Liðið er komið og svo virðist sem slúðrið sé á rökum reist. Liðið í kvöld er sem hér segir:
Johnson – Carragher – Skrtel – Agger
Kuyt – Gerrard – Lucas – Jovanovic
Torres – Ngog
**BEKKUR:** Jones, Kyrgiakos, Aurelio, Poulsen, Maxi, Pacheco, Babel.
Þetta er SÓKNDJARFT lið, svo ekki sé meira sagt. Og já, enginn Mascherano. Ég bíð spenntur eftir að heyra útskýringar Roy Hodgson. Áfram Liverpool!
YNWA
Upprunalega færslan er hér fyrir neðan:
Ég mun uppfæra um leið og staðfest lið berst, en það eru talsvert aðrar fréttir í gangi í kringum þennan leik.
Stóra fréttin: samkvæmt flestum miðlum bauð Barcelona 12m punda plús Hleb og Caceres í Mascherano um helgina. Liverpool hafnaði því tilboði. Mascherano er víst þegar búinn að semja við Barca um launapakka og varð því fúll að tilboðinu væri hafnað og neitaði að spila í dag. Sjá fréttir: Sky Sports, Guardian.
Sko, ég hef sýnt málstað Mascherano samúð og geri enn. Menn finna sig ekki alltaf í framandi menningu og landi og ef fjölskyldu hans líður illa á Englandi er eðlilegt að hann vilji fara og við þurfum ekki að pirra okkur mikið yfir því. Hins vegar verður hann að skilja að Liverpool borgaði stórar upphæðir fyrir hann og á fullan rétt á að heimta sambærilega upphæð til baka. Ef það gengur ekki upp verður hann bara að kyngja því og sinna vinnunni sinni. Ég myndi glaður búa í Afganistan í fimm ár fyrir þau laun sem Mascherano fær hjá Liverpool, hann á að finna á sér eistun og spila fótbolta á meðan ekkert lið býður það sem Liverpool vill. Ef hann hefur virkilega neitað að spila er það síðasti naglinn í líkkistuna fyrir mér – stórkostlegur leikmaður og hetja inná velli, en utan vallar hefur hann ekki beint sýnt klúbbnum mikla virðingu síðustu tólf mánuðina.
Vona að þessi frétt sé ekki sönn. Mig grunar að Roy Hodgson muni segja okkur allt að frétta eftir leikinn í kvöld.
Þá er einnig ljóst að Brad Jones verður varamarkvörður í kvöld en klúbburinn staðfesti í dag að Diego Cavalieri hefur gengið til liðs við Cesena á Ítalíu. Þannig er lífið sem varaskeifa Pepe, menn sýna þolinmæði í eitt eða tvö ár og kveðja svo. C’ést la vie.
Ég vona innilega að þessi frétt sé ekki sönn! Ef hinsvegar hún er sönn þá ættum við bara að sekta hann duglega, taka hann úr 25 mannahópnum og selja hann þegar tilboð berst í hann í janúar eða næsta sumar. Hann á ekki að fá að komast upp með svona stæla. En ég tek það aftur fram að ég vona að þetta sé tilbúningur fjölmiðla (þeir hafa nú verið duglegir að ata Liverpool út í skít undanfarið, þannig að það gæti alveg verið að þetta sé þvættingur) og ég ætla að gera ráð fyrir að þetta sé tilbúningur fjölmiðla þangað til ég heyri eitthvað frá klúbbnum.
burt með mascherano strax,látum hann æfa með unglingaliðinu þangað til að hann fer,þvílíkur pappakassi það er LFC sem borgar launin hans Barca að leika sama leikinn og með Fabregas.Svo toppar hann ruglið með því að leika gegn City! Svo erum menn hér á spjallinu að skammast í RH fyrir að ætla að láta hann fara!
Önnur frétt. Echo segir að við séum búnir að bjóða í Taivonen og við það að bjóða í Calcido. Forráðamenn PSV eru að reyna að neita þessu reyndar.
ekki gegn city sorry gleymdi einu orði!
er ekki hægt að reka þetta fífl frá klúbbnum og fara svo í mál við hann eins og chelsea gerðu við kókhausinn þarna Mutu !!!
Rólegur á því kallinn, það er nú tvennt ólíkt að vera að sjúga kók í nefið eða vilja flytja með fjölskylduna til annars lands.
Fá almennilega peninga fyrir hann…. eða halda honum bara og leyfa honum að spila með varaliðinu næstu árin á meðan konan situr heima og grenjar.
Ég hef aldrei skilið hvað er svona stórkostlegt við Mascherano. Finnst hann afar takmarkaður leikmaður, þó hann geri suma hluti vissulega mjög vel. Auk þess hefur mér fundist hann pirrandi alveg síðan hann fékk rautt gegn ManU hér um árið. Nöldrandi gremlin í mínum augum, mun ekki sakna hans.
ég veit bara pirraður ! finnst fáranlegt að hann geti bara farið í verkfall því liðið er ekki búið að semja við barca. hann er ennþá samningsbundinn liverpool þangað til að menn er búnir að skrifa undir samninga! hvar er heiðurinn í mönnum að klára vinnuna sína með sæmd og kveðja liðið eins og alvöru maður og þakka liðinu sem reif hann og hans feril upp á það plan sem hann er komin á í dag !! ég seigi leyfa honum að nota lyftingaraðstöðu liðsins fram í janúar og selja hann svo til tyrklands á 5 – 10 milljónir
Hvað er málið með þetta Barcelona lið?
Annaðhvort er það tómt kjaftæði og uppspuni hjá Guardian að þeir hafi samið um kjör við leikmanninn, eða þá að Liverpool ætti að geta farið í mál við liðið þar sem þeir eru að semja við leikmann Liverpool án þess að hafa samið við Liverpool um kaupverð.
Ég elska Barca og allt það, en þeir geta verið djöfulsins skíthælar þegar að þessum leikmannakaupum kemur.
Þetta er alveg ótrúlega mikilvægur leikur. Mikilvægari heldur en flestir gera sér grein fyrir held ég. Ég hugsa að andrúmsloftið í klefanum fyrir leik hafi alveg verið betra. En ég hef fulla trú á því að við vinnum þennan leik 3-2.
En aðeins af Mascherano og Barca. Ef þessi upphæð reynist rétt sem maður er að lesa, þá er það bara hlægilegt. Að þeir skulu detta sér í hug að bjóða lægra heldur en þeir seldu Yaya Toure á er bara fáránlegt.
Æi karlgreyið hann Masch,konan ósátt og allt í volli. Drengurinn hefur ekki sýnt klúbbnum vott af tryggð svo enn og aftur good riddens bara (fyrir rétt verð)
Annars vona ég bara að City verði flengt í kvöld.
P.s hver veit um pottþétt stream á leiknum á netinu??
Annars líst mér virkilega vel á þetta lið. Það er auðvitað alveg óvíst hvernig Torres og Ngog virka saman þarna frammi, en þetta er nokkuð djarft á útivelli gegn milljarðamæringunum.
Rétt Ásmundur. ég myndi segja að það sé Biiig diiffrence annars er eg spentur fyrir þessu .. væri til ad sja babel starta inn i halfleik fyrir ngog en að fer eftir því hvort hann ætli ad spila eins og madur
en mer finnst bannið á jóí. algört bull og að liverpool vill ekki gera svona appear against ban. stuuna eg var svo hrifinn af cole .egar hhann kom en mer finsnt eins og han sé ekki beint ad standa sig. en hvað veit eg ?
YNWA
Liðið hjá Man City
Man City: Hart, Richards, Toure, Kompany, Lescott, De Jong, Toure Yaya, Barry, Milner, Adam Johnson, Tevez. Subs: Given, Zabaleta, Wright-Phillips, Adebayor, Silva, Vieira, Jo.
Jo á bekk en ekki bolotelli ? jahá
Sókndjarft lið og Mancini með sömu varnarstillingu og úti gegn Tottenham. Augljóst að hann þorir ekki ennþá að sækja á heimavelli gegn stærri liðunum, nokkuð sem kom honum í koll í lok síðasta tímabils.
Nú er bara um að gera að keyra á þá hratt og klára dæmið bara fljótt. Fáum aldrei betri leik gegn stærra liði en þetta.
Veit einhver annars um góðan link á leikinn sem er ekki á sopcast, er á Mac ?
Mér finnst það móðgandi fyrir klúbbinn að barca bjóði bara skitnar 12 millur + einhverja pappakassa. Við ættum að koma með opinbert móttilboð og fá messi + 20 millur í skiptum fyrir Mascherano. Barca er að beita einhverjum skíta taktík við að kaupa leikmenn svo sem þessi tilboð í Mascherano og Smellu-gas hjá arsenal í sumar
Balotelli og Boateng meiddir og missa af í dag. Annars athyglisvert að sjá City stilla upp með þrjá varnarsinnaða miðjumenn saman í liðinu. Verður Mancini ekki tekinn í nefið fyrir það eins og Rafa ef illa fer?
Annars tjáði Hodgson sig um Mascherano á Sky rétt í þessu:
Er þetta ekki bara staðfesting á slúðrinu? Javier Mascherano, eins frábær leikmaður og hann er, enn og aftur að sanna hversu vanþakklátur hann er klúbbnum sem hann hefur sjálfur margsagst skulda mikið? Voru það bara orðin tóm, Javier?
Ég vona að það bjóði einhver þessar helvítis 25m punda í hann á næstu klukkutímum. Frábær leikmaður en það verður léttara yfir öllu þegar hann er farinn.
@Brúsi: Tjekkaðu á http://atdhe.net/ og ef það virkar ekki þá ættu að vera slatti af linkum á myp2p.eu
http://www.iraqgoals.tv/ch1.html
fyrir allar tolvur
En já. Akkúrat núna skiptir Masch ekki máli. Ég er mjög ánægður með þessa uppstillingu og ég hlakka mikið til að sjá hvernig Torres og N’gog virka saman. Það er líka mjög ánægjulegt að sjá Agger kominn til baka. Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik og spái 1-3.
Hörmungar spilamennska,
Djöfull er Torres í lélegu formi… er Glen Johnson inná ?
Hvað er Torres að gera þarna inni á vellinum? Greinilegt að hann er ekki í nokkru formi og sjálfstraustið eftir því! Carragher og Gerrard (ofl.) úti á þekju í markinu. Okkar menn ekki líklegir í sóknarleiknum þennan fyrsta hálftíma.
‘Eg hélt að liðið gæti ekki sýnt meira andleysi en á seinasta tímabili. en ég hafði greinilega rangt fyrir mér.
Menn verða að láta boltann ganga betur!
Vá hvað okkar mönnum vantar líkamlegan styrk, við lítum ekki vel út!
Það er eins og Shitty sé fimm mönnum fleiri. eini maðurinn sem er að sýna einhver semí pung hjá okkur er Jovanovic.
lucas ekki klár í þetta, við erum ekkert að ráða við þá á miðjunni og johnson á kanntinum
Plís sýnið Torres smá þolinmæði, maðurinn er að stíga uppúr erfiðum meiðslum og þarf leiki til að koma sér í gang. Ætla menn að koma honum í leikform og auka sjálfstraustið hans með því að sitja á bekknum??
Vissulega búið að vera dapurt í fyrri hálfleik en hef trú á að þetta lagist í þeim seinni,,,,,ekki gleyma því ef það er er einhver sem getur skorað uppúr engu þá er það Torres.
Þetta er alveg stórfokking skemmtilegur leikur eins og vanalega :/
Koma svo, girða sig í brók !
Algjörlega sammála með að gefa Torres séns. Hann er að verða betri með hverri mínútunni. Annars vantar einhver svör við miðjunni hjá City. Spurning að setja Poulsen inn fyrir Ngog og Gerrard í holuna.
Sammála Magnús, Gerrard leit ekki vel út á miðjunni og hvað þá í markinu.. hann á bara að vera í holunni.
Sælir félagar
Það er enganveginn hægt að vera sáttur við frammistöðu leikmanna Liverpool í þessum fyrri hálfleik. Seinir og virðast beinlínis áhugalitlir. Leikmenn MC miklu fljótari og vinnslan hjá þeim tvöföld miðað við okkar menn. Þeir verða að gjöra svo vel að leggja sig fram og það að öllu leyti. Annars verður þetta bara drullutap með skömm!!!!!!
Það ernú þannig.
YNWA
Það vantar svolítið Javier fokking Mascherano í þennan leik!! Djöfull þarf sá bjáni að fara sem allra fyrst fyrir almennilegan pening. Ef Barca er búið að bjóða honum samning er tilvallið að fá þennan pening með því að kæra þá fyrir að tala við og fokka í samningsbundnum leikmönnum. Einhver þarf að gera það!
Þetta er annars ekki búið en við höfum látið þetta ósamstillta City lið líta allt of vel út. Við eigum vinstri bakvörð, meira að segja tvö og ég held að það væri ráð að fara nota þá. Eins er “gaman” að sjá að Kuyt er ennþá með touch-ið sitt alveg á hreinu.
Nú er bara að vona að Torres nýti þessar 15-25 mín sem hann fær í seinni vel eða þá að Gerrard fari að hitta á markið með fallbyssunni sinni.
Hvernig fá menn það út að Gerrard hafi skitið á sig í markinu ?? Gerrard er miðjumaður og á ekkert með að hoppa í vinstri bakvarðarstöðuna fyrir Daniel Agger sem KLÁRLEGA skeit á sig í þessu marki með Milan. Gerrard heldur sinni stöðu og er tilbúinn að verjast þegar að boltanum er spyrnt inná miðjuna. Hvorki DA eða MJ voru með hausinn í lagi í þessari sókn.
Svo er það annað. Er ég einn um að horfa á liðið þvílíkt andlaust ?? Við erum étnir í hverjum boltanum á fætur öðrum. Kuyt, Torres, Lucas og N’gog hafa allir verið skelfilegir. Hinsvegar er Daniel Agger búinn að vera lang slakastur í fyrri hálfleik. Gerrard er eini maðurinn sem er að reyna spila einhvern fótbolta.
Inná með Aurelio og Poulsen. Skipta svo annað hvort Maxi eða Babel þegar líður á hálfleikinn.
Vissulega Einar … það er bara nánast sorglegt að horfa upp á ástandið honum. Stuðningmenn Liverpool hafa enga þolinmæði til að horfa upp á Fernando Torres spila sig í form á móti toppliðum deildarinnar. Furðulegt að það skuli ekki vera annar leikhæfur, boðlegur senter! En eins og þú segir þá skulum við ekki afskrifa hann strax úr þessum leik…
Mig langar að benda Manninum að austan á að Gerrard var búinn að taka sér stöðu í bakdekkningu þegar sendingini kemur og það er þá gert ráð fyrir því að hann fylgi henni eftir inn í boxið.
Þrátt fyrir að það sé leiðinlegt hvernig JM er að fara, þá er ég að fíla þessi komment frá Hodgson:
“Of course, we are under pressure from another club who wants to buy him, but we are in good company as it has happened to a lot of clubs during this period of time.
“It will happen, I guess, a day when the offer for him matches our valuation, but until that day he stays with us.”
Heimild: http://www.teamtalk.com/news/2483/6332126/Roy-wants-Masch-matter-resolved
Basically, pay up or shut up 😉
Við söknum Massarano,þetta var ekki rétti leikurinn til að vera án hans og Agger er enginn fullbakk og ræður greinilega ekki við hraðann hjá Johnson. Þulirnir á Skye segja að Hodgson hafi gert vitleysu að taka hann ekki með þrátt fyrir að hann vilji fara.
En ég vil Poulsen inn á fyrir Ngog og Gerrard fram til Torres og koma svo LFC.
Sorry “Sigurður” en Gerrard var staðsettur á horninu á vítateignum og var plús það með sinn eigin mann í dekkningu (samt ekki eiginmaður hans). Þegar að 2 menn voru á svæðinu Milan og Agger þá átti þannig séð ekki að vera þörf fyrir hann í “bakdekkningu”.
Dauði og djöfull
Maðurinn að austan, auðvitað var markið Gerrard að kenna. Skiptir engu hvaða stöður menn spila á vellinum, þú ert þar sem þú ert og verður að bregðast við. Agger er ekki út úr stöðu, hann er að pressa á Johnson við hliðarlínuna og Jovanovic er í hjálpinni með honum. Gerrard stendur fyrir aftan í plássinu, metra frá Milnar og sér að hann er frír. Hann bregst bara of seint við og því fór sem fór.
Og í þeim töluðu orðum skora City aftur. Fari það grákolandibölvað…
Klárt brot í seinna markinu, andskotinn!!
Jájá, hvenær skyldi fyrsti enski blaðamaðurinn fara að tala um að Liverpool ætti kannski að skipta í Zonal-marking kerfið?
Sorry er bara ekki sammála. “You’ve got your version, i’ve got the truth”
Hehe góður. Við verðum þá bara ósammála. Verst fyrir þig að það skuli vera ég sem rita leikskýrsluna á eftir. 🙂
3-0. Spurning um að nota varamennina Royson…
Kyrgiakos > Skrtel
Væri ekki fínt að fjarlægja Agger úr bakverðinum, þetta er niðurlægjandi.
við getum horft fram á annað erfitt tímabil sýnist mér á öllu
Ég var vanur að pirra mig óendanlega mikið á tilhneigingu Rafa til að skipta aldrei inná fyrr en á 70. mínútu. Nú eru liðnar 74 mínútur og við erum að tapa 3-0. Roy Hodgson, WHAT THE FUCK!?
Ef Rafa hefði hlustað á mig þegar ég skipaði honum að kaupa Adam Johnson þá værum við í fínum málum. Væri ekki verra ef Barry og Tevez væru að spila í rauðu heldur.
Það er vandræðalegt að horfa á þetta. Ég get því miður ekki verið bjartsýnn á þetta tímabil. Það eru 5 lið sem eru betri á pappírnum en við og ég er ekki að sjá okkur fara að over-achieva í vetur og skáka þeim við.
ja hérna…erum við að fara tala um enn einn 6-0 leikinn???
Við erum þó allavega ennnnnþá í deildinni, en það er ljóst að við eigum ekki heima meðal efstu 4.
Miðað við þetta.
Af hverju ekki ad taka Gerrard og Reina ut af lika!
Þetta kallast niðurlæging á mínum heimaslóðum. Miðað við hversu margir slakir leikmenn eru í liðinu megum við þakka fyrir að hanga í topp sex þetta tímabilið. Til hamingu Gillett og til fokkings hamingju Hicks
Sorry en Daniel Agger er búinn að vera glataður í leiknum. Er ég sá eini sem finnst leikmenn okkar virka ekki í formi ?? City eru bara MIKLU grimmari í öllu
Við eigum ekki break í þessu leik. Því miður. Alveg andlausir.
það verður að gefa liðinu séns að spila sig aðeins saman á ný eftir sumarið sumir ný komnir og allir að læra á stjórann það verður að vera smá þolinmæði í þessu
City búið að kippa manni hressilega niður á jörðina… gaman þegar áhorfendur fá að fylgjast með svona inni á vellinum. Það er annað hvort ríkur sykurpabbi strax eða lööööng uppbygging framundan.
Liverpool till I die
góðar stundir
RH fær mínus fyrir að spila of sókndjarft á útivelli gegn Man City. Betra hefði verið að hafa Poulsen á miðjunni og hafa N’gog á bekknum, tilbúinn að koma inn á. RH er samt enn að læra inn á liðið. En þessi leikur var mikil vonbrigði, slæmt auðvitað að tapa en frammistaðan var mjög léleg.
We are playing ketchup all reddy eftir bara tvær umferðir erum við fimm stigum og 15 mörkum á eftir toppliðinu. Hvernig endar þetta? Það er greinilega ekkert að verða neitt léttara að halda með þessu liði með áronum.