… ég tók einmitt eftir því að þessi Degen var skuggalega líkur okkar Degen, ég heyrði síðan enskan þul í útsendingu sem ég fann á ATDHE.net kalla hann Philipp Degen, fannst mér það eitthvað skrýtið þar sem hann átti að hafa farið til Stuttgart…
    Fór ég þá að kanna þetta og komst að því að þessi heitir David Degen og er tvíbura-bróðir Philipp Degen 🙂

  30. Meira off topic.

    Martin “Dracula” Skrtel skrifaði undir nýjan 4 ára samning.

    Ég er bara nokkuð ánægður með þessar fréttir, hann átti eins og flestir ekki gott tímabil síðast en hefur áður sýnt að hann getur verið hörku miðvörður.

  31. Þvílikur sekkur að hafa komið 1 umferð of seint, er það STAÐFEST að maður fái ekki stigin??

Mánudagsspjallið

Agger og Mascherano meiddir